U p 2. psk þá rif tt tir ur
Tígrisrækjur í rauðu karrý • • • •
16 stk risarækjur (Sælkerafiskur) 1 msk Mild Curry Paste (Patak‘s) 1 msk ólífuolía (Filippo Berio) ½ límóna
Aðferð: Leggið spjót í bleyti í 30 mín. Hrærið saman karrý og olíu og veltið rækjunum upp úr mixinu. Setjið þvínæst rækjurnar á spjót og grillið á heitu grilli í 30 sekúndur á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk og kreistið svo ferskan safa úr ½ límónu yfir.
Rauðkáls „coleslaw“ • • • • •
¼ haus rauðkál 1 stk grænt epli 2 cm bútur af piparrót 2 msk grísk jógúrt Safi úr einni límónu.
Aðferð: Rífið rauðkálið með mandólín járni í strimla en það má líka skera örþunnt með hníf. Rífið eplin í rifhúsi saman við og blandið saman. Hrærið jógúrtinu og lime safanum saman og rífið svo piparrótina með fínu rifjárni yfir, smakkið til með salti og pipar. Blandið saman og berið fram.
Grillaður banani með heslihnetum og ástaraldin • • • • • • •
4 stk bananar 3 msk Nusco heslihnetusúkkulaði 80 gr Geisha heslihnetumolar frá Fazer 180 gr rjómi 20 gr ristaðar heslihnetuflögur 20 gr ristaðar kókosflögur 2 stk ástaraldin
Aðferð: Grillið bananana í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru orðnir vel dökkir, takið af og leyfið að kólna ögn. Bræðið súkkulaðið og molana í 80 gr af rjómanum en restin af rjómanum er þeytt létt. Skerið rauf langsum í bananana og opnið sárið vel, hellið súkkulaðisósunni ofan í. Setjið því næst rjóman þar ofan á og bætið svo við heslihnetu- og kókosflögum. Að lokum skerið þið ástaraldinin í tvennt og skúpið hálfum ávöxt ofan á hvern og einn banana.
Lífrænn bjórkjúklingur • • • • • •
1 stk lífrænn kjúklingur (Rose Poultry) 1 dós Stella Artois bjór 1/2 chilli 2 hvítlausgeirar smá sítrónutimían ferskar jurtir t.d. basil og skessujurt má vera hvaða jurt sem er • 1 dl Caj P Caramba • salt og pipar Aðferð: Saltið og piprið kjúklinginn og troðið jurtum innan í fuglinn. Setjið bjór, chilli og hvítlauk í bjórkjúklingastandinn og komið fuglinum fyrir á standinum. Setjið standinn með fuglinum á funheitt grillið og penslið með Caj P Caramba á nokkura mínútna fresti, lækkið hitann eftir 15 mín og haldið áfram að grilla fuglinn, eftir 30-40 mín er fuglinn fulleldaður. Berið fram með salatblöðum (t.d. romaine), guacamole og paprikusalsa.
Maís á stöngli með ostasósu „Elotes“
Grillað paprikusalsa
4 stk heilir ferskir maísstönglar með hýði 3 msk japanskt majónes (Kenko) 3 msk sýrður rjómi 36% ¼ búnt kóríander, saxað ¼ tsk mulinn þurrkaður chili (DeSiam) 4 msk fetaostur, kurlaður á rifhúsi 1 stk límóna, börkur og safi 2 msk ólífuolía Filippo Berio 4 msk parmesan ostur (Parmareggio)
Aðferð: Grillið paprikur og chilli vel á öllum hliðum, hreinsið sem mest af fræjum úr paprikunni og skerið í litla teninga, skerið chilli með fræjum og líka skartlottulauk, hvítlauk og blandið öllu saman í skál, smakkið til með salti og pipar.
Aðferð: Sjóðið maísstönglana í vatni sem náð hefur suðu í 4 mín og setjið svo á stykki til þerrunar. Grillið því næst við meðalhita á grillinu í u.þ.b. 10 mín eða þangað til hýðið er farið að sýna fallegar grillrákir. Hrærið því næst saman majónesinu, sýrða rjómanum, kóríander, chilli og fetaostinum. Smakkið til með ögn af salti, raspið græna börkinn af límónunni yfir og kreistið svo safann úr öðrum helmingnum. Rífið hýðið af maísstönglinum en látið stöngulinn vera á (svo hægt sé að nota hann sem handfang), smyrjið með ólífuolíunni og saltið eftir smekk. Smyrjið ostasósunni yfir og rífið svo Parmareggio parmesanostinn þar ofan á. Skerið að lokum ½ límónubátinn sem eftir er í tvo hluta og berið fram.
• • • • • • •
1 stk rauð paprika 1 stk gul paprika 1 stk græn paprika 2 stk rauður chilli 2 stk skarlottulaukur 2 stk hvítlauksgeirar 1 stk limóna, safi og börkur (rifinn í fínu rifjárni) • 2 dl ólífuolía Filippo Berio • 1/3 box basil (saxað)
Mikilvægt er að velja bjór sem mun ekki skyggja á sjálfan kjúklinginn. Bjór sem er mjög beiskur, humlaríkur eða ristaður gæti hæglega yfirgnæft kjúklinginn. Það þýðir samt sem áður ekki að velja eigi sem léttastan og/eða bragðminnstan bjór. Stella Artois fer þennan gullna meðalveg með milda beiskju, létta humlatóna og miðlungs sætu sem skilar sér í kjúklinginn án þess að stela senunni.