Uppskriftir úr þætti 1 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U

p 1. psk þá rif tt tir ur

Cous cous salat • 1 poki (700 gr) Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri • 4 msk Pataks Tandoori paste • 4 msk ólífuolía (Filippo Berio) • salt og pipar

• • • • • • •

Aðferð: Setjið Tandoori paste, ólífuolíu, smá salt og pipar á kjúklinginn og blandið vel saman. Látið marinerast í 30 mín eða lengur (gott er að marinera yfir nótt). Setjið kjúklingalærin á sjóðandi heitt grillið í ca 4 mín á hvorri hlið, færið á efri grind í 3-4 mínútur. Takið kjúklinginn af grillinu og setjið í eldfast mót og látið hvíla í 5 mín, berið fram ásamt meðlætinu.

Aðferð: Setjið cous cous í skál. Sjóðið vatn, kjúklingakraft og mango chutney í potti, hellið svo vatninu yfir cous cous og hrærið með písk, setjið lok eða plastfilmu á skálina og látið standa í 5 mín. Bætið sítrónusafa út í cous cous og hrærið aftur með písk, setjið saxaðan vorlauk og saxað chilli yfir og berið fram. Smakkið til með salti og pipar.

Kjúklingalæri Tandoori

100 gr cous cous 300 ml vatn 3 msk Pataks mango chutney 2 tsk Oscar kjúklingakraftur 1/2 rauður chilli 1 stk vorlaukur safi úr 1/2 sítrónu

Alphart Neuburger Hausberg 2013 er frábært vín með indverskum mat. Vínið er skarpt og kryddað sem vegur vel á móti kryddinu í réttinum, ásamt ferskum suðrænum ávexti sem fer vel með sætunni í meðlætinu (mango chutney + hunang). Þetta vín fékk Gyllta Glasið 2014.


Grillað gúrku Tzatziki • • • • •

1 stk gúrka 200 gr grísk jógúrt 1/2 búnt kóríander 1/2 búnt mynta (eða Sítrónu-Melissa) safi úr 1 lime

Aðferð: Skrúfið grillið í botn og grillið gúrkuna í stutta stund á öllum hliðum þar til hýðið er orðið hálfbrennt að utan. Hrærið jógúrtina í skál með lime safanum og rífið gúrkuna á rifjárni yfir. Saxið kóríander og myntu og blandið saman við. Öllu er hrært saman og smakkað til með ögn salti.

Ferskjupæ með repjuolíu og sítrónu • • • • • • • • • •

5 stk ferskjur 5 msk gott hunang 120 gr sykur 50 gr brætt smjör 2 egg 125 gr hveiti 1/4 tsk salt 1/2 msk lyftiduft 2 msk nýmjólk 100 gr repjuolía m/sítrónu (eða hrein) frá Lehnsgaard

Aðferð: Skerið ferskjurnar til helminga og takið steininn úr. Grillið ferskjurnar á sárinu í 2 mínútur við meðalhita og snúið svo við. Penslið með hunangi og grillið áfram í 3-5 mín eða þar til hunangið er byrjað að karamellisera ávöxtinn (byrjar þá að freyða og liturinn fer dökknandi). Blandið öllu hráefni fyrir deigið saman í skál og pískið saman. Smyrjið hitaþolið eldfast mót með smjöri og hellið þunnu lagi af deiginu í mótið, raðið ferskju helmingunum ofan í deigið og setjið í eldfasta mótið á grillið við meðalhita í 15 mín (munið að hafa grillið lokað á meðan, annars gæti eldunartími lengst). Berið fram með vanillukremi og góðu grillskapi.

Eggaldin kavíar með granateplum • • • • • •

2 stk. eggaldin 4 geirar marineraður hvítlaukur (Paradiso) 3 msk ólífuolía 1 msk gott sjávarsalt 1/2 granatepli safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð: Skerið eggaldinin til helminga, skerið því næst krossa inn í sárið á sitthvorum helmingnum. Nuddið saltinu inn í rákirnar og látið standa í 5 mínútur. Burstið í burtu auka saltflögur og skvettið ólífuolíu í sárin, skerið hvítlaukinn í skífur, setjið í rákirnar og kvarnið pipar yfir eftir smekk. Setjið eggaldinin á grillið, sárið fyrst niður og grillið í 4 mín við meðalháan hita á sitthvorri hliðinni eða þar til grænmetið er orðið alveg mjúkt í gegn. Skafið þá kjötið úr hýðinu á skurðarbretti og saxið létt yfir, setjið í skál og kreistið safa úr sítrónu yfir og hrærið vel saman. Skerið granateplið til helminga og brjótið litlu rauðu eplin út úr hvítu himnunni/hýðinu ofan í skál, farið vel í gegnum eplin svo ekkert hýði fylgi með. Berið fram.

Grillað Naan brauð

• 1 pk Patak’s Naan brauð • 3 msk Chilliolía Lehnsgaard Aðferð:

Penslið Naan brauðin með olíunni og grillið í 30 sek á hvorri hlið.

Vanillukrem: • • • • •

5 msk sýrður rjómi 36% 5 msk rjómi 1 msk sykur fræ úr 1/2 vanillustöng safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð: Setjið allt saman í skál og léttþeytið saman, látið svo standa í ísskáp í a.m.k. 5 mín áður en borið er fram.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.