Uppskriftir úr þætti 4 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 4. psk þá rif tt tir ur

Smokkfisksalat Grillaður smokkfiskur: • • • • • •

1 pk smokkfiskur frá Sælkerafisk 2 hvítlauksgeirar 1/2 chilli 30 gr engiferrót 1/2 dl Lehnsgaard chilliolía Salt

Aðferð: Skerið rendur á ská í smokkfiskinn án þess að skera í gegn og skerið síðan í 2 cm breiða strimla. Saxið hvítlauk, chilli og engifer fínt og setjið í skál með smokkfiski og chilliolíu. Blandið vel saman og leyfið að standa í 10 mín. Setjið smokkfiskinn á spjót og grillið á funheitu grillinu í 2-4 mín, saltið eftir smekk.

Dressing: • • • • •

1 dl fiskisósa deSIAM 3 stk lime (safi) 1 stk skarlottulaukur 1/2 chilli 1 hvítlauksgeiri

Aðferð: Saxið lauk, chilli og hvítlauk mjög smátt og fínt, kreistið safann yfir og blandið fiskisósu saman við.

Salat:

• 1 poki fallegt salat t.d. spínat eða klettasalat • 1/2 agúrka • 1/2 box mynta • 1/2 box kóríander • 50 gr Ültje salthnetur Aðferð:

Skerið agúrku í strimla og myljið salthnetur í mortéli eða matvinnsluvél. Setjið salat á disk ásamt agúrku, kryddjurtum og grilluðum smokkfisk. Setjið dressinguna yfir og muldar salthnetur að lokum. Vínþjóninn mælir með Vicars Choice Pinot Gris 2013 frá Nýja Sjálandi. Þetta er frábært matarvín sem passar mjög vel með asískum réttum. Vínið hefur bæði sýruna og kryddaða tóna sem samsvarar sér vel með Teriyaki sósunni. Þetta vín hlaut Gyllta Glasið 2014.


Grillaður salmíak lax: • • • •

1 laxaflak 1 dl Teriyaki sósa frá Blue Dragon 15 stk Tyrkisk Peber brjóstsykur salt og svartur pipar

Aðferð: Roðflettið laxinn og marinerið upp úr Teriyaki sósunni. Myljið brjóstsykurinn í mortéli og sáldrið yfir laxinn, kryddið með svörtum pipar og grillið í fiskigrind eða bakka.

Grænmeti í sinnepsdressingu og parmesan: • • • • • • • •

1 stk fennika 8 stk grænn aspas 8 stk vorlaukur 3 msk Lehnsgaard sinnep, stærk 2 msk ylliblómaedik Claus Meyer 3 msk Lehnsgaard Chilliolía salt og pipar parmesan ostur frá Parmareggio

Aðferð: Skerið fennikuna í 4 báta, skerið trénaða partinn af aspasnum (ca 1/3 frá botninum). Blandið sinnepinu saman með olíunni og edikinu og veltið grænmetinu vel upp úr dressingunni. Grillið fennikuna í u.þ.b. 10 mín en aspasinn og laukurinn þarf mun styttri tíma. Skerið grænmetið í bita eftir smekk og rífið svo ostinn yfir.

Grillaður fiskur í villtum jurtum og sítrónu • • • • •

800 gr hnakki af steinbít eða hlýra skessujurt, hvönn og blóðberg (tínið sjálf) 1 stk sítróna ólífuolía frá Filippo Berio salt og pipar

Aðferð: Skerið fiskinn í jafnstórar steikur. Takið villtu jurtirnar og breiðið úr blöðunum, skerið sneið af sítrónu og leggið ofan á jurtirnar. Setjið smá olíu á fiskinn og kryddið með salti og pipar, setjið fiskinn þar ofan á sítrónusneiðina og pakkið fisknum nokkurnveginn inn í jurtirnar. Grillið í 3-5 mín á annarri hliðinni eða þar til fiskurinn er alveg að verða tilbúinn, þá er honum snúið við og kláraður á seinni hliðinni. Ráð: Sniðugt er að nota grillspjót til að stinga í fiskinn og tryggja það að hann sé eldaður í gegn, ef spjótið fer viðstöðulaust í gegnum fiskinn þá er fiskurinn eldaður en ef það er mótstaða og spjótið hikar á leiðinni í gegn, þá þarf að elda fiskinn betur.

Chimichurri • • • • • • • • •

10 gr oregano 20 gr steinselja 30 gr basilíka 10 gr skessujurt eða hvönn smá af þurrkaðum chilli 2 geirar hvítlaukur 2 msk kirsuberjaedik Claus Meyer 4-6 msk ólífuolía Filippo Berio salt og pipar

Aðferð: Byrjið á því að merja hvítlaukinn í mortéli, rífið stilkana frá jurtunum og bætið í mortélið. Blandið nú restinni saman við jurtapúrruna og smakkið til með salti og pipar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.