Kjarninn - 56. útgáfa

Page 1

56. útgáfa – 11. september 2014 – vika 37

svindlað í maraþoninu Sigurvegari í karlaflokki Reykjavíkurmaraþonsins er sakaður um að hafa svindlað í hlaupinu og hefur verið kærður. Orðspor maraþonsins á alþjóðavísu gæti beðið hnekki vegna málsins.


56. útgáfa

efnisyfirlit 11. september 2014 – vika 37

Myndi vilja fara til Seattle á morgun Valgerður Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, myndi vilja fara til Seattle ef hún ætti að velja sér áfangastað.

Nýsköpun í klassískri tónlist

fasteignamarKaður

Ný lán til að aðstoða frekar við fyrstu íbúðakaup hefja innreið sína á markaðinn

Gekk ég aleinn er verkefni sem aflar fjár í gegnum Karolina Fund. Til stendur að gefa út lög Karls Ottós Runólfssonar í nýjum útsetningum.

Búið að skipta um í brúnni í Brussell Andrés Ingi Jónsson fjallar ítarlega um þær breytingar sem orðið hafa á forystusveit Evrópusambandsins að undanförnu.

Kjaftæði

Pistill

Hrafn Jónsson skrifar um sjálfdautt mannorð

Auður Jónsdóttir elskar Ísland á réttum forsendum

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Dóu við skera kjöt Hörmulegt bílslys varð þegar fólk var að skera flóðhest í S-Afríku.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Afmælispakkaður.

I

e 1.4 TS Comfortlin VW Golf : ði bo til lis á afmæ

4.120.000 Þú sparar

kr. r.

615.000 k

Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við sérútbúna Comfortline og Highline bíla á einstöku tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


leiðari

þórður snær júlíusson kjarninn 11. september 2014

Ódýr töfrabrögð og dýrari matur Þórður Snær Júlíusson skrifar um helstu atriði nýs fjárlagafrumvarps.

f

járlög ársins 2015 eru um margt áhugaverð. Breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem þar eru kynntar vekja augljóslega mesta athygli. Tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts, hins skattsins sem við greiðum af allri neyslu og þjónustu eftir að ríkið er búið að taka stóran hluta af laununum okkar í skatt, eiga enda að hækka um 20 milljarða króna á milli ára. Rúmur helmingur þeirrar upphæðar, um ellefu milljarðar króna, mun koma til vegna þess að lægra þrep skattsins, hinn svokallaði matarskattur, verður hækkaður úr sjö prósentum í tólf. Samkvæmt ASÍ eyðir tekjulægri hluti þjóðarinnar um það bil tvöfalt stærri hluta af laununum sínum í að kaupa mat en þeir sem eru tekjuhærri. Til að milda þetta högg fá tekjulægri einn milljarð króna í viðbót í barnabætur.

vandræðalegt fyrir sigmund davíð Það mun hins vegar verða mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að keyra hækkunina á matarskattinum í gegn. 01/04 leiðari


Stjórnarandstaðan mun standa fast gegn henni og svo virðist sem margir þingmenn Framsóknarflokksins muni gera það líka. Þá er síðan stórkostlega vandræðalegt að það sé ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar sem leggur fram tillögu um slíka hækkun. Hann skrifaði nefnilega pistil á heimasíðu sína fyrir þremur árum, þegar hann taldi sig hafa heimildir fyrir því að síðasta ríkisstjórn ætlaði að hækka matarskattinn. Í pistlinum sagði Sigmundur að „Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna. „Samkvæmt ASÍ Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að lágeyðir tekjulægri launafólki. Þetta er rangt og þetta verður að hluti þjóðarinnar stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður um það bil tvöfalt er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær“.

stærri hluta af laununum sínum í að kaupa mat en þeir sem eru tekjuhærri. “

Ódýrari ísskápar fyrir dýra matinn Á móti þessari hækkun verður hærra virðisaukaskattsþrepið lækkað og almenn vörugjöld afnumin. Það er hið besta mál. Íslensk þjóð borgar allt of mikið í virðisaukaskatt nú þegar og vörugjöld eru úr sér gengin neyslustýringarfásinna sem löngu tímabært er að afnema. Álagning þeirra hefur verið handahófskennd. Til dæmis bera brauðristar ekki vörugjöld en samlokugrill hafa borið 20 prósenta vörugjald. Alls kyns dýrari rafmagnsvara mun lækka í verði. Það verður ódýrara fyrir þá sem eiga afgang eftir framfærslu að kaupa sér jeppa og flatskjái. Hinir tekjulægri geta líka keypt sér ódýrari ísskápa fyrir matinn sem þeir munu ekki lengur eiga fyrir. Þá verður undanþága ýmissa ferðaþjónustugeira frá greiðslu virðisaukaskatts afnumin, enda kannski orðið 02/04 leiðari


tímabært að rútu- og hvalaskoðunarfyrirtæki og vélsléðaferðaþjónustan borgi í samneysluna þegar túristarnir sem dæla í þá fé eru orðnir um milljón á ári. frekar vafasamar forsendur Annað árið í röð er lagt upp með að skila hallalausum fjárlögum. Annað árið í röð verður að teljast að forsendur þess séu frekar vafasamar. Í fjárlögum ársins í ár skal hallaleysinu náð með því að auka bankaskatt um nægilega marga milljarða króna, með því að gera skuld ríkisins við Seðlabankann vaxtalausa og með því að láta ríkisbankann greiða mjög háan arð. Með þessum hætti „Ekkert af þessum var hægt að búa til nokkra tugi milljarða töfrabrögðum hefur króna í nýjar tekjur. Til að fólk átti sig á því þetta er stór hluti af hallaleysi ríkisþó neitt með undir- hvað sjóðs þá námu arðgreiðslur til ríkisins, sem liggjandi rekstur voru aðallega greiddar af Landsbanka og ríkisins að gera. Og Seðlabanka, samtals 56,9 milljörðum króna. ljóst að ekki er hægt Bankaskatturinn á að skila 38,7 milljörðum krónum til viðbótar. Þetta eru samanlagt að leika þau aftur sirka 15 prósent af öllum tekjum ríkissjóðs. Ekkert af þessum töfrabrögðum hefur til eilífðarnóns.“ þó neitt með undirliggjandi rekstur ríkisins að gera. Og ljóst að ekki er hægt að leika þau aftur til eilífðarnóns. áfram treyst á brellurnar Í nýju fjárlögunum er áfram treyst á þessar brellur til að ná fram réttri niðurstöðu. Bankaskatturinn á að skila 39,2 milljörðum króna og arðgreiðslur verða rúmlega 15 milljarðar krónar. Það er auk þess treyst á að breytingar á virðisaukaskatti, sem er veltuskattur, skili 20 milljörðum króna í nýjar tekjur. Það að skattleggja þrotabú og skuldir, líkt og gert er með bankaskattinum, er meiriháttar nýlunda í heiminum. Það virðist augljóst að á réttmæti þess muni reyna fyrir dómstólum. Vonandi er ríkið í rétti og fær að innheimta þessa 03/04 leiðari


Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...

... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is

Smelltu hér til að skoða tilboð


skatta, þótt þeim sé að mestu illa varið í glórulausa skuldaniðurfellingu. Það er þó ekki meitlað í stein að svo verði. Ef bankaskatturinn verður dæmdur ólögmætur er ansi stórt gat í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Það að treysta á margra milljarða króna arðgreiðslur til að loka fjárlagagatinu ár eftir ár er líka frekar hæpið, sérstaklega þar sem til stendur að selja stóran hluta af mjólkurkúnni Landsbankanum á næstu tveimur árum. Tekjur af virðisaukaskatti geti síðan verið afar sveiflukenndar og erfitt að áætla þær. Slíkar tekjur eru mjög tengdar hagvexti og alls ekkert augljóst að hann muni skila sér með þeim ofsa sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Þegar öll þessi vafaatriði eru talin til þá hefði kannski verið skynsamlegt fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að vera með meira en fjögurra milljarða króna króna jákvæðan mun á fjárlögunum. Töfrabrögð virka nefnilega bara á meðan að töframaðurinn nær að telja áhorfendum trú um að þau séu ekta.

04/04 leiðari


01/08 Íþróttir

kjarninn 11. september 2014

maraþonhlaupari sakaður um svindl Íslandsmeistari karla í maraþoni er sakaður um svindl í Reykjavíkurmaraþoninu og hefur verið kærður. Yfirdómnefnd maraþonsins viðurkennir í úrskurði að reglur hafi verið brotnar en neitar að ógilda úrslit hlaupsins.


íþrÓttir Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins

Hlaupið í Nauhólsvík Samkvæmt fylgigögnum kærunnar er þessi mynd tekin af Arnari þegar um 29 kílómetrar voru að baki í maraþoninu.

r

eykjavíkurmaraþonið fór fram í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Maraþonið var stofnað árið 1984, en frá árinu 2003 hefur það verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Fyrstur Íslendinga yfir endalínuna í karlaflokki þetta árið var Arnar Pétursson, og var hann krýndur Íslandsmeistari í maraþoni við komuna í endamarkið. Hlauparinn Pétur Sturla Bjarnason, sem sigraði maraþonið í fyrra, kom í mark á eftir sigurvegaranum, en hann sakar Arnar um að hafa brotið skráðar reglur hlaupsins og kærði því úrslit þess í karlaflokki til yfirdómnefndar Reykjavíkurmaraþonsins. sakaður um að hafa notað „héra“ Í kærunni, sem Kjarninn hefur undir höndum, er Arnar sakaður um að hafa notið liðsinnis tveggja hjólreiðamanna, svokallaðra héra, sem hafi jafnframt hvatt hann áfram í hlaupinu. Hérar stýra hraða hlaupa og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir koma. Auðskiljanlega geta þeir haft mikil áhrif á úrslit hlaupa. Til sönnunarfærslu fylgdu kærunni nokkrar ljósmyndir sem teknar voru á fimm mismunandi stöðum í hlaupinu, þar sem glögglega má sjá hvar hjólreiðamenn fylgja Arnari. Þá fylgdi kærunni sömuleiðis myndband sem tekið var upp á göngustíg við Suðurlandsbraut af Arnari og hjólreiðamönnunum. (Hægt er að sjá umrætt myndband á næstu síðu). Í reglum Reykjavíkurmaraþonsins, en þær eru aðgengilegar á heimasíðu maraþonsins, segir í 10. grein: „Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum 02/08 íþrÓttir


andavefja ofl.

i " spjót " sm sush áb or

ill " nd vi

ki " fudge " tata hu " m ri ar a g

Veisluþjónusta Sushi Samba Sushi eða Samba í þína veislu Djúsí sushi bakkar, tilbúnir veislumatseðlar eða þú velur þína uppáhaldsrétti. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að gera þína veislu ómótstæðilega.

Sushi Samba Þingholtsstræti 5 " 101 Reykjavík Sími 568 6600 " sushisamba.is


farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja.“ Þá segir ennfremur í 18. grein reglnanna: „Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu.“ Í kæru málsins er þess óskað að farið verði að reglum maraþonsins og Arnar verði dæmdur úr leik fyrir svindl.

Hlaupið við Suðurlandsbraut Athugaðu að tækið þitt þarf að vera nettengt til að horfa á myndbandið.

Hafnar öllum ásökunum um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons óskaði eftir því að Arnar kæmi á sinn fund til að skýra afstöðu sína til hinna meintu brota. Hann hafði ekki tök á að mæta fyrir dómnefndina og því mætti faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, á fund nefndarinnar sem fulltrúi sonar síns, en glögglega má sjá á sönnunargögnum málsins að Pétur var einn hjólreiðamannanna sem fylgdu Arnari í hlaupinu. Pétur Hrafn er sölustjóri hjá Íslenskum getraunum, sem er sjálfseignarstofnun innan íþróttahreyfingarinnar, þar sem aðild eiga Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands, auk Knattspyrnusambands Íslands, ÍBR 03/08 íþrÓttir


og Íþróttanefndar ríkisins. Pétur Hrafn starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), en hann hefur hlotið gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir störf sín tengd íþróttamálum. Þá má geta þess að Pétur Hrafn á sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd Samfylkingarinnar. Í greinargerð sem Pétur Hrafn skrifaði „Til að undirstrika að ekki dómnefndinni, fyrir hönd sonar síns, er hafi verið um einangrað tilvik öllum ásökunum um svindl alfarið hafnað að ræða vitnar Pétur Hrafn í og þess krafist að kæru málsins verði vísað frá. Þá eru fullyrðingar um að hjólreiðafrétt mbl.is þar sem rætt er menn hafi fylgt Arnari allt hlaupið og hvatt við hæstaréttarlögmanninn hann áfram sagðar ósannar. Sömuleiðis að Svein Andra Sveinsson.“ hjólreiðamenn hafi verið hérar fyrir Arnar, og í því tilliti vísað til ljósmynda sem fylgdu kærunni. Til að „héra“ þurfi að vera mjög nálægt hlauparanum til að brjóta vind, sem hafi alls ekki verið gert, enda ekki ætlunin að auðvelda Arnari hlaupið á nokkurn hátt. Í greinargerðinni segir Pétur Hrafn að tveir hjólreiðamenn hafi fylgst með Arnari hluta hlaupsins. Það hafi verið faðir hans og bróðir, sem hafi haft þann eina tilgang að hafa skemmtun af. Arnari hafi ekki verið veitt nein aðstoð á leiðinni. Auk þess hafi fylgt Arnari aðrir ótengdir aðilar um lengri og skemmri tíma í hlaupinu. Engin athugasemd hafi verið gerð af framkvæmdaaðilum hlaupsins á meðan á því stóð vegna þessa, og því hafi Arnari og þeim sem hjóluðu með honum hluta leiðarinnar ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta reglur sem gætu leitt til þess að Arnar yrði útilokaður frá þátttöku. Til að undirstrika að ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða vitnar Pétur Hrafn í frétt mbl.is þar sem rætt er við hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson. Þar kemur fram að mágur Sveins Andra hafi hjólað með honum innan seilingar í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá segir orðrétt í greinargerðinni: „Það er grafalvarlegt að saka íþróttamann um svindl í sinni íþrótt og getur slík ásökun, þó hún hafi ekki við nein rök að styðjast, haft mikil áhrif á feril viðkomandi. Þrátt fyrir að slíkar ásakanir skipti e.t.v. litlu máli hér á landi þar sem öllum er kunnugt með 04/08 íþrÓttir


hvaða hætti framkvæmd hlaupsins er og gera sér grein fyrir hversu ómaklegt það er að svipta Arnar sigrinum, gildir öðru um þá sem standa fjær keppninni. Erlendir háskólar og mótshaldarar kynnu að halda að sér höndum með styrki eða boð um þátttöku í mótum sem kynni að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir keppnisferil Arnars og í raun stöðvað ferilinn. Það yrði afar harkaleg niðurstaða að saklaus skemmtun föður og bróðurs Arnars, sem hefur engin áhrif á niðurstöðu hlaupsins, leiði til þess að óréttmætar ásakanir um svindl verði staðfestar.“ Styttist í endamarkið Þegar þessi mynd var tekin átti Arnar einungis eftir rúman kílómeter í endamarkið. Á þessum kafla fylgdu Arnari þrír hjólreiðamenn.

viðurkenna brot á reglum en vísa kæru um svindl frá Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók kæru málsins til efnislegrar meðferðar á fundi sínum þann 28. ágúst síðastliðinn. Kjarninn hefur úrskurð dómnefndarinnar undir höndum. Gögnin sem lágu til grundvallar úrskurðinum voru áðurnefnd kæra, ljósmyndir og myndbandsupptökur, auk andmæla og áðurnefndrar greinargerðar frá hinum kærða. Þrátt fyrir að viðurkennt sé í úrskurðinum að tveir hjólreiðamenn hafi fylgt Arnari þegar tíu til ellefu kílómetrar voru liðnir af hlaupinu allt til enda, eða þrjá fjórðu hluta hlaupsins, sem sé vissulega óheimilt samkvæmt reglum Reykjavíkurmaraþonsins, tekur dómnefndin athugasemdir Péturs Sturlu ekki til greina. 05/08 íþrÓttir



Dómnefndinni þykir ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þá þykir dómnefndinni sömuleiðis ósannað að þeir hafi hvatt hann áfram, og að Arnar hafi svindlað eins og fullyrt sé í kærunni. Þá hafi hvergi komið fram að hann hafi þegið drykki úr hendi aðstoðar- eða fylgdarmanna. Arnar hafi lokið hlaupinu á tímanum 2:31:23 og hlotið fyrir það titilinn Íslandsmeistari í maraþoni karla 2014. Næsti Íslendingur á eftir hafi verið á tímanum 2:40:53 og því sé munurinn á milli níu mínútur og tuttugu sekúndur. Það er mat dómnefndarinnar að fylgd umræddra hjólreiðamanna hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu Íslandsmeistaramóts karla í maraþoni. Í úrskurði nefndarinnar segir ennfremur: „Þá er ljóst af viðræðum nefndarmanna við starfsmenn og áhorfendur í hlaupinu að það hafi borið á því að hjólað væri með þátttakendum í hlaupinu. Hvort aðrir hlauparar sem fylgt var af hjólamönnum hafi þegið aðstoð eða drykki skal ósagt látið. Svo virðist sem fylgd á hjólum sé atriði sem stjórnendur Reykjavíkurmaraþons þurfi að taka á í framtíðinni [...]. Það er álit yfirdómnefndar að reglur hlaupsins mætti birta með skýrari hætti, meðal annars í leikskrá hlaupsins, ásamt því að vara um að brot á þeim geti leitt til brottvísunar úr hlaupinu.“ Í ljósi ofangreinds var það niðurstaða dómnefndarinnar að ógilda ekki þátttökurétt Arnars Péturssonar í Reykjavíkurmaraþoninu, og því standa hin birtu úrslit hlaupsins óhögguð.

06/08 íþrÓttir


Pétur Sturla Bjarnason

orðspor reykjavíkurmaraþonsins gæti beðið hnekki Pétur Sturla Bjarnason, sem kærði úrslit Reykjavíkurmaraþonsins, ætlar ekki að una úrskurði yfirdómnefndar maraþonsins og hefur áfrýjað honum til dómstóls ÍSÍ. Áfrýjuninni fylgja athugasemdir sem gerðar eru við vinnubrögð dómnefndarinnar. Þar er gagnrýnt að Pétri hafi ekki verið gefinn kostur á að lesa áðurnefnda greinargerð hins kærða né gera við hana athugasemdir, og að hann hafi sömuleiðis ekki verið boðaður á fund nefndarinnar til að gera frekari grein fyrir máli sínu. Varðandi niðurstöðu dómnefndarinnar að ósannað þyki að Arnar hafi notið aðstoðar í hlaupinu, segir í athugasemdunum: „Þeir sem hlaupa og hjóla vita hvílík hjálp það er fyrir stakan hlaupara að geta miðað hraða sinn við hraðastilltan hjólreiðamann. Það er gríðarleg hvatning. Þess utan eru vitni að því þegar hjólreiðamaðurinn kallaði í sífellu til hlauparans að herða sig og láta ekki fara fram úr sér og annað í þeim dúr.“ Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu dómnefndarinnar, að miðað við tímamismuninn á tveimur fyrstu hlaupurunum, hafi fylgd hjólreiðamanna ekki haft áhrif á niðurstöðu hlaupsins. „Hvergi í reglum hlaupsins er tekið fram að hlaupari megi brjóta þær ef hann reynist tiltekið fótfrár. Sá sem fyrirgerir þátttökurétti sínum með því að brjóta reglurnar getur ekki fengið viðurkenndan neinn hlaupatíma viðkomandi hlaups. Mat dómnefndarinnar á sér því enga stoð í reglum hlaupsins.“ Í samtali við Kjarnann fullyrðir Pétur Sturla að málið snúst um prinsipp öðru fremur. Í gildi séu reglur sem allir 07/08 íþrÓttir


eigi og verði að fara eftir. Enginn skuli undanskilinn þeim, ekki síst þegar um er að ræða alvöru hlaupara sem eru að keppa til sigurs frekar en áhugaskokkarar. Hann segir að hann sjálfur hefði nýtt sér aðstoð hjólreiðamanna, ef hann hefði vitað að það yrði látið óátalið. Hann hafi meira að segja afþakkað slíka aðstoð, til að virða reglurnar sem gilda í Reykjavíkurmaraþoninu. Gunnar Guðmundsson, formaður dómstóls ÍSÍ, staðfestir í samtali við Kjarnann að málið hafi borist dómstólnum. Samkvæmt venju verði gagnaðila nú gefinn kostur á að tjá sig um kæruatriði. Fáist ekki ásættanleg niðurstaða fyrir dómstóli ÍSÍ, hyggst Pétur Sturla senda formlega kvörtun til AIMS (Association of International Marathons og Distance Races) vegna úrslita Reykjavíkurmaraþonsins. AIMS eru samtök alþjóðlegra maraþonhlaupa, sem Reykjavíkurmaraþonið hefur verið aðili að síðan árið 1983. Á undanförnum árum hefur verið lögð töluverð áhersla á að markaðsetja Reykjavíkurmaraþonið á alþjóðavettvangi. Ljóst má vera að mál af þessu tagi er til þess fallið að rýra orðspor maraþonsins utan Íslands. Samkvæmt heimildum Kjarnans þykir málið allt hið neyðarlegasta innan herbúða Reykjavíkurmaraþonsins.

08/08 íþrÓttir


01/07 samkeppnismál

kjarninn 11. september 2014

Samkeppniseftirlit rannsakar Steinull Eigandi Múrbúðarinnar telur Steinull hf. stunda dulda álagningu. Fyrirtækið hafnar því. Byko og Húsasmiðjan á meðal eigenda Steinullar.


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


SamkeppniSmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

F

orstjóri Múrbúðarinnar, Baldur Björnsson, segir Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, stunda dulda álagningu sem gagnist eigendum hennar, Byko og Húsasmiðjunni, en skaði aðra sem keppa á byggingavörumarkaði. Hún fari fram með þeim hætti að eigendurnir taki framlegð sína af sölu steinullar út sem arðgreiðslur frá Steinull hf. í stað þess að leggja eðlilega á vöruna í verslunum sínum. Steinull hefur greitt Byko og Húsasmiðjunni samtals um 110 milljónir króna í arð á síðustu þremur árum. Einar Einarsson, forstjóri Steinullar, hafnar ásökunum Baldurs með öllu. Hann segir stóran hluta veltu fyrirtækisins vera erlendis og að ákvarðanir um arðgreiðslur hafi ekki byggst á annarlegum sjónarmiðum í því skyni að standa vörð um stöðu eigendanna á samkeppnismarkaði. Meint brot Steinullar á skilyrðum sem sett voru fyrir eignarhaldi Byko og Húsasmiðjunnar á fyrirtækinu fyrir rúmum áratug eru í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Gamla Húsasmiðjan – nýir eigendur tóku við Húsasmiðjunni á nýrri kennitölu fyrir tæpum þremur árum – hefur viðurkennt að hafa brotið gegn skilyrðunum.

Ríkið á meðal stofnenda Undirbúningur að starfsemi Steinullarverksmiðjunnar á Sauðarkróki hófst snemma á níunda áratugnum og fyrsta framleiðsla hennar leit dagsins ljós síðla árs 1985. Helstu stofnendur voru íslenska ríkið, Sauðárkróksbær, finnska fyrirtækið Partek AB og Kaupfélag Skagfirðinga. Reksturinn gekk upp og ofan framan af. Meðal annars þurfti að auka við hlutafé félagsins nokkrum árum eftir að það hóf starfsemi. Skömmu eftir aldamót, nánar tiltekið í ágúst 2001, samþykkti byggðarráð Skagafjarðar að óska eftir formlegum viðræðum við aðra hluthafa í Steinullarverksmiðjunni um sölu á hlutabréfum í henni. Sveitarfélagið gerði öðrum eigendum í kjölfarið tilboð, sem ríkið hafnaði. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003 er fjallað nokkur ítarlega um það sem gerðist 02/07 SamkeppniSmál


Telur eigendur sleppa framlegð í verslun en Taka hana úT með arði Baldur Björnsson, forstjóri Múrbúðarinnar, sem rak grófvörudeild og seldi steinull í rúm þrjú ár, en hefur nú lokað henni, segir að Steinull hf. stundi dulbúna álagningu sem gagnist eigendum hennar, Byko og Húsasmiðjunni. „Þetta er ofurhagnaðarfyrirtæki sem er með fjarlægðarvernd frá öðrum mörkuðum. Og þetta er bara dulbúin álagning sem birtist í verðunum þeirra.“ Að sögn Baldurs reyndi Múrbúðin að selja Steinull á kostnaðarverði. Hún seldist samt ekki. „Við byrjuðum að leggja á steinullina 18 prósent, fórum svo fljótt niður í 15 prósent og alla leið niður í tíu prósent. Varan seldist samt ekki. Við prófuðum meira að segja að bjóða vöruna á kostnaðarverði en fengum samt ekki viðskiptin. Við rákum þessa grófvörudeild í rúm þrjú ár og seldum allar vörur í henni sem þurfti. Við vorum með hörkufínt vöruúrval og gátum selt flestar vörur með 18 til 30 prósenta framlegð. En þetta er tilboðsmarkaður. Auðvitað er erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að verktakar ákváðu ekki að skipta við okkur. Þeir eiga auðvitað

alltaf síðasta orðið. En ef við vorum ekki samkeppnishæfir í verði á lykilvöru eins og steinull þá skipti það að sjálfsögðu miklu máli.Steinull er algjör lykilvara til að komast inn á þennan markað.“ Baldur segir að framlegðin hefði þurft að vera á bilinu 15 til 20 prósent svo það hefði borgað sig að selja steinull. „Þetta er mjög rúmfrek vara. Einn 40 feta gámur dugar ekki til að einangra heilt einbýlishús. Hún tekur því rosalegt pláss í vöruhúsi sem kostar til viðbótar við fjárbindingu og annan sölukostnað.“ Forstjóri Steinullar fullyrðir að Byko og Húsasmiðjan hafi fengið sömu viðskiptakjör og Múrbúðin. Baldur rengir það ekki en segir augljóst að fyrirtækin tvö hafi greinilega ekki lagt nægilega mikið á steinull til að það myndi svara kostnaði. Þess í stað virðist þau taka út framlegð sína í gegnum arðgreiðslur sem eigendur að Steinull hf. „Bæði Byko og Húsasmiðjan voru að tapa 500 milljónum krónum á ári fyrir skatta á þessu tímabili. Það er erfitt að ímynda sér að það hafi verið mikið svigrúm hjá þeim að fara í verðstríð við okkur.“

í kjölfarið. Þar segir: „Í síðari hluta desember 2001 gerðu GLD heildverslun [í eigu Húsasmiðjunnar og Byko] og Kaupfélag Skagfirðinga sameiginlegt tilboð í 52% eignarhlut sveitarfélagsins og Paroc Group. Þetta þýddi að þessir aðilar hefðu haft um 70% eignarhlut í verksmiðjunni. Þegar ljóst var að Paroc Group hafði breytt afstöðu sinni og var tilbúið til að selja lagði ríkið til að þessir þrír aðilar sameinuðust um að óska eftir tilboðum í bréfin. Því hafnaði sveitarfélagið sem lagði alla áherslu á að ljúka sölunni sem allra fyrst. Eftir að þetta söluferli var komið af stað gat ríkið, sem 30% eigandi, ekki haft mikil áhrif á gang mála“. Ríkið seldi því hlut sinn snemma árs 2002, eftir að aðrir eigendur höfðu í raun stillt því upp við vegg. Það fékk alls 220,1 milljón króna fyrir 30,11 prósenta eignarhlut sinn. Skráður hagnaður í bókhaldi ríkisins var 116,5 milljónir króna. 03/07 SamkeppniSmál


eiga stóran hlut Húsasmiðjan og Byko fengu að eignast 24,5 prósent hlut hvort í Steinull hf. árið 2002. Samkeppniseftirlitið setti sjö skilyrði fyrir kaupunum.

Byko og Húsasmiðjan á meðal eigenda Stærstu eigendur Steinullar hf. í dag eru Byko (24,5 prósent), Húsasmiðjan (24,5 prósent) og Kaupfélag Skagfirðinga (24,5 prósent). Kaupfélagið á auk þess óbeint 15 prósent í viðbót í gegnum félagið Íslensk Kínverska ehf. Afgangurinn, 11,5 prósent, eru í eigu finnska félagsins Paroc Group Oy AB. Samkvæmt síðasta birta mati Samkeppniseftirlitsins er markaðshlutdeild hennar í framleiðslu á steinull, sem er notuð í einangrun í nánast öllum byggingum sem byggðar eru hérlendis, um eða yfir 90 prósent. Það ber þó að taka fram að matið er rúmlega áratugs gamalt. Byko og Húsasmiðjan eru síðan með sameiginlega yfirburðastöðu á grófvörumarkaði, meðal annars í sölu steinullar. Rekstur Steinullar hf. hefur líka gengið afbragðsvel undanfarin ár. Veltan hefur aukist hratt. Árið 2010 var hún 704 milljónir króna en í fyrra var hún komin upp í 924 milljónir króna. Það er tæplega þriðjungsaukning á þremur árum. Vegna þessa góða reksturs hefur Steinull greitt eigendum sínum góðan arð. Vegna ársins 2011 fengu þeir 100 milljónir 04/07 SamkeppniSmál


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


sTeinull brauT ekki skilyrðin og engar duldar greiðslur Til hluThafa Einar Einarsson, forstjóri Steinullar hf., segir að fyrirtækið hafi ávallt leitast við að fylgja skilyrðum sem voru sett fyrir kaupum Byko og Húsasmiðjunnar árið 2002. „Þótt gamla Húsasmiðjan hafi viðurkennt að hafa brotið skilyrðin hefur það ekkert með Steinull hf. að gera. Mikill misskilningur er hjá forsvarsmönnum Múrbúðarinnar að halda að það sé samasemmerki á milli þess að Húsasmiðjan hafi brotið skilyrði, með því að reyna að hafa áhrif á Steinull, og þess að Steinull hafi gengið svo langt að brjóta skilyrðin. Afurðir verksmiðjunnar á innanlandsmarkaði eru seldar samkvæmt einum og sama verðlista og viðskiptavinir njóta allir afslátta í samræmi við sömu viðmiðunarreglur, sem kynntar voru samkeppnisyfirvöldum 2002 og eru enn óbreyttar og er hámarksmagnafsláttur því sá sami og var þá. Ég þarf vonandi ekki að taka fram að ekki er um neina eftirágreidda afslætti að ræða eða aðrar duldar greiðslur til hluthafa.“ Að sögn Einars hafa allar verðhækkanir sem átt hafa sér stað á árunum 2010-2014 tekið mið af kostnaðarhækkunum við framleiðsluna. „Í stefnu Steinullar hf. frá 2002 um fjárhagsleg markmið fyrirtækisins segir að stefnt sé að 20 prósenta arðsemi eiginfjár og að eiginfjárhlutfall verði á bilinu 40 – 60 prósent. Stefnt er að því að greiða eigendum 10 prósenta arð. Þessi markmið tóku ekki síst mið af tillögum Paroc OY AB, sem er stórframleiðandi á steinull og eigandi 11,5 prósenta hlutafjárins. Hagnaður Steinullar hf. árin 2008 -2013 er samtals um 480 milljónir eða um 80 milljónir á ári að meðaltali. Rétt er að fram komi að sala á innanlandmarkaði er ekki eina stoðin í rekstri fyrirtækisins heldur hefur tekist

05/07 SamkeppniSmál

að byggja upp afar mikilvægan útflutningsmarkað í Færeyjum, Bretlandi og Norður-Evrópu, sem skapað hefur verulegan hluta hagnaðar fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í lok árs 2008 var komið niður undir 20 prósent og því var enginn arður greiddur hluthöfum árin 2009, 2010 og 2011. Í lok árs 2011 var eiginfjárhlutfallið komið upp í 56% og því tekin ákvörðun um 100 milljón króna arðgreiðslu árið 2012. Árið 2013 ákvað aðalfundur að greiða hluthöfum út 50 milljónir í arð. Frá 2011 hefur eiginfjárhlutfallið verið 55 - 60 prósent, sem er nálægt efri mörkum samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Samtals nema arðgreiðslur fyrirtækisins því 150 milljónum árin 2009 - 2013. Eigið fé hefur síðustu árin verið um 500 milljónir.“ Einar segir að ofangreint sýni ljóslega að ákvarðanir um arðgreiðslur hafi alfarið tekið mið af stefnu stjórnar fyrirtækisins um að reka heilbrigt og öflugt fyrirtæki, ekki byggst á annarlegum sjónarmiðum í því skyni að standa vörð um stöðu eigendanna á samkeppnismarkaði líkt og ýjað hefur verið að. „Mér er ómögulegt að finna nokkuð í skilyrðum Samkeppnisráðs frá 2002 eða samkeppnislögum, sem bannar arðgreiðslur til hluthafanna enda augljóst að ef svo hefði verið, hefði aldrei skapast grundvöllur fyrir kaupum núverandi eignaraðila, eða annarra, á hlutum í fyrirtækinu.“


króna. Ári síðar voru greiddar út 50 milljónir króna og í fyrra um 75 milljónir króna. Samtals nema arðgreiðslurnar því 225 milljónum króna á þremur árum. Af þeirri upphæð hafa 110,3 milljónir króna farið til Byko og Húsasmiðjunnar. Á sama tíma hefur rekstur þessara risa íslensks byggingavörumarkaðar gengið afleitlega. Húsasmiðjan tapaði 1,6 milljarði króna árið 2011, 179 milljónum króna árið 2012 og 174,5 milljónum króna árið 2013. Frá því að nýir eigendur, danska byggingakeðjan Bygma, tóku við fyrirtækinu í upphafi árs 2012 hefur það því tapað 353,5 milljónum króna. Rekstur Byko hefur gengið enn verr. Fyrirtækið tapaði 352,4 milljónum króna árið 2011, 390,8 milljónum króna árið 2012 og 156 milljónum króna í fyrra.

„Meint brot Steinullar á skilyrðum sem sett voru fyrir eignarhaldi Byko og Húsasmiðjunnar á fyrirtækinu fyrir rúmum áratug eru í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu.“

Rannsókn stendur yfir Í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér 11. júlí síðastliðinn, þar sem greint er frá því að rannsókn þess á brotum Húsasmiðjunnar sé lokið með sátt, segir: „Viðurkennt er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Játað er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðunum, m.a. með því að hafa beitt sér gagnvart Steinull til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör og þannig haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu Múrbúðarinnar á grófvörumarkaði“. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu um með hvaða hætti Steinull hf. hefði komið í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör. Í skriflegu svari Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra 06/07 SamkeppniSmál


Samkeppniseftirlitsins, við fyrirspurninni kemur fram að brot Steinullar hf. séu enn til rannsóknar hjá eftirlitinu. Á meðan að niðurstaða er ekki fengin í málinu gagnvart Steinull getum við ekki tjáð okkur um ætluð brot þess fyrirtækis að öðru leyti en að vísa til þeirra skilyrða sem sett voru í ákvörðun 19/2002,“ segir ennfremur í svari Páls. Skilyrðin sem sett voru eru sjö. Á meðal þess sem þau eiga að tryggja er að viðskiptakjör allra viðskiptamanna Steinullar hf. séu almenn, að Steinull sé óheimilt að útiloka ákveðna viðskiptamenn frá viðskiptum við fyrirtækið, Byko og Húsasmiðjunni er óheimilt að beita sér gegn Steinull þannig að það miði að því að hafa áhrif á samkeppnisstöðu annarra viðskiptavina og forsvarsmönnum Steinullar er óheimilt að veita eigendum sínum upplýsingar um viðskiptakjör annarra viðskiptavina. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins snýst um ætluð brot á einhverjum þessarra skilyrða.

07/07 SamkeppniSmál


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


01/04 viðskipti

kjarninn 11. september 2014

90 prósent lánin snúin aftur Íslandsbanki hyggst bjóða fyrstu íbúðar kaupendum að taka viðbótarlán ef þeir eiga ekki fyrir útborgun. Ströng skilyrði eru fyrir lánveitingunni. Byggja ekki síst á stuðningi ríkisins við þennan sama hóp.


viðsKiPti Magnús Halldórsson L @MaggiHalld

í

slandsbanki hefur ákveðið að bjóða upp á sérstakt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta skipti. Hámarksfjárhæð lánsins er 1,5 milljón króna en þó er hámarksveðhlutfallið 90 prósent af kaupverði. Er þetta gert til þess að mæta mikilli eftirspurn frá fólki sem hefur greiðslugetu til þess að greiða af láni, en á ekki fyrir útborgun miðað við hefðbundið 80 prósent hámarks bankans. Hámarkslánstími á þessu láni er 10 ár. Skilyrði að fólk sem með séreignalífeyrissparnað og lántökugjöld verða lækkuð um helming fram að áramótum. Stór hópur fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið er í þessari stöðu og er markmið Íslandsbanka að ná til þessa fólks, að skilyrðum uppfylltum. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, segir að með þessum nýju lánamöguleikum sé verið koma til móts við stjórnvöld þegar kemur að því að styðja „Í mörgum tilvikum er við ungt fólk sem vill kaupa sína fyrstu íbúð. „Með því að bjóða upp á þennan kost greiðslugetan góð vantað erum við að koma til móts við stóran hóp getur upp á útborgunina“ ungs fólks sem hefur hingað til ekki getað keypt sér íbúð. Í mörgum tilvikum er greiðslugetan góð en vantað getur upp á útborgunina. Með aðgerðum ríkisins sem að bjóða fólki að nýta séreignasparnað til útborgunar í íbúðarkaupum og þessu láni hafa verið tekin skref í þá átt að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð,“ sagði Una. munar um minna Sé mið tekið af íbúð sem kostar 22 milljónir, þá getur fólkið að hámarki fengið 17,6 milljónir króna að láni miðað við 80 prósent hámark. Þá þurfa kaupendur að reiða fram 4,4, milljónir króna í útborgun. Með þessari leið sem Íslandsbanki hyggst nú bjóða upp lækkar þessi upphæð í 2,9 milljónir. Töluverður munur er á greiðslubyrði á leigumarkaði og síðan greiðslum vegna hefbundinnar fjármögnunar á húsnæði. Á þetta sérstaklega við um litlar og meðalstórar íbúðir sem eru á stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem er mikil 02/04 viðsKiPti


eftirspurn eftir eignum. Leiguverð hefur hækkað skarplega eftir hrunið, meðal annars vegna þess hve fjármögnun fyrir fyrstu kaupendur íbúða hefur verið erfið á síðustu árum. 03/04 viðsKiPti


landsbankinn gengið lengst Landsbankinn hefur verið með hæsta veðhlutfallið þegar kemur að lánum til fasteignakaupa, eða 85 prósent. Með þessari breytingu Íslandsbanka er hæsta hlutfallið sem í boði er 90 prósent að hámarki, fyrir þennan hóp á markaðnum, það er kaupendur fyrstu eignar. Arion banki og Íslandsbanki hafa báðir verið með skilyrði um hámarksveðhlutfall 80 prósent af kaupverði. Vaxtakjör bankanna allra eru keimlík, og bjóða bankarnir allir upp á óverðtryggð lán, verðtryggð og síðan blönduð lán úr hvoru tveggja. Það sama má segja um Íbúðalánasjóð en hann lánar að hámarki fyrir 80 prósent af kaupverði, og er auk þess með hámarkslánsheimildir upp á 20 milljónir. 90 prósent lánin harðlega gagnrýnd Árið 2004 voru heimildir Íbúðalánasjóðs til útlán hækkaðar í 90 prósent af kaupverði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna haustið 2008 eru þessar breytingar harðlega gagnrýndar og taldar hafa verið hagstjórnarmistök af hálfum ríkisins á þeim tíma, þegar mikil var í efnahagslífinu samhliða miklum breytingum á fjármálakerfinu. Pólitískt voru breytingarnar einnig umdeildar og var til að mynda mikil Á sama ári stigu viðskiptabankanir með afgerandi hætti inn á íbúðalánamarkað og buðu meðal annars 100 prósent lán um tíma. Í kjölfarið hækkaði fasteignaverð skarplega Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka, segir bankann vera að stíga varlega til jarðar með þessum lánum. Einungis sé ætlunin að ná til þess hóps sem hafi fullnægjandi greiðslugetu og eigi ekki fyrir útborgun með 80 prósent veðhlutfalls skilyrði. Lánin nýtist einungis þeim sem þurfi að brúa bil, og ráði við það. Þá styðji þessar aðgerðir við það sem stjórnvöld hafi nú þegar gert, með því að heimila greiðslur séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Fasteignaverð hefur hækkað töluvert á undanförnum misserum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin nemur um 11 prósentum að raunvirði á síðustu 12 mánuðum. Leiguverð hefur hækkað á sama tíma um tæplega 10 prósent. 04/04 viðsKiPti


sjÓnvarP

nýsköpun Kex Hostel

sumir lifa, aðrir deyja Framtíð nýrra ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mun ráðast af metnaði þeirra

Kex Hostel er gott dæmi um íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur tvinnað saman gamla og rótgróna hluti til að framkalla nýja og frumlega vöru. Kjarninn fékk sér kaffibolla með Pétri Marteinssyni, sem er einn stofnenda og eigenda Kex Hostels, og ræddi við hann um ævintýralegan uppgang fyrirtækisins og meint gullgrafaræði í ferðamannabransanum á Íslandi. Sem Pétur hefur ekki miklar áhyggjur af. 01/01 sjÓnvarP

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 11. september 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö sPurningar

valgerður Pálsdóttir framkvæmdastjóri Bjartjar framtíðar

since i‘ve been loving You í mestu uppáhaldi Hvað gleður þig mest þessa dagana? Nýja starfið mitt og tilhugsunin um frelsi í lok mánaðar þegar ég skila af mér meistararitgerð. Hvert er þitt helsta áhugamál? Eins klisjukennt og það hljómar þá eru það ferðalög og að búa á nýjum stöðum. Ég elska að upplifa nýja staði og menningu. Hvaða bók lastu síðast? Ég les yfirleitt sögulegar skáldsögur og kláraði nýlega bókina „And the mountains echoed“ eftir Khaleid Hosseini. Sagan gerist í Afganistan, Frakklandi og

Bandaríkjunum en höfundurinn ólst sjálfur upp á þessum þremur stöðum. Áhugaverðast við söguna fannst mér að fá innsýn inn í eftirstríðsuppbygginguna í Afganistan og síðan hef ég alltaf verið hrifin af ritstíl Hosseini, hann nær að lýsa skelfilegum hlutum á svo fallegan hátt. Hvert er þitt uppáhaldslag? Since I´ve been Loving You með Led Zeppelin hefur verið í uppáhaldi síðustu 10 ár. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Eyglóar Harðardóttur. 01/01 sjö sPurningar

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara? Ég myndi fara til uppáhalds borgarinnar, Seattle í Bandaríkjunum og heimsækja skiptinemafjölskylduna mína og vini. Þar væri ég til í að rölta um University of Washington háskólasvæðið, fá mér Dicks borgara, heimsækja Gas Works Park og taka svo ferjuna yfir til nærliggjandi smábæja. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hroki, tillitsleysi, kynjamisrétti og fordómar.


af netinu

samfélagið segir um rafræn skilríki

facebook

twitter

JóHaNNeS guNNarSSoN

Hilmar iNgimuNdarSoN @himmi78

Neytendasamtökin gera kröfu um að hægt verði að staðfesta höfuðstólslækkun íbúðarlána með veflykli Ríkisskattstjóra. Ef það telst ekki örugg leið kalla samtökin eftir haldbærum skýringum. Þriðjudagurinn 9. september 2014

Neitarðu enn að fá rafræn auðkenni? Jæja, þá færðu ekki milljónina #hræsni #forræðishyggja #kverúlant #Leiðréttingin http://andriki.is/ Þriðjudagurinn 9. september 2014

karl garðarSSoN

gudmuNdur iNgolfSSoN @gumming

Verið er að afhenda fyrirtækinu Auðkenni ehf., sem er í eigu bankanna og Símans, viðskipti, sem geta numið hundruðum milljóna, á silfurfati með því krefjast þess að allir sem fara í skuldaleiðréttingu verði sér úti um auðkenni... Laugardagurinn 6. september 2014

Hvaða Framsóknarmaður rekur Auðkenni hf? Laugardagurinn 6. september 2014 Bragi valdimar @BragiValdimar Rafræn skilríki eru versta hugmynd síðan Highlander II. Miðvikudagurinn 3. september 2014

guðrúN aNdréSdóTTir Þetta fer að lykta eins og rafmagns mælirarnir hans Finns Ingólfssonar. Þriðjudagurinn 9. september 2014

Nýtt kaupþing að verða til?

365 mannar nýja áhöfn og eyðir samkeppni

Á þriðjudag var verst geymda leyndarmál fjármálalífsins opinberað þegar tilkynnt var að formlegar viðræður um sameiningu MP banka og Virðingar væru hafnar. Í Bakherberginu hefur vakið athygli að margir með tengsl við Kaupþing eru í hluthafa- og stjórnendahóp fyrirtækjanna tveggja. Á meðal eigenda MP eru Rowland-fjölskyldan, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg, og Klakki, áður Exista. Hinum megin eru tveir fyrrum lykilstarfsmenn Kaupþings í forgrunni, þau Kristín Pétursdóttir og Hannes Frímann Hrólfsson. Þá er Ármann Þorvaldsson á meðal stærstu hluthafa.

Hræringarnar á DV hafa vart farið framhjá neinum. Þær hafa líka gert það að verkum að allur fókus hefur færst af því umróti sem átt hefur sér stað á 365 miðlum, sem er ekki síður dramatískt. Kristín Þorsteinsdóttir, starfandi aðalritstjóri 365, hefur leitað logandi ljósi að nýju starfsfólki til að framfylgja áherslum sínum og eigenda fyrirtækisins. Hún hefur að undanförnu nýtt ástandið á DV sér í hag og nælt sér í nokkra lykilmenn þaðan. Með því mannar hún bæði nýja áhöfn og veikir verulega stóran samkeppnisaðila.

01/01 samfélagið segir


erlent

gallerí

kjarninn 11. september 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


Pistorius dæmdur Kveðinn verður upp dómur yfir suður-afríska hlauparanum Oscar Pistorius í Pretoriu í dag. Pistorius er, eins og kunnugt er, gefið að sök að hafa myrt unnustu sína Reevu Steenkamp á heimili þeirra í höfuðborginni í febrúar í fyrra. Pistorius segist hafa haldið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.

Mynd: EPA


mikilvæg kosningabarátta fyrir sjálfstæði Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi sjálfstæðissinna, brá á leik á dögunum enda tilefni til að fagna. Atkvæðagreiðslan um sjálfstæði Skota fer fram eftir rétta viku en mikið hefur dregið saman með andstæðum fylkingum í skoðannakönnunum og eru þær nú nánast jafnar með tæp fjörutíu prósent.

Mynd: EPA


leiðtogar á leiðtogafundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti til fundar við leiðtoga NATO-ríkjanna í Wales fyrir helgi. Leiðtogarnir ræddu brýnustu hernaðarmálefni sem steðja að aðildarlöndum og vinaþjóðum, svo sem ástandið í Úkraínu og samtökin um íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi.

Mynd: EPA


flóð í kashmir Íbúar í Srinagar í indverska hluta Kashmir urðu að flýja gríðarleg flóð og aurskriður í kjölfar mikils votviðris undanfarna daga og hafast við í bráðabirgðaskýlum á meðan. Meira en 100 manns hafa farist í flóðunum og óttast yfirvöld að tala látinna muni hækka enn frekar.

Mynd: EPA


vopnahlé og málamiðlanir Úkraínsk yfirvöld og uppreisnarmenn í austurhluta landsins gerðu með sér vopnahléssamkomulag í síðustu viku og hefur það staðið völtum fótum síðan. Fimm úkraínskir hermenn hafa fallið síðan vopnahléið tók gildi. Porosjenkó forseti landsins lofar íbúum Austur-Úkraínu aukins sjálfræðis komist á friður.

Mynd: EPA


kjarninn 11. september 2014

01/01 spes

sPes Dauður flóðhestur í vegkanti olli alvarlegu og mannskæðu slysi í Suður-Afríku

átta létust þar sem þeir voru að skera sér kjöt

u

mferðaróhapp átti sér stað í Limpopo-héraði í SuðurAfríku á sunnudag þegar pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem var að skera sér kjöt úr dauðum flóðhesti í vegkantinum. Flóðhesturinn drapst er hann varð fyrir vörubíl á laugardeginum, en hræ hans hafði dregið að fjölda fólks frá nærliggjandi þorpum sem skar sér kjötbita úr dauðum flóðhestinum. Ökumaður pallbílsins sá ekki hræið í vegkantinum sökum myrkurs og keyrði inn í hóp fólks sem var að skera sér 01/01 sPes

flóðhestakjöt til matar, með þeim afleiðingum að átta létust og tólf slösuðust. „Fólkið var í góðri trú að sækja sér ókeypis kjöt, og það er mjög sorglegt að þessi atburður skyldi eiga sér stað,“ er haft eftir talsmanni lögregluyfirvalda í Limpopo-héraði í þarlendum fjölmiðlum. „Þetta er ekki atburður sem við eigum að venjast allajafna á þessum slóðum.“ Ökumaður pallbílsins, sem er einn hinna slösuðu, á yfir höfði sér ákærur fyrir manndráp af gáleysi þegar hann yfirgefur spítalann þar sem hann dvelur.


álit

Bragi Páll sigurðarson skáld

kjarninn 11. september 2014

ísland er ónýtt Bragi Páll Sigurðsson skrifar um að ástandið hér stefni í aðra blanka martröð, annað hrun. Vú!

H

vað gerðist eiginlega? Af hverju segi ég svona? Mér sem hefur verið innrætt að hér sé gott að búa. Öruggt og allir svo miklir vinir og svo mikið jafnræði og lífsgæði. Af hverju ætti ég að skammast mín fyrir land sem hefur gefið mér svo margt? Það tók mig nokkur ár að átta mig á því að þjóðernisást er tilbúningur, hönnuð af mönnum sem græða mjög mikið á því að þú haldir að hér sé best að vera. Að Ísland sé einstakt blóm og að brottför væri föðurlandssvik. Þeim tókst alveg að halda mér hérna í nokkur ár út á þetta kjaftæði. En svo kom skellurinn. Hrunið sem var svo dásamlegt. Algjört wake up call. Allt í einu ferskir vindar og fólk að tala um ójöfnuðinn og brjálæðið sem hafði viðgengist. Ég trúði því í alvörunni að eitthvað gæti breyst. Til hins betra. En það hefur ekkert breyst. Við kusum yfir okkur lygara og glæpamenn til að stjórna landinu. Leppa sömu lygaranna og stjórnuðu fyrir hrun. Hér var partí en svo fór allt í rassgat, og það eina sem virðist 01/03 álit


skipta máli er að starta partíinu aftur. Hætta að tala hlutina niður. Peppa punginn. Reka alla blaðamenn sem segja óþægilega hluti. Bara út með þá! Kaupa upp fjölmiðla sem segja óþægilega hluti til að þagga niður í þeim. Suss... Púa á púarana. Pú! Fáum Hannes Hólmstein til að kenna útlendingum um þetta allt og dettum svo í það! Vú! Það síðasta sem ég hefði veðjað á var að við færum í nákvæmlega sama farið. Ég man eftir því að hafa hugsað í miðri Kreppunni (sem mér er sagt að sé búin) að þegar byggingakranarnir myndu birtast aftur væri stutt í næsta hrun. Ég sá frétt um daginn þar sem taldir voru 150 byggingakranar í Reykjavík. Iðnaðarmenn segja mér að ekki hafi verið eins mikið að gera síðan 2007. Íbúðaverð hækkar. „Íbúðaverð hækkar. Leiguverð hækkar. Matvælaverð hækkar. Kaupmáttur lækkar. Blaðran þenst út. Við Leiguverð hækkar. erum í óðaönn að detta í það aftur en það Matvælaverð stefnir samt ekki í neitt partí. Bara blanka hækkar. Kaup- martröð. Hrun tvö. Vú. Og hvað er þá með kapteininn? máttur lækkar. Sigmundur Davíð virkaði á mig, þegar Blaðran þenst út.“ hann settist á þing, sem fulltrúi, kannski ekki minnar kynslóðar, en a.m.k. kynslóðarinnar á undan. Það þurfti einhvern til að ferja okkur inn í nútímann og hann var bara ok-let‘s-go. Studdi minnihlutastjórn VG og Samfó, reif kjaft í InDefence og leit raunverulega út fyrir að geta tekið blóðugt trúðanefið af Framsóknarflokknum. Í dag virkar hann bara á mig eins og sósíópati. Einhver sem trúir því ekki að hann geti haft rangt fyrir sér. Í þau örfáu skipti sem hann kemur í viðtöl er hann svo hrokafullur og vandræðalegur að allt landið er með hroll í marga daga á eftir. Hann er í alvörunni svo stórhættulega vanhæfur að ef hann segði að þetta væri gjörningur þá myndi ég trúa því. Nýja stjórnarskráin okkar, sem við kusum um og átti að tákna breytta og bætta tíma, var sett rakleiðis ofan í skúffu hjá LÍÚ. Kerfisbundið hafa öfl breytinga og jöfnuðar verið brotin niður. Peningarnir stjórna hér öllu. Og þegar peningar 02/03 álit


stýra er það ekki í náungakærleik, heldur græðgi. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru hagsmunasamtök fjármagnseigenda. Pælum aðeins í eyju sem er umkringd fiski og að eina fólkið sem má veiða fiskinn stjórnar eyjunni. Landinu er stýrt af fólkinu sem á peningana. Fólki sem er mjög lúnkið í því að telja almúganum trú um að hann stjórni. Hann stjórnar engu. Við stjórnum engu. Þú ræður engu. Ekki halda að þú ráðir einhverju. Þú ræður ekki neinu. Við köllum þá ekki kvótaKÓNGA að ástæðulausu. Svo 10% treysta Alþingi. Spurt er hvers vegna ungt fólk kýs ekki. Ég skal svara: Af því það virkar ekki! Við kjósum hægri vinstri upp og niður norðnorðvestur, og sama hvernig fer er okkur riðið í andlitið. Sama hver „vinnur“ þá töpum við. Við erum pískaðir þrælar valdastéttarinnar og fáum öðru hvoru að velja hver heldur á svipunni. Einn af hverjum tíu treysta æðsta lögjafarvaldi landsins. Hvernig endar þetta? Feisum það bara: Ísland er ónýtt. Og ég er ekki að segja hluti hérna að gamni mínu. Ég hef engra hagsmuna að gæta. Landið er bara ein rúst. En þegar fólk viðrar svona skoðanir þá er það stimplað „niðurrifs- og afturhaldsöfl.“ Hvaða helvítis Brave New World 1984 Animal Farm kjaftæði er í gangi? Ég vil bara fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu og að aðrir fái það sama. Ég vil bara geta eignast börn með konunni sem ég elska og ég vil geta búið með þeim við öryggi og jöfnuð. Eins og ástandið er akkúrat núna er ekki útlit fyrir það. Grínlaust. Ég væri til í að skrifa hérna pistil um hvað allt er æðislegt. Ég meina það. Af því einu sinni fannst mér frábært að búa á Íslandi. En ekki lengur. Það er búið að skemma allt. Þannig að Sigmundur Davíð, éttu skít. Hanna Birna, éttu skít. Sigurður G., éttu skít. Vigdís Hauks, éttu skít. Skammist ykkar. Í alvörunni. Skammist ykkar bara. 03/03 álit


álit

andrés ingi jónsson MA í alþjóðastjórnmálum

kjarninn 11. september 2014

skipt um í brúnni í Brussel Andrés Ingi Jónsson skrifar um þær breytingar sem eiga sér stað í forystusveit Evrópusambandsins.

þ

essa dagana sitja 28 evrópskir stjórnmálamenn sveittir í Brussel við að búa sig undir starfsviðtöl lífs síns. Jean-Claude Juncker, fyrrum forsætisráðherra Lúxemborgar, var kosinn til að stýra framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 15. júlí sl. og kynnti í gær tillögu sína að verkaskiptingu innan hennar. Juncker vill meina að hann tefli fram öflugu og reyndu teymi sem geti komið breytingum til leiða. Í lok september mæta frambjóðendurnir fyrir þingnefndir, sem munu spyrja þá spjörunum úr til að meta hvort þetta sé rétti hópurinn til stýra sambandinu næstu fimm árin. Ótal sjónarmið að sætta Sá hópur sem mun skipa framkvæmdastjórnina ræðst af löngu ferli þar sem þarf að sætta ótal ólík sjónarmið og uppfylla ýmsa kvóta - hvort sem þeir eru formlegir eða ekki. 01/05 álit


Skýrasti kvótinn er ríkjakvótinn. Hvert aðildarríkjanna 28 á heimtingu á einu sæti í framkvæmdastjórninni. Ríkisstjórnir eru sjálfstæðar í því að tilnefna fólk í hópinn, en endanleg ákvörðun er oft tekin í nánu samstarfi við verðandi forseta framkvæmdastjórnarinnar, enda þarf hann á endanum að samþykkja að setja nöfnin í pottinn. „Fyrir það fyrsta Útkoman er hópur þrautreyndra stjórntilheyrir helmingur málamanna. Bæði búa frambjóðendurnir yfir mikilli reynslu af Evrópumálum, sjö þeirra frambjóðendanna hafa áður setið í framkvæmdastjórninni og þinghópi íhalds- átta hafa verið Evrópuþingmenn, og ekki manna og kristi- síður af stjórnmálum heima fyrir. Í hópnum legra demókrata, eru fimm fyrrum forsætisráðherrar og 23 af frambjóðendunum 28 hafa gegnt ráðsama hópi og herraembættum heimafyrir. Hópurinn er hins vegar gagnrýndur Juncker sjálfur.“ fyrir að vera einsleitur að ýmsu leyti. Fyrir það fyrsta tilheyrir helmingur frambjóðendanna þinghópi íhaldsmanna og kristilegra demókrata, sama hópi og Juncker sjálfur. Þetta er talsvert meira en styrkur hópsins innan Evrópuþingsins og endurspeglar frekar sterka stöðu hægriflokkanna í ríkisstjórnum víða um Evrópu. Þá hefur verið bent á að meðalaldurinn í hópnum sé í hærra lagi, eða rúm 53 ár, sem er þó á svipuðu róli og meðalaldur Evrópuþingmanna. Sá kvóti sem mest hefur verið ræddur undanfarnar vikur er síðan kynjakvótinn. Stuttu eftir að Juncker var kynntur sem væntanlegur forseti framkvæmdastjórnarinnar skoruðu konurnar í fráfarandi framkvæmdastjórn á hann að tryggja hlut kvenna í þeirri næstu. Átakið nefndu þær #TenOrMore, konum skyldi fjölga um að minnsta kosti eina frá þeim níu sem sitja í fráfarandi framkvæmdastjórn. Juncker tók vel í áskorunina og hvatti ríkisstjórnir til að tilnefna sem flestar konur, en eftir því sem fleiri lönd settu nöfn í pottinn varð ljóst að þetta yrði allt annað en auðvelt verkefni. Í ágústlok, þegar aðeins 4 konur voru meðal þeirra 23 tilnefninga sem komnar voru, setti 02/05 álit


Juncker aukinn þrýsting á þær ríkisstjórnir sem áttu eftir að skila inn tilnefningum. Næstu dagana skiluðu síðustu fimm ríkisstjórnirnar af sér tilnefningum - allt konum, sem náði þeim upp í níu. Þinghóparnir sem mynda meirihluta á Evrópuþinginu, íhaldsmenn og jafnaðarmenn, hafa gefið út að þeir sætti sig við níu kvenkyns framkvæmdastjóra, enda sé það sami fjöldi og í síðustu framkvæmdastjórn. Búast má við að aðra hópa innan þingsins greini á um þetta í framhaldinu. Þinghópar græningja og vinstrimanna hafa bent á að konurnar níu nái því ekki að vera þriðjungur framkvæmdastjórnarinnar, sem skjóti skökku við þá kröfu ESB að hlutfall hvors kyns fari ekki undir 40%, sem sambandið gerir víða í störfum sínum. Raunar er Evrópuþingið sjálft litlu skárra, með rúmlega þriðjungshlut kvenna. Ýmis kvennasamtök hafa því með stuðningi þingmanna græningja og vinstrimanna sett af stað herferðina „Women for European Commission“ til að skora á þingmenn að hafna framkvæmdastjórninni nema hún sé jafnt skipuð konum og körlum. stokkað upp fyrir breyttar áherslur Eitt af því sem Juncker hefur gert til að setja mark sitt á komandi kjörtímabil er að stokka verulega upp verkefnum innan framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er að hluta til gert af nauðsyn, til að bregðast við því að staða ESB hefur að ýmsu leyti breyst á síðustu fimm árum, en ekki síður svo hægt sé að breyta pólitískum áherslum. Til að undirstrika þetta ætlar Juncker að fela varaforsetunum sjö að stýra teymum til að ná fram markmiðum framkvæmdastjórnarinnar. Einn þessara varaforseta, Alenka Bratušek, mun stýra stefnu sambandsins í orkumálum, með það fyrir augum að koma ESB nær því að vera sjálfu sér nægt með orku. Nauðsyn þessa hefur orðið ljósari á undanförnum árum, þegar misgóð samskipti við Rússa minna ESB-ríkin reglulega á það hversu háð þau eru gasinnflutningi þaðan. Bratušek mun sjá um „stóru línurnar“ í orkumálunum, en að öðru leyti verða þau á hendi Miguel Arias Cañete, sem einnig mun fara með 03/05 álit


loftslagsmál í framkvæmdastjórninni. Með þessari sameiningu verkefna segist Juncker vilja undirstrika nauðsyn endurnýjanlegra orkugjafa, jafnt til að tryggja orkuframboð í álfunni og til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þá mun eftirlit með fjármálamarkaðinum fá stóraukna athygli - og sjálfsagt verðskuldaða í ljósi fjármálakreppunnar. Bretinn Jonathan Hill mun setjast í nýtt embætti framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika og „Í kynningu á fjármálamarkaða. Hill verður í þessu skyni falið að setja á laggirnar og stýra nýju ráðuskipulagi fram- neyti sem hefur sérstaklega með þessi verkkvæmdastjórnar- efni að gera, sem áður dreifðust á ólíka staði innar segir Juncker innan stjórnkerfis ESB. Með þessu þykir koma nokkuð til móts við áhyggjur að ESB þurfi að taka Juncker Breta, sem eru almennt efins um aukin sér hlé frá stækk- afskipti ESB af fjármálamarkaðinum. En af unaráformum. sömu ástæðu má gera ráð fyrir að Hill þurfi Samningaviðræðum að hafa talsvert fyrir því að sannfæra þingið um að hann sé rétti maðurinn í starfið.

verði haldið áfram þar sem þær voru komnar af stað, en frekari stækkun muni ekki eiga sér stað næstu fimm árin.“

tvennt sem vekur athygli Fyrir áhugasama um samskipti Íslands og Evrópusambandsins er sérstaklega tvennt sem vekur athygli í tillögu Junckers að framkvæmdastjórn. Annars vegar að sjálfstætt embætti stækkunarstjóra verður lagt niður, en Johannes Hahn mun sinna stækkunarmálunum ásamt Evrópsku nágrannastefnunni, sem snýr að samskiptum við nágranna ESB í A-Evrópu, N-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kynningu á skipulagi framkvæmdastjórnarinnar segir Juncker að ESB þurfi að taka sér hlé frá stækkunaráformum. Samningaviðræðum verði haldið áfram þar sem þær voru komnar af stað, en frekari stækkun muni ekki eiga sér stað næstu fimm árin. Hins vegar vekur athygli að smáríkið Malta - minnsta aðildarríki ESB - mun fara með sjávarútvegsmál í 04/05 álit


framkvæmdastjórninni, ásamt raunar umhverfismálunum. Þetta styður nokkuð málflutning íslenskra aðildarsinna, sem hafa gjarnan bent á að allar líkur séu á að Ísland gæti vegna sérstöðu sinnar gert sig gildandi í sjávarútvegsmálum innan ESB, ef til aðildar kæmi. Karmenu Vella, maltverski frambjóðandinn, hefur setið á þingi frá 1976 og verið ráðherra í fjórgang. Þrátt fyrir þennan gríðarlanga stjórnmálaferil má gera ráð fyrir að þingmenn muni gagnrýna Vella fyrir reynsluleysi - þar sem hann hefur hvorki komið að Evrópumálum né sjávarútvegs- eða umhverfismálum að heitið geti. á skólabekk fyrir atvinnuviðtal Framkvæmdastjórarnir eru tilnefndir af ríkisstjórn hvers lands, en endanleg skipan þeirra er í höndum Evrópuþingsins sjálfs. Framundan eru strembin atvinnuviðtöl, þar sem framkvæmdastjóraefnin sitja fyrir svörum í þeim þingnefndum sem þeir munu mest starfa með. Þingnefndirnar munu gera kröfu um yfirgripsmikla þekkingu á viðkomandi málaflokkum og skýra framtíðarsýn. Það má því búast við að þeir séu búnir að koma sér vel fyrir og sitji sveittir yfir skruddunum við að setja sig inn í gangverk ESB og þau verkefni sem þeir koma til með að sinna. Yfirheyrslur þingnefndanna munu væntanlega ekki einungis snúast um þau verkefni sem framundan eru, heldur í sumum tilvikum um hæfni frambjóðendanna til að gegna svo veigamiklum embættum. Þetta á sérstaklega við um umdeilda stjórnmálamenn og gæti jafnvel leitt til þess að þingið hafnaði einhverjum þeirra, en það hefur gerst við myndun síðustu tveggja framkvæmdastjórna. Yfirheyrslur þingnefndanna munu fara fram síðustu vikuna í september og stefnt er að því að þingið kjósi um tillögu Junckers 4. október. Ef allt gengur samkvæmt áætlun Junckers ætti ný framkvæmdastjórn að taka við 1. nóvember.

05/05 álit


Pistill

auður jónsdóttir rithöfundur

kjarninn 11. september 2014

ég elska ísland Auður Jónsdóttir elskar Ísland en segir klíkuvæðinguna í kringum forsætisráðherra vera hættulega.

K

annski hlustaði ég of oft á Traustur vinur í útvarpinu hjá ömmu eða söng Ísland ögrum skorið í falska barnaskólakórnum í svo mörg ár að það hafði varanleg áhrif á heilabúið. Hver sem ástæðan er þá elska ég Ísland. Ég finn alltaf fyrir undarlegum sæluhrolli þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli eftir langa fjarveru. Þegar vélin rennur í hlað, eftir að hafa lækkað flugið smám saman í fjörugum háloftavindum, verð ég álíka meyr og nýbökuð móðir á fæðingardeild. Sennilega vegna þess að ég hugsa á íslensku og hef aldrei búið nógu lengi í öðru landi til að verða fullkomnlega ég sjálf á þess tungumáli. Móðurmálið á mig, só tú spík, þó að ég viti fátt hallærislegra en útblásna þjóðerniskennd.

sjálfstortímandi þráhyggja Ég elska Ísland á svipaðan hátt og ástsjúk unglingsstelpa elskar strák. Strák sem er kaldranalegur, tækifærissinnaður, hvatvís, skuldugur, kröfuharður, veraldarlega sinnaður og ákveðinn í því að læra aldrei af reynslunni, sama hvað á dynur. Kannski því þessi sami strákur á það líka til að vera 01/04 Pistill


svo innilegur að stelpan getur hvergi annars staðar fundið strák sem á eins vel við hana. Sama þótt hún þoli hann ekki og langi mest til að giftast öðrum, ólíkt siðfágaðri, náunga. Samband af þessum toga gæti flokkast undir svokallað haltu-mér-slepptu-mér-samband og ég er ekki frá því að margir Íslendingar, búsettir í öðrum löndum, kannist við tilfinninguna. Hættulegt móðurmál Mér finnst fátt betra en að finna kalt haustloft glefsa í nefið á mér strax í landganginum að Leifsstöð. Það breytir samt ekki því að í draumaveröld minni fyrirfinnast hvorki þjóðerni né landamæri, enda trúi ég að heimurinn væri betur settur án þeirra; reyndar menningarlega einsleitari „Ég elska hann (og þar af leiðandi leiðinlegri) en ólíkt af því að ég er friðsamari. Ég elska ekki Ísland sem þjóðríki, því með hausinn síður elska ég fólk bara af því að það er fullan af skrngi- íslenskt. Ég elska bara þennan stað í heimlegum táknum inum þar sem ég fékk að vera barn og þar og hljóðum.“ sem ég öðlaðist allar þessar minningar sem gerðu mig að mér. Ég elska hann af því að ég er með hausinn fullan af skringilegum táknum og hljóðum sem rétt samsett kallast íslenska. Í þessari mótsagnakenndu nostalgíu felast átthagafjötrar mínir. Þetta rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að spjalla við konu á mínu reki frá Ísrael, búsetta í Berlín. Hún sagði mér togstreitunni sem fylgir því að skammast sín fyrir voðaverk stjórnvalda í landinu þar sem hún á sitt ríkisfang um leið og hún, rétt eins og ég, getur fundið bæði fyrir söknuði og nostalgíu á samkomum þar sem ilm af barnæskunni leggur af matarréttunum og fólkið talar saman á tungumálinu sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni. Móðurmálið sem hún getur þessa dagana varla talað án ónota úti á götu í stórborg. Ég sagði henni frá því að það væru ekki mörg ár síðan Íslendingar hefðu sumir hverjir upplifað fyrirlitningu í sinn 02/04 Pistill


garð í öðrum löndum, þó að orsökin hefði verið af gjörólíkum toga, það er að segja Hrunið. fordæmdir íslendingar Í kjölfar Hrunsins heyrði maður sögur af landanum grátbólgnum á Strikinu út af dónalegu afgreiðslufólki og skeptískum þjónustufulltrúum í London sem treystu ekki íslenskum greiðslukortum. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi Íslendingur hefði fram að því verið gagnrýninn á góðærisstjórnvöldin og útrásarvíkingana eða ekki. Þjóðernið eitt dugði til að sverta mann í augum umheimsins. Sem betur fer tókst að redda Landanum – í bili. Í augnablikinu getur maður farið á íslenskum skóm inni í danska tískubúð eða enskan banka án þess að „Ég elska ekki starfsfólkið álíti mann fjársvikahrapp (eða hræki á mann). Ísland sem þjóðríki, En það munaði litlu. Það munaði svo því síður elska ég litlu að örfáum voldugum aðilum og þrælsfólk bara af því að lunduðum hjálparkokkum þeirra á Íslandi tækist að ræna landa sína ærunni. það er íslenskt.“ Það er strembið hlutskipti að vera með óvinsælt þjóðerni í vegabréfinu. Að vakna upp við það einn daginn að vera fordæmd/ur fyrir það eitt að tala móðurmálið þitt. Að vera álitin/n annars flokks manneskja út af stjórnvöldum í landinu þínu, þó að þú hafir öskrað þig hása/n til að mótmæla þeim. dónalegi forsætisráðherrann Ég vona að það komi aldrei aftur til þess að útlenskir embættismenn haldi að íslenska vegabréfið mitt sé aðgöngumiði í innmúrað glæpagengi sem bruggi launráð sín í veðsettum snjóhúsum. Hættan er samt fyrir hendi, ekki síst þegar við völd er ríkisstjórn sem er ónæm fyrir allri gagnrýni, að því virðist ákveðin í því að öll gagnrýni sé óréttmæt. Ráðamenn sem skilja ekki ást kjósenda sinna. Skilja ekki að kjósendur sem gagnrýna þá gera það af því þeim þykir 03/04 Pistill


vænt um landið sitt og fólkið sem það byggir. Ef þeim væri sama um þessa þjóð, þá myndu þeir ósköp einfaldlega þegja. Samt hefur Sigmundur Davíð trekk í trekk gefið til kynna að þeir sem gagnrýna stjórnvöld geri það af því þeir séu ekki nógu þjóðhollir. Það er ekki bara dónaskapur og heimska að halda því fram heldur líka fádæma afneitun hjá manni sem fer fyrir Framsóknarflokknum, flokki sem átti stóran þátt í hinum ýmsu uppátækjum sem leiddu til þess að Ísland var næstum því ekki lengur til. Nema þá kannski sem skólabókardæmi um heimóttarlega fjárglæfrastarfsemi. Hrun ii Sigmundur Davíð getur haldið áfram að tjá sig um skortinn á þjóðernishollustu í hinum og þessum hátíðarræðum en það breytir því samt ekki að ég, líkt og svo margir aðrir sem gagnrýna hann, elska Ísland. Og í augnablikinu er ein helsta hættan sem steðjar að Íslandi (fyrir utan einstaka eldfjall) áðurnefndur forætisráðherra og fylgilið hans í eilífri herferð sinni að klíkuvæða landið og þagga eftir bestu getu í gagnrýnum röddum. Stjórnmálamenn hafa það því miður í valdi sínu að ræna kjósendur landinu sínu. Á þann hátt að ekkert stendur eftir nema æskuminning um soðna ýsu með hamsatólg, fjörið í síðustu Druslugöngu í íslenskri sumargolu, misgóð áramótaskaup og vegabréf sem dugar ekki lengur til að leigja sér þrjátíu fermetra í meðalstórri borg því að í Hruni II misstu Íslendingar endanlega æruna.

04/04 Pistill


kjarninn 11. september 2014

01/01 græjur

iðunn garðarsdóttir laganemi „Ég nota iPhone 5.“

wuNderliST

ruNkeePer

aloNe

Fyrir skipulagsfrík eins og mig sem elskar að gera lista yfir allt mögulegt er Wunderlist draumaappið. Mesta snilldin við appið er að það er hægt að deila listunum með öðrum sem eru líka með appið.

Ég hef notað nokkur hlaupaöpp en Runkeeper er það langskemmtilegasta. Þar get ég fylgst með því hvað vinir mínir eru duglegir að hlaupa, sem eykur keppnisskapið.

Ég spila ekki marga leiki í símanum en eftir að bróðir minn benti mér á þennan leik er ég orðin háð. Flott grafík í frekar einföldum en skemmtilegum leik.

tæKni Apple ætlar að gera snjallúr að nauðsynlegri eign Steve Jobs var frægur fyrir að skilja alltaf það besta eftir þar til í lok kynninga sinna á nýjum apple-vörum. Flestir eru sammála um að spennan sé ekki lengur sú sama á kynningunum eftir að hann féll frá. Þangað til í gær. Þá sagði Tim Cook, forstjóri Apple, hina frægu setningu Jobs, „one more thing“, og kynnti til leiks Apple Watch, fyrsta snjallúr fyrirtækisins sem tekst á einhvern ótrúlegan hátt að gera öll tækin sín að nauðsynjavörum. Úrið kemur á markað á næsta ári.

Apple Watch er kassalaga og með taka, svokölluðum digital crown, á hliðinni sem stýrir aðgerðum úrsins. Úrið vinnur með iPhone síma. Það er hægt að svara í símann með því, senda skilaboð og skoða póst, svo fátt eitt sé nefnt. Það mælir hjartslátt, fylgist með hleðslu á rafmagnsbílum, lætur vita um rétta stöppustöð, hvenær flug koma osfr. Í raun er hægt að stýra flestu með úrinu. Þrjár útgáfur verða gerðar af úrinu í tveimur stærðum. Allskyns ólar verða í boði og útlitið er að sjálfsögðu stílhreint, eins og Apple er von og vísa.

01/01 græjur


kjarninn 11. september 2014

01/06 Karolina fund

nýsköpun í klassískri tónlist Kúbus-hópurinn safnar fé til að gefa út lög Karls Ottós Runólfssonar í nýjum útsendingum.

Karolina fund Útgáfa Kúbus-hópsins L @karolinafund

K

arolina Fund-verkefni vikunnar er Gekk ég aleinn, geisladiskaútgáfa á vegum Kúbus-hópsins, sem reynir að safna nægu fé til að gefa út lög Karls Ottós Runólfssonar í nýjum útsetningum. Kúbus hefur vakið athygli fyrir nýstárlega aðferðafræði, meðal annars á nýlegum tónleikum þar sem áðurnefnd lög voru leikin með frumlegri sviðsframkomu en unnendur klassískrar tónlistar eiga að venjast. Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari sátu fyrir svörum fyrir hópinn.

01/06 Karolina fund


Hvernig varð Kúbus-hópurinn til? Ingrid: Mig langaði til að vera í tónlistarhópi þar sem maður hefði frelsi til að gera tilraunir með tónleikaformið, þar sem ólíkar listgreinar gætu mæst og myndað nýja heild. Við hittumst fyrst í Berlín árið 2010, ég, Júlía Mogensen og Grímur Helgason, og lögðum þar fyrstu drögin, fengum svo til liðs við okkur Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur og okkar fyrsta verkefni sem hópur var flutt á tónleikum haustið 2013. Við bjuggum í sitt hvoru landinu á þessum tíma og því tók það okkur nokkur ár að láta þetta smella. Stuttu eftir fyrstu tónleikana okkar þar sem við fluttum Kvartett um endalok tímans fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói flutti Melkorka aftur til landsins frá Japan og hún slóst í hópinn. Hvernig hafið þið verið að gera tilraunir með tónleikaformið? Melkorka: Fyrir tónleikana í Iðnó unnum við með Friðgeiri Einarssyni leikstjóra í ferli sem var í raun meira í ætt við vinnu í leikhúsi, spunavinnu og hugmyndavinnu. Tónleikarnir voru hálfkóreograffaðir. Við vorum með lágmarks leikmuni og hreyfðumst til á sviðinu. Ingrid: Já, við í rauninni nýttum okkur einföld element sem yfirleitt sjást mest í leikhúsi. Við höfum líka unnið mikið með lýsinguna, og unnið frá upphafi með ljósamanninum Jóhanni Bjarna Pálmasyni. 02/06 Karolina fund


er nýsköpun á klassík þverstæða? Kúbus hefur verið lýst sem nýsköpunarverkefni í klassískri tónlist, er þetta ekki þverstæða, nýsköpun á einhverju klassísku? Melkorka: Nei, ég held að þessi skilgreining, klassísk tónlist, sé svoldið villandi. Það sem heftir miðlun tónlistar sem telst til þessa forms er einmitt þessi þörf fyrir boxið. Það er svo algengt að fólk segi eitthvað á þessa leið: „Æ ég veit ekkert um þetta“ og þá gefur það því heldur ekki sjens. Það er eins og við þurfum að taka það út úr boxinu svo fólk þori að hafa skoðun, eða bara ekki skoðun, svo það þori yfirleitt að gefa þessu sjens. Ætli það sé ekki ein ástæða fyrir því að setja tónlist af þessu tagi í nýtt samhengi til að koma svolítið aftan að fólki, ef svo má segja. Hefðin í kringum klassíska tónleika er líka að sumu leyti heftandi, og kannski ekki í takt við nútímann og því á þessi nýsköpunarstimpill vel við. Ingrid: Mér finnst mjög gaman að heyra að það sé talað um Kúbus sem nýsköpunarverkefni. Ég tel það ekki vera þverstæðu, allavega ekki í okkar tilfelli. Efniviðurinn sem er útgangspunkturinn hjá okkur er klassískur en að mínu mati, það sem við höfum gert og viljum gera, er að nýta hinn klassíska efnivið og setja hann í nýtt samhengi. Ef maður horfir til annarra listgreina, eins og leikhússins, þá sér maður þetta vera gert aftur og aftur. Verk eftir Shakspeare, Kafka, Ibsen og fleiri meistara brotin upp og færð í nútímalegt samhengi, því hinn klassíski efniviður á alltaf erindi og er tímalaus en það erum við sem njótum listarinnar eða fremjum hana sem hættir til að festast í viðjum vanans. menningararfur sem þarf fram í dagsljósið Hvernig kom það til að þið réðust í að vinna með verk Karls Ottós Runólfssonar? Melkorka: Það kom í rauninni frá Guðrúnu Dalíu, píanistanum okkar sem hefur verið heilluð af sönglögunum hans um tíma. En þessi hugmynd, að fá Hjört Ingva Jóhannsson til að útsetja fyrir okkur, var einmitt leið til að færa þau nær. Stundum lenda þessi „klassísku“ sönglög í því að vera of „hefðbundin“ í flutningi. Það er svo rosalega mikið litróf, 03/06 Karolina fund


bæði í textunum og tónlistinni sem hægt var að vinna með í útsetningunum, í flutningnum, leikgerðinni og ljósunum. Ingrid: Þetta er menningarfur sem okkur langar að draga enn frekar fram í dagsljósið og nú í nýjum og ferskum búningi Hjartar Ingva. Hvernig datt ykkur í hug að fara þessa leið, að hópfjármagna verkefnið? Melkorka: Það var í rauninni raunhæfasta leiðin. Við höfum sótt um alls konar styrki en fengið fá já. Karolina Fund er bara alveg frábært fyrirbæri, nýlega fóru heildaráheit í gegnum vefinn yfir 300.000 evrur. Ingrid: Sammála. Og það eru frábærir aðilar sem standa á bakvið það sem eru endalaust tilbúnir að ausa úr reynslubanka sínum. Melkorka: Hugsjónafólk. Nú eruð þið enn í miðju söfnunarferlinu, hver sýnist ykkur vera munurinn á því að fjármagna verkefni með hópfjármögnun og til dæmis að sækja um styrki fyrir því? Ingrid: Þetta er mun meiri vinna. Melkorka: Flest okkar kláruðu nám fyrir svolitlu síðan og þekkjum vel hvernig það er að reyna að búa til verkefni og láta þau verða að veruleika, ef maður stendur utan við ákveðnar stofnanir. Það er meira en að segja það. En Karolina Fund hjálpar með slíkt. Þetta er kannski meiri vinna, eða öðruvísi vinna. Stór hluti vinnunar er í raun markaðssetning sem maður þyrfti líka að vinna ef maður fengi styrk. Svo finnst mér reyndar líka á einhvern hátt skemmtilegra að gera þetta svona. Eins og í okkar tilfelli, þá erum við að safna fyrir 04/06 Karolina fund


plötuútgáfu og þeir sem styrkja okkur fá plötu, eða meira til, svo þetta er í rauninni bein leið milli þess sem framkvæmir/ framleiðir og til þess sem nýtur afurðarinnar. Það er meiri þátttaka og tenging við samfélagið. Ingrid: Maður er virkari í því að prómótera verkefnið og maður verður virkilega að standa og falla með því. Svo er maður í meira návígi við „audiencið“. þriðjungur kominn Hvernig hefur söfnunin gengið? Melkorka: Við erum í 32%. Svo það er kominn þriðjungur á rúmri viku, sem vonandi gefur fyrirheit um að þetta gangi eftir. Áður en þið fórið af stað með ykkar söfnun höfðuð þið styrkt önnur verkefni. Hver haldið þið að sé ástæðan fyrir því að fólk styrki svona hópfjármögnun? Melkorka: Ég hafði bara styrkt tvö, en ég fann að þetta gæti orðið svolítil fíkn að styrkja svona. Það er svo gaman að fylgjast svo með því hvernig verkefnið gengur. Fólk á einhvern veginn smá part í þessu þegar það kemur að þessu svona. Fylgist með fæðingunni og verður jafnvel stolt þegar verkefnið verður að veruleika. Ingrid: Svo kannski hugsar fólk líka að það væri synd ef þetta myndi ekki ganga. Það hefur trú á okkur og verkefninu. Eða ég vona það allavega. Melkorka: Já, maður er svo ánægður með einkaframtakið og þakklátur fyrir að fólk drífur í að skapa og búa til verkefni. Það eru svo mörg skemmtileg og áhugaverð verkefni á Karolina Fund. Ingrid: Ótrúlega mikil gróska. munu halda tónleika í stofunni þinni Hvað getur fólk fengið að launum fyrir að styðja verkefnið ykkar? Melkorka: Það getur fengið diskinn, eða miða á útgáfutónleikana, eða jafnvel einkatónleika eða nýja útsetningu eftir Hjört. Og líka mikið þakklæti. 05/06 Karolina fund


Ingrid: Mig langar svo að einhver leggi í einkatónleika. Hvernig myndi það virka? Ingrid: Við myndum koma og halda tónleika í stofu viðkomandi. Flytja öll lögin og að auki óskalag valið af viðkomandi sem Hjörtur myndi útsetja fyrir hópinn. Við verðum samt með ókeypis stofutónleika í Stofunni næstkomandi sunnudagskvöld. Melkorka: Já, þeir eru einmitt hugsaðir fyrir þá sem eru forvitnir um verkefnið og til að vekja athygli á söfnunni. Öllum þeim sem vilja smjörþef af úgáfum hópsins af lögum Karls Ottós er boðið á ókeypis tónleika á kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, sunnudaginn 14. september kl. 21:00. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta gert það á verkefnasíðu þess á Karolina Fund.

06/06 Karolina fund


Kjaftæði

Hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður

kjarninn 11. september 2014

sjálfdautt mannorð Hrafn Jónsson biður menn sem er annt um æru sína og mannorð að hætta að vera svona ógeðslega mikið drasl.

é

g er búinn að vera með svo mikla ógeðistilfinningu í öllum líkamanum að ég er staddur í miðri safaföstu til að reyna að særa eitthvað af þessu úr mér. Ég hugsa reyndar að þetta sé líkamleg birtingarmynd einhvers andlegs sársauka – svona eins og yfirgnæfandi löngunin sem ég fæ til þess að sturta mig þegar ég hugsa um Svein Andra og Vilhjálm H. hæ-fæva og segja hvor öðrum samfarasögur og tala um brjóstin á Jennifer Lawrence á meðan þeir plotta hvernig þeir geti helst kríað 10 milljónir út úr DV fyrir að benda réttilega á að fyrrnefndur hafi barnað 16 ára stelpu. Þeir ættu samt að fylgja fordæmi Björns Leifssonar sem loksins tókst að sanna að besta leiðin til að þagga niður í mannorðsmorðingjum sé að kaupa þá ofan í gröfina þegar hann arkaði bónaðari og bísperrtari en steypuskaufinn sem hann lét reisa fyrir utan Laugar – með 15 ára gömul Oakley-sólgleraugu eins og samblanda af hormónabættum 01/03 Kjaftæði


hjólreiðakappa og aukaleikara í Dolph Lundgren-sjónvarpsmynd – inn í hluthafahóp DV og tilkynnti að hann ætlaði að bæta blaðamennsku á Íslandi með því að kaupa hana. Markmiðið var samt aldrei að breyta ritstjórnarstefnu DV og sannaði stjórnin það með ráðningu á eldhuganum Hallgrími gamla Thorsteinssyni – sem var reyndar jafnlengi að koma út blaði og það tekur hann að síga ofan í heitt bað. Snorri í Betel kvartar sáran yfir útskúfun og einelti fyrir það eitt að boða útskúfun og einelti gegn samkynhneigðum. Aðstoðarmaður forsætisráðherra vill meina að „Ef þessum fjölmiðlar og áhrifamenn beri út rætnar lygar mönnum er um drottnara sinn sem er sjálfur svo stressaður yfir því að Tryggvi Þór kunni ekki að reikna svona annt um að hann fæst ekki til að mæta til vinnu heldur æru sína og liggur bara heima og svitnar í rúmfötin eins og mannorð ættu staðin pappírsvafin samloka. Ef þessum mönnum er svona annt um æru þeir líklega sína og mannorð ættu þeir líklega að byrja á að byrja á því því að hætta að vera svona mikið drasl. Ekki að hætta að hagnast á ógeðslega vafasaman hátt. Ekki að kjósendum, ekki hylma yfir glæpi, vera svona raðljúga ekki hata fólk út af kynþætti eða kynhneigð. mikið drasl.“ Alls ekki barna börn. Það þarf engan Reyni Traustason til að myrða mannorð fólks þegar þetta mannorð er annaðhvort nú þegar búið að hefja lífslokameðferð eða á leiðinni rakleitt upp í Víðidal í svæfingu. Það er eins og þegar menn komist á ákveðinn aldur og blöðruhálskirtill stækkar í réttu hlutfalli við sígandi limris þá missi þeir vitið og forherðist í því að taka eingöngu ákvarðanir sem eru lægsti mögulegi samnefnarinn af samfélagslegri tilvist – þetta eru opinberu útgáfurnar af úthverfapöbbunum sem líta á það sem sjálfsögð mannréttindi sín að jeppa sig fram hjá vegatálmum til þess að geta sjálfir andað að sér brennisteinsdíoxíðinu við Holuhraun af því að engar helvítis almannavarnir geti sagt þeim hvar þeir megi og megi ekki vinna til sinna eigin Darwin-verðlauna.

02/03 Kjaftæði


Á endanum fá þessir pungar svo allt sem þeir vilja. Ódýrari Land Cruisera, snjallsjónvörp, Bang & Olufsenheimabíókerfi, Bosch-höggborvélar og Weber-gasgrill. Þetta er svo fjármagnað á sjálfbæran hátt með því að losa peninga úr tilgangsausu kjaftæði eins og ferðamönnum, „Sannaði grænmeti, atvinnuleysingjum, loftslagssjóði, stjórnin það embætti sérstaks saksóknara og, jú, bókum – en íslenskir karlmenn hafa víst fyrir löngu misst með ráðningu hæfileikann að lesa sér til gagns. á eldhuganum Það góða er kannski að skíturinn er nú skjalfestur – hann flýtur svo nærri yfirborðinu Hallgrími gamla að íbúar í Vogum geta ekki einu sinni drukkið Thorsteinssyni – grunnvatnið sitt lengur fyrir e.coli-mengun. sem var reyndar Þetta skiptir samt ekki öllu máli því að loksins jafnlengi að ætlar jörðin að liðast í sundur og gleypa okkur ofan í eldhafið – nema Kristján Má sem mun koma út blaði og öll hanga á brúninni fyrir ofan Hel sjálfa með það tekur hann hljóðnema sem er ekki tengdur við neitt og segja að síga ofan í okkur fréttir af okkar eigin Ragnarökum með heitt bað.“ sínum síðasta andardrætti á meðan sjálfslýsandi pólíestervestið brennur fast við hann. Við Reyni vil ég að lokum segja: Þú ert kannski erfiður gaur en þú ert samt flottur kall. Léttir þig um tæp 50 kíló, komst næstum upp á Mont Blanc og sagðir hinum og þessum frethana að fara í rassgat. En þú verður samt að taka þennan hatt og brenna hann. Þú þarft hann ekki. Komdu með okkur í heim sköllóttra og glaðlyndra. Þú hefur ekkert að fela. Og er Hanna Birna í alvörunni ekki ennþá búin að segja af sér?

03/03 Kjaftæði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.