Björgunarfélag Hornafjarðar 3.tölublað 2019

Page 1

Flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni 17. ágúst 2019


Flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni Laugardaginn 17. ágúst kl. 23:00

Kaupið miðana í forsölu Verð 1500 kr fyrir 12 ára og eldri

Forsölustaðir gamla búð – Höfn Olís – Höfn n1 – Höfn Hótel smyrlabjörg Jökulsárlón

Freysnes Icelandair Hótel klaustur Einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum, reiðufé æskilegt


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

3

Jens Olsen Formaður Björgunarfélags Hornafjarðar

Ávarp formanns Tímin líður og er komið ár frá síðasta blaði og styttist hratt í flugeldasýninguna á Jökulsárlóni sem haldin verður þann 17 ágúst næstkomandi. Margt hefur drifið á daga Björgunarfélagsins síðastliðið ár. Útköllin voru 27 talsins, allt frá 100 sjómílum út á hafi og upp á miðjan Vatnajökul ásamt því að vera dreifð um alla sýsluna, ásamt því var fjöldin allur af vinnukvöldum, æfingum, námskeiðum, fundum og að ógleymdum fjáröflununum. Keyptir voru 2 nýjir vélsleðar í byrjun árs og voru 2 eldri vélsleðar seldir. Við héldum Landshlutamót unglingadeilda síðastliðið sumar, var það haldið í Skaftafelli komu þar saman um 120 unglingar og 42 umsjónarmenn frá 13 unglingadeildum af suður og suðvesturhorninu og eyddu einni helgi saman, var farið í létta leiki og gönguferð að Svartafossi. Unglingastarfið gengur vel og eru að jafnaði 6-14 virkir unglingar í starfinu. Á haustin höfum við verið að fá inn til okkar 3 til 6 nýja áhugasama einstaklinga í starfið sem hafa verið að koma sterkir inn en alltaf er pláss fyrir fleiri og hvetjum við fólk til að kíkja á okkur í haust, einnig vill ég hvetja sjómenn til að koma og kynna sér starfið, þó þeir vilji ekki koma og vera í útköllum á fasta landinu þá sjáum við um og rekum Björgunarskipið Ingibjörgu og vildum við gjarnan hafa fleiri þar í áhöfn, skipstjóra, vélstjóra og háseta. Farið var á Ráðstefnuna Björgun í haust en

Útgefandi: Björgunarfélag Hornafjarðar Ábyrgðamaður: Elín Birna Vigfúsdóttir Ritstjórn: Elín Birna Vigfúsdóttir, Elín Freyja Hauksdóttir, Finnur Smári Torfason og Ósk Sigurjónsdóttir. Myndir: Greinahöfundar og fleiri Umbrot og hönnun: Svartlist Prentun: Svartlist Upplag: 800 eintök Forsíðumynd: Gestur Leó Gíslason

þar voru 54 fyrirlestrar á dagskrá á þremur dögum svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Húsnæðismálin eru alltaf á yfirborðinu þar sem að húsnæði okkar er nánast orðið of lítið og lítið orðið um pláss til að athafna sig í kringum tækin, í vetur var ákveðið að setja söfnun fyrir nýtt húsnæði aðeins á hold og má segja að byrja á á réttum enda á tommustokknum, Settur var saman hópur með það að markmiði að rýna aðeins í núverandi húsakost, hvað er í boði, hvað sjáum við fyrir okkur, hvernig viljum við hafa þetta og meira í þeim dúr, horft er vítt og breytt og allar hugmyndir settar framm. Allt mun þetta taka einhvern tíma en verður unnið eins hratt og hægt er. Að lokum langar okkur að þakka öllum fyrir allan stuðning á liðnum árum og vonandi höldum við áfram að finna þessum stuðningi, því án ykkar ættum við ekki þennan tækjabúnað sem við eigum í dag til að sinna okkar verkefnum


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

4

ÚTKÖLL árið 2018 Janúar: 17. Eftirgrennslan við Sandfell. Bíll hafði staðið við Sandfell í þónokkurn tíma og farið var í eftirgrennslan eftir manneskjunni. Hún fannst látin nokkru síðar. 20. Bíll féll niður um ís á Hornafjarðarfljótum. Farið var til aðstoðar við að koma honum upp.

14. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs Straumvatnsbjörgun í Hornafjarðarfljóti Febrúar:

22. Leit við Stokksnes. Maður varð viðskila við göngufélaga sína og skilaði sér seint og ekki náðist í hann. Meðan félagar voru að gera sig klára skilaði maðurinn sér sj́álfur.

10. Fastur bíll við Almannaskarðsgöng. Farið var að aðstoða fólksbíl sem hafði fest sig í snjóskafli við Almannaskarðsgöng.

10. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs.

leit á Breiðarmerkurjökli2018

13. Óveðursaðstoð á Höfn og í nágrenni. Aftakaveður og þurfti aðstoð við að festa þakplötur í Hoffelli, Þak fauk af í heilu lagi í Stórulág. Mikil hálka var svo margir bílar fuku útaf við Krossbæ og hesthús sem fauk í Nesjum var meðal verkefna þennan dag.

Mars: 15. Eftirgrennslan að 4 einstaklingum við Breiðamerkurjökul. Misvísandi upplýsingar lágu fyrir um útbúnað fólksins sem voru á göngu á jöklinum svo farið var í eft-


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR irgrennslan. Grunur var á að þau hefðu farið í skálann í Esjufjöllum, sem reyndist réttur. Í Esjufjöllum fundust spor sem leiddu inn á sprungusvæði. Eftir dágóðan tíma skilaði hópurinn sér svo sjálfur af jöklinum. 28. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. Apríl: 22. Fastur bíll á leið upp að Skálafellsjökli, þurfti aðeins að hjálpa þeim.

5

17. Neyðarsendir í gangi við Svíahnjúk Eystri í Grímsfjöllum. Farið var af stað á bílum og sleðum með litla vitneskju um málið. Tveir einstaklingar sem voru á ferð um Vatnajökul virkjuðu neyðarsendi á frekar óvenjulegum stað. Kallaðar voru til sveitir af fleiri stöðum vegna óvissunnar. Þegar sleðahópurinn kom á staðinn varð ljóst að mennirnir höfðu lent í snjóflóði. Fljótlega fannst púlka sem tilheyrði mönnunum með vistum og klæðnaði. Eftir dágóða leit fundust mennirnir, illa haldnir, í niðurgröfnu snjóhúsi sem þeir höfðu útbúið. Mönnunum var komið í skálann á Grímsvötnum og síðar til byggða.

Maí: 1. Maður í sjálfheldu við Skaftafellsjökul. Hafði verið á göngu og rann niður hlíðina að lóninu við jökulinn og sat þar á syllu í sjálfheldu.

Júní: Sleðamenn að koma af jöklinum eftir útkall

14. Kindur í sjálfheldu við Jökulsá í Lóni. 29. Veikur sjómaður. Farið var á Ingibjörgu að sækja veikann sjómann um 100 sjómílur frá landi.

Ingibjörg


6

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Júlí: 10. Slasaður maður við Vestrahorn. Maður sóttur vegna ökklabrots á gönguleiðinni fyrir Horn og borinn á börum.

Göngumanni á Vestrahorni bjargað og borinn til byggða

15. - 22. Viðbragðsvakt í Skaftafelli. Björgunarfélagið stóð heila viku í Skaftafelli og sinnti tilfallandi slysum og öðrum atvikum á svæðinu.

Viðbragðsvakt í Skaftafelli


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

7

Straumvatnsbjörgun í Skyndidalsá Ökumaður og farþegi komust af sjálfsdáðum úr vatninu og gengu niður í Hvamm til að kalla eftir hjálp. Bíllinn var dreginn uppá eyri í ánni og sóttur daginn eftir. 28. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. Desember: 6. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. 27. Hópslys við Núpsvötn á Skeiðarársandi. Bíll hafði oltið af brúnni og niður í árfarveginn. 31. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. 31. Óveðursaðstoð í Nesjum.

Ágúst: 22. Fjallabjörgun við Hvalnes. Október: 10. Maður féll í lónið við Svínafellsjökul. Nóvember: 17. Fastur bíll í Skyndidalsá. Bíll á leiðinni niður úr Lónsöræfum hafði lent í veseni og oltið í Skyndidalsá.


8

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Sig. Ægir Birgisson. Björgunarmaður, Björgunarfélagi Hornafjarðar.

Fyrsta útkallið (björgun á sjálfum mér) „Fall er fararheill“ var fyrirsögn á frétt í Eystrahorni á haustdögum 1985. Fjallaði fréttin um slys sem nýkjörinn formaður Unglingadeildarinnar Brands varð fyrir á Fláajökli 15. september 1985. Þessi fyrirsögn kom upp í hugann þegar ég var beðinn að rifja þennan atburð upp. Þetta var fyrsta ferðin á dagskrá vetrarins eftir að ég

var kjörinn formaður unglingadeildarinnar, ákveðið var að fara með hóp af nýliðum í jöklagöngu á Fláajökli og setja upp smá æfingu í sigi og ísklifri. En þessi litla æfing átti nú aðeins eftir að vinda uppá sig. Ég man ekki nákvæmlega hve margir við vorum en eitthvað í kringum 10 strákar á aldrinum 14 – 16 ára og svo var einn umsjónarmaður með okkur. Við vorum nokkrir með smá reynslu en flestir voru í sinni fyrstu jöklaferð. Lagt var af stað að morgni frá björgunarsveitarhúsi, týndur var til búnaður til jöklagöngu, broddar, axir, línur, hjálmar og það sem til þurfti en sitthvað varð þó eftir sem kom í ljós að hefði verið gott að hafa þegar aðstæður breyttust. Búnaðinum og mannskapnum var komið fyrir í Benz Unimog bíl sveitarinnar og brunað af stað vestur á Mýrar, kannski ekki alveg brunað hann fór nú ekki sérstaklega hratt yfir blessaður Unimoginn, en ferðin sóttist samt vel áfram. Þegar við komum að jökulsporðinum var búnaður gerður klár og menn græjuðu sig. Síðan var gengið í halarófu upp skriðjökulinn. Við vorum komnir u.þ.b. 1,5 kílómeter upp jökulinn þegar við fundum ákjósanlegan stað til að setja upp æfingu. Þetta var víð jökulsprunga með bröttum vegg öðru megin og aflíðandi halla upp hinu megin. Jökulveggurinn var um 10 metra hár þar sem hann var hæstur en lægri sunnar í sprungunni sem við komum okkur fyrir. Þar settum við upp tryggingar og festingar fyrir sig og klifur og æfðum okkur þar og kynntum búnaðinn fyrir nýliðunum. Þetta gekk allt ljómandi vel og skemmtum við okkur þarna. Þeir sem þekktu mig á þessum tíma kemur ekkert á óvart það sem síðan gerðist , ég átti nefnilega til að fara aðeins fram úr sjálfum mér. Í dag heitir


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

9

þetta allt einhverjum fræðiheitum en fyrir 34 árum var þetta kallað glannaskapur en allavega fannst mér þjóðráð að reyna við vegginn þar sem hann var hæstur. Ég veit ekki af mér fyrr en ég er kominn langleiðina upp vegginn ótryggður í frjálsu klifri og hugsaði nú ert þú kominn í vandræði en áfram hélt ég og var kominn alveg upp að brún þegar það brotnaði undan broddunum og ég féll niður. Vinstri öxin var enn föst og þegar tók í ólina á henni þá brotnaði á mér framhandleggurinn áður en hún losnaði og ég rann niður vegginn. Ég man enn það eina sem fór í gegn um hugann þessar sekúndur “ þetta verður vont”. Neðst hallaði veggurinn út og dróg úr fallinu og bjargaði sennilega því að ekki færi verr. Ég lenti með broddana á vinstri fæti utan í Ægir og Birgir vegginn á leiðinni niður og við það brotnaði ökklinn og svo var maður víða lemstraður eftir fyrir í börunum og svo hófst alvöru sprungubjörgun. Við lendinguna en samt með fullri meðvitund. höfðum sem betur fer nóg af línum og blökkum til græja Jæja hvað gerum við nú ? okkur. Þetta gekk allt vel og þegar ég var kominn upp úr Ég hef oft hugsað um það í seinni tíð og sérstaklega sprungunni hófst burðurinn niður af jöklinum. Ýmislegt eftir að ég byrjaði aftur í björgunarsveit hvernig við óhsást okkur yfir en þetta gekk nú samt sæmilega, eitt var að arnaðir unglingarnir og einn umsjónarmaður sem hafði styðja betur við brotna ökklann en hann dinglaði hálflaus reyndar mikla reynslu af allskonar aðstæðum brugðumst við og gæti þetta verið æfing á Wilderness námskeiði. Það fyrsta sem ég man var að við héldu allir ró okkar og að ekki skapaðist panic ástand. Ég gat sagt strákunum hvernig ástandið á mér var, að ég væri illa brotin á ökkla og handleggsbrotinn annars væri ég tiltölulega hress. Við fórum strax í að meta aðstæður og hvað væri mögulegt í stöðunni. Við vorum staddir 1,5 kílómeter uppi á skriðjökli með illa brotinn sjúkling án alls sjúkrabúnaðar og ekki með sjúkrabörur til að hífa mig upp einnig vorum við fjarskiptalausir. Þetta er allt svolítið súrrealískt í minningunni því sjúklingurinn tók fullan þátt í undirbúningi og ákvörðunum varðandi Kann betur við mig í þessari stöðu. björgun. Árið 1985 voru enn í notkun gömlu björgunarsveitá leiðinni niður og fer enn um mig hrollur þegar ég hugsa arstakkarnir sem ekki rifnuðu á saumum. Við ákváðum að um það. Annað var að ég var farinn að kólna svolítið , þó nota tvo stakka og tvo broddstafi og búa til börur og reyna strákarnir hafi dúðað mig vel með auka fatnaði þá gleymdþannig að hífa mig upp úr sprungunni. Mér var komið um við að setja undir mig þegar ég lá í sprungunni og eins


10

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

þegar ég var settur niður á leiðinni þegar þeir hvíldu sig, kuldinn átti þá greiða leið beint úr jöklinum upp í bakið á mér. Þegar við vorum komnir fram á jökulsporðinn var bíllinn sóttur. Ekki voru þó æfingarnar á okkur búnar því Unimoginn pikkfestist í sandbleytu og stóð þar óhagganlegur. Voru þá tveir sendir af stað hlaupandi í átt að Flatey að sækja hjálp, svo heppilega vildi til að þeir hittu fljótlega mann á bíl sem keyrði þeim að bænum þar sem hringt var á sjúkrabíl. Á meðan við biðum eftir hjálp lá ég á jöklinum og fékk kuldann beint upp í hrygginn og var farinn að skjálfa allhressilega þegar sjúkrabíllinn kom. Ég man að ég var enn skjálfandi 12 tímum seinna þá dúðaður uppi í rúmi á spítalanum. Þegar í sjúkrabílinn var komið leið ekki á löngu þar til ég var kominn undir læknishendur, og fór svo með flugi á spítala.

Enn í dag skýtur minningin um þennan atburð upp kollinum og þá sérstaklega þegar maður er á leið í útkall eða á æfingum þar sem æfður er flutningur og meðferð á sjúkling. Ég á nefnilega nokkuð auðvelt að setja mig í þeirra spor en kann þó betur við mig í hlutverki björgunarmanns. Einnig hugsa ég oft um hve mikil reynsla þetta var fyrir okkur strákana og kannski heldur mikil svona á einu bretti, en klárlega tókum við með okkur ýmislegt úr þessari ferð sem nýttist okkur seinna á lífsleiðinni þótt undirritaður ætti eftir að fara fram úr sér aftur, allavega nokkrum sinnum. Í dag er unglingadeildin Brandur í fullu fjöri og starfsemin þar með blóma og er Birgir sonur minn búinn að vera í henni undanfarin ár. Ég hef bent honum góðlátlega á að það sé ýmislegt sem ekki þurfi að prófa aftur, það sé nóg að einn fjölskyldumeðlimur sé tilraunadýr.

Björgunarfélagið skoðar og fer yfir björgunarvesti við Jökulsárlón


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

11

Björgunarsveitin Kári í Öræfum Björgunarsveitin Kári er önnur tveggja björgunarsveita sem sinna, ásamt Björgunarfélagi Hornafjarðar, víðfeðmu svæði, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Í Kára eru tæplega 30 meðlimir sem eru misvirkir í starfi sveitarinnar. Sveitinni berast í kringum 30 útköll á ári sem geta verið gríðarlega misjöfn, allt frá minni háttar meiðslum eða umfangs-

mikillar leitar að stórum bílslysum á þjóðveginum. Mikill styrkur er af nærliggjandi viðbragðsaðilum og má með sanni segja að einingar á svæðinu vinni vel og náið saman. Björgunarsveitin Kári er vel búin til ýmissa útkalla en þar má til dæmis nefna sérútbúinn óveðursbíl og hópslysakerru sem sveitin fékk að gjöf frá Landsbjörg.


12

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

G. Karlsson ehf

Er bílaþjónusta með ýmis tæki og leysir mismunandi verkefni. Kalli: 896-6490 Guðni: 892-4229

Erum með - Kranabíla - Krókheysisbíla - Skotbómulyftara - Bílaflutningakerrur Getum flutt flestar stærðir af bílum og losað úr ýmsum aðstæðum t.d. vatni, sandi, for og snjó.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

kask Flutningar ehf

Sími 470 8220 · Fax 470 8221 · bjorn@kask.is

13


14

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Sími 892 0911 Hafnarbraut 32 Höfn Tel: 354 478 2600 www.kaffihornid.is info@kaffihornid.is

Til góðra verka Alltaf velkomin til olís á Höfn Opið: mánud. - föstud. 8-22 Laugard. 9 - 22 Sunnud. 10 - 22

Vinur við veginn

OLÍS ~ Hafnarbraut 45 ~ 780 Höfn ~ Sími 478 1260


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Við þökkum eftirfarandi aðilum kærlega fyrir veittan stuðning Bjarni Hákonar ehf Gróðrarstöð / gisting, Dilksnesi Efnalaug Dóru Freysnes / Hótel Skaftafell Nettó Vatnajökulsþjóðgarður

VIÐGERÐIR BREYTINGAR VEGAAÐSTOÐ Sigurður Gunnar Jónsson bifvélavirki

Flugeldasala um áramótin, þar seldum við líka buff merkt björgunarfélaginu

Sími 892 6610

15


16

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Æfingar og námskeið Til að viðhalda hæfni og þekkingu á hinum ýmsu björgunaraðferðum sem björgunarsveitarfólk þarf að búa yfir þarf að halda námskeið og æfingar. Þar sem við í Björgunarfélagi Hornafjarðar þurfum að sinna mjög fjölbreyttum útköllum er það styrkleiki okkar að flestir félagar okkar hafa farið á námskeið í fjölbreyttum björgunaraðferðum. Þar má helst nefna, straumvatnsbjörgun, sprungubjörgun, vélsleðanámskeið, fluglínubjörgun, fyrsta hjálp, fyrsta hjálp í óbyggðum, björgunarmenn á sjó og vötnum og svona mætti lengi lengi telja. Einu sinni í mánuði yfir veturinn hittast viðbragðs-

aðilar á Hornafirði, Björgunarfélag Hornafjarðar, HSSA, Slökkvilið Hornafjarðar, Lögreglan á Suðurlandi og Rauði krossinn og kynna starfið fyrir hverju öðru. Svona kynnist hópurinn betur og kynnist hlið annarra viðbragðsaðila. Þessir aðilar hittast líka öðru hvoru og æfa viðbragð við stærri slysum, svo sem hópslysum eða flugslysum. Þær æfingar hafa nú þegar gefið hópnum mikið þar sem veruleiki viðbragðaðila á Suðurlandi er að hópslysum hefur fjölgað og því miður virðist ekki vera að draga úr þeim eða hættunni á þeim.

Fjallabjörgunarnámskeið 2

Æfingadagur inni við Heinaberg


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

17

Hópslysaæfing

Fluglínunámskeið

Útkall á Ingibjörgu

Sigæfing í Álaugarey


18

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Viðbragðsaðilahittingur


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Björgunarfélagið skoðar og fer yfir björgunarvesti við Jökulsárlón

19



BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

21

Börnin bjarga

var haldið í þriðja sinn í mars síðastliðinn Björgunarfélagið ásamt Unglingum úr Unglingadeildinni Brand mættu galvösk nokkra miðvikudagsmorgna í mars í Grunnskóla Hornafjarar með fulla poka af dúkkum. Samþykkt hefur verið að gera endurlífgun að skólaskyldu á Íslandi, en eitthvað hefur tafist að finna fjármagn fyrir verkefnið en Björgunarfélagið mun standa vaktina á Höfn þar til skólakerfið tekur við keflinu.

eins mörgum og þau gátu endurlífgun. Niðurstað-

100 skólabörn fengu kennslu í skólanum, þau kenndu 406 manns endurlífgun á einni viku sem gerir 506 manns í heildina sem fengu endurlífgunaran var að

kennslu á Hornafirði í mars.

Börn í sjöunda til tíunda bekk fengu kennslu. Eins og í

Við erum mjög stolt af þessu verkefni og verulega ánægð með að Ísland ætli að bætast í hóp þjóða sem bjóða upp á endurlífgun árlega í skólum landsins.

fyrra tóku börnin dúkkurnar með sér heim og kenndu

Elín Freyja Hauksdóttir


22

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Björgunarskipið Ingibjörg fór hálfa leið til Færeyja í útkalli Þann 29. Júní 2018 kom beiðni frá Landhelgisgæslunni um að sækja veikan sjómann, sem var þá um 115 mílur út frá Höfn. Færeyska þyrlan hafði reynt án árangurs að sækja manninn nóttina áður en þurfti frá að hverfa. Sá veiki var á skútu ásamt tveimur félögum sínum, ákveðið var að þeir héldu áfram til Íslands. Þyrla LHG þurfti að gefa þetta frá sér og óskaði eftir aðkomu Ingibjargar. Ingibjörg fór úr höfn um klukkan ellefu á hádegi og var komin að skútunni laust fyrir klukkan fjögur um eftirmiðdaginn. Nokkur veltingur var á leiðinni, svartaþoka og skemmdust bátarnir báðir við að leggja upp að hvor öðrum. Sjóferðin var um 80 sjómílur aðra leið. Maðurinn fékk fyrsta flokks meðferð á leið í land, og var fluttur á heilsugæslu við komu til Hafnar, um klukkan hálf tíu um kvöldið. Áhöfnin var ánægð með vel lukkaða björgun og skelltu sér beint á Humarhátíð. Ingibjörg kom til Hafnar á sumardaginn fyrsta 2005. Slysavarnafélagið Landsbjörg keypti hana af Konunglega Breska Björgunarfélaginu (RNLI) og lokaði þar með keðju stærri björgunarskipa, hringinn í kringum landið. Hún er smíðuð 1985 í Bretlandi, er af Arun týpu, 15m löng og 408 hestöfl. Þrátt fyrir háan aldur þá ber hún sig vel. Viðhald hefur verið til fyrirmyndar og umgengni góð. Þrátt fyrir að útkallafjöldi er ekki mikill, þá hefur hún mikilvægt hlutverk þar sem langt er í næstu björgunarskip, Vestmanneyjar í vestri og Norðfirði í austri.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR Gestur Leó Gíslason

Nýr í Björgunarfélagi Hornafjarðar Eftir að ég flutti á Höfn síðastliðið sumar hófst leitin að því hvað ég ætti að gera í mínum frítíma. Það lá beint við að gerast félagi í Björgunarfélagi Hornafjarðar þar sem að ég hef verið tengdur starfi í björgunarsveitum frá því ég man eftir mér á einn eða annan máta. Pabbi var í mörg ár formaður Björgunarsveitarinnar í Hrísey og fór ég að starfa með sveitinni þar um leið og ég hafði aldur til. Á framhaldsskólaárunum var ég búsettur á Akureyri og fór þá í gegnum nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveitinni Súlum. Þar lauk ég öllum þeim námskeiðum sem þarf til að til að ljúka björgunarmanni 1 sem er grunnmenntun björgunarsveitafólks. 2008 flutti ég svo til Danmerkur og dróg þá úr þátttöku minni í starfi björgunarsveita en var þó alltaf viðriðin Björgunarsveit Hríseyjar í fríum. Einnig tók ég síðasta árið mitt í Danmörku þátt í stofnun á nýrri sjóbjörgunarstöð í bænum Vordingborg. Mitt fyrsta útkall kom í nóvember 2018 þar sem að við fórum í verðmætabjörgun að sækja bíl sem var á hliðinni í Skyndidalsá, en fólkið hafði komið sér í land af sjálfsdáðum. Fyrsta stóra útkallið kom svo í febrúar í ár þar sem að kona hafði villst í Skaftafelli. Þetta útkall kom við erfiðar aðstæður í kulda og snjó og þurftu leitarmenn að ganga um á broddum vegna mikillar hálku á svæðinu. Einnig hafa ýmis önnur verkefni komið upp sem ég hef tekið þátt í allt frá óveðursútköllum upp í rútuslys. Eitt af því sem að ég hef tekið eftir í þessum útköllum og öðru starfi er hversu góð samvinna er milli mismunandi viðbragðragðsaðila á svæðinu. Ljóst er að mánaðarlegir viðbragðsaðilahittingar eru að skila sér í því að viðbragðsaðilar þekkja hvern annan betur og hafa góðan skilning á þekkingu og reynslu hvers annars.

Sigæfing í Álaugarey 2.

23


24

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Gestur og Guðjón að fylgja kayakræðara inn til Hafnar

Að vera í björgunarsveit á Höfn er mjög fjölbreytt þar sem að við erum mjög oft fyrsta viðbragð og langt í næstu bjargir. Því eru ýmis verkefni sem að við þurfum að geta leyst. Þetta gerir að félagar fá að taka þátt í fjölbreyttari verkefnum og eru frekar í framlínu aðgerða meðan á þéttbýlari svæðum eru fleiri viðbragðsaðilar til staðar og því erfiðara að safna reynslu. Að taka þátt í starfi í björgunarsveit er mjög gefandi. Þú færð að prófa marga nýja hluti og ná í nýja þekkingu með þátttöku í fjölbreyttum námskeiðum. Þetta er góður félagsskapur með mjög fjölbreyttum hóp með mismunandi þekkingu. Það er pláss fyrir alla, öll þekking og reynsla getur nýst í starfinu. Ég hvet þá sem að hafa áhuga á að starfa með björgunarsveitina til að koma og kynna sér starfsemina.

Árið 2018 var FRÍSTUND, opinn kynningardagur sjálfboðaliðastarfs og félagastarfs í Sveitarfélaginu Hornafirði haldinn. Þar kynnti Björgunarfélag Hornafjarðar starfssemi sína og fékk í kjölfarið til liðs við sig nýja og kröftuga félaga. Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar Nýheimum fyrir að halda þennan viðburð og hlakkar til að taka þátt þegar hann verður haldinn aftur.


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Árið 2018 varð Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára. Af því tilefni var öllum félögum sem starfað hafa með Björgunarfélagi Hornafjarðar og Slysavarnarfélaginu Framtíðinni boðið til veislu. Hér má sjá svipmyndir frá afmælinu.

25


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

26

HÁRSTOFA Hafnarbraut 24 - Sími 478 1300

5

5

Jónu og Ellýjar

Vesturbraut 2 - S: 478 1780

www.glacierjeeps.is

Álaugarvegi 1 - Sími 478 1859

Þingvað ehf

byggingaverktakar

PRENTsMIÐJA Álaleiru 7 - Sími 478 2099

Þrúðvangur 20, 850 Hella Sími 487 5551 svartlist@simnet.is


BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR

Sigurður Ólafsson ehf

27



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.