Hvernig má bæta samkeppnishæfni orkugeirans?

Page 1

Hvernig má bæta samkeppnishæfni orkugeirans? Starfshópur Orkuklasans um samkeppnishæfni


Efnistök

Inngangur Einkenni fyrirtækja í greininni Starfsemi og markaðssvæði Nýsköpun & þróun Þróunarsamvinna & viðskiptatækifæri Markmið og tillögur


Inngangur Úr samantekt skýrslu Intellecon:

Bakgrunnur Orkuklasinn (áður Jarðvarmaklasinn) ásamt Intellecon ehf. greindu og skrifuðu skýrslu um samkeppnishæfni jarðhitageirans. Megnið af vinnunni fór fram árið 2017 en niðurstöður greiningarinnar voru meðal annars kynntar á Málþingi um hugverkarétt þann 9. febrúar sl. Á stjórnarfundi klasans var stofnaður starfshópur til að móta viðbrögð klasans varðandi niðurstöður skýrslunnar. Starfshópinn skipuðu Ari Ingimundarson, Mannvit (formaður starfshóps), Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og Viðar Helgason, framkvæmdastjóri klasans.

Samkeppnishæfni Í 3. gr. stofnsamþykktar Orkuklasans segir m.a.: Markmið Orkuklasans er að auka samkeppnishæfni aðildarfélaga sinna. Til að ná fram markmiði sínu mun Orkuklasinn einkum leggja áherslu á eftirfarandi þætti í starfsemi sinni: • Stuðla að aukinni nýsköpun, stofnun sprotafyrirtækja, rannsóknum og þróun; • Styrkja ímynd Íslands sem land endurnýjanlegrar orku; • Stuðla að aukinni verðmætasköpun, þekkingu og færni aðildarfélaga; • Stuðla að þróun og útflutningi sérhæfðrar vöru og þjónustu og verndun hugverka; • Efla tengslanet og upplýsingaflæði milli orkugeirans, stjórnvalda og samfélagsins.

“The competitive position of the Icelandic geothermal industry is not as strong as it could be, given the experience and extensive use of geothermal energy in the country. There seems to be a lack of marketable exclusive solutions as reflected in the almost absence of patents in the Icelandic geothermal sector. One plausible explanation is the institutional setting around this industry where the main players are public entities. Their responsibility is to provide public goods and services rather than focusing on international competitiveness and profits.”


Aðferðafræði starfshópsins Spurningar til aðildarfélaga Sendur var út spurningalisti til að kanna hug klasameðlima til atriða er snerta samkeppnishæfni jarðvarmageirans.

1. Fundað var með aðildarfélögum og viðhorf þeirra rædd.

Gögnum var safnað frá klasameðlimum til að átta sig frekar á kennistærðum geirans.

Útbúinn var listi yfir aðgerðir sem stjórnvöld gætu gengið í til að bæta samkeppnishæfni orkugeirans. Lokamarkmið starfshópsins er kynning aðgerðalistans fyrir stjórnvöldum.

2. 3. 4.

5.

Er aðildarfélagi sammála niðurstöðum skýrslunnar um samkeppnishæfni? Eru einhver sérstök atriði sem aðildarfélagi er sammála/ósammála um? Ætlar viðkomandi klasameðlimur sjálfur að gripa til einhverra aðgerða í kjölfar skýrslunnar? Skipulag orkugeirans, svo og stefna stjórnvalda í orkumálum eru sérstaklega tekin fram sem hugsanlegar ástæður fyrir stöðu geirans. Hvernig gætu stjórnvöld bætt ástandið? Á hvaða samkeppnismarkaði starfar viðkomandi klasameðlimur? Hverjir eru helstu samkeppnisaðilarnir?


Hvað er átt við með samkeppnishæfni orkugeirans? Samkeppnisumhverfi orkugeirans

Þrískipting orkugeirans

Samkeppnisumhverfi aðildarfélaga í orkuklasanum er mismunandi. Samkeppnishæfni snýst um að geta framleitt eða boðið þjónustu með lægri kostnaði en samkeppnisaðilarnir, eða boðið betri vörur og þjónustu.

Til að taka greininguna um samkeppnishæfni lengra má skipta orkugeiranum í innlenda þjónustu, auðlindageira og alþjóðageira

Stefnumótun síðustu ára hefur lagt áherslu á atvinnusköpun byggða á hugvitsdrifnum útflutningi. Því virðast helstu vaxtarmöguleikar vera í alþjóðageiranum.

Innlend þjónusta

Fyrirtæki sem starfa nær einvörðungu á innlendum mörkuðum.

Auðlindageirinn

Fyrirtæki sem nýta orkuauðlindir landsins eða reka starfsemi tengda auðlindum sem er varin gegn samkeppni af hálfu einkaaðila.

Aþjóðageirinn

Fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlindum landsins.


Einkenni fyrirtækja í greininni

Stærð fyrirtækjanna Eignarhald Félagaform


Greining á klasanum - kennistærðir eftir Rekstrartekjur fyrirtækja í orkugeiranum (m.kr.) geirum (2017). Isor

Matís

Jarðboranir

Landsvirkjun

Landsvirkjun Verkís

Orkuveita…

Mannvit

RARIK Efla HS-Orka

HS-Orka Efla Mannvit Verkís

RARIK

Jarðboranir Matís Isor -

Orkuveita Reykjavikur

10.000

20.000

30.000

40.000

50.000

60.000

Alþjóðageirinn er hlutfallslega smár miðað við auðlindageirann. Slíkt leiðir til aðstöðumunar t.d. hvar varðar tekjuflæði og aðstöðu til að rannsaka og þróa nýja tækni. Heildar rekstartekjur þessara aðila voru 140 milljarðar árið 2017. Til samanburðar voru rekstrartekjur Marel það ár 130 milljarðar.


Eignarhald fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni

Blandað eignarhald (einka- og opinbert eignarhald)

6,1%

Félagasamtök

3,0%

Opinbert eignarhald

33,3%

Einkaeign Svarað: 33 Sleppt: 0

57,6% 0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%


Velta 50 M.ISK eða minna

Heildarvelta fyrirtækja í könnuninni

47%

Velta 50 M.ISK til 1000 M.ISK

18%

Velta meiri en 1000 M.ISK

Svarað: 23 Sleppt: 10

35%

0%

10%

20%

30%

40%

50%


Félagasamtök

Félagaform þeirra fyrirtækja sem tóku þátt

3,0%

Ríkisstofnun

6,1%

Samlagshlutafélag (SLHF)

3,0%

Samlagsfélag (SLF)

3,0%

Sameignarfélag (SF)

6,1%

Hlutafélag (HF)

33,3%

Einkahlutafélag (EHF) Svarað: 33 Sleppt: 0

45,5% 0%

10%

20%

30%

40%

50%


Ályktanir varðandi eignarhald, stærð og félagaform fyrirtækjanna Staðan í orkugeiranum

Vöxtur alþjóðageirans

• Stærstu fyrirtækin í geiranum, með mesta og stöðugasta tekjustreymið, getu til fjárfestingar, hæstu launin, eru opinber fyrirtæki.

Úr kynningu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld:

• Sum opinber fyrirtæki eru með einhverja starfsemi í alþjóðageiranum.

Spurningar sem vakna um opinber fyrirtæki í alþjóðageiranum

• Er það vilji stjórnvalda að opinber fyrirtæki séu hluti af alþjóðageiranum og vaxi erlendis? • Hvaða áhrif hefur það á samkeppnishæfni annarra fyrirtækja í alþjóðageiranum?

• Hvernig má tryggja jafna samkeppnisstöðu? • Tryggja að framlög opinberra aðila nýtist til að ná markmiðum stjórnvalda og greinarinnar? • Samkeppni um starfsfólk?

• Samkeppni um fé til nýsköpunar?

Hvernig á vöxtur í alþjóða orkugeiranum að eiga sér stað? M.ö.o. hvaða „vaxtarmódel“ er líklegast til árangurs?


Starfsemi og markaðssvæði

Eðli starfsemi Kjarnastarfsemi Markaðsáherslur


Orkugeiranum má gróflega skipt í innlenda þjónustu, auðlindageira og alþjóðageira

Hlutur opinberra fyrirtækja er stór í orkugeiranum. Auk þess er geirinn alþjóðlegur en 55% af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru með starfsemi á erlendum mörkuðum.


Hvað lýsir starfseminni best? Annað (tilgreinið)

24,2%

Rannsóknir eða kennsla

18,2%

Stjórnsýsla eða opinber stofnun

12,1%

Samkeppnismarkaður / Vöruþróun

24,2%

Samkeppnismarkaður / Þátttaka í útboðum

27,3%

Samkeppnismarkaður / Verkefnaþróun Svarað: 33 Sleppt: 0

21,2% 0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%


Hver er kjarnastarfsemin Dreifing á orku

12,1%

Sala og/eða framleiðsla á orku

12,1%

Bein nýting auðlinda, þ.e.a.s. virkjanarekstur og…

12,1%

Sala á heildstæðum lausnum, svo sem vélbúnaði og…

15,2%

Þróun á heildstæðum lausnum til endursölu, svo…

12,1%

Áþreifanleg þjónusta, t.d. boranir og viðhald tengt…

24,2%

Óáþreifanleg þjónusta, t.d. ráðgjöf, fjármálaráðgjöf,…

30,3%

Þróun og fjárfestingar í verkefnum Svarað: 33 Sleppt: 0

12,1% 0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%


Annarskonar - t.d. rannsóknaraðilar, menntastofnun

Á hvaða markaði starfar þú?

Sérleyfisskyld starfssemi

9,1% 12,1%

Bæði innlendum- og erlendum mörkuðum Erlendum mörkuðum

Innalands markaði (ekki sérleyfisskylt) Svarað: 33 Sleppt: 0

45,5% 9,1% 24,2% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45% 50%


Aðrar niðurstöður úr skoðanakönnuninni • 67% af fjölda mannára tengdum orkuiðnaði eru unnin í fyrirtækjum sem eru a.m.k. að hluta í eigu hins opinbera. • Um 92% efnislegra eigna liggja í félögum sem ríkið á a.m.k. hluta í. • Aðeins þrjú verkefni tengd frumrannsóknum hafa leitt til einkaleyfa og/eða viðskiptaleyndarmála.


Samantekt á niðurstöðum vinnuhóps Samkeppnisforskot ? Flestir aðildarfélagar voru sammála greiningunni sem sett var fram í skýrslu Intellecon. Íslenski jarðvarmageirinn virðist í raun ekki vera með samkeppnisforskot á erlenda markaði, nema á blaði.

Hvernig getur hið opinbera bætt úr samkeppnishæfni geirans ? • Nýsköpun og þróun • Fjármögnun á nýsköpun • Hugverk og viðskiptaleyndarmál • Mannauður með þekkingu • Fjármögnun fyrirtækja í alþjóðageiranum • Hlutverk opinberra fyrirtækja


Nýsköpun & þróun

Áhrifaþættir Fjárfesting í rannsóknum Mannauður


Helstu áhrifaþættir

Fjármagn

Grunnrannsóknir vs. nýsköpun og þróun

“Innovation is the market introduction of a technical or organizational novelty, not just its invention.” Joseph Schumpeter.

Varin hugverk og viðskiptaleyndarmál

Stjórnsýslu umhverfi

Nýsköpun & þróun

Markaður, samkeppnis -aðilar

Mannauður með þekkingu með réttu hvatana

(*) https://www.innovationpolicyplatform.org/content/what-conditions-impact-innovation


Fjármagn til N&Þ í orkumálum HVAÐAN KEMUR ÞAÐ OG HVERT FER ÞAÐ? Opinbert fjármagn til nýsköpunar í orkumálum

Hvert fer opinbera fjármagnið?

Byggt á svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns var samtals 6,1 milljarði varið af opinberu fé til nýsköpunar í orkumálum á 5 árum (frá 2009 til 2015). Horizon 2020

Fjármagn til N&Þ

4100

Markáætlun Vísinda- og tækniráðs

Hið opinbera Alþjóðageirinn

490

Tækniþróunarsjóður

Opinberir aðilar

993

Rannsóknasjóður

373

Orkusjóður

140 0

1000

2000

3000

4000

5000

10%

Milljónir ISK

Vert að taka fram að ekki liggja fyrir upplýsingar um mótframlag þeirra hlutu þetta rannsóknarfé. Sú upphæð sem hér er tilgreind nær því t.d. ekki til eigin framlaga opinbera aðila til þessara sömu rannsóknar en það getur numið allt að 20-40%.háð skilyrðum hverju sinni.

90%

Annað fjármagn til nýsköpunar í orkumálum •

Fyrirtæki í auðlindageiranum sem hafa stöðuga tekjustrauma geta skuldbundið sig í rannsóknarverkefni til margra ára.

Slík fyrirtæki geta komið með fjármagn (og aðstöðu) til prófana og tilrauna sem vegur gríðarlega þungt til að fá verkefni úr samkeppnissjóðum.

Flest fyrirtæki í alþjóðageiranum eru einfaldlega ekki með burði til að taka á sig margra ára rannsóknaverkefni.

Íslenskt einkafjármagn hafa ekki að miklu magni komið inn í nýsköpunarverkefni í orkugeiranum.

Opinberir aðilar Alþjóðageirinn


Varin hugverk og viðskiptaleyndarmál Hvers vegna eru varin hugverk og viðskiptaleyndarmál mikilvæg fyrir nýsköpun? Ef ekki verða til viðskiptaleyndarmál og varin hugverk þá verða engar óefnislegar eignir til innan fyrirtækis. Þá verður fjármögnun verkefnisins takmörkuð við eigið fé og opinbera fjármögnun.

Tiltölulega fá fyrirtæki halda á megninu af óefnislegum eignum í geiranum.

Verða til viðskiptaleyndarmál og varin hugverk í orkugeiranum í dag?

7 fyrirtæki í skoðunarkönnuninni telja sig búa yfir óefnislegum eignum samtals verðmæti hátt í milljarð króna.

Svo virðist sem það sé afar sjaldan. Greiningar benda ekki til að svo sé og í raun er bara vitað um örfá tilfelli til dagsins í dag. Eftirfarandi staðreyndir/athugasemdir endurspegla núverandi ástand: • Einkaleyfi í orkugeiranum eru fá/ekki til skv. greiningu Arnason Faktor • Hið opinbera sem eyðir mestu fé til nýsköpunarverkefna eru að jafnaði ekki með hugverkastefnu. Hugverkastefna hefur ekki verið innleidd tengt stóru rannsóknaverkefnunum eða ákvörðun tekin að horfa ekki til slíkra atriða. Rannsókna- og þróunarkostnaður • Upplýsingar sem bárust tengt umfangi rannsókna- og þróunarkostnaðar voru ekki að fullnægjandi gæðum svo hægt sé að leggja mat á þær.

5 aðilar segjast eiga hugverk eða viðskiptaleyndamál. Samtals 17 slíkar eignir.

Hér væri forvitnilegt að skoða nánar hvaða fyrirtæki þetta eru, í hvaða starfsemi og hvers konar óefnislegar eignir er um að ræða.


Mannauður, þekking og hvatar Hverjir eru hvatar fyrir fyrirtæki/stofnanir/ einstaklinga að stunda nýsköpun? Leysa tæknileg vandamál

• Dæmi er Sulfix, Carbfix, IDDP

Akademísk frægð og framgangur

• Starfsframi í háskóla er háður birtingum

Til að öðlast samkeppnishæfni á markaði

• Til að öðlast samkeppnisforskot á markaði með aukinni verðmætasköpun. Fyrirtæki verða að stunda nýsköpun til að lifa af.

Hverjir eru hvatar til nýsköpunar hjá þeim fyrirtækjum sem eru með mestu umsvif í N&Þ? • Mest umsvif í N&Þ eru hjá opinberum aðilum í auðlindageiranum. Í núverandi ástandi eru hvatar mannauðs sem núna stunda nýsköpun í orkugeiranum ekki tengdir samkeppnishæfni geirans. • Samkeppni um hæft starfsfólk er alþjóðageiranum erfið, þar eð laun eru hærri í auðlindageiranum en í alþjóðageiranum.


791

966

922 791

905 937

1021 927

871

919 880

857 814

887 804

805 785

867 874

1040 1030

955 813 832

796

800

778 700

1000

834 780

Heildargreiðslna í febrúar (þús. Króna)

1200

1041

Samanburður heildargreiðslna í febrúar 2016 og 2017 eftir aðalstarfsvettvangi (þús. króna)

600 400 200 0

Heildargreiðslur 2017 Verkfræðingafélags Íslands 2017

Heildargreiðslur 2016


Þróunarsamvinna & viðskiptatækifæri

Umfang tengt orkumálum Framlög hins opinbera Skipting fjármagns


Fjöldi þróunarsamvinnuverkefna sem tekið var þátt í á tímabilinu (2009-2017) Heildarfjöldi fyrirtækja

Heildarfjöldi verkefna

Meðaltekjur pr. fyrirtæki

Meðalmótfr. pr. fyrirtæki

5

11

1,7 M.ISK

1 M.ISK

Fyrirtækja þar sem viðskiptatæki færi hafa orðið til.

5 Erfitt að alhæfa um möguleika slíkra verkefna til að skapa viðskiptatækifæri í kjölfarið en ljóst að eitthvað er um að fyrirtæki sem ráðast í verkefni tengd þróunarsamstarfi geta þróað þau áfram.


Framlög utanríkisráðuneytis til verkefna í orkumálum Orkumál - Verkefni Jarðhitaskóli Háskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Stuðningur við jarðhitaþróun í Afríku Samtarf í orkumálum - (ESMAP) Stuðningur við IRENA SEforAll Sjóður samtals:

2015 2016 2017 Samtals 2015-2017 214.920.000 214.200.000 234.200.000 663.320.000 123.772.356 155.460.440 129.806.956 409.039.752 38.977.500 68.984.516 31.980.000 139.942.016 13.150.400 13.150.400 12.976.500 22.694.100 25.095.950 60.766.550 403.796.756 461.339.056 421.082.906 1.286.218.718


Framlög utanríkisráðuneytis Skipting fjármagns til verkefna á sviði jarðhita (Afríka) Orkustofnun; 76.231.602 ; 25% Matís ohf.; 5.686.651 ; 2% Háskóli Íslands; 1.879.700 ; 1%

Mannvit hf.; 17.589.212 ; 6%

Ríkiskaup; 1.035.394 ; 0%

Other; 63.023.908 ; 21%

Verkís hf.; 6.967.092 ; 2%

Reykir sf.; 495.000 ; 0% Íslenskar orkurannsóknir; 154.750.155 ; 51%

Efla hf.; 37.768.701 ; 13%

Vatnaskil ehf.; 203.903 ; 0%


Tillรถgur og lokaorรฐ


Markmið og tillögur til hins opinbera varðandi nýsköpun og þróun Nr.

Markmið

Aðgerðir

Áhrif

#1 – Opinbert fjármagn

Að opinbert fjármagn til N&Þ sé betur nýtt til að auka samkeppnishæfni og vöxt alþjóða-orkugeirans.

• Skilyrða mætti hluta af opinberu fjármagni til þeirra sem annaðhvort eru í alþjóðageiranum eða þeirra sem geta vaxið á alþjóðlegum vettvangi.

Aukin vöxtur og samkeppnishæfni fyrirtækja í alþjóðageiranum.

#2 –Hugverkavernd og viðskiptaleyndarmál.

Að hugverkavernd og vernd viðskiptleyndarmála verði forgangsmál í geiranum.

• Skilyrða mætti fjármagn til N&Þ því að skýr leið sé til staðarvarðandi markaðssetningu afurðar. • Tryggja mætti að hluti opinbers fjármagns færi til aðila í alþjóðageiranum. • Endurskoða mætti starfshætti opinberra fyrirtækja við framkvæmd rannsóknaverkefna.

Óefnisleg verðmæti skapast sem er forsenda aðkomu fjármagns af uppruna utan við opinbera geirann. Margföldunaráhrif fjárfestingar aukast verulega ef hægt er að laða að einkafjármagn.

#3-Mannauður með þekkingu og réttu hvatana

Leitast við að tryggja að hæfasta starfsfólkið starfi þar sem mestu vaxtarmöguleikarnir eru.

• Skýra hvaða hlutverk opinber fyrirtæki eiga að hafa í framtíðarvexti geirans. • Leitast mætti við að rannsóknarverkefni fari að meira leyti í einkageiranum.

Aukin vöxtur og samkeppnishæfni fyrirtækja í alþjóðageiranum.

#4-Framkvæmd rannsóknaverkefna

Koma í veg fyrir árekstra opinberra- og einkaaðila.

Aukin þátttaka fyrirtækja í nýsköpunarverkefnum.

Opinber fyrirtæki hafi það á stefnuskrá sinni að efla samkeppnishæfni alþjóðageirans.

Framkvæmd nýsköpunarverkefna í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. • •

Breyta þarf aðferðafræði ef ríkið vill laða að einkafjármagn. Benda má á „Mission Oriented Research and Innovation“ aðferðafræði til að ná markmiðum stjórnvalda https://ec.europa.eu/info/sites/info/files/mazzucato_report_2018.pdf


• Framundan eru miklar breytingar í orkugeiranum, bæði á heimsvísu og hérna heima. • Ljóst að mikil rannsóknarvirkni er í orkugeiranum sem ætti að geta nýst til að efla samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana.

Lokaorð Framtíðarsýn

• Aukin samvinna og sameiginleg sýn þeirra aðila sem vinna í geiranum ætti að hjálpa til við að ná sameiginlegum markmiðum. • Skerpa þarf hver sameiginleg markmið eru. • Skerpa sérstaklega stefnu stjórnvalda. Efla ætti alþjóðageirann þar sem vaxtarmöguleikar eru til staðar. Orkuklasinn hefur lagt fram ofangreindar tillögur til að hjálpa stjórnvöldum og fyrirtækjunum sjálfum til að ná því markmiði.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.