Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið
Drög að forsögn fyrir samkeppnislýsingu Janúar 2015
Reykjavíkurborg og RÚV í samstarfi við Arkitektafélag Íslands
SKIPULAGSFULLTRÚI BORGARTÚN 12-14 105 REYKJAVÍK SÍMI 411 1111 BRÉFASÍMI 411 3071 NETFANG: SKIPULAG@REYKJAVIK.IS
Efnisyfirlit
1
Forsagan
3
1.1
Inngangur - almennt um svæðið
3
1.2
Forsaga
3
2
Forsendur
4
2.1
Borgarhluti
4
2.2
Hverfið/svæðið
5
2.3
Samkeppnissvæði
5
2.4
Orkuveita Reykjavíkur
7
2.5
Efstaleiti 1 / RÚV lóðin
7
2.6
Íbúðasamráð
7
3
Viðfangsefni samkeppninnar
8
3.1
Meginmarkmið
8
3.2
Einkenni skipulags
8
4
Tilhögun samkeppni
9
4.1
Almennt um tilhögun
9
4.2
Lykildagsetningar (áætlun)
9
4.3
Forval
9
4.4
Keppnisgögn
10
4.5
Skipun dómnefndar
11
4.6
Skil á gögnum
11
4.7
Fyrirspurnir og skil
11
1
Aðragandi
1.1
Inngangur - almennt um svæðið Reykjavíkurborg og RÚV efna til hugmyndasamkeppni um svæðið sem afmarkast af Listabraut í norðri, Háaleitisbraut í austri, Bústaðavegi í suðri og Efstaleiti í vestur samkvæmt forsögn þessari og gildandi samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands.
Yfirlitsmynd af samkeppnissvæðinu
Ætlunin er að endurskoða uppbyggingamöguleika á lóð RÚV við Efstaleiti og samliggjandi lóðum innan reitsins. Endurskipuleggja á svæðið með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi. 1.2
Forsaga Í bréfi borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar til borgarráðs þann 14. október er varðar viðræður Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um húsnæðismál og nýtingu lóðar við Efstaleiti 1 gefur að líta eftirfarandi texta: „Lagt er til að settur verði á laggirnar vinnuhópur Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar og í honum eigi sæti tveir fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði, tilnefndir af sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, tilnefndur af skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, auk þeirra fulltrúa sem RÚV skipar. Hópurinn skal gera lýsingu/forsögn að skipulagi þar sem þarfir RÚV auk áherslna Reykjavíkurborgar í skipulagi um þéttingu og gæði byggðar verði hafðar að leiðarljósi. Eftir samþykkt lýsingar í umhverfis- og skipulagsráði yrði hún síðan hluti af samkeppnislýsingu fyrir skipulagssamkeppni um svæðið sem hópurinn myndi undirbúa. RÚV yrði í forsvari fyrir samkeppninni en með aðkomu Reykjavíkurborgar til að mynda í formi fulltrúa í dómnefnd samkeppninnar. Samhliða skipulagsvinnunni verði gengið frá nýjum samningum milli RÚV og Reykjavíkurborgar um lóðina og þær heimildir sem kunna að verða til við breytingar á deiliskipulagi“ Í framhaldinu var skipaður undirbúningshópur um verkefnið með fulltrúum RÚV og Reykjavíkurborgar: Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá T.ark (RÚV) Borghildur Sturludóttir, arkitekt, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa (RVK) Jón Kjartan Ágústsson, skipulagsfræðingur, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa (RVK) Lilja Grétarsdóttir, arkitekt, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa (RVK) bls. 3
Óli Örn Eiríksson deildarstjóri, SEA skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (RVK) Margrét Magnúsdóttir lögfræðingur, skrifstofustjóri (RÚV) Ríkharð Ottó Ríkharðsson rekstrarhagfræðingur, sjálfstætt starfandi ráðgjafi (RÚV) Borgarráð samþykkti þann 29.janúar 2015 drög að forsögn fyrir samkeppnislýsingu vegna hugmyndasamkeppni um lóðina að Efstaleiti 1. Í þeim drögum kemur m.a. fram í meginmarkmiðum eftirfarandi: Að huga að nánasta umhverfi svæðisins og tengingum við það. Hæðir húsa skulu taka mið af aðliggjandi byggð sem er allt að sex hæðir að vestanverðu og 2-3 hæðir að austanverðu. Á öðrum nærliggjandi þróunarsvæðum er gert ráð fyrir 40 - 150 íbúðum á hektara, sem þýðir um 170 til 660 íbúðir á lóðinni. Eflaust yrðu þær eilítið færri sé tekið tillit til grunnflatar Útvarpshússins. Sé gert ráð fyrir sambærilegri nýtingu og á öðrum þéttingarsvæðum, þar sem nýtingarhlutfall er allt að 1,0-2,5 yrði mögulegt heildarbyggingamagn á lóðinni á bilinu 45 til 112 þús. m2 (er Útvarpshúsið hluti af þessari stærð). Ef litið er til nágrannalóða eins Kringluna (Þ54) er áætluð aukning atvinnuhúsnæðis um 100 þúsund fermetrar, miðað við fullbyggt svæði, eða 100 íbúðir á hektara.
Þessi meginmarkmið hafa tekið breytingum , þannig að nú er stuðst við lágmark Aðalskipulagsins og að allar tillögur sem berast verða skoðaðar með almennum markmiðum AR að leiðarljósi, svo sem gæði byggðar og byggðarmynstur nærliggjandi reita. (sjá kafla 3.1 um „megin markmið“). Þann 23.02 2015 gerðu Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið með sér samkomulag um lóðarréttindi og byggingarrétt í tengslum við skipulagssamkeppnina. Reykjavíkurborg fær 20% af samþykktu byggingarmagni/íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar en þó aldrei fleiri en 40 íbúðir. Búsetuform á þessu svæði verður blandað; leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar íbúðir og/eða nýtt búsetuform Reykjavíkurborgar sem nefnt er „Reykjavíkurhús“. Félagsbústaðir hf. munu hafa kauprétt á markaðsverði, fyrir allt að 5% af íbúðum á lóðinni fyrir félagslegt leiguhúsnæði.
2
Forsendur
2.1
Borgarhluti Saga og þróun Það svæði sem fellur undir borgarhlutann Háaleiti-Bústaði tilheyrði aðallega tveimur jörðum þegar Reykjavík byrjar að byggjast upp, þ.e. jörðunum Bústöðum og Laugarnesi. Grensásinn liggur í norðursuður stefnu eftir hverfinu og hallar landi frá honum til austurs og vesturs. Fram undir seinni heimsstyrjöld þróaðist Reykjavík að mestu sem samfelld og heilsteypt byggð út frá einni þungamiðju í gömlu miðbæjarkvosinni. Borgarhlutinn liggur í um 50 – 60 m hæð yfir sjávarmáli. Staðhættir Landslag borgarhlutans einkennist af holtum og ásum en á milli þeirra voru eitt sinn mýrar sem hafa verið þurrkaðar upp. Mýri sem var í norðvestur hluta Háaleiti-Bústaða nefndist Kringlumýri. Langt og mikið holt sem liggur eftir borgarhlutanum miðjum frá vestri til austurs ber heitið Bústaðaholt (einnig nefnt Bústaðaháls). Stórar umferðagötur umlykja borgarhlutann, þvera, og skipta honum upp í hverfi og minni hverfiseiningar. Þau fjögur hverfi sem mynda borgarhlutann eru Háaleiti-Múlar, KringlanLeiti-Gerði, Bústaða- og Smáíbúðahverfi og Fossvogshverfi-Grófir.
bls. 4
Starfsemi: Eftirtaldir grunnskólar eru í borgarhlutanum: Breiðagerðisskóli (1.-7. bekkur), Háaleitisskóli í Álftamýri (1.-10. bekkur), Háaleitisskóli í Hvassaleiti (1.-7. bekkur), Fossvogsskóli (1.-7. bekkur) og Réttarholtsskóli (8-10. bekkur). Leikskólar eru 9 talsins, en dreifing þeirra er reyndar frekar ójöfn í hverfunum Kringlan-Leiti-Gerði og Bústaða- og Smáíbúðahverfi. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert er ráð fyrir að núverandi grunn- og leikskólar á þessu svæði geti tekið við auknum fjölda nemenda, en gera má ráð fyrir að hlutfall barna yngri en 16 ára lækki í hverfinu þegar líður á skipulagstímabilið. Mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi er í næsta nágrenni við svæðið þar sem m.a. má finna aðra af tveimur stærstu verslunarmiðstöðvum Reykjavíkur; Kringluna, auk ýmissa opinberra stofnana, svo sem framhaldsskóla, leik- og barnaskóla, heilbrigðisstofnanir, þjónustumiðstöð eldri borgara, auk skrifstofu og þjónustustarfsemi. Aðgengi að verslun og þjónustu telst því gott á þessu svæði Reykjavíkur. 2.2
Hverfið/svæðið Byggðarmynstur Hverfið Hvassaleiti-Kringlan-Leiti-Gerði er 82 ha að stærð og er fjöldi skráðra íbúða 1508 (Borgarvefsjá jan. 2014). Samkvæmt því er íbúðaþéttleiki 18,4 íbúðir/ha. Sé aðeins horft á skilgreind íbúðarsvæði í aðalskipulagi (61 ha) þá er íbúðaþéttleikinn í hverfinu 24,8 íbúðir/ha. Hvoru tveggja telst vera undir lágmarki viðmiðunargilda Reykjavíkurborgar. Áberandi er hversu margir íbúar eru yfir 67 ára aldri í Hvassaleiti Kringlan-Leiti-Gerði en hlutfall þeirra er 25% af íbúum sem er 14% hærra en hlutfall þessa aldurshóps í allri borginni. Lágt hlutfall er af minni fjölbýlishúsum (undir fjórum hæðum) í hverfinu samanborið við Reykjavík í heild en þar munar 17%. Fjöldi fermetra í atvinnuhúsnæði í hverfinu er um 138.100m2. Samgöngur Almenningssamgöngur gagnast íbúum fremur vel þar sem strætisvagnar ganga eftir öllum aðalgötunum sem umlykja svæðið auk þess sem strætisvagnaleið er eftir Háaleitisbraut og Listabraut. Biðstöðvar eru með 250-500 metra millibili sem telst vera gott með tilliti til viðmiðunargilda borgarinnar. Göturýmið almennt í hverfinu er breitt og því er hægt að gera á því breytingar íbúum, vegfarendum og umhverfi til heilla. Göturými Háaleitisbrautar er breitt og mögulegar þrengingar líkt og gert hefur verið á móts við Smáagerði við Austurver.
2.3
Samkeppnissvæði Reiturinn sem samkeppnissvæðið afmarkast af er Listabraut í norðri, Háaleitsbraut í austri, Bústaðavegur í suðri og Efstaleiti í vestri og er svæðið 58.774m2/5,9 ha að stærð, en sjálf RÚV lóðin er 43.915m2 eða 4,4 ha. Lóðin er vel staðsett miðsvæðis í borginni og bíður upp á mikla möguleika á hagkvæmri nýtingu á innviðum borgarinnar.
bls. 5
Kort af umhverfi samkeppnissvæðis ásamt lóðarmörkum
Aðalskipulag
Hluti þéttbýlisuppdráttar Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 RÚV reiturinn er skilgreindur sem þróunarsvæði Þ58 með landnotkunina miðsvæði M21. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 segir um þessar landnotkunarskilgreiningar: Þ58 „Samfélagsþjónusta og miðsvæði. Einkum stofnanir og opinber þjónusta. Áætluð aukning byggingarmagns um 5.000-10.000 fermetrar. Landnotkun nyrst á svæðinu breytist í miðsvæði.“ M21 „Listabraut. Skrifstofur og þjónusta. Einnig möguleiki á íbúðum.“ Í Aðalskipulagi segir ennfremur um miðsvæði (M): Á miðsvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi, stjórnsýslu og skrifstofum, veitingahúsum og hótelum. Einnig er gert ráð fyrir íbúðum á fjölmörgum miðsvæðum, einkum þó á efri hæðum bygginga. Miðsvæði þjóna ýmist öllu landinu, höfuðborgarsvæðinu öllu eða nokkrum íbúðarhverfum. Á miðsvæðum er almennt fjölbreyttari starfsemi en rúmast á verslunar- og þjónustusvæðum. bls. 6
Jafnframt segir um skilgreiningar á íbúðarbyggð (ÍB) í Aðalskipulaginu (AR2010-2030 bls. 204): “Á íbúðarsvæðum er almennt gert ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu.* Helstu þjónustukjarnar og stofnanir og útivistarsvæði eru afmörkuð sérstaklega á uppdrætti. Innan skilgreindra íbúðarsvæða er mögulegt að gera ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi enda sé um að ræða þrifalega starfsemi sem ekki veldur ónæði. *Undir nærþjónustu getur, auk opinberrar grunnþjónustu og dagvöruverslana, m.a. fallið almenn þjónustustarfsemi (s.s. hárgreiðsla), veitingastaðir í flokki I og eftir atvikum í flokki II, menningarhús, íþróttahús, gallerí og þrifalegur smáiðnaður.“
Deiliskipulag Í gildi eru deiliskipulagsáætlanir fyrir Efstaleiti, samþykkt 25. júlí 2007 og Efstaleiti 3, 5, 7 og 9 samþykkt 2. maí 2014. Á samþykktum lóðaruppdrætti fyrir Efstaleiti er kveðið á um frekari stækkunarmöguleika útvarpshúss en með þessari forsögn er hætt við þá stækkunarmöguleika. Í deiliskipulagi fyrir Efstaleiti 3, 5, 7 og 9 kemur meðal annars fram að heimildir séu fyrir fullar tvær hæðir og 3. hæð allt að 50% af grunnfleti núverandi húss. Stefnt er að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir samkeppnissvæðið sem tekur mið af sigurtillögu hugmyndasamkeppnarinnar. 2.4
Orkuveita Reykjavíkur Kvöð er um hitaveitulögn og aðkomu að henni, dreifistöð RR og aðkomu, jarðstrengi og gröft RR á nokkrum stöðum á lóð nr.1 við Efstaleit. Sjá nánar mæliblað. Hafa ber í huga að ef lögnin er færð þá er slíkt kostnaðarsamt (um 300.000 á meter) auk kostnaðar við að fjarlægja eldri lögn.
2.5
Efstaleiti 1 / RÚV lóðin Á lóðinni stendur Útvarpshúsið, höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins, 16.300 m2 að flatarmáli. Húsið er í grunnin 2 hæðir auk kjallara og turns sem er mest sex hæðir. Gert er ráð fyrir að hægt sé að breyta, byggja við eða breyta notkun Útvarpshússins. Áformað er að Ríkisútvarpið haldi áfram starfsemi í hluta húsnæðisins en aðrir hlutar þess verðir leigðir út til annarrar starfsemi. Útvarpshúsið er kennileiti í dag, keppendum er í sjálfsvals vald sett hvort þeir viðhaldi byggingunni sem kennileiti eða felli það inn í fyrirhugað byggingamynstur. Hér á landi og í nágrannalöndunum fá mikilvægar bygggingar, kennileiti, oft ákveðið helgunarsvæði. Lega Útvarpshússins, staðsetning og umfang þess gerir það að verkum að huga þarf vel að því hvernig byggt er að eða við húsið til að kennileitið fái áfram að njóta sín.
2.6
Íbúðasamráð Nú þegar hefur svæðið verið kynnt sem þróunar / uppbyggingarsvæði, en frekari kynning og fundir verða haldnir þegar að tillögur liggja fyrir.
bls. 7
3
Viðfangsefni samkeppninnar
3.1
Meginmarkmið
3.2
Áhersla er lögð á að samkeppnissvæðið verði með yfirbragði góðrar byggingarlistar og að skipulagstillögur í samkeppni taki mið af meginmarkmiðum og framtíðarsýn Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um þéttingu byggðar, græna borg og borg fyrir fólkið.
Að koma með framsæknar skipulagshugmyndir um nýja blandaða byggð, spennandi almenningsrými og fyrirkomulag vistvænna samgöngumáta.
Að nýta þær byggingar sem fyrir eru í nýju og/eða breyttu samhengi, eftir því sem kostur er og við á.
Að huga að nánasta umhverfi svæðisins og tengingum við það. Hæðir húsa skulu taka mið af aðliggjandi byggð sem er allt að sex hæðir að vestanverðu og 2-3 hæðir að norðanverðuaustanverðu
Að eitt af megin viðfangsefni samkeppninnar verður að horfa til skipulags svæðisins með tilliti til fyrirkomulags og þéttleika byggðarinnar, keppendur eru hvattir til þess að skoða vel möguleika er þetta varðar. Ef þéttleiki verður meiri en fram kemur í AR (þar sem kveðið er á um lágmark 60 íbúðir á hektara) verður tekin afstaða til þess út frá öðrum megin markmiðum svo sem gæðum byggðarinnar og byggðamynstri nærliggjandi reita.
Einkenni skipulags Eftirfarandi þættir skulu einkenna skipulag svæðisins:
Samfélag: Byggja skal í samræmi við Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020 og stuðla þannig að uppbyggingu leigumarkaðar og félagslegri blöndun íbúa. Búsetuform verði blönduð; eignaríbúðir, leiguíbúðir og búsetuíbúðir. Stefnt verði að því að 20-25% íbúða í hverfum verði leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða Nýju Reykjavíkurhúsin. Einnig verði stefnt að því að Félagsbústaðir hf. hafi kauprétt fyrir allt að 5% íbúða fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Rökréttar tengingar nýrrar byggðar við nærliggjandi umhverfi. Fjölbreytt fyrirkomulag íbúðarhúsnæðis og ber því að taka tillit til aldursamsetningar innan hverfisins þegar farið er í að þétta byggð og ákvarða tegund íbúða fyrir svæðið. Gæði byggðar: Áhersla er lögð á 2-6 hæða byggð. Heildstæðar götumyndir og blönduð, fjölbreytt byggð íbúðarhúsnæðis, skrifstofa, verslana og þjónustu. Hagkvæm borgarþróun sem styður við vistvæna ferðamáta og hagkvæma nýtingu innviði borgarinnar. Samgöngur: Virkir samgöngumátar verði í fyrirrúmi, þ.e. umferð gangandi og hjólandi. Aðgengi fyrir almenningssamgöngur verði sett í forgang. Tengja svæðið við miðsvæði Kringlunnar og nágrenni, ásamt grænum svæðum í kring. Samgöngulausnir sem styðja við samgöngumarkmið í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur. bls. 8
Vistkerfi og minjar: Að tryggja náttúrulegan fjölbreytileika lands, lífríkis og menningaminja með markvissri verndun og viðhaldi.
Orka og auðlindir: Stuðla þarf að sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda, svo sem vatns, rafmagns og lands. Auka kolefnisbindingu með gróðri. Sýna lausnir um endurvinnslu og markvissri úrgangsstjórnun.
Mannvirki: Vistvænar lausnir í byggingartækni og mannvirkjagerð. Blöndun af fjölbreyttum íbúðastærðum og gerðum.
4
Tilhögun samkeppni
4.1
Almennt um tilhögun Stefnt er að því að samkeppnin verði lokuð hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins og að valdir verði fimm aðilar/teymi að undangengnu forvali. Allir þátttakendur fá greitt fyrir tillögur sínar kr.750.000 auk vsk. RÚV í samstarfi við Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Greitt verður aukalega kr. 1.500.000 auk vsk. fyrir verðlaunatillögu. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu verður ekki bundin við þátttakendur eða verðlaunahafa eingöngu. Keppnin stendur yfir í 2 mánuði frá afhendingu gagna til skila. Allar tillögur verða til sýnis almenningi meðan dómnefnd er að störfum. Nafnleynd hvílir á framlögðum tillögum þar til dómnefnd hefur skilað áliti sínu. Gert er ráð fyrir að ein tillaga verði valin Verðlaunatillaga. Allar tillögur og öll samskipti verða á íslensku. Þátttakendur fá greitt eftir að skilagögn hafa borist og tillögur dæmdar, að því gefnu að teymið hafi unnið tillögur sínar í samræmi við keppnislýsingu og kröfur sem lagðar hafa verið fram þar. Valin teymi fá afhent gögn og eftir það skulu öll samskipti vera við trúnaðarmann.
4.2
Lykildagsetningar (áætlun) Samráð og forval auglýst Forvals umsóknarfrestur Niðurstöður forvals Samkeppni hefst Fyrirspurnarfrestur Svör við fyrirspurnum Skil á gögnum Dómnefnd lýkur störfum
4.3
janúar 2015 febrúar 2015 mars 2015 mars 2015 mars 2015 apríl 2015 maí 2015 júní 2015
Forval Gerðar eru lágmarkskröfur um hæfni aðila/teymi (umsækjenda) til að öðlast þátttökurétt. Gefin eru stig fyrir þátttöku og árangur í samkeppnum á liðnum árum. Þeir sem flest stig hafa eru valdir til bls. 9
þátttöku í keppninni. Krafa er um að aðilar/teymi séu sérfræðingar og hafi rétt til að leggja inn aðaluppdrætti eða skipulagsuppdrætti. Aðilar/teymi fylla út töflu sem er aðgengileg á uppgefnu vefsvæði í auglýsingu. Tafla þessi og stigagjöf verður mat umsækjenda á eigin hæfi. Forvalsnefndin mun fara yfir matstöflur.
a) b) c) d) e)
Stigagjöf í forvali: Hvert sambærilegt verkefni við það sem hér um ræðir - (þróun skipulags á byggðu svæði -í sambærilegu umfangi): 6 stig, hámarksstigafjöldi 18 stig. 1.-3. sæti í : í hönnunar/skipulagssamkeppni 5 stig, hámarksstigafjöldi 15 stig. Innkaup eða viðurkenning fyrir athyglisverða tillögu hönnunar/skipulagssamkeppni: 3 stig, hámarksstigafjöldi 9 stig. Síðustu 15 ár Þátttaka í samkeppni 1 stig, hámarksstigafjöldi 5 stig. Önnur störf - (t.d fræðistörf (útgáfa), störf á opinberum vettvangi, (hámark 5 stig) Heimilt er að leggja fram fleiri en eitt verkefni fyrir hvern lið. (lágmark 35 -hámark 52 stig) Í forvalinu er miðað er við að velja 5 umsækjendur sem uppfylla 35 stig til þátttöku í hugmyndasamkeppninni. Ef fleiri en fimm umsækjendur uppfylla 35 stig verða tveir stigahæstu valdir til þátttöku. Ef fleiri en tveir verða stigahæstir verður dregið um þessi tvö efstu sæti þeirra á milli. Dregið verður um hin þrjú sætin sem eftir eru úr hópi allra umsækjanda sem uppfylla 35 stig. Ef færri en 5 umsækjendur uppfylla 35 stig eru valdir 5 stigahæstu umsækjendurnir til þátttöku. Forvalsnefnd skipa eftirfarandi aðilar: Borghildur Sturludóttir arkitekt - RVK Lilja Grétarsdóttir arkitekt - RVK Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri - RÚV Þórarinn Þórarinsson arkitekt - AÍ Arkitektafélag Íslands tilnefnir ráðgjafa úr röðum félagsmanna sinna til að fylgjast með framkvæmd forvalsins fyrir hönd AÍ.
4.4
Keppnisgögn Auk keppnislýsingar verða keppendum útveguð eftirtalin gögn, sem verða gerð aðgengileg á samkeppnissvæði borgarinnar www.hugmyndasamkeppni.is ► Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, ásamt greinargerð. Gildandi deiliskipulags áætlanir á svæðinu. ► Stafrænn kortagrunnur ásamt loftmynd af samkeppnissvæði. Þess utan er bent á eftirtalin lög og reglugerðir: ► Skipulagslög nr. 123/2010. ► Lög um mannvirki nr 160/2010. bls. 10
► Skipulagsreglugerð nr. 90/2013. ► Byggingarreglugerð nr. 112/2012. ► Lög um menningarminjar nr. 80/2012. ► Lög um náttúruvernd nr. 44/1999. ► Menningarstefna í mannvirkjagerð.
4.5
Skipun dómnefndar Stefnt er að því að fimm aðilar verði í dómnefnd og verður hún skipuð að loknu forvali.
4.6
Skil á gögnum Stefnt er að því að skilað verði 2 uppdráttum í A1 með greinargerð, uppdráttum skal skila á pappír límdum á frauð og jafnframt sem pdf á diski. Nánar verður gerð grein fyrir framsetningu á því sem ber að skila í keppnislýsingu, svo sem mælikvörðum, grunnkortum og sneiðingum.
4.7
Fyrirspurnir og skil Arkitektafélag Íslands skipar trúnaðarmann keppenda. Keppni hefst þegar gögn hafa verið afhent þeim sem eru valdir til þátttöku. Nánari upplýsingar munu verða settar fram um fyrirspurnir og skil þegar valdir hafa verið aðilar til þátttöku.
bls. 11