U p 3. psk þá rif tt tir ur
Bláskel í bjór • • • • • •
1 poki bláskel frá Sælkerafisk 2 stk skarllottulaukur, saxaður 1 flaska Hoegaarden bjór 2 stk hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 búnt steinselja 1 sítróna
Aðferð: Hitið pott á grillinu með smá olíu og brúnið létt lauk og hvítlauk, bætið bláskel út í og hrærið. Setjið hálfan bjór út í og fáið upp suðu. Takið af hitanum og setjið saxaða steinselju yfir. Berið fram með grillaðri sítrónu.
Skelfiskur í umslagi Kryddsmjör: • • • • • •
250 gr smjör 4 hvítlauksgeirar 25 gr steinselja 20 gr skessujurt 20 gr hvönn salt og pipar
Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Einnig má nota mortél en þá er byrjað á að merja hvítlaukinn, síðan jurtirnar og smjörið í lokin. Ath. það má nota hvaða kryddjurtir sem er t.d. basil, dill og graslauk.
Skelfiskur: • • • • • • • •
1 pakki risarækja frá Sælkerafisk 1 pakki hörpuskel frá Sælkerafisk 1 pakki skelflettur humar frá Sælkerafisk 2 stk lime 2 stk vorlaukur, saxaður smá steinselja, söxuð kryddsmjör (sjá uppskrift) smjörpappír
Aðferð: Skiptið skelfisknum jafnt á þrjár smjörpappírsarkir, ca 40x50 cm og setjið 2-3 matskeiðar af kryddsmjörinu á hverja og eina. Bætið vorlauknum og smá limesafa yfir og lokið með því að snúa upp á pappírinn. Setjið á heitt grillið í 1-2 mín og færið svo upp á efri grind eða lækkið alveg hitann á grillinu og eldið í ca 3 mín til viðbótar eða þar til smjörið er farið að malla vel. Opnið pokana stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með limebátum.
Hrossatataki með Hoisin • • • • •
stk hrossalund 3 msk Blue Dragoon Hoisin sósa salt og pipar 1 stk lime 10 gr myntulauf
1/2
Aðferð: Setjið allt í botn á grillinu og skellið þá kjötinu á aðra hliðina og grillið í 1 mínútu á hvorri hlið, penslið svo með Hoisin sósu. Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mín áður en það er skorið, saltið og piprið eftir smekk. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með límónubátum, myntulaufum og tataki dressingu.
Tataki dressing:
• • • • • •
1 msk soya sósa frá Blue Dragon 2 msk kirsuberjaedik Meyer’s 1 msk ólífuolía 1 skarlottulaukur, saxaður fínt 1/4 chili, saxaður fínt 1/6 engifer, saxað fínt
Grillaður Halloumi ostur
• • • • •
1 stk Halloumi ostur (ca 200gr.) 4 msk Filippio Berio ólífuolía 2 msk hunang safi úr 1/2 sítrónu salt og pipar
Aðferð: Skerið ostinn í svipað stóra teninga og raðið á spjót. Blandið öllu öðru saman í skál og hrærið vel saman og penslið dressingunni á ostinn. Grillið ostaspjótin í 45-60 sek. á hverri hlið og penslið með meiri dressingu. Berið fram með hnetu- og fræmylsnunni og borðið á meðan osturinn er heitur.
Hnetu- og fræmylsna
• 1 msk ristuð graskersfræ • 1 msk ristaðar salthnetur
Aðferð: Setjið saman í mortél og myljið í grófan mulning.
Grillaðir tómatar • • • • • • •
4 stk heilsutómatar 1 stk Mozzarellakúla (skorin í sneiðar) 1/2 búnt basil 1 hvítlauksgeiri (skorinn í þunnar sneiðar) Filippo Berio ólífuolía Meyer’s kirsuberjaedik salt og pipar
Aðferð: Skerið tómatana til helminga, setjið smá ólífuolíu, kirsuberjaedik og salt og pipar í sárið. Raðið hvítlaukssneiðum því næst á tómatinn og látið standa í nokkrar mínútur. Grillið tómatinn á sárinu í 2 mínútur, snúið honum svo við og setjið 2-3 basillauf og mozzarella ost ofan á tómatinn. Grillið svo þangað til osturinn er orðinn mjúkur. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Vínþjónninn mælir með Adobe Chardonnay, lífrænt ræktuðu hvítvíni frá Chile, sem er frábært vín með sjávarréttum. Hoegaarden belgískur hveitibjór er góður kostur í eldamennskuna og fer einstaklega vel með bláskel. Í Hoegaarden er notaður appelsínubörkur og kóriander sem tónar mjög vel við kræklinginn.