Björgunarfélag Hornafjarðar

Page 1

Flugeldasýning

Jökulsárlóni

Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni 12. ágúst 2017

Ljósm. ????


2

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni Laugardaginn 12. ágúst kl. 23:00

Kaupið miðana tímanlega Verð 1000 kr á mann, frá 0 ára aldri, þó ekki meira en 5000 kr á fjölskyldu (foreldrar + börn < 18 ára) Miðarnir fást í forsölu á eftirtöldum stöðum Olís Höfn N1 Höfn Freysnesi Fosshótel Vatnajökull og Fosshótel Jökulsárlón Jökulsárlóni

Einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum, reiðufé æskilegt


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

3

Elín Freyja Hauksdóttir Formaður Björgunarfélagsins

Flugeldasýningin á Jökulsárlóni Flugeldasýningin á Jökulsárlóni hefur verið haldin árlega síðan árið 2000. Fyrst um sinn var þetta haldið af Ferðaþjónustunni á Jökulsárlóni, til að marka lok sumarsins og kveðja sumarstarfsfólk. Björgunarfélagið kom fljótlega inn í þetta og hefur síðan borið allan kostnað af þessu og unnið alla vinnu í kringum þetta, sem er þónokkur. Flugeldasýningin hefur þó alltaf verið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni sem hefur alltaf skaffað báta og mannskap á bátana á meðan á flugeldasýningunni stendur, og þökkum við kærlega fyrir þá aðstoð. Í upphafi markaði sýningin lok sumarvertíðar, og lokaði ferðamannastöðum fljótlega á eftir. Ferðamannaiðnaðurinn hefur mikið breyst á þessum tíma, ferðamannastraumurinn að aukast og það allt árið. Við í Björgunarfélaginu sem og öðrum viðbragðsaðilum á Hornafirði höfum fundið verulega fyrir þessari aukningu síðustu ár. Á tímabili voru útköll „fastur bíll“ að sliga okkur, en sem betur fer

Tryggvi Valur Tryggvason

hafa einkaaðilar tekið þetta að sér alfarið, og útköllum fækkað hjá okkur um ca. 1/3 á ári í kjölfarið. Útköllin hjá okkur hafa verið mjög fjölbreytt, og teljum við starf okkar mjög mikilvægt fyrir landsmenn alla sem og erlenda ferðamenn. Almannavarnakerfi Íslands er byggt upp á því að það komi hópur af sjálfboðaliðum, sem


4

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Stephan Mantler í frítíma sínum hafa þjálfað sig upp í leit og björgun á bæði sjó og landi, og myndi brú á milli daglegs viðbragðs og þeirra sem eru í vanda. Það er hagur okkar allra að það sé öflug björgunarsveit í heimabyggð. Við í stjórn Björgunarfélagsins sem og stjórn Landsbjargar þurfum alltaf að vera á tánum fyrir því að Björgunarsveitir fari ekki inn á verksvið annarra launaðra starfsgreina, en oft dönsum við á línunni. Hér á Hornafirði erum við einnig kölluð til að losa hreindýr úr girðingum, sem er einstakt á landsvísu. Þrátt fyrir þó nokkrar fyrirspurnir, höfum við ekki fundið aðrar lausnir á því verkefni eins og er. Í ár breytum við út af vananum hvað varðar flugeldasýninguna og gefum út þetta blað í tilefni af sýningunni, sem við vonum að verði árlegur viðburður um ókomin ár. Við viljum með þessu upplýsa Hornfirðinga um það starf sem við vinnum, vonum að fleiri sjái sér fært að starfa með okkur og fá fleiri fyrirtæki á Hornafirði til að standa við bakið á okkur. Á þessum 17 árum sem flugeldasýningin hefur verið haldin, hefur hún vaxið frá ári til árs, og sjáum við hér nýtt tækifæri á öflugri fjáröflun fyrir árið. Á þessum 17 árum hefur rekstrarkostnaður Björgunarfélagsins aukist talsvert, mikil gróska í ferðaþjónustu og bílar og tæki þar að stækka, og því mikilvægt að við reynum að fylgja framþróun eins og aðrir. Vegna landfræðilegrar stöðu Hornafjarðar, erum við eins og eyríki, þurfum að vera sjálf með allt og sjálfstæð að öllu leiti, hvort sem það er á Jökli, landi, ám, vötnum eða sjó. Þar fyrir utan þurfum við líka að manna alla stjórnunarpósta, sem sagt þeir sem verða eftir í stjórnstöð og stýra og halda yfirsýn yfir alla

aðgerðina. Þjálfun á okkar mannskap hefur alla tíð verið okkur verulega mikilvæg og setjum við mikla áherslu á að fólk sæki sem flest námskeið, þar sem við þurfum að geta mannað skip, báta, bíla, snjósleða, gönguhópa og stjórnendur, allt úr heldur fámennum hóp, sem nú telur rétt tæplega 50 manns á útkallsskrá, þar af eru um 20 manns sem bera megin þungann af starfinu. Því er mikilvægt fyrir okkur að fá nýtt fólk til að starfa með okkur, sem hefur áhuga og ekki verra ef fólk er með reynslu eða nám sem nýtist í starfi. Þar má nefna skipstjórnar-, vélstjórnarréttindi, meirapróf, heilbrigðismenntun, stjórnunarreynslu, eru handlagnir, tölvukunnáttu, fjarskiptaáhuga eða hvað sem er, hjá okkur finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Útgefandi: Björgunarfélag Hornafjarðar Ábyrgðamaður: Elín Freyja Hauksdóttir Ritstjórn: Elín Freyja Hauksdóttir, Elín Birna Vigfúsdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, Kristín Ármannsdóttir og Kristín Óladóttir. Myndir: Greinahöfundar og fleiri Umbrot og hönnun: Svartlist Prentun: Svartlist Upplag: 800 eintök Forsíðumynd: Tryggvi Valur Tryggvason


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

5

ÚTKÖLL árið 2016 FEBRÚAR

02. Útkall vegna bílveltu austan Reyðarár. Aðstoða lögreglu við að komast á staðinn. 04. Þjónustuverkefni, lokun við Jökulsárlón vegna óveðurs. Tveir menn fara í það verkefni og á meðan því stendur ríður óveðrið yfir Höfn og nærsveitir og bæjarbúar þurfa aðstoð við ýmislegt fokgjarnt. 04. Það tóku 17 manns þátt í óveðursútkallinu. Verkefni voru mörg, meðal annars fór flutningabíll útaf uppi í Lóni, ferja þurfti starfsmenn til og frá Hjúkrunardeild á vaktaskiptum, ferja þurft börn heim af skólaballi, aðstoða Rarik vegna rafmagnsleysis á Mýrum og ýmiss smærri verkefni innanbæjar. 08. Bíll útaf við Hlíð í Lóni, bíllinn hallaði mikið og bílstjóri treysti sér ekki til að hreyfa hann. Bíllinn dreginn upp og eingan sakaði.

að vegna snjóa og óveðurs. Tryggja þurfti að enginn væri fastur úti á sandinum og koma öllum í gistingu. Alls tóku 17 manns þátt í þessu verkefni frá okkur, á 6 bílum, og komu uþb 90 manns til aðstoðar. 18. Óskað eftir almennri aðstoð þar sem um 40 -50 manns fara út á ísinn við Jökulsárlón, ekki vitandi af hættunni sem í því fólst, ísinn var mjög ótraustur. Allir komu heilir í land og svo var gæsla við Lónið fram undir rökkur.

APRÍL

14. Erlend kona slösuð við Fláajökul, á jökulsporðinum, ófær um að ganga sjálf. Aðstoð við burð að sjúkrabíl. 6 manns tóku þátt í því verkefni. 17. Fólk að reka frá landi á Jökulsárlóni, á ísjaka. 14 manns leggja af stað frá okkur, en fólkið komst af sjálfdáðum í land og okkur snúið við.

09. Útkall vegna tveggja húsbíla sem fastir voru saman á miðjum þjóðvegi eitt uppi í Lóni. Mikil hálka var á veginum og varla stætt vegna vinds, en þeir höfðu fokið saman þegar annar þeirra reyndi að fara fram úr hinum. Bílarnir voru dregnir í sundur og fluttir í burtu, og fólkinu komið í gistingu inn á Höfn. 09. Slasaður maður við Kambshorn. Ferðafélagar mannsins höfðu borið manninn niður að bílastæði við Víkingakaffi og biða þar eftir að aðstoðin kæmi, hafði tekið þá um þrjár klukku- Bæjarstaðaskógur 2015 – Maður slasaður í Bæjarstaðaskóg í ágúst 2015 stundir að koma honum niður en afleitt símasamband var þar sem slysið varð. Fluttur 17. Þjónustuverkefni, lokun á þjóðvegi við Jökulsárlón með sjúkrabíl á heilsugæslu. vegna óveðurs. 10. Leit af manni á milli Skaftafells og Freysnes. Tveir menn fóru frá bíl sem var staðsettur á slóða milli Svínafells jökuls og Freysness, annar skilaði sér ekki tilbaka á tilsettum tíma, afleitt veður var, skafrenningur og ekkert skyggni. Maðurinn skilaði sér sjálfur til baka í bílinn um einum og hálfum tíma síðar. 10. Fastir bílar við Jökulsárlón. Umferðaöngþveiti var við Jökulsárlón, þar á meðal rúta. Breiðamerkursandi var lok-

24. Ungur einhverfur drengur hverfur frá foreldrum sínum á Djúpavogi. Útakallið fékk mikinn forgang vegna aðstæðna, og fóru 10 manns frá okkur í þetta verkefni. Sem betur fer fannst hann fljótlega og okkur snúið við. MAÍ 18. Björgunarskipið Ingibjörg fer til aðstoðar við vélavana bát ca 10 mílur út af Stokksnesi og dregur í land.


6

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR SEPTEMBER

01. Hreindýr fast í girðingu við Heinabergsjökul. Björgunarmenn fóru á vettvang og losuðu dýrið. 04. Fastur bíll í vatni við Hvalnes. Bíll lendir út af fyrir neðan bæinn Hvalnes og endar í vatninu. Vatnið er grunnt en mikil og djúp leðja í botninum, ökumaður komst ekki í land þess vegna. Björgunarmenn koma manninum í land og draga bílinn upp úr tjörninni.

Bæjarstaðaskógur ágúst 2015 – Gott samstarf viðbragðsaðila á staðnum

JÚNÍ

08. Örmagna maður á Hafrafelli í ca 800 metra hæð. Hafði gengið á Hrútfellstinda og örmagnast á niðurleið. Maðurinn var í miklu brattlendi og leiðin niður mjög áhættusöm fyrir bæði hinn sjúka og björgunarmenn. Þyrla landhelgisgæslunnar kom og hífði manninn upp, en hópur úr Öræfum var komin á staðinn og búin að gera hann klárann fyrir flutninginn.

08. Óverðursaðstoð á Höfn. Lauslegt að fjúka í hvassviðri eins og trampolin og þök. 6 manns taka þátt í verkefninu.

18. Slasaður maður við Skálafellsjökul. Var á gangið við Skálafellsjökul, rennur á blautu bergi, lendir illa og mjaðmarbrotnar. Var með hóp með sér sem kallaði eftir aðstoð. Björgunarmenn finna manninn, búa um hann á börum og bera að lendingarstað þyrlu. 10 manns tóku þátt í þessu. 21. Óveðursútkall, trampolín að fjúka.

30. Menn í vandræðum við Eskifell, við Skyndidalsá. Tveir menn höfðu verið í Kollumúla í nokkra daga, þegar þeir koma að Skyndidalsánni, hafði hún vaxið mikið frá áður svo þeir treystu sér ekki yfir. Mönnunum var komið til byggða.

JÚLÍ

13. Leit í Sveinsgili. Frakki fellur í á og rennur undir ís. Hópur frá okkur gerir sig klárann til að halda suður og taka við þeim sem staðið höfðu vaktina og voru orðnir lúnir. Maðurinn fannst áður en hópurinn frá okkur fór af stað.

ÁGÚST

Óveður 30. Des 2015 – Sterk austanátt reið yfir Höfnina og bátar rifu sig lausa, 30/12 2015

16. Bíll fastur í Skyndidalsá. Fólkið komst af sjálfdáðum út úr bílnum, en hann var úti í miðri á og fólkið hékk utan á honum. Það taka 11 manns þátt í þessu frá okkur, á öllum okkar bílum, mikill forgangur var á útkallinu þar sem óttast var um afdrif fólksins. Höfn 3 „pikkinn“ kom fystur á staðinn, vopnaður mönnum á pallinum í þurrgöllum, óð út í ánna og bjargaði fólkinu upp á pallinn. Síðar var bílnum komið í land í rólegheitum.

OKTÓBER

21. Gangnamenn í sjálfheldu í Lónsöræfum. Norðurtungnaá hafði vaxið mikið yfir daginn og þegar gangnamenn hugðust halda heim í skála í Kollumúla, var áin orðin ófær. Þeir voru blautir og hraktir því mikið hafðu ringt þennan dag. Þeir biðu á eyri eftir aðstoð í uþb. 5 tíma, því erfiðlega gekk að kalla eftir hjálp. Mikið hafði einnig vaxið í Skyndidalsánni og var hún erfið yfirferðar, einungis fær fyrir stóra bíla. Björgunarmenn fundu gangnamenn fljótt en áin á milli þeirra var 20-30 m breið og straum-


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

7

Fólki bjargað úr Skyndidalsá – Útkall Skyndidalsá þann 16. Ágúst 2016 hörð, ófært var að vaða ánna. Björgunarmönnum tókst að koma línu yfir á hinn bakkann ásamt björgunarvestum og tókst þannig að koma öllum yfir á farsælan máta. 30. Leit af ungum manni sem ekki hafði skilað sér heim kvöldið áður. Bíllinn finnst í Öræfum.

og sérstaklega á þessari leið, en hafði gengið þessa leið yfir 200 sinnum. Hún var með ferðafélaga sem gat hringt eftir hjálp en einnig með neyðarsendi sem gaf upp staðsetningu. Svona staðsetningar eru með töluverð skekkjumörk og því þurfti að leita út frá þeim punkti sem gefinn var upp, komið var myrkur og skafrenningur. Ferðafélagi

NÓVEMBER

02. Bíll rennur út í Jökulsárlón. Mikill forgangur á útkalli þar sem ekki var vitað hvort fólk væri í bílnum eða ekki. Kom í ljós fljótlega að hann var mannlaus, viðbragðsaðilum snúið við. 17. Þjónustuverkefni, lokun við Jökulsárlón vegna óveðurs. 18-20 Leit að rjúpnaskyttu á Héraði. 13 menn frá okkur fara upp á Hérað til að taka þátt í leitinni, þar á meðal þrír í svæðisstjórn. Eins og flestir landsmenn vita fannst hann heill á húfi eftir 2 sólarhringa.

DESEMBER

Bíl bjargað úr Skyndidalsá – Útkall núna í sumar, tíð útköll í Skyndidalsá

23. Þjónustuverkefni, lokun við Jökulsárlón vegna óveðurs. 26. Slys á Bergárdalsheiði. Göngukona lendir í slysi á leið niður Bergárdalsheiði, fær mikinn áverka á læri og er ófær um að hreyfa fótinn. Er mjög vön fjallaferðum

konunnar sá okkur, og gerði viðvart. Konunni var fljótt komið inn í bíl þar sem henni var orðið þónokkuð kalt og flutt á heilsugæslu, þar sem kom í ljós slæmt brot á lærlegg. 18 manns tóku þátt í útkallinu. Elín Freyja Hauksdóttir tók saman


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

8 Sigurður Gunnar Jónsson varaformaður

Tæki sveitarinnar á landi Höfn 1 Mercedes Benz sprinter árgerð 2012 eða „sprinterinn“ 35“ Dekk, sæti fyrir 9 manns ásamt plássi fyrir sjúkrabörur og talsverðan farangur. Er helst ætlaður sem flutningatæki fyrir mannafla og sjúklinga á vegum og slóðum . Er einnig hugsaður sem sjúkrabíll no. 3 í sýslunni og hefur verið notaður sem slíkur. Hann er útbúinn með öllum þeim helsta sjúkrabúnaði sem hafður er almennt í björgunartækjum ásamt því að vera hugsaður sem stjórnstöð á vettvangi þar sem hann er vel útbúinn fjarskiptum. Höfn 2 Toyota Landcruiser árg. 1997 eða „Krúserinn“ 4.0 diesel, turbo intercooler 46“ breyttur, driflæsingar framan og aftan, low gír, aukaolíutankur, aukarafkerfi, loftkerfi, veltibúr, fullt af aukaljósum, skóflur, drullutjakkur, ca. 100m af dráttarspottum, sjúkrabörur, grjónadýna og vel útbúinn af sjúkrabúnaði. Tetra og VHF talstöðvar fyrir fjarskiptin

ásamt „langdrægu“ GSM, tvö GPS tæki og fartölva. Þessi öðlingur var keyptur nýr af Björgunarfélaginu á sínum tíma, var þá fullbreyttur á 44“ dekkjum og hefur reynst mjög vel. Helst var það að menn áttu til að brjóta framdrifið í honum þannig að það var einfaldlega sett stærra og sterkara drif í staðinn. Síðan kom í ljós síðasta sumar að botninn í honum var farinn að láta á sjá eftir 19 ár. Þá var ákveðið að setja bílinn í allsherjar yfirhalningu hjá Ögmund ehf. Var in-

nréttingin tekin úr og botninn sandblásinn og lagaður, síðan var bíllinn heilsprautaður, brettaköntum breytt fyrir stærri dekk og 46“ dekkin skrúfuð undir ásamt nýjum felgum með kantlás og bíllinn merktur uppá nýtt samkvæmt nýjum merkingarreglum Landsbjargar. Einnig var settur tölvustýrður úrhleypibúnaður í bílinn sem stjórnað er með skjá innan úr bíl. Slíkt getur sparað talsverðan tíma þar sem ekki þarf að stoppa til að pumpa í dekk eða hleypa úr þeim eftir því sem aðstæður og færi breytast í snjóakstri. Þessi bíll hefur verið notaður í mörgum mjög krefjandi útköllum á jökli í gegnum tíðina og má reikna með að einhverjir eigi líf sitt að launa því að þessi hafi verið keyptur hingað á sínum tíma. Höfn 3 Ford F350 árgerð 1992 eða „Pikkinn“ 7.3 ford powerstroke turbo intercooler 46“ breyttur, driflæsingar framan og aftan. Low gír, aukatankur, aukarafkerfi, loftkerfi, loftpúðafjöðrun að aftan og sturtanlegur pallur. Þessi var keyptur til okkar notaður og hálfbreyttur fyrir 44“ dekk, svartur að lit. Félagar í sveitinni sáu um að fullbreyta honum og smíða á hann pall. Síðan var hann sprautaður hvítur og merktur. Seinna fékk hann 46“ dekk, felgur með kantlás og tölvustýrðan úrhleypibúnað „Pikkinn“hefur verið okkar aðal sleðaflutningabíll, einnig fær hann af og til að skreppa á jökulinn með krúsernum því þar er jú ekki gott að ferðast einbíla. Einnig er þessi okkar aðal bíll í vatnasull, þá helst í Skyndidalsána þar sem oft hefur þurft að fara og bjarga bæði fólki og farartækjum á þurrt og nokkrum sinnum hafa líf legið við. Vélsleðarnir Lengst af var björgunarfélagið með 2 vélsleða í notkun, síðar var ákveðið að vera með 4 sleða þannig að hægt væri að senda skipta sleðahópnum upp í 2+2 ef þyrfti t.d. vegna leitar.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

9

Núna eigum við 2 stk. skidoo 800 freeride árg 2016, hafa fengið nöfnin “Karl” og “Kerling” eftir steinrunnum tröllahjúunum uppi á jökli og 2 stk. arctic cat xf 8000 árg. 2014, “Þumall” og “Fingurbjörg” eftir fjöllum á Vatnajökli.

Grunnbúnaður sleðamanna

Allir græjaðir með VHF talstöðvum, góðum gps tækjum og auka bensínbrúsum. Einnig eru beltin negld og auka rífarar til að fá næga kælingu þegar ekið er í hörðum snjó. Arctic cat sleðarnir eru komnir á endurnýjun og verða til sölu í haust og pöntun hefur verið lögð inn fyrir tveimur nýjum Freeride Skidoo sleðum. Þetta eru okkar helstu hrað-björgunartæki á jöklinum, amk þegar veður og aðstæður leyfa. Hver sleði og sleðamaður er útbúinn m.a. með neyðarskýli fyrir 4 einstaklinga, sprungubjörgunarbúnaði, broddum og ísöxum, sigbelti, línu og skyndihjálparbúnaði. Hver sleðamaður á að


10

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

vera sér nægur með mat í amk sólarhring, hafa snjóflóðaýli, snjóflóðaleitarstangir, hand gps tæki og vhf talstöð og skóflu til leitar eða til að geta mokað sig í fönn ef allt stoppar. Ekki er þó heppilegt að flytja mikið slasaðan einstakling á vélsleða til byggða og því eru uppi hugmyndir um að kaupa yfirbyggðan skíðavagn til að hengja aftan í vélsleða þar sem er pláss fyrir amk. 1 sjúkling auk björgunarmanns. Oft hefur komið upp sú umræða innan sveitarinnar um hvort sveitin ætti að fjárfesta í snjóbíl. Vissulega virðist það skrítið- jafnvel stórfurðulegt að sú björgunarsveit sem hefur stærsta jökul Evrópu (og stærsta jökul í heimi utan heimskautasvæða) á sínu útkallssvæði eigi ekki snjóbíl. Hinsvegar er staðan sú að góður snjóbíll er umtalsverð fjárfesting og reksturinn yrði einnig mjög þungur baggi á sveitinni, nóg er nú samt af tækjum sem þarf að halda í lagi. En við höfum sem betur

fer átt hauk í horni hjá fyrirtækinu Ís og ævintýri sem hefur aðsetur í Jöklaseli og á m.a. snjóbíla sem við höfum fengið lánaða þegar mikið hefur legið við og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

11

Sigfinnur Mar Þrúðmarsson Björgunarsveitamaður

Engin ein hetja sumum er þetta einfaldlega eðlisávísun. Að ganga í BjörgunarSjálfur byrjaði ég í Björgunarfélagi Hornafjarðar í septsveit er mikil ábyrgð. ember 2016 og hef ég farið í nokkur útköll en einungis Í þeim tilfellum sem eitt sem var virkilega krefjandi. Það var mitt fyrsta útkall kalla þarf til aðstoðog má segja að ég hafi hoppað í djúpu laugina og það nánar björgunarsveita, er ast ósyndur.
En þetta tiltekna útkall varð til þess að ég leit hætta steðjar að eða til þessa göfugu sjálfboðavinnu og það fólk sem er í Björgþess að leysa vandaunarsveitum, um allt land, allt öðrum augum. Að henda mál þarf sérhæfða sér í beljandi á til þess að bjarga einstaklingum eða dýrum þekkingu.

Þær aðer ekki öllum gefið. stæður sem björgunarEftir þetta útkall var ég með fjölmargar spurningar um sveitarfólk leggur sig það hvernig á að bregðast við. hvernig vissu þeir sem voru í þegar að þau fara í með mér hvernig þessi björgun átti að fara fram? hvernútköll eru alls ekki öfig best væri að bera sig að? hvar atvikið átti sér stað og undsverðar en gætu þó hversu marga björgunarsveitarmenn þarf til þess að leysa heillað marga vegna verkefni? Svarið var eins einfalt og hægt var að vera, samadrenalíns og spennu. vinna. Í öllum útköllum er samvinna lykillinn en þar er Inní þeim hóp var ég treyst á að félaginn sem stendur við hlið þér viti bæði hvað þegar að ég gekk í hann er að gera ásamt því að vita hvað þú ert að gera. sveitina. Ég bjóst við Samheldnin í Björgunarfélagi Hornafjarðar er gríðarlega því að fá útköll þar sem væri mikill hasar og læti og að mikil og þó svo að við komum úr öllum áttu og séum jafn maður stæði eftir sem „hetja“ eftir útkallið. En eftir að ólík og við erum mörg, vinnum við saman sem ein heild. hafa kynnst því hvernig unnið er innan Björgunarsveita þá Þetta er „þjónusta“ sem er oftar en ekki tekin sem sjálfvarð mér ljóst að þannig er það alls ekki. Hópurinn í heild sögðum hlut, sbr. að geta hringt í 112 og fengið björgunarsinni titlar sig ekki einu sinni „hetjur“. sveitina til aðstoðar Þessi hópur sem hleypþegar að trampolínið ur út þegar að búið er er að fjúka. Þeir einað vara við því að vera staklingar sem mæta á á ferð er gríðarlega yfstaðin til þess að reyna irvegaður og rólegur. að ráða við ca 100 Það er enginn á hlaupkg sem eru á flugi og um af óþörfu og öllum binda það niður, taka ljóst að ef aðstæður eru sér frí úr vinnu, hlaupa þannig að björgunarí burtu frá matarborðmaður setur sjálfan sig inu og keyra jafnvel í mikla hættu þarf að marga kílómetra til endurskoða hvernig þess eins að aðstoða nálgast eigi verkefnið. þegar að hætta steðjar Björgunarfélag Hornaað. fjarðar er ein stór heild Sigfinnur ásamt félögum í áramóta flugeldasölu Til þess að við getum sem vinnur eins og haldið áfram að vera til staðar fyrir íbúa sveitarfélagsins klukka, menn vita hvað þarf að gera og hvaða skref er og þá sem sækja okkur heim er ykkar framlag okkur mjög rétt að taka. Allir hafa hlutverk, allir geta hjálpað og gert mikilvægt. gagn, hvort sem það er á vettvangi eða í stjórnstöð. Mikil þekking er til staðar hjá björgunarfólki en námskeið eru Góða skemmtun á flugeldasýningu haldin reglulega fyrir viðbragðsaðila um allt land og þaðBjörgunarfélags Hornafjarðar! an kemur hluti þekkingarinnar. Annað er reynsla og fyrir


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

12 Elín Birna Vigfúsdóttir Björgunarsveitamaður

Ný í Björgunarsveit Nú þegar ég er búin að búa á Höfn í tvö ár er gaman að líta um öxl og rifja upp mína fyrstu upplifun af því að flytja í þetta samfélag. Í desember 2015, dagana 13. og 26. desember nánar tiltekið, kom ég að sitthvoru banaslysinu í umferðinni. Fyrra var á Hellisheiði og hið seinna var á einbreiðri brú yfir Hólá í Öræfum. Í því seinna var ég mikið innvinkleruð en eftir það var ég hvött til að kíkja á kynningarfund Björgunarfélags Hornafjarðar og starfa með í framhaldinu. Ég gerði það og sé ekki eftir því í dag. Með Björgunarfélagi Hornafjarðar tekur maður þátt í skemmtilegu, mikilvægu og spennandi félagsstarfi. Það felur meðal annars í sér skemmtilega, fjölbreytta og holla útiveru sem og margvíslegum verkefnum. Með því að byrja í félaginu kynntist ég fólki frá öllum hornum samfélagsins, allt frá lögreglumönnum, leiðsögumönnum, veitingahúseigendum, sjómönnum og til grunnskólakennara, en það er einmitt mitt starf. Eins og áður hefur komið fram er starf Björgunarfélagsins fjölbreytt og alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera fyrir alla. Sjálf er ég harla manneskja til fjallgangna eða erfiðrar líkamlegrar vinnu eða leitar en það sýndi sig í einu af mínum fyrstu útköllum, þar sem leitað var að rjúpnaskyttu nálægt Egilsstöðum, að allir geta hjálpað til.

Leitin af rjúpnaskyttunni á Héraði Árið 2015 tókum við kærastinn minn, hann Finnur Ármann, þá ákvörðun að flytja á Höfn í Hornafirði þar sem hann fékk pláss á uppsjávarskipinu Ásgrími Halldórssyni sem vélstjóri. Ég þekkti engan innan 300 km radíus frá Höfn nema fjölskyldu kærasta míns og flutti því alveg blindandi hingað. Verandi félagsvera fannst mér hrikaleg tilhugsun að sitja heima eftir vinnu og kynnast ekki fólkinu í kringum mig. Ég fann að það var mjög auðvelt að loka sig af.Eftir að ég byrjaði í Kvennakór Hornafjarðar kynntist ég mörgum kraftmiklum karakterum, en fyrir utan vinnu og kór fannst mér ég ekki vera í nógu miklu félagsstarfi. Ég vissi af Björgunarfélaginu en lét ekki verða af því fyrr en í september 2016.

Á meðan félagar mínir fóru út í leitna og óðu snjó upp fyrir mitti í lélegu skyggni fór ég inn í stjórnstöðina og fann mér verkefni þar. Mörg hundruð manns mættu á svæðið og tóku þátt í leitinni og það þýddi að flæði fólks í gegnum stjórnstöðina var mikið og flestir kaffiþyrstir. Ég sá strax að þörf væri á að einhver sæi um uppvask þar sem fólk var farið að margnota bolla og glös til að fá sér smá sopa af kaffi áður en þau héldu aftur út í kuldann. Ég stóð vaktina alla nóttina þar sem ég vaskaði upp og hellti upp á marga lítra af kaffi. Með þessu var ég að aðstoða félaga mína í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu þar sem þau þurftu ekki að eyða tíma í að vaska upp eða hella upp á kaffi heldur gátu haldið áfram leitinni sem fyrst. Ég er mjög stolt af því að hafa farið með og aðstoðað með þessum hætti því að þarna lærði ég á eigin vegum að öll vinna sem maður sinnir í sjálfboðaliðastarfi sem þessu skiptir máli.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

13

Til dæmis fær maður að kynna sér leitartækni, sprungubjörgun, læra á og nota snjósleða, báta og bíla sem leitarog björgunartæki, sinna margvíslegum björgunarstörfum og margt fleira. Starfið leyfir manni að ögra sjálfum sér og er fjölbreytt og spennandi félagsstarf og félagsskapur. Konur og karlar, 18 ára og eldri geta komið og kynnt sér starfið og eins geta unglingar 14-18 ára byrjað í Unglingadeildinni Brandi. Ég get ekki mælt nógu mikið með því að byrja í Björgunarfélagi Hornafjarðar fyrir alla sem hafa minnsta áhuga á því.

Elín ásamt Jens Olsen í sölu á Neyðarkalli Síðan í leitinni á Egilsstöðum hef ég mætt í öll útköll sem ég hef fengið og getað mætt í og lært mikið af því. Á vinnukvöldum sem eru yfirleitt á þriðjudagskvöldum mæti ég niður í björgunarfélagshús til að hitta félagana, spjalla og læra af þeim því að björgunarfélagsmenn búa yfir mikilli og víðfeðmri þekkingu sem þeir nota til að sinna starfi sínu á sem fagmannlegastan máta. Þekkinguna fá þeir bæði úr sínu daglega lífi og starfi en einnig fá félagsmenn mörg og fjölbreytt námskeið frá Björgunarskóla Landsbjargar. Í Björgunarfélagi Hornafjarðar fær maður að prófa og gera hluti sem maður fær allajafna ekki að gera annarsstaðar.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

14 Elín Freyja Hauksdóttir Formaður Björgunarfélagsins

Samráð viðbragðsaðila á Hornafirði Fulltrúar allra viðbragðsaðila á Höfn hittast reglulega yfir árið til að ræða mikilvæg málefni sem koma að þeirra starfi. Þarna sitja fulltrúar frá lögreglu, slökkviliði, heilsugæslu og björgunarsveit. Markmið fundanna er samstaða í því sem breyta þarf til að tryggja öryggi viðbragsaðila sem og ferðalanga og heimamanna. Viljum helst reyna að sjá fyrir mögulegar hættur og bæta úr áður en slys verða, eins og hægt er. Margt er miður í sýslunni sem krefst úrbóta á næstu árum, og mætti nefna þar vegakerfið sem býður vart upp á forgangsakstur. Ýmsu höfum við áorkað, áttum til dæmis stóran þátt í því að fá löggæslu í Skaftafell og nú í fyrsta sinn í sumar, Láglendisgæslu Björgunarsveita í Skaftafell. Láglendisgæslan verður með svipuðu sniði og Hálendisgæslan, og tilkemur vegna fjölda útkalla yfir sumartímann sem íþyngt hefur litlum björgunarsveitum, eins og Kára í Öræfum.

fátíð, þá er sama viðbragðsáætlun notuð við öll hópslys. Vegna mikillar rútu og hópferðabíla umferðar um okkar svæði, er nú fremur orðið spurning um hvenær en hvort slíkt slys verður og því mikilvægt að þjálfa viðbragðið oft. Okkur þótti heldur langt á milli flugslysaæfinga og því var sett upp rútuslys-æfing, sem fyrirhugað verður að halda einnig á fjögra ára fresti, svo það verðir alltaf ein stór æfing á tveggja ára fresti. Síðasta flugslysaæfing var í október 2015 og er því komið að rútuslyss æfingu núna í haust.

Á þessum fundum kom einnig upp hugmynd um sameiginlega þjálfum viðbragðsaðila, og varð úr því að boðið væri upp á mismundandi uppákomur og námskeið, einu sinni í mánuði, yfir vetrarmánuðina. Á þessu var byrjað haustið 2015, og hefur verið haldið úti síðan. Það hafa einnig verið haldin sameiginleg námskeið, í fyrstu hjálp, talstöðvasamskiptum, hópslysum og sálrænni aðstoð svo dæmi séu nefnd. Á mánaðarfundunum hafa viðbragðseiningar skipst á að skipuleggja æfingu sem hefur gefið góða raun, til að mynda var heilsugæslan með stöðvaþjálfun síðasta nóvember, þar sem fólk fékk að spreyta sig á saumaskap, nála uppsetningu, notkun snarvönduls og spelkun brota. Þessi kvöld hafa einnig verið nýtt til fundahalda eins og með lögreglustjóranum á Suðurlandi og Víði Reynissyni vegna almannavarnamála. Fjórða hvert ár er haldin stór flugslysaæfing á vegum ISAVIA. Mikill undirbúningur er í tengslum við þessa æfingu, námskeiðahald og minni æfingar. Mikill metnaður er hjá viðbragðsaðilum vegna æfingarinnar og miklu kostað til svo hún lukkist vel. Þótt flugslys séu sem betur fer

Kennd rétt vinnubrögð við böruburð


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

15

Flugslysaæfing 2015

Námskeið í Fyrstu Hjálp

Fyrirlestur í sálrænni aðstoð


16

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Kennsla í nála-uppsetningu

Kynning á saumaskap

Þeir fiska sem róa Frá vettvangsstjórnunarnámskeiði


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

17


18

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Gunnlaugur Róbertsson Björgunarsveitamaður

Námskeið 2017 Björgunarfélagið býður upp á ýmis námskeið yfir vetrarmánuðina. Á árinu 2017 hafa verið haldin mörg námskeið og þátttaka verið góð. Námskeiðin eru frá Björgunarskólanum, og koma leiðbeinendur í hverri grein til okkar og kenna. Skólinn tryggir þannig að allir björgunarmenn læri sömu tækni sem gerir samstarf á milli sveita auðvelt í stórum aðgerðum, þar sem allir tala sama mál.

nota í dag. Talstöðvar sem einnig má nota sem síma og eru ferilvaktaðar þ.e.a.s. að þær sjást á korti og því hægt að fylgjast með hvar hver björgunarmaður eða tæki eru staðsett, sem er mikil framför frá áður.

Leitartækni var haldið í mars en á námskeiðinu er m.a. farið yfir hegðun hinna týndu, líkindareikning hvar hinir týndu eru, merkingar og slóðaleit, hópleit og ólíkar tegundir af leitum svo eitthvað sé nefnt. Mjög gott námskeið sem kennir einfaldar aðferðir sem nota má til að stytta leitartíma.

Grunnnámskeið í fjallabjörgun var haldið í apríl og voru meginmarkmið námskeiðsins brattbrekkubjörgun og klettabjörgun. Þá var farið yfir aðferðir til að tryggja slasaða í börur og einnig að tryggja björgunarmenn við björgun. Þá var farið yfir hvernig búa á til akkeri við ýmsar aðstæður og farið var yfir hvernig hægt er að nota línur og hjól til að hífa jafnvel tvo einstaklinga upp með lítilli fyrirhöfn.

Fjarskiptanámskeið –Tetra var haldið í mars, þar sem kennt var á þessar talstöðvar sem allir viðbragðsaðilar

Slöngubátanámskeið

Vélsleðamaður 1 og 2 var haldið á Neskaupsstað í apríl en á námskeiðinu er farið yfir hvaða grunnbúnað sleðahópar eiga að hafa meðferðis í ferðir/björgun. Kennt er hvernig beita megi líkamsþunga til að stýra vélsleða í brattlendi, þannig má komast á erfiða staði og t.d. flytja bjargir án mikillar fyrirhafnar. Þá var farið yfir lífslíkur fólks þegar snjóflóð fellur á fjöllum, talað um að hafa “hina heilögu þrenningu” meðferðis sem er snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng svo hægt sé að finna fórnarlamb snjóflóða hratt. Lífslíkur einstaklings sem lendir í snjóflóði fellur umtalsvert eftir 15 mínútur og því mikilvægt að ferðafélagarnir séu rétt útbúnir til að bjarga viðkomandi úr flóðinu strax.

Sprungubjörgunarnámskeið var haldið í mars en það námskeið er til þess fallið að gera björgunarmenn hæfa til að bregðast við ef förunautur þeirra fellur ofan í sprungu. Námskeiðið átti að halda á jöklinum en vegna aðstæðna var ákveðið að nýta hengjur, gil og halla á leiðinni upp að Jöklaseli í staðinn. Þátttakendum í námskeiðinu voru með þessu veitt færi á að kynnast mismunandi aðferðum við sprungubjörgun. Einnig lærði björgunarfólk á sigbúnað og að gera snjóakkeri en það getur verið grundvöllur að því að hægt sé að síga niður til eða hífa


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

19

mann upp úr sprungu. Björgunarfélag Hornafjarðar er vel búið að búnaði til sprungu- eða fjallabjörgunar en með þessum námskeiðum fá félagarnir tækifæri til að læra á þennan búnað við öruggar aðstæður og af fagfólki. Slöngubáta- og harðbotnabátanámskeið var einnig haldið í apríl, þar sem farið var í undirstöðuatriði þessara báta, öryggisþætti, eiginleika bátana sem og verklegar æfingar. Þar með talið bátaveltur og að leggja upp að skipi á siglingu. Námskeið í snjóflóðaleit

Námskeið í fjallabjörgun

Fluglínuæfing

Snjóflóða námskeið


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

20 Gunnlaugur Róbertsson Björgunarsveitamaður

Æfingin „Skýjum ofar“ á Breiðamerkurjökli Þann 28. maí hélt Slysavarnafélagið Landsbjörg æfinguna „Skýjum ofar“ þar sem hópslys á jökli var æft. Búið var að líkja eftir slysi þar sem hópur fólks hefði lent í snjóflóði og hluti hópsins fallið í sprungu á Vatnajökli, undir Þuríðartind. Æfingin hófst með því að Björgunarfélag Hornafjarðar var ræst út, sem nálægustu bjargir við slysstað. Aðrar björgunarsveitir, sem komnar voru í Öræfin eða nær jökli, voru ræstar út síðar til þess að líkja eftir rauntíma við alvöru slys en alls tóku u.þ.b. 80 björgunarsveitarmeðlimir þátt í æfingunni. Það var sleðahópur á vegum Björgunarfélags Hornafjarðar, ásamt einum félaga úr Björgunarsveitinni Gerpi, sem voru fyrstir á slysstað og hóf hópurinn snjóflóðaleit við komuna. Eftir að sleðasveitin hafði fundið 5 einstaklinga í snjóflóði kom flugvél Landhelgisgæslunnar með flugbjörgunarsveitarmenn úr fallhlýfastökkshóp á vettvang, og stukku fjórir út með búnað. Notast var við þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti björgunarmenn úr Skaftafelli upp á slysstað og flutti einnig fyrsta sjúklinginn niður á láglendið. Veður var gott, en samt sem áður átti þyrlan erfitt með að athafna sig á jökli og nýttist því takmarkað. Þegar um þrjár klukkustundir voru liðnar af leit var farið að leita að restinni af hópnum sem höfðu líklega lent í sprungu. Eftir stutta leit fundust vísbendingar við sprungu sem fólkið hafði fallið niður í. Áður en sprungubjörgunaraðgerðir hófust varð að tryggja slysstað og var það gert með því að afgirða svæðið og tryggja að ekki væri um hættulegar hengju að ræða. Einnig voru allir björgunarmenn tryggðir, fastir í línu, sem voru við sprunguna. Eftir um þriggja tíma aðgerð voru þeir slösuðu komnir upp og komnir í skjól. Margir þeirra sem tóku þátt í æfingunni komust aldrei á slysstað vegna vanbúinna bíla, hægfara ökutækja og þungs færis á jöklinum. Reiknað hafði verið með að þyrlan kæmi og ferjaði þetta fólk á slysstað en aðstæður á

Snjóflóðaleit undir Þuríðartindi, Breiðamerkurjökli jökli buðu ekki upp á slíkt, gekk yfir með þokuslæðingum. Þetta undirstrikaði mikilvægi velbúinna farartækja og vélsleða, þar sem ekkert annað komst á leiðarenda. Aðgerðinni var stjórnað af félögum Svæðisstjórn svæði 15 sem eru jafnframt félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar, fyrst úr húsi Björgunarfélagsins og svo úr Birninum sem er færanleg aðgerðastjórnstöð. Björgunarstjóri á slysstað var einnig frá Björgunarfélaginu, þar sem þeir voru fyrstir á staðinn. Björgunaræfingin tókst með eindæmum vel og veður var með ágætum, þó má alltaf fínstilla ýmsa hluti og má segja að það sé eitt af meginmarkmiðum æfingarinnar.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR Æfingin sýnir hversu mikilvægu hlutverki Björgunarfélag Hornafjarðar sinnir, en sveitin er í mjög mörgum tilfellum fyrst á vettvang þegar slys gerast á Vatnajökli. Einnig mátti sjá hversu mikilvægu hlutverki þyrlur Landhelgisgæslunnar gætu gengt í svona verkefni, ef veður leyfir. Æfingin er afskaplega góð í reynslubanka þeirra sem tóku þátt og gerir björgunarfélaga betur í stakk búna til að bregðast við þegar neyðin er mest.

Sími 892 0911

21


22

Sprungubjörgun

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

23

Friðrik Jónas Friðriksson Formaður svæðisstjórnar svæði 15

Svæðisstjórn svæði 15 Hvað er svæðisstjórn og hvað gerir hún? Slysavarnarfélagið Landsbjörg skiptir landinu upp í 17 svæði og innan hvers svæðis starfar ein svæðiðsstjórn en oft á tíðum margar björgunarsveitir. Svæðisstjórn á svæði 15 er með svæðið frá Þvottárskriðum að Lómagnúpi og upp til landsins erum við með meginpartinn af Vatnajökli þar sem við eigum auðveldast með að komast upp á jökulin. Svæðisstjórn sér um tæknilega stjórnun björgunarsveita hvort sem er í leit eða björgun. Helstu verkefni svæðisstjórna eru að skipuleggja leit og björgun, fylgjast með gangi aðgerðar, auk þess að tryggja að nægur mannskapur með næga þekkingu og aðar bjargir séu tiltækar til að leysa verkefnið. Innan svæðisstjórnar fer líka fram upplýsingaaöflun og rannsóknarvinna um þann týnda eða verkefnið í samvinnu við lögreglu. Mjög mikivægt er að gott samstarf sé milli svæðisstjórnar og lögreglu sem byggir á miklu og góðu trausti milli aðila. En björgunaraðilar þ.m.t svæðisstjórn starfa undir stjórn og ábyrgð lögreglu. Svæðisstjórn gegnir einnig hinum ýmsu verkefnum innan almannavarnakerfisins en almannavarnir taka við þegar daglegt viðbragð ræður ekki við verkefnið. Þar eigum við fulltúa á hinum ýmsum stöðum þar. t.d í vettvangsstjórn og aðgerðarstjórn sem eru þau sjórnskipulög sem skilgreind eru hjá almannavörnum. Sem betur fer hefur

það ekki komið oft til hjá okkur en oft höfum við dansað á línunni með það, því það er orðið algengara en áður var að t.d. sjúkraflutningar þurfi aðstoð björgunarsveitar og þá mætti stundum skilgreina verkefnið sem almannavarnarverkefni t.d. þegar um marga slasaða er að ræða og kalla þarf til aðstoð. Svæðisstjórnin á Höfn samanstendur bæði af reynslu miklum einstaklingum og nýjum öflugum einstaklingum sem er gott í bland. Innan svæðisstjórnar starfa jafnt karlar sem konur. Síðustu árin hefur það komið uppá að svæðisstjórnarfólk frá okkur hefur verið kallað til yfir á önnur svæði til starfa í stórum leitum og aðgerðum, sem er það gríðalega góð og mikil reynsla fyrir okkur. T.d. fóru þrír frá okkur og tóku þátt í stórri leit á héraði í vetur. Þar komum við inn í aðgerðina þegar hún hafði staðið í hálfan sólahring og stóðum vaktina næsta sólahringin þar til viðkomandi fannst. Þessi ferð austur kenndi okkur gríðalega mikið, var góð bæði fyrir okkur og gagnaðist vel í leitinni. Síðastliðin ár hafa menntunarmál svæðisstjórnamanna verið í brennidepli og hafa allir verið að sækja sér aukna menntun og reynslu. Í dag vinna svæðisstjórnir landsins á jafnari grundvelli en áður var, farið er eftir ákveðnum verkferlum og stöðlum í aðgerðum við leit og björgun þótt verkefnin séu vissulega ólík. Eitt það mikilvægasta í góðum svæðisstjórnunarhóp er að allir innan hópsins geti gert sem flest og gengið í allar stöður.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

24 Sigurður Guðmundsson Björgunarfélagi Hornafjarðar.

Félagar í ferðaþjónustu Hugleiðingar mínar sem björgunarsveitarmanns annars vegar og ferðaþjónustu aðila hinsvegar, hvernig fer þetta saman ?

Ég hef verið starfandi að mestu í björgunarsveit frá því ég var unglingur, og byrjaði í unglingadeildini Brandi á Hornafirði og svo í framhaldi í Björgunarfélagi Hornafjarðar. Þegar ég byrjaði með ferðaþjónustufyrirtækið mitt South East ehf undir merkjum South East Iceland árið 2015 þá velti ég því fyrir mér hvernig mér gengi að aðlaga það starfi mínu með björgunarfélaginu. Í stuttu máli er það staðreynd að það gengur misjafnlega, tímalega séð, við erum á ungbarna árum fyrirtækisins okkar og mikill tími fer í að sinna því, keyrsla á daginn og tölvuvinna á kvöldin, sem betur fer er Anna María konan mín komin í fulla vinnu í okkar fyrirtæki og sinnir þeim hluta að mestu leyti í dag sem að skrifstofunni okkar kemur. Ég hef verið starfandi í stjórn Björgunarbátasjóðs Hornafjarðar nánast frá því að Björgunarskipið okkar Ingibjörg kemur 2005, stjórnir Björgunarbátasjóðs og Björgunarfélagsins voru sameinaðar árið 2012 og sat ég í stjórn þar til ársins 2015 aðallega sem gjaldkeri björgunarbátasjóðsins og einnig sem gjaldkeri Björgunarfélagsinns tvö síðustu árin mín í stjórn, ég lét af stjórnarsetu vegna töluverðra anna við fyrirtækið okkar eins og áður sagði. Við erum þó nokkuð margir félagar í Björgunarfélaginu sem störfum við ferðaþjónustufyrirtæki í sveitafélaginu, margir hverjir eru staðsettir í Suðursveit og oft á tíðum eru þessir félagar í vinnu á svæðinu frá Skaftafelli að Höfn. Eins og við vitum er mikil umferð ferðamanna á þessu svæði, bæði í fjallaferðamennsku sem og venjulegri láglendisferðamennsku. Vegna staðsetningar höfum við oft verið fyrstir á útkallsstað, svo jafnvel eru málin leyst áður en til heildarútkalls kemur. Ég vil nefna nokkur dæmi sem

ég man eftir en þau eru eflaust fleiri. Til að mynda þau léttari verk sem ég man er leit af týndu fólki á bíl, Þröstur Þór eigandi Ice Explorer og félagi í Björgunarfélagi Hornafjarðar og unnusta hans Guðbjörg Lára einnig félagi í Björgunarfélaginu voru þá stödd á Reynivöllum í Suðursveit, þau fóru strax til leitar og útkallið kom, og fundu bílinn og fólkið sem í honum var, kom í ljós að bíllinn var bilaður. Einnig hefur Þröstur og hans fólk tekið þátt í leitum á Breiðamerkursandi í afleitum veðrum á sínum tækjum. Einnig eru nokkrir af okkar félögum starfandi hja Glacier Adventure sem hefur starfstöð á Hala í Suðursveit og hafa þeir ásamt eigendum og starfsfólki Glacier Adventure og Þórbergsseturs komið að aðstoðum vegna óveðra. Einnig vil ég nefna félaga okkar sem hafa starfað hjá Jökulsárlóni og eiganda ferðaþjónustunnar þar sem hefur tekið þátt í mörgum verkefnum með stuttum fyrirvara frá Jökulsárlóni. Annað dæmi sem vil ég vil taka til er alvarlegt slys sem var á brúnni yfir Hólá í öræfum á annan dag jóla árið 2015. Þá voru félagar okkar í Björgunarfélagi Hornafjarðar þeir Óskar Arason hjá Iceguide og Stephan Mantler hjá Háfjalli staddir á Jökulsárlóni vegna ferðaþjónustu sinnar og voru þeir fyrstir á staðinn í þessu hörmulega banaslysi og gátu veitt fyrstu hjálp og tryggt vettvang að bestu getu. Sjálfur var ég kallaður upp af neyðarlínu þar sem erlendur ferðamaður lá niðri við sjó við Jökulsárlón og talið að um fótbrot væri að ræða. Ég og félagi minn í Björgunarfélagi Hornafjarðar Ragnar Már sem starfar fyrir Glaciertrips brugðumst við þessu kalli. Hann var með mikinn áverka á fæti svo við reyndum að búa þannig um fótinn að minnst hreyfing væri á fætinum. Við komum honum upp í bíl og keyrðum til móts við sjúkrabílinn frá Höfn, þar sem hann komst undir læknishendur. Einnig hef ég verið kallaður upp af neyðarlínunni, sem sér staðsetningu mína vegna ferilvöktunar á tetrastöðinni, til að aðstoða fólk í grend við mig. Við hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar leggjum metnað í að þjálfa sem flesta okkar félaga í Wilderness first responder, sem er vikulangt fyrstu hjálpar námskeið fyrir björgunarfólk og ferðaþjónustuaðila, sem hefur oft komið sér vel. Ég þakka fyrir mig og vona að þetta góða samstarf milli ferðaþjónustu og Björgunarsveita vaxi og dafni í komandi framtíð.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

25

Þröstur Ágústsson Björgunarsveitamaður og ferðaþjónustu rekstraraðili Ice Explorer of Vatnajökull sem er eitt það fyndnasta útkall sem ég hef tekið þátt í, en jafnframt mjög alvarlegt hefðu þau ekki getað kallað eftir hjálp. Með auknum ferðamannastraum hefur útköllum fjölgað, orðið fjölbreyttari og skapast hafa ný tækifæri fyrir rekstur fyrirtækja sem leysa björgunarsveitir af hólmi í mörgum tilfellum. En sú er ekki raunin alltaf og með þessari fjölgun þurfa björgunarsveitir að búa yfir miklum og góðum tækjabúnaði sem skiptir sköpun í björgun mannslífa. Því er mikilvægt fyrir okkur ferðaþjónustuaðilana að styrkja sínar heimabjörgunarsveitir, alveg eins og sjávarútvegurinn hefur gert gegnum árin til að halda uppi öryggi fyrir sjómennina sína. Það tvennt að vera í björgunarsveit og ferðaþjónustu hefur sýna kosti og galla. Gallarnir eru aðallega þeir að venjulegt félagsstarf þarf ansi oft, aðeins of oft að sitja á hakanum vegna anna og fjarveru. En kostirnir eru hins vegar þeir, vegna fjarveru þá erum við oft nær þeim stöðum sem kallað er út á, heldur en þeir félagar sem staðsettir eru á Höfn. Í mörgum tilfellum erum við vel tækjum búnir og vanir að nota þau daglega, hvort sem það eru bátar, jeppar, snjósleðar eða klifurdót svo eitthvað sé nefnt. Ef ég á að nefna einhver klassísk útköll sem maður fær og er jafnvel fyrstur á staðinn útí sveit eru fastir bílar, óveðursútköll, umferðaslys, strand, fjallabjarganir, týnt fólk og hjartastopp. Einnig hafa komið upp atvik þar sem fólk ákveður að borða síðdegiskaffið á ísjaka, sem rekur frá landi,

G. Karlsson ehf

Er bílaþjónusta með ýmis tæki og leysir mismunandi verkefni. Erum með - Kranabíla - Krókheysisbíla - Skotbómulyftara - Bílaflutningakerrur Getum flutt flestar stærðir af bílum og losað úr ýmsum aðstæðum t.d. vatni, sandi, for og snjó. Kalli: 896-6490 Guðni: 892-4229


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

26 Katrín Birna Þráinsdóttir

Afdrifaríkur Annar í Jólum Á síðustu jólum lenti ég í dálitlu brasi. Fékk í það minnsta góða áminningu um að ég er ekki ódauðleg og gæti jafnvel þurft á aðstoð annarra að halda. Undanfarin ár hef ég farið að lágmarki fimm sinnum í hverjum mánuði upp á Bergárdalsheiði í allskonar veðrum og aðstæðum, í sól, myrkri, rigningu og vindi, skriðið yfir skafla eða gengið eftir gps í engu skyggni. Alltaf dásamlegt. Nema þegar ég datt í ána og var heillengi að komast á fætur aftur. Þá var dásamlegt að komast í þurr föt, ég hafði boðið nokkrum sprækum vinum í afmælisog áfangaveislu á toppnum (ganga nr 200) og var með kökurnar í bakpokanum.

sem það var óhætt. Ég hef rennt mér spöl og spöl á pvc dúk undanfarin ár og finnst það ógurlega gaman. Við vorum búnar að vera lengur á leiðinni en ég bjóst við í upphafi. Það var samt allt í lagi því göngufélaginn myndi ná í matarboðið sem beið hennar á réttum tíma. Í næst efstu brekkunni klikkaði eitthvað, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað það var. Niðurstaðan var í það minnsta slæm lending. Mér finnst allt í lagi að finna til annað slagið, heimurinn ferst varla vegna þess, en þessi sársauki var öðruvísi, ekki kunnuglegur. Eftir að velta mér á magann og komast að því að ég gat ekki hreyft fótinn, hvað þá staðið upp og haldið áfram niður var orðið ljóst að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Við fórum yfir stöðuna þarna liggjandi í snjónum í um 400m hæð. Fínt veður ennþá en komið fram í ljósaskipti. Fyrsta númerið sem mér datt í hug að hringja í var í Unnstein bróðir, en eftir ímyndað samtal við hann var ákveðið að hringja í 112 úr síma göngufélagans því ég lá ofan á mínum. Það varð úr að ég hringdi og tilkynnti „smá vesen“ , hefði dottið og kæmist ekki hjálparlaust heim, mögulega lærbrotin. Síðan var ekkert annað hægt að gera en að bíða eftir aðstoðinni.

Ferð nr 243 fór hins vegar talsvert úrskeiðis. Oftast er ég ein á ferðinni en í þetta skiptið vorum við tvær saman. Göngufélaginn í sinni fyrstu göngu með mér, en vonandi ekki þeirri síðustu. Við lögðum af stað um hádegi á annan í jólum, vel klæddar, með nesti og þetta helsta sem þarf að vera meðferðis. Ég er alltaf með annaðhvort bakpoka eða mittistösku í gönguferðum, þennan dag var það bakpoki með öllu tilheyrandi. Það var fínt veður en þungt færi, snjór og kannski var búið að borða slatta af konfekti og jólasteikum sem var þungt að bera. En við komumst upp á endanum í 450m hæð og þá var skemmtilegasti hlutinn eftir, að renna sér niður þar

Af því ég sæki mikið í útiveru þá finnst mér sjálfsagt að vera eins vel búin og skynsemin býður, sérstaklega ef einhver annar meiðir sig. T.d. eru alltaf auka sokkar og vettlingar í bakpokanum, hlýtt vesti, auka nesti og neyðarsendir. Þessi neyðarsendir var fyrst og fremst keyptur til að friða ættingja og vini, ekki til að nota. Hann er samt alltaf á bakpokanum og þarna nýttist hann vel til að gefa upp nokkuð nákvæma staðsetningu. Eftir á að hyggja þá skiptir máli hvar neyðarsendir og sími eru staðsettir. Hefurðu aðgang að öllum þínum búnaði ef þú liggur á grúfu og getur takmarkað hreyft þig? Nú var gott að vera með auka vettlinga og vesti. Það var kalt að liggja í snjónum gegnblaut af svita. Fatnaður og útbúnaður skiptir máli. Í alvöru. Þarna biðum við tvær saman eftir aðstoðinni sem ég efaðist aldrei um að myndi leysa málið fljótt og vel. Tíminn leið. Það fór að skyggja, hvessa, blotna og kólna. Okkur var báðum orðið kalt þó það væri svosem allt í lagi þannig séð. Með því að spyrna tánum á heila fætinum í fönnina til að renna ekki niður þá var staðan skárri en það er þreyt-


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

27

andi til lengdar. Félagsskapurinn skipti hellings máli, gott að spjalla og dreifa huganum og ekki síður að svara símanum en það var vel passað upp á okkur. Þvílíkt öryggi fyrir okkur hin sem erum ekki í björgunarsveit að vita af samferðafólki okkar hér á svæðinu sem er tilbúið að hlaupa frá því sem það er að gera til að hjálpa okkur þegar við lendum í verulegum vandræðum. Björgunarsveitin þurfti að svipast um eftir okkur þarna uppi, í mínum huga voru það lengstu augnablikin af því ég vissi hvar þau voru þó þau kæmu ekki auga á okkur. Kannski var skyggnið ekkert gott, slydda og myrkur. Sprækur göngufélaginn var ekki lengi að skoppa af stað og gera vart við sig. Allt yrði í lagi. En sem betur fer þá vissi ég ekki hvernig næstu klst., dagar og mánuðir yrðu. Fólkið sem svaraði þessu útkalli vissi nákvæmlega hvað það var að gera. Allt gekk smurt (nema að verkjalyfin gleymdust í sjúkrabílnum niðri á jafnsléttu), allir gerðu sitt besta til að fara varlega og sinna því sem þurfti að gera fljótt og vel. Þið eruð snillingar. Eftir myndatöku á heilsugæslustöðinni var stefnan sett á flugvöllinn og beinustu leið í aðgerð á Landspítalanum þar sem lærleggnum var raðað upp á tein, þríbrotnum og tætibuskulegum. Nokkrum dögum seinna komst ég inn á hjúkrunarheimilið hér á Höfn. Allsstaðar leið mér eins og prinsessu, andlega. Líkamlega líðanin var ekki beint eftirsóknarverð. Sem betur fer þá vissi ég ekki hvernig framhaldið yrði. Það var gott að komast heim þó það væri hálfgert stofufangelsi fyrstu vikurnar. Stelpurnar í heimahjúkruninni eru yndislegar. Vinir og ættingjar eru það líka, þau skiptu með sér verkum að færa mér mat á hverjum degi, fara í búðina, vaska upp, gefa kettinum o.s.frv. Þetta hefði ekki gengið upp án stuðningsnetsins sem Hornfirðingar eru sínu fólki. Takk. Undir lok febrúar gat ég byrjað að kenna aftur í tónskólanum með því að fá fylgd samkennara og/eða nemenda á milli húsa til að byrja með. Það var vel passað upp á mig og svo gott að komast af stað með lífið aftur eins og hægt var. Verkstæðið hjá mér var hins vegar meira og minna lokað fram í miðjan apríl. Ýmislegt breyttist eftir ferð nr 243 ég er ekki enn orðin nógu góð til að komast í almennilega göngutúra, en það tosast í rétta átt, vantar bara aðeins meiri þolinmæði. Hef farið tvisvar upp á Bergárdalsheiði. Það var stór persónulegur sigur en of mikið álag á lærið. Á meðan reyni ég að sníða mér stakk eftir vexti og getu. Legg meiri áherslu á t.d. kayak siglingar á „sit on top“ bát sem hent-

ar virkilega vel á meðan fóturinn er of stífur til að ég geti skorðað mig í sjókayakinum, finnst mikilvægt að njóta hvers augnabliks fyrir sig eins og aðstæður leyfa. Lífið er ljúft og ég er endalaust þakklát öllum sem hafa lagt sitt að mörkum til að þessi gönguferð fengi sem bestan endi. Það er ekki sjálfgefið að fólk hlaupi út úr fjölskylduboðum, tónleikum eða breyti sunnudagsrúntinum í jeppaferð upp á fjall eins og hendi sé veifað, en þvílíkt öryggi sem það er fyrir okkur hin sem eigum björgunarsveitirnar að. Það getur allt gerst og þegar allir leggjast á eitt þá ganga hlutirnir upp, sama hvað er.

ÍSHELLAFERÐAR - JÖKLAGANGA - ÍSKLIFUR

FERÐAR Í BOÐI ALLT ÁRIÐ- FARIÐ FRÁ HALA Í SUÐURSVEIT

björgunarsveitin.indd 1

22.7.2017 18:18:21


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

28 Sólveig Sveinbjörnsdóttir Björgunarsveitamaður

Félagar á ferð og flugi Í minningunni man ég eftir ófáum stundum sem ég átti út í “húsi” með honum föður mínum, út í húsi eins og það var kallað á mínu heimilli, en þá á ég við björgunarsveitarhúsið á Höfn. Alltaf þegar eitthvað var um að vera og pabbi var á leið út í hús, hékk ég á í buxnafaldinum til að fá að fara með og átti ansi erfitt oft, þegar ég var skilin eftir heima. Um leið og ég hafði aldur til gekk ég svo sjálf í Björgunarfélag Hornafjarðar og fór að taka virkan þátt í starfinu, en ég man hvað mér fannst erfitt að bíða og má segja að ég hafi byrjað með annan fótinn áður en ég varð löggildur félagi. Starfið í björgunarsveit er einstaklega fjölbreytt og gefur góðan grunn fyrir margt í lífinu. En það má segja að starf mitt í Björgunarsveit sé í raun uppsprettan af því hvert ég leitaði í lífinu. Í dag starfa ég sem fjallaleiðsögumaður og hef gert undanfarin ár. Það er mjög ánægjulegt og má segja að það séu forréttindi að geta starfað við áhugamálið sitt, en í vinnunni geng ég, og skíða mikið á skriðujöklum, hájöklum, hálendinu og margt fleira. En það má i raun segja að ég hafi öðlast mjög góðan grunn í fjallamennsku með því að ganga í björgunarsveit og það opnaði hug minn á öllum þeim ótal möguleikum sem náttúruna og landið í kringum okkur hefur uppá að bjóða. Eftir að ég færðist lengra og lengra inní heim fjallamennskunnar fór ég að sækjast eftir meiru, fór að stunda nám tengt fjallamennsku, ferðamennsku og leiðsögn, sækja hin og þessi námskeið og í kjölfarið fóru ýmsir draumar að blunda í mér. Eftir þetta fór ég að elta draumanna, en

meðal annars gekk ég á gönguskíðum yfir vatnajökull ásamt góðum félögum, þveraði langjökull og hef gengið á Hvanndalshnúk í kringum 20 sinnum, en það má segja að maður hafi áttað sig á að hægt væri að gera svona hluti

eftir að hafa bjargað öðru fólki úr þessum aðstæðum. En sem barn átti ég ekkert endilega drauma um að ganga uppá eða yfir jökla í skítakulda og skafrenning. Of t er þetta ekkert endilega það sem maður býr sig undir og ansi oft koma hugsannir eins og ég hvað ég sé nú búin að koma mér í, en svo kemst maður á leiðarenda og þá er maður ansi fljótur að gleyma. Fljótlega varð ævintýra þráinn enn meiri og þá fór ég að leita út fyrir landsteinanna og fluttist veturinn 2015 til Chamonix í Frakklandi, en þar er að finna paradís skíða og fjallamennskunnar í Evrópu og þar eyddi ég nokkrum mánuðum einungis að skíða og klífa fjöll, eftir veturinn varð ég vægast sagt heilluð af staðnum, möguleikarnir eru endalausir. Siðastliðinn þrjú ár hef ég því búið þar með annan fótinn og eyði um hálfu ári þar á móti hálfu ári á Íslandi. Síðastliðinn vetur ákvaðum við svo að halda á vit ævintýrana, ég og kærastinn minn, Guillaume sem er fæddur og uppalinn í nágrenni Chamonix, okkur langaði að kanna fleiri staði á meginlandi Evrópu og úr því varð að við keyptum húsbíl og lögðum í skíða og fjallaferð á húsbílnum, en við ferðuðumst um alpanna meðal annars og einnig á fleiri fallega staði. Markmiðið okkar með ferðinni var að fjallaskíða (fjallaskíði virka þannig að þú getur sett skinn undir skíðinn og labbað upp og svo skíðað niður) eins mikið og hægt var, en því miður var ekki mikill snjór í evrópu síðastliðinn vetur og var því ansi mikið skíðað á skíðasvæðum eða fjallaskíðað út frá þeim, sem var einnig frábært. Lífið í húsbílnum var einnig oft áhugavert og fór hitastigið niður í um -20° og því vel kalt stundum en það gerði ævintýrið bara en skemmtilegra. Ævintýrið endaði þó snögglega og því miður eyðilagðist bílinn okkar í Þýskalandi, en við stefnum þó aftur á vit ævintýranna fyrr en síðar. En ef þið hafið áhuga að fylgjast með getiði fylgt okkur á instagram undir nafninu vanbums.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

29


30

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Jens Olsen Umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Brands

Unglingadeildin Brandur Unglingadeildin Brandur var stofnuð árið 1983 og síðan þá hefur unglingadeildin starfað með hléum vegna skorts á umsjónarmönnum. Árið 2009 lagðist unglingadeildin síðast í dvala, árið 2014 var unglingadeildin endurvakin á ný og starfar nú með að jafnaði 10-12 unglingum. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa í kringum 50 unglingadeildir og hefur mikill fjöldi unglinga fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingadeildirnar starfa í tengslum við björgunarsveitir félagsins víða um land en þar kynnast unglingarnir starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Þeir sækja gagnleg námskeið og fá tækifæri til að ferðast um landið og öðlast í leiðinni innsýn í hvernig ber að varast þær hættur sem íslensk náttúra býr yfir. Markmið unglingadeildastarfsins er að þjálfa upp björgunar- og slysavarnafólk framtíðarinnar. Það er gert með kynning-

um eða námskeiðum í leitartækni, fyrstu hjálp, almennri ferðamennsku, rötun, notkun áttavita, kortalestri, staðsetningartækjum, að binda hnúta, að umgangast slöngubáta og margt margt fleira. Auk námskeiðanna eru stundaðar æfingar tengdar ofangreindum þáttum og unglingarnir taka þátt í æfingum björgunarsveita þar sem þeir leika sjúka og slasaða sem þurfa á aðstoð að halda. Allar unglingadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru starfræktar sem einingar innan björgunarsveita. Í starfi unglingadeilda er lögð mikil áhersla á hópefli, þar sem samvinna og samheldni er efld í hópnum. Unglingarnir koma oft úr ólíkum áttum og þekkjast ekki í upphafi en í starfinu kynnast þeir öðrum með svipuð áhugamál og verða fljótt félagar. Unglingastarfið er fjölbreytt og mismunandi eftir björgunarsveitum. En meira af okkar unglingadeild. Síðustu ár hefur unglingadeildin verið starfrækt með unglingum

frá 9. bekk gunnskóla og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla. Reynt hefur verið að hittast einu sinni í viku og farið yfir ýmsa þætti björgunarsveitastarfsins sem taldir hafa verið upp hér að ofan og eins reynt að þétta hópinn saman með ýmsum hópeflisleikjum. Mikið er í gangi í unglingardeildarstarfinu á landsvísu og haldin eru ýmis mót og viðburðir en þar má nefna Landsmót sem eru haldin annað hvert ár, landshlutamót sem haldið er árið á milli landsmóta þar sem unglingadeildir á sama landshluta hittast yfir helgi og gera ýmislegt saman og svo er einnig haldið miðnæturíþróttamót í Vatnaskógi í nóvember. Síðustu 2 ár höfum við farið með 7 unglinga á Miðnæturíþróttamótið og hafa þeir unglingar sem farið hafa komið þreyttir en sælir heim eftir fjölbreyttan og skemmtilegan sólarhring í Vatnaskógi. Landsmótin eru haldin annað hvert ár og eru að jafnaði haldin í lok júní, þetta sumarið var landsmótið haldið á Ísafirði og fóru 2 unglingar og 1 umsjónarmaður á það. Á landsmótum er unglingunum skipt í hópa þar sem reynt er að hafa ekki unglinga úr sömu deild saman í hópi. Svo eftir það er farið

Áheitasöfnun Unglingadeildarinnar Brands


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Landsmót Unglingadeilda 2017 á Ísafirði í svokölluð póstaverkefni sem eru í gangi fyrstu 2 dagana þar sem unglingum gefst tækifæri á að kynnast betur og umsjónarmenn yfir hópunum reyna að koma þeim betur saman og peppa hópinn með hópeflisleikjum, því á laugardeginum eru haldnir Björgunarleikar þar sem hópurinn þarf að vinna sem ein heild við að leysa allskonar verkefni. Einnig eru kvöldvökur og annað á kvöldin. Landshlutamót eru hugsuð sem útilega til að deildirnar hittist og geri eitthvað saman eins og að síga, bátar, fyrsta hjálp, gönguferðir eða það sem þeim dettur í hug. En einnig þarf unglingadeildin að safna sér pening til að geta farið á þessa viðburði og til að geta keypt sér fatnað merktan unglingadeildinni. Síðastliðin apríl héldum við fjáröflun í formi áheitasöfnunar þar sem gúmmíbjörgunarbáti var komið fyrir í höfninni og voru unglingarnir í bátnum í sólahring og gekk það verkefni með ágætum. En ekki má gleyma þætti umsjónarmanna í þessu starfi því án umsjónarmanns/-manna væri unglingadeild ekki starfrækt. Umsjónarmenn unglingadeilda eru Björgunarsveitarfólk sem eyða einnig ófáum klukkutímum á námskeiðum æfingum, fundum, fjáröflunum og vinnukvöldum svo þannig gefa þeir meira af sínum frítíma til að sinna unglingadeildarstarfinu sem einnig er unnið í sjálfboðaliðastarfi. Að vera umsjónarmaður unglingadeildar getur verið krefjandi og mögulega erfitt á köflum en þá koma jákvæðu punktarnir sem vega upp á móti þeim erfiðari sem eru að unglingadeildarstarfið er gefandi og skemmtilegt.

Unglingar á fyrstu hjálpar æfingu

31


32

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Elín Freyja Hauksdóttir Formaður Björgunarfélagsins og leiðbeinandi í Fyrstu Hjálp

KIDS SAVE LIVES Þann 5. Apríl 2017 fór Unglingadeildin Brandur í grunnskóla Hornafjarðar og var með endurlífgunarkennslu fyrir 7-9. Bekk. 10-undi bekkur var undanskilinn þar sem hann fær árlega endurlífgunarkennslu í boði Rauða Krossins.

Þetta var gert í anda verkefnis sem heitir KIDS SAVE LIVES og er verið framkvæmt víða um alla heim. Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 12 ára aldri endurlífgun árlega, helst sem hluti af skólaskyldunni, og þannig stuðla að því að fleiri fullorðnir kunni rétt viðbrögð þegar á reynir. Áhrif kennslunnar eru margþætt, ekki bara það að börnin læri rétt viðbrögð og tækni á þeim árum sem þau eru mest meðtækileg fyrir slíku, heldur smitar áhugi þeirra út frá sér, til fólks í þeirra nánasta umhverfi. Fyrir þetta verkefni fékk Björgunarfélagið styrk frá bænum upp á 350.000 kr. sem dugði fyrir kaupum á 30 endurlífgunardúkkum, sem sjást á myndunum, svo hver nemandi gæti haft sína eigin dúkku allan tímann og þannig nýttist tíminn mjög vel.

Undirbúningur unglinganna fyrir kennsluna

Undirtektirnar hjá krökkunum voru frábærar og þau voru enga stund að ná tækninni og taktinum sem er svo mikilvægur. Þau voru mun fljótari að tileinka sér þessa nýjung en fullorðir á sambærilegum námskeiðum. Kennararnir voru unglingar í 9-unda og 10-unda bekk, sem einnig eru í Unglingadeildinni Brand og voru búin að fá kennslu í endurlífgun á tveimur kvöldum, ca. 2 tímar í hvert sinn. Mikil áhersla var lögð á það við börnin, að þau væru ekki að læra endurlífgun til að bjarga einhverjum ókunnugum á förnum vegi, sem er annars mjög sjaldgæft, heldur til að geta bjargar /hjálpað vinum og fjölskyldu, ömmum og öfum, frænkum og frændum. Tel að það sé mjög mikilvægur þáttur í þessari kennslu að börnin sjái tilgang í þessu. Einnig var lögð áhersla á að það getur ekki hver


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR sem er hnoðað hvern sem er, hvort sem maður er barn eða fullorðinn, en maður getur kallað eftir aðstoð og leiðbeint öðrum á staðnum (sem eru í réttri stærð) hvað skal gera, og þannig verða til þess að bjarga lífi. Þetta verkefni hefur verið keyrt í Danmörku í nokkur ár, er nú orðið að skólaskyldu þar og eru nú þegar að berast ótrúlegar tölur þaðan, um gagnsemi þessarar kennslu. Strax eftir 5 ár kom í ljós að um helmingi fleiri fengu endurlífgun en áður, sem sagt fólk í hjartastoppi utan spítala. Þetta olli því að þriðjungi fleiri lifðu af slík hjartastopp en áður, sem eru hreint út sagt ótrúlegar tölur. Engin lyf sem komið hafa fram síðustu ár, hafa minnkað dánartíðni svona gífurlega. Við í Björgunarfélagi Hornafjarðar / Unglingadeildinni Brand langar að þetta verði árlegur viðburður í grunnskólum Hornafjarðar og munum leggja okkar að mörkum til að tryggja að svo verði. Draumurinn er að sjálfsögðu að endurlífgun verði að skólaskyldu á Hornafirði og svo á Íslandi öllu. Þetta verkefni er stutt af WHO eða alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna inni á www.kids-save-lives.eu Hægt er að fara inn á You-tube og sjá videó af krökkunum, með því að slá inn á leitarstrenginn „Kids save lives Hornafjörður“. Verið að kynna verkefnið og hvað skal gera

Verklegi þátturinn

33


34

7. bekkur

8.bekkur

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

9. bekkur

Eftirtaldir aðilar styrkja Björgunarfélag Hornafjarðar

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn Afl – Starfsgreinafélag Björn Lóðs Bílaleiga Akureyrar Brunnhóll gistiheimili / Jöklaís Ellingsen Fiskmarkaður Suðurnesja Freysnes GG Sport Hafnarnes

Húsgagnaval JM Hárstofa Kaffi Hornið KASK flutningar Milk Factory Nýjibær Guesthouse Smyrlabjörg Vatnajökull Travel

35


36

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Bakland samfélagsins Hollvinir Björgunarfélags Hornafjarðar Fyrirhugað er að styrkja enn frekar við bakland Björgunarfélags Hornafjarðar og hefja fjársöfnun til að stækka húsnæði félagsins, sem er löngu sprungið, og efla um leið innra starf og getu til að takast á við þau verkefni sem upp koma. Vorið 2018 verður Hollvinafélag Björgunarfélags Hornafjarðar stofnað og í framhaldi leitað til einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna í þeim tilgangi að safna fjármagni til að standa undir þeirri stækkun án þess að raska rekstri björgunarfélagsins.

Björgunarfélag Hornafjarðar er byggt upp af hugsjón og þekkingu fjölmargra félaga sem hafa, nú sem áður, unnið í sjálfboðavinnu að þeirri uppbyggingu hvort heldur í krefjandi verkefnum, við húsnæði félagsins sem og björgunartækja sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Samfélagslegt gildi Björgunarfélags Hornafjarðar er ótvírætt og það starf sem félagar hafa unnið að áratugum saman verður seint full þakkað. Félagið okkar er bakland samfélagsins. Þá hefur ekki farið framhjá neinum á síðustu árum að auknar kröfur hafa komið til með vaxandi ferðaþjónustu og mörg verkefni verða stöðugt flóknari og þátttaka félagsmanna bæði í nærumhverfi sem og starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á landsvísu orðið gríðarlega viðamikið. Sem betur fer eru margir sem lagt hafa lið í gegnum tíðina og styrkt við þá starfsemi enda erfitt að halda slíku starfi gangandi án þess að eiga góða að.

Verkefni síðustu ára og öflugar æfingar hafa sýnt fram á mikilvægi Björgunarfélags Hornafjarðar og með því að gerast bakhjarl er unnt gefa til baka og með beinum hætti taka þátt í enn frekari uppbyggingu félagsins. Sérstaða Hornafjarðar er náttúrufegurð stranda, fjalla og jökla, en að sama skapi eru fjarlægðir miklar við næstu aðstoð og við verðum að efla viðbragðsgetu í því umhverfi sem við búum við í dag. Unnið er að ákveðinni greiningarvinnu til framtíðar með húsnæði og kostnaðaráætlun, en ljóst að verkefni sem þetta gerist ekki á einni nóttu. Mikilvægt er að horfa fram í tímann og velta upp möguleikum og þörfum, bæði í innra starfi og ekki síst hvað verkefni varðar. Allt fjármagn sem safnast mun fara beint í húsnæði Björgunarfélags Hornafjarðar milliliðalaust og í vetur mun undirbúningur hefjast og allt traust lagt á að samfélagið sýni í verki stuðning við félaga í björgunarsveitinni okkar og styðji þannig við bakið á þeim sem fara út er aðrir leita skjóls. F. h.undirbúningshóps, Jón Garðar Bjarnason


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

37

Króm og hvítt ehf

Álaleiru 7 - Sími 478 2099

PRENTsMIÐJA

Þrúðvangur 20 850 Hella Sími 487 5551 svartlist@simnet.is

Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Nýr matseðill á Ósnum í sumar

Verðum með opið frá kl.16-24 í sumar. Eldhúsið opið til kl.23 Happy hour stemmning með bar-matseðli milli kl.16-18 Pizzapantanir í síma 478-2200. Heimsending frá kl.18-21.

Hótel Höfn Víkurbraut 20 780 Höfn í Hornafirði S: 478 1240

Sigurður Ólafsson ehf

Víkurbraut 4 780 Höfn Sími 478 1517 892 1624


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

38

Þjónustugjald í Skaftafelli

Þjónustugjald í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður stefnir að innheimtu þjónustgjalds í Skaftafelli frá og með 7. Ágúst 2017 til að unnt sé að þjóna ferðafólki og styrkja innviði í samræmi við vaxandi Vatnajökulsþjóðgarður stefnir að innheimtu þjónustgjalds í Skaftafelli frá og fjölgun gesta. með 7. Ágúst 2017 til að unnt sé að þjóna ferðafólki og styrkja innviði í Stakt þjónustugjald gildir í einn sólarhring og er: samræmi við vaxandi fjölgun gesta. Flokkur A – Fólksbifreið, 5 manna eða færri 600 kr. Flokkur B – Fólksbifreið 6‐9 manna 900 kr. Stakt þjónustugjald gildir í einn sólarhring og er: Flokkur C ‐ Rúta, 10‐18 manna 1.800 kr. Rútur D, E og F 3.600 kr. Bifhjól 300 kr. kr. Flokkur A – Fólksbifreið, 5 manna eða færri 600

Flokkur B – Fólksbifreið 6-9 manna 900 kr. (*) Þjónustugjald innifalið í tjaldstæðisgjaldi. Flokkur C - Rúta, er10-18 manna 1.800 kr. Rútur D, E og F 3.600 kr. Sjálfvirkt eftirlitskerfi „les“ bílnúmer og reiknar út þjónustugjaldið þegar dvöl lýkur í Skaftafelli. Gjaldið má greiða Bifhjól 300 kr.

 Í afgreiðslukerfi gestastofu í Skaftafelli  Með snjallsímaforriti (appi) Vatnajökulsþjóðgarðs  Á vefnum www.myparking.is  Í heimabanka. (*) Þjónustugjald er innifalið í tjaldstæðisgjaldi.  Fyrstu 10 mínútur í stæði er frítt

Sjálfvirkt eftirlitskerfi „les“ bílnúmer og reiknar út þjónustugjaldið þegar dvöl lýkur í Frekari upplýsingar má finna á vatnajokulsthjodgardur.is Skaftafelli. Gjaldið má greiða • Í afgreiðslukerfi gestastofu í Skaftafelli • Með snjallsímaforriti (appi) Vatnajökulsþjóðgarðs • Á vefnum www.myparking.is • Í heimabanka. • Fyrstu 10 mínútur í stæði er frítt

Frekari upplýsingar má finna á vatnajokulsthjodgardur.is


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

39


Fyrsta f lokks

HUMAR

Stór humar

Skelbrot

Askjan inniheldur sérvalda og heila humarhala í hæsta gæðaflokki sem hafa verið ómissandi á hátíðarmatseðli Íslendinga undanfarin ár.

Humarhalar sem brotna við veiðar eða vinnslu eru kallaðir skelbrot. Ferskleiki og bragðgæði skelbrots eru hin sömu og annarra humarhala.

SKINNEY ÞINGANES


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.