Jökulsárlóni
Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni 11. ágúst 2018
Flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar Jökulsárlóni Laugardaginn 11. ágúst kl. 23:00
Kaupið miðana í forsölu Verð 1500 kr fyrir 12 ára og eldri Forsölustaðir
Gamla búð – Höfn Olís – Höfn N1 – Höfn Hótel Smyrlabjörg Jökulsárlón Freysnes Icelandair Hótel Klaustur
Einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum, reiðufé æskilegt
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
3
Jens Olsen Formaður Björgunarfélags Hornafjarðar
Ávarp formanns Nú er ár liðið frá síðasta blaði sem við gáfum út í tilefni af flugeldasýningunni á Jökulsárlóni. Í blaðinu segjum við frá því helsta úr starfi sveitarinnar síðastliðið ár ásamt því að sýndar eru myndir úr starfinu. Síðastliðið ár Björgunarfélagsins hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Vinnukvöld, fundir, námskeið, æfingar og ferðir. Salan á neyðarkallinum og flugeldasalan voru á sínum stað og auðvitað var nokkuð um útköll ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Jeppar sveitarinnar eldast með árunum en eru öflugir og sterkir bílar sem nýtast okkur vel í þau verkefni sem við fáumst við og hafa þeir síðustu ár fengið þó nokkuð viðhald og upplyftingu sem kostað hefur sitt en nú ætti því að vera lokið í bili að minnsta kosti. Fólksflutningabíllinn okkar, sem er okkar mest notaði bíll í ferðalögum, útköllum og forgangsútköllum, er einnig farinn að eldast þó hann sé okkar nýjasti bíll en farið er að huga að endurnýjun og leita af arftaka hans. Fyrir utan tækin eru framundan ýmis önnur verkefni hjá Björgunarfélaginu sem þarf að fara í, skipta þarf um og breyta glugga í stjórnstöðvarrýminu, ásamt öðru viðhaldi við húsnæðið og öðrum verkefnum. Eins og kom fram í síðasta blaði á að stofna vinasamtök Björgunarfélags Hornafjarðar með það í huga að safna fjármunum til að stækka húsnæði félagsins eða byggja nýtt húsnæði sem mun gera alla aðstöðu fyrir Björgunarfélagið og okkur félagana mun betri án þess þó að raska rekstri Björgunarfélagsins. Núverandi húsnæði okkar er fyrir löngu sprungið, lítið pláss milli tækja og endalausar tilfæringar á hlutum ef gera á einhverjar æfingar í húsinu. En eins og kom fram í síðasta blaði átti að stofna þessi vinasamtök núna síðastliðið vor en því miður tókst ekki að starta verkefninu vegna mikilla anna hjá forsprakka Útgefandi: Björgunarfélag Hornafjarðar Ábyrgðamaður: Elín Freyja Hauksdóttir Ritstjórn: Elín Freyja Hauksdóttir, Elín Birna Vigfúsdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, Kristín Ármannsdóttir og Finnur Smári Torfason. Myndir: Greinahöfundar og fleiri Umbrot og hönnun: Svartlist Prentun: Svartlist Upplag: 800 eintök Forsíðumynd: Hafrún Eiríksdóttir
verkefnisins ásamt öðrum þeim sem að þessu koma. Hugmyndir og þarfagreining um nýtt húsnæði eða viðbyggingu við gamla húsnæðið eru á frumstigi en vonir standa til að hægt verði að byrja á því að fullu seinni part sumars og vonandi að hægt verði að hefja verkefnið núna næstkomandi haust. Ekki má gleyma að minnast á að á þessu ári er Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára og voru haldnar afmælisveislur í bækistöðvum eininga um allt land 29. janúar síðastliðinn þar sem boðið var upp á köku og kaffi fyrir alla gamla og nýja félaga. Einnig var skotið upp hvítri neyðarsól á slaginu kl. 21. frá öllum bækistöðvum. Að lokum vil ég bjóða öllum að kynna sér starfsemi Björgunarfélagsins í haust, jafnvel með það í huga að ganga til liðs við félagið ef ekki einungis til að svala forvitninni. Einnig vonast ég til að vinasamtökunum verði vel tekið þegar verkefnið hefst.
4
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Útköll á árinu 2017 Janúar 16. Leit við Breiðamerkurjökul. Tekið var eftir að lítill jepplingur keyrði inn að jökli en skilaði sér ekki til baka. Fólk og bíll fannst, bíllinn bilaður. Fengu aðstoð.
27. Maður féll fram af Grímsfjalli. Þaulvanur fjallagarpur á ferð með félaga sínum, fellur fram af Grímsfjalli ANA af skálanum. Hann var á gönguskíðum og dró búnaðinn sinn á eftir sér. Félaginn sá hann hverfa skyndilega og áttaði sig á alvöru málsins og virkjaði neyðarsendi. Maðurinn slapp vel, var kominn upp í skálann í Grímsvötnum þegar björgunarmenn bar að og afþakkaði flutning til byggða. Félaginn hans var hins vegar enn skelkaður eftir uppákomuna og þáði boðið. Maðurinn hélt áfram einn síns liðs yfir jökul. Febrúar 21. Þrír Belgar voru strandaglópar við Jöklasel á Skálafellsjökli vegna ofsaveðurs. Þeir höfðu verið þarna á eigin vegum þegar veðrið skall á. Ekki var hægt að keyra upp að Jöklaseli og þurftu björgunarmenn að fara á sleðum síðasta spölinn, við verulega slæmar aðstæður. Vel tókst að ná þeim niður í öruggt skjól. 23. Ófærð á vegum mikil. Ófært milli Jökulsárlóns til Freysness, margir bílar fastir. Björgunarmenn bæði frá Höfn og Öræfum losa bíla og aðstoða ferðamenn.
Verið að bjarga bíl upp úr Hornafjarðarfljótum
24. Fimmtán manna rúta veltur í vindhviðu ca. 1km vestan við Freysnes. Mikill viðbúnaður, sjúkrabílar, slökkvilið og björgunarsveitir frá Höfn, Öræfum og Kirkjubæjarklaustri fóru á vettvang. Veður var afleitt, vitni sögðu rútuna takast á loft áður en hún valt útaf. Erfitt var fyrir viðbragðsaðila að komast á vettvang og þurftu sumir frá að hverfa. Öræfingar voru fyrstir á slysstað og fluttu fólk á Hótel Freysnes. Sem betur fer var fólkið í belti og meiðsli þeirra voru minniháttar. 24. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs í Öræfum.
Björgunarmenn á Grímsfjalli, maðurinn sem fór fram af fundinn
Mars 14. Alvarleg bílvelta við nýja hótelið á Hnappavöllum, fimm manns í bílnum þar af einn metinn alvarlega slasaður. Beita þurfti klippum til að losa fólkið úr bílnum, sjúkrabíll frá Kirkjubæjarklaustri flutti einn þeirra til móts við þyrluna og hinir fjórir voru fluttir til Hafnar.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR Maí 10. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. 12. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. 15. Lokun við Jökulsárlón vegna aftaka veðurs. Júní 28. Fastur bíll í Skyndidalsá. Ferðamenn á leið yfir Skyndidalsá, festa bílinn í miðri á. Vatn flæddi inn í bílinn svo þau hörfuðu upp á þak en komu sér svo sjálf í land. Bíllinn var dreginn á þurrt og farþegarnir fluttir til byggða, blautir en annars óslasaðir. Júlí 11. Hópur skáta reyndu að vaða yfir Skaftá fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur, voru á leið inn á Fjallabak. Áin var
5
27. Maður í vanda á Síðujökli. Maður kallar eftir aðstoð vegna vonsku veðurs, hann gat ekki tjaldað tjaldinu sínu og var illa búinn til jöklaferða. Farið var upp Skálafellsjökul, fram hjá Grímsvötnum og þaðan niður Síðujökul á sleðum og bílum til að ná til mannsins. Þegar maðurinn fannst á jöklinum, var það fyrsta sem blasti við björgunarmönnum hvítir strigaskór mannsins. Útkallið kom rétt fyrir miðnætti og björgunarmenn komu niður af jökli um kl 10:30 morguninn eftir. Á sama tíma kom annað neyðarkall frá Kollumúla, týndir göngugarpar frá Ferðafélagi Íslands. Félagar okkar fyrir austan okkur tóku að sér það verkefni, fundu göngugarpana sem höfðu skilað sér sjálfir í Egilssel, en ekkert fjarskiptasamband er þar og því gátu þau ekki látið vita af sér. Ágúst 2. Kona slösuð á fæti við Austurgil í Skaftafelli. Björgunarfélagið sá um svæðisstjórn en menn frá Björgunarsveitinni Kára og Þjóðgarðinum komu konunni til aðstoðar. 15. Slösuð kona við Fjallsárlón. Bera þurfti konuna upp að bílastæði, þar sem sjúkrabíllinn beið. Hún hafði slasað sig illa á fæti. September 5. Meðvitundarskerðing í Skaftafelli. Svæðisstjórn Björgunarfélagsins var virkjuð, en Björgunarsveitin Kári og landverðir báru manninn niður í sjúkrabíl frá Klaustri. Maðurinn var hætt kominn en snör viðbrögð viðbragðsaðila kom í veg fyrir að illa fór.
Maðurinn fundinn á Síðujökli
6. Týndir ferðamenn við Fiskilækjanes í Stafafellsfjöllum. Þeir voru komnir í skjálfheldu vegna myrkurs og treystu sér ekki niður. Þeir fundust fljótt og var komið til aðstoðar.
heldur straumhörð og tók einn þeirra með sér. Félagarnir sáu hann fara með straumnum og kölluðu eftir aðstoð. Hann fannst blautur og kaldur en annars heill á húfi. 16. - 23. Viðbragðsvakt í Skaftafelli. Björgunarfélagið stóð heila viku vakt í Skaftafelli og sinnti tilfallandi slysum og öðrum atvikum á svæðinu. 24. Bíll með sex manns veltur við Viðborðsel, allir eitthvað slasaðir. Björgunarfélagið fer á slysstað og flytur þrjá einstaklinga á heilsugæsluna. Lokun vegna vatnavaxta á Mýrum
6
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR 13. Fótbrotinn maður í Skaftafelli. Óskað var eftir aðstoð við að bera manninn niður, en hann var á gönguleið austan í Skaftafellsheiðinni. 19. Óskað var eftir aðstoð Björgunarfélagsins vegna leitar af ungum manni sem talið var hafa farið í höfnina. Hann fannst fljótt heill á húfi. 21. Fast hreindýr við Stapa. Björgunarfélagið er svo frægt að vera eina Björgunarsveit landsins sem fær svona útköll. Þetta dýr var þó búið að losa sig sjálft.
Hólmsá í vatnavöxtum
22. Aftur fast hreindýr í girðingu, og aftur var það búið að losa sig sjálft þegar björgunarmenn voru komnir á svæðið.
Hornafjarðarfljótabrúin í vatnavöxtum
Hólmsáin rann 5-6 km upp með þjóðveginum Vatnavextir á Myrum, unnið við varnagarð 6. Eftirgrennslan við Kristínartinda. Göngumaður hringir og segist örmagna við tindana. Farið var að grennslast fyrir um hana og fannst hún síðar í tjaldi í Skaftafelli, hafði þá komist niður af sjálfdáðum en hafði ekki hugað að því að láta vita.
23. Eftirgrennslan í Laxárdal í Lóni. Sveitungi hafði sést fara inn Laxárdal í Lóni þar sem miklir vatnavextir voru, þegar hann hafði ekki sést koma til baka innan eðlilegs tíma var Björgunarfélagið beðið um að grennslast fyrir um hann. Bíllinn fannst við á, hafði verið dreginn upp úr ánni og var ógangfær. Maðurinn hafði fengið aðstoð og far til byggða.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
7
Nóvember 20. Fastur bíll við Lambleiksstaði. 21. Vonsku veður, þjóðvegurinn lokaður í Öræfum. Björgunarfélagið með lokunarpóst við Jökulsárlón. 22. Enn það slæmt veður að veginum var aftur lokað. Lokunarpóstur við Jökulsárlón.
Verið að bjarga fé á þurrt í Lóni
Desember 27. Alvarlegt rútuslys rétt vestan við Klaustur. Allar bjargir voru boðaðar út, frá Höfn að Selfossi, meiriháttar viðbúnaður enda var þetta mjög alvarlegt slys. Félagar frá Björgunarfélaginu aðstoðuðu starfsfólk heilsugæslunnar á Höfn við að skrá og áverka-meta 33 einstaklinga í fjöldahjálpastöð.
27. Flóð í Lóni, fé í sjálfheldu. Sögulega mikil rigning síðustu daga, leifar þriggja fellibylja skullu á suðausturströndinni. Björgunarmenn sigldu um túnin og söfnuðu fénu upp í gúmmíbát og ferjuðu upp á þurrt. Miklir vatnavextir í öllum ám í Lóni. 27. Flóð á Mýrum, farið að flæða yfir þjóðveg 1 við Hólmsá. Varnagarður ofan við Hólm hafði rofnað og vatn flæddi óhindrað um svæðið. Vegagerðin þurfti að rjúfa þjóðveg 1 á þremur stöðum til að hleypa vatnsflaumnum til sjávar. Hér hófst umfangsmikið verkefni fyrir björgunarfélagið, en það stóð til 4. október, á sólarhringsvöktum. Verkefnin voru margvísleg, stjórnunarþátturinn mikill og svo vorum við með vöktun við lokunarpósta allan sólarhringinn í heila viku. Mýrarnar lokuðust alveg af þegar brúin yfir Steinavötn seig og var dæmd ónýt og ónothæf. Stjórna þurfti flæði fólks inn og út af svæðinu, og eina sem dugði til var þyrla. Koma þurfti vistum og öðrum nauðsynjum inn á svæðið og flytja fólk út af því sem ekki átti þar heima. Slegið var met í fólksflutningum með þyrlu einn daginn þegar yfir 120 manns voru flutt með þyrlunni. Vel gekk að smíða bráðabirgðabrú og hægt var að opna fyrir umferð um svæðið þann 4/10. Október 19. Björgunarskipið Ingibjörg fór í útkall. Vonskuveður var á Höfn, bátur losnaði frá bryggju og fór að slást utaní grjótgarðinn. Vel gekk að komast um borð og draga að bryggju á ný.
Af slysstað
Úr fjöldahjálpastöð
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
8 Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir
„Það eru ekki allar hetjur með skikkju“ var lokaverkefnið mitt í ljósmyndun í Framhaldskólanum í Austur Skaftafellssýslu haustið 2016.
Verkefnið sýnir að í Björgunarfélaginu er fólk úr öllum áttum í mismunandi störfum en hafa það öll sameigilegt að vera í sjálfboðavinnu við að aðstoða fólk í neyð.
Með þessu verkefni vildi ég koma á framfæri hvað fólkið í Björgunarfélaginu er tilbúið að gera mikið fyrir þig og þá sem eru í neyð.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
9
10
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Elín Freyja Hauksdóttir Varaformaður
KIDS SAVE LIVES Í febrúar og mars síðastliðinn fóru unglingar úr Unglingadeildinni Brandi í grunnskólann hér á Höfn og kenndu börnum í sjöunda til níunda bekk endurlífgun, annað árið í röð. Þetta árið var breytt út af vana. Fyrst fengu börnin kennslu í endurlífgun í skólanum og svo voru þau send heim með
endurlífgunardúkkurnar í heila viku og áttu að kenna eins mörgum og þau gátu. Flestir tóku þessu verkefni alvarlega og eru dæmi um að einstök börn kenndu 20-30 manns endurlífgun þessa viku, mættu jafnvel á vinnustað foreldranna með dúkkuna og slepptu engum úr.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Unglingarnir í Unglingadeildinni kenndu 60 börnum, og börnin kenndu 275 manns. Unglingarnir voru 8
og fengu að sjálfsögðu kennslu og þjálfun áður en þau fóru í skólann. Í heildina fengu þá 343 endurlífgunarkennslu út frá þessu verkefni.
Ég hef heimildir fyrir því að vinna sé í gangi að gera endurlífgun að skólaskyldu í grunnskólum á Íslandi. Við fögnum því og við í Björgunarfélagi Hornafjarðar munum leggja okkar að mörkum að halda úti endurlífgunarkennslu fyrir elstu bekki grunnskólans þar til svo verður.
11
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
12
Íris Mist Björnsdóttir og Stefanía Björg Olsen
Brandur, ha kúl nafn á unglingadeild?
Við erum allavega frekar sátt með það og sjálfa unglingadeildina eða bara meira en sátt, þetta er allt alveg magnað. Við höfum æðislega björgunarsveit sem við erum stolt að læra af og frábæra leiðbeinendur sem eru til í að eyða sínum frítíma að kenna okkur allskonar hluti sem gott er að hafa þekkingu á, þótt það getur verið frekar erfitt stundum en það er þó allavega heppilegt að það sé bara stundum, ekki alltaf (kannski er það bara vegna þess að við erum ekkert brjálæðislega mörg hehö). Við gerum skemmtilega og krefjandi hluti eins og til dæmis að klifra, búa til börur með bara hlutum sem eru í kring, læra fullt af hnútum og fleira. Einnig hefur Unglingadeildin Brandur tekið þátt í verkefninu „Kids save lives“ seinustu tvö árin sem gengur út á það
að kenna krökkum í 7. til 10. bekk endurlífgun sem hefur verið lærdómsríkt og verðum við fróðari með hverju árinu. Okkur finnst líka æðislegt að við getum miðlað þessari kunnáttu til annarra, sérstaklega unglinga, þar sem það er nauðsynlegt að hafa þessa kunnáttu ef skyldi
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
þurfa. Þú veist aldrei í hvernig aðstæðum þú gætir lent í einn góðan veðurdag (eða slæman veðurdag) þannig að gott er að vita hvað skal gera. Þess vegna finnst okkur rosa mikilvægt að hafa svona unglingadeildir í gangi til þess að kenna og fræða ungmenni. Í vetur höfum við einnig farið víða um landið og tekið þátt í mörgum verkefnum. Í október var okkur boðið að taka þátt í stórri landsæfingu hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, þar sem ekki voru margir að fara úr björgunarsveitinni máttu þeir sem höfðu áhuga fara með og leika sjúklinga. Það gekk allt eins og í sögu og vorum við mjög þakklát að hafa fengið að vera með, enda vorum við eiginlega vön þar sem stuttu áður var rútuslysaæfing hér á Höfn. Í byrjun nóvember fórum við á hið árlega „Miðnæturmót“ sem alltaf er haldið í Vatnaskógi, allavega öll þau fjögur ár sem unglingadeildin Brandur hefur tekið þátt. Þar koma saman unglingadeildir allsstaðar af landinu og keppast um að safna stigum í leikjum og auðvitað fær sigurliðið alvöru bikar. Ekki hefur Unglingadeildinni Brandi ennþá tekist að vinna bikarinn en það kemur vonandi einhvern tímann og hver veit nema þú gætir hjálpað til með það.
13
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
14
Láttu sjá þig á pallinum í sumar
Í byrjun júní hélt svo umsjónarmaðurinn okkar ásamt fleirum landshlutamót í Skaftafelli. Þar komu um 13 unglingadeildir allstaðar að á Suðurlandi og fóru í smá útilegu. Farið var í þrautaleiki og gengið upp að Svartafossi, einnig vorum við bara að kynnast krökkunum og hinum unglingadeildunum og var það mjög skemmtilegt. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa unglingadeild hér á Höfn og alla þá sem aðstoða okkur við það sem við getum ekki gert sjálf og getur það verið margt, annars er þetta bara „mega fun“ og við mælum með því fyrir alla unglinga sem hafa aldur að skella sér í Unglingadeildina Brand. Yfir og út.
Alhliða veitinga- og pizzastaður Verðum með opið frá kl.16-24 í sumar. Eldhúsið opið til kl.23 Happy hour stemmning með bar-matseðli milli kl.16-18 Pizzapantanir í síma 478-2200. Heimsending frá kl.18-21.
R E S TA U R A N T- P I Z Z E R I A
Hótel Höfn Víkurbraut 20 780 Höfn í Hornafirði S: 478 1240
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
15
Guðlaug Jóna, María Hjördís og Nanna Guðný Karlsdætur
Þegar foreldrar manns eru í björgunarsveit Pabbi hefur verið í björgunarsveit síðan við munum eftir okkur, mamma fór svo í björgunarsveitina eftir að við eldri dæturnar fluttum að heiman. Það getur verið erfitt að vera aðstandandi einstaklinga í björgunarsveit. Þeir stökkva upp og fara í útköll á hvaða tíma sólarhringsins sem er, hvort sem það eru jól, páskar, afmæli eða þriðjudagur. Það kom oft fyrir að við systur vöknuðum á morgnana og þá var pabbi ekki heima. Mamma sagði okkur þá að hann hefði farið í útkall, væri að hjálpa öðru fólki og stundum kom hann ekki heim aftur fyrr en við vorum farnar að sofa. Eitt útkall er okkur systrum ofarlega í huga. Þá voru ættingjar okkar að norðan í heimsókn og um kvöldið átti að vera heilgrillað lamb í matinn. Pabbi var búinn að standa og fylgjast með lambinu frá því um hádegið og svo þegar allt var að verða tilbúið fær hann útkall, ríkur upp á Hvannadalshnjúk og missir af veislunni. Í gegnum tíðina höfum við líka upplifað ýmislegt skemmtilegt tengt björgunarsveitinni. Við höfum allar tekið virkan þátt í flugeldasölunni fyrir áramótin, aðstoðað í miðasölunni fyrir flugeldasýninguna á Jökulsárlóni og tekið til í allflestum portum bæjarins fyrir áramótabrennuna. Þrátt fyrir að okkur hafi þótt þetta ósanngjarnt þegar við vorum yngri, að pabbi væri endalaust að hoppa út og bjarga hinum og þessum, skiljum við betur í dag hversu mikilvægt og óeigingjarnt starf björgunarsveitirnar vinna. Í dag segjum við stoltar frá því að foreldrar okkar séu í björgunarsveit, því björgunarsveitafólk eru sannkallaðar hetjur.
PRENTsMIÐJA
Þrúðvangur 20 850 Hella Sími 487 5551 svartlist@simnet.is
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
16 Finnur Smári Torfason Björgunarsveitamaður
Nýr í björgunarsveit Ég hef alltaf dáðst af fólki sem nennir að starfa í björgunarsveit, og hafði alltaf hug á því að starfa innan einnar sjálfur. En það var alltaf eitthvað sem hélt aftur af mér; fótbolti, skóli, útlönd og fleira. Þegar ég fluttist svo aftur á Hornafjörð sumarið 2017 eftir búsetu í Danmörku var ég hálfpartinn búinn að ákveða að ég væri orðinn of gamall til að byrja í björgunarsveit. Eftir lestur á blaði Björgunarfélagsins frá því í fyrra komst ég þó að þeirri niðurstöðu að það væri algjört bull. Það var svo í nóvember 2017 sem ég mætti á minn fyrsta fund hjá félaginu. Ég var svo kominn á útkallslista í febrúar 2018. Það hafa, sem betur fer, ekki verið mörg útköll á þeim tíma sem ég byrja á útkallslista. En sennilega mun ég aldrei gleyma fyrstu stóru aðgerðinni sem ég tók þátt í, en það var leit að mönnum sem höfðu týnst í námunda við Grímsfjall. Þó ég sjálfur hafi gert lítið annað en að sitja í bíl í 12 tíma þá lærði ég ótrúlega mikið á að fylgjast með og þá tók maður eftir því hversu ótrúlega vel þjálfað björgunarsveitarfólk við höfum á að geyma hér á Hornafirði. Ég ætla svosem ekki að tíunda aðgerðina sem slíka en hún endaði farsællega þar sem mennirnir fundust og þeim komið heilu og höldnu í hús. Að starfa í björgunarsveit er gefandi og skemmtilegt starf. Þar þarf að sinna viðhaldi á tækjum og búnaði, fara á námskeið, sinna fjáröflunum og svo framvegis. Björgunarfélag Hornafjarðar er vel tækjum búið og í starfinu hefur maður möguleika á að prófa þau. Þar fær maður líka möguleika á prófa hluti sem manni hefði ekki dottið í hug að stæði manni annars til boða svo sem bjargsig, snjótryggingar og að setja upp æðalegg, ásamt fleiru. Innan sveitarinnar starfar svo fólk með mismunandi bakgrunn, en allt á það sameiginlegt að taka manni opnum örmum og er tilbúið að miðla af reynslu sinni. Ég get klárlega mælt með starfi í björgunarsveit, og hvet alla þá sem gætu haft einhvern áhuga á því að prófa að mæta hjá okkur og kynna sér starfið með eigin hendi.
G. Karlsson ehf
Er bílaþjónusta með ýmis tæki og leysir mismunandi verkefni. Kalli: 896-6490 Guðni: 892-4229
Erum með - Kranabíla - Krókheysisbíla - Skotbómulyftara - Bílaflutningakerrur Getum flutt flestar stærðir af bílum og losað úr ýmsum aðstæðum t.d. vatni, sandi, for og snjó.
18
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Veitingarstaðurinn er opinn frá kl. 18:00 - 21:00 öll kvöld
Sprengjutilboð 11. ágúst
Lambasteik frá bónda 3,990 kr.
Allir velkomnir frá kl. 20:00 - 21:30
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Við þökkum eftirfarandi aðilum kærlega fyrir veittan stuðning Gróðrarstöð / gisting, Dilksnesi Ferðaþjónusta bænda, Brunnhól Fiskmarkaður Suðurnesja Freysnes / Hótel Skaftafell Hótel Jökull Hótel Kirkjubæjarklaustur Humarhöfnin Húsgagnaval Höfn Hostel KASK flutningar Milk factory Norðlenska Nýjibær Guesthouse Vatnajökulsþjóðgarður Öræfaferðir
19
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
20
Slysavarnadeildin Framtíðin Myndir úr starfinu
Eldað fyrir THW þýsk Björgunarsamtök.
5.bekkur fær hjálma að gjöf.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
21
90 ára afmælisveisla hjá Landsbjörgu. Ásgerður hélt skyndihjálpanámskeið.
Flóðavikan mikla.
Fjáröflun - Laufabrauðsgerð
Öll grunnskólabörn fengu endurskinsmerki að gjöf.
Deildin gaf hjartastuðtæki sem verður staðsett í Mánagarði.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
22
Hópslysaæfing á Höfn – rútuslys Myndir frá velheppnaðri hópslysaæfingu þann 5. október 2017. Þakkir til Rósabergsmanna fyrir lánið á strætó-rútunni.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
23
24
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Þakkir til allra frábæru sjálfboðaliðanna sem gerðu æfinguna raunverulega og flotta.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
25
Gunnlaugur Robertsson Meðstjórnandi
Námskeið Björgunarfélags Hornafjarðar 2017 - 2018 Félögum í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu gefst árlega tækifæri til að sækja ýmis námskeið sem haldin eru á vegum félagsins. Á árinu hafa verið haldin mörg námskeið og má þar nefna Fyrsta hjálp í óbyggðum, Fluglínutæki, Ferðamennska og rötun, Fyrsta hjálp, Vélsleðamaður, Fjallamennska, Straumvatnsbjörgun, Óveðursaðstoð og verðmætabjörgun og Hópslysanámskeið.
Uppsetning á fluglínutækjum
Fluglínunámskeið, björgunarstóllinn
Að þessu sinni verður fjallað nánar um námskeið í Fluglínutækjum. Eftirfarandi grein er skrifuð af Þór Magnússyni og er frá árinu 1995 en þess má geta að fluglínutæki hafa lítið breyst frá upphafi. „Björgun skipbrotsmanna með fluglínutækjum á sér langa og farsæla sögu hér á landi. Með stofnun Slysavarnarfélags Íslands þann 29. janúar 1928 var í fyrsta sinn farið að vinna markvisst að uppbyggingu björgunarsveita um allt land sem höfðu að aðalmarkmiði að koma til hjálpar ef og þegar sjóslys urðu. Helsta verkefni félagsins var að koma upp fluglínutækjum sem víðast og að tryggja að menn kynnu með þau að fara. Þessir frumhópar björgunarmanna dreifðust um alla ströndina eftir því sem tókst að útvega tæki og þörfin var mest. Björgunartækin voru geymd þar sem staður fannst til og fór misjafnlega um þau en afföll urðu þó furðu lítil. Á tækin var litið sem þjóðareign, helgan dóm, sem allir höfðu skyldur af. Fyrsta björgun með fluglínutækjum hérlendis var framkvæmd 24. mars 1931 af Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík þegar franski togarinn Cap Fagnet strandaði á Hraunsfjöru í foráttuveðri. Á þessum degi voru fyrstu 38 mennirnir dregnir í land af þeim rúmlega 200 sem Þorbjörn hefur bjargað og á rúmum sextíu árum hafa á þriðja þúsund sjómenn komið í land í björgunarstólum. Á þessum tíma hafa sáralitlar breytingar orðið á tækjunum, en það staðfestir í raun og hversu merkileg þau eru. Helstu breytingarnar eru þær að tógin sem notuð eru í dag eru úr gerviefnum og því bæði léttari og sterkari en áður. Einnig hafa verið gerðar breytingar á björgunarstólum svo hægt sé að komast í hann í flotbjörgunargalla. Þá hafa blakkir, talíur o.fl. tekið nokkrum breytingum. Talsverðar breytingar hafa orðið á byssunum. Nú á dögum eru þær léttar og meðfærilegar, einn hólkur með öllu nánast tilbúinn, en lang-
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
26 drægni og hittni er ekki aðalsmerki þeirra. Þessi tæki verða notuð um ókomna framtíð þrátt fyrir ýmsa nýrri möguleika eins og t.d. þyrlur sem eru frábær björgunartæki við skipsströnd en hafa sín takmörk eins og reynslan hefur sýnt.“ Þátttaka í námsskeiðum er mjög mikilvægur þáttur í þróun björgunarmanna en einnig getur verið gott að endurtaka sum námskeið með ákveðnu millibili til að rifja upp fræðin. Björgunarfélag Hornafjarðar leggur mikinn metnað í menntun björgunarmanna.
Fluglínu-námskeið
Straumvatnsbjörgunnámskeið í Kolgrímu
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
27
Eyjólfur Kristjónsson
Gangnamenn í sjálfheldu 21. október 2016 var haldið til smalamennsku á Lónsöræfum. Það var búið að vera mjög blautt þetta haustið svo það hafði gengið brösulega að smala og höfðum við ekki haft tök á að smala Lambatungurnar nyrðri og syðri fyrr en nú. Ég fór uppí Lón með sonum mínum, Atla og Ella, ásamt Torfa í Haga og Helga Karlssyni. Helgi varð eftir í skálanum þennan dag sem um ræðir en við hinir héldum af stað í ferðina afdrifaríku. Einungis hafði verið spáð örlitlum skúrum þennan dag og útlitið var heilt á litið frekar jákvætt. Við héldum af stað frá Múlaskála snemma um morguninn. Þá var Norðurtungnaáin til þess að gera vatnslítil og nánast hægt að komast yfir hana þurrum fótum. Atli hélt yfir í Suðurtungur en við hinir héldum í Norðurtungurnar að smala þar. Dagurinn gekk ágætlega en hægt og rólega bætti þó í skúrirnar þar til farið var að rigna stöðugt um miðjan dag. Um það leiti kallar Atli á mig í talstöðinni og segir mér að hann sjái ekki betur en að Norðurtungnaáin sé farin að litast. Ég segi honum að drífa sig yfir til okkar strax þó ekki væri búið að full smala svæðið og að við myndum fara samferða með féð niður að ánni til að freista þess að koma okkur og fénu yfir áður en hún yrði ófær. Um þrjú leitið komum við með u.þ.b. 80 fjár að staðnum sem við höfðum venjulega farið yfir, en þá reyndist áin vera orðin illfær fyrir bæði menn og skepnur. Við réðum ráðum okkar á bakkanum og töldum ekki fýsilegan kost að leggja í ána þar sem hún var orðin vatnsmikil og við vorum stutt frá Jökulsánni. Þar að leiðandi myndi lítið þurfa útaf að bera til að bæði menn og kindur myndu berast hratt að henni. Á þessum tímapunkti reyndi ég að hafa samband við Helga Karls í gegnum talstöð og segja honum að áin væri orðin ófær og að hann yrði að kalla
á aðstoð fyrir okkur. Talstöðvarsamband á svæðinu var mjög slitrótt svo hann heyrði illa í mér og hélt að ég væri að kalla hann í fyrirsátu hjá Illakambi eins og rætt hafði verið um kvöldið áður. Það ákall hafði því ekki árangur sem erfiði. Við vorum orðnir blautir og það var farið að líða á daginn þar sem við stóðum við ána og reyndum að finna lausn á vanda okkar. Við höfðum örlitla von um að ná sambandi við aðstoð þar sem áætlað var að Steini í Bjarnanesi kæmi á bíl inná Illakamb að sækja fé og möguleiki væri á að hann væri með talstöð í bílnum sínum. Þegar Steini kom inná Illakamb beið hann okkar nokkuð lengi án þess að verða var við nokkra hreyfingu. Hann fór þá í bílinn okkar sem var einnig staðsettur á Illakambi og það var okkur til happs að þar höfðum við gleymt varatalstöðinni okkar. Hann fann talstöðina og kveikti á henni og náði mjög góðu samband við okkur. Þá var ákveðið að Steini myndi halda fram að vörðu uppá Heiði og hringja í neyðarlínuna til að kalla eftir aðstoð. Þar sem við stóðum við ána fórum við að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til að reyna að halda á okkur hita, bæði á líkama og sál. Við sammældumst um að hlaða vörðu þarna á aurnum og töldum að það myndi vera góð afþreying fyrir okkur. Ekki veit ég hvað varð til, en eftir að ákvörðunin hafði verið tekin leið um klukkustund þar sem enginn gerði neitt og við stóðum bara hljóðir og biðum. Það var farið að rökkva þegar við urðum varir við bílljós. Þar var Steini að koma akandi aftur niður á Illakamb. Hann færði okkur þær fréttir í talstöðinni að björgunarsveitin reiknaði með að geta lagt af stað eftir u.þ.b. klukkustund þar sem mikinn búnað þyrfti að taka saman til að halda af stað í björgunina. Þessar fréttir hlýjuðu okkur, en við vorum orðnir frekar kaldir og blautir og hræddir um að ekki myndi
28
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
takast að ná okkur yfir. Við vissum að það myndi þó taka björgunarsveitina þónokkurn tíma að komast til okkar þar sem Skyndidalsáin væri trúlega orðin erfið yfirferðar, ef ekki ófær. Það dró þó jafnt og þétt úr voninni að hægt væri að ná okkur yfir heilum á húfi þar sem stöðugt bætti í rigninguna og orðið var almyrkvað á svæðinu. Ég hef þó engin orð til að lýsa þeim tilfinningum sem helltust yfir okkur þegar við sáum bílljósin á björgunarsveitarbílunum birtast á Illakambi. Við fylgdumst með hverri hreyfingu og sáum fljótlega hvar tveir menn með ennisljós halda hratt niður kambinn. Eftir ótrúlega skamman tíma voru þeir Egill og Keli komnir niður á bakkann á móti okkur, en þeir höfðu farið með björgunarsveitinni til að aðstoða þá þar sem þeir eru staðarháttum vel kunnugir. Egill hafði meðferðis kastlínu og reyndi að kasta henni yfir til okkar. Eftir margar misheppnaðar tilraunir náði hann að kasta línunni yfir og Elli náði að grípa hana. Þarna vorum við loksins komnir með tengingu yfir ána og gladdi það okkur mjög. Það eru þó ekki allir jafn léttir á fæti og Egill og Keli því drjúgur tími leið þar til sveitin sjálf mætti svo með búnaðinn sem þurfti til að koma okkur yfir. Það var okkur þó töluvert erfitt að taka við leiðbeiningum frá björgunarsveitinni þar sem talstöðvar okkar voru ekki á sömu tíðni og talstöðvar björgunarsveitarmanna, en flaumurinn í ánni var orðinn það hár að varla heyrðust orðaskil. Við drógum til okkar tvær línur og eitt björgunarvesti með hjálp kastlínunnar, svo það skýrði sig sem betur fer sjálft hvað við áttum að gera. Festa átti stuðningslínuna í stein okkar megin og hina línuna áttum við að festa við björgunarvesti. Þannig átti að draga einn mann í einu yfir ána. Það kom í minn hlut að ákveða í hvaða röð við yrðum ferjaðir yfir og ákvað ég að senda Ella fyrst og síðan færi Torfi. Ágætlega gekk að ferja þá yfir. Þegar ég og Atli erum orðnir tveir eftir fórum við fram á að smalahundarnir okkar yrðu dregnir yfir næst, þar sem það var alveg ljóst að þeir kæmust aldrei lifandi yfir að sjálfdáðum og það vita flestir að það er vont að missa góðan smalahund. Þetta gekk fljótt og vel fyrir sig og hundarnir jöfnuðu sig fljótlega eftir volkið þegar yfir var komið. Þar sem ég var elstur og frekastur sendi ég svo Atla yfir á undan mér en ég vissi að sá sem færi síðastur yfir þyrfti sjálfur að festa línuna í bakið á björgunarvestinu. Þar sem ég get ekki lýst upplifun hinna
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR á ferðinni yfir ána ætla ég að segja frá minni upplifun. Hljóðin í stórgrýtinu sem valt eftir botninum voru óhugnaleg og kveið ég því að lenda fyrir einu slíku. Við áttum að vaða ána eins langt og við komumst með því að fikra okkur eftir strekktu línunni. Talsvert neðar við ánna voru tveir björgunarsveitarmenn í flotgöllum sem voru til taks ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Þeir höfðu það hlutverk að vera til taks ef eitthvað skyldi útaf bera við línuna. Það var hugsað fyrir öllu og vel að verki staðið. Eftir þessar sex klukkustundir sem við biðum við ána lagði ég af stað útí. Þegar ég er kominn á að giska tvo metra út í hana náði vatnið mér upp undir brjóst og ég finn hvernig krafturinn í vatninu nær að rífa undan mér fæturna og slíta mig af línunni sem ég hélt mér í. Aðeins liðu nokkrar sekúndur frá því ég missti takið og þar til búið var að draga mig á bakkann hinumegin eins og hvern annan stórlax. Ég heyri þá að einhver segir „stattu upp pabbi, þú ert kominn í land“. Mín fyrsta hugsun þegar ég stóð upp eftir að hafa legið í kolmórauðu vatninu var hvað mér væri heitt. Annaðhvort var það adrenalín eða léttir yfir að hafa verið bjargað, en trúlega var það blanda af báðu. Við fjórmenningarnir héldum rakleiðis yfir í Múlaskála á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu frá sínum búnaði. Í skálanum gátum við farið í heita sturtu og eldað okkur mat og sváfum við svo vært þar um nóttina.
29
Það sem stendur hæst þegar ég rifja þetta allt upp er þakklæti og viljum við allir hér með koma á framfæri síðbúnum þökkum til þeirra sem komu að þessu máli á sínum tíma. Ég vil einnig nota tækifærið og undirstrika gildi björgunarsveitanna og það óeigingjarna sjálfboðastarf sem þar er unnið. Kærar þakkir.
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
30
AlltAf velkomin til olís á Höfn Opið: mánud.–föstud. 8–22 laugard. 9–22 sunnud. 10–22
Vinur við veginn
OLÍS | Hafnarbraut 45 | 780 Höfn | Sími 478 1260
Z
www.glacierjeeps.is
Álaugarvegi 1 - Sími 478 1859
Þingvað Byggingaverktakar
Álaleiru 7 - Sími 478 2099
Öll almenn trésmíðavinna, steypusögun og kjarnborun
ehf
Sími 861 8602
BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR
Sigurður Ólafsson ehf
31