Horses of Iceland (Icelandic)

Page 1

UPPBYGGING VÖRUMERKIS Þessi bæklingur um uppbyggingu vörumerkisins Íslenski hesturinn, er leiðarvísir til þeirra sem koma til með að sinna markaðssetningu á íslenska hestinum erlendis. Bæklingurinn er ekki hugsaður sem kynningarefni eða til dreifingar á almennum markaði.


STOÐIR VÖRUMERKISINS Stoðir vörumerkisins eru grunnurinn að þeim sögum sem við viljum segja af íslenska hestinum. Hver stoð hefur svo að geyma útgangspunkt eða áherslur hverrar sögu fyrir sig.


STOÐIR VÖRUMERKISINS REIÐHESTURINN

SAGA ÍSLANDS OG MENNING

ÆVINTÝRI OG FÉLAGSSKAPUR

NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRUNA

SAMFÉLAG ÍSLENSKA HESTSINS

Að vera hestamaður er lífsstíll.

Stofn íslenska heststins er upprunalegur.

Saga íslenska hestsins er samofin sögu Íslands.

Íslenski hesturinn veitir okkur frelsi.

Í gegnum hestinn upplifum við útiveru á einstakan hátt.

Hann býr yfir fimm gangtegundum þ.m.t. skeiði og tölti.

Hann var þarfasti þjónn okkar í aldaraðir.

Hann hvetur til útiveru og gæðastunda með fjölskyldu og vinum.

Við komumst í snertingu við töfra náttúrunnar og torfærur milliliðalaust.

Hann er uppspretta sagna, söngva og skemmtunar.

Við njótum frelsis, friðar og fetum nýjar slóðir.

Hann er geðgóður, meðfærilegur, viljugur, þrautseigur og fjölhæfur.

Hann er ein af hetjum Íslendingasagnanna.

Hann eflir tengsl okkar hvert við annað og veitir lífsfyllingu.

Fagmennska, menntun og vel mótaðir staðlar einkenna starfið í kringum íslenska hestinn. WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, er einstakur á heimsvísu.


KARAKTER VÖRUMERKISINS Karakter vörurmerkisins gefur til kynna þann tón og talsmáta sem skal einkenna allt markaðsefni og er jafnframt leiðarljós í öllum aðgerðum. Vörumerkið Íslenska hestinn ber að skilja í víðu samhengi og sem samnefnara fyrir alla þá ölbreyttu starfsemi sem tengist hestinum og samfélagi hestamanna um heim allan.


KARAKTER VÖRUMERKISINS ÁN TILGERÐAR

Íslenski hesturinn er laus við alla tilgerð en um leið heillandi. Hann er meðfærilegur, ölhæfur og þrautseigur. Hann tekur öllum fagnandi og á skilið fólk með brennandi áhuga á hestamennsku.

ÓSVIKINN

Íslenski hesturinn hefur verið okkar þarfasti þjónn frá því Ísland var numið og sinnt sínu hlutverki með glæsibrag. Hann er náttúra Íslands holdi klædd, frjáls og ósvikinn.

ÆVINTÝRAGJARN

Íslenski hesturinn opnar fyrir þér ævintýraveröld sem er mörgum hulin. Veröld sem er rík í litum og áferð og eilíf uppspretta sagna og söngva.

KRAFTMIKILL

Íslenski hesturinn er náttúruafl í sjálfu sér, óspjallaður og kraftmikill. Í þann kraft sækjum við með margvíslegum hætti okkar lífsþrótt og gleði.

TEKUR ÞÉR FAGNANDI

Íslenski hesturinn er frumforsenda og drifkraftur samfélags sem býr að gríðarlegri þekkingu á eðli hans og anda. Samfélag sem tekur þér opnum örmum og leggur mikið upp úr vináttu, félagsskap og lífsgleði.


RAMMI VÖRUMERKISINS

LEIÐIN AÐ SÝNINNI

AÐ TENGJA HESTAMENN NÁNAR VIÐ NÁTTÚRUNA

AÐ ÍSLENSKI HESTURINN VERÐI ÞEKKTUR Á HEIMSVÍSU SEM HINN NÁTTÚRULEGI REIÐHESTUR

SÝN

STAÐFÆRSLA

KARAKTER

STOÐIR

HINN NÁTTÚRULEGI REIÐHESTUR

ÁN TILGERÐAR

ÓSVIKINN

ÆVINTÝRAGJARN

KRAFTMIKILL

TEKUR ÞÉR FAGNANDI

REIÐHESTURINN

SAGA ÍSLANDS OG MENNING

ÆVINTÝRI OG FÉLAGSSKAPUR

NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRUNA

SAMFÉLAG ÍSLENSKA HESTSINS


STAÐFÆRSLA Staðfærsla skilgreinir hvernig vörumerkið uppfyllir þarfir og langanir öðruvísi eða betur en samkeppnin og markar þar með sérstöðu vörumerkisins í huga neytandans.

Íslenski hesturinn er náttúra Íslands holdi klædd, einstakur, óspjallaður og ósvikinn. Hann er laus við alla tilgerð en að sama skapi gríðarlega kraftmikill, heillandi og ölhæfur. Aldagamalt hlutverk íslenska hestsins sem þarfasta þjónsins hefur vikið fyrir tækninýjungum en hlutverk hans í dag er ekki síður mikilvægt. Íslenski hesturinn opnar fyrir okkur stórbrotinn ævintýraheim. Sem reiðhestur sinnir íslenski hesturinn því hlutverki að veita okkur aðgang að samfélagi fólks þar sem vinátta, félagsskapur og lífsgleði er öðru mikilvægara og sem reiðhestur sinnir íslenski hesturinn því hlutverki enn fremur að tengja hestamenn nánar við náttúruna. Hlutverk sem hæfir hans upprunalegu eiginleikum og eðli fullkomlega.


SLAGORÐ Setning til birtingar í almennu markaðsefni sem fangar aðdráttarafl vörumerkisins eins og það hefur verið skilgreint í staðfærslu.

BRING YOU CLOSER TO NATURE


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.