— Reykjavíkurhöfn haustið 2011. Myndin var tekin fyrir Ísland –allt árið verkefnið.
Ísland – allt árið, september 2011 – maí 2012
Útboð Ríkiskaupa vegna Ísland – allt árið
Í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnar vegna kjarasamninga til þriggja ára frá 5. maí 2011 um fjölgun ferðamanna og starfa yfir vetrartímann ákvað ríkisstjórnin að efna til samstarfs opin berra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna undir verkefnisheitinu „Ísland – allt árið“
Vinna vegna útboðs fyrir „Ísland – allt árið“ hófst með reglulegum fundum með Ríkiskaupum í ágúst. Snemma var ákveðið að skipta útboðsferlinu upp í tvö aðskilin útboð; annars vegar útboð á fram leiðslu og hönnun markaðsefnis, og hins vegar á almannatengslum og samfélagsmiðlum ásamt birtingum. Ákveðið var að ganga til samninga við The Brooklyn Brothers Ltd. um vinnu við almannatengsl og samfélagsmiðla, við MEC A/S um birtingar, við Íslensku auglýsingastofuna og Fíton um hönnun og framleiðslu markaðsefnis, en Íslenska auglýsingastofan verður aðalsam starfsaðili í framleiðslu og hönnun.
Samstarfsaðilar að verkefninu eru: Iðnaðarráðuneytið, Icelandair, Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustunnar, ISAVIA, Iceland Express, Samtök verslunar og þjónustu og Íslandsstofa. Í stjórn verkefnisins sitja eftirtaldir: Frá iðnaðarráðuneytinu: Einar Karl Haraldsson, frá Icelandair: Guðmundur Óskarsson, frá Reykjavíkurborg: Svanhildur Konráðsdóttir, frá SAF: Sævar Skaptason, frá ISAVIA: Elín Árnadóttir, frá Iceland Express: Þórunn Reynisdóttir frá SVÞ: Lísbet Einarsdóttir. Fulltrúar frá samstarfsaðilum mynda framkvæmdastjórn verkefnisins en Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.
Nánari upplýsingar um ferlið er að finna á vinnusvæði verkefnisins www.iceland.is/islandalltarid
Almannatengsl
Samfélagsmiðlar
Innlent tengslastarf
Veflausnir í síma
Árangursmælingar
Viðburðir
Birtingar prent, umhverfis- og vefauglýsingar
— Sögurnar frá Íslandi hætta ekki að berast þegar vetrar. Þeim fjölgar stöðugt og verða ævintýralegri frá degi til dags, alla 365 daga ársins.
Tilgangur verkefnisins Ísland – allt árið Tilgangur verkefnisins er að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið byggir á þeirri fjárfestingu sem lögð hafði verið í markaðs átakið Inspired by Iceland á árinu 2010-2011 og er áfram unnið með það vörumerki. Það beinist fyrst og fremst að því að auglýsa og kynna Ísland sem áfangastað allt árið, en um leið er leitast við að virkja almenning á Íslandi til þátttöku í verkefninu.
meðal íslensks almennings sem stuðlar að þeirri ímynd að Ísland sé gott heim að sækja árið um kring. Höfðað er til þess að Íslandsferð samræmist eftirsóknarverðum lífsstíl og sé minnisverð upp lifun. Áherslan er á að segja sögur frá Íslandi sem kynna landið sem ákjósanlegan áfangastað með sérstakri áherslu á haust, vetur og vor. Horft er til samþætts markaðsverkefnis sbr. mynd Almennt um markaðsáherslur verkefnisins
Markmið verkefnisins • • •
Að styrkja ímynd Íslands sem áfangastað ferðamanna allt árið um kring Að fjölga ferðamönnum utan háannar um 100.000 frá september 2011 – september 2014 eða um 12% á ári Að auka verslun erlendra ferðamanna þannig að endurgreiðsla af VSK til ferðamanna utan háannar aukist úr 560 milljónum í 800 milljónir á tímabilinu
Verkþættir og markaðssetning Verkefnið nýtir reynslu, þekkingu og verðmæti Inspired by Iceland á árunum 2010-2011 og stefnumótunar sem fram fór á vegum SAF á árinu 2011 um markaðsstarf ferðaþjónustunnar. Einnig var haldinn stefnumótunarfundur í janúar 2012 þar sem áherslur voru skerptar til við bótar. Ætlunin með verkefninu er að byggja upp slagkraft með samþættu markaðsátaki undir sterkri yfirskrift og gefa fyrirtækjum þannig tækifæri til þess að efla kynningarstarf sitt beint til neytenda. Verkefnið á að skapa stemningu á
Verkefnið tekur á mörgum þáttum og hér er stiklað á þeim helstu. Verkefninu er beint að neytendum en einnig er ætlunin að leggja áherslu á ráðstefnuog fundarmarkaðinn. Áherslur varðandi ráðstefnuog fundamarkaðinn verða lagðar sumarið 2012.
Leiðarljós í markaðssetningu Ísland Það er ekki fyrir hvern sem er. Það er ekki fyrir þá sem fara þangað sem allir aðrir fara. Ekki fyrir ferðalanga sem vilja ekki láta koma sér á óvart. Það er fyrir þá sem ferðast um heiminn til að upplifa eitthvað öðruvísi og snúa heim með góða sögu í farteskinu. Sögurnar frá Íslandi hætta ekki að berast þegar vetrar. Þeim fjölgar stöðugt og verða ævintýralegri frá degi til dags, alla 365 daga ársins. Vertu velkominn í hóp þeirra sem ferðast í anda landkönnuða með ævintýraþrá og sköpunargleði í brjósti. Þetta er kannski ekki fyrsta landið sem kemur upp í hugann að heimsækja í vetur en þetta verður fyrsta landið sem þú segir vinum þínum frá. Komdu og láttu heillast af Íslandi.
— Hinn upplýsti ferðamaður er m.a. öðruvísi en hinn „venjulegi“ ferðamaður og vill fara á nýja og spennandi áfangastaði og er tilbúinn að deila upplifun sinni.
Markhópur Í verkefninu er ætlunin að halda áfram að gera og segja hlutina öðruvísi og þannig ná hámarks athygli og nálgast markhóp Íslands á annan hátt en áður hefur verið gert. Reynt er að virkja sem flesta til þess að koma skilaboðum áleiðis og ná til sem flestra en þeim má skipta í eftirfarandi: • •
• •
Þeir sem hafa „rétt“ viðhorf til landsins, þ.e.a.s þeir sem hafa sýnt því áhuga að ferðast til Íslands. Ferðamenn sem hafa áður komið til Íslands. Við þurfum að virkja þessa erlendu ferðamenn í því að dreifa sögum sínum og upplifun sinni af Íslandi. Ferðamenn sem er nú þegar á landinu eða eru á leið til landsins. Íslendingar hérlendis sem erlendis. Þeir hafa þann tilgang að taka þátt í því að dreifa áfram skilaboðum hverju sinni til vina og ættingja hérlendis sem erlendis.
•
•
• • • •
Fólk sem vill vera fyrir utan hjörðina, vill vera sjálfstætt, eru þroskaðir ferðamenn en er samt mjög opið fyrir nýjungum. Fólk sem er öðruvísi en hinn „venjulegi“ ferða maður og vill fara á nýja og spennandi áfanga staði og er tilbúið að deila upplifunun sínum. Fólk sem vill fara í frí að vetri til. Fólk sem hefur áhuga á menningu annarra landa. Fólk sem hefur áhuga á því að upplifa og kynnast menningu, hugmyndum, lífstíl annars fólks. Fólk sem sækist eftir áskorunum og nýjungum.
Markaðssvæði Markaðssvæði verkefnisins eru öll þau svæði sem flogið er á allt árið.
Þema mánuðir Í upphafi verkefnisins var gerð lítil greining á hópi þeirra sem vilja sækja norðurslóðir að vetri til og út frá þeirri greiningu var markhópur verkefnisins skilgreindur. Markhópinn hefur fengið nafnið Hinn upplýsta ferðamaður, eða „The Enlightened tourist“. Skilgreiningin á hinum upplýsta ferðamanni er m.a.:
Unnið er með ákveðna þemamánuði í verkefninu og gert ráð fyrir því að smíða verkefni og umfjöllun í kringum þá. Dæmi um slíkt er Eldhús sem fjallað er um síðar. Sjá mynd með þemamánuðum þar sem áherslan er síðan alltaf að koma Íslandi á framfæri, Reykjavík, landssvæðum, verslun og þjónustu ásamt afþreyingu sem undirliggjandi áherslum.
— Áhersla er lögð á að ná fólki inn á vefinn og upplifa það sem er í boði og að lesa sögur frá þeim sem hafa verið hér og vilja deila sinni upplifun.
Vefur Vefurinn www.inspiredbyiceland.com er hjarta verkefnisins. Áhersla er lögð á að ná fólki inn á vefinn og upplifa það sem er í boði og að lesa sögur frá þeim sem hafa verið hér og vilja deila sinni upplifun. Vefurinn inniheldur upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni og á að vera hvetjandi fyrir þann sem heimsækir hann að kynna sér frekar þær tæplega 800 sögur sem þar eru, skrifaðar af erlendum gestum sem hafa heimsótt landið. Þá er einnig mikil áhersla lögð á að miðla Íslands tengdu efni á samfélagsmiðlum verkefnisins, og vekja athygli á serstöðu landsins, og ekki síður, einstakri menningu. Síðan er þeim aðilum sem taka þátt í verkefninu gerð sérstök skil en horft er til þess að gera viða miklar breytingar á vefnum fyrir lok september 2012 þar sem ekki þykir hafa tekist vel til við þá uppsetningu og tengingu við samstarfsaðila.
Markaðssetningin á netinu og þar með vefnum felst í að elta uppi þá sem hafa sýnt Íslandi áhuga með birtingu netauglýsinga á skilgreindum síðum, og hins vegar rafrænni dreifingu á fréttaefni fyrir net. Einnig er áhersla lögð á svokallaða Pay Per Click (PPC) herferð á netinu í gegnum Google ads og Facebook ads. Markmiðið með PPC herferð er að skapa sýnileika og auka finnanleika á leitar vélum Google gagnvart þeim mörgu leitarorðum eða -setningum sem geta veitt aukna umferð á vef Inspired by Iceland. Aukning heimsókna á vef Inspired by Iceland er 62% meiri en á sama tímili frá árinu áður eða frá október 2010-apríl 2011 og síðan október 2011-apríl 2012. Aukningin hefur mest orðið 133% á milli mánaða.
62% Aukning heimsókna á vef Inspired by Iceland er 62% meiri en á sama tímili frá árinu áður.
— Af vef Inspired By Iceland þar sem forseti Ísland, Ólafur Ragnar Grímsson, hóf átakið formlega og bauð erlenda ferðamenn velkomna.
Haustátak október – nóvember 2011 Samhliða vinnu við útboð var unnið að haustátaki sem samþykkt var að fara í til að markaðssetja veturinn 2011 –2012. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar ráðherra, ýtti átakinu úr vör í Hörpu þann 10. október. Þar skrifuðu hagsmunaaðilar undir samning að viðstöddu fjölmenni. Hugmyndin að baki haustátakinu var að fá venju lega Íslendinga til að sinna hlutverki gestgjafans og leyfa erlendum ferðamönnum að upplifa hina sönnu íslensku gestrisni. Voru Íslendingar beðnir um að bjóða heim í pönnukökur, kjötsúpu, út að hlaupa, út að labba með hundinn, o.s.frv.
staðfest þátttöku í þeim heimboðum sem heilluðu. Mikil ánægja var með þessi heimboð en um 150 slík voru skráð á tímabilinu og rúmlega 700 erlendir ferðamenn sóttu þau og deildu sögum sínum á samfélagsmiðlum í framhaldinu.
Íslander Íslander er stutt 11 mínútna heimildarmynd sem framleidd í tengslum við heimboðin í haust átakinu. Leikstjóri hennar er Rupert Murrey. Ákveðið var að frumsýna myndina í samstarfi við Huffington Post (sjá síðar) og ná þannig meiri dreifni. Myndin er einnig til í styttra formi eða 1 mínútu og 4 mínútum til sem gott er að nota í kynningum.
Markaðssvæði: Þau markaðssvæði sem sérstök áhersla var lögð á í þessum hluta með hefðbundnum birtingum eða auglýsingum var: Amsterdam, London, París og Seattle. Almannatengsl og samfélagsmiðlar náðu síðan til annarra svæða sem tilheyra þeim markaðssvæðum sem unnið er með. Við val á markaðssvæðum fyrir auglýsingarnar var horft sérstaklega t til bókunarstöðu og framboðs á flugi. Átakið hófst formlega þann 10. október. Þá var frumflutt myndband með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, þar sem hann bauð erlendum ferðamönnum heim að Bessastöðum í pönnukökur og íslenskt grænmeti. Fleiri ráðamenn buðu heim. Katrín Júlíusdóttir bauð gestum í fótabað í heita laug á Seltjarnarnesi og Jón Gnarr borgarstjóri bauð í íslenskt sushi í Höfða. Samfélagsmiðlar og vefur spiluðu sem áður stóran þátt í þessu átaki. Íslendingar gátu sett heimboð sín inn á vef Inspired by Iceland og þar gátu erlendir ferðamenn
Jól og aðventa Í desember var markmiðið að kynna íslenskar jólahefðir og jólasveinana þrettán og sögu þeirra. Framleitt var kynningarmynd um jólasveinana í Dimmuborgum í samvinnu við Markaðsstofu Norðurlands. Heimboð jólasveinanna voru síðan sett á vefinn og gátu erlendir ferðamenn heimsótt þá á aðventunni. Samhliða þessu voru jólasveinarnir kynntir á samfélagsmiðlum með myndum Brian Pilkington og sögu hvers og eins. Segja má að samfélagsmiðlarnir hafi tekið mjög vel í þetta uppátæki, en 2.186 aðdáendur líkuðu við daglegar færslur um jólasveinana og 2.469 deildu færslunum áfram á Facebook, ásamt því að nokkur þúsund hafa horft á myndbandið á vimeo.
— Heilsíðuauglýsing frá haustátakinu sem fór í erlenda prentmiðla.
Áhrif haustátaksins
Kynningarefni og birtingarplön
Haustátakið skilaði umfjöllun miðla í 57 löndum um heim allan og er verðmæti þeirrar umfjöllunar metið á 1,7 milljarð íslenskra króna (£9,4 m.). Þegar mælt er út frá ferðatengdum leitarorðum var Ísland í efsta sæti yfir áfangastaði og var um að ræða 55% aukningu frá fyrra átaki. Mælingar á jákvæðu viðhorfi og ummælum sýna fram á 165% aukningu frá fyrra átaki (2010-2011) í ummælum á netinu. Heimboð Íslendinga var umtalaðasta landkynningarherferðin í heiminum á meðan heim boðunum stóð í október og nóvember.
Framleiddar voru auglýsingar fyrir vef- og sam félagsmiðla, í erlenda prentmiðla og auglýsinga pláss í lestarstöðvum. Einnig voru framleidd myndbönd til notkunar á vef og samfélagsmiðlum. Framleiddar voru blaðaauglýsingar til birtingar á Íslandi og vefborðar með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að taka þátt í verkefninu. Einnig var framleitt kynningarefni sem dreift var í flugvélum Icelandair og Iceland Express sem kynntu átakið þeim ferðamönnum sem þegar voru á leið til landsins. Samhliða því var kynningarefni á hverju hótelherbergi, hótelafgreiðslum, bíla leigubílum ásamt upplýsingamiðstöðvum um land allt. Nánari upplýsingar um birtingarplön og niðurstöður er að finna á vinnusvæði verkefnisins www.iceland.is/islandalltarid.
165% Mælingar á jákvæðu viðhorfi og ummælum sýna fram á 165% aukningu frá fyrra átaki (2010-2011) í ummælum á netinu.
— Eldhúsið bauð erlenda ferðamenn velkomna í mat m.a. í Bláa Lóninu.
Vorátak mars – maí 2012 Í byrjun mars var vorátaki Inspired by Iceland ýtt úr vör með Eldhús – The little house of food. Í 12 daga var ferðast með lítið hús á hjólum um landið og stoppað á 12 stöðum. Markmiðið var að kynna íslenska matargerð, matarhönnun og matarmenningu fyrir erlendum ferðamönnum, sem gafst færi á að sækja matarboð í Eldhúsið og upplifa íslenska matargerð á heimsmæli kvarða. Eldhúsið hýsti 4 gesti auk gestgjafa og matreiðslumeistara, en gestir fengu ekki að vita fyrirfram hver matreiðslu-maður dagsins væri né hvað væri borið á borð fyrir þá. Fyrsta daginn var Eldhúsið staðsett á Reykjavíkurtjörn og voru erlendir ferðamenn fluttir í húsið á bátum. Á þessum 12 dögum þáðu um 50 erlendir ferða menn boð í Eldhúsið. Ferðamennirnir deildu upplifun sinni á samfélagsmiðlum sem dreifðist áfram um samfélagsmiðla Inspired by Iceland. Fjölmörgum blaðamönnum var boðið til landsins í tengslum við Eldhús – The little house of food. Þessir blaðamenn komu frá miðlum líkt og: Metro frá Bretlandi, Huffington Post frá Bretlandi, Hellocotton.fr frá Frakklandi, Kulturebloggen frá Svíþjóð, Arthurstocherkocht frá Þýskalandi og Serious Eats frá Bandaríkjunum. Vorátakinu var ekki beint á neina ákveðna markaði með hefðbundum birtingum heldur var eingöngu um herferð í gegnum almannatengsl og samfélagsmiðla að ræða. Einnig var farið í PPC herferð (PAY PER CLICK) á Facebook. Birtar voru auglýsingar á strætóskýlum í miðbæ Reykjavíkur til þess að ná til þeirra ferðamanna sem þegar voru í Reykjavík þegar vorátakinu var ýtt úr vör. Í framhaldi af HönnunarMars var Eldhúsinu breytt í hönnunarhús; Eldhús – The little house of design. Fjórum nemendum frá Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku sem stunda nám við Chelsea College of Art and Design var boðið að koma til landsins og kynnast íslenskri hönnun og vinna verkefni með íslenskum hönnuðum sem
verður liður í lokaverkefni þeirra við skólann. Nemendurnir eyddu fjórum dögum hér og hittu á þeim tíma fjóra íslenska hönnuði og unnu með þeim í þeirra vinnustofum og í Eldhúsinu. Nemendur blogguðu um vinnuna á meðan á dvöl þeirra stóð og birtust myndir og upplýsingar á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland. Markmiðið var að kynna íslenska hönnun og fá erlenda gesti til þess að fyllast andagift af íslenskri hönnun og að þessir fjórir nemendur myndu nýta sér þessa íslensku andagift í sinni hönnun þegar heim er komið. Þetta átak er enn í gangi og má lesa um hönnuðina, nemendurna og veru þeirra hér á landi á samfélagsmiðlum verkefnisins. Fjölmörgum blaðamönnum var boðið til landsins í tengslum við Eldhús – The little house of design. Þessir blaðamenn komu frá miðlum líkt og: Trendland. com frá Bandaríkjunum, Glass frá Bretlandi, Computerarts.co.uk frá Bretlandi, Whudat.com frá Þýskalandi.
Huffington Post Ákveðið var þessu til viðbótar að fara í samstarf við Huffington Post, AOL og GoViral. Þar sem allir miðlar þeirra yrðu notaðir til þess að koma Inspired by Iceland á framfæri. Grunnurinn í því samstarfi var sérstök síða á Huffington Post þar sem Ísland var í forgrunni. Samstarfið stóð yfir í 6 vikur frá mars og fram í apríl. Á þessu tímabili var um að ræða þrískipt þema; frumsýning á kvik myndinni Íslander, Eldhús – The little house of food og svo Eldhús – The little house of design. Á þessari sérstöku Íslandssíðu var hægt að lesa daglegt blogg frá ferðum Eldhús – The little house of food, blogg frá kvikmyndaframleiðandnum Rupert Murrey og um upplifun hans af Íslandi en hann var einmitt leikstjóri heimildarmyndarinnar Íslander ásamt mörgum fleirum almennum upplýsingum um Ísland.
— 347.532 horfðu á Íslander kvikmyndina á 6 vikna tímabili herferðarinnar
Áhrif vorátaksins Vorátakið þ.e. Eldhúsið – The little house of food og samstarfið við Huffington Post skilaði 687 milljón „impressions“ þvert yfir rafræna miðla. Verðmæti þeirrar umfjöllunar sem skapaðist er metin á 1,2 milljarð íslenskra króna (£6,8 m.). Um 3000 miðlar á markaðssvæðum Inspired by Iceland fjölluðu um vorátakið. Umtal um Inspired by Iceland á Google fór úr 47.900 í 106.200 á einum mánuði. Samstarfið á milli Inspired by Iceland og Huffing ton Post er það fyrsta sem átt hefur sér stað sameiginlega hjá miðlunum Huffington Post, Go Viral og AOL. Samstarfið skilaði tvöfalt fleiri áhorfum á myndband en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kvikmyndin Íslander og myndbandið um Eldhús – The little house of food náðu mesta hlutfalli smella „click through rate“ sem hefur mælst hjá AOL, ritstjórnargreinar voru birtar í miðlum á helstu mörkuðum Inspired by Iceland og hlutfall mælinga á Íslandi sem hugsanlegs áfangastaðar tvöfaldaðist á þessu tímabili.
Úrtakið náði til lesenda Huffington Post og var þeim boðið að taka þátt í könnun um Ísland. 1.277 manns luku við könnunina. 69% höfðu séð efni um Ísland á vefum Huffington Post, 39% ekki. Niðurstöður úr þeirri rannsókn eru meðal annars: 69% þeirra sem svöruðu könnuninni höfðu séð efni um Ísland á vefum Huffington Post. 54% þeirra sem höfðu séð efni um Ísland sögðu að Ísland væri eftirsóttasti staðurinn til þess að fara í næsta frí til, 19% sögðu Noreg, 9% sögðu Þýskaland , 7% sögðu Svíþjóð , 7% sögðu Finnland og 5% sögðu Pólland. Hlutfall þeirra sem geta hugsað sér Ísland sem næsta áfangastað tvöfaldaðist á tímabilinu. 60% þeirra sem höfðu séð auglýsingar um Ísland sögðu að ferð til Íslands væri öðruvísi ferðalag, 33% sögðu að þetta væri „Trip of a lifetime“, 44% sögðust geta hugsað sé að fara í helgarferð til Íslands. Þau 5 atriði frá herferðinni sem höfðu mest áhrif á lesendur voru:
Frekari niðurstöður: • • • • •
347.532 horfðu á kvikmyndina á 6 vikna tímabili herferðarinnar 23,1% hlutfall smella sem það mesta sem hefur mælst hjá AOL 2.949 klukkustundir í áhorf á myndböndin 231% framyfir áætlað áhorf
Á þessu 6 vikna tímabili hefur vorherferðin skilað meira en 21,2 milljóna fjölmiðla áhrifum „impressions“, yfir 340.000 áhorfum á myndböndin um Íslander og Eldhús – The little house of food.
RANNSÓKN Á VEGUM HUFFINGTON POST Samkvæmt greiningu sem Huffington Post gerði á meðal lesenda í Bretlandi þá tvöfaldaðist löngun á því að taka Ísland til greina sem áfangastaðar fyrir næsta frí. Könnunin var framkvæmda dagana 5. – 23. mars 2012.
• • • •
Gefur þá tilfinningu að það sé þess virði að heimsækja Ísland Gefur þá tilfinningu að ferð til Íslands sé ævintýri Upplýsti mig um Ísland Veitir mjög góðar upplýsingar um Ísland Mjög óhefðbundin auglýsingaherferð
Viðburðir Um páskana var streymt beint frá hátíðinni Aldrei fór ég suður á vef Inspired by Iceland. Útsendingin hófst að kvöldi föstudagsins langa 6. apríl og stóð fram á sunnudagsmorgun 8. apríl. Rúmlega 36.000 manns horfðu á streymið frá vef Inspired by Iceland og var um 50% af því erlent áhorf sem er mikil aukning frá árinu áður þegar um 25.000 manns horfðu.
687m Vorátakið skilaði 687 milljón „impressions“ þvert yfir rafræna miðla.
1200M Verðmæti þeirrar umfjöllunar sem skapaðist er metin á 1,2 milljarð íslenskra króna
3000
Um 3000 miðlar á markaðssvæðum Inspired by Iceland fjölluðu um vorátakið.
— Ef skoðaðar eru tölur sérstaklega yfir komu ferðamanna frá þeim 4 mörkuðum sem haustátaki Ísland – allt árið var stefnt að, Amsterdam, London, París og Seattle, að þá má sjá aukningu um 31%
Heildarniðurstaða fyrir tímabilið september 2011-maí 2012. Ef horft er á heildarniðurstöðuna fyrir þetta tímabil út frá þeim markmiðum sem sett voru í upphafi verkefnisins þá má sjá að:
Að fjölga ferðamönnum utan háannar um 100.000 frá september 2011 – september 2014 eða um 12% á ári •
Markmið: Að styrkja ímynd Íslands sem áfangastað ferðamanna allt árið um kring •
•
•
Í könnun MMR sem gerð var í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku í maí 2012 kom í ljós að 52,3% íbúa þessara landa hefðu jákvætt viðhorf til Íslands sem ferðamannastaðar að jafnaði. Horft til einstakra landa má sjá að hlutfall þeirra sem sögðust jákvæðir í garð Íslands var lægst í Bretlandi (42,1%), en hæst í Frakklandi (58,2%). Niðurstaðan nú er heilt yfir jákvæðari fyrir Ísland en verið hefur á undanförnum árum. Um 28% svarenda í þessum löndum sögðu líklegt að þeir myndu heimsækja Ísland í framtíðinni. Hæst var hlutfallið í Danmörku, en 34,2% Dana sögðu líklegt að þer myndu sækja Ísland heim í framtíðinni, samanborið við 30,8% Frakka, 26,5% Þjóðverja og 20,9% Breta. Í könnuninni var einnig spurt um áhuga fólks í þessum löndum til að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina (september til og með apríl). Niðurstaðan er í senn athygliverð og ánægjuleg en 28,6% íbúa þessara landa sögðu að þeir gætu hugsað sér að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina. Mikill munur var aftur á móti milli landa. Þannig voru 42,1% Þjóðverja sem sögðust geta hugsað sér að ferðast til Íslands á þessu tímabili, samanborið við 32,6% Breta, 23,0% Frakka og 16,7% Dana.
Ef borin eru saman tímabilin október 2010-apríl 2011 og sama tímabil fyrir 20112012 þá er aukning erlendra ferðamanna milli ára 16,79%. (byggt á tölum frá Ferða málastofu). Ef skoðaðar eru tölur sérstaklega yfir komu ferðamanna frá þeim 4 mörkuðum sem haustátaki Ísland – allt árið var stefnt að, Amsterdam, London, París og Seattle, að þá má sjá aukningu um 31% ef borin eru saman þessi sömu tímabil.
Að auka verslun erlendra ferðamanna þannig að endurgreiðsla af VSK til ferðamanna utan háannar aukist úr 560 milljónum í 800 milljónir á tímabilinu •
Sjá má af tölum frá TaxFree Worldwide að ef borin eru saman tímabilin september 2010 – apríl 2011 á móti september 2011 – apríl 2012 að heildarsala til erlendra ferðamanna hefur aukist um 29%.
Vinnusvæði Á vinnusvæði Ísland – allt árið má finna allar upplýsingar um verkefnið, s.s. verk- og markaðs áætlun, notkunarheimild á vörumerki Inspired by Iceland, útgáfur af vörumerkinu, fréttir, fjölmiðlaumfjallanir, tölulegar upplýsingar o.fl. Þarna eru settar inn allar upplýsingar sem þátttakendur í verkefninu geta nýtt sér og þurfa að vita af. Hvetjum við þátttakendur til þess að kynna sér og nýta sér það efni sem framleitt er eins mikið og hægt er. Vinnusvæðið er á www.iceland.is/islandalltarid