Kjarninn - 58. útgáfa

Page 1

58. útgáfa – 25. september 2014 – vika 39

Eyðum okkur í gang Einkaneysla hefur aukist mikið á skömmum tíma og innflutningur á margvíslegum varningi sömuleiðis. Hagfræðingur segir neysludrifinn hagvöxt ekki endilega vera slæman. En vítin þarf að varast.


58. útgáFa

Efnisyfirlit 25. september 2014 – vika 39

Vefpresturinn Árni svarar sjö spurningum Árni Svanur Daníelsson segir Berlín vera í mestu uppáhaldi.

Einkaneyslan ein og sér er ekki svo slæm Fótbolti

Ísland er á fleygiferð í knattspyrnunni og erum nú besta minnsta knattspyrnuþjóð í heimi

Hafsteinn Hauksson skrifar um hræðsluna við einkaneysluna. Aðalatriðið er að launin hækki í takt við neyslu.

Já appið, Harvest og Podcasts í uppáhaldi Andrés Jónsson almannatengill velur uppáhalds öppin sín. Hann nefnir meðal annars app fyrirtækiisins Já.

Fjörmjólk þjóðarinnar

NEytENdamál

Viðskipti

Fríhafnarútboð veldur titringi og óánægju

Hvernig ætlar Plain Vanilla að græða fé?

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Stígur Helgason skrifar Kjaftæði um að hann sé einn stærsti viðskiptavinur MS. Og íhugi málsókn.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.



lEiðari

Þórður snær Júlíusson kjarninn 25. september 2014

að sjúga spena hvor annars Þórður Snær Júlíusson skrifar um samráð, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samtryggingu.

N

ú hefur verið staðfest að Mjólkursamsalan (MS), sem er ríkisvarið einokunarfyrirtæki á íslenskum neytendamarkaði, hafi notað yfirburðarstöðu sína til að reyna að keyra samkeppnisaðila sinn, Mjólku, í þrot. Þetta var gert með því að selja Mjólku hrámjólk á 17 prósent hærra verði en fyrirtæki sem tengd voru MS þurftu að greiða, en hrjámjólk er grundvallarhráefni til vinnslu mjólkurafurða. Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, neyddist til að selja fyrirtækið til Kaupfélags Skagfirðinga vegna þessa, en Kaupfélagið á líka tíu prósent í MS. Til að bíta höfuðið af skömminni endurgreiddi MS Mjólku hina aukna álagningu eftir að fyrirtækið var komið í „réttar hendur“ herranna í Skagafirði. Fyrir þetta samkeppnisníðingsverk, að misnota markaðsráðandi stöðu sína, þarf MS að borga ríkinu 370 milljónir króna í sekt. Sú tala þynnist síðan örugglega út í 01/04 lEiðari


áfrýjunarferli og lokaniðurstöðunni verður á endanum ýtt út í verðlagið þannig að neytendur verða látnir borga fyrir varðstöðuna um einokun, sem bitnar fyrst og síðast á þeim sjálfum. Enginn mun verða látinn fjúka. Enginn mun bera ábyrgð á þessum blygðunarlausu afbrotum gegn samkeppni, neytendum og almennu velsæmi. kerfið er í boði okkar Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem MS verður uppvíst að því að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Í lok árs í fyrra var ekki til nægilegt magn af smjöri í landinu til að anna jólaeftirspurninni. Fyrst óskuðu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem sjá MS fyrir hráefni, eftir auknum tollfrjálsum kvóta til að mæta þeim skorti. Sú „Kerfið er til fyrir umsókn var dregin til baka tveimur dögum og MS ákvað frekar að greiða tolla sig sjálft og á síðar og gjöld fyrir írska smjörið sem fyrirtækið kostnað allra hinna. flutti inn. Ástæðan var sú að ef MS sækir Og það er ekki að um aukinn tollfrjálsan kvóta, vegna þess að fara að breytast einokunarfyrirtækið getur ekki annað eftirspurn, þá mega aðrir innflutningsaðilar, til af sjálfsdáðum.“ dæmis stórar matvörukeðjur, líka gera það. MS ákvað því frekar að borga 50 milljónir króna í tolla og gjöld, sem fyrirtækið þurfti ekki að borga, bara svo enginn annar gæti flutt inn mjólkurafurðir. Nánast öll mjólk sem er framleidd á Íslandi fer til MS. Íslenska ríkið mun borga 6,5 milljarða króna á þessu ári og 6,6 milljarða króna á því næsta í styrki til að viðhalda þessu kerfi. Greiðslur af þessu kaliberi hafa tíðkast árum saman. Það er í alvörunni þannig að þetta fyrirtæki, og þetta fyrirkomulag, fær að að þrífast, ekki bara í skjóli stjórnarherranna, heldur niðurgreiða þeir það beinleiðis með skattpeningunum okkar. samkeppnisbrot hluti af íslenskri tilveru Það er þyngra en tárum tekur hvað ólögmætt samráð, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og í kjölfarið ábyrgðarleysi 02/04 lEiðari


allra sem að málunum koma er landlægt í íslensku samfélagi. Á mínum fullorðinsárum hef ég upplifað samráð á byggingavörumarkaði (sem hækkar byggingarkostnað og þar af leiðandi íbúðarverð), kortasamráð (sem hækkar álögur sem neytendur greiða fyrir að fá að eyða peningum með kreditkortum), olíusamráð (sem drap samkeppni í bensínsölu um ókomna tíð) og grænmetissamráð (sem hækkaði verð til neytenda). Ég hef líka upplifað misnotkun á markaðsráðandi stöðu í fjarskiptageiranum (Skipti/Síminn hafa „Það er þyngra greitt nokkur hundruð milljónir í sekt fyrir en tárum tekur alls konar brot gegn samkeppnisaðilum sínum), í smásölu (Högum var gert að greiða hvað ólögmætt 315 milljónir fyrir að selja mjólk á eina krónu samráð, misnotkun til að láta keppinauta hrökklast af markaði), á markaðsráðandi í gosdrykkjasölu (Vífilfelli var gert að greiða milljónir í sekt með því að skikka viðstöðu og í kjölfarið 260 skiptavini sína til að versla bara við sig) og ábyrgðarleysi allra á lyfjamarkaði (Lyf og Heilsa reyndi að ýta sem að málunum keppinauti af markaði á Akranesi og þurfti koma er landlægt í að borga 100 milljónir fyrir). Þessi upptalning er eftir minni og alls ekki tæmandi. íslensku samfélagi.“ Þess utan þekki ég auðvitað vel á eigin skinni hvernig markaðsráðandi aðilar á fjölmiðlamarkaði komast upp með að gera samninga við stærstu auglýsendur landsins um einkakaup, tryggðarafslætti, skaðlega undirverðlagningu og samtvinnun á ólíkri þjónustu eða vöru með þeim afleiðingum að brauðmolunum sem hinir, sem hafa ekki getað látið lána sér fullt af milljörðum króna til að byggja upp markaðshlutdeild sem síðan er skilin eftir á annarri kennitölu, fækkar og verða bragðminni. Ég þekki það líka að hvorki samkeppnisyfirvöld né stjórnvöld hafa séð nokkra ástæðu til að grípa í taumanna á þeim markaði þótt þessir gerningar og þessi staða sé viðurkennd og blasi við öllum.

03/04 lEiðari


24.-27. september

NETDAGAR DOMINO’S

afsláttur af öllum sóttum pizzum af matseðli ef pantað er á netinu eða með Domino’s appinu* *Gildir ekki með öðrum tilboðum


kerfi sem er til fyrir sig sjálft Þá eru ótalin þau fjölmörgu skipti sem yfirskuldsett markaðsráðandi fyrirtæki verða gjaldþrota en fá ekki að fara á hausinn heldur er haldið gangandi lifandi dauðum þar til markaðurinn hefur aftur aðlagað sig að stærð þeirra. Það gerist annaðhvort með uppgripi í efnahagslífinu eða með því að alla litlu samkeppnisaðilana þrýtur úthald og þeir fara á hausinn. Samkeppniseftirlitið má alveg eiga að það rannsakar og upplýsir um mörg þessara brota og leggur á fyrirtækin sem fremja þau sektir. En því miður hefur það í flestum tilfellum engar varanlegar afleiðingar. Við sitjum enn uppi með samfélag fullt af samkeppnisleysi og samkeppnishindrunum. Neytendur, sem erum við öll, eru alltaf settir í síðasta sætið. Um þetta virðist ríkja samtrygging á meðal hluta ráðandi afla í stjórnmálum og viðskiptum, því miður. Þessir aðilar eru á spenanum hjá hvor öðrum. Ýmsir stjórnmálamenn eiga allt sitt undir einokunarkörlum og einokunarkarlarnir eiga tilveru sína að þakka verndarvæng stjórnmálamannanna. Kerfið er til fyrir sig sjálft og á kostnað allra hinna. Og það er ekki að fara að breytast af sjálfsdáðum.

04/04 lEiðari


01/08 neytendamál

kjarninn 25. september 2014

leynimakk isavia í leifsstöð

Leynd og ógagnsæi einkennir forval Isavia á fyrirtækjum til að sinna smásölu og veitingarekstri í Leifsstöð. Óánægja ríkir innan stjórnar Isavia með framkvæmd forvalsins. Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna ferlið harðlega.


NEytENdamál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins

i

savia er opinbert hlutfélag, líkt og RÚV, og er þar af leiðindi í eigu íslenska ríkisins. Fyrirtækið annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnunarsvæðinu. Þannig hefur Isavia yfirumsjón með Flugstöð Leifs Eiríkssonar og rekur fríhöfnina, þar sem tæplega 140 manns starfa. Í mars efndi Isavia til svokallaðs forvals til samningaviðræðna vegna aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs á Keflavíkurflugvelli, en samningstími núverandi rekstraraðila í Leifsstöð rennur út um áramótin. Þá verður ráðist í umfangsmiklar breytingar og endurbætur á brottfararsal flugstöðvarinnar, og í tilefni þess ákvað stjórn Isavia að „bjóða út“ verslunar- og þjónusturýmin samhliða fyrirhuguðum breytingum. Stefnt er að því að endurskipulagningunum verði lokið næsta vor. Forval Isavia var kynnt með pompi og prakt í Hörpu 19. mars síðastliðinn, þar sem áhugasömum fyrirtækjum gafst kostur á að nálgast ríflega fimmtíu blaðsíðna upplýsingarit um forvalið. Við afhendingu gagnanna féllust fyrirtækin skriflega á skilmála Isavia, um að þau væru trúnaðarmál og óheimilt væri að afhenda þau þriðja aðila án skriflegrar heimildar Isavia. Forvalið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og því voru forvalsgögnin á ensku, og þá var umsækjendum gert að skila inn ítarlegum upplýsingum á ensku.

Heitur staður til að vera á Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að hátt í 3,3 milljónir flugfarþega fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári, sem er 18,5 prósenta aukning á milli ára, og að þeim fari ört fjölgandi næstu árin. Samhliða þessari þróun hafa tekjur verslana og veitingastaða í brottfararsal Leifstöðvar farið ört hækkandi, en árið 2013 nam velta þeirra 2,7 milljörðum króna, sem fjögur veitingafyrirtæki og níu smásöluverslanir skiptu með sér. Með hliðsjón af þessum tölum eru verslunar- og þjónusturými á Keflavíkurflugvelli afar eftirsótt af fyrirtækjum í 02/08 NEytENdamál


Við gefum ekki út vegabréfsáritanir en and!#% hafi það við getum reddað þér vinnu. Reynsla og ástríða fyrir .NET og framúrskarandi vald á HTML / CSS / JavaScript er allt sem til þarf.

Sendiradid.is


smásölu- og veitingageiranum. Í raun er erfitt að hugsa sér betri stað undir slíkan rekstur á Íslandi. Samkvæmt heimildum Kjarnans tók fjöldi fyrirtækja þátt í forvali Isavia um pláss í brottfararsal flugstöðvarinnar með því að skila inn svokölluðum tillögum. Isavia hefur tilkynnt þeim fyrirtækjum sem ekki uppfylltu ströng og ítarleg skilyrði forvalsins um niðurstöðuna, og hefur hafið samningaviðræður við fyrirtæki sem þóttu þóknanleg að mati sérstakrar fimm manna valnefndar. Fyrirhugaðir samningar Isavia munu gilda til fjögurra ára er varðar smásöluna, og sjö ára hvað varðar veitingafyrirtæki. Niðurstaða samningaviðræðnanna verður kynnt fyrir stjórn Isavia síðar í október og í kjölfarið verður gert opinbert hvaða fyrirtæki hrepptu hnossið.

isavia neitar að veita upplýsingar um forvalið Kjarninn hafði samband við Hlyn Sigurðsson, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, til að fá upplýsingar um forvalið. Hann neitaði ósk Kjarnans um afhendingu forvalsgagnanna, og vildi ekki veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki hefðu fengið synjun eða við hvaða fyrirtæki Isavia ætti í samningaviðræðum nú. Þá vildi hann hvorki upplýsa Kjarnann um hverjir ættu sæti í 03/08 NEytENdamál


forvalsnefndinni, né við hvaða aðferðir nefndin styddist við mat á umsækjendum. Kjarninn hefur nú forvalsgögnin undir höndum. Í forvalsnefndinni eiga sæti, auk Hlyns, þrír aðrir starfsmenn Isavia; þau Hrönn Ingólfsdóttir, Stefán Jónsson og Sveinbjörn Indriðason, ásamt Frank Gray sem er sérfræðingur frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Concession Planning, sem ku vera eitt virtasta fyrirtækið á sviði reksturs og skipulagningar smásölu á flugvöllum. Í forvalsgögnunum er áhugasömum fyrirtækjum gert að skila inn ítarlegri „tillögu“ í nokkrum liðum. Fyrsti hluti tillögunnar átti meðal annars að innihalda nákvæma tæknilega útlistun á vörunni sem fyrirtækin hugðust bjóða til sölu, og hvernig hún yrði markaðssett og verðlögð. Þá þurftu fyrirtækin sömuleiðis að skila inn nákvæmri lýsingu á hönnun fyrirhugaðrar verslunar og hvernig hún kæmi til með að líta út. Samkvæmt heimildum Kjarnans olli þessi liður mörgum fyrirtækjum töluverðum vandræðum, enda lágu ekki fyrir upplýsingar frá Isavia í forvalsgögnunum um mögulega stærð eða legu húsnæðis. Valnefndin gaf tæknilegu þáttunum, sem voru í nokkrum liðum, einkunnir á bilinu núll til tíu. Til þess að komast í gegnum fyrstu síu forvalsins, þurftu fyrirtækin að skora að lágmarki sex í meðaleinkunn fyrir tæknilegu útfærslurnar. Ef fyrirtækin náðu ekki meðaleinkunninni, var annar hluti tillögunnar ekki opnaður. Þar áttu áhugasöm fyrirtæki að útlista nákvæma viðskiptaáætlun og veita aðrar nákvæmar fjárhags- og rekstrarupplýsingar. Til að ná sæti við samningaborðið þurfti tillaga fyrirtækis að hljóta náð fyrir augum forvalsnefndarinnar hvað báða þættina varðaði. Forval isavia harðlega gagnrýnt fyrir ógagnsæi Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hlaut náð fyrir augum forvalsnefndarinnar, en fyrirtækið hefur stundað veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar undanfarin tíu ár. Tillaga fyrirtækisins komst ekki í gegnum fyrstu síu 04/08 NEytENdamál


Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Kaffitárs.

forvalsins, hvað tæknilegar útfærslur varðaði. Í samtali við Kjarnann gagnrýnir Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Kaffitárs, framkvæmd forvalsins. Hún kveðst hafa óskað eftir upplýsingum um niðurstöðu forvalsins, auk upplýsinga um það hverjir sendu inn tillögur, einkunnagjöf forvalsnefndarinnar og hvernig hún falli að forvalsgögnunum, en segir að nefndin hafi neitað henni um upplýsingarnar. Hún gagnrýnir harðlega að starf fyrirtækis í almannaeigu, það er Isavia, fari fram með slíkum hætti. Strangt til tekið er Kaffitár skilgreint sem iðnaðarfyrirtæki, og því hefur fyrirtækið óskað eftir því að Samtök iðnaðarins láti til sín taka í málinu. Eins og fjölmiðlar hafa greint frá hefur Isavia gengið til samninga við alþjóðlegu veitingakeðjuna Joe and the Juice um rekstur veitingastaðar í flugstöðinni. En það eru fleiri sem eru ósáttir við vinnubrögð forvalsnefndarinnar. Þannig sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, starfi sínu lausu eftir að forvalsnefndin tilkynnti henni að tillaga Fríhafnarinnar um áframhaldandi rekstur Duty Free Fashion hefði verið hafnað. Fjárhagsþáttur tillögu Fríhafnarinnar þótti ekki trúverðugur að mati forvalsnefndarinnar. Fríhöfnin tók við rekstri verslunarinnar árið 2010, en fram að því hafði hún verið rekin af Icelandair. Þar hefur verið lögð áhersla á íslenskan tískuvarning, íslenska hönnun og handverk. Í samtali við Kjarnann vildi Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, ekki upplýsa um hvernig staðið yrði að rekstri verslunarinnar framvegis. Þá hefur Ásta Friðriksdóttir, fjármálastjóri Fríhafnarinnar, einnig sagt starfi sínu lausu en sömuleiðis má rekja uppsögn hennar til óánægju með forval Isavia eftir því sem Kjarninn kemst næst. 05/08 NEytENdamál


Íslensk tísku- og hönnunarfyrirtæki áhyggjufull Í fréttatilkynningu Isavia, sem send var á fjölmiðla vegna forvalsins á sínum tíma, kemur fram að sérstaða Íslands verði höfð í fyrirrúmi við endurgerð brottfararsals Leifsstöðvar. „Endurhönnun brottfararsvæðisins mun taka mið af því að hlutfall erlendra ferðamanna er að aukast mikið. Íslensk náttúra og menning verða í forgrunni til að gera ferð farþega eftirminnilega og öðruvísi en á öðrum flugvöllum.“ Samkvæmt forvalsgögnunum verður lögð rík áhersla á að brottfararsalurinn endurspegli landslag og náttúru Íslands, og svo er að sjá að þar verði hvergi til sparað. Samkvæmt heimildum Kjarnans eru margir íslenskir hönnuðir, sem áttu til að mynda inni hjá Duty Free Fashion, áhyggjufullir yfir stöðunni meðan leynd ríkir um forval Isavia. Áhyggjur þeirra lúta fyrst og síðast að því að hvergi verði gert ráð fyrir þeirra vörum kjósi Isavia að semja við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um rekstur smásölu- og veitingarýma í brottfararsal Leifsstöðvar. Fyrir íslensk tískuvörufyrirtæki skiptir augljóslega sköpum að geta boðið vörur sínar til sölu á jafn fjölförnum stað eins og flugstöðin er. samtök verslunar- og þjónustu krefja isavia svara Fjölmörg fyrirtæki sem tóku þátt í forvali Isavia hafa sent Samtökum verslunar- og þjónustu erindi, þar sem 06/08 NEytENdamál


framkvæmd forvalsins er harðlega gagnrýnd. Í bréfi sem samtökin sendu Isavia á dögunum, og Kjarninn hefur undir höndum, kemur fram sú krafa fyrirtækjanna að fyllsta jafnræðis verði gætt milli aðila, og gagnsæi verði sömuleiðis tryggt við framkvæmdina að öllu leyti. Í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu kemur jafnframt fram að fyrirtæki sem ekki náðu lágmarkseinkunn er varðar tæknilegar útfærslur hafi óskað eftir upplýsingum frá Isavia um það á hverju sú niðurstaða byggðist. Nánar tiltekið, hvaða atriði í „kríteríunni“ það voru sem leiddu til þess að umræddu lágmarksskori var ekki náð. Slíkum óskum hafi verið hafnað af Isavia, og því óski samtökin eftir skýringum á því á hverju sú höfnun byggist. Samtökin vísa máli sínu til stuðnings til ákvæða stjórnsýslulaga er lúta að upplýsingaskyldu opinberra stofnana og ákvæða laga um opinber innkaup sem kveða á um að öll gögn eigi að vera opinber. Samtökin vilja vita að hve miklu leyti Isavia telji sig bundna af ákvæðum ofangreindra laga og/eða telji sér skylt að hafa ákvæði þeirra í heiðri við val á þeim fyrirtækjum sem stunda munu rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu árum. Þá krefjast samtökin upplýsinga um hvað verður lagt til grundvallar við mat á fjárhagslegri stöðu þeirra sem valdir verða. „Munu í því sambandi sömu sjónarmið verða lögð til grundvallar og þegar mat á tilboðum fer fram samkvæmt lögum um opinber innkaup? Hér er einkum átt við fjárhagsstöðu fyrirtækja og mat á rekstrarsögu fyrirtækja og/eða þeirra aðila sem eru í forsvari fyrir viðkomandi fyrirtæki.“ Fulltrúar Isavia áttu fund með Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar- og þjónustu, á föstudaginn 07/08 NEytENdamál


Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...

... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is

Smelltu hér til að skoða tilboð


vegna bréfs samtakanna. Isavia hyggst svara bréfinu formlega á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Isavia það sér í hag að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við forvalið á fyrri stigum. Heimildir Kjarnans herma að fyrirtæki hafi veigrað sér við að gera athugasemdir við upphaf forvalsins af ótta við útilokun. Þá fullyrðir Isavia að forvalsleiðin undanskilji það frá því að uppfylla áðurnefnd lagaákvæði sem Samtök verslunar- og þjónustu vísuðu til í bréfinu. Ekki sé um eiginlegt opinbert útboð að ræða. Ekki einhugur í stjórn isavia um ágæti forvalsins Í grein sem Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, skrifaði í Markað Fréttablaðsins á miðvikudaginn fullyrðir hún að Isavia eigi í samningaviðræðum við alþjóðlegt stórfyrirtæki um leigu á nær öllum brottfararsalnum. Sama dag greindi fréttasíða DV frá því að fyrirtækið sem um ræðir sé LS Travel Retail. Heimildir Kjarnans herma sömuleiðis að Isavia líti á fyrirtækið sem álitlegan leigjanda. LS Travel Retail sérhæfir sig í verslunar- og veitingarekstri í flugstöðvum víða um heim, og rekur tæplega 2.700 verslanir á yfir 130 flugvöllum. Ný stjórn tók við völdum hjá Isavia í byrjun apríl, eða eftir að hið umdeilda forval var farið af stað. Hina nýju stjórn skipa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts sem jafnframt er formaður stjórnar Isavia, Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express og aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra, Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, og Sigrún Traustadóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. Samkvæmt heimildum Kjarnans gætir nokkurrar óánægju innan stjórnar Isavia með framkvæmd forvalsins. Sumir stjórnarmenn telja að ef til vill hefði verið heppilegra að hafa forvalsferlið gagnsætt og hafið yfir gagnrýni. Framkomin gagnrýni sé til þess fallin að ala á tortryggni í garð forvalsins og varpa skugga á vinnubrögð Isavia í málinu. 08/08 NEytENdamál


01/04 efnahagsmál

kjarninn 25. september 2014

landinn eyðir og eyðir í neyslu Hagvöxtur mældist aðeins 0,6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Einkaneysla eykst mikið milli ára samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands.


EFNaHagsmál Magnús Halldórsson @MaggiHalld

H

agvöxtur á fyrstu sex mánuðum ársins var 0,6 prósent að raungildi samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðastliðinn föstudag. Það er langt fyrir neðan flestar spár þegar árið er skoðað í heild. Spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 3,4 prósent hagvexti í ár og spá efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins var á svipuðum nótum. Seðlabankinn spáir því að vöxturinn komi ekki síst til vegna aukningar í fjárfestingu, þá sérstaklega á síðari helmingi ársins. Hagvaxtartölurnar fyrir fyrri helming ársins eru þó töluvert lægri en „Athygli vekur að spáin fyrir tímabilið gerði ráð fyrir, sem var upp á innflutningur jókst um tæplega eitt prósent.

níu prósent á meðan útflutningur jókst töluvert minna, eða um 3,7 prósent.“

Hvert prósent telur drjúgt Á fyrstu sex mánuðunum jukust þjóðarútgjöld, sem er samtala neyslu og fjárfestingar, töluvert umfram hagvöxt, eða um 2,8 prósent. Einkaneysla er að aukast töluvert þessa dagana, miðað við árið á undan, og jókst um fjögur prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Fjárfesting jókst um 7,8 prósent og heldur áfram að rétta úr kútnum eftir mögur ár í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Athygli vekur að innflutningur jókst um níu prósent á meðan útflutningur jókst töluvert minna, eða um 3,7 prósent. Nýbyggingar aukast Vöxtinn í fjárfestingum má ekki síst rekja til mikillar aukningar í íbúðafjárfestingu en hún jókst um 26,3 prósent milli ára. Fjárfesting hins opinbera jókst um 6,2 prósent en fjárfesting atvinnuvega jókst um 3,8 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Sérstaklega var mikil fjárfesting í gangi á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða marktækt meiri en á öðrum ársfjórðungi. innflutningur eykst Augljóslega má sjá merki um meiri neyslu hjá almenningi í hagtölum um innflutning. Hann jókst um níu prósent eins og áður segir. Þar af jókst þjónustuinnflutningur um 11,9 prósent og vöruinnflutningur um 7,4 prósent. 02/04 EFNaHagsmál


Neysludrifinn hagvöxtur Hagvöxturinn, þó veikur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins, er þessa dagana ekki síst drifinn áfram af aukinni neyslu. Samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum var 28,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er mun minna en í fyrra. Á sama tímabili á því ári var sú tala 54,1 milljarður króna, eða ríflega 25 milljörðum hærri tala en á þessu ári.

leiðréttingin ekki byrjuð að hafa áhrif Aðgerð stjórnvalda sem nefnist leiðréttingin, þar sem mögulegt verður að fá fé úr ríkissjóði til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána, er ekki enn farin að hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar. Seðlabanki Íslands varaði við aðgerðunum, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, og taldi að þær gætu haft neysluhvetjandi áhrif og að fólk myndi nýta féð sem það fær, það er bætta skuldastöðu, til þess að fjárfesta, ekki síst í húsnæði. Í versta falli gætu þær leitt til ójafnvægis í þjóðarbúskapnum, kynt undir neyslu og veikt gengi krónunnar. 03/04 EFNaHagsmál


Ríflega 65 þúsund umsóknir bárust um leiðréttingu í gegnum vefinn leidretting.is og standa um 100 þúsund einstaklingar að baki umsóknunum. Þar af sóttu 23 þúsund einstaklingar um að ráðstafa séreignasparnaði sínum til þess að greiða niður húsnæðislán. Ekki liggur enn fyrir hvað fólk mun bera úr býtum í gegnum þessar aðgerðir stjórnvalda en heildarumfang aðgerðanna er áætlað um 150 milljarðar króna og að þar af muni 80 milljarðar renna úr ríkissjóði til þess að greiða inn á verðtryggðar húsnæðisskuldir.

04/04 EFNaHagsmál


Gæðamálning – gott verð!

SPARAÐU!

Kynntu þér verðið á Deka gæðamálningu og málningavörum í Múrbúðinni.

Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar

6.695

DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar

5.995 Reykjavík

Kletthálsi 7

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18

Opið virka daga kl. 9-12 & 13-18

Deka Spartl LH. 3lítrar

2.100

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


01/06 Viðskipti

kjarninn 25. september 2014

Hvernig ætlar QuizUp að græða peninga? Plain Vanilla hefur náð ótrúlegum árangri á lífsskeiði sínu. Notendur eru 26 milljónir. En hversu margir eru að spila leikinn og hvernig ætlar fyrirtækið að græða á þeim?


Viðskipti Hallgrímur Oddsson L @hallgrimuro

Í

nokkra daga í nóvember á síðasta ári pípti síminn minn stanslaust. Facebook-vinir mínir, einn af öðrum, hlóðu niður QuizUp, spurningaleik Plain Vanilla, rétt eins og ég hafði sjálfur gert, og síminn lét mig vita í hvert einasta sinn sem einhver sótti leikinn. Pípið einskorðaðist ekki við Ísland. Eins og frægt er varð QuizUp gríðarlega vinsæll og sló met í App Store-versluninni. Nýverið hélt Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, erindi á haustráðstefnu Advania, þar sem hann fór meðal annars yfir sögu félagsins og þann lærdóm sem hann hefur dregið af ferlinu öllu. Yfirferð Þorsteins er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og má sjá í heild sinni hér Meðal annars nefnir hann stuttlega þær áætlanir um að færa leikinn, eða umhverfi hans, nær því að verða samfélagsmiðill. Hann tekur þó fram að á þessu stigi gæti hann fátt sagt opinberlega um fyrirætlanir Plain Vanilla. Margt hefur breyst hjá Plain Vanilla á því tæpa ári sem liðið er frá útgáfu leiksins. Starfsfólki hefur fjölgað úr 12 í nærri 80, um 26 milljónir manns hafa sótt QuizUp og fyrirtækið er fjárhagslega í stakk búið undir verkefnið sem bíður; Að festa QuizUp í sessi meðal notenda og finna út hvernig má hafa tekjur af leiknum, þannig að rekstur Plain Vanilla standi undir sér. Hér er ætlunin að reifa þessa stöðu fyrirtækisins, séð utan frá.

margir sótt en færri notendur Stefna Plain Vanilla var í upphafi einföld og þekkt meðal nýsköpunarfyrirtækja í sömu sporum, að fjölga notendum eins ört og mikið og mögulegt er. Aðrir þættir, eins og tekjustreymi, var séð sem framtíðarmúsík. Strax við útgáfu leiksins sagði Þorsteinn að nokkrir möguleikar væru í stöðunni til að sækja tekjur síðar meir, en sló strax út af borðinu þá leið að selja auglýsingaborða í leikinn. Má segja að það sé þrennt sem talað hefur verið um, og að hluta eða að öllu leyti verið hrint í framkvæmd; Að þýða leikinn á fleiri tungumál en ensku, að fá styrktaraðila á bakvið einstaka spurningaflokka og nú að gera leikinn að samfélagsmiðli eða einhvers konar samfélagsneti. 02/06 Viðskipti


Óskabarn frumkvöðlageirans Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, sést hér með Gesti G. Gestssyni, forstjóra Advania, fyrr í þessum mánuði.

Ef litið er til skráðra notenda blasa vinsældirnar við. Um 26 milljónir manna hafa sótt leikinn. Í júní síðastliðnum, þegar sama tala var 22 milljónir, upplýsti Plain Vanilla að meðaltalsnotkun hvers notanda hafi verið um 30 mínútur dag hvern og að fjöldi spilaðra spurningaeinvíga hafi verið 6 milljónir á hverjum degi. Tölfræðin fyllti vafalaust margan snjallsímatölvuleikjaframleiðandann öfund, ekki síst á tímum þar sem snjallsímatölvuleikjaspilarar eru þekktir fyrir að færa sig úr einum leik í annan á áður óþekktum hraða. Ljóst er þó að meðbyr QuizUp er í dag ekki jafn mikill og hann var í upphafi. Ef ég lít á þann hóp sem ég tengist í QuizUp (í gegnum Facebook), og færi þá hegðun yfir á heildina, þá má álykta að fæstir skráðra notenda opni leikinn lengur. Með öðrum orðum þá virðast fáir verða helteknir af leiknum. QuizUp þarfnast sinna Vigdísa, alveg eins og 03/06 Viðskipti


CandyCrush, og vonandi eru þær nógu margar af þeim 26 milljónum sem hafa skráð sig. Það er erfitt að átta sig á „raunverulegri“ notkun í dag, en hún er ekki nálægt 26 milljónum manns. Þýða á önnur tungumál Í kjölfar vinsælda í Bandaríkjunum og víðar var ákveðið að þýða QuizUp á fleiri tungumál, meðal annars þýsku, spænsku og portúgölsku. Það var ein leið Plain Vanilla til að viðhalda fjölgun notenda. Í dag stendur félagið frammi fyrir því að breyta um kúrs og halda í notendur frekar en að fjölga þeim. Vafalaust er hægt að þýða leikinn á „Sú framtíðarsýn stjórnenda fjölmörg tungumál, enda félagið gríðarlega að leikurinn verði tenging vel fjármagnað eftir síðasta hlutafjárútboð í desember síðastliðnum, þar sem 22 milljóninn í samfélagsmiðil er ekki um dollara var safnað af fjárfestum, eða um galin. Leikurinn er eitt stórt 2.600 milljónum króna. En meðan tekjusafn ýmiss konar brautar- streymið er ekki augljóst þá er erfitt að sjá hvernig það borgar sig, auk þess sem færa palla (það eru spurninga- má rök fyrir því að enskumælandi markaður flokkarnir) sem tengja saman sé nægilega stór, og gott betur. Sú framtíðarsýn stjórnenda að leikurinn fólk með sömu áhugamál.“ verði tenging inn í samfélagsmiðil er ekki galin. Leikurinn er eitt stórt safn ýmiss konar brautarpalla (það eru spurningaflokkarnir) sem tengja saman fólk með sömu áhugamál. Á móti má benda á að það gera spjallborð á netinu líka (e. forum), sem finna má auðveldlega með Google eða öðrum leiðum, þess utan að Facebook býður upp á svipaða þjónustu, það er óteljandi hópa um afmarkaða hluti, bæði opna og lokaða. Samkeppnin er mikil, vægast sagt. samið við fyrirtæki – á þeirra forsendum Áætlanir um samfélagsmiðlatengingu svara ekki þeirri spurningunni hvernig Plain Vanilla ætlar að afla tekna af vörunni sinni. QuizUp glímir við þessar stóru spurningar í dag því leikurinn fór á markað án þess að spurningunni væri svarað, fyrir utan þá staðreynd að leikurinn gerir ekki 04/06 Viðskipti


sérstaklega út á að notendur versli inn í leiknum (e. in-app purchases), þá eru möguleikar til þess í dag fáir og nærri ósýnilegir notendum. Helsta boðaða tekjuleiðin hefur verið sú að fá fyrirtæki eða stofnanir til þess að styrkja ákveðna spurningaflokka (e. sponsor). Það hafa t.d. Google og Coca Cola gert. Leiðin er gamalkunn í herbúðum Plain Vanilla, sem byrjaði á því að gefa út sérstakt spurningaleikjaapp í tengslum við Twilight-vampírumyndirnar. Þessi leið til tekjuöflunar er augljóslega tímafrekari og flóknari en að einfaldlega setja auglýsingaborða í leikinn. Hversu góð hún raunverulega er veltur alfarið á fyrirtækjunum, hvort þau séu tilbúinn að taka þátt og sjái hag sinn í að styrkja efni. Í einfaldri spurningu þá má setja dæmið upp svona: Hvað kostar að eiga í samningaviðræðum við tíu fyrirtæki um að gerast bakhjarlar efnis, ef aðeins eitt þeirra gengur til samninga að lokum? Þessi tekjuleið getur verið brothætt. GefA ekki upp Hversu mArGir eru virkir notendur Kjarninn sendi fyrirspurn á Þorstein B. Friðriksson, forstjóra og stofnanda Plain Vanilla, og spurðist fyrir um hversu margir af þeim 26 milljónum manna sem sótt hafa QuizUp-appið spili leikinn daglega, vikulega eða mánaðarlega. Í svari Þorsteins kemur fram að Plain Vanilla hafi ekki gefið út opinberar tölur um daglega eða

mánaðarlega notendur. Hann sagði fyrirtækið hafa stækkað mikið undanfarna mánuði og starfsmenn í starfsstöð þess á Laugavegi 77 séu nú tæplega 80. Fyrirhuguð sé mjög stór uppfærsla á QuizUp sem verði hleypt í loftið síðar á þessu ári og sú uppfærsla sé helsta ástæða þeirrar stækkunar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum undanfarið.

„Þróastu ellegar deyðu“ Þær rúmu 2.500 milljónir sem runnu til rekstursins um síðustu áramót, í vel heppnuðu hlutafjárútboði, geta lengi dugað sem rekstrarfé. En eins og hjá sambærilegum fyrirtækjum er stefnan að sækja fram, enda það eina í stöðunni á markaði snjallsímaforrita og tölvuleikja. „Þróastu ellegar deyðu“ er lögmálið. Fjárhagsleg staða félagsins til að sækja fram er góð, en stjórnendur keppa engu að síður við tímann. Plain Vanilla veit hvernig á að fjölga notendum. Núna þarf það 05/06 Viðskipti



að finna út hvernig hægt er að halda sem flestum í heljargreipum þeirrar snilldar sem tölvuleikir geta verið. Í raun ætti Plain Vanilla að vera alveg sama hvort notendurnir séu orðnir 26 milljónir eða 106 milljónir. Hlutfall þeirra sem opnar leikinn aftur og aftur er tekjulindin. Virkustu notendurnir munu borga, en það þarf að gera þeim það kleift. Samfélagsmiðill getur togað í fjöldann allan af hliðhollum notendum, en uppbyggingin verður erfið, ekki síst vegna þess að upphafleg hugsun að baki QuizUp var spurningaleikur, ekki samfélagsmiðill. Ef QuizUp nær ekki að halda í notendur né hafa af þeim tekjur, þá gæti QuizUp verið best borgið sem hluta af annarri, viðameiri vöru.

06/06 Viðskipti


kjarninn 25. september 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sJö spUrNiNgar

árni svanur daníelsson vefprestur

bíóið helsta áhugamálið og berlín besta borgin Hvað gleður þig mest þessa dagana? Að hjóla um fallegu borgina okkar, einsamall eða með frúnni og börnunum. Hvert er þitt helsta áhugamál? Bíóið er númer eitt um þessar myndir því nú snýr RIFF aftur. Ég sit í dómnefndinni sem veitir kvikmyndaverðlaun kirkjunnar. Framundan er veisla fyrir augun, eyrun og kollinn.

Hvaða bók lastu síðast? Structure in Fives eftir Henry Mintzberg. Kennslubók í opinberri stjórnsýslu. Sannarlega ekki mjög lifandi texti en gagnlegt verkfæri til að greina og skilja stofnanir og skipulagsheildir. Hvert er þitt uppáhalds lag? Þessa dagana er All About That Bass með Meghan Trainor í uppáhaldi hjá okkur Heiðrúnu Önnu sem er yngsta dóttirin. Grípandi lag og góður boðskapur.

01/01 sJö spUrNiNgar

Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Ég treysti helst ráðherrum sem sýna náungakærleika í verki frekar en orði. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Til Þýskalands, nánar tiltekið Berlínar sem er uppáhaldsborgin. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fólk sem segist ekki hafa tíma til njóta lífsins.


aF NEtiNU

samfélagið segir um myndband af framakonum í Framsókn

kjarninn 25. september 2014

Facebook

twitter

sveinbjörG birnA sveinbjörnsdÓttir

siGGi @bjartmarr

Að gefnu tilefni, þá var ég bláedrú á föstudagskvöldinu (eins og reyndar flest önnur kvöld ársins), og um það getur fjöldinn allur af fólki vitnað. Góða nótt kæru vinir ! Mánudagurinn 22. september 2014

Ef ég væri Sveinbjörg Birna hefði ég sagst hafa verið blindfull frekar en bláedrú. Þriðjudagurinn 23. september 2014 eGill HArðAr @egillhardar Vigdís Hauksdóttir - gjöfin sem heldur áfram að gefa. Þriðjudagurinn 23. september 2014

HrAfn jÓnsson Ok. Mánudagurinn 22. septmeber 2014

stefán snær @stefansnaer

Grímur AtlAson Á nýársdag fyrir 25 árum var mér boðið í mat. Ég rakst á vodkaflösku fyrr um daginn og drakk hana alla. Hjólaði í boðið og datt í Tungötubrekkunni. Kom í boðið og var spurður af gestgjafa: "Ertu drukkinn?" Ég svaraði: "Nei en ég fékk mér tvö hvítvínsglös."... Þriðjudagurinn 23. september 2014

Ætlar Guðfinna Jóhanna að taka að sér veislustjórn í náinni framtíð? Jafnvel hjá einhverjum banka? Þriðjudagurinn 23. september 2014

fullfjármagnað lífeyriskerfi?

knýjandi þörf fyrir að eyða peningum ríkisins

Íslensku fjármálafólki er farið að leiðast þófið innan þessarra blessuðu hafta og vilja aftur út í hinn stóra heim, að eigin sögn reynslunni ríkari. Á þriðjudag hélt Íslandsbanki, Bresk-íslenska viðskiptaráðið og fleiri morgunverðarfund í London undir yfirskriftinni „Iceland´s bright future“. Í auglýsingu fyrir fundinn er því meðal annars haldið fram að Íslendingar væru vel aldursamsettir og með fullfjármagnað lífeyriskerfi. Það er stór fullyrðing þegar FME sagði í júnílok að það vanti 595 milljarða króna í lífeyrissjóðina til að þeir staðið við skuldbindingar sínar.

Nýjasta útspil Framsóknar í peningagjöfum er að borga sérfræðingum í fiskisjúkdómum nokkrar milljónir á haus fyrir að flytja til Akureyrar, þar sem engum þeirra langar að búa en staða flokksins er sterk. Áður hafði Framsókn eytt 80 milljörðum í millistétt fyrir að kjósa sig, 200 milljónum af „skúffufé“ forsætisráðherra sem fór aðallega í kjördæmi hans og daðrað við 120 milljarða áburðarverksmiðju. Í Bakherberginu er rætt um hvort þau 46.173 atkvæði sem Framsókn fékk verði þau dýrustu í sögunni.

01/01 samFélagið sEgir


ErlENt

gallerí

kjarninn 25. september 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


á flótta undan íslamska ríkinu Kúrdar í norðurhéruðum Sýrlands hafa flúið heimasvæði sín undanfarnar vikur vegna ofsókna vígamanna samtaka um íslamskt ríki. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna telur hátt í 400.000 manns reyna að komast yfir landamærin til Tyrklands. Þar hafa stjórnvöld norðan landamæranna hert eftirlit.

Mynd: AFP


andavefja ofl.

i " spjót " sm sush áb or

ill " nd vi

ki " fudge " tata hu " m ri ar a g

Veisluþjónusta Sushi Samba Sushi eða Samba í þína veislu Djúsí sushi bakkar, tilbúnir veislumatseðlar eða þú velur þína uppáhaldsrétti. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að gera þína veislu ómótstæðilega.

Sushi Samba Þingholtsstræti 5 " 101 Reykjavík Sími 568 6600 " sushisamba.is


Höfnuðu sjálfstæði Skotar höfnuðu því að verða sjálfstætt ríki í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan. Kjörsókn var mjög góð eða 85 prósent en 55 prósent gildra atkvæða féllu í skaut sambandssinna. Skotum hafði verið lofað aukinni sjálfsstjórn í kjölfar kosninanna yrði þetta niðurstaðan.

Mynd: AFP


friðarumleitanir í skugga ofbeldis Átökin í austurhluta Úkraínu halda áfram með miklu ofbeldi af hálfu beggja fylkinga. Pedro Porosjenkó forseti Úkraínu ávarpaði Bandaríkjaþing í síðustu viku og óskaði hernaðarlegs stuðnings vesturveldanna. Forsetanum verður ekki að ósk sinni, en þjóðin hlýtur þó vænan fjárstyrk frá Bandaríkjunum.

Mynd: AFP


betri lífskjör í Afganistan Efnahagur Afganistan hefur batnað til muna eftir fall stjórnar talíbana árið 2001. Þrátt fyrir það eru íbúar landsins gríðarlega fátækir og reiða sig mikið á mannúðaraðstoð erlendis frá. Mennirnir á mótorhjólinu óku eftir þjóðvegi rétt utan við bæinn Mazari Sharif í norðurhluta landsins.

Mynd: AFP


loksins lagðist lukkan með Hamilton Mercedes-ökuþórinn Lewis Hamilton er nú orðinn efstur í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1, eftir sigur í Singapúrkappakstrinum um helgina. Nico Rosberg, sem leitt hefur titilbaráttuna í allt sumar, kláraði ekki kappaksturinn og má vænta fjörugs lokaslags í síðustu mótum ársins.

Mynd: AFP


kjarninn 25. september 2014

01/01 spes

spEs Japönsk lögregluyfirvöld leggja hald á sérhannaða og vafasama myndavélaskó

skór með myndavél til að gægjast upp undir pils

l

ögregluyfirvöld í Kyoto í Japan hafa undanfarið lagt hald á hundruð para af sérhönnuðum íþróttaskóm. Í tám skónna var búið að koma fyrir myndavélum sem var hægt að nota til að taka myndir upp undir pils kvenna. Lögreglan í Kyoto gerði húsleit hjá fyrirtækinu sem framleiðir og selur skóna í júlí, og komst þar yfir lista með nöfnum um fimmtán hundruð viðskiptavina sem höfðu pantað sér dónaskóna, sem eru þekktir undir heitinu „Tosatsu shoes.“ Frá því að listinn komst í hendur 01/01 spEs

lögregluyfirvalda hafa lögreglumenn heimsótt viðskiptavini fyrirtækisins með skipulegum hætti og boðið þeim að láta skóna af hendi af fúsum og frjálsum vilja. Næstum allir sem lögregla hafði samband við voru tilbúnir að segja skilið við dónaskóna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu seldi fyrirtækið sem framleiddi myndavélaskóna um 2.500 pör af skónum á síðastliðnum tveimur árum. Lögregluyfirvöld í Kyoto hafa sent öðrum lögregluumdæmum upplýsingar um dónakarla í þeirra umdæmum sem kunna að hafa vafasamt skópar í fórum sínum.


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


pistill

Hafsteinn Hauksson hagfræðingur

kjarninn 25. september 2014

meinlætahagkerfið Þegar einkaneysla eykst, er það gott eða slæmt? Er neysludrifinn hagvöxtur slæmur? Hafsteinn Hauksson hagfræðingur á bágt með að skilja af hverju hann er slæmur.

N

okkuð dökkur blettur á pólitískri stefnumótun Evrópuþjóða er kaupauðgisstefnan sem lögð var til grundvallar efnahagsstefnu þeirra langt fram á átjándu öld. Í sem stystu máli reyndu lönd sem fylgdu kaupauðgisstefnunni eftir fremsta megni að efla útflutningsatvinnuvegi og innlenda fullvinnslu afurða, um leið og innflutningur var takmarkaður, meðal annars með háum tollum. Eitt meginmarkmið stefnunnar var þannig að safna gjaldeyrisforða með því að viðhalda sem allra mestum viðskiptaafgangi við útlönd með valdboði og pólitískum afskiptum. Stefnan stafaði af þeim misskilningi að auðsöfnun auðsins vegna væri eftirsóknarverð. Sem betur fer lagðist hún af þegar leið á átjándu öldina og hópur heimspekinga, sem í dag flokkast sem feður hagfræðinnar, benti réttilega á að það væri rangt. Útflutningur þjónaði vissulega þeim tilgangi að afla gjaldeyris, en gjaldeyririnn væri tilgangslítill nema vegna þess að hann mætti nota til þess að standa undir innflutningi; kaupum á mat og víni, vefnaðarvöru og kryddi. Með öðrum orðum hefðu fullar kistur af gulli takmarkað innra virði, nema upp að því marki sem þær væru ávísun á önnur efnisleg gæði. 01/03 pistill


Það gæti verið vitleysa í mér, en stundum finnst mér sem eimi eftir af viðhorfi kaupauðgisstefnunnar í afstöðu til hagvaxtar. Eitt dæmi um slíkt eru sum viðbrögð við þjóðhagsreikningum sem birtust fyrir síðustu helgi. Á fyrstu tveimur fjórðungum ársins 2014 hefur samsetning hagvaxtar á Íslandi breyst töluvert; í stað þess að vera drifinn áfram af utanríkisverslun (þ.e. vexti útflutnings umfram innflutning) líkt og var á árinu 2013 er aðaldriffjöður vaxtarins nú „Líkt og búast einkaneysla. Líkt og búast mátti við er enginn mátti við er skortur á álitsgjöfum með töluverðar áhyggjur af þessari þróun. enginn skortur Sjálfur á ég hins vegar erfitt með að skilja á álitsgjöfum af hverju samsetning hagvaxtar sem grundmeð töluverðar vallast á einkaneyslu ætti að þykja verri en útflutningsdrifins hagvaxtar. Reyndar hélt ég áhyggjur af að lokatakmark alls hagvaxtar hlyti að vera það þessari þróun.“ að auka einkaneyslu – að auka þau efnislegu verðmæti sem íbúar hagkerfisins hefðu til ráðstöfunar. Þannig mætti best auka lífsgæði þjóðarinnar (þ.e. ef mér leyfist að líta fram hjá því rétt sem snöggvast að efnisleg gæði og lífsgæði fari ekki endilega alltaf saman). Við fjárfestum í dag til þess að geta framleytt og neytt meira á morgun, og stundum útflutning til þess að hafa ráð á innflutningi. Þjóð sem fjárfestir og flytur út til þess eins að sjá landsframleiðsluna vaxa gæti átt á hættu að breytast í eins konar meinlætahagkerfi, líkt og kaupauðgisþjóðir Evrópu fyrr á öldum. Hagvöxtur ætti með öðrum orðum ekki að vera takmark í sjálfu sér, heldur leið að bættum lífskjörum – og þá er bæði sjálfsagt og eðlilegt að einkaneysla vaxi samhliða framleiðslu hagkerfisins, í andstöðu við þá siðrænu afstöðu meinlætahagkerfisins að eyðsla hljóti alltaf að vera vond. Hér skal þó fúslega viðurkennt að þar með er ekki öll sagan sögð. Á endanum er aðalatriðið að neysluvöxturinn sé sjálfbær. Heimili getur vel leyft sér að auka eyðsluna ef tekjur þess hækka, en rétt eins og heimili sem fjármagnar neyslu á yfirdrætti getur hagkerfi lent í vandræðum þegar 02/03 pistill


engin innistæða er fyrir vextinum. Það er nokkuð sem við þekkjum allt of vel, en á árunum 2005-2008 jókst einkaneysla hröðum skrefum, á sama tíma og skuldsetning vatt upp á sig og risavaxinn viðskiptahalli myndaðist við útlönd. Þannig hlóðst upp ójafnvægi sem leiðréttist með hvelli „Við fjárfestum á árunum 2009-2010. Í því ljósi er kannski ekki í dag til þess að nema eðlilegt að ákveðinnar totryggni gæti í garð einkaneysludrifins hagvaxtar. geta framleytt Enn sem komið er virðist þessi vöxtur þó og neytt meira ekki byggður á auknum lántökum. Þvert á móti á morgun.“ jókst gengis- og verðleiðréttur útlánastofn til heimila og fyrirtækja á öðrum fjórðungi þessa árs í fyrsta sinn eftir samfelldan samdrátt frá árinu 2010 – og þá aðeins um þriðjung úr prósenti. Hins vegar má vel taka undir sjónarmið þeirra sem telja áhyggjuefni að hve miklu leyti þessi aukna eftirspurn eftir neyslu „lekur“ út úr hagkerfinu í formi innflutnings. Með öðrum orðum á einkaneysluvöxturinn sér stað erlendis að hluta og veldur því að innflutningur eykst hraðar en útflutningur, en það kemur niður á viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins. Viðskiptajöfnuðurinn er þó enn jákvæður svo nokkru nemur, svo það er af og frá að ástandið sé sambærilegt við það sem var á árunum fyrir fall gömlu bankanna. Það er því óþarfi að óttast aukna hlutdeild einkaneyslu í hagvexti enn sem komið er – svo framarlega sem við sofnum ekki á verðinum.

03/03 pistill


kjarninn 25. september 2014

01/01 græjur

Andrés jónsson sérfr. í almannatengslum „Tæplega ársgamall iPhone 5S“

HArvest

podcAsts

Þar sem ég sel mig út í tímavinnu þá er mjög mikilvægt að skrá alla vinnu jafnóðum. Harvest er besta tólið sem ég hef kynnst og ég sendi alla reikninga úr því líka.

Ég nota dauðan tíma mjög mikið til að hlusta á erlenda hlaðvarpsþætti. Með þessu appi fylgist ég með tuttugu ólíkum þáttum og þeir hlaðast inn sjálfvirkt.

Ég er bara nýbúinn að venja mig af því að opna vafra í símanum og fara á já.is. Já appið er miklu fljótvirkara. (tek fram að þeir eru viðskiptavinir mínir)

tækNi Kínverskt fyrirtæki hyggst búa til snjalla matarprjóna

Aprílgabb Baidu voru matarprjónar sem áttu að geta sagt til um allt hráefni sem væri í hverjum rétti snæddur væri.

Það hafa líkast til flestir lent í því að teygja sig inn í ískápinn sinn seint um kvöld eftir afgöngum og orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar matarleifarnar reynast afar óferskar og eiginlega óætar. Kínverska fyrirtækið Baidu, sem er nokkurs konar Google Kínverja, kynnti vísi að lausn á þessu hvimleiða vandamáli á árlegri heimsráðstefnu sinni fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða matarprjóna, sem Kínverjar nota við flest át, sem geta mælt ferskleika matarins.

Aldrei stóð til að framleiða þá prjóna en viðbrögðin voru það mikil að Baidu sá tækifæri til að framleiðla aðeins minna fágaðri útgáfu af þeim. Nýju matarprjónarnir mæla gæði þeirrar olíu sem notuð er við matargerðina. Þeir mæla líka pH-gildið, peroxíðvirði og hita matarins. Í framtíðinni ætlar Baidu sér prjónarnir geti greint hvaða tegundir af olíu eru í matnum, hvort hann sé skemmdur og hversu næringarríkur hann er. 01/01 græJUr


kjarninn 25. september 2014

01/06 íþróttir

Ísland er besta minnsta land í heimi... í fótbolta Fyrir rúmum áratug æfðu íslenskir meistaraflokksleikmenn á möl. Nú eigum við eitt af 35 bestu landsliðum í heimi. ÍÞróttir Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Í

slendingar eru margir hverjir sannfærðir um að við séum best í heimi, í öllu, miðað við höfðatölu. Þessi sannfæring og fullyrðingar sem byggja á henni eru andlag gríðarlegs magns brandara sem við segjum um okkur sjálf til að réttlæta eða verja mikilmennskubrjálæðið sem á stundum heltekur okkur á flestum sviðum sem við reynum fyrir okkur á. Drambið og brjálæðið varð okkur að falli í bankaleiknum sem við lékum mörg án þess að hafa til þess nægilega kunnáttu. Á ýmsum öðrum sviðum hefur þetta „Davíð gegn Golíat“-viðmót til lífsins fleytt okkur miklu lengra en efni 01/06 ÍÞróttir


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


standa til og án þess að hafa þær neikvæðu bylmingsafleiðingar sem bankahrunið veitti okkur. Þvert á móti eru afleiðingarnar nær einvörðungu jákvæðar. Eitt þessara sviða er knattspyrnuvöllurinn. konurnar komnar, karlarnir tæpir Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei komist á lokamót í knattspyrnu. Á haustmánuðum ársins 2010 upphófst hins vegar tilraun til að ná því markmiði með því að U21-landsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts UEFA í Danmörku sumarið eftir með tveimur 2-1 sigrum á liði Skota (5,3 milljónir íbúa). Þótt liðinu hafi ekki gengið neitt „Hvernig getur þjóð sem er sú sérstaklega vel, ekki unnið leik og fimmta fámennasta í Evrópu setið eftir í riðlinum í þessari fyrstu (fyrir ofan Færeyjar, Liechten- lokakeppni, þá var ljóst að einhver stein, Andorra og San Marínó) grunnur hafði verið lagður. Að náð þessum árangri? Hvernig minnsta kosti sjö lykilmenn í landsliði dagsins í dag voru hluti af þeim getur svona þjóð átt á áttunda tug hóp sem náði þessum árangri. atvinnumanna í íþróttinni sem Íslenska kvennalandsliðið var spila í sterkstu deildum heims?“ auðvitað þegar búið að ná því að komast á lokamót. Árið 2009 lék það í lokakeppni Evrópumótsins, en komst ekki upp úr sínum riðli. Sama ár urðu fjölmargir leikmenn liðsins atvinnumenn í knattspyrnu, að mestu á Norðurlöndunum. Fjórum árum síðar voru þær mættar aftur á sama lokamót og náðu í átta liða úrslit. Unnum 77 milljóna þjóð Íslendingar eru 327 þúsund talsins og í 180. sæti yfir fjölmennustu ríki heims. Hér æfa um 20 þúsund manns knattspyrnu, samkvæmt tölum frá Knattspyrnusambandi Íslands. Samt vorum við 45 mínútum og einu marki frá því að tryggja okkur farseðil á heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fór fram síðasta sumar. Hefðu Króatar einfaldlega ekki verið 02/06 ÍÞróttir


svona ógeðslega góðir í fótbolta (ég er að tala við þig, Luka Modric) þá væru Íslendingar nú skráðir í sögubækurnar sem fámennasta þjóð sem spilað hefur á lokamóti í sögu heimsins. Fyrr í þessum mánuði hóf karlalandsliðið okkar síðan vegferð sína í átt að lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu með því að kjöldraga Tyrkland á Laugardalsvelli 3-0. Tyrkir eru 77 milljónir alls. Skráðir knattspyrnumenn í þessu þriðja fjölmennasta ríki Evrópu (á eftir Rússlandi og Þýskalandi) eru 466 þúsund talsins, og eru leikmenn yngri flokka þá ekki taldir með.

næstum því Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu með því að gera 1-1 jafntefli við Norðmenn. Gleði leikmanna var vægast sagt mikil eftir að þeim mikla áfanga var náð.

kýlum upp fyrir okkur Eftir sigurinn á Tyrkjum situr íslenska karlalandsliðið í 34. sæti á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og hefur aldrei setið ofar. Það ríki sem er ofar en Ísland á þeim lista sem er næst okkur í íbúafjölda er Bosnía Hersegóvína sem situr í 25. sætinu. Þar búa 3,8 milljónir manna. Í sætinu fyrir ofan okkur situr Ghana (27 milljónir íbúa) og fyrir neðan okkur er Senegal (12,9 milljónir íbúa). 03/06 ÍÞróttir


Tyrkir, sem eru 235 sinnum fleiri en Íslendingar, féllu niður fyrir okkur á listanum með tapinu. Þrátt fyrir að íslenska kvennalandsliðið hafi rétt misst af umspilsleikjum um þátttökurétt á heimsmeistaramóti kvennalandsliða næsta sumar eftir óvænt tap á heimavelli fyrir Dönum (5,6 milljónir íbúa) er liðið samt í 20. sæti á lista FIFA yfir bestu knattspyrnulandslið heims í kvennaflokki. Nágrannar okkar í Noregi (5,1 milljón íbúa) eru fámennasta þjóðin fyrir ofan okkur. Tveimur sætum fyrir neðan stelpurnar okkar er landslið Rússlands (146,1 milljón íbúa), fjölmennasta ríki Evrópu. Og ef þetta er ekki nóg þá er U21-karlaliðið, næsta kynslóð sem mun skila sér inn í þegar ungt og reynslumikið A-landslið, komið í umspil um sæti í lokakeppni og mætir Dönum (sem eru enn 5,6 milljónir) í næsta mánuði til að útkljá það mál. knattspyrnuhallir og gæðaþjálfun Hvernig getur þjóð sem er sú fimmta fámennasta í Evrópu (fyrir ofan Færeyjar, Liechtenstein, Andorra og San Marínó) náð þessum árangri? Hvernig getur svona þjóð átt á áttunda tug atvinnumanna í fótbolta, sem spila í sterkustu deildum heims á borð við þá ensku (64,1 milljón íbúa í Stóra-Bretlandi), ítölsku (60,8 milljónir íbúa), spænsku (46,5 milljónir íbúa), hollensku (16,9 milljónir íbúa) og rússnesku (ennþá 146,1 milljón íbúa) fyrir utan alla þá tugi sem spila í Skandinavíu. Íslensku leikmennirnir eru líka að ná ótrúlegum árangri. Sumir þeirra eru meira að segja markahæstu leikmenn þeirra deilda sem þeir spila í. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fræðslustjóri KSÍ um margra ára skeið, skrifaði grein á heimasíðu sína, www.siggiraggi.is, í lok september 2012 sem útskýrir ástæðurnar nokkuð vel. Þar fer hann yfir breytingu á aðstöðu á Íslandi á einungis einum áratug. Sigurður Ragnar segir að yfir tíu knattspyrnuhallir hafi verið byggðar (þeim hefur fjölgað síðan og mun fjölga enn frekar á næstu árum), yfir 20 gervigrasvellir og 130 04/06 ÍÞróttir


magnaður árangur Það eru ekki bara landsliðin okkar sem hafa gert góða hluti. Félagsliðin hafa líka verið að gera sig gildandi í Evrópukeppnum. Minnistæðastur er árangur Stjörnunnar.

sparkvellir. Hann bendir líka á að meðalknattspyrnuþjálfari á Íslandi er yngri, með meiri reynslu af knattspyrnuiðkun og miklu menntaðri í þjálfunarfræðum en kollegar hans erlendis, sem eru venjulega foreldrar iðkenda sem þjálfa í sjálfboðavinnu. „Ef barnið þitt ætlar að læra að spila á píanó er það auðvitað líklegra til að ná betri árangri ef það fengi kennslu hjá fagmanni frekar en foreldri sem oft kann ekki nógu vel til verka. Sama í fótbolta,“ segir Sigurður Ragnar. Í greininni fer hann auk þess yfir það að íslensk börn og unglingar æfa miklu meira en jafnaldrar þeirra í mörgun löndum. Afreksþjálfun, viðbótarþjálfun fyrir þá sem eru líklegir til að skara fram úr, er einnig mun meiri hérlendis.

05/06 ÍÞróttir


að vaða áfram á sér bjartar hliðar Að mörgu leyti er sú mikla og hraða uppbygging sem hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu því afleiðing af góðærinu. Á rúmum áratug hafa íslenskir knattspyrnumenn farið frá því að æfa hluta af ári á vondum malarvöllum í aftakaveðrum yfir í að æfa í sérhönnuðum knattspyrnuhúsum með gervigrasvelli samkvæmt nýjustu tísku. Aðstaðan sem tók stakkaskiptum, sérstaklega knattspyrnuhúsin, er að mestu byggð fyrir erlent lánsfjármagn, þó sum húsanna hafi verið byggð fyrir eigið fé sem streymdi til sveitarfélaga eða einkaverktaka. Þegar erfiðleikar dundu yfir var auðvitað ekki hægt að slíta þessi hús upp og leggja þau í skuldahítina. Þau eru því orðin fastur hluti af innviðum á Íslandi, sem gera íbúunum kleift að stunda knattspyrnuiðkun við bestu aðstæður allt árið um kring, óháð veðri og vindum. Fjárfesting í íslenskum knattspyrnuliðum, meðal annars frá fjáðum stuðningsmönnum, jókst líka mikið á þessum góðærisárum. Þessi fjárfesting, ásamt mikilli áræðni og dugnaði, hefur skapað þær eiginlega fáránlegu aðstæður að Ísland, sem hýsir svipað marga íbúa og breski bærinn Coventry (329.810 íbúar), er orðið á meðal 35 bestu þjóða heims í karlaknattspyrnu og 20 bestu þjóða heims í kvennaboltanum. Mikilmennskubrjálæði og „að-vaða-áfram“-hugarfarið hefur sínar björtu hliðar líka.

06/06 ÍÞróttir


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


kJaFtæði

stígur Helgason fyrrverandi blaðamaður

kjarninn 25. september 2014

Fjörmjólk þjóðarinnar Stígur Helgason telur sig helsta fórnarlamb brota Mjólkursamsölunnar. Og íhugar skaðabótamál.

m

jólkursamsalan er búin að vera að svína á íslenskum neytendum í áraraðir. Samkeppniseftirlitið var að komast að þessu og þurfti til þess tvær atrennur. Rétt upp hönd sem er í sjokki. Aldrei hefur frétt komið jafnlítið á óvart, og samt er ég búinn að lesa sömu fréttina um jarðskjálfta í Bárðarbungu svo oft undanfarnar vikur að orðin ‚sigketill’ og ‚Ármann Höskuldsson’ eru búin að glata allri merkingu fyrir mér. Ég var minna hissa en þegar Elliði Vignisson sló – aftur – sitt eigið Íslandsmet í að spila sig vitlausan með nýrri bloggfærslu um upplýsingaleka. Ég var meira að segja eiginlega minna hissa en þegar ég sá myndbandið af framsóknarkonunum delera, og þó er það orðið jafnstaðlað og þreytt netfyrirbæri og kettir á ryksuguróbótum. Það eina sem kemur á óvart við sektina sem MS fékk er tilvist hennar; að yfirvöld skuli hafa ákveðið að grípa til 01/03 kJaFtæði


aðgerða og reyna að setja verðmiða á tjónið sem þessi misnotkun hefur valdið okkur. Við því bjuggust ekki margir. ég, þolandinn Mér finnst mjólk góð. D-vítamínbætta léttmjólkin er í miklu uppáhaldi (vegna þess að ég las einu sinni mjög lélega bók um svefn sem var líklega eftir einhvern skottulækni eða falsvísindamann og gekk öll út á það að til þess að eiga von um góðan nætursvefn þyrfti maður að láta sólina skína svo og svo mikið í augnbotnana á sér til að auka D-vítamínframleiðslu og ætti þess vegna aldrei að nota sólgleraugu), en ég svolgra þetta samt allt í mig og sulla út á hvert það múslí og grauta sem ratar í mínar skálar, hvort sem það heitir Fjörmjólk eða undanrenna eða matreiðslurjómi. Á Íslandi eru framleiddar um 125 „Ég var minna milljónir mjólkurlítra á ári. Ég er ekki hissa en þegar búinn að reikna það almennilega, en gróft áætlað mundi ég halda að ég keypti svona Elliði Vignisson 12 milljónir þeirra. Af því leiðir að ég er sló – aftur – sitt líklega helsta fórnarlamb þessa lögbrots. eigið Íslandsmet Ég gæti verið nýtt andlit hinna hlunnförnu stofnað samtök sem heimta fundi með í að spila sig vit- og ráðherrum og geta svo af sér sjálfdauða lausan með nýrri stjórnmálahreyfingu.

bloggfærslu um upplýsingaleka.“

klipið og smurt Þetta eru viðbrigði fyrir mig, því að önnur merk samkeppnislagabrot Íslandssögunnar hafa að mestu látið mig ósnertan – hvort sem þau hafa snúið að olíu, grænmeti eða byggingarvöru. Það er ekki laust við að ég finni svolítið til mín í þolandahlutverkinu, finnst þetta ákveðið sport – mér líður eflaust svipað og Vilhjálmi Bjarnasyni þegar hann hlustar á Rás 1 og Domino’s-auglýsingarnar misþyrma hlustunum á honum; fæ fiðring á stöðum sem ég vissi ekki að væru til og langar helst að fara í ræðustól Alþingis og tala um truflanir í lífi mínu. Og ég get upplýst það hér að ég er byrjaður að íhuga skaðabótamál. 02/03 kJaFtæði


Ég var nefnilega að velta fyrir mér um daginn hver mín verðmætasta eign væri og komst að þeirri niðurstöðu að líklega ætti ég ekkert sem ég gæti selt á yfir 50 þúsundkall. Þá staðreynd hlýt ég að rekja beint til viðskiptahátta Mjólkursamsölunnar og gat þess vegna ekki annað en glaðst þegar ég sá að nú ætti að láta þá mafíu finna til tevatnsins. Það er samt einn hængur á, og hann er sá að varla er til verri leið til að hegna fyrirtæki fyrir að féfletta viðskiptavini sína en að leggja á þau himinháar stjórnsýslusektir. Og hún er enn verri þegar andlag sektarinnar er 18. aldar einokunarfyrirtæki. Þegar það þarf að loka glænýju 370 milljóna króna gati í rekstrarreikningi Mjólkursamsölunnar, hvort er líklegra að peningurinn verði klipinn af forstjóralaunum Einars Sigurðssonar eða að menn smyrji einfaldlega nokkrum krónum ofan á mjólkurlítrann eins og einni vænni klípu af Léttu og laggóðu? Sektin svíður örugglega en hver er betur til þess fallinn að milda sviðann en fyrirtækið sem framleiðir alla mjólkina okkar? Nei, ég er hræddur um að það þurfi að upphugsa frumlegri refsingar eigi þær að bíta aðra en þá sem þeim er ætlað að vernda. Þær mega vera margs konar og felast í bönnum og alls kyns óþægindum, en fyrsta skrefið gæti verið að feta sömu leið og gert er þegar fjölmiðlar eru dæmdir fyrir meiðyrði: Þar sem Mjólkursamsalan er útgefandi einhvers víðlesnasta miðils landsins, mjólkurfernunnar, væri ekki úr vegi að skylda hana til að prenta ákvörðunarorð sektargerðinnar utan á hverja einustu fernu, að minnsta kosti til áramóta, félaginu til háðungar og æsku landsins til uppfræðingar og áminningar um samkeppnislöggjöfina. Í ljósi þess að hann var týndur í rúma tvo sólarhringa hefði verið gráupplagt að lýsa eftir forstjóranum á hinni hliðinni, ef hann hefði ekki birst skyndilega í sjónvarpinu í gær eins og mjólkurkýr í þokuljósum og baulað letilega og áhyggjulaust á samkeppnisyfirvöld. Ég man reyndar núna að ég á íslenskt vegabréf. Ætli ég gæti fengið meira en 50 þúsundkall fyrir það?

03/03 kJaFtæði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.