U p 6. psk þá rif tt tir ur
Grísasíða marineruð með BBQ • • • • • •
700 gr grísasíða fersk (óunnið beikon) 50 gr púðursykur 50 gr reykt salt 1/2 msk malað cumin 1/4 tsk þurrkaður chilli, malaður Hunt’s BBQ, honey mustard
Pylsur í deigi (“Corn dog”) • • • • • •
2 síður smjördeig 4 stk vínarpylsur 1 eggjarauða Hunt’s sinnep Hunt’s tómatsósa tréspjót
Aðferð:
Blandið saman púðursykri, reyktu salti, cumin og chilli og nuddið vel á kjötið. Leyfið kjötinu að draga kryddin í sig í a.m.k. 30 mín. Skerið kjötið í 1,5cm sneiðar og grillið “well done” í nokkrar mínútur. Penslið að lokum með BBQ sósu og borðið með bestu lyst.
Grillaður ostur með hunangi og furuhnetum • 1 stk Stóri Dímon • 2 msk hunang (Rapunzel) • 2 msk ristaðar furuhnetur Aðferð:
Skerið bökunarpappír í ferning t.d.16x16 cm. Leggjið ostinn á miðjuna, setjið hunangið ofan á ostinn og lokið ostinn inni í pappírnum með því að snúa endunum saman að ofanverðu. Setjið ostinn á heitt grillið í 2 mín til að byrja með og færið hann svo á efri grind og látið hann hitna vel þar í 12 mín eða þar til hann er orðinn vel mjúkur. Þegar osturinn er klár, opnið þá pokann og stráið furuhnetunum yfir, berið fram með nýbökuðu brauði.
Aðferð:
Skerið smjördeigssíðurnar til helminga, sprautið rönd af tómatsósu og sinnepi á miðjuna þversum. Stingið spjóti í annan endann á pylsunum og leggið þær samsíða ofan á sósurnar í deiginu, flettið svo deiginu utan um pylsunar og lokið öllum samskeytum vel. Sláið eina eggjarauðu með 1 tsk. af vatni og penslið smjördeigið að utan létt. Grillið við meðalhita þar til brauðið hefur tútnað vel út, fengið gylltan lit og ysta lagið orðið stökkt. Þessi réttur er sérstaklega skemmtilegur fyrir börn. Þegar kemur að grillmat og þá sérstaklega BBQ og reyktu kjöti þá er Budweiser kóngurinn. Budweiser er lageraður á beykiflögum og fær þannig í sig léttan viðarkeim sem passar frábærlega með grillmat. Budweiser er í þurrari kantinum (ósætur) sem er æskilegt þegar feitur matur og sætar sósur eru á boðstólnum.
Fyllt kartöflur (“Jacked Potato”) • • • • • • • • •
4 bökunarkartöflur 1/6 biti af blaðlauk 2 msk rifinn cheddar ostur 1 msk sinnep classic frá Lehnsgaard 1 msk ólífuolía frá Filippo Berio 5 dropar Tabasco® habanero 1/2 sítróna, safi og börkur gróft sjávarsalt og nýmalaður pipar 10 gr steinselja
Aðferð:
Setjið ögn af olíu og sáldrið grófu salti á kartöflurnar og nuddið hýðið vel. Pakkið þeim svo inn í álpappír og grillið í 45 mínútur á grillinu. Saxið blaðlauk og steinselju og blandið öllu hráefni saman í skál. Þegar kartöflurnar eru klárar, skerið þá rauf í miðjuna á þeim, skafið kartöflukjötið innan úr hýðinu og hrærið saman með ostinum og öðru hráefni sem er upptalið hér að ofan. Setjið fyllinguna aftur ofan í hýðið og berið fram.
French Toast með hlynsírópi og bláberjum • • • •
4 sneiðar dagsgamalt brauð 2 heil egg 120 gr mjólk 100 gr kanilsykur (20 gr kanill, 80 gr sykur) • 35 gr smjör • bláber • hlynsýróp (Rapunzel) Aðferð:
Sláið eggin og mjólkina saman og vætið brauðsneiðarnar í blöndunni í 1/2 - 1 mín. Hitið smjörið á pönnu. Sáldrið kanilsykrinum yfir brauðsneiðarnar og steikið þær upp úr smjörinu þar til sykurinn hefur karmellast á brauðinu u.þ.b. 5 mín. Takið af heitri pönnunni og látið kólna í stutta stund svo karmellan nái að storkna ögn utan um brauðið. Klárið réttinn með því að setja bláber og hlynsýróp ofan á og berið fram.
Grilluð súkkulaðikaka með mjúkri karamellu miðju • 150 gr dökkt lífrænt súkkulaði (t.d. Rapunzel Zartbitter) • 70 gr smjör • 3 egg • 120 gr sykur • 45 gr hveiti • 8 stk Dumle Go Nuts molar Annað:
• • • • •
muffins form úr áli, 8 cm í þvermál Pam’s olíusprey flórsykur rjómi fersk hindber
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið og smjörið saman. Þeytið eggin með sykrinum. Blandið þessu tvennu saman og sigtið hveitið svo úti í lokin. Spreyjið 8 álform með Pam’s, stráið svo vel af flórsykri inn í formin og sláið svo restinni úr þeim (það sem ekki festist í köntunum). Skiptið deiginu í formin og setjið 1 Dumle hnetumola í miðjuna á hverju og einu. Grillið kökurnar við meðalhita í 12 mín og hvolfið svo úr formunum að því loknu. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum hindberjum.