57. útgáfa – 18. september 2014 – vika 38
Á fætur stjórnvöld! Kjarninn birtir svarta skýrslu á vegum Evrópusambandsins þar sem íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðaleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum.
57. útgÁfa
Efnisyfirlit 18. september 2014 – vika 38
Stigin skref í rétta átt í skattamálunum Jón Steinsson hagfræðingur segir fjárlög næsta árs vera skref í rétta átt varðandi skattamál.
Ekkert hálfkák: All in EfnahagsmÁl
Framkvæmdastjórn um losun hafta byrjuð að funda með slitastjórnum föllnu bankanna
Kúgaði „millistéttaraulinn“ er risinn upp að nýju og búinn að auglýsa húsið sitt á Smartlandinu, skrifar Árni Helgason í pistli sínum.
Myndi frekar segja upp netinu en Spotify Hjalti Rögnvaldsson, sérfræðingur í netsamskiptum, velur sín uppáhalds öpp.
Lætur sjálfan sig fara í taugarnar á sér
útlönd
Kjaftæði
Adrenalín-fíkillinn Anders Fogh hættir hjá NATÓ
Margrét Erla Maack skorar á karla að hætta að pissa úti
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Helgi Seljan, fréttamaður úr Kastljósi RÚV, í sjö spurninga yfirheyrslu Kjarnans.
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
Afmælispakkaður.
I
e 1.4 TS Comfortlin VW Golf : ði bo til lis á afmæ
4.120.000 Þú sparar
kr. r.
615.000 k
Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við sérútbúna Comfortline og Highline bíla á einstöku tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
lEiðari
magnús halldórsson kjarninn 18. september 2014
Áburðurinn er ekki fyrir ríkissjóð Magnús Halldórsson skrifar um þingsályktunartillögu þingmanna um áburðarverksmiðju.
s
jö þingmenn Framsóknarflokksins, þau Þorsteinn Sæmundsson, Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, hafa endurnýjað pólitískan áhuga sinn á því að reist verði 120 milljarða áburðarverksmiðja í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur nú fyrir þinginu, en upplegg hennar er að sjömenningarnir vilja að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir hagkvæmniathugun og könnun á möguleika á því að reisa áburðarverksmiðju „sem fyrst“. Að baki tillögunni er forsenda sem er bundin við eftirtalin orð í þingsályktunartillögunni sjálfri í formi greinargerðar: „Undanfarin ár hefur heimsmarkaðsverð á áburði hækkað umtalsvert, einkum vegna aukinna áburðarkaupa Kínverja og Indverja. Heimsmarkaðsverð áburðar náði hámarki árið 2008. Síðan hefur verðið lækkað nokkuð en er nú heldur hærra en fyrir árið 2006. Ljóst er að áburðarverð mun að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla sem nauðsyn er á til að brauðfæða síaukinn mannfjölda.“ 01/03 lEiðari
verðsveiflur og áhætta Ástæðan fyrir áhuga sjömenninganna á áburðarverksmiðjunni er því aðallega bundin við það mat þeirra að um einstakt viðskiptatækifæri sé að ræða. Ekki er þó annað hægt en að nefna að þessi texti greinargerðarinnar í þingsályktunartillögunni sýnir glögglega um hversu mikla áhættu er að ræða. Verðsveiflur eru miklar og eftirspurnin hefur verið drifin áfram af ótrúlegu hagvaxtarskeiði Indlands og Kína á undanförnum árum. Verðið á áburði nú er það lægsta í átta ár og ómögulegt að segja til um það með vissu hvernig verðið mun þróast. Til lengdar litið mun fjölgun mannkyns vafalítið kalla á meiri áburðarnotkun, en hugsanlega gæti einhverjum öðrum en sjömenn„Í þessum ingunum dottið í hug að byrja að framleiða hann skrifum er ekki og þannig tekið til sín tekjur sem annars gætu gengið út frá því komið hingað. Í þessum skrifum er ekki gengið út frá því að að íslenska ríkið íslenska ríkið eigi að fjármagna verksmiðjuna og eigi að fjármagna eiga hana en samkvæmt tillögunni er kostnaður verksmiðjuna við hana um 120 milljarðar króna og um 150 til og eiga hana.“ 200 störf verða við hana til framtíðar. Því verður ekki trúað upp á sjömenningana að þeir vilji setja skuldum vafinn ríkissjóð, sem borgar 85 milljarða á ári í vexti, í þá stöðu að fjármagna 120 milljarða fífldjarfa áhættufjárfestingu, eins og mál standa. Ég ætla í það minnsta að leyfa þeim að njóta vafans, og geri ráð fyrir að þeir séu að hvetja ríkisstjórnina til þess að leggja út í vinnu og kostnað við undirbúning fyrir mögulega áburðarverksmiðju annarra. Reyndar hefur verið, af orðum Þorsteins Sæmundssonar í viðtölum við fjölmiðla, að skilja að honum sé alvara með því að ríkissjóður eigi að greiða 120 milljarða fyrir verksmiðjuna og eiga hana, en það er ekki útilokað að það sé misskilningur. Áhuginn sem slíkur á verksmiðjunni er nægt tilefni til þess að velta þessum málum fyrir sér. Ef sjömenningarnir eru að koma fram með þessa tillögu fyrir hönd einhverra einkafjárfesta, og þannig að láta ríkið taka á sig kostnað við hagkvæmniathugun á þessu verkefni, þá er lágmarkskrafa að koma fram með upplýsingar um slíkt áður en lengra er haldið. Allt annað er óboðlegt. 02/03 lEiðari
Einkafjárfestar mega gera þetta Í ljósi þess að bygging áburðarverksmiðjunnar felur í sér mikla áhættu fyrir þá sem leggja fjármagn í hana, og rekstur hennar vitaskuld líka í ljósi verðsveiflna og „Verðið á áburði óvissu um þróun mála, samanber greinargerð er það ákveðin fífldirfska að nú er það lægsta sjömenninganna, fara út í byggingu verksmiðjunnar. Fyrir mitt í átta ár og leyti vona ég þó að einkafjárfestar séu tilbúnir ómögulegt að að taka þessa áhættu með sína eigin peninga. segja til um Það væri gott fyrir hagkerfið ef einhver annar en ríkissjóður væri tilbúinn til þess að fjármagna það með vissu verkefnið að fullu og borga allar skuldbindingar hvernig verðið sem því fylgja. Það myndi skapa störf og hafa mun þróast.“ áhrif á þjónustu til góðs. Áhætta getur verið góð. Hugsanlega myndi þetta ganga upp. Hugsanlega ekki. En þá geta þeir sem stóðu í þessum fjárfestingum borið ábyrgðina á öllu saman, tapi eða gróða. allt um áburðinn upp á borðið Sjömenningarnir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar kemur að áburðinum. Í ljósi þess hve upplýsingarnar í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni eru fátæklegar er ekki á hreinu hvað sjömenningunum gengur til með þessari tillögu. Það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að reyna að sigta út viðskiptatækifæri hér og þar sem aldrei undir nokkrum kringumstæðum gætu talist til verkefna sem fé úr ríkissjóði ætti að fara í. Eins og mál standa núna verða sjömenningarnir að koma með fleiri upplýsingar um áburðarverksmiðjuna, sem þeir vilji að rísi, upp á borðið. Annars er ekki annað hægt en að dæma þessa endurfluttu þingsályktunartillögu um áburðarverksmiðjuna sem tóma dellu sem þingmenn eiga að ekki að vera eyða dýrmætum tíma sínum og launum frá okkur skattgreiðendum í.
03/03 lEiðari
01/05 EfnahagsmáL
kjarninn 18. september 2014
haftahópur búinn að funda með slitastjórnum Framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvaða leið eigi að fara.
EfnahagsmÁl Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
f
ramkvæmdastjórn um losun fjármagshafta, sem skipuð var af stjórnvöldum í júlí síðastliðnum, hefur undanfarið fundað með slitastjórnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, sem fara með þessi þrjú stærstu þrotabú Íslandssögunnar. Um er að ræða fyrstu formlegu fundi sem fulltrúar stjórnvalda hafa átt með þeim vegna mögulegrar losunar á fjármagnshöftum sem sett voru síðla árs 2008 til að koma í veg fyrir að gríðarlegt magn eigna streymdi úr íslensku hagkerfi, með tilheyrandi áhrifum á gengi íslensku krónunnar. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð hver fundur yfir í um tvo til þrjá klukkutíma. Þar voru engin skilyrði fyrir gerð nauðasamninga kynnt heldur farið almennt yfir stöðuna, greiðslujöfnuð íslenska hagkerfisins og nauðasamninga búanna þriggja.
tillögur lagðar fram á næstunni Úrlausn á stöðu þrotabúa föllnu bankanna þriggja er lykilatriði í losun hafta. Alls nema eignir þeirra þeirra yfir 2.500 milljörðum króna og þar ef eru um 475 milljarðar króna í íslenskum krónum. Sú upphæð gæti reyndar verið hærri, enda liggur ekki alveg fyrir hvaða að„Samkvæmt heimildum ferðafræði er t.d. að baki verðlagningu á Kjarnans stóð hver fundur yfir Íslandsbanka og Arion banka í þeim tölum. og staðan er í dag er ekki til gjaldeyrir í um tvo til þrjá klukkutíma. Eins til að skipta þeim krónum í eigu erlendra Þar voru engin skilyrði fyrir aðila í aðra gjaldmiðla. Gjaldeyrisvaraforði gerð nauðasamninga kynnt.“ Seðlabanka Íslands er 502 milljarðar króna og að langmestu leyti tekinn að láni. Því þarf að finna lausn á málinu, annaðhvort með samningum eða að knýja á lausn stöðunnar með lagasetningu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni við setningu Alþingis í síðustu viku að niðurstöður úr vinnu hópsins og tillögur til Alþingis um lagasetningu varðandi afnám hafta yrðu lagðar fram á næstu mánuðum. „Slíkt ætti meðal annars að ryðja brautina að lyktum skuldaskila slitabúa föllnu bankanna. Komast þarf 02/05 EfnahagsmÁl
að niðurstöðum sem eru ávallt í fullu samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldaskilareglur en samrýmist um leið efnahagslegum stöðugleika Íslands og vexti, til framtíðar.“ Sigmundur Davíð sagði einnig að lausnin þyrfti ekki einungis að vera efnahagslega möguleg, heldur líka samfélagslega ásættanleg. Leiðir málið Framkvæmdastjórn um losun hafta heyrir undir stýrinefnd. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leiðir þá nefnd.
telja framkvæmdastjórnina klofna í afstöðu sinni Í framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta sitja Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafi hjá LJ Capital, sem leiðir verkefnið, Benedikt Gíslason ráðgjafi, Eiríkur Svavarsson hæstaréttarlögmaður og Freyr Hermannsson, forstöðumaður fjárstýringar Seðlabanka Íslands. Tveir skólar eru ráðandi um það hvernig eigi að ljúka skiptum búanna. Annar gengur út á að gera það með því að semja við slitastjórnir föllnu bankanna og kröfuhafa þeirra um að gera slíkt án þess að nauðasamningar ógni greiðslujöfnuði Íslands. Hin leiðin er svokölluð gjaldþrotaleið, sem gengur út á að knýja búin í þrot og að dótturfélag Seðlabanka Íslands eða skiptastjóri verði látinn taka yfir eignir þeirra og 03/05 EfnahagsmÁl
Gæðamálning – gott verð!
SPARAÐU!
Kynntu þér verðið á Deka gæðamálningu og málningavörum í Múrbúðinni.
Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar
6.695
DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar
5.995 Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 9-12 & 13-18
Deka Spartl LH. 3lítrar
2.100
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
þær síðan seldar til nýrra eigenda. Afrakstrinum verði skipt milli kröfuhafa og þeir myndu fá allt sitt greitt í íslenskum krónum. Samkvæmt þeim viðmælendum Kjarnans sem setið hafa fundi með framkvæmdastjórninni virðist helmingur hennar, Kim og Benedikt, vera á því að semja en hinn helmingurinn, Freyr og Eiríkur, vera hrifnari af gjaldþrotaleiðinni. mega ekki ógna greiðslujöfnuði Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis sóttu um undanþáguheimild frá fjármagnshöftum síðla árs 2012 til að ljúka nauðasamningum sínum. Seðlabankinn hefur sagt að ekki séu forsendur til að ljúka nauðasamningi með þeim hætti sem sóst var eftir. Frumforsenda þess að hægt sé að ljúka slíkum samningum sé að fyrir liggi nákvæm greining á eignum og endurheimtum þrotabúanna með tilliti til áhrifa á útgreiðslu þeirra til kröfuhafa á greiðslujöfnuð Íslands. Slitastjórnirnar töldu sig hafa fengið skilboð um að í þessari viku yrðu lagðar fyrir þær upplýsingar um hvers konar skilyrði stjórnvöld teldu að þær þyrftu að uppfylla þannig að greiðslujöfnuði yrði ekki ógnað. Á fundunum með framkvæmdastjórninni kom hins vegar fram að ekkert slíkt stendur til strax.
04/05 EfnahagsmÁl
geta selt Íslandsbanka til asískra fjárfesta Stærstu íslensku eignir þrotabúanna eru Íslandsbanki og Arion banki. Mikill vilji er innan slitastjórna þeirra að selja þá fyrir gjaldeyri. Þannig væri hægt að greiða út söluandvirðið til kröfuhafa án þess að það hefði áhrif á greiðslujöfnuð Íslands. Samkvæmt heimildum Kjarnans er mikill áhugi á meðal asískra fjárfesta á því að kaupa Íslandsbanka. Þeir sem að málinu koma telja að hægt yrði að ljúka slíkri sölu á níu mánuðum. Ríkið þurfi hins vegar að koma að henni, meðal annars til að útskýra hvers konar hömlur yrðu settar á arðgreiðslur bankanna. Auk þess þarf að taka pólitíska afstöðu til þess hvort vilji sé til að selja íslenskan banka til slíkra fjárfesta. Slík aðkoma hefur ekki átt sér stað og því stendur málið fast. Erlendir aðilar hafa einnig lýst yfir áhuga á að kaupa hlut þrotabús Kaupþings í Arion banka. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en samkvæmt heimildum Kjarnans er meðal annars um að ræða fjármálafyrirtæki í Skandinavíu. Slík sala yrði þó, líkt og í tilfelli Íslandsbanka, alltaf hluti af nauðasamningsuppgjöri og verður ekki að veruleika fyrr en fyrir liggur pólitísk ákvörðun um að heimila hana.
05/05 EfnahagsmÁl
01/07 nýsköpun
kjarninn 18. september 2014
Íslenskt, nei takk! Íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðaleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum í svartri skýrslu sem unnin var af þremur erlendum sérfræðingum. Stjórnvöld eru hvött til að axla ábyrgð á málaflokknum.
nýsKöpun Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins
Á
síðasta ári óskuðu íslensk stjórnvöld eftir úttekt af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (FE) á vísindarannsókna- og nýsköpunargeiranum hér á landi. Forsögu málsins má rekja til þess að árið 2010 hleypti FE af stokkunum verkefni þar sem þjóðum, sem var umhugað um stefnumörkun og úrbætur í málaflokknum, gafst kostur á að fá sjálfstæða úttekt sérfræðinga, jafningjahóps, á stöðu mála fjármagnaða af FE. Eftir að beiðnin frá Íslandi var samþykkt hjá FE voru þrír erlendir sérfræðingar, með sérþekkingu á vísinda-, tækni og nýsköpunarmálum, ráðnir til verksins. Formleg vinna þremenninganna hófst í desembermánuði síðastliðnum, en vinna þeirra var leidd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Einn liður í úttektinni var „Sérfræðingateymið skilaði af sér að koma á fót starfshópi, sem ráðuumbeðinni úttekt í júnímánuði neytið setti saman. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá forsætisráðusíðastliðnum í formi skýrslu, undir neytinu, mennta- og menningarfyrirsögninni: „Tími til kominn að málaráðuneytinu, atvinnuvega- og taka ábyrgð og framkvæma!“ nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaog efnahagsráðuneyti, Rannís og Vísinda- og tækniráði auk fulltrúa frá fyrirtækjum, háskólum og rannsóknastofnunum. Starfshópurinn hittist fjórum sinnum á tímabilinu, en auk þess var haldinn opinn fundur í lok janúar þar sem fólki innan vísinda- og nýsköpunarsamfélagsins gafst kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Í apríl voru svo enn fremur tekin einstaklingsviðtöl við fólk úr vísinda- og nýsköpunarumhverfinu, en niðurstöður skýrslunnar byggja meðal annars á þessum viðtölum. Sérfræðingateymið skilaði af sér umbeðinni úttekt í júnímánuði síðastliðnum í formi skýrslu, undir fyrirsögninni: „Tími til kominn að taka ábyrgð og framkvæma!“. Formaður teymisins, Francien Heijs, sem er vísindaráðgjafi hollenska menntamálaráðuneytisins, kynnti niðurstöður skýrslunnar á Rannsóknarþingi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þann 29. ágúst síðastliðinn, ásamt Arnold Verbeek. Hann er 02/07 nýsKöpun
sérfræðingur í stefnumörkun innan vísinda- og nýsköpunargeirans, en hann tók þátt í skýrslugerðinni sem sjálfstæður sérfræðingur. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð til að birta skýrsluna opinberlega eftir Rannsóknarþing, en eftir að niðurstöður hennar lágu fyrir hafi verið tekin ákvörðun í Vísinda- og tækniráði um að fresta útgáfu hennar, og kalla skýrsluna einungis drög þar til hún yrði gerð opinber. Nú, tuttugu dögum síðar, hefur skýrslan ekki enn komið fyrir sjónir almennings, en Kjarninn hefur hana undir höndum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Formaður vísinda- og tækniráðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fer fyrir vísinda- og tækniráði. Þar sitja þrír ráðherrar í ríkisstjórn Sigmundar til viðbótar.
Engin skortur á fögrum fyrirheitum Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk samkvæmt lögum að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Ráðið heyrir undir forsætisráðuneytið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er formaður ráðsins. Auk hans eiga sæti í ráðinu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Ásamt þeim eiga sæti í nefndinni sextán fulltrúar, sem tilnefndir eru í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins, auk þess sem forsætisráðherra getur kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu. Vísinda- og tækniráð fundar fjórum sinnum á ári, en það markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Vísinda- og tækniráð samþykkti á fundi 27. nóvember síðastliðnum nýja stefnu sem tekur til áranna 2013 til 2016. Í inngangi stefnuskjalsins er kjarni hennar skilgreindur: „Mannauður er dýrmætasta auðlind sérhverrar þjóðar og eftir erfiðan niðurskurð undanfarinna ára verður það 03/07 nýsKöpun
andavefja ofl.
i " spjót " sm sush áb or
ill " nd vi
ki " fudge " tata hu " m ri ar a g
Veisluþjónusta Sushi Samba Sushi eða Samba í þína veislu Djúsí sushi bakkar, tilbúnir veislumatseðlar eða þú velur þína uppáhaldsrétti. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að gera þína veislu ómótstæðilega.
Sushi Samba Þingholtsstræti 5 " 101 Reykjavík Sími 568 6600 " sushisamba.is
forgangsverkefni að skapa hér þannig aðstæður að ungt, vel menntað fólk kjósi að hasla sér völl hér á landi og reisa með því stoðir undir þekkingarsamfélag framtíðarinnar. Forsendan fyrir þessari þróun er traust menntakerfi og samkeppnishæfur vinnumarkaður sem getur tekist á við síbreytilegar þarfir atvinnu- og þjóðlífs. Til þess að svo megi verða þarf Ísland að leggja áherslu á alþjóðlega samkeppnishæfni og sveigjanlegt umhverfi rannsóknar og nýsköpunar.“ Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs eru sett fram fjögur meginmarkmið. Að efla nýliðun í rannsókna- og nýsköpunargeiranum, meðal annars með eflingu doktorsnáms, eflingu raunvísinda og tæknigreina, styttingu námstíma að háskólanámi og auknu samstarfi fyrirtækja, rannsóknarstofnana og menntakerfis. Auka samstarf háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja með aukinn afrakstur og skilvirkni að leiðarljósi. Auka fjárveitingar og fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun, bæði í opinbera geiranum og eiknageiranum. Meta gæði og afrakstur vísinda- og nýsköpunarstarfs og stuðla að stöðugum umbótum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit eru stjórnvöld harðlega gagnrýnd í áðurnefndri skýrslu, fyrir að framfylgja ekki stefnu Vísinda- og tækniráðs og sömuleiðis fyrir að axla ekki pólitíska ábyrgð á að henni sé framfylgt. Gagnrýnin einskorðast ekki við núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, heldur eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðaleysi við að framfylgja stefnum ráðsins undanfarin ár. Áhugaleysi, óskilvirkni og skortur á ábyrgð Höfundar áðurnefndrar skýrslu segja að breytingar á lögum um Vísinda- og tækniráð árið 2003, þegar það var fært undir forsætisráðuneytið, hafi ekki gefið góða raun. Lítil tengsl séu á milli háleitra stefnuyfirlýsinga og aðgerða. Í skýrslunni er brýnt fyrir stjórnvöldum að axla ábyrgð á því að framfylgja stefnu Vísinda- og tækniráðs og axla pólitíska ábyrgð á málaflokknum. Skýrsluhöfundarnir benda á að hér á landi séu ýmist að hluta, eða alls ekki, til staðar grundvallarþættir sem til þurfi 04/07 nýsKöpun
svo vísinda- og nýsköpunarstarf geti þrifist. Einn þeirra sé skilningur og stuðningur kjörinna fulltrúa. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Hópurinn hefur það á tilfinningunni að sumir íslenskir stjórnmálamenn (auðvitað eru undantekningar) geri sér ekki grein fyrir mikilvægi vísinda-, tækni- og nýsköpunarstarfs og nauðsyn þess að fjárfesta í geiranum.“ Hópurinn rekur áhugaleysi stjórnmálamanna á málaflokknum til þess að vísinda- og nýsköpunarmál séu ekki ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, og þar með ekki aðkallandi pólitískt mál. Eins megi rekja áhugaleysið til þess að stjórnmálamenn og aðrir sjái ekki möguleikana og tækifærin sem séu fólgin í því að sækja fram á þessum sviðum. Skýrsluhöfundarnir brýna fyrir stjórnmálamönnum, þvert á flokka, að beita sér fyrir því að stefnu Vísinda- og tækniráðs verði framfylgt enda sé aukið vísinda-, tækni- og nýsköpunarstarf hvað best til þess fólgið að hafa jákvæð áhrif á hagsæld þjóðarinnar til framtíðar. Þá er bent á mikilvægi þess að gera háskólum landsins auðveldara um vik að vinna saman að rannsóknum, og að hluti fjárveitinga til rannsókna- og vísindastarfs renni í 05/07 nýsKöpun
svokallaða samkeppnissjóði. Í dag hafi stofnanir of mikið að segja um ráðstöfun fjármagns, en með öflugum samkeppnissjóðum þurfi verkefni að keppast um fjármagn og sýna árangur til að fá áframhaldandi fjármögnun. Slík samkeppni sé eingöngu til góða fyrir fræða- og nýsköpunarsamfélagið. tíminn er núna Á tímum þar sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki beina sjónum sínum í síauknum mæli út fyrir landsteinana, meðal annars vegna gjaldeyrishafta, er sömuleiðis skortur á tæknimenntuðu fólki á Íslandi. Í skýrslu sérfæðingahópsins er að finna skilaboð sem þeir vilja beina til íslenskra stjórnvalda. Ríkisstjórnin er hvött til að færa vísinda-, tækni- og nýsköpunarmál ofar á forgangslistann, skapa umræðu á þingi um málaflokkinn, ræða við einstaklinga innan geirans, meta stöðuna, setja sér markmið og umfram allt framfylgja þeim. Þá þurfi að hörfa frá aukinni stofnanavæðingu málaflokksins, og þar með óskilvirkni hans, nú þegar. Nú þurfi hugrekki til að taka á málaflokknum. Forsætisráðherra, sem er stjórnarformaður Vísinda- og tækniráðs, er hvattur til að taka af skarið. Þá telja skýrsluhöfundar að skortur á upplýsingum um skilvirkni og áhrif af innleiðingu vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu, stuðli að ógagnsæi og skorti á ábyrgð innan geirans, og gagnvart samfélaginu í heild sinni. Þar af leiðandi ríki vantrú á meðal almennings á geiranum. Hópurinn leggur áherslu á að byggð verði upp sérhæfð þekking til að 06/07 nýsKöpun
meta áhrif af auknu starfi innan geirans og meira verði birt opinberlega af framgangi verkefna á sérstakri vefsíðu til að auka gagnsæi og áhuga almennings á málaflokknum. Þetta síðarnefnda ætti að vera algjört forgangsmál hjá Vísinda- og tækniráði. stjórnvöld loksins að vakna til lífsins Svo virðist sem teikn séu á lofti um að stjórnvöld séu að átta sig á mikilvægi þess að halda betur utan um vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálaflokkinn. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið sérstaka aðgerðaráætlun, sem felur í sér 21 aðgerð, með það að markmiði að efla rannsóknir og nýsköpun hér á landi. Í ávarpi forsætisráðherra, til kynningar á áðgerðaráætluninni, kemur fram að hún feli í sér stóraukið framlag í samkeppnissjóði og ráðstafanir til að auðvelda atvinnulífinu að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun, en einnig að gera afrakstur fjárfestinga á þessu sviði betur ljósan með sérstöku upplýsingakerfi, efla nýliðun og gera gangverk opinbera kerfisins liprara og skilvirkara. Aðgerðunum er ætlað að styðja við nútímalega atvinnustefnu og framsækna menntastefnu í samræmi við áætlun stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir fjármögnun áætlunarinnar með fyrirvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. Athygli vekur að aðgerðaráætlunin var kynnt skömmu áður en áðurnefnd skýrsla sérfræðingahópsins var kynnt á Rannsóknarþingi. Það er engu líkara en að stjórnvöld hafi verið búin undir þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hvort aðgerðaráætlun stjórnvalda muni skila árangri eða hvort stjórnvöld muni sýna vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum aukinn áhuga, mun tíminn einn leiða í ljós.
07/07 nýsKöpun
01/05 ErlEnt
kjarninn 18. september 2014
adrenalínfíkill kveður nató Anders Fogh Rasmussen er skrautlegur karakter. Róbert Hlynur Baldursson blaðamaður kynnti sér sögu hans.
ErlEnt Róbert Hlynur Baldursson
a
nders Fogh Rasmussen stýrði sínum síðasta leiðtogafundi sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins NATO á dögunum. Hann hefur sett svip sinn á NATO og persónugert upplýsingastefnu stofnunarinnar án fordæma. Ráðgjafar hans hafa lagt þunga áherslu á að Anders Fogh komi fyrir sjónir sem andlit stofnunarinnar út á við. Hann sé sterkur leiðtogi hjá NATO en jafnframt athafnasöm persóna sem hiki ekki við að deila jákvæðum sögum úr einkalífi sínu með fylgjendum á samfélagsmiðlum.
vinsælasti leiðtoginn Í stað þess að taka fyrir þung og erfið álitamál hefur Anders Fogh mýkt ímynd stofnunarinnar svo um munar. Þetta hefur gert hann að vinsælasta leiðtoga alþjóðastofnunar á samfélagsmiðlum, með 142 þúsund fylgjendur á Facebook og 200 þúsund á Twitter. Til samanburðar er „Þetta hefur gert hann Herman van Rompuy, leiðtogi ráðherraráðs aðeins með 35 þúsund að vinsælasta leiðtoga Evrópusambandsins, fylgjendur á Facebook. alþjóðstofnunar á samAnders Fogh hefur gert það að algjöru forfélagsmiðlum, 142 þúsund gangsmáli að skapa jákvæða ímynd af NATO fylgjendur á Facebook og þar sem hann sjálfur hefur verið í forgrunni. Hágæðaljósmyndir eru birtar á Facebook, 200 þúsund á Twitter.“ Twitter og ljósmyndasíðunni Flickr af fundum hans með þjóðarleiðtogum um víða veröld. Þá sýna ráðgjafar hans alheiminum sömuleiðis hann reglulega á morgunskokki, hjólreiðum eða jafnvel í flúðasiglingum eða fallhlífastökki. Anders Fogh sendir sömuleiðis reglulega frá sér vídeóblogg á YouTube þar sem hann fjallar gróflega um efnisatriði hvers fundar og stefnumál. valin upplýsingaleynd Hernaður hefur orðið undir í þessari nýju upplýsingastefnu NATO. Þess í stað er áhersla lögð á sýnileika borgaralegra verkefna stofnunarinnar, stjórnmálaleg tengsl og áhrif. Myndir af átakasvæðum heyra til algjörra undantekninga 02/05 ErlEnt
Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...
... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is
Smelltu hér til að skoða tilboð
og sýna þá aðeins borgaralega starfsemi eða vinalega ímynd af hermönnum NATO. Lykilorðið „varnarbandalag“ er haft að leiðarljósi og forðast að „hernaðarbandalag“ liti umræðuna. Mjúkar áherslur eru meira að segja í fyrirrúmi nú þegar NATO stendur frammi fyrir borgarastyrjöld í Austur-Úkraínu.
Þrátt fyrir að NATO hafi sett aukinn kraft í almannatengsl finnast litlar sem engar upplýsingar um mikilvæg málefni á vefsvæði stofnunarinnar, svo sem fjárveitingar til ákveðinna málaflokka og starfsmannahald. Kostnaði við skrifstofu og laun framkvæmdastjórans er til að mynda haldið leyndum. Borgaraleg verkefni fengu úthlutað 33,4 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum NATO árið 2014. Þessi fjárlagaliður nýtist meðal annars til að greiða launakostnað alþjóðlegs starfsfólks höfuðstöðva NATO í Brussel. Síðustu ár hefur 03/05 ErlEnt
um fimmtungi til fjórðungi þessa útgjaldaliðs verið varið í upplýsingamál. Hernaðarhluti NATO fékk að sama skapi 215 milljarða króna árið 2014. Ísland greiðir 265 milljónir króna til NATO samkvæmt fjárlögum þessa árs, langminnst allra aðildarríkja þess. Sú upplýsingastefna sem Anders Fogh hefur rekið hjá NATO hefur þar af leiðandi engan veginn endurspeglað verkaskiptingu og raunverulegt hlutverk stofnunarinnar, sem er mun frekar hernaðarlegt heldur en borgaralegt. ósýnilega höllin Meðal áhugaverðustu ímyndarverkefna Anders Fogh er bygging nýrra höfuðstöðva NATO í Brussel. Lögð er áhersla á jákvæða frásögn og framtíðarmöguleika NATO þrátt fyrir gríðarlegan umframkostnað og tafir við verkefnið. Eftir útboð verksins var samningur gerður við verktakann BAM Alliance árið 2010 sem átti lægsta boð, 71 milljarð króna. Fjárhagserfiðleikar BAM Alliance og misreikningar hafa verið ræddir innanhúss í NATO og að raunkostnaður við byggingarframkvæmdirnar geti orðið 30 milljörðum hærri. Áætlaður heildarkostnaður NATO við bygginguna og flutninga í nýtt húsnæði var 115 milljarðar króna, en óttast er að hann fari fram úr heimildum sem voru 155 milljarðar króna. BAM Alliance átti upphaflega að skila byggingunni af sér í byrjun árs 2015, en nú bendir allt til þess að framkvæmdin dragist um allt að tvö ár. Nýju höfuðstöðvarnar eru ágætt dæmi um hvernig NATO hefur reynt að hylma yfir neikvæða umfjöllun um fjármál og önnur málefni stofnunarinnar.
04/05 ErlEnt
stuðningur í danmörku Anders Fogh nýtur ennþá mikilla vinsælda í Danmörku og hefur stuðningshópur hans kallað eftir því að hann snúi aftur sem hugsanlegur arftaki Lars Løkke Rasmussen, formanns stjórnmálaflokksins Venstre. Flokkurinn heldur landsþing fjórða til fimmta október og er almenn óánægja með Lars Løkke, sem 37 prósent Dana telja óhæfan til að verða forsætisráðherra. Anders Fogh var leiðtogi Venstre og forsætisráðherra Danmerkur á einu stærsta gullaldarskeiði flokksins frá 2001 til 2009. Nú vill Venstre komast aftur til valda og koma vinstristjórninni frá. Á föstudag útilokaði Anders Fogh í viðtali við TV2 að hann ætti afturkvæmt í dönsk stjórnmál. „Þann fyrsta október byrjar nýtt líf. Ég hef ekki tekið neina endanlega ákvörðun um hvað verður svo gert. En ég vil gjarnan slá tvennu föstu við. Ég hef hvorki áform um að snúa aftur í dönsk stjórnmál né um að verða eftirlaunaþegi,“ sagði hann. jens fyllir skóna Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður arftaki Anders Fogh sem framkvæmdastjóri NATO. Hann hefur sömuleiðis verið afar áhugasamur um að nýta sér nýmiðla til að vekja athygli á störfum sínum. Hann fór óhefðbundna leið fyrir þingkosningarnar í Noregi í fyrra þegar hann keyrði leigubíl í einn dag til að kynnast kjósendum, en var gagnrýndur fyrir að nota auglýsingastofu til að skipuleggja viðburðinn. Jens er 55 ára og áhugamaður um útivist, hlaup, fjallgöngur og skíðamennsku og mun því falla vel í mynstrið í þeirri upplýsingastefnu sem Anders Fogh ýtti úr vör, með tvöfalt fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum í fararteskinu. 05/05 ErlEnt
kjarninn 18. september 2014
01/01 sjö sPURNINGAR
sjö spurningar
helgi seljan sjónvarpsmaður
Ég fer mest og oftast í taugarnar á sjálfum mér Hvað gleður þig mest þessa dagana? Stelpurnar mínar þrjár, dætur mínar og unnustan. Þær gleðja. Hvert er þitt helsta áhugamál? Þau eru mörg. Mig langar að segja útivist, en vil síður ljúga. Þó er hestamennskan eitthvað sem ég stunda - og helst utandyra, eins og veiði. Hvort tveggja geri ég of sjaldan hins vegar. Bókalestur er algengari og þó hann eigi sér stundum stað á svölunum heima, er hann mest innanhúss.
Hvaða bók lastu síðast? Guðsgjafarþulu Halldórs Laxness. Þar á undan nýja bók Orra Harðarsonar, Stundarfró. Til hennar hafði ég byggt upp mjög verðskuldaða eftirvæntingu. Hvert er þitt uppáhaldslag? MB Rosinn. Ég þarf vonandi ekki að útskýra það fyrir neinum. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Spurningin felur í sér kolvitlausar forsendur efnisins. Ráðherrar eiga
01/01 sjö spurningar
að bera traust í kjósendur sína en ekki öfugt. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Grænlands eða Færeyja. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég myndi ljúga ef ég segði ekki að ég færi mest og oftast í taugarnar á sjálfum mér.
af nEtinu
samfélagið segir um viðtalið við Jón Óttar Ólafsson
kjarninn 18. september 2014
Sigurður guðni guðjónSSon Merkilegt viðtal við Jón Óttar Ólafsson í Fréttablaðinu. Sýnir hve kerfið passar upp á sig og sína. Embætti sérstaks saksóknara má brjóta lög og grundvallarmannréttindi. Fjármálaeftirlitið þarf ekki að fara að lögum. Laugardagurinn 13. september 2014.
MAgnúS b. MAgnúSSon @magnusberg Hversu mörg mannréttindabrot verða framin http:// www.visir.is/kaeran-setti-lifid-ur-skordum/ Laugardagurinn 13. september 2014. víSir @visir_is
ArndíS PéturSdóttir Hreiðar Már Sigurðsson[...] var dæmdur fyrir síðustu jól í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að Al Thani-málinu. Kannski vita ekki allir að hann er launagreiðandi Jóns Óttars Ólafssonar... Laugardagurinn 13. september 2014. ÁSgEir guðbjörn övErby Þar sem rýkur, þar er glóð undir .... Minnir óneitanlega á Geirfinnsmálið . Mánudagurinn 15. september 2014.
Kæran setti lífið úr skorðum http://bit. ly/1nTq4qi pic.twitter.com/BBIBjBXYpq Laugardagurinn 13. september 2014. Sigurður H. ÁLFHiLdA @sandri_jr Smá pæling. Ég horfði á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem viðtal var tekið við Jón Óttar Ólafsson fyrrv.... http://fb.me/1rZmoLjXC Laugardagurinn 13. september 2014.
Frosti orðinn afhuga áburðarverksmiðju?
Endurtekið efni í uppslætti hjá Fréttablaðinu
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur unnið sér það helst til frægðar á þingferlinum að vera í forsvari fyrir þingsályktunartillögu um byggingu 120 milljarða króna áburðarverksmiðju. Í rökstuðningnum sagði m.a. að áburðarverksmiðjan ætti að „vekja ungum Íslendingum von í brjósti.“ Tillagan hefur nú verið lögð aftur fram. Athygli vekur að flutningsmönnum hefur fækkað úr átta Framsóknarmönnum í sjö. Frosti Sigurjónsson, sem er þekktur nýsköpunarfrumkvöðul, virðist ekki lengur vilja leggja nafn sitt við hana.
Viðtal við Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmann hjá embætti sérstaks saksóknara, var á forsíðu Fréttablaðsins um liðna helgi. Viðtalinu var fylgt eftir með frétt á Stöð 2 og ritstjórnarskrifum. Viðtalið er vissulega athyglisvert og þar eru alvarlegar ásakanir bornar upp á ónafngreinda dómara og sérstakan saksóknara. Sami Jón Óttar var hins vegar í sambærilegu viðtali við Man magasín fyrir síðustu jól þar sem hann fór yfir nánast sömu hluti. Það vakti athygli í bakherberginu að stærsta dagblaði landsins hafi þótt tilefni til að setja gamalt efni á forsíðu sína.
01/01 samfÉlagið sEgir
FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS
ErlEnt
gallerí
kjarninn 18. september 2014
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin
Skotar kjósa um sjálfstæði í dag Skotar greiða í dag atkvæði um hvort landið eigi að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum. Lítið skilur að fylkingarnar en jafnvel þó sambandssinnar hafi örlítið forskot á sjálfstæðissinna er munurinn innan skekkjumarka. Skotinn Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, vill enn vera í liði með Bretum.
Mynd: AFp
Enn gýs í Holuhrauni Virknin í gossprungunni í Holuhrauni hefur minnkað undanfarna daga eftir að hafa náð hámarki stuttu eftir að gosið hófst. Vísindamenn hafa áhyggjur af því að þrýstingurinn aukist í kvikuhólfinu undir Bárðarbungu með þeim afleiðingum að gos hefjist annarstaðar, jafnvel undir jökli með tilheyrandi flóðum.
Mynd: AFp
neyðin kennir naktri konu að spinna Þegar fellibylurinn Odile kom skuggalega nálægt landi við vesturströnd Mexíkó á mánudag bjuggu íbúar San Jose del Cabo á Kaliforníuskaga sig undir það versta, meðal annars með því að ræna helstu nauðsynjum úr stórmörkuðum. Bylurinn náði ekki landi en felldi tré og raflínur á sunnanverðum skaganum.
Mynd: AFp
vesturveldin styðja betur við íraka Leiðtogar stærstu ríkjanna í vesturheimi hafa lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir sem beinast gegn íslamska ríkinu, hrottasamtökunum sem lagt hafa undir sig landsvæði í norðanverðu Írak og Sýrlandi. Bandaríkin hafa til að mynda heitið hernaðarlegum stuðningi í baráttunni.
Mynd: AFp
Á yfir höfði sér fangelsisvist Oscar pistorius, ólympíuhlauparinn sem myrti unnustu sína fyrir einu og hálfu ári, hefur verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og mun að öllum líkindum þurfa að sitja í fangelsi í nokkurn tíma. Saksóknari í Suður-Afríku krafðist þess að pistorius yrði dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði.
Mynd: AFp
01/01 spes
spEs Auglýsingaherferð Pizza Hut-veitingastaðar í Melbourne vekur reiði og hneykslun
lítið dýr í kaupbæti við kaup á tíu stórum pítsum
u
ppátæki Pizza Hut í bænum Mount Waverley í Melbourne, sem var ætlað til að trekkja að viðskiptavini, hefur vakið mikla reiði og hneykslað almenning. Hörð viðbrögð almennings má rekja til nýrrar auglýsingaherferðar, eða tilboðs, þar sem auglýst var að lítið gæludýr, frá gæludýrabúð í nágrenninu, myndi fylgja með í kaupbæti við kaup á tíu stórum pítsum. Uppátækið fékk grimma útreið á samfélagsmiðlum og var fyrirtækið harðlega
01/01 spEs
gagnrýnt fyrir að ætla að gefa viðskiptavinum sínum dýr eins og leikföng. Í kjölfarið höfðu dýraverndunarsamtök samband við gæludýrabúðina, þar sem viðurkennt var að auglýsingaherferðin hefði verið „slæm hugmynd“. Skömmu síðar sendi veitingakeðjan frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hin „vanhugsaða“ og „óviðeigandi“ auglýsingaherferð hefði hvorki verið borin undir né samþykkt af Pizza Hut-keðjunni í Ástralíu. Í framhaldinu voru hinar umdeildu auglýsingar fjarlægðar.
SMASSSALAT
PANTA & SÆKJA
5 78 78 74
Álit
jón steinsson hagfræðingur
kjarninn 18. september 2014
skref í rétta átt í skattamálum Jón Steinsson skrifar um breytingar á skattkerfinu og hvernig ráðherra geti slegið vopnin úr höndum gagnrýnenda.
n
ýlega lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fram tillögur um nokkuð viðamiklar breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Meginbreytingartillögurnar eru að lægra skattþrep kerfisins verði hækkað úr 7% í 12%, hærra þrepið lækkað úr 25.5% í 24%, og almenn vörugjöld verði felld niður. Samhliða þessu er lagt til að barnabætur hækki um 13% en skerðist hraðar fyrir tekjuháar fjölskyldur. Þegar á heildina er litið eru þessar tillögur mikilvægt skref í rétta átt í skattamálum. Breytingarnar eru skref í átt að hagkvæmara skattkerfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir land eins og Ísland – þar sem skattar eru háir – að skattkerfið sé ekki óþarflega óhagkvæmt. Grunnhugsunin, þegar kemur að því að lágmarka óhagræðið sem hlýst af sköttum, er að skattar séu flatir og skattstofninn sem stærstur. 01/04 Álit
En hvað með tekjulág heimili? En hagkvæmni er ekki eina markmiðið þegar kemur að hönnun skattkerfisins. Það skiptir einnig máli (að flestra mati) að hugað sé að því hver borgar skattana. Mörgum er sérstaklega umhugað um að skattkerfið sé notað til þess að bæta hag lágtekjufólks. Þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem „...ættu þessir hafa hærri tekjur telja sumir að skattar á mat aðilar að þrýsta eigi að vera lágir. Vandinn er að lágur matará Bjarna að nota skattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónustærri hluta afsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuþess fjár sem skattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að aflað er með ná sama markmiði. Þegar virðisaukaskattur á mat er lækkaður hærri matarlækka vissulega skattar þeirra lægst launuðu. skatti til þess að Skattar þeirra sem eru með hærri tekjur lækka hækka persónu- hins vegar ennþá meira þar sem þeir eyða meira afsláttinn.“ fé í mat en láglaunafólk. Af þessum sökum er lækkun virðisaukaskatts á mat dýr og óskilvirk leið til þess að bæta hag lágtekjufólks. Mun ódýrari og skilvirkari leið væri hækkun persónuafsláttarins. Síðustu daga hafa margir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti mótmælt tillögum Bjarna Benediktssonar um hækkun matarskattsins. Þetta fólk er ef til vill með hjartað á réttum stað en mótmæli þess eru illa ígrunduð. Í stað þess að mótmæla grunnbreytingunni ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri matarskatti til þess að hækka persónuafsláttinn. Með því móti væri unnt að bæta hag lágtekjufólks mun meira fyrir sama pening. rétti mælikvarðinn? Í umræðunni um þessar breytingar hafa ýmsir bent á að sáralítill munur er á vægi matvæla í neyslu heimila með lágar tekjur og heimila með háar tekjur. Árin 2010-2012 var vægi matvæla í neyslu þess fjórðungs heimila sem var með 02/04 Álit
lægstar tekjur 14,7% á meðan vægi matvæla var 14,5% hjá þeim fjórðungi heimila sem hæstar tekjur hafði. Þessar tölur hafa verið notaðar til þess að færa rök fyrir því að sáralitlar mótvægisaðgerðir, í formi t.d. hærri persónuafsláttar, þurfi til þess að tryggja að hagur heimila með lágar tekjur batni við breytingarnar (Ég hef sjálfur gerst sekur um slíka röksemdafærslu). Vandinn er að þetta eru ekki alveg réttar tölur til þess að nota í þessu samhengi. Ástæða þess er að tekjur heimila sveiflast upp og niður og tekjur yfir skamman „Ég vil því tíma gefa því ekki endilega rétta mynd af því hvetja Bjarna hversu vel sett heimili eru. Neysla heimila er Benedikts- betri mælikvarði en tekjur í þessu samhengi þar sem neysla ræðst ekki aðeins af tekjum sama son til þess að árs heldur einnig af væntingum um tekjur í bæta hækkun framtíðinni. Vægi matvæla hjá þeim fjórðungi heimila á persónusem var með lægst útgjöld á árunum 2010afslættinum 2012 var 17,3% en einungis 14,0% hjá þeim við tillögur fjórðungi heimila sem var með hæst útgjöld. sínar. Ef hann Á þennan mælikvarða er því talsvert meiri á útgjaldamynstri þeirra best settu og gerir það verða munur þeirra verst settu. Til þess að tryggja að hagur engin haldbær þeirra síðarnefndu batni þarf því að ráðast rök gegn þeim í meiri mótvægisaðgerðir í formi t.d. hærri breytingum sem persónuafsláttar en tölurnar sem mest hafa verið notaðar gefa til kynna. Ég vil því hvetja hann leggur til.“ Bjarna Benediktsson til þess að bæta hækkun á persónuafslættinum við tillögur sínar. Ef hann gerir það verða engin haldbær rök gegn þeim breytingum sem hann leggur til. heimili sem safna skuldum Alþýðusamband Íslands hefur vakið athygli á því að hjá sumum tekjulágum heimilum er neysla langt umfram tekjur. Þetta á til dæmis við um námsmenn sem vænta þess að hafa mun hærri tekjur í framtíðinni og taka því lán til þess að 03/04 Álit
jafna neyslu sína yfir tíma. Hjá slíkum heimilum eru útgjöld til matarkaupa mun stærra hlutfall af tekjum en hjá fólki um miðjan aldur sem er almennt að greiða niður námslán og safna í sjóð til eldri ára. Alþýðusambandið virðist telja að þetta geri það að verkum að tillögur Bjarna komi sérstaklega illa niður á þessum heimilum. Þetta er ekki rétt. Slík heimili eyða einnig mun meiru, sem hlutfall af tekjum, í vörur sem eru í hærra skattþrepinu. Þau hagnast því meira af lækkun hærra þrepsins (og afnámi vörugjalda) og tapa meira á hækkun lægra þrepsins. Hvort þau koma betur eða verr út þegar á heildina er litið ræðst af vægi matar í heildarútgjöldum, ekki hlutfalli matarútgjalda í heildartekjum. Þær tölur sem koma fram í minnisblaði ASÍ frá 9. september 2014, sem vakið hafa talsverða athygli og vitnað hefur verið til á Alþingi, eru því ekki rétti mælikvarðinn til þess að leggja mat á nauðsynlegt umfang mótvægisaðgerða fyrir þau heimili sem verst eru sett fjárhagslega.
04/04 Álit
pistill
Árni helgason lögmaður
kjarninn 18. september 2014
all-in Árna Helgasyni finnst að við ættum að temja okkur langlundargeð þegar eitthvað bjátar á. Eða hvað?
j
ákvæðasta frétt ársins í íslensku efnahagslífi fór ekki hátt þegar hún birtist núna á dögunum. Hún var um „kúgaða millistéttaraulann“ eins og hann kallaði sig, manninn sem lýsti erfiðri skuldastöðu sinni á einlægan og opinskáan hátt í blaðagrein fyrir nokkrum árum. Hann er risinn upp úr ösku- og skuldastónni og búinn að auglýsa húsið sitt til sölu á Smartlandinu fyrir 85 milljónir. Spurning hvort kaupandinn gæti jafnvel tekið við keflinu af honum, keypt eignina á lánum og svo í næstu kreppu skrifað grein um að fólk í hans sporum sé skilið eftir bjargarlaust. vatnaskil? En mér finnst þetta gott mál, án þess að ég viti neitt um hvaða ástæður búa að baki eða hvernig staðan er að öðru leyti hjá honum. En væri það ekki til að setja ákveðinn punkt við kreppuna ef maðurinn sem súmmeraði upp skuldavanda millistéttarinnar, og fékk alla þjóðina til að halda með sér, næði að gera upp sínar skuldir og eiga kannski smá afgang? Það áhugaverðasta er að þessi færsla úr skuldafangelsi eftirhrunsáranna og yfir í birtuna sem stafar af útbólgnu fasteignaverði haftabólunnar er að gerast hjá nokkuð stórum 01/04 pistill
hópi. Margir þeirra sem voru hvað verst settir eftir hrun hafa horft upp á fasteignirnar sínar hækka hratt í verði síðan, sérstaklega ef þær eru miðsvæðis í Reykjavík. Þetta er engu úrræði banka eða stjórnvalda að þakka heldur er þetta einfaldlega þróunin sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaðnum. Breytt viðhorf En það voru ekki síst lýsingar manna eins og „millistéttaraulans“ sem mynduðu á sínum tíma jarðveginn fyrir framsókn Leiðréttingarinnar með stóru L-i og allra 150 milljarðanna sem er verið að henda á bálið „Það er stundum núna á næstu árum. Leiðréttingin kemur eins og við til framkvæmda á sama tíma og hækkun fasteignaverðs er að laga til eigið fé margra í fúnkerum ekki fasteignum sínum. En það skiptir ekki máli, almennilega nema það virðist vera orðið of seint að breyta um hafa eitthvað til kúrs og til marks um pólitískt veiklyndi, enda varð til ákveðið móment á sínum tíma að hneykslast og við ákváðum einhvern veginn öll að fara á, eitthvað sem all-in í stemninguna og finnast eðlilegt og er alveg að æra sjálfsagt að hjálpa þeim sem urðu illa úti í hruninu.
okkur í nokkra daga eða vikur og verður hreinlega að breytast, lagast eða hverfa til að lífið nái jafnvægi á ný í örstutta stund.“
ölvaður í augnablikinu Ég veit ekki af hverju en þróun mála hjá „kúgaða millistéttaraulanum“ minnti mig á stöðu mála hjá Reyni Traustasyni og DV. Kannski ekki augljós tenging og eiginlega með öfugum formerkjum því það hefur nú frekar verið að halla undan fæti hjá Reyni upp á síðkastið. En það er þetta með að fara all-in í stemninguna og verða ölvaður í augnablikinu eins og fólk gerði í skuldamálunum. Reynir Traustason hefur svolítið verið að gera þetta með DV á undanförnum árum. Þó það viðurkenni það kannski ekki allir opinberlega þá vildi fólk, í reiðinni eftir hrunið, lesa fréttir af alls konar skrautlegum viðskiptafléttum úr viðskiptalífinu og sjá höfuðpaurana 02/04 pistill
engjast á forsíðunni dögum saman. DV hefur tekið þetta hlutverk að sér í nafni þess að tryggja gegnsæi í viðskiptalífinu og vera sá fjölmiðill sem þorir að segja frá. Þess vegna var eitthvað svo mannlegt við það að þegar ritstjórinn var sjálfur kominn með bakið upp við vegginn þá reyndi hann að bjarga sér fyrir horn – rétt eins og mennirnir sem DV skrifaði fréttir um. Það var tekinn smá snúningur á eignarhaldið á DV með lánveitingu og hlutafjárkaupum, eitthvað sem hefði vel getað birst á forsíðu „...svona á milli DV ef aðrir ættu í hlut.
þess sem fólk var að gera upp við sig hvort 50 Cent eða Elton myndi taka lagið í næsta stórafmæli hjá sér eða hvort það væri kannski bara skemmtilegt twist að láta þá taka dúett.“
Eilíf aðlögun Á endanum aðlagar fólk sig að aðstæðum og metur sína stöðu – einn daginn ertu riddari gegnsæis eða þjakaður skuldaþræll en þann næsta ertu að slá lán hjá útgerðarmanni til að reyna að bjarga málunum eða selja húsið þitt á algerlega yfirverðlögðum fasteignamarkaði. Kúrsinn breytist og það er bara gangur lífsins. En það sem er svo áhugavert er hvað við erum fljót til að drekka í okkur stemninguna nákvæmlega eins og hún er hverju sinni, nánast eins og það verði enginn morgundagur. Það er stundum eins og við fúnkerum ekki almennilega nema hafa eitthvað til að hneykslast á, eitthvað sem er alveg að æra okkur í nokkra daga eða vikur og verður hreinlega að breytast, lagast eða hverfa til að lífið nái jafnvægi á ný í örstutta stund. Svo byrjar ballið aftur og ferlið endurtekur sig. En þegar frá líður og þessir ærandi atburðir eru rifjaðir upp er svolítið erfitt að átta sig á því hvað olli öllum látunum. Íslenska þjóðin hefur tekið þónokkra snúninga á þessari hringekju. Við tókum uppganginn fyrir hrun svo langt að uber-mótiveraðir bankamenn og aðjúnktar við HR voru farnir að finna upp nýja frasa til að skýra íslenska yfirburðarhugarfarið og menn hentu bara fram vídeói um 03/04 pistill
Kaupthinking eins og til að segja kjánahrolli í heiminum stríð á hendur. Umhverfisvernd og kolefnisjöfnun var helsta áhugamál nýríka fólksins á Íslandi, svona á milli þess sem fólk var að gera upp við sig hvort 50 Cent eða Elton myndi taka lagið í næsta stórafmæli hjá sér eða hvort það væri kannski bara skemmtilegt twist að láta þá taka dúett. Eftir bjartsýniskastið urðum við hins vegar svo pólitískt reið eftir hrunið að það hefur ekki mátt koma upp ágreiningur án þess að nýr stjórnmálaflokkur sé stofnaður í kjölfarið og hafi svo klofnað eftir hádegi. Flestir hafa sett umhverfisverndaráhugann á hilluna og afmæli eru bara í mesta lagi haldin uppi í bústað. jafnvægið Hugsanlega þarf að finna eitthvað jafnvægi í þetta. Utanaðkomandi sérfræðingar myndu líklega segja að við þyrftum að temja okkur meira langlundargeð og yfirvegun, hætta að vera alveg brjáluð og krefjast breytinga á einhverju sem breytist fljótlega hvort eð er. Spurning samt hversu skemmtileg svoleiðis þjóð er, þar sem aldrei er upphlaup og aldrei læti, enginn æstur og enginn með óraunhæfar kröfur, aldrei neinn sem stígur fram og krefst þess að þjóðfélagið breytist og komi til móts við sig helst fyrir hádegi. Sennilega myndi landflóttinn fyrst hefjast af alvöru þá.
04/04 pistill
kjarninn 18. september 2014
01/01 græjur
Hjalti rögnvaldsson sérfræðingur í netsamskiptum
EndoMondo
SPotiFy
Ég nota Endomondo á næstum því hverjum degi. Labbitúrar, fjallganga, hjólreiðar, hjólabretti, hlaup – þetta fer allt þangað inn.
Ég myndi frekar segja upp netinu heima hjá mér heldur en áskriftinni að Spotify. Ég nota þetta app á hverjum einasta degi.
Ég nota helst bara öpp með grænum logoum. WhatsApp er besti kosturinn þegar maður er i stöðugum SMS-samskiptum við útlönd.
tæKni iPhone 6 kemur líklega til Íslands í desember Fyrir marga er notkun og eign á Apple-tækjum nánast eins og trúarbrögð. Þegar ný tæki og uppfærslur eru kynntar er látið eins og kraftaverk hafi átt sér stað Þá rís Androidtrúarfólk jafnóðum upp og segir það kjaftæði. Öll töfrabrögðin séu þegar aðgengileg á þeirra tækjum. Nýjasti iphone-síminn var kynntur með pompi og prakt fyrr í þessum mánuði. Þótt hann berist ekki til Íslands fyrr en í fyrsta lagi í desember eru hundruð manna þegar búnir að forpanta hann.
Iphone 6 er þynnsti sími sem Apple hefur nokkru sinni gert. Hann lætur iphone 5s líta út fyrir að vera feitur. Kveikjutakkinn (e. power button) hefur verið færður frá vinstri hlið símans á þá hægri. Myndavélin hefur verið bætt. Hún á sérstaklega að skila af sér betri myndum í lítilli birtu og er með betri autofocus. Ein mesta breytingin er tilkomaApple pay, sem gerir notandanum kleift að greiða fyrir vöru og þjónustu með símanum á öruggan og einfaldan hátt.
01/01 græjur
OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!
www.unwomen.is · Sími 552 6200
kjarninn 18. september 2014
01/04 TónlisT
fyrri hálfleikur tónlistarársins Kjarninn gerir upp fyrri helming tónlistarársins 2014 á erlendri grundu.
tónlist Hildur Maral Hamíðsdóttir L @HildurMaral
Þ
egar haustið er gengið í garð er fátt betra en að tylla sér í sófann, breiða yfir sig teppi og hlusta á góða tónlist. Þá er ekki verra að kynnast nýjum tónlistarmönnum eða týndum gersemum. Því má hér finna hitt og þetta úr ýmsum stefnum sem glæddi fyrri helming ársins 2014 lífi og góðum tónum. Hellið upp á te og njótið!
01/04 tónlist
þó nýjar hliðar á tónlistarmanninum. Lagasmíðarnar sem og hljóðvinnsla eru meðal hans bestu til þessa og fengu tónlistarspekúlanta og aðdáendur til að staldra við og hlusta.
Against Me! - transgender dysphoria blues Against Me! hafa verið milli tannanna á fólki síðastliðin ár eftir að söngvari sveitarinnar, Tom Gabel, ákvað að hefja loksins opinberlega sitt rétta líf sem kona, Laura Jane Grace. Þar varð til helsti innblástur að Transgender Dysphoria Blues – og Grace varð um leið innblástur transgender-fólks víðs vegar um heiminn. platan er því ekki eingöngu flott plata ein og sér, heldur byggir hún á raunverulegri og mikilvægri leit að sjálfinu og grípur hlustendur með sér á áður ókannaðan hátt.
baths – ocean death Baths, hliðarsjálf Will Wiesenfeld, fylgir eftir frábærri plötu síðasta árs með jafnvel enn betri stuttskífu. Hljómurinn er þyngri, dekkri – en á sama tíma leikandi. partítónlist fyrir lengra komna. Fatima Al Qadiri – Asiatisch Asiatisch er frumraun Fatima Al Qadiri og kemur út hjá hinni virtu plötuútgáfu Hyperdub sem er leiðandi í útgáfu framúrstefnulegrar raftónlistar í dag. Á Asiatisch leiðir Al Qadiri hlustendur í gegnum ímyndaða Kína og er útkoman framandi og ferskir raftónar. Svo ekki sé minnst á magnaða ábreiðu af “Nothing Compares 2U”. Avey tare’s Slasher Flicks – Enter the Slasher House
damon Albarn - Everyday robots Damon Albarn fylgdi eftir óperunni Dr Dee (2012) með örlítið hefðbundnari plötu – sem kannar
Animal Collective gáfu ekki út plötu í ár, það verður því einhver að taka að sér að senda frá sér sýruhúðaða poppsmelli. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt því Avey Tare, forsprakki sveitarinnar, tók sig hreinlega til og stofnaði nýja hljómsveit sem sinnir þessu verkefni hreint ágætlega með plötunni Enter The Slasher House.
02/04 tónlist
beck – Morning Phase Morning phase er fyrsta plata Beck í hartnær sex ár. Hún kynnir aftur til leiks mýkri hliðar tónlistarmannsins eftir nokkur ár af breyttum áherslum. Beck hefur sjálfur sagt að hún sé eins konar fylgiplata hinnar sívinsælu Sea Change (2002) og það getur vel passað, hún á að minnsta kosti margt meira sameiginlegt með þeirri plötu en þeim sem á eftir komu.
Freddie gibbs & Madlib - Piñata Majid bekkas – Al Qantara Hinn Marokkóski Majid Bekkas gaf út hrikalega fallega plötu á árinu sem synd er að nái ekki til allra. Heimstónlist blandast djassi með töfrandi inngripi skringilegra hljóðfæra svo úr verður tónlist í hæsta gæðaflokki.
Freddie Gibbs og Madlib sendu frá sér saman plötuna piñata sem er einkar vel heppnað samstarf. Fjölmargir aðrir listamenn leggja hönd á plóg, þar á meðal Raekwon, Earl Sweatshirt og Danny Brown. Eftir útgáfu plötunnar tók Madlib sig til – en hann gegndi janframt hlutverki pródúsers – og gaf út annars konar útgáfu plötunnar, piñata Beats, þar sem söngur og rapp fá að missa sín og er hún hvergi síðri.
Lykke Li – i never Learn Sænska poppdrottningin sendir hér frá sér plötu þar sem hver hittarinn á fætur öðrum hlýtur að fá flesta til að hækka í græjunum og syngja með. platan er þó ekki bara gleði og glaumur; hún er átakanleg útrás tónlistarkonunnar til að komast yfir ástarsorg og hljómurinn er samkvæmt því; tregafullur og dreymandi.
Mac demarco – Salad days Kæruleysislegt gítargutl Mac Demarco og grallaralegir textarnir ættu að vera flestum kunnugir á þessum tímapunkti, en ef ekki þá er Salad Days fullkomin innvígsla inn í hugarheim Kanadabúans. Besta plata hans til þessa.
Fucked up! – glass boys Fucked Up! tengja saman pönk og popp á undarlega áreynslulausan hátt og byggja þannig brú milli tveggja heima. Glass Boys fylgir eftir David Comes To Life (2011) og þó hún nái kannski ekki alveg sömu hæðum er hún vel áheyrnarinnar virði. 03/04 tónlist
oneohtrix Point never Commissions Stuttskífan Commissions minnir mann á af hverju Dan Lopatin / Oneothrix point Never er í guðatölu margra raftónlistarunnenda. Orgel blandast raftöktum, ábreiðulög öðlast nýjan tilgang í óhugnanlegum búningi og framúrstefnulegar en um leið melódískar lagasmíðarnar eru einstakar.
Swans – to be Kind owen Pallett – in Conflict Eftir hina frábæru plötu Heartland (2010) sendir Owen pallett (áður Final Fantasy) nú frá sér ekki slakari grip, In Conflict. pallett er einstakur lagasmiður á heimsmælikvarða og það sést greinilega á þessari plötu. Sem fyrr er fiðlan í fyrirrúmi og nú hefur Brian Eno bæst í hópinn – blanda sem virkar vel.
Sun Kil Moon – benji Benji hefur trónað á helstu topplistum ársins hingað til og ekki að furða. Á plötunni syngur Mark Kozelek, fyrrum forsprakki Red House painters, um atburði úr eigin lífi, sem flestir hverjir eru helst til dapurlegir. platan er þó aldrei yfirþyrmandi þung – þvert á móti er húmorinn aldrei langt undan.
Það er magnað að skoða sögu Swans sem hljómsveitar og nýjustu afurðir sveitarinnar sem eru hver annarri betri, ár eftir ár. Feykinógur ferskleiki einkennir þessa goðsagnakenndu sveit sem er búin að vera að í meira en þrjá áratugi og hefur enn margt til málanna að leggja.
Ana tijoux - vengo Ana Tijoux semur fjölbreytta tónlist sem tvinnar saman hinar ýmsu stefnur og áhrif eins og ekkert sé. Aukinheldur eru lögin broddum hlaðin og innihalda samfélagslega ádeilu, ekkert er henni heilagt eða óviðkomandi.
Sharon van Etten - Are We there timber timbre – Hot dreams Það er eitthvað óvenju heillandi við að skyggnast inn í hugarheim Timber Timbre á Hot Dreams. Lögin tíu leyna heldur betur á sér og platan býður upp á hlaðborð af stefnum og straumum sem saman mynda hljóðræna heild og verða bara betri og betri við hverja hlustun. 04/04 tónlist
syngur Sharon Van Etten á lokalagi Are We There. Hún er þekkt fyrir hreinskilna og brothætta texta og lagasmíðar sem byggja oftar en ekki á eigin lífi, en óhætt er að búast við að enginn muni fullyrða hið fyrrnefnda eftir að hafa heyrt þessa frábæru plötu.
Kjaftæði
margrét Erla maack sirkuslistamaður og danskennari
kjarninn 18. september 2014
partíblöðrur Margrét Erla Maack skorar á karlpeninginn að halda í sér og hætta að kasta af sér þvagi utandyra.
É
g legg metnað minn í það að míga úti, eins og móðurbróðir minn söng um árið. Mér finnst gaman að finna goluna leika við bununa og sjá gróðurinn taka við sér þar sem ég hef girt niðrum mig og gefið af mér gullinn vökva í kringum sumarbústað fjölskyldunnar. Að frussa úr nellikkunni úti í náttúrunni finnst mér það eina góða við útilegur.
vanvirðing og viðbjóður Hins vegar felst mikið virðingarleysi í þvagláti á almannafæri í borgarumhverfi. Þegar ég var í Menntaskólanum þótti nemendum dansskólans við Kringluna virkilega sniðugt að míga á hurð og inn um bréfalúgu aðalbyggingar Lærða skólans – til að sýna yfirburði einhvers konar og gera lítið úr okkur. Á galeiðunni virðist sem klósett fyrir karlpeninginn séu af skornum skammti, ekki komist allir að sem vilja og því bregði karlmenn á það ráð að merkja sér annara manna hús. Ég vil ekkert svona „Þú býrð í miðbænum - svona er þetta bara“-kjaftæði; að pissa á hús og húsveggi er dónalegt, og að ætlast til þess að samborgarar sinni garðstörfum í hlandlykt ókunnugs fólks er viðbjóður. 01/03 Kjaftæði
t.Á.t. – tékkið á tillanum Ég hef enn ekki séð konur gera þetta. Kannski eru þær lúmskari og vita um betri felustaði, líma á sig greinar eða eitthvað, svona eins og í Macbeth. Hver sem hefur beðið í klósettröð veit að röðin á kvennaklósettið er lengri, ættum við konur ekki að vera jafnsekar í þessum eignaspjöllum? Eiga karlmenn í meiri vandræðum með að halda í sér? Þá gæti verið um alvarlegt og landlægt heilsufarsvandamál að ræða. Að eiga efitt með að halda í sér þvagi gæti verið merki um blöðruhálskirtilsvandamál, já og risvandamál síðar á ævinni. Blöðruvandamál og -sýkingar eru ekkert grín og geta klifrað upp í nýrun. Hafið þið séð auglýsingarnar um töflurnar fyrir menn yfir fimmtugu sem eiga erfitt með að halda í sér á nóttunni? Kaupið svoleiðis og takið inn. Að halda í sér hóflega er góð grindarbotnsæfing, strákar. Cosmo á línuna - trönuberjadjús er góður fyrir blöðruna. Getið þið í alvöru ekki haldið í ykkur þar til þið komið í partíið, inn á skemmtistaðinn eða heim? Ég er nefnilega sjálf með þvagblöðru, og ég get það, auðveldlega. Þá er bara ein spurning eftir: ERUÐ ÞIÐ VILLIMENN? migið um miðjan dag Hlandvandinn einskorðast ekki við djammið. Í sumar kom ég að fullorðnum manni (þá meina ég ekki unglingi) að míga utan í sirkusgám á Klambratúni. Hann var snyrtilegur fjölskyldufaðir á milli fertugs og fimmtugs (s.s. á SagaPro-aldrinum eins og ég kalla hann) með afar fallegan svartan og hvítan miðlungsstóran hund, með snöggan en hrokkinn feld. Almenningsklósett sem við höfðum splæst í voru í fimm metra fjarlægð frá manninum. Allt í kring voru runnar og rómantísk skógarrjóður þar sem hann hefði getað leyst málið í samstarfi við náttúruna. Þegar ég spurði hann hvort hann væri í alvöru að míga utan í gáminn okkar (sem var fagurskreyttur og greinilega eldhús) hló hann bara og sagði að þetta væri ekkert öðruvísi en ef hundurinn myndi pissa þarna. Þegar ég benti honum á að klósettin væri rrrrrrrétt hjá svaraði hann eins og ég væri mesti kjáni 02/03 Kjaftæði
Íslands: „HAHAHAHA!!! EN HVER Á ÞÁ AÐ PASSA HUNDINN?!?!?!“ Ég sagði að við miðasöludúllurnar hefðum alveg verið til í það. „HAHAHHAHA!!!! HUND SEM ÞIÐ ÞEKKIÐ EKKI NEITT?!?!?“ …eins og krúttaði hundurinn hans væri enn meira óargadýr en óhemjan í buxunum hans. Ég benti honum á að þetta væri fyrst og fremst ógeðslegt, snerist ekki eingöngu um hlandið heldur vanvirðingu og ég er mjög sátt að hafa komið því að. Ég viðurkenni að fæ Costanza-ískar martraðir enn í dag með fleiri tilsvörum, t.d.: „En hundurinn þinn kann að ekki að nota klósett“. Ég tala nú ekki um hvað ég hefði verið til í að ná mynd af manninum. Stundum brosi ég að þessu og sný hlutverkunum við - að hundurinn hafi farið út að viðra manninn og leyfa honum að pissa. Og við sjáum mynd Gott ef það var ekki sömu helgina að við besta vinkonan hittum fyrir tvo unga pilta sem voru, jú, að míga utan í húsið hennar. Þeim fannst fáháháháháránlegt að við værum eitthvað að sperra okkur yfir þessu athæfi þeirra. Nú var ég viðbúin og tók þessa fínu mynd. Hér eru þeir, tveir óuppaldir drengir sem migu utan í Leifsgötu tíu eina helgi í ágúst. Myndgæði eru í takt við manngæði. Name and shame folks. Ég vil að þessir menn fái engar jólagjafir og að fólk hætti að bjóða þeim í afmælið sitt. Það er það eina sem dugar. Við búum ekki í Húsdýragarðinum. Göndlarnir í buxurnar þar til pissið kemst í þvagskál. 03/03 Kjaftæði