hugmyndasamkeppni.is
Hugmynda samkeppni um skipulag Efstaleitis Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmynda samkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Hugmyndasamkeppnin felst í því að útfæra hugmyndir og tillögur að skipulagi lóðarinnar í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. Sjá adalskipulag.is. Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að for
sögn samkeppnislýsingar sem má sjá í PDF-skjali inna vefsíðunni hugmyndasamkeppni.is. Áhugasamir skulu fylla út í skjal (forvalstöflu) sem er aðgengilegt inn á vefsíðunni og senda nafn/nöfn þátttakenda ásamt samantekt á þátttöku og árangri í öðrum samkeppnum og sambærilegum verkefnum til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúa, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík, merkt „RÚV – lóðin hugmyndasamkeppni, forvals nefnd“ fyrir lok dags, 9. mars 2015.