ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Gerum daginn girnilegan Eins og þeir vita sem til þekkja þá er flókið að elda fyrir stóran vinnustað svo öllum líki. Það getur verið erfitt verkefni að þóknast öllum. Ógerningur segja sumir!
Með gerð þessa uppskriftabæklings langaði okkur hjá Innnes að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og bæta í hugmyndabanka þeirra sem stýra mötuneytum á vinnustöðum, opinberum stofnunum og í raun hvar sem heitir réttir eru matreiddir.
Jafnframt lögðum við af stað í vegferð okkar með það að leiðarljósi að finna réttar uppskriftir sem henta mötuneytum kostnaðarlega séð. Krafan um kostnaðarvitund þeirra sem stýra eldhúsum verður stöðugt meiri og er þeim oft þröngur stakkur sniðinn við reksturinn. Við lögðum okkur því fram við að reikna vandlega út kostnaðarverð á öllum réttunum. Útreikningar okkar voru gerðir í janúar 2012 og miðast verðin við heildsöluverð okkar á þeim tíma. Verðin geta breyst frá einum tíma til annars en gefa samt nokkuð góða mynd af kostnaðarverði viðkomandi rétta. Eins er erfitt að áætla sama magnskammt fyrir alla. Sumir þurfa meira og aðrir minna. Hér er stuðst við algengt meðaltal.
Eins settum við inn greinargóðar upplýsingar um þær vörur sem við notum í réttina sem ættu að auðvelda öllum að panta.
Við vonum að þessar upplýsingar komi ykkur að gagni og að uppskriftirnar verði ykkur til ánægju og yndisauka. Verið líka óhrædd að prófa t.d. fisk í staðinn fyrir kjöt í sumum uppskriftunum eða breyta uppskriftunum alfarið í grænmetisrétti. Oftast má nota uppskriftirnar nokkuð frjálslega.
Megi þessi þessi bæklingur nýtast ykkur vel og vonandi verða ykkur innblástur í amstri dagsins og hver veit nema að framhald verði á.
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Fyrir: 10
Tipiak Israel Cous Cous með rækjum & chilli VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
195053
Tipiak Israel couscous
1 kg
Grænmetissoð
1 ltr
289002
Fishermans choice tígrisrækjur 31/40
1 kg
196313
Henry lamotte sólþurrkaðir tómatar
2 dl
120033
Paradiso Sólþurrkuð paprika
2 dl
300814
Flanders Best rauð paprika
200 gr
300816
Flanders Best laukur – saxaður
200 gr.
293013
Blue dragon hvítlauksmauk
2 tsk
293014
Blue dragon chilímauk
2 msk
110120
Filippo Berio ólífuolía
1 dl
254880
Durkee Turmeric
2 tsk
Salt og pipar
JÓGURT LIME SÓSA:
110100
Jógúrt hreint
7 dl.
Ferskt Kóríander
1 búnt
Limesafi
½ dl.
Filippo Berio ólífuolía
½ dl.
Setjið sjóðandi grænmetissoðið ásamt túrmerik saman við couscous í skál eða bakka og lokið vel með filmu. Látið standa í að minnsta kosti 10 mín. Steikið tígrisrækjurnar og setjið til hliðar. Steikið allt grænmetið ásamt hvítlauknum og chilí. Hellið olíu saman við heitt couscousið, hrærið í og blandið svo öllu steikta grænmetinu saman við ásamt rækjunum (einnig má raða rækjunum smekklega yfir couscousið áður en borið er fram). Salt og pipar eftir smekk. Frábært að bera fram með jógúrt lime sósu (ekki inni í verðútreikningi).
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
305
Fyrir: 4
Fylltar kjúklingabringur með wasabi kartöflumús VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
309117
Rose poultry kjúklingabringur
4 stk
120027
Paradiso rauð parika með osti
200 gr
300915
Aviko tilbúin frosin kartöflumús
400 gr
293026
Blue dragon wasabi paste
45 gr
259405
Falksalt chilí
20 gr
Berið fram með góðu salati
Takið kjúklingabringurnar og þerrið. Skerið vasa í bringurnar og setjið 1 – 2 paprikur inn í hverja bringu. Lokið vasanum með tannstöngli ef þarf. Kryddið með svörtum pipar og Falksalt chilíflögum. Brúnið kjúklinginn á pönnu, báðum megin og bakið síðan 180° C heitum ofni í í ca 25-30 mín. Kartöflumús: Setjið aviko kartöflumúsina í eldfast form. Hitið í ofni þar til að músin er heit í gegn. Hrærið wasabi mauki saman við, eftir smekk, ásamt smá olíu eða smjöri. Berið kjúklingabringurnar fram heilar eða skornar í þunnar sneiðar ásamt kartöflumúsinni og góðu grænmeti eða fersku salati.
Gott að vita Þessar kjúklingabringur geta líka verið frábærar með couscous réttunum okkar. Prófið t.d Israel couscous réttinn hér að framan en sleppið þá tígrísrækjunum. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
770
Fyrir: 10
Kjúklingur Pollueló VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
309104
Rose poultry kjúklingabringur
1,5 kg
MARINERING: 110120
Filippo Berio ólífuolia
1 dl
110756
Limesafi
1 dl
293014
Blue dragon chilímauk
2 msk
293013
Blue dragon hvítlauksmauk
1 tsk
Í SÓSUNA: 300816
Flanders best laukur saxaður
500 gr
293013
Blue dragon hvítlauksmauk
2 tsk
123100
Ciao saxaðir tómatar
6 dl
120012
Paradiso sólþurrkuð paprika
4 dl
120509
El paradiso kjúklingabaunir
8 dl
259404
Falksalt sítrónu
254680
Durkee svartur pipar Ferskt basil
1 búnt
Grænn ferskur chilí - fræhreinsaður
2 stk
Kjúklingasoð
2 dl
Blandið saman ólífuolíu, limesafa, chilímauki og hvítlauksmauki. Setjið salt og pipar á kjúklinginn, skerið í bita og veltið upp úr marineringunni og látið marinerast í minnst 2 tíma. Steikið kjúklinginn svo við 225°C í ca 10 mínútur. Látið standa á meðan sósan er gerð. Steikið saman allt hráefnið nema paprikuna og kjúklingabaunirnar. Setjið tómatana og kjúklinginn saman við ásamt soðinu. Látið malla í ca 20 mín. Bætið við paprikunni og kjúklingabaununum og sjóðið í 10 mín. til viðbótar. Smakkið til með salti og pipar og bætið basil við í restina. Berið fram á djúpum diski með nachos og t.d ferskri salsasósu.
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
449
Fyrir: 4
Auðvelt Chow Mein VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
293027
Blue Dragon eggjanúðlur
200 gr
293014
Blue Dragon chilímauk
2 tsk
293013
Blue Dragon hvítlaukur
2 tsk
293015
Blue Dragon pressaður engifer
2 tsk
293086
Blue Dragon baunaspírur
200 gr
293031
Blue Dragon hoisin & garlic stir fry sósa
2 pokar
309104
Rose Poultry kjúklingabringur eldaðar og skornar í bita
400 gr
300815
Flanders Best sveppir í sneiðum
200 gr
Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kælið. Hitið olíu á wok pönnu (eða stórri pönnu við mikinn hita), setjið hvítlauk, chilí og engifer á pönnuna og steikið lítillega. Setjið sveppina og kjúklinginn saman við, steikið og bætið svo sósunni saman við og látið suðuna kom upp. Bætið þá baunaspírunum saman við og að endingu núðlunum. Berið fram heitt. Gott er bæta við ferskum vorlauk og setja hann yfir réttinn þegar hann er borinn fram. Eins má breyta þessu í grænmetisrétt og nota þá mikið af grænmeti en sleppa kjöti.
Gott að vita Svona núðlurétt er líka hægt að nota kaldan og setja í salatbarinn. Bætið við miklu af fersku grænmeti og t.d. Sweet chilí sósu frá Blue Dragon. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca.
474 kr.
Fyrir: 10
Tipiak heilhveiti couscous með grilluðu grænmeti VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
195050
Tipiak heilhveiti couscous
8 dl
Grænmetissoð
8 dl
196313
Henry lamotte sólþurrkaðir tómatar
100 gr
120033
Paradiso sólþurrkuð paprika
200 gr
120030
Paradiso grillaðir sveppir
200 gr
120006
Paradiso Grillaðir ætiþistlar
200 gr
300814
Flanders Best rauð paprika
200 gr
300816
Flanders Best laukur - saxaður
200 gr
293013
Blue Dragon hvítlauksmauk
2 tsk
293014
Blue Dragon chilímauk
2 msk.
110120
Filippo Berio ólífuolía
1 dl
Salt og pipar eftir smekk Rucola salat eða góð salatblanda 302153
Miðjarðarhafsbrauð JÓGURT LIME SÓSA: Jógúrt hreint
7 dl
Ferskt kóríander
1 búnt
Limesafi
½ dl
Jómfrúarólífuolía
½ dl
Setjið sjóðandi grænmetissoðið saman við couscous í skál eða bakka og lokið vel með filmu. Látið standa í minnst 10 mín. og kælið. Steikið laukinn og paprikuna ásamt hvítlauknum og chilí í ólífuolíu. Blandið saman við couscous og hrærið í. Grillaða grænmetinu er síðan blandað saman við (skerið grænmetið niður ef ykkur finnst þurfa). Smakkið til með salti og pipar og berið fram með góðu salati og brauði. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca.
285 kr.
Fyrir: 4
Krabba kökur VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
291019
Patak´s Korma Paste
80 gr
120509
El paradiso kjúklingabaunir
410 gr
289025
Fishermans Choice surimi krabbakjöt – saxað smátt
375 gr
254190
Durkee Chives vorlaukur
2 msk
254227
Durkee kóríander
1 msk
293014
Blue Dragon chilímauk
1-2 msk
Egg – slegið
1 stk
Fínskrældur börkur af 2 sítrónum
FYRIR HRÍSGRJÓNIN 195762
Tilda basmati grjón
410 gr
Ferskt kóríander saxað
1 lítið búnt
Grænn chilí fræhreinsaður og niður saxaður
1 stk
Þurrkaðar apríkósur (ef þú vilt frábær öðruvísi grjón)
175 gr
Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið í skál og blandið saman krabbakjötinu, vorlauknum, kryddmaukinu, sítrónuberkinum, saxaða kóríandernum, chilíi og egginu. Blandið vel saman. Búið til bollur úr deiginu og fletjið aðeins út þannig að þær líti út eins og litlir hamborgarar. Steikið á pönnu eða grilli í 5-10 mínútur eða þar til að hvor hlið er orðin gullinbrún. Berið fram með hrísgrjónunum og góðu salati.
Gott að vita Prófið að blanda þessu mauki saman við fiskfars til helminga og búið til öðruvísi fiskibollur. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca.
346 kr.
Fyrir: 10
“Vindaloo Fire” Kjúklingur VÖRUNR:
VARA.
Magn:
309104
Rose Poultry kjúklingabringur skornar í bita
1 kg
300816
Flanders Best laukur
500 gr
300814
Flanders Best paprikustrimlar
200 gr
293013
Blue Dragon hvítlauksmauk
2 tsk
291005
Patak´s madras paste
350 gr
123100
Ciao hakkaðir tómatar í dós
500 gr
293002
Blue dragon kókosmjólk
1 ltr
291060
Patak´s Naan brauð
5 stk
291070
Patak´s Sweet Mangó Chutney
200 gr
Steikið kjúklinginn á pönnu ásamt lauknum, hvítlauknum og paprikunni þar til það er orðið gullin brúnt. Bætið karrímaukinu út í og steikið svolítið lengur eða þar til að maukið hefur blandast vel saman við. Setjið kókosmjólkina og tómatana saman við og látið sjóða við vægan hita í ca 20 mínútur. Skreytið með söxuðu fersku kóríander eða steinselju. Berið fram með hrísgjónum. Það er frábært að bera fram Patak´s naan brauð með þessu, Sweet Mangó Chutney og t.d. jógúrtsósu.
Gott að vita Þessum rétti er auðvelt að breyta í grænmetisrétt. Skiptið út kjúkling fyrir kjúklingabaunir og bætið við rótargrænmeti. T.d. gulrótum, sætum kartöflum eða rófuteningum. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
434
Fyrir: 4
Satay kjúklingur með núðlusalati VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
309104
Rose poultry kjúklingabringur
600 gr
153670
La Choy sojasósa
2 msk
110756
Sicilia Lime safi
1 msk
293044
Blue Dragon Satay sósa
300 ml
293027
Blue Dragon eggjanúðlur
200 gr
293033
Blue Dragon Sweet chilí
6 msk
Rucola salat
50 gr
Vorlaukur
1 stk
Grillpinnar (má sleppa)
12 stk
Skerið kjúklingabringurnar í strimla eða notið lundir. Blandið saman sojasósu og sítrónusafa og leggið kjúklinginn í. Látið standa í minnst 30 mín. Þræðið kjúklinginn á spjót og pennslið með satay sósunni. Eldið í ofni við 250°C þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið vorlaukinn í strimla og steikið á pönnu ásamt núðlunum og bætið síðan sweet chilí sósunni saman við. Blandið salatinu saman við núðlurnar og berið fram með spjótinu. Það má sleppa því að setja kjúklinginn á spjót ef vill og bera hann bara fram með núðlusalatinu.
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
511
Fyrir: 10
Tikka masala Kjúklingur VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
291073
Patak´s Tikka masala sósa
1 ltr
309104
Rose Poultry kjúklingabringur
1,5 kg
123100
Ciao Crust tómatar / dós
500 gr
300816
Flanders Best sneiddur laukur
200 gr
293013
Blue Dragon hvítlauksmauk
10 gr (1-2 tsk)
293015
Blue Dragon pressað engifer
10 gr (1-2 tsk)
254227
Durkee cilantro
1 msk (2-3gr)
169032
Wesson Corn olía
1 dl
195762
Tilda Basmati grjón
1 kg
291060
Patak´s Naan brauð
5 stk
Hitið olíuna á pönnu. Steikið saman laukinn, engifer og hvítlauk, bætið kjúklingnum út í og steikið í ca. 15 mín. og hrærið stöku sinnum í á meðan. Setjið ca 100-200 ml af vatni á pönnuna og svo Tikka masala sósuna ásamt tómötunum. Látið sjóða í ca 15 mín. til viðbótar eða þar til að kjúklingurinn er fulleldaður. Setjið cilantro yfir og berið fram með basmati grjónum og naan brauði. Frábært að hafa með raita sósu og Patak´s Mangó chutney.
Gott að vita Fljótgerð raita sósa. Grískt jógúrt eða sýrður rjómi, agúrkur, mynta og lime safi. Skerið agúrkurnar í tvennt og fjarlægið kjarnann, rífið niður með grófu rifjárni. Látið leka af þeim. Blandið svo saman við jógúrt/sýrðan rjóma ásamt saxaðri ferskri myntu og svolitlu af límesafa. Berist fram ísköld. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca.
602 kr.
Fyrir: 4-5
Kjúklingur með brokkolí og tómat í penne pasta VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
111810
Spigadoro penne pasta
500 gr
309117
Rose Poultry kjúklingabringur
4-500 gr
300802
Flanders Best brokkolí
300 gr
293013
Blue dragon hvítlaukur
1 tsk
123100
Ciao chopped tomatoes
1/2 dós
110690
Filippo Berio grænt pestó
1 msk
115053
Grana Padano
60 gr
300815
Wesson Corn olía
1 dl
254680
Durkee svartur pipar
Sjóðið vatn með salti í fyrir pastað. Alls ekki setja pastað út í fyrr en vatnið fer að sjóða. Sjóðið pastað og farið eftir leiðbeiningum á pakkningu varðandi suðutímann til að ofsjóða það ekki. Hitið pott og steikið kjúklinginn upp úr olíu þar til hann er létt brúnaður. Setjið hvítlaukinn saman við og því næst tómatana. Látið sjóða í ca 10-15 mín. og bætið þá brokkolí saman við. Smakkið sósuna til og bætið í salti og svörtum pipar eftir smekk. Sigtið pastað og hrærið saman við sósuna. Setjið á fat og stráið yfir grænu pestói og ferskum rifnum parmesanosti. Berið fram með t.d. hvítlauksbrauði og góðu salati.
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca.
428 kr.
Fyrir: 4
Thai Stir fry með Rauðu karrýi og tígrisrækjum VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
293027
Blue Dragon eggjanúðlur
1 pakki
300814
Flanders best rauð paprika
200 gr
300816
Flanders best laukur í sneiðum
200 gr
300802
Flanders Best brokkolí
200 gr
293111
Blue Dragon red curry paste
400 gr
293002
Blue Dragon kókos mjólk
400 ml
293052
Blue Dragon fiskisósa
50 ml
293008
Blue Dragon sesamolía
40 ml
289002
Fishermans choice tígrisrækjur
360 gr
Sjóðið núðlurnar samkvæmt uppskrift á pakka og kælið. Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið og rækjurnar við mikinn hita í stuttan tíma. Hrærið í allan tímann. Bætið smá vatni á pönnuna og setjið svo karrýmaukið út í og hrærið vel saman. Bætið því næst kókosmjólkinni, fiskisósunni og ögn af sykri saman við og látið malla við vægan hita í ca 4-5 mín. Blandið núðlunum saman við og berið fram. Gott er að setja smávegis af kreystum sítrónusafa yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram.
Gott að vita Fiskisósa er saltkenndur brúnleitur vökvi og er mikilvægasta hráefnið í taílenska eldhúsinu. Fiskisósa er salt Taílendinga líkt og sojasósa er salt Kínverja. Ekki er hægt að nota neitt annað hráefni í staðinn fyrir fiskisósu. Án hennar væri taílensk matargerð ekki söm. Hún er unnin úr söltuðum og gerjuðum fiski, yfirleitt ansjósum og er oftast seld í flöskum. Fiskisósa fæst í flestum matvöruverslunum og hefur gott geymsluþol. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
510
Fyrir: 8
Tortilla og kjúklingasúpa VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
169032
Wesson vegetables olía
2 msk
300816
Flanders Best saxaður laukur
100 gr
300817
Flanders Best rauð paprika
180 gr
300814
Flanders Best græn paprika
180 gr
293013
Blue Dragon hvítlauksmauk
50 gr
123100
Ciao tómatar/ dós
300 gr
309104
Rose Poultry kjúklingur / eldaður og rifinn í strimla
400 gr
195830
Princes mais baunir
400 gr
254280
Durkee cumin
10 gr
254680
Durkee svartur pipar mulinn
10 gr
120525
Wanted Nachos flögur
200 gr
Kjúklingasoð
1 ltr
Grænn chilí saxaður og fræhreinsaður
1 stk
Salt
¼ tsk
Hitið olíu á djúpri pönnu eða í potti. Setjið laukinn, paprikurnar og hvítlaukinn út í og steikið lítillega (ca. 5 mín). Bætið kjúklingasoði, tómötum og chilíi út í. Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann. Bætið kjúklingi, maís og kryddum saman við og sjóðið í ca 10 mín. Berið fram á djúpum diski og setjið mulið nachos yfir og gott er að toppa með sýrðum rjóma.
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
210
Fyrir: 4
Kjúklingavefjur með balsamik VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
310305
Mission hveititortillur 25 cm 10”
4 stk
255650
Durkee steinselja söxuð
2 msk
254405
Durkee Italian seasoning
1 msk
110120
Filippo Berio ólífuolía
2 msk
110670
Filippo Berio balsamik edik
2 msk
293013
Blue dragon hvítlauksmauk
1 tsk
259400
Falk salt Natural
½ tsk
309117
Rose poultry kjúklingabringur
600 gr
Pam spray olía 115053
Grana Padano rifinn
50 gr
Salat blanda Tómatar
½ bolli
Rauðlaukur
1 stk
Salat, rifið
1 bolli
Paprika skorin í strimla
½ bolli
Blandið saman í skál steinselju, kyddum, olíu, ediki, salti og hvítlauk. Skiptið salatsósunni í tvennt. Setjið helming af henni yfir kjúklinginn í bakka eða poka og geymið hinn helminginn. Marinerið í minnst 2 tíma. Takið kjúklinginn úr marineringu og steikið eða grillið á báðum hliðum. Steikið betur í ofni ef þarf og kælið. Blandið saman í stóra skál öllu grænmetinu og setjið salatsósuna sem geymd var saman við.Skerið kjúklinginn í strimla. Hitið tortillurnar og skiptið grænmetinu, kjúklingastrimlunum og parmesan ostinum niður á hverja tortillu. Rúllið þétt saman og berið þannig fram.
(Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
423
Fyrir: 6
Auðvelt Osta-kjúklinga Enchiladas VÖRUNR:
VARA:
MAGN:
139061
Hunts tomato sauce
500 ml
254170
Durkee chilí duft
2 tsk
309128
Rose Poultry eldaður kjúklingur
300 gr
300816
Flanders Best saxaður laukur
½ bolli
310308
Mission tortillur 6”
12 stk
112001
Whitehall rifinn ostur
300 gr
Sjóðið saman tómatsósuna og 1 bolla af vatni ásamt chilíduftinu. Steikið saman á pönnu kjúklinginn, laukinn og pínulítið vatn. Látið malla á pönnunni þar til laukurinn er orðinn meir. Hitið tortillurnar í ofni annað hvort við smá gufu eða vefjið röku stykki yfir tortillurnar til að þær þorni ekki og harðni. Setjið svolítið af osti og kjúklingablöndu á hverja tortillu, vefjið þétt saman eða leggið saman í hálfmána. Setjið í ofnskúffu eða annað eldfast mót. Setjið tómat-chilísósuna yfir og svo restina af rifna ostinum. Bakið við ca 175°C í 30 mín. eða þar til að osturinn er vel bráðnaður. Berið fram með góðu salati, guacamole og nachos. (Verðútreikningur miðast við að keyptar séu vörur hér að ofan)
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Verรฐ per disk ca. kr.
473
Innnes ehf | Fossaleyni 21 | 112 Reykjavík Beinn sími sölu- og þjónustuvers: 530 4020 | www.innnes.is