Uppskriftir grill

Page 1

UPPSKRIFTIR


BBQ-Pizza (uppskriftin miðast við eina 16“ pizzu) • • • • • • • •

Pizzadeig (keypt eða heimagert) 2 kjúklingabringur frá Rose Poultry ½ rauðlaukur 1 dl maísbaunir ½ dl. Hunt´s Original BBQ Sauce 50 g Philadelphia rjómaostur 60 g mozzarella ostur, rifinn 60 g cheddar ostur, rifinn

• ferskt kóriander Sósa: Hunt´s Original BBQ Sauce og Philadelphia rjómaostur eru sett í matvinnsluvél og unnið saman. Aðferð: Grill er hitað og áleggið á pizzuna haft tilbúið. Kjúklingabringur eru kryddaðar eftir smekk, eða marineraðar í BBQ-sósu, grillaðar og skornar í þunnar sneiðar. Rauðlaukur er skorinn í þunnar sneiðar. Pizzadeigið er flatt út, sett á heitt grillið og grillað þar til botninn er orðinn stökkur (ef grillið er 200° heitt þá tekur það um 3-4 mínútur). Botninum er þá snúið við og álegginu raðað yfir á þann hátt að fyrst er sósan smurð yfir botninn, þar á eftir er helmingur af ostinum settur yfir, síðan kjúklingurinn, rauðlaukurinn og maísbaunirnar, og að lokum seinni helmingurinn af ostinum. Grillinu er síðan lokað og pizzan grilluð áfram þar til osturinn hefur bráðnað. Áður en pizzan er borin fram er fersku kóriander stráð yfir hana. www.ljufmeti.com


BBQ-Hamborgarar BBQ-Hamborgarar með með karamelluhúðuðum karamelluhúðuðum rauðlauk rauðlauk og og hvítmygluosti hvítmygluosti • • • • • • • • •

2 rauðlaukar 2 msk smjör 1 tsk púðursykur 600 g nautahakk ½ dl Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce 1 msk estragon salt pipar hvítmygluostur

Aðferð: Smjör er brætt á pönnu við miðlungsháan hita. Hökkuðum rauðlauk er bætt á pönnuna og látinn malla í smjörinu í 10 mínútur. Púðursykri er þá bætt á pönnuna og látið malla áfram í 10 mínútur. Á meðan er hrært reglulega í lauknum. Ef laukurinn dökknar of hratt þá er hitinn lækkaður. Nautahakk, estragon, Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce, salt og pipar er blandað saman og mótaðir 5 hamborgarar. Hamborgararnir eru grillaðir á lokuðu grilli í um 3 mínútur, þá er þeim snúið við og ostasneiðar lagðar ofan á. Grillinu er lokað aftur og hamborgararnir grillaðir áfram í um 6 mínútur. Rétt áður en hamborgararnir eru tilbúnir er hamborgarabrauðum bætt á grillið og þau hituð. Hamborgararnir eru bornir fram með karamelluhúðaða rauðlauknum, salati, góðri hamborgarasósu og jafnvel líka beikoni og avokadó. www.ljufmeti.com


T

H

E

N GRILL KA AT

62

VI

OR

IGI

N AL B A N D SI N R

CE

19

Kjúklingalundir í Caj P BBQ- kryddsósu fyrir 4 1 pakki (700g) kjúklingalundir frá Rose Poultry 1.dl Caj P P BBQ-kryddolía ½ mangó 1 paprika ½ kúrbítur ½ rauðlaukur 2 msk. olía salt og pipar nokkur salatblöð Aðferð: Afþíðið kjúklinginn og penslið hann með Caj P-sósunni og látið hann bíða í 1 klst. Hitið grillið. Skerið mangó, papriku, kúrbít og rauðlauk smátt niður. Bætið olíu í og smakkið til með salti og pipar. Grillið kjúklinginn og penslið með meira af CajP-sósunni. Berið fram með grænmetinu.


Kjúklingaborgari m/spínati og tómötum fyrir 4 1 pakki (700 g) kjúklingalæri frá Rose Poultry 1 dl Caj P-hvítlaukskryddlögur 4 stór hamborgarabrauð nokkur salatblöð 1-2 Hunt´s-salatsósa 2 msk. olia 150 g spínat 250 g smátómatar salt og pipar Aðferð: Afþíðið kjúklinginn og penslið hann með Caj P sósunni og látið hann bíða í 1 klst. Hitið grillið og grillið kjúklinginn og hitið hamborgarabrauðið á grillinu. Leggið hamborgarann saman með Hun’s salatsósu (sjá uppskrift undir meðlæti) og salatblaði. Blandið olíu, spínati og tómötum saman og hitið í grillkörfu á grillinu. Smakkið til með salti og pipar og berið fram með hamborgaranum.


Kjúklingasalat Kjúklingasalat með með BBQBBQ- dressingu dressingu • • • • • • • • • • • •

500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce 70 g furuhnetur 1 msk tamarisósa spínat 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 gul paprika, skorin í strimla ½ rauðlaukur, skorinn í fína strimla kokteiltómatar, skornir í tvennt avokadó, skorið í sneiðar jarðarber, skorin í tvennt gráðostur

BBQ-dressing: • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce • 1 dl matreiðslurjómi Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til hann er eldaður í gegn. Aðferð: Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar. BBQ-dressing: BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Samsetning: Spínat, paprikur, rauðlaukur, kokteiltómatar og avokadó er blandað saman og sett í stóra skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðarberjum og borið fram með BBQ-dressingunni. www.ljufmeti.com


BBQ-kjúklingavefjur BBQ-kjúklingavefjur með með grískri grískri jógúrtdressingu jógúrtdressingu • • • • • • • •

700 g kjúklingabringur frá Rose Poultry, skornar í teninga 1 ½ dl Hunt´s Honey Hickory BBQ Sauce salat avokadó rauðlaukur rauð paprika tómatar 8 tortillakökur

Grísk jógúrtdressing: • 3 dl grísk jógúrt • safi úr ½ sítrónu (um 4 tsk) • 1 ½ tsk tahini • 15 cm biti agúrka • 2 msk fersk mynta • maldon salt • pipar BBQ-dressing: • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce • 1 dl matreiðslurjómi Aðferð: Kjúklingurinn er skorinn í teninga og látinn marinerast í BBQ-sósunni í 30 mínútur. Þar á eftir er hann þræddur upp á grillteina og grillaður þar til fulleldaður. Salat er skolað, avokadó afhýtt og skorið í sneiðar, rauðlaukur afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar, paprika fræhreinsuð og skorin í bita og tómatar skornir í bita. Dressing: Agúrkan er afhýdd, fræhreinsuð og rifin á grófu rifjárni. Grískri jógúrt, sítrónusafa, tahini, rifinni agúrku og myntu er blandað vel saman í skál. Smakkað til með salti og pipar. Tortillakökurnar eru hitaðar á grillinu. Gríska jógúrtdressingin er sett yfir miðja tortillakökuna, salat, avokadó, rauðlaukur, paprika, tómatar og kjúklingur þar yfir og að lokum toppað með smá grískri jógúrtdressingu til viðbótar. www.ljufmeti.com


Grilluð Grilluð grænmetispizza grænmetispizza fyrir 4 Hráefni: 2 matskeiðar Filippo Berio ólífuolía 4 teskeiðar Original TABASCO® brand Pepper Sauce ½ teskeið salt 1 hvítlauksgeiri, kraminn 1 eggaldin, skorið í 1 cm þykkar sneiðar 1 portabello sveppur 1 kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar 1 gul paprika, skorin í 1 cm þykkar sneiðar 1 rauðlaukur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar ½ bolli kirsuberjatómatar, hver skorinn í tvennt ½ bolli feta ostur 2 tilbúin pizzadeig Aðferð: Hitið grillið.Blandið saman ólífuolíunni, TABASCO® sósunni, saltinu og hvítlauknum í litla skál. Penslið grænmetið með olíu blöndunni. Grillið eggaldinið, sveppinn, kúrbítinn, paprikuna og laukinn í um það bil 5 mínútur, penslið grænmetið og snúið alla vega einu sinni. Takið grænmetið af grillinu og látið kólna. Þegar grænmetið hefur kólnað, skerið það þá í minni bita. Rúllið sitt hvoru pizzadeiginu út í ca 25 cm hring. Setjið pizzadeigin á þar til gerða pizzagrill grind eða pizzagrillstein. Penslið pizzadeigin með olíublöndunni og setjið grænmetið á pizzadeigin. Dreifið fetaostinum yfir grænmetið . Setjið pizzurnar á grillið og grillið pizzurnar þar til fetaosturinn er byrjaður að bráðna, þá eru pizzurnar tilbúnar. TABASCO® is a registered trademark for sauces and other goods and services; TABASCO, the TABASCO bottle design and label designs are the exclusive property of McIlhenny Company, Avery Island, Louisiana, USA 70513. www.TABASCO.com


MEÐLÆTI MEÐLÆTI MEÐ MEÐ GRILLMAT GRILLMAT Tikka kartöflubátar með ídýfu 1 kg kartöflur 4 tsk olía 1 tsk hveiti 4 tsk Patak´s Mild Curry Paste Aðferð: Skerið kartöflurnar í báta og sjóðið i 10 mínútur. Blandið síðan olíunni, hveitinu og Patak´s Mild Curry kryddmaukinu saman í skál og setjið kartöflubátana saman við. Setjið síðan kartöflunar í álbakka eða álpappír og setjið á grillið í ca. 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullbrúnar og stökkar. Ídýfa: 2 dl sýrður rjómi 2 msk niðurskorinn vorlaukur 1 msk sítrónusafi 1 tsk paprikuduft Aðferð: Blandið saman sýrða rjómanum ásamt vorlauknum og paprikuduftinu í skál og hrærið vel saman. Setjið síðan sítrónusafann saman við og berið fram með

Heit Heit piparsósa piparsósa

2 dl CaJ P. grillolía original 2 dl matreiðslurjómi 2 tsk grófmalaður pipar Aðferð: Hristið olíuna vel og hellið í pott ásamt rjómanum og sjóðið í ca. 20 mínútur. Bætið þá piparnum saman við og hitið á háum hita í 2 - 3 mínútur til viðbótar.

Salatsósa Salatsósa með með Hunt´s Hunt´s

Honey Mustard 200 g sýrður rjómi 2 msk. Hunt´s Honey Mustard 1-2 tsk. grófkorna sinnep Blandið öllu saman og berið fram með öllum grillmat


Humarspjót Humarspjót með með eplaepla- og og sellerísultu sellerísultu með með trönuberjum trönuberjum Allt efni í marineringu hrært saman og rækjurnar settar út í. Rækjunum er velt upp úr marineringunni og því næst þræddar á spjót og grillaðar í 2-3 mínútur, eða þar til þær eru orðnar bleikar. 1 spjót og 12 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur) 2 msk hvítlauksolía 2 msk bragðlaus olía 2 græn epli - skræld og skorin í smáa bita 1 stilkur grænt sellerí - smátt skorið 2 msk þurrkuð trönuber 2 msk hrásykur 2 msk eplaedik 1 msk sítrónuolía Salt Aðferð: • Þræðið humarinn á spjót og kryddið með salti og hvítlauksolíu. • Grillið á snarp-heitu grilli. • Brúnið sykurinn í víðum potti og bætið eplunum við. Leyfið þeim að brúnast í sykrinum, hellið eplaedikinu yfir og lækkið hitann. • Bætið trönuberjum í pottinn og látið malla þar til eplin eldast í gegn. • Takið af hitanum og bætið selleríinu út í ásamt sítrónuolíunni og örlitlu salti og berið fram volgt.


Grilluð Grilluð hörpuskel hörpuskel með með bacon bacon fyrir 2 12 stk risa hörpuskel (Sælkerafiskur) 12 stk þunnt skorið gott bacon 1 lime Lehnsgaard hvítlauksolía Salt og pipar Klettasalat og dill Aðferð:Þerrið fiskinn, vefjið inn í bacon og þræðið upp á spjót. Penslið með olíu og grillið á háum hita í 2-3 mín á hvorri hlið. Berið fram með limebátum, klettasalati og dilli.

Grillaðar Grillaðar tígrisrækjur tígrisrækjur fyrir 2 300 g tígris- eða risarækjur (Sælkerafiskur) ½ meðalstór chilipipar, fræhreinsaður og smátt skorinn 2 sm ferskt engifer, smátt saxað 2 hvítlauksrif, smátt söxuð safi úr hálfum lime-ávexti 1 teskeið gróft salt saxað koriander (má sleppa) ½ dl Lehnsgaard sítrónu olía


EFTIRRÉTTIR Á GRILLIÐ Dumle Dumle go go nuts nuts súkkulaðikaka súkkulaðikaka áá grillið grillið • • • • • • •

4 egg 2.5 dl sykur 2 tsk Tørsleffs vanillusykur 6 msk Cadbury kakó 3 dl hveiti 200 g smjör, brætt 1 poki Dumle go nuts (175 g)

Aðferð: Smellu- eða silikonform (24 cm) smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykri, kakói, bræddu smjöri og hveiti bætt út í og allt hrært saman. Deiginu er svo hellt í bökunarformið. Dumle go nuts molarnir eru saxaðir gróft og dreift ofan á deigið. Grillið er hitað að 180 gráðum og slökkt á þeim brennara sem er beint fyrir neðan kökuna. Kakan bökuð á lokuðu útigrilli í um það bil 25 mínútur og þess gætt að grillið haldist í 180 gráðum allan tímann. Kakan á að vera fremur blaut í miðjunni og betra að baka hana í styttri tíma en lengri. Kakan er borin fram volg með þeyttum rjóma eða vanilluís.


Grillaðir Grillaðir bananar bananar með með Fazermint Fazermint súkkulaði súkkulaði og og ristuðum ristuðum pistasíum pistasíum fyrir 4 • 4 bananar • 1 kassi Fazermint (20 molar) • 1 dl pistasíur frá Ültje • þeyttur rjómi eða vanilluís Aðferð: Banarnir eru skornir fremur djúpt endilangt og þeim pakkað inn til hálfs í álpappir þannig að þeir standi stöðugir á grillinu. Því næst er Fazermint molunum raðað ofan í raufarnar á banönunum. Þeir eru svo grillaðir við meðalhita í 10-15 mínútur eða þar til að bananarnir eru orðnir mjúkir og súkkulaðið hefur bráðnað. Á meðan eru pistasíurnar ristaðar á þurri og heitri pönnu í nokkrar mínútur og þeim snúið oft á meðan. Því næst eru pistasíurnar saxaðar gróft. Þegar bananarnir eru tilbúnir eru þeir bornir strax fram heitir með ristuðum pistasíum og vanilluís eða þeyttum rjóma.


GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA

Q 2200 á fótum

Q 3200 Q 1200

www.weber.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.