NeoStrata NeoStrata húðvörur innihalda efni sem kallast ávaxtasýrur, en rannsóknir sýna að þær hafa verulega bætandi áhrif á húðina. AHA sýrur (alphahydroxy acids) og PHA sýrur (polyhydroxy acids) eru einstakir rakagjafar og flýta fyrir endurnýjun húðfrumnanna. Á þann hátt vinna Neostrata húðvörurnar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, þurrki og skemmdum í húð af völdum sólarljóss. NeoStrata húðvörurnar gefa húðinni jafnari hörundslit, heilbrigt og frísklegt yfirbragð. NeoStrata eru hágæða húðvörur sem eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Húðvörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né litarefni og eru ofnæmisprófaðar.
Glycolic sýra er AHA ávaxtasýra og eitt af innihaldsefnum sykurreyrs. Glycolic sýra fer hraðast inn í húðina af AHA ávaxtasýrunum. Rannsóknir sýna að NeoStrata húðvörur sem innihalda glycolic sýru og eru notaðar í daglegri umhirðu draga úr fínum línum, hrukkum og gefa húðinni heilbrigt útlit. Gluconolactone er önnur kynslóð af ávaxtasýrum. Gluconolactone er PHA ávaxtasýra sem er náttúrulegt andoxunarefni og einstakur rakagjafi. Gluconolactone ertir ekki húðina og hæfir öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð. NeoStrata húðvörur sem innihalda gluconolactone gefa húðinni jafnara og frísklegra útlit. Lactobionic sýra er samsett PHA ávaxtasýra sem er afleiða laktósa (mjólkursykurs) og gluconic sýra. Lactobionic sýra er áhrifaríkt andoxunarefni með einstaka rakamyndandi eiginleika sem mýkir og sléttir húðina. Sítrónusýra (citric acid) er notuð bæði í mat- og snyrtivörur. Andoxunareiginleiki hennar hjálpar til við að draga úr eyðileggjandi áhrifum sólar og mengunar. Rannsóknir sýna að sítrónusýra dregur úr öldrun húðarinnar, minnkar fínar línur og hrukkur. Möndlusýra (mandelic acid) dregur úr olíuframleiðslu í húðinni, auk þess hefur hún bakteríuhemjandi áhrif og hentar því bólóttri húð. Rannsóknir sýna að möndlusýra dregur úr öldrun húðarinnar.
Hvað eru ávaxtasýrur, AHA og PHA?
NeoStrata húðvörur sem innihalda PHA-sýrur eru seldar í lausasölu apóteka. PHA-sýrurnar eru náttúruleg andoxunarefni sem vinna gegn öldrun húðarinnar, gefa húðinni góðan raka og næringu. NeoStrata húðvörurnar sem innihalda PHAsýrur henta öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð.
NeoStrata
Þær NeoStrata húðvörur sem innihalda sterka AHA-sýru (glycolic acid) hafa um árabil verið notaðar af húðlæknum með góðum árangri við ýmsum húðvandamálum. Þessar húðvörur innihalda 8-20% AHA-sýru (glycolic acid) og fást í apótekum gegn ávísun frá lækni. Húðlæknar veita auk þess áhrifaríkar sýrumeðferðir með allt að 70% styrk. Efnin komast dýpra inn í húðina með þeim hætti og örva nýmyndun bandvefs sem oft leiðir til þess að yfirborð húðarinnar verður sléttara og fínlegra.
DAGLEG UMHIRÐA HREINSUN
Facial Cleanser PHA 4
Vnr. 80008403
Inniheldur hvorki olíu né sápu og hreinsar húðina án þess að þurrka hana. Mildur en áhrifaríkur húðhreinsir sem gefur húðinni raka. Hreinsar húðina og fjarlægir farða án þess að raska eðlilegri húðfitu. Hæfir öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri og þurri húð. Notkun: Rök húðin er þvegin með hæfilegu magni af hreinsinum og skoluð með vatni kvölds og morgna.
DAGLEG UMHIRÐA
Bionic Face Serum PHA 10 Veitir öfluga meðferð í baráttunni við öldrun húðarinnar. Serumið verndar húðina með andoxunareiginleikum sínum, dregur úr ójöfnum hörundslit og gefur húðinni jafnara yfirbragð, góðan raka og næringu. Regluleg notkun getur dregið úr fínum línum og hrukkum. Bionic Face Serum inniheldur PHA sýru (10% lactobionic sýru), E-vítamín, C-vítamín og A-vítamín. Notkun: Borið á andlit og háls daglega eftir þvott, áður en rakakrem er borið á húðina. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar.
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008410
DAGLEG UMHIRÐA DAGUR OG NÓTT
Vnr.80008408
Bionic Face Cream - PHA 12 Vinnur gegn öldrun húðarinnar, endurnýjar húðfitu og yfirbragð húðarinnar verður mýkra og frísklegra. Hentar mjög vel eftir sterka sýrumeðferð, húðslípun eða lasermeðferð. Regluleg notkun getur dregið úr fínum línum og gefur húðinni jafnara yfirbragð. Bionic Face Cream inniheldur tvær PHA sýrur (8% gluconolactone, 4% lactobionic sýru) auk E-vítamíns. Þetta eru þrjú andoxunarefni sem gefa húðinni góðan raka og vernda hana gegn sindurefnum. Notkun: Borið á andlit og háls kvölds og morgna. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Hentar þurri húð mjög vel.
DAGLEG UMHIRÐA
Daytime Protection Cream SPF 23 - PHA 10 Rakagefandi, olíulaust krem sem gefur húðinni góðan raka og veitir vörn gegn UVA og UVB geislum sólar. Daytime Protection Cream in n ih e ld u r t vær PH A sý rur (8% gluconolactone, 2% lactobionic sýru) auk E-vítamíns sem nærir húðina og mýkir. Enn fremur verndar E-vítamín húðina gegn skemmdum af völdum útfjólublárra geisla. Kremið gefur húðinni heilbrigt og ferskt útlit. Notkun: Borið á andlit og háls daglega.
DAGUR
Vnr. 80030048
DAGLEG UMHIRÐA DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008401
Ultra Moisturizing Face Cream PHA 10 Gefur húðinni góðan raka og yfirbragð hennar verður mýkra, frísklegra og jafnara. Auk PHA sýrunnar (10% gluconolactone) inniheldur Ultra Moisturizing Face Cream E-vítamín, en það er andoxunarefni sem nærir húðina og stuðlar þannig að því að gera hana mýkri. Enn fremur verndar E-vítamín húðina gegn skemmdum af völdum útfjólublárra geisla með andoxunareiginleikum sínum. Notkun: Borið á andlit og háls kvölds og morgna. Hentar öllum húðgerðum. Mjög gott fyrir byrjendur í notkun ávaxtasýra.
DAGLEG UMHIRÐA
Renewal Cream PHA 12 Hefur að geyma einstaka samsetningu PHA sýra (12% gluconolactone) og A- og E-vítamíns. Þessi blanda vinnur gegn öldrun húðarinnar, svo sem fínum línum, hrukkum, öldrunarblettum og ummerkjum sólar, þar á meðal þurrki. Notkun: Þunnt lag er borið á húðina að kvöldi. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar.
NÓTT
Vnr. 80008319
BÓLUR
HREINSUN
Vnr.80108807
Clarifying Facial Cleanser Bakteríuhemjandi, freyðandi og rakagefandi húðhreinsir sem inniheldur hvorki sápu né ilmefni. Húðhreinsinn má nota á allar húðgerðir. Hann er sérstaklega góður fyrir feita og bólótta húð og hæfir einnig vel húð sem þolir ekki sápu. Clarifying Facial Cleanser inniheldur bakteríuhemjandi efni (triclosan), mýkjandi jurtakraft (chamomile), auk PHA-sýru (4% gluconolactone), en hún er náttúrulegt andoxunarefni sem gefur húðinni góðan raka. Notkun: Hæfilegt magn er sett á raka húðina og nuddað mjúklega þar til freyðir. Skolað vel með vatni. Ef vart verður við ertingu í húð eða roða skal hætta notkun.
BÓLUR
Sheer Hydration SPF 35 Létt og olíulaust húðkrem sem bæði jafnar húðina og kemur í veg fyrir sjáanleg öldrunarmerki á húð. Kremið hentar húð sem er í eðli sínu feit eða viðkvæm fyrir röku loftslagi. PhytotalTM, sem er náttúruleg blanda, hjálpar til við að minnka fitu í húðinni, án þess að erta hana. Inniheldur einnig NeoGlucosamine, en sýnt hefur verið fram á í vísindarannsóknum að NeoGlucosamine hjálpi til við að minnka sjáanlega dökka öldrunarbletti og graftarbólur og um leið bætir það áferð húðarinnar og gerir hana stinnari. Breiðvirk UVA/UVB sólarvörn ver húðina gegn öldrun. 24 stunda krem fyrir feita húð, óhreina húð og húð sem þolir ekki olíu. Notkun: Borið á hreint andlit og háls kvölds og morgna.
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008421
BÓLUR
MEÐFERÐ
Vnr. 80008802
Spot Treatment Gel Inniheldur 2% salisýlsýru, Neohydroxy Complex sem er einstök samsetning af AHA sýrum, auk A-vítamíns. Spot Treatment Gel hreinsar bólótta húð, dregur úr bólumyndun, auðveldar endurnýjun frumnanna og bætir útlit húðarinnar. Hlaupið er borið á bólur sem eru að myndast. Notkun: Borið á einstakar bólur þrisvar á dag. Ef þurrkur kemur fram í húðinni, skal bera hlaupið á bólur einu sinni á dag eða annan hvern dag. Spot Treatment Gel má nota eitt og sér eða samhliða öðrum NeoStrata vörum. Hlaupið er í handhægum umbúðum sem fara vel í vasa eða tösku.
BÓLUR
Refine Oil Control Gel 8 PHA Minnkar olíumyndun í húð. Gefur matta áferð og kemur í veg fyrir glansandi húð. Einnig er hægt að nota gelið yfir farða til að matta glansandi húð. Notkun: Notist eftir þörfum yfir daginn. Hentar undir dag- og næturkrem.
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008013
RÓSROÐI
DAGUR OG NÓTT
Vnr.80008405
Bio-Hydrating Cream Vinnur gegn öldrun húðarinnar, gefur húðinni endingargóðan raka og næringu, yfirbragð hennar verður mýkra, frísklegra og jafnara. Enn fremur getur regluleg notkun dregið úr fínum línum. Þetta krem hentar einnig vel þeim sem eru með rósroða. Bio-Hydrating Cream inniheldur háan styrk af PHA sýru (15% gluconolactone) auk E-vítamíns. Notkun: Borið á húðina tvisvar á dag. Mælt með daglegri notkun sólarvarnar.
RÓSROÐI
Redness Neutralizing Serum Inniheldur sérblönduð innihaldsefni sem vinna sérstaklega á roða í húð og í að styrkja og róa húðina. Gott fyrir húð sem er viðkvæm fyrir, svo sem húð með rósroða. Notkun: Mælt með daglegri notkun undir dag- og næturkrem.
DAGUR OG NÓTT
Vnr.80008018
AUGU
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008404
Eye Cream PHA 4 Góður og áhrifaríkur rakagjafi sem dregur úr þurrki og fínum línum í kringum augun. Auk PHA sýrunnar (4% gluconolactone) inniheldur augnkremið sodium hyaluronat, en það er áhrifaríkur rakagjafi sem örvar og viðheldur raka húðarinnar. Notkun: Augnkremið er borið létt á svæðið kringum augun kvölds og morgna.
AUGU
Bionic Eye Cream plus PHA 4 Inniheldur sindurvara eins og PHA sýrur, vítamín og jurtakraft. Augnkremið gefur húðinni góðan raka, auk þess sem það dregur úr fínum línum, dökkum baugum og pokum í kringum augun. Notkun: Lítið magn er borið létt á svæðið í kringum augun kvölds og morgna. Einnig er mælt með notkun sólarvarnar. Hentar öllum húðgerðum.
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008412
LÍKAMI
DAGUR
Vnr. 80008409
Bionic Lotion PHA 15 Létt rakakrem fyrir allan líkamann sem hæfir öllum húðgerðum. Mýkjandi og rakagefandi fyrir mjög þurra húð. Einnig góð viðbót í húðumhirðu þeirra sem eru með exem, þurra og flagnandi húð (eczema, psoriasis, xeroses). Bionic Lotion inniheldur tvær PHA sýrur (12% gluconolactone, 3 % lactobionic sýru) auk E-vítamíns. Þetta eru þrjú andoxunarefni sem gefa húðinni góðan raka og vernda hana gegn sindurefnum. Notkun: Borið á andlit, hendur og/eða líkama tvisvar á dag. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar.
Sheer Physical Protection SPF 50 Breiðvirk UVA/UVB sólarvörn sem hentar fyrir allar húðgerðir, líka viðkvæma húð. Sólarvörnin inniheldur örlítinn lit sem gefur jafnan, náttúrulegan húðlit og matta áferð. Mælt er með að nota Sheer Physical Protection daglega í sól, einnig mjög gott eftir húðmeðferðir hjá lækni þegar húðin getur verið viðkvæm.
SÓLARVÖRN
Vnr. 80008021
SKIN ACTIVE
SKIN ACTIVE NÓTT
Vnr. 80008422
Retinol + NAG Complex Lyftir, stinnir og dregur úr öldrunarblettum og fínum línum. Virkar vel inn í innsta lag húðarinnar. Inniheldur 0,5% hreint retinól. NeoGlucosamine veitir öflugan ávinning í samsetningu með retinóli. Gardenia Cell Culture varðveitir núverandi kollagen byggingu húðarinnar og hjálpar einnig til við að örva nýmyndun kollagens. Amínósýrur og Matrixyl 3000 peptíð hjálpa einnig til við að byggja upp kollagenið og NeoGlucosamine verndar kollagen húðarinnar. Notkun: Borið á andlit einu sinni til tvisvar í viku, á kvöldin. Aukið upp í daglega notkun eftir því sem húðin þolir.
SKIN ACTIVE
Dermal Replenishment
NÓTT
Krem sem styrkir og þéttir húðina og hjálpar til við að byggja upp náttúrulegt kollagen húðarinnar. Dregur úr öldrun húðar. Auðgað með Chardonnay Grape Seed Extract til að koma í veg fyrir skemmdir sem eiga sér stað af umhverfisvöldum. Notkun: Borið á andlit og háls á kvöldin. Skin Active Retinol og Skin Active Dermal Replenishment vinna mjög vel saman. Fyrir mjög þurra húð.
Vnr. 80008423
SKIN ACTIVE DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008424
Tri-Therapy Lifting Serum Samsett blanda sem hjálpar til við að þétta húðina, vinna í fínum línum og bæta frískleika húðarinnar. Hýalúronsýra hjálpar til við að fá jafnari húðlit, frískara yfirbragð og mýkri húð. Notkun: 3-5 dropar á andlit kvölds og morgna undir dag- og næturkrem.
SKIN ACTIVE
Antioxidant Defense Serum Einstök formúla sem inniheldur átta öflug andoxunarefni sem vinna gegn öldrun húðarinnar. Sítrónusýra, lilac, grænt te og chardonnay grape seed extract vinna saman og hjálpa til við að varðveita heilbrigða húð. Dregur úr ójöfnum hörundslit og gefur húðinni jafnara yfirbragð. Veitir góðan raka, næringu og dregur úr línum. Hentar öllum húðgerðum. Notkun: Borið á andlit kvölds og morgna undir dag- og næturkrem.
DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008014
SKIN ACTIVE NÓTT
Cellular Restoration
Vnr. 80008419
Einstök „SynerG“ samsetning er hönnuð til þess að örva og endurlífga virkni húðfrumnanna og styrkja undirliggjandi stoðir húðarinnar. Samsetningin inniheldur stofnfrumuseyði úr eplum sem verndar og framlengir líftíma stofnfrumna húðarinnar og hjálpar þannig til við að sporna gegn áhrifum öldrunar húðarinnar. Sérstök peptíð ýta undir kollagen framleiðslu og draga úr sýnileika dýpri lína. Glycolic sýrur og AHA sýrur auka framleiðslu kollagens og gera húðina fyllri og stinnari. Maltobionic sýrur og gluconolactone (PHA sýrur) hafa græðandi og endurbyggjandi áhrif á undirlag húðarinnar. Seyði úr greipfræjum, granateplum, bláberjum og acai berjum verja einnig húðfrumurnar gegn áhrifum öldrunar. Notkun: Borið á andlit og háls á kvöldin.
SKIN ACTIVE
Matrix Support SPF 30 Einstök „SynerG“ samsetning inniheldur þrjú klínískt prófuð efni, sem hafa einstaka virkni á húðina. Sérstakt peptíð örvar kollagen framleiðslu í dýpri lögum húðarinnar. NeoGlucosamine og retinól vinna saman að því að endurbyggja náttúrulegar stoðir húðarinnar, gera húðina stinnari og bæta heildar litbrigði húðarinnar. Blanda af mismunandi andoxunarefnum veita húðinni góða alhliða vörn. UVA og UVB (SPF30) verja húðina einnig gegn skaðsemi útfjólublárra geisla frá sólinni. NeoGlucosamine inniheldur einnig tyrosinase sem er lykilensím í framleiðslu húðarinnar á melaníni, sem dregur úr litabreytingum í húðinni. Notkun: Borið á andlit og háls daglega.
Fyrir
Eftir
DAGUR
Vnr. 80008012
SKIN ACTIVE DAGUR OG NÓTT
Vnr. 80008017
Firming Collagen Booster Serum sem varðveitir og hámarkar náttúrulegt kollagen húðarinnar og skilur eftir sléttari, þéttari og sterkari húð. Gardenia Cell Culture hjálpar til við að varðveita núverandi kollagen með því að hindra ensímin sem brjóta niður kollagenið. Notkun: Borið á andlit kvölds og morgna undir dag- og næturkrem.
SKIN ACTIVE
Intensive eye therapy Einstök „SynerG“ samsetning sem með margþættri verkun gerir viðkvæma húðina í kringum augnsvæðið fyllri og þéttari. Kremið inniheldur stofnfrumuseyði úr eplum sem viðheldur langlífi stofnfrumna húðarinnar þannig að húðin fer að starfa á sama hátt og umtalsvert yngri húð. Sérstök peptíð örva þætti húðarinnar til aukinnar kollagen framleiðslu. Augnsvæðið virðist sléttara og hláturhrukkurnar í kringum utanvert augnsvæðið sléttast innan frá. Koffín dregur úr þrota á meðan hýalúrónsýrur virka sem náttúrulegur rakagjafi. E-vítamín hefur andoxunaráhrif á húðina. Notkun: Borið á augnsvæði kvölds og morgna.
Fyrir
Eftir
AUGU
Vnr. 80008418
SKIN ACTIVE HREINSUN
Exfoliating Wash
Vnr. 80008416
Einstök „SynerG“ samsetning slípar húðina á mjög varfærinn hátt án þess að þurrka hana og undirbýr þannig húðina vel fyrir virkni kremanna. PHA sýrur, þ.m.t. gluconolactone og maltobionic sýrur, örva endurnýjun og fjarlægja óhreinindi frá dýpstu lögum húðarinnar. Þessi sápulausi freyðandi hreinsir fjarlægir á árangursríkan hátt óhreinindi og umfram fitu á húðinni ásamt öllum farða, án þess að erta húðina. Maltobionic sýrur næra húðina einstaklega vel á meðan blanda af aloe vera, kamillu-, gúrku- og rósmarínseyðum sefa og róa húðina. Hentar öllum húðgerðum. Notkun: Rök húðin er þvegin kvölds og morgna með hæfilegu magni af hreinsinum og skoluð með vatni.
Í SAMRÁÐI VIÐ LÆKNI
Ultra Smoothing Cream 10 AHA Rakakrem fyrir þá sem eru að byrja að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt með daglegri notkun sólarvarnar. Olíu- og ilmefnalaust.
vnr. 80008004
Ultra Smoothing Lotion 10 AHA Rakagefandi krem fyrir þá sem eru að byrja að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Hentar á andlit og líkama. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Olíu- og ilmefnalaust.
vnr. 80008011
Gel Plus 15 AHA vnr. 80008203
Olíulaust gel fyrir þá sem vanir eru að nota AHA sýrur. Hentar andliti og líkama. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Olíu- og ilmefnalaust.
Oily Skin Solution 8 AHA
Vnr. 80008005
Hannað til að fjarlægja fitu og olíu af húðinni. Kemur í veg fyrir stíflaðar svitaholur. Má nota í staðinn fyrir andlitsvatn. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Ilmefnalaust.
Lotion Plus 15 AHA Rakagefandi krem fyrir þá sem eru vanir að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Hentar fyrir andlit og líkama. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Ilmefnalaust.
vnr. 80008202
Face Cream Plus 15 AHA Rakakrem fyrir þá sem eru vanir að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar. Ilmefnalaust.
vnr. 80008201
Ultra Daytime Smoothing Cream 10 AHA SPF 20
Vnr. 80008008
Rakagefandi dagkrem með sólarvörn fyrir þá sem eru að byrja að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Verndar húðina fyrir geislum sólarinnar. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Olíu- og ilmefnalaust.
High Potency Cream 20 AHA
vnr. 80008206
Mjög virkt andlitskrem, eingöngu fyrir þá sem vanir eru að nota AHA sýrur og þola þær vel. Hjálpar til að við að leiðrétta sýnileg merki aldurs. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Mælt er með daglegri notkun sólarvarnar á meðan kremið er notað og viku eftir að notkun kremsins hefur verið hætt. Ilmefnalaust.
Problem Dry Skin Cream Krem sem hentar á allan líkamann fyrir mjög þurra og grófa húð. Sérlega gott fyrir t.d. hné, olnboga og hæla. Notist samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Ilmefnalaust.
vnr. 80008609