Grillsumarið Mikla Uppskriftabæklingur 2017

Page 1


Heill tandoori kjúklingur

¼ krukka Pataks tandoori paste 70 g AB mjólk 1 stk Rose Poultry kjúklingur 1,6 kg. Aðferð: Blandið saman tandoori maukinu og AB mjólkinni og hellið yfir kjúklinginn. Látið marinerast í ca. sólarhring. Setjið kjúklinginn á Weber kjúklingastand. Hitið grillið vel, setjið kjúklinginn á og slökkvið á miðjubrennara eða öðrum brennara og grillið við meðalhita í u.þ.b. 1 klst. eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Gott er að láta kjúklinginn standa í um 10 mínútur áður en hann er skorinn.

Raita sósa

100 g AB mjólk 100 g Philadelphia rjómaostur ½ gúrka, smátt skorin ½ lime, safi og börkur 1 tsk hunang Minta eftir smekk, smátt skorin Salt og pipar Kóríander eftir smekk, smátt skorinn Aðferð: Blandið öllu hráefninu saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

www.grillsumaridmikla.is


Fyllt Naan brauð

2 stk Pataks plain naanbrauð 100 g Philadelphia rjómaostur 3 msk Pataks mangó chutney 100 g rifinn ostur Filippo Berio hvítlauksolía Gróft sjávarsalt

Aðferð: Smyrjið fyrst rjómaostinum ofan á annað naanbrauðið og síðan Pataks mangó chutney yfir rjómaostinn. Dreifið rifna ostinum yfir og lokið með hinu naanbrauðinu. Skerið í 4 hluta. Penslið með hvítlauksolíunni. Grillið í 4 mínútur á hvorri hlið og penslið á milli með hvítlauksolíu. Grófu salti sáldrað yfir.

Fyllt epli

4 epli 1 box Driscoll´s hindber 100 g Milka Toffie cream súkkulaði 100 g Philadelphia rjómaostur Aðferð: Skerið toppinn af eplunum og hreinsið innan úr til hálfs. Fyllið með hindberjum, Milka súkkulaði og rjómaosti. Setjið lokin aftur á eplin, pakkið inn í álpappír og grillið þau upprétt við meðalhita í ca. 15-20 mínútur eða þar til eplin verða mjúk.

www.grillsumaridmikla.is


Hamborgar

500 g nautahakk ½ dl Hunts BBQ original grillsósa Salt og pipar 100 g rifinn ostur 100 g Philadelphia rjómaostur Hunts bbq original grillsósa til að pensla með 1 stk rauðlaukur 1 tómatur 1 avókadó 1 stk sæt kartafla Filippo Berio basilolía Gróft salt Aðferð: Blandið saman nautahakki, ½ dl Hunts BBQ grillsósu og salti og pipar. Skiptið í 4 hluta og mótið kúlur. Fyllið kúlurnar með rifnum osti og mótið hamborgarana. Gott er að leyfa hamborgurunum að standa í ísskáp í ca. 20 mín. Skerið sætu kartöfluna í 1 cm þykkar sneiðar og veltið upp úr basilolíunni. Grillið sætu kartöfluna í ca. 20 mínútur og snúið reglulega. Afhýðið rauðlaukinn, skerið í 4 hluta, veltið upp úr basilolíu, stráið grófu salti yfir og pakkið í álpappír. Grillið rauðlaukinn í ca. 30 mín. Grillið hamborgarana (4-6 mínútur eftir smekk) og penslið með bbq grillsósunni. Setjið rjómaostinn á hamborgarana í lokin. Berið fram með tómötum og avókadó. Gróft salt eftir smekk.

Bananasplit confetti

4 bananar 100 g Milka Confetti súkkulaði 1 bolli litlir sykurpúðar 4 stk Oreo kexkökur

Aðferð: Skerið rauf í bananana. Fyllið með Milka súkkulaði og sykurpúðum og pakkið í álpappír. Grillið í ca. 15-20 mínútur. Myljið Oreo kex yfir bananann og berið fram með ís.

www.grillsumaridmikla.is


Honey hickory kjúklingaleggir

1 dl Hunts honey hickory BBQ grillsósa 1 tsk Blue Dragon chilimauk 1 tsk Blue Dragon engifermauk 2 msk La Choy sojasósa ½ dl Filippo Berio ólífuolía 10 Kjúklingaleggir Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og hellið yfir leggina. Látið þá marinerast í a.m.k. 2 klst. Grillið á meðalhita, snúið reglulega og penslið með bbq grillsósunni í ca. 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Tabasco maís

4 stk maísstönglar ½ bolli majones 1 ½ bolli sýrður rjómi 1 tsk Tabasco 1 lime (safi og börkur) 1 bolli rifinn Parmareggio parmesanostur Paprikukrydd

Aðferð: Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma. Kryddið með Tabasco,lime safa og rifnum berki. Blandið út í 2 msk af rifnum parmesanosti. Grillið maísinn í ca. 15-20 mínútur. Penslið með dressingunni. Þegar búið er að grilla maísinn er honum velt upp úr rifnum parmesanosti og kryddaður með paprikukryddi.

www.grillsumaridmikla.is


Serrano vafðar kjúklingabringur 4 Rose Poultry kjúklingabringur 4 msk Filippo Berio pestó með sólþurrkuðum tómötum 2 msk Filippo Berio ólífuolía 4 msk Philadelphia rjómaostur 8 sneiðar Campofrio Serrano skinka Salt og pipar

Aðferð: Veltið kjúklingabringunum upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Blandið saman rjómaosti og pestó. Skerið rauf í bringurnar og fyllið með rjómaosti og pestó. Vefjið 2 sneiðum af serrano skinkunni utan um hverja bringu. Grillið við meðalhita í ca. 20 mín eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Snúið bringunum reglulega á grillinu. Balsamic sveppir með graslauksrjómaosti 250 g sveppir ½ dl Filippo Berio balsamik edik 2 msk dijon sinnep 2 msk hunang ½ dl Filippo Berio chiliolía eða basilolía 100 g Philadelphia rjómaostur með graslauk Aðferð: Takið stilkinn úr sveppunum. Blandið ediki, sinnepi og hunangi saman og hrærið chili/ basilolíunni varlega saman við. Hellið yfir sveppina og marinerið í a.m.k. 30 mínútur. Setjið 1 tsk af Philadelphia rjómaosti í hvern svepp og grillið í ca. 4 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður, það fer eftir stærð sveppanna.

www.grillsumaridmikla.is


Caj P kjúklingaspjót

1 poki Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri 1 dl Caj P original grillolía Grænmeti eftir smekk Aðferð: Skerið lærin í helming. Hellið Caj P sósunni yfir. Látið standa í ca. 1-2 klst eða eftir smekk. Þræðið til skiptis kjúkling og grænmeti upp á grillpinna og grillið í ca. 20 mín eða þar til lærin eru fullelduð.

Tígrisrækjuspjót

1 pakki Sælkera tígrisrækjur 1 tsk Blue Dragon chilimauk 2 stk hvítlauksrif 3 msk Filippo Berio ólífuolía 1 stk lime (safinn) Salt og pipar Aðferð: Fínsaxið eða maukið hvítlauksrifin og blandið öllu hráefninu saman. Hellið yfir rækjurnar og þræðið þær á grillpinna. Grillið í ca. 2 mínútur á hvorri hlið.

www.grillsumaridmikla.is


Tabasco kjúklingabringur

4 Rose Poultry kjúklingabringur 4 tsk Tabasco eða eftir smekk 2 msk hunang 2 msk La Choy sojasósa 4 msk Caj´P lime grillolía

Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Gott er að láta þær marinerast í a.m.k. 2 klst. Grillið á meðalhita í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Snúið bringunum reglulega á grillinu.

Sæt kartafla með Tomato & Ricotta pestó og osti 1 sæt kartafla 3 msk Filippo Berio basilolía 1 krukka Filippo Berio pestó með ricotta 100 g rifinn ostur Klettasalat Parmareggio parmesanostur

Aðferð: Skolið vel sætu kartöfluna og skerið í 1 cm þykkar sneiðar. Stingið (gatið) með gaffli í sneiðarnar og veltið upp úr basilolíunni. Gott er að láta liggja í olíunni í 20-30 mínútur. Grillið í ca. 12 mínútur eða þar til kartaflan er elduð og snúið reglulega. Smyrjið pestóinu ofan á hverja sneið í lokin og sáldrið rifna ostinum yfir, lokið grillinu í 3 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með klettasalati og rifnum parmesanosti.

www.grillsumaridmikla.is


Teriyaki chili kjúklingabringa

4 Rose Poultry kjúklingabringur 100 g Blue Dragon Teriyaki marinade 1 tsk Blue Dragon chilimauk Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Gott er að láta þær marinerast í ca. 2 klst. Grillið á meðalhita í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Snúið bringunum reglulega á grillinu.

Pestó maís

4 stk ferskur eða forsoðinn maís 4 msk Filippo Berio grænt pestó 4 msk smjör, mjúkt 2 msk Philadelphia rjómaostur Gróft salt

Aðferð: Blandið pestóinu og rjómaostinum saman. Smyrjið maísinn með pestóblöndunni og skerið smjörið í litla bita, 1 msk ofan á hvern maís og pakkið inn í álpappír. Grillið í ca. 20 mínútur. Snúið reglulega á grillinu.

www.grillsumaridmikla.is


Grilluð pizza með Dumle og sykurpúðum

1 stk þykkbotna pizzadeig Nusica með heilsihnetu- og mjólkurbragði 10 - 15 molar af Dumle saxað Sykurpúðar 1 box Driscoll‘s jarðaber 100 gr Driscoll‘s bláber

Brauðstangir með grænu pestó og rjómaosti 400 gr pizzadeig 200 gr Philadelphia rjómaostur 1 tsk oregano þurrkað 4 msk Filippo Berio grænt pestó Hunts Pizzasósa

Aðferð: Smyrjið rjómaostinum á deigið, kryddið með oregano og bætið grænu pestó yfir. Leggið saman og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með pizzasósu.

Aðferð: Raðið saman pizzunni og grillið í 6-8 mínútur á pizzastein á grillinu. (Einnig hægt að baka í ofni)


Girnileg grillsósa með Philadelphia 100 gr Philadelphia Original rjómaost 180 gr sýrður rjómi Rautt Tabasco eftir smekk Hálft lime 1 tsk hunang 8 myntulauf Salt og pipar eftir smekk

Aðferð: Hrærið saman Philadelphia rjómaost og sýrðan rjóma, bætið við Tabasco eftir smekk, kreistið hálft lime og eina teskeið af hunangi. Saxið niður myntu og blandið saman við. Salt og pipar eftir smekk.

Grilluð kartafla með Philadelphia rjómaosti

3 stk grillkartöflur Álpappír 200 gr Philadelphia með kryddjurtum 8 sneiðar beikon 100 gr klettasalat 1 msk Filippo Berio Extra virgin ólífuolía 1 dl rifinn parmesanostur 1 dl Croustisalad brauðteningar

Aðferð: Setið álpappír utan um bökunarkartöflurnar og bakið í 50-60 mín á grillinu, snúið reglulega. Eldið beikonið, saxið fínt og blandið við rjómaostinn. Opnið kartöfluna og bætið rjómaostinum í kartöfluna, rífið parmsan ost yfir og grillið í 5-10 mínútur eða þar til osturinn kraumar. Berið fram með salati og Croustisalad brauðteningum.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.