Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið
RÚV lóð við Efstaleiti Hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins Forval Gerðar eru lágmarkskröfur um hæfni aðila/teymi (umsækjenda) til að öðlast þátttökurétt. Gefin eru stig fyrir þátttöku og árangur í samkeppnum á liðnum árum. Þeir sem flest stig hafa eru valdir til þátttöku í keppninni. Krafa er um að aðilar/teymi séu sérfræðingar og hafi rétt til að leggja inn aðaluppdrætti eða skipulagsuppdrætti. Aðilar/teymi fylla út töflu á næstu síðu . Tafla þessi og stigagjöf verður mat umsækjenda á eigin hæfi. Forvalsnefndin mun fara yfir matstöflur. Stigagjöf í forvali: A) Hvert sambærilegt verkefni við það sem hér um ræðir - (þróun skipulags á byggðu svæði -í sambærilegu umfangi): 6 stig, hámarksstigafjöldi 18 stig. B) 1.-3. sæti í : í hönnunar/skipulagssamkeppni 5 stig, hámarksstigafjöldi 15 stig. C) Innkaup eða viðurkenning fyrir athyglisverða tillögu hönnunar/skipulagssamkeppni: 3 stig, hámarksstigafjöldi 9 stig. Síðustu 15 ár D) Þátttaka í samkeppni 1 stig, hámarksstigafjöldi 5 stig. E) Önnur störf - (t.d fræðistörf (útgáfa), störf á opinberum vettvangi, (hámark 5 stig) Heimilt er að leggja fram fleiri en eitt verkefni fyrir hvern lið. (lágmark 35 -hámark 52 stig) Í forvalinu er miðað er við að velja 5 umsækjendur sem uppfylla 35 stig til þátttöku í hugmyndasamkeppninni. Ef fleiri en fimm umsækjendur uppfylla 35 stig verða tveir stigahæstu valdir til þátttöku. Ef fleiri en tveir verða stigahæstir verður dregið um þessi tvö efstu sæti þeirra á milli. Dregið verður um hin þrjú SKIPULAGSFULLTRÚI BORGARTÚN 12-14 105 REYKJAVÍK SÍMI 411 1111 BRÉFASÍMI 411 3071 NETFANG: SKIPULAG@REYKJAVIK.IS
sætin sem eftir eru úr hópi allra umsækjanda sem uppfylla 35 stig. Ef færri en 5 umsækjendur uppfylla 35 stig eru valdir 5 stigahæstu umsækjendurnir til þátttöku. Forvalsnefnd skipa eftirfarandi aðilar: Borghildur Sturludóttir arkitekt - RVK Lilja Grétarsdóttir arkitekt - RVK Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri - RÚV Þórarinn Þórarinsson arkitekt - AÍ
Fylla skal inn í töfluna á næstu blaðsíðu, prenta út og senda til Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „RÚV – lóðin hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd“ fyrir lok dags, 9. mars 2015.
Nafn/nöfn þátttakenda:
Samsetning teymis, fagstéttir:
Tengiliður teymis:
Netfang:
Símanúmer:
1.Heiti verkefnis, ártal og/eða sæti í samkeppni/innkaup/viðurkenning A) þróun skipulags á byggðu svæði -í sambærilegu umfangi): 6 stig, – hámark 18 stig B)
1.-3. sæti : í hönnunar/skipulagssamkeppni 5 stig – (síðustu 15 ár) hámark 15 stig
C) Innkaup eða viðurkenning fyrir athyglisverða tillögu hönnunar/skipulagssamkeppni: 3 stig – (síðustu 15 ár) hámark 15 stig
2.Heiti verkefnis, ártal og/eða sæti í samkeppni/innkaup/viðurkenning
3.Heiti verkefnis, ártal og/eða sæti í samkeppni/innkaup/viðurkenning
D) Þátttaka í samkeppni 1 stig, – (síðustu 15 ár) hámark 5 stig
E) Önnur störf - (t.d fræðistörf (útgáfa), störf á opinberum vettvangi, (hámark 5 stig) hámark 6 stig
1. 2. 3. 4. 5.
Samtals stigafjöldi:
___________ bls. 3