Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2017

Page 1

2. tbl - 52. árg. - 2017

Þórdís Þorvarðardóttir

Lyfjafræðingur í útlöndum

R

GLÝSING AR AU

S

LY FJ UM

F LY

MÁ VERA Á OFUM T S IÐ B

Sonja B. Erlu Guðfinnsdóttir

Á

EN GA

Viðtal

IL S

S KYLDU

M

Elvar Örn Viktorsson

Iodinín sem nýr lyfjasproti gegn hvítblæði Tímarit um lyfjafræði

1


AkureyrarApótek merki fjórlitur Græni: 26 - 1 - 100 - 10 Grái: 80% svart Letur, svart/grátt: 100% svart

Ef hægt er á að nota þessa útgáfu Fyrir 6cm breitt logo eða meira

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 | S. 460 9999 | Fax 460 9991

Varaútgáfa 3 - 6 cm breitt

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 S. 460 9999 | Fax 460 9991 Án upplýsinga

CMYK litir: Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20 Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60

Pantone litir: Hjarta: Rautt: 200C Letur: Grátt: 424C


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ 5 14 22 32

Formannsþankar FIP 2017 NFU fundurinn Dagur lyfjafræðinnar 2017

FÓLKIÐ 10

Lyfjafræðingur í útlöndum Þórdís Þorvarðardóttir

20

Skapandi og skipulagður lyfjafræðingur Viðtal við Sonju B. Erlu Guðfinnsdóttur

Elvar Örn Viktorsson

Þórunn Óskarsdóttir

Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS) 2017

16

Margrét Þorsteinsdóttir

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2017 Frú Ragnheiður og hugleiðingar lyfjafræðings um skaðaminnkun

18 24

Íris Gunnarsdóttir

Þjónustumat á klínískri krabbameinslyfjaþjónustu á göngudeild krabbameina á spítalanum Charing Cross Hospital Mat á þjónustu apóteka við inflúensubólusetningar

Lyfjafræðisafnið - Fornar forskriftir Galega officinalis - Goat’s rue - Læknastrábelgur Iodinín sem nýr lyfjasproti gegn hvítblæði

12

26

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir

FRÆÐIN Forsíðumyndin

Ráðstefna í klínískri lyfjafræði í London 2016 - Notkun innúðatækja

6 7 8

Pamela Logan

Hvað gerðist í höfuðverkjarannsóknum árið 2016? Lárus S. Guðmundsson

Lyfjaskil - taktu til! Átaksverkefni Lyfjastofnunar

28 30 36

Brynhildur Briem og Jana Rós Reynisdóttir

FRÁ RITSTJÓRN Ágætu félagar Ritstjórnin vill þakka öllum þeim sem sendu inn efni til birtingar í blaðinu í ár. Fjöldi styrkþega eykst jafnt og þétt og ánægjulegt að sjá fjölda innsendra greina. Félagið hefur sett mikla vinnu í að bjóða upp á viðburði fyrir félagsmenn, svo sem námskeið og fræðslufundi, sem ánægjulegt er að fylgjast með og höfum við reynt að fjalla um hér í blaðinu eins og við á. Við vonum að starfsemi LFÍ haldi áfram að eflast og dafna og að félagsmenn haldi áfram að sýna áhuga á því að birta efni í blaðinu. Það er jú forsendan fyrir því að hægt er að halda úti svona blaði. Eins viljum við sérstaklega þakka öllum styrktaraðilum blaðsins sem gera okkur kleift að halda útgáfu þess gangandi. Ritstjórnin vill minna á að við tökum öllum athugasemdum, hugmyndum og tillögum fagnandi. Hægt er að hafa samband við okkur á póstfangið ritstjori@lfi.is. Að lokum viljum við óska félagsmönnum og öðrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með góðri kveðju, Ritstjórn TUL, Heimir Jón Heimisson ritstjóri, Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Þengilsdóttir, Íris Gunnarsdóttir

2. tölublað - desember 2017 - 52. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Heimir Jón Heimisson Bryndís Jónsdóttir Guðrún Þengilsdóttir Íris Gunnarsdóttir Uppsetning: Jóhann Sindri Pétursson Prentun, pökkun og merking: Prenttækni

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Galega officinalis - goat´s rue læknastrábelg. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu X. Ljósmynd: C T Johansson (mynd úr einkasafni) [CC BY-SA 3.0]


FÆST ÁN LYFSEÐILS

Rosazol – Lyf við rósroða

Actavis 711052

Rósroði er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að tíunda hvern einstakling, bæði konur og karla. Sjúkdómurinn er krónískur en því fyrr sem meðferð hefst, því líklegra er að hægt sé að hægja á framvindu einkenna. Rosazol er fyrsta og eina lyfið sem fæst án lyfseðils við einkennum rósroða eins og roða og bólum. Virka innihaldsefnið í Rosazol, metrónídazól, tilheyrir flokki sýklalyfja og er ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rosazol, sem er án rotvarnar, er borið á einkennin tvisvar á dag en ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. Ef greiningin er rósroði – spurðu þá eftir Rosazol í apótekinu.

Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rósroði kemur einkum fram sem roði eða rauðir bólguhnúðar á enni, nefi, kinnum og höku. Rósroði er algengastur hjá konum milli 30 og 50 ára. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Bera skal þunnt lag af Rosazol á svæðið sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Beri meðhöndlun ekki markverðan árangur ætti að hætta henni og hafa samband við lækni. Börn ættu ekki að nota lyfið þar sem ekki liggja fyrir gögn um öryggi/virkni/skammta fyrir börn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Félagið okkar, Lyfjafræðingafélag Íslands, er 85 ára 5. desember á þessu ári 2017. Í tilefni afmælisársins var ákveðið að meira yrði lagt í Dag lyfjafræðinnar en á „venjulegu“ ári. Dagurinn tókst líka frábærlega og eins og alltaf þegar félagsmenn LFÍ koma saman var mikið fjör. Mig langar til að þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við að gera þennan dag svona góðan. Ég vona líka að þið hafið öll séð myndböndin fimm „Lyfjafræðingur í lífi og leik“ sem stjórn LFÍ lét gera í tilefni afmælisárs félagsins og alþjóðadags lyfjafræðinga sem haldinn er 25. september ár hvert. Ótrúlega skemmtilegt verkefni sem var öllum sem að því komu til mikils sóma. LFÍ og Endurmenntun Háskóla Íslands skrifuðu þann 1. nóvember s.l. undir samstarfssamning og var í kjölfarið send út fræðslukönnun til félagsmanna sem ég vona að þið hafið öll svarað. Ég trúi því að þetta samstarf verði okkur öllum til góða. Kjaramál lyfjafræðinga eru áfram ofarlega á baugi hjá okkur. Til að styðja við okkur félagsmenn bauð kjaranefndin upp á námskeiðið „Launaviðtalið“ en þar var farið yfir ýmis atriði sem gott er að hafa í huga áður en samið er um laun. Þetta var vel heppnað og gott námskeið. Fræðslunefnd LFÍ stóð síðastliðinn vetur fyrir mjög áhugaverðum fræðslufundum fyrir okkur félagsmenn og nú í haust hafa þegar verið haldnir tveir jafn áhugaverðir fræðslufundir á vegum fræðslunefndarinnar og fleiri eru fyrirhugaðir. Einstakt tækifæri og ég vil hvetja ykkur til að mæta á þessa fræðslufundi. Árlegt þing FIP (alþjóðasamtaka lyfjafræðinga) var haldið í Seoul í Suður-Kóreu mánaðarmótin ágúst/september s.l. Áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði auk funda sem fulltrúar hvers lands taka þátt í. Hægt er að fá þessa fyrirlestra metna sem hluta af endurmenntun í þeim löndum sem gera kröfu um slíkt. Næsta ár, í september 2018, verður þing FIP haldið í Glasgow í Skotlandi, þannig að fyrir okkur Íslendinga er mjög stutt að fara að þessu sinni. Mig langar því til að hvetja lyfjafræðinga á Íslandi til að sækja þing FIP í Glasgow haustið 2018. Það er frábært tækifæri til að fræðast um fagið og síðast en ekki síst að kynnast lyfjafræðingum alls staðar að úr heiminum og útvíkka tengslanetið. Nú líður að næsta aðalfundi og mig langar til að hvetja ykkur kæru félagsmenn til að bjóða ykkur fram til að starfa fyrir félagið. Það er gott tækifæri til að kynnast því sem félagið er að gera, mjög lærdómsríkt og síðast en ekki síst mjög skemmtilegt. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN Lyfjafræðisafnið Fornar forskriftir Axel Sigurðsson Axel Sigurðsson lyfjafræðingur var einn af forvígismönnum þeirra er stofnuðu Lyfjafræðisafnið. Hann var sá er helst var leitað til varðandi sögu lyfjafræðinnar og var einn þriggja er tók saman Lyfjafræðingatalið. Hann var ritstjóri endurbættrar útgáfu talsins er hann lést 2002. Axel tók saman ýmsan fróðleik m.a. ýmsar gamlar forskriftir og hér á eftir er birt dæmi um eina slíka. Axel Sigurðsson Mynd úr safni

Eitt af því sem Lyfjafræðisafnið telur sér skylt að halda til haga eru forskriftir af öllu tagi og lyfjaskrár. Á Íslandi giltu dönsku lyfjaskrárnar sjálfkrafa meðan við vorum hluti danska ríkisins og eftir það voru þær löggiltar með reglugerðum fram til 1963. Sú fyrsta þeirra kom út 1772, sama ár og fyrsti lyfsalinn á Íslandi tók til starfa, síðan árin 1805, 1840, 1850, 1868, 1907, 1933 og 1948. Þegar við skoðum þessi forskriftasöfn verðum við að hafa í huga að þau eru spegilmynd þeirrar lyfjameðferðar, sem best þótti þegar þau komu út, samsett af fremstu læknum og lyfjafræðingum danaveldis. Nokkurrar íhaldssemi virðist þó að hafa gætt, menn hafa átt erfitt með að fella niður forskriftir sem voru í notkun, jafnvel þótt þær að margra áliti væru gallaðar eða jafnvel gagnslausar. Í þessum íhaldssama flokki eru þær forskriftir sem hér eru birtar, kannski með nokkru yfirlæti og brosi útí annað, en gleymum því ekki að framleiðslan á þeim var tekin jafn alvarlega og framleiðsla hátæknilyfjanna, sem við erum svo hreykin af í dag. Úr Pharmacopæa danica 17721): Conserva Millipedum

Conserva Millipedum

R. Millipedum vivorum libram unam Sacchari albissimi libras duas cum dimidia

Takið lifandi þúsundfætlur eitt pund, hinn hvítasta sykur tvö og hálft pund,

Contundantur in mortario lapideo, cum pistillo ligneo, & parumper calefacta serventur in vase vitreo, aut murrhino.

Rífið saman í steinmortéli með trépistli, & hitið stutta stund, geymið í gleríláti eða glerjaðri leirkrukku.

Conserva voru oftast búin til úr safaríkum jurtum eða aldinum með miklum sykri eins og hér sést, ekki ósvipað sultu vorra tíma. Sem í sultu átti sykurinn að vera rotvörn, en frásagnir eru til af því að það hafi ekki alltaf dugað til2). Þúsundfætlur voru á 17. og 18. öld notaðar sem þvagræsilyf og gegn astma. Ekki veit ég hvort þeirrar tíðar lyfjafræðingar hafa ráðið yfir einhverju leynivopni til þess að halda fætlunum kyrrum meðan þær voru vegnar, en maður getur séð fyrir sér lyfjafræðinginn vigta eitt pund af lifandi þúsundfætlum iðandi og skríðandi í allar áttir.

-------------------------------------------------

6

1)

Pharmacopæa Danica 1772, Hauniae 1772

2)

Hager: Handbuch der pharmaceutischen Praxis, Berlin 1882.

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Galega officinalis Goat´s rue Læknastrábelgur Forsíðumyndin

Að þessu sinni er það læknastrábelgur sem gleður augað á forsíðu blaðsins. Galega officinalis er af ertublómasætt (Fabaaceae) og vex í tempraða beltinu. Hún á uppruna sinn í Miðausturlöndum en vex nú víða um Evrópu og vestanverða Asíu. Læknastrábelgur er ræktaður til skrauts í görðum á Íslandi. Tegundarheitið endurspeglar ævaforna nýtingu plöntunnar en fyrra nafnið „Galega“ er myndað af gríska orðinu „gala“ sem þýðir mjólk og „aigos“ sem þýðir geit, en húsdýr eru gjarnan fóðruð með plöntunni til að auka mjólkurframleiðsluna. Seinna nafnið „officinalis“ höfðar til þess að plantan er notuð í alþýðulækningum. Jurtin er um einn metri á hæð, harðger og fjölær. Blómin eru mörg, í aflöngum klösum, hvít til lavanderblá að lit. Plantan ilmar ekki, en ef hún er kramin þá gefur hún frá sér óþægilegan fnyk og gæti það verið ástæðan fyrir enska nafni plöntunnar „goat´s rue“ þar sem „rue“ þýðir eftirsjá. G. officinalis hefur verið ræktuð og nýtt frá ómunatíð. Hún hefur verið notuð í fóður húsdýra, við býflugnarækt, til skrauts og sem lækningaplanta. Þurrkaðir ofanjarðarhlutar plöntunnar voru notaðir til lækninga áður fyrr í formi tes. Hún var m.a. notuð sem ormalyf og til að lina ýmsar plágur og hitapestir, s.s. taugaveiki. Einnig var hún notuð við einkennum sykursýki 2 þó sjúkdómurinn hafi þá ekki enn verið skilgreindur. G. officinalis plantan hefur bæði blóðsykurslækkandi og þvagdrífandi áhrif.

Allir hlutar plöntunnar G. officinalis innihalda guanidín og guanidínafleiður og þá helst galegín (mynd 1) og hýdroxýgalegín, ásamt öðrum innihaldsefnum. Þegar plantan er notuð í fóður dýra eykur hún mjólkurframleiðslu, en fara þarf varlega með skammta því hún er eitruð í háum skömmtum og getur valdið froðumyndun í barka, lungnabjúg, lágþrýstingi, lömun og dauða. Galegín er isopentenýl-guanidín einangrað úr G. officinalis og var bygging þess ákvörðuð í Edinborgarháskóla árið 1923. Í kjölfarið var efnið rannsakað í dýrum og blóðsykurslækkandi virkni þess lýst fyrst 1927. Þegar það var prófað í mönnum kom í ljós að eins og guanidín, var galegín of eitrað til að nota sem lyf og margar afleiður þ.á.m. biguaníðafleiður voru því smíðaðar í leit að betra lyfi. Nokkrar þeirra voru notaðar sem lyf, en reyndust valda alvarlegum aukaverkunum, s.s. blóðsýringu af völdum laktósa „lactic acidosis“ og var notkun þeirra hætt um 1970. Á sama tíma jókst áhuginn á metformíni (mynd 1) sem hafði vægari aukaverkanir og góða virkni. Notkun þess gegn sykursýki 2 hefur aukist jafnt og þétt, þó var ekki farið að nota það í Bandaríkjunum fyrr en 1995. Metformín lækkar blóðsykursgildi með því að draga úr myndun lifrarglúkósa. Einnig eykur það insúlínnæmi fruma og þar með upptöku glúkósa í frumur og seinkar auk þess upptöku glúkósa úr smáþörmum. Jákvæðar aukaverkanir metformíns eru hvetjandi áhrif á umbrot fitu sem stuðlar

að þyngdartapi og lækkun á magni kólesteróls í blóði. Galegin er þannig fyrirmynd af metformíni sem í dag er mest notaða lyf í heiminum við sykursýki 2. Einkenni sjúkdómsins er hækkað glúkósamagn í blóði þrátt fyrir að nægt insúlín sé til staðar. Nýgengi hans hefur aukist gríðarlega um allan heim í takt við breyttan lífsstíl, offitu og hreyfingarleysi. Metformín er því mikilvægt lyf og auðvelt í lyfjagjöf þar sem lyfjaformið er töflur. Mikilvægt er að meðhöndla of háan blóðsykur strax, en lífsstílsbreytingar, s.s. megrun, hollt mataræði og aukin hreyfing geta læknað sykursýki 2 og gert lyfið óþarft. Metformín er enn eitt lyfið sem minnir okkur á mikilvægi náttúruefna við uppgötvun og þróun nýrra lyfja. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor Heimildir: Bailey CJ, Day C (2004). “Metformin: its botanical background”. Practical Diabetes International. 21 (3): 115–117. doi:10.1002/pdi.606. Sérlyfjaskrá 2017 (metformin). Lyfjastofnun. www.serlyfjaskra.is Sótt. 19.11.2017. Drugs.com. https://www.drugs.com/npp/goat-s-rue.html Sótt 13.11. 2017. The Review of Natural Products. Facts and Comparison. Goat´s rue. Ed. Ara DerMarderosian. Wolters Kluwer Health, 2004. Howlett HCS, Bailey CJ (2007). Galegine and antidiabetic plants. In: Metformin: The Gold Standard. Eds. Bailey et al. Merck Santé.

Mynd 1. Efnabygging galegíns t.v. og afleiðunnar metformíns t.h.

Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 7th revised edition (2015), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Iodinín sem nýr lyfjasproti gegn hvítblæði Elvar Örn Viktorsson, lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við lyfjafræðideild Háskóla Íslands

Náttúruefni í lyfjaþróun Mikilvægi náttúruefna fyrir uppgötvun nýrra lyfjasprota (e. Leads/hits) þarf vart að kynna fyrir lyfjafræðingum. Ef litið er einungis á flokk krabbameinslyfja í nákvæmri greiningu Newman og Cragg, sem skoðar markaðssett lyf þess flokks (smásameindir) allt frá um 1940 fram til ársins 2014, má greina að 49% þeirra eru náttúruefni eða efnafræðilega skyldar afleiður þeirra. Þetta hlutfall er enn hærra meðal sýklalyfja eða yfir 70%.1 Þessar tölur ættu kannski ekki að koma á óvart, enda búa náttúruleg annarsstigs efnasambönd yfir sérstökum forréttindum sem lyfjasprotar þar sem þau hafa verið sérvalin í gegnum þróun sem spannar líklega ármilljónir, til að gegna mikilvægum hlutverkum hjá lífverum, svo sem að bindast viðtökum sem hrinda af stað lífefnafræðilegum boðferlum, eða herja á aðrar lífverur með skaðlegum efnum til að tryggja varnir og yfirráð sín. Rannsókn á vegum Novartis hefur sýnt að efnasöfn sem samanstanda einungis af náttúruefnum eru mun líklegri til að leiða af sér fleiri „hit“ í háskimun (e. High-throughput screening) samanborið við þau sem einungis telja synþetísk efnasambönd.2 Það verður að teljast afar ólíklegt að plantan Digitalis purpurea lífmyndi sameindina digitoxín einungis í þeim tilgangi þjóna manneskjum sem lyf við hjartabilun og hverjar eru t.d. líkurnar á því að jafn einstök efnabygging og paklítaksel (Taxol®) með alls 11 handhverfumiðjur gæti uppgötvast úr safni efnabygginga sem aðeins eru synþetísk? Í því ljósi hefur reynslan sýnt

8

Tímarit um lyfjafræði

að efnasöfn sem eru einungis byggð upp af synþetískum efnum virðast ekki hafa þann margbreytileika í þrívíðum strúktúr efnabygginga til að keyra áfram nýjar og umbyltandi uppgötvanir á smásameindum í lyfjaiðnaði yfir lengri tíma. Náttúruleg efnasambönd eru hins vegar í flestum tilfellum ekki hæf til að þjóna mönnum sem lyf óbreytt og oft eru það smíðaðar afleiður sem komast alla leið á markað í gegnum strangt regluverk. Fenazín og fenazín 5,10-díoxíð Fenazín eru litríkar smásameindir, nánar tiltekið þrísýklísk, arómatísk efnasambönd sem framleidd eru af aragrúa baktería, bæði Gram-jákvæðum og -neikvæðum í allskyns umhverfi, á landi og í sjó. Allt fram til dagsins í dag hafa yfir 180 náttúruleg efnasambönd af þessum klasa (sjá grunnbyggingu, mynd 1) verið einangraðar en þegar synþetískar efnabyggingar eru taldar með, rís þessi tala í um og yfir 6000 efnabyggingar birtar í fræðigreinum. Hundruðir þessara sameinda hafa reynst hafa lífvirkni in vitro, í flestum tilfellum örveruhemjandi eða æxlishemjandi áhrif. Fyrsta einangraða efnasambandið af þessum flokki, bláa litarefnið pyocýanín var einangrað árið 1859 af Fordos, með klóróformúrdrætti á sáraumbúðum sjúklinga sem líklega innihéldu tækifærissýkillinn Pseudomonas aeruginosa. Pyocýanín er nú þekkt fyrir að vera lykilþáttur í smithæfni (e. virulence) bakteríunnar til að koma á sýkingu í vefjum dýra og skaða frumur og aðrar örverur í nærumhverfi sínu.3-4

8 7

9

10 N

1

6

N 5

4

Fenazín

N

O-

ON+

N+ CH3 Pyocýanín

N+ OFenazín 5,10-díoxíð

2 3

Mynd 1. Efnabyggingar fenazíns, pyocýaníns og fenazín 5,10-díoxíðs.

Þessum skaða veldur pyocýanín með ferli sem kallast oxunar-afoxunar hringrás (e. Redox cycling) og leiðir af sér myndun hvarfgjarna súrefnisafleiðna sem sameindin hvatar. Við afoxun pyocýaníns myndast pyocýanín-radíkall sem oxar súrefni (O2) yfir í súperoxíð radíkal (O2˙ -) en stöðug myndun þessarar súperoxíð anjónar veldur t.d. oxunarálagi og tæmir innanfrumubirgðir af andoxunarefnum, svo sem glútaþíóni. Þetta ferli á líka við um önnur náttúruleg fenazín, svo sem 1-hýdroxýfenazín, sem einnig eykur smithæfni P. aeruginosa (sjá skema 1).5 OH N

NADPH + 2O2

N 1-Hýdroxýfenazín +/- NADPH:Cýtókróm P450 redúktasi

NADP+ + 2O2

-

Skema 1: 1-Hýdroxýfenazín sem hvati fyrir myndun súperoxíð anjónar.5

Önnur leið til að mynda enn hvarfgjarnari og skaðlegri afleiður af súrefni, sem nýst gætu við meðhöndlun krabbameins, er að nota svokölluð fenazín 5,10-díoxíð (sjá grunnbyggingu, mynd 1). Slíkir efnahópar; heterósýklísk arómatísk N-oxíð, eru afar sjaldgæfir meðal náttúruefna og hafa verið tiltölulega lítið rannsakaðir til þessa, en þó skartar flokkur fenazína tveimur vel


FRÆÐIN

ON+

O

H

H

ON+

O

N+ O-

H

O

ON+

enzýmatísk afoxun

N+ OMe O-

iodinín

MeO

ON+

OH

N OH

OH

N OMe

OH

Myxín

Skema 2: Efnabyggingar iódiníns og myxíns ásamt losun hydroxýl radíkals eftir afoxun myxíns.7 O ON+ N+

OH

OH OLyfjasproti MOLM-13 EC50: 2.0 M

Þróun forlyfja

ON+

O

O N N

Efnasmíðar og SAR rannsóknir

N+

OH OKarbamat forlyf MOLM-13 EC50: 1.5 M

Me

ON+

Me

N+

O

N

O7,8-dímetýleruð afleiða MOLM-13 EC50: 0.6 M

N

Prófessor Pål Rongved ásamt Elvari Erni á rannsóknarstofu lyfjaefnafræðideildar Lyfjafræðistofnunar Oslóarháskóla

Skema 3: Þróun fenazín 5,10-díoxíða gegn hvítblæði

þekktum sameindum sem heyra undir þessa skilgreiningu, nefnilega iodinín og myxin (sjá skema 2). Þessar sameindir búa yfir mjög sérstæðum eiginleikum til þess að losa út mjög hvarfgjarnar afleiður súrefnis (hýdroxýl radíkal; ˙OH) og þar að auki eru sameindirnar flatar, arómatískar og svipa að mörgu leiti til þekktra lyfja sem interkalera við DNA-basapör (t.d. anþrasýklín og aktínómýcín). Sýnt hefur verið fram á að þegar myxín er afoxað myndast radíkall af sameindinni sem brotnar niður og losar út hýdroxýl radíkal (sjá skema 2), en sá er mjög skaðlegur DNA og þekktur fyrir að beinlínis hirða H-atóm af deoxýríbósum erfðaefnisins,6 ferli sem getur leitt til DNA-þráðbrota og eftirfarandi frumudauða.7 Um doktorsverkefni mitt Hér á eftir fylgir stutt kynning á hluta doktorsverkefnis míns sem ég vann að við Lyfjaefnafræðideild Lyfjafræðistofnunar Oslóarháskóla frá og með 1. september 2013 fram að doktorsvörn þann 6. október 2017. Vinnan var framkvæmd undir handleiðslu próf. Pål Rongved (Oslóarháskóli) og próf. Lars Herfindal (Háskólinn í Bergen). Ritgerðin ber heitið: Drug Discovery, Design and Synthesis of Polycyclic Regulators of Cancer Cells and Nuclear Receptors: Phenazine 5,10-dioxides and Oxysterols. Hið mjög torleysanlega iodinín var uppgötvað árið 1938, sem fjólubláir kristallar sem flutu á yfirborði rækta af Brevibacterium iodinum. Í kjölfarið var

sýnt var fram á lága til miðlungsvirkni iodiníns gegn ýmsum örverum.3 Árið 2004 var iodinín svo „endureinangrað“ úr bakteríusýnum frá sjávarbotni Þrándheimsfjarðar í Noregi, og var virkni úrdrátta skimuð gegn ýmsum krabbameinsfrumum. 8 Þar voru sérstaklega borin kennsl á mikla virkni gegn hvítblæðisfrumum, og seinna meir mikla sértækni þar sem allt að 40 sinnum lægri þéttni af efninu þurfti til að drepa 50% illkynja hvítblæðisfrumna í rækt, samanborið við heilbrigðar frumulínur af ýmsum toga.9 Þó svo að fyrri niðurstöður hafi gefið sterklega til kynna að iodinín væri aðlaðandi lyfjasproti til að rannsaka nánar gegn hvítbæði, voru hins vegar töluverð vandamál bundin sameindinni. Í fyrsta lagi var engin skilvirk efnasmíð á efninu birt og því var eina augljósa leiðin til að komast yfir efnið að rækta það í bakteríum, en slíkt ferli er bæði dýrt, tímafrekt og gefur oft lágar heimtur af efninu. Í öðru lagi má líkja leysni sameindarinnar til þess að reyna að leysa upp múrstein í vatni, og því ýmiss vandamál sem þurfti augljóslega að leysa. Hlutverk mitt sem doktorsnema við Lyfjaefnafræðideild Oslóarháskóla undir handleiðslu Pål Rongved var upphaflega að finna aðferðir til að efnasmíða náttúruefnin iodinín og myxín sem leitt gæti til smíði afleiðna þessara efna. Í stuttu máli tókst okkur að efnasmíða iodinín og myxín á grammaskala í 3-4 skrefum. Þessi niðurstaða, sérstaklega í ljósi góðra heimta og þess magns

efnis sem hægt var að smíða í glasi, án aðkomu ræktunarferla í bakteríum, gerði okkur kleift að keyra áfram stúdíur með því markmiði að þróa forlyf af sameindunum með betri leysni, sem og að meta samband byggingar og verkunar (SAR) með frumuprófunum. Þær upplýsingar sem fengust voru svo notaðar til að stýra efnasmíðum og þróun afleiðna í rétta átt.10 Tugir afleiðna voru efnasmíðaðar og skimaðar fyrir virkni í mennskum hvítblæðisfrumum (MOLM-13) sem og heilbrigðum góðkynja frumulínum úr rottum (NRK, H9c2) til að meta eituráhrif. Til að mynda voru borin kennsl á sameindir sem drepa hvítblæðisfrumur við allt að 70-falt lægri þéttni (EC50) en heilbrigðar frumulínur og eru mun leysanlegri sameindir en nokkurn tíma lyfjasprotinn sjálfur. Skema 3 dregur á grafískan hátt saman hluta af þróun lyfjasprotans. Heimildir 1. J. Nat. Prod. 2016, 79 (3), 629-661. 2. J. Biomol. Screen. 2009, 14 (6), 690-699. 3. Chem. Rev. 2004, 104 (3), 1663-1686. 4. Bioorg. Med. Chem. 2017, 25, (122), 6149-6166. 5. Chem. Res. Toxicol. 2015, 28 (2), 175-181. 6. PNAS 1998, 95 (17), 9738-9743. 7. Chem. Res. Toxicol. 2012, 25 (1), 197-206. 8. Appl. Microbiol. Biotechnol. 2014, 98 (2), 603-10. 9. Mar. Drugs 2013, 11 (2), 332-49. 10. Bioorg. Med. Chem. 2017, 25 (7), 2285-2293. Ljósmyndir Mynd af höfundi (t.v.): Geir Holm, ljósmyndari Mynd af höfundi (t.h.): Bjarne Røsjø, leyfi CC BY 4.0 sótt af: https://titan.uio.no/node/2526 - þann 21.11.2017

Tímarit um lyfjafræði

9


FÓLKIÐ

Lyfjafræðingur í útlöndum Þórdís Þorvarðardóttir Ég hóf störf á skráningasviði Actavis árið 2012 og eftir 4 lærdómsrík ár ákvað ég að venda kvæði mínu í kross, segja skilið við starf mitt og setjast aftur á skólabekk. Eftir að hafa unnið meistaraverkefnið mitt undir leiðsögn Þórdísar Kristmundsdóttur, þar sem búin voru til krem sem innihalda íslenska plöntuúrdrætti, þá blundaði alltaf í mér sú þrá að læra eitthvað meira tengt snyrtivörum. Ég fann því nám sem ég taldi að myndi henta mér vel ásamt því að geta nýtt gráðu mína í lyfjafræði. Það kallast European Fragrance and Cosmetic Master (EFCM). EFCM er nám í framleiðslu á ilmvötnum og snyrtivörum og MBM í viðskiptafræði

10

Tímarit um lyfjafræði

og stjórnun með sérstaka áherslu á snyrtivöruiðnað. Námið er skipulagt af Institut supérieur international du parfum, de la cosmétique et de l’aromatique alimentaire (ISIPCA) og er samstarfsverkefni þriggja háskóla í Frakklandi og á Ítalíu. Fyrsta árið fer kennslan fram í skóla ISIPCA og Université de Versailles Saint-Quentin í Versölum í Frakklandi, þar sem kennd er framleiðsla og þróun ilmvatna og annarra snyrtivara og fjallað um innihald þeirra. Annað árið fer kennslan fram við Università degli Studi di Padova í Padova á Ítalíu. Þar er kennd viðskiptafræði og stjórnun með áherslu á ilmvatns- og snyrtivöruiðnaðinn. Í framhaldi tekur

við 4-6 mánaða starfsnám að eigin vali innan snyrtivöruiðnaðarins. Allt námið fer fram á ensku. Bekkurinn minn er mjög alþjóðlegur en hann samanstendur af 40 nemendum á öllum aldri af 17 þjóðernum. Frakkland Borgin Versalir er staðsett u.þ.b. 20 km suðvestur af París. Hún er hvað þekktust fyrir Versalahöllina sem var byggð af Lúðvík XIV. En borgin er einnig þekkt fyrir sterka tengingu við ilmvötn. Hirðin í Versölum var kölluð ilmvatnshirðin. Ástæðan er sú að á 18. öldinni var talið að vatn flytti sjúkdóma í gegnum húðina, og því var hreinlæti ekki í fyrirrúmi.


FÓLKIÐ

Notkun ilmvatna breiddist því út og Lúðvík varð svo hrifinn af ilmvötnum að hann skipaði fyrir að hann fengi að ilma af nýju ilmvatni á hverjum degi. María Antoinette var einnig mjög hugfangin af ilmvötnum. Hún var með sinn eiginn sérfræðing í ilmvatnsgerð og kom hún blómailmum í tísku. Versalir urðu því þungamiðja ilmvatnsnotkunar. Árið 1970 var ISIPCA stofnaður af Jean-Jacques Guerlain. Hann er í Guerlain fjölskyldunni sem er hvað þekktust fyrir að hafa stofnað samnefnt fyrirtæki, Guerlain, sem sérhæfir sig í lúxus ilm- og snyrtivörum. ISIPCA hefur undanfarin ár verið leiðandi skóli í Frakklandi hvað varðar þá sem vilja ná frama í ilmvatns- og snyrtivöruiðnaðinum. Í skólanum er meðal annars að finna ilmvatnssafnið Osmothèque. Markmið safnsins er að skrá, varðveita og endurgera þúsundir ilmvatna sem framleidd hafa verið síðustu 2000 árin. Náminu í ISIPCA má skipta í fernt; kennslu í framleiðslu og þróun snyrtivara og ilmvatna, raungreinar og lög og reglugerðir. Í snyrtivöruhlutanum var farið yfir það hvernig á að framleiða snyrtivörur og farið nokkuð ýtarlega yfir helstu hráefnin sem notuð eru í framleiðslunni. Í verklegu kennslunni bjuggum við meðal annars til maskara, fljótandi farða, fast púður, hársápu, hárgel og varaliti. Kennslan í ilmvötnum var ný og skemmtileg áskorun fyrir mig. Við þurftum meðal annars að þekkja um 100 ilmi utanbókar. Besta leiðin til að þekkja ákveðna ilmi er með því að tengja minningu eða tilfinningu við ilminn. Sem dæmi, þegar ég lyktaði af negul-ilmkjarnaolíu, þá kom alltaf upp

minning um jólin. Tungumálið í kringum ilmvatnsiðnaðinn var mjög ljóðrænt og framandi og það var krefjandi fyrir lyfjafræðinginn, sem er frekar fastur í boxinu sínu, að lýsa og tala um ilmi sem til dæmis hringlaga, gula eða bláa eða púðurkennda. Verklega kennslan snerist aðallega um það að þekkja hvert hráefni, hversu stöðug þau eru og hvernig þau breytast þegar maður blandar þeim saman. Allir sem vilja geta þjálfað sig upp í að verða sérfræðingar í að búa til ilmvötn, eða verða það sem kallað er nef (e. nose). Maður þarf bara að vera þrautseigur, forvitinn, skapandi og hafa einbeittan vilja til þess. Þótt að ég muni líklega ekki velja mér frama í ilmvatnsiðnaðinum þá var þetta mjög lærdómsrík reynsla þar sem mikið er notað af ilmefnum í snyrtivörum og nauðsynlegt er að þekkja til dæmis hvaða olíur eru helstu ofnæmisvaldar. Í lok skólaársins eyddum við svo heilum degi í höfuðstöðvum Chanel þar sem við lærðum allt um sögu og hugmyndafræði fyrirtækisins og hvernig ilmvötnin þeirra eru hönnuð. Við fórum einnig í skólaferð til Grasse í Suður-Frakklandi en þar er vagga ilmvatns-iðnaðarins. Þar heimsóttum við fyrirtæki sem þróa og framleiða ilmvötn, skoðuðum blómaakrana, þar sem ræktaðar eru rósir og jasmín sérstaklega fyrir Christian Dior og það var virkilega gaman að sjá með eigin augum ilmvatnsframleiðslu og ná loksins að tengja saman allt það sem við höfðum lært yfir skólaárið. Ítalía

staðsett í Norður-Ítalíu og aðeins í hálftíma fjarlægð með lest frá Feneyjum. Skólinn sem ég stunda námið við heitir Università degli Studi di Padova. Hann var stofnaður árið 1222 og er fimmti elsti háskóli í heimi. Ekki ómerkari maður en Galileo Galilei var prófessor við háskólann og fyrsta konan til að útskrifast með doktorsgráðu var frá þessum skóla. Hér í Padova er ég að læra viðskipta- og markaðsfræði með sérstaka áherslu á ilmvatns- og snyrtivöruiðnaðinn. Námið er einstaklega vel skipulagt og skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Skóladagurinn er heldur styttri en í Frakklandi, vanalega um 3 klukkustundir, en við vorum yfirleitt í skólanum frá 9:00 til 17:30 í ISIPCA. Þannig að hér gefst tími til að njóta, ferðast og upplifa Ítalíu. Um miðjan mars á næsta ári er seinasti skóladagurinn. Við tekur 4-6 mánaða starfsnám og svo er áætluð útskrift í desember 2018. Starfsnámið má fara fram hvar sem er í heiminum, svo lengi sem það tengist snyrtivörueða ilmvatnsiðnaðinum. Það var ekki auðveld ákvörðun að ákveða að setjast aftur á skólabekk en í það heila er ég mjög ánægð með námið og fyrir áhugasama þá bendi ég á að upplýsingar um námið má finna á heimasíðu ISIPCA, https://www. isipca.fr/graduate-program/europeanfragrance-cosmetic-master-efcm en einnig má hafa samband við mig í gegnum netfangið: thordis_th@hotmail.com. Myndir úr einkasafni

Í september 2017 flutti ég til Padova í Ítalíu. Padova er mikil háskólaborg,

Tímarit um lyfjafræði

11


FRÆÐIN

Styrkþegi

Ráðstefna í klínískri lyfjafræði í London 2016 – Notkun innúðatækja Þórunn Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur Ráðstefnan, The Clinical Pharmacy Congress, var haldin í fimmta sinn í London dagana 22. – 23. apríl 2016. Þema ráðstefnunnar var framtíð klínískrar lyfjafræði eða The Future of Clinical Pharmacy. Um 2.300 klínískir lyfjafræðingar sóttu ráðstefnuna en hún er sú stærsta á sviði klínískrar lyfjafræði í Bretlandi og haldin árlega í London. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á ráðstefnunni en um var að ræða 115 erindi sem flutt voru af 130 fyrirlesurum. Fyrirlesarar komu bæði úr akademísku og klínísku umhverfi, margir hverjir starfandi sem sérfræðingar á sviði klínískrar lyfjafræði á stærstu sjúkrahúsum Bretlandseyja. Það eru því forréttindi að fá tækifæri til að læra af þekkingu þeirra og reynslu. Klínísk lyfjafræði er mikilvæg grein innan lyfjafræðinnar og í sókn víða um heim. Klínískir lyfjafræðingar vinna náið með sjúklingum og meðferðaraðilum þeirra. Þessi þverfaglega samvinna lyfjafræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna skilar sér í bættu öryggi og gæðum lyfjameðferða og stuðlar um leið að markvissari notkun lyfja. Þjónusta klínískra lyfjafræðinga hefur verið í þróun og uppbyggingu síðastliðin ár en Bretland er mjög framarlega í klínískri lyfjafræði. Sýnt hefur verið fram á að innleiðing klínískrar lyfjafræðiþjónustu stuðlar að betri umönnun sjúklinga, hagkvæmari notkun lyfja, betri nýtingu á lyfjafræðilegri

12

Tímarit um lyfjafræði

þekkingu, fækkun lyfjatengdra atvika, legudaga og endurinnlagna, svo eitthvað sé nefnt. Þó klínískir lyfjafræðingar séu upprunalega kenndir við þjónustu innan sjúkrahúsa þá er ekki síður mikilvægt að efla klíníska þjónustu lyfjafræðinga og lyfjafræðilega umsjá utan veggja spítalans. Það er mikilvægt að lyfjafræðingurinn sé sýnilegur, hvort sem það er í apótekum, á sjúkrahúsum, innan stofnana eða í samfélaginu. Efling símenntunar er þar lykilþáttur. Í því sambandi getum við lært af Bretum en þeir hafa unnið ötullega að símenntunarmálum lyfjafræðinga. Í ljósi sí- og endurmenntunar vakti eitt erindi á ráðstefnunni sérstaklega athygli mína, erindið er praktískt og lyfjafræðingar geta tekið mið af því sem þar kemur fram.

Mynd úr safni The Pharmacy Congress.

Prófessor Anna Murphy, ráðgefandi lyfjafræðingur í öndunarfærasjúkdómum, flutti erindið “Are you in the 91%: optimising inhaler technique”. Anna fjallaði um áhrif og mikilvægi réttrar tækni við notkun innúðalyfja og hvernig heilbrigðisstarfsfólk geti stutt við og leiðbeint sjúklingum til að hámarka tækni sína. Astmi og lungnaþemba (COPD) eru algengir sjúkdómar og innúðalyf hornsteinn meðferðar. Góð tækni við notkun innúðatækja er nauðsynleg til að tryggja virkni lyfjanna og hámarka árangur þeirra. Til eru margs konar mismunandi innúðatæki en þau eru aðallega flokkuð í tvo flokka: MDI (metered dosed inhalers) sem eru í úðaformi og DPI (dry powder inhalers) sem eru í duftformi.


FRÆÐIN

Mynd: Murphy, A. 2016.

Talað er um að um 90% sjúklinga á MDI noti innúðatækin sín ekki rétt og 54% sjúklinga á DPI. Ófullnægjandi tækni við notkun innúðatækja minnkar aðgengi lyfsins til lungnanna, eykur sóun lyfja, getur leitt til minnkunar á sjúkdómsstjórn, dregið úr gæðum lífs og aukið komur á sjúkrastofnun svo og kostnað við meðferðir. Það hefur sýnt sig að þjálfun sjúklinga frá heilbrigðisstarfsfólki á notkun innúðatækja getur verið árangursrík leið til að auka tækni þeirra. Mikilvægt er að endurtaka þá þjálfun reglulega ásamt því að það er nauðsynlegt að þeir sem veita þjálfunina séu nægilega hæfir til að leiðbeina um rétta tækni. Talið er að um 25% sjúklinga fá engar leiðbeiningar um notkun á innúðatækjunum sem þeim er ávísað. Einnig hefur það sýnt sig varðandi þá sem fá leiðbeiningar að sú þjálfun er því miður oft á tíðum ómarkviss og fer fram í miklum flýti. Murhy greindi m.a. frá rannsókn sem sýndi að 75% sjúklinga á innúðalyfjum, í að meðaltali tvö til þrjú ár, taldi sig nota innúðatækin sín rétt en eftir skoðun kom í ljós að aðeins 10% þeirra notuðu rétta tækni. Þetta styður mikilvægi þess að kanna innúðatækni sjúklinga með því að biðja þá um að sýna hvernig þeir nota tækin en ekki aðeins spyrja hvort þeir kunni að nota tækin.

Nauðsynlegt er að heilbrigðisstarfsfólk læri réttu tæknina við notkun mismunandi innúðalyfja og þjálfist í því að leiðbeina sjúklingum um notkunina ásamt því að vera meðvitað um algengar villur eða misskilning. Áhugavert er að Murphy greindi frá því að yfir 90% heilbrigðisstarfsmanna kynnu ekki að leiðbeina sjúklingum um rétta tækni við notkun innúðalyfja. Hvað með þig? Ég hvet lyfjafræðinga til að kynna sér hvernig á að nota mismunandi innúðatæki, til að fræða og leiðbeina sjúklingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki um notkun þeirra. Til er gott og fjölbreytt fræðsluefni um innúðatækni mismunandi innúðatækja sem auðvelt er að tileinka sér (sjá lista). Lyfjafræðingar geta lagt sitt af mörkum til að tryggja að sjúklingar á innúðalyfjum fái sem bestu og árangursríkustu meðferðina sem kostur er á.

Fræðsluefni: CPPE, Centre for Pharmacy Postgraduate Education – er með námskeið og fyrirlestra á netinu sem nota má til upprifjunar og endurmenntunar, m.a. námskeið um innúðatækni (inhaler tecnique). Síða: www.cppe.ac.uk The Greater Manchester Inhaler Technique Improvement Innovation Project – hefur útbúið talsvert af myndskeiðum um hvernig á að nota mismunandi innúðatæki. www.wessexahsn.org.uk Asthma UK – hefur einnig útbúið kennslumyndskeið. www.asthma.org.uk Murphy, A. 2016. How to help patients optimize their inhaler technique. The Pharmaceutical Journal, 297, 7891. Heimild: Murphy, A. 2016. How to help patients optimize their inhaler technique. The Pharmaceutical Journal, 297, 7891.

Tímarit um lyfjafræði

13


FÉLAGIÐ

Hin árlega ráðstefna alþjóðasamtaka lyfjafræðinga, FIP (The International Pharmaceutical Federation), var haldin í Seúl, Suður-Kóreu, dagana 10.-14. september 2017. Fulltrúar frá Íslandi að þessu sinni voru Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ og Heimir Jón Heimisson, ritstjóri TUL. Meðal ráðstefnuþátttakenda var einnig Ingunn Björnsdóttir frá UiO í Noregi, en heildarfjöldi þátttakenda á ráðstefnunni var um 2.600 einstaklingar frá 94 löndum. FIP-ráðsfundurinn (aðalfundur) var haldinn dagana 9.-10. og 14. september þar sem kosið er um mikilvæg málefni samtakanna og sat Lóa María fundinn fyrir hönd Íslands. Á ráðsfundinum þetta árið var aðalnýjungin hringborðsumræður sem áttu sér stað í lok fyrsta dags ráðsfundarins. Ráðsfulltrúum var skipt upp í umræðuhópa með u.þ.b. 10 á hverju borði raðað eftir tungumáli (enska, spænska). Rædd var ný framtíðarsýn, markmið og stefnumótun FIP og óskað var eftir endurgjöf frá fulltrúunum um hvernig FIP væri að standa sig. Carmen Peña, forseti FIP, hefur hug á að halda áfram svona samskiptum við ráðsfulltrúa á næsta þingi FIP í Glasgow 2018. Venjuleg aðalfundarstörf áttu sinn sess eins og kosningar, ársreikningar og skýrslur mismunandi hópa. FIP-ráðsfundurinn samþykkti nokkrar stefnuyfirlýsingar: „Pharmacy: gateway to care“, „Role of the Pharmacist in disaster management“, „Strategic development of medicines information for the benefit of patients and users of medicines“ og „Control of Antimicrobial Medicines Resistance“. Þema á alþjóðadegi lyfjafræðinga 25. september 2017 er: Frá rannsóknum til heilbrigðisþjónustu: Lyfjafræðingurinn þjónar þér. Opnunarhátíð ráðstefnunnar Síðdegis þann 10. september var hin formlega setning ráðstefnunnar. Forseti FIP hélt fyrirlestur og þar var venju samkvæmt mikið um verðlaunaafhendingar ýmis konar þar sem einstaklingar voru heiðraðir fyrir framúrskarandi störf sín í þágu FIP. Setningarathöfninni lauk með tónlistarog dansatriðum þar sem gestir fengu aðeins að kynnast suðurkóreskri menningu. Að þessu loknu var móttaka fyrir gesti haldin í ráðstefnumiðstöðinni COEX – Seoul. Opnunardagskrá FIP Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Medicines and beyond! The soul of pharmacy“ og á opnunarfyrirlestrum var sjónum beint að sál lyfjafræðinnar, en sálin endurspeglar

14

Tímarit um lyfjafræði

megintilgang lyfjafræðinnar sem starfsgreinar, sem er án efa umönnun sjúklinga. Lyfjafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu um allan heim hvort sem það er hlutverk þeirra sem ráðgjafar, frumkvöðlar, kennarar eða heilbrigðisstarfsmenn. Hlutverk lyfjafræðinga er að stuðla að heilsu og vellíðan skjólstæðinga sinna. Þörfum sjúklingsins þjónað – hvar á að byrja? Lyfjafræðingurinn í apótekinu getur stutt sjúklinga og almenning og þannig minnkað þörfina á annarri heilbrigðisþjónustu. Lyfjafræðileg umsjá á að vera hluti af starfi apóteka. Hægt er að sníða þjónustu apóteksins að þörfum íbúa í nærumhverfi með því að skilgreina þarfir þeirra. Kynningarátak um heilsu og forvarnir á vel heima í apótekinu, sama á við um mælingar á heilsufarsþáttum af ýmsu tagi eins og blóðþrýstingsmælingar, mælingar kólesteróls o.s.frv., aðstoð við að hætta að reykja, fræðslu um lyf og rétta notkun lyfja og stuðning við sjúklinga í fjöllyfjameðferð. Lyfjafræðingar framkvæma bólusetningar í apótekum í mörgum löndum. Apótek í Noregi eru komin vel á veg með aukna þjónustu í apótekinu. Fyrsta skilyrðið er að gera langtímaáætlun sem er sveigjanleg og grípa tækifæri sem koma fram. Sjálfstraust og trú á að apótekið skipti miklu máli fyrir sjúklinginn er nauðsynleg. Framkvæma og skrá og meta síðan það sem var gert er mikilvægt. Apótekið er mikilvægt fyrir sjúklinginn og aðgengi að upplýsingum frá lyfjafræðingi er gott. Í apótekum í Noregi hefur undanfarin tvö ár verið í gangi rannsóknin „Medisinstart“ en í henni er boðið sérstaklega upp á fræðslu lyfjafræðings í apóteki þegar sjúklingi er ávísað nýju lyfi. Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa lagt til að þessi þjónusta verið greidd af hinu opinbera til reynslu næstu 3 ár. Flensubólusetningar í apótekum Á ráðstefnunni var kynnt hvernig fyrirkomulag flensubólusetninga í apótekum í Portúgal og á Írlandi er háttað. Fyrirlesarar fóru í yfir hindranir á markaði og hvernig mætti ná markmiðum sem sett hafa verið í tengslum við aukningu á hlutfalli bólusettra einstaklinga eldri en 65 ára auk annarra áhættuhópa. Með því að leyfa flensubólusetningar í apótekum og að bólusetningin sé framkvæmd af lyfjafræðingum er verið að auka aðgengið að bóluefninu. Fyrirlesarar kynntu m.a. þjálfunaráætlanir fyrir lyfjafræðinga og hvernig viðskiptamódeli við þessa þjónustu er háttað. Írskir lyfjafræðingar í apótekum hófu flensubólusetningar á


FÉLAGIÐ

skjólstæðingum sínum árið 2011. En hvernig leið þeim með þessa breytingu? Það sem þeim þótti jákvætt var eftirfarandi: Frábært framtak. Stærsta skrefið fram á við í faginu síðustu 20 árin. Mikil ánægja meðal skjólstæðinga apóteksins með þjónustuna. Vilji fyrir hendi að bjóða upp á bólusetningar aðrar en gegn flensu. Það sem þótti neikvætt: Lyfjafræðinga skortir sjálfstraust til að bólusetja. Hræðsla við að styggja heimilislækna. Þjónustan íþyngjandi í apótekum þar sem aðeins einn lyfjafræðingur er á vakt. Sumum þótti þjónustan of kostnaðarsöm. Lyfjalæsi, mæður og börn Lyfjafræðingurinn og samskipti við umönnunaraðila skipta höfuðmáli við rétta gjöf lyfja til barna. Í ástralskri rannsókn kom í ljós að 51% umönnunaraðila höfðu gefið barni lausasölulyf á undangengnum 2 vikum. Algengasta lyfið var parasetamól. Flókið getur verið að reikna stærð skammts sem gefa á barninu vegna þess að misvísandi skammtastærðir eru gefnar upp. Stundum eru skammtastærðir byggðar á aldri barnsins og stundum eru þær byggðar á þyngd barnsins, hvort á að nota? Ef um mixtúru er að ræða er mælieiningin annað vandamál þegar mismunandi mælitæki eru notuð t.d. ef mæliskeið eða skammtasprauta fylgir ekki með eða er týnd eru venjulegar teskeiðar og matskeiðar misstórar og þær á aldrei að nota til mælinga á skammti lyfs. Lokaorð Ráðstefnan í ár bauð upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá en hér á undan var stiklað á því helsta sem undirrituð náðu að kynna sér þetta árið. Fulltrúar Íslands sóttu einnig hina ýmsu félagslegu atburði sem voru í boði á vegum ráðstefnunnar og fengu boð í móttökur og veislur lyfjafræðingafélaga m.a. Danmerkur, Taívan, Bandaríkjanna og Bretlands, þar sem tækifærið var nýtt til að mynda og styrkja tengsl við fulltrúa annarra landa. FIP ráðstefnan 2018 verður haldin í Glasgow, Skotlandi, dagana 2.-6. september. Yfirskrift ráðstefnunnar á næsta ári er „Pharmacy: Transforming outcomes!“. Áhugasömum er bent á heimasíðu FIP, www.fip.org, fyrir nánari upplýsingar. Heimir Jón Heimisson og Lóa María Magnúsdóttir

Ingunn Björnsdóttir (t.v.) og Lóa María Magnúsdóttir (t.h.) við veggspjald Ingunnar á FIP 2017

Veggspjald íslensks þátttakanda á ráðstefnunni Sýnt fram á mikilvægi gagnagæða: amfetamín og íslenski lyfjagagnagrunnurinn. Ingunn Björnsdóttir, dósent við Oslóarháskóla. Inngangur: Gögn úr stórum rafrænum gagnagrunnum eru í vaxandi mæli notuð í faraldsfræðirannsóknum, en gullstaðlar fyrir gæðavöktun gagnagrunnanna virðast vandfundnir. Lyfjagagnagrunnur og tölfræðigrunnur íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafa ekki undirgengist formlega gildingu en miklar villur hafa ítrekað fundist í íslenskri lyfjatölfræði. Árið 2015 komu nýjar amfetamíntöflur á Íslandsmarkað, en voru innkallaðar hálfu ári síðar vegna gæðavandamála. Skil á ónotuðum lagerum veittu vitneskju um nákvæman töflufjölda sem farið hafði í notkun. Tilgangur: Gæðamat á íslenskri lyfjatölfræði utanfrá, með hjálp talna úr ofangreindu amfetamíndæmi. Aðferðir: Gögn um sölu gallaða amfetamínsins voru fengin úr lyfjagagnagrunni og tölfræðigrunni. Við afhjúpun misræmis var skýringa leitað frá þeim opinberu stofnunum sem sýsla með lyfjatölfræði, frá framleiðanda og frá skömmtunarfyrirtækjum. Niðurstöður: Gallaða amfetamínið var á markaði frá 1. september 2015 til um það bil 15. mars 2016. Samkvæmt Sjúkratryggingum Íslands (tölfræðigrunnur) seldust 73 990 töflur á tímabilinu en Embætti landlæknis (lyfjagagnagrunnur) hélt því fyrst fram að 82 860 töflur hefðu selst en leiðrétti svo í 74 796 þegar vakin hafði verið athygli Embættisins á að villur væru í upphaflegu tölunni. Framleiðandinn sagði 72 811 töflur hafa selst og bar saman við skömmtunarfyrirtækin um sölu til þeirra. Sjúkratryggingar leiðréttu hjá sér eftir að hafa verið bent á hið lítillega misræmi sem var milli tölu þeirra og tölu framleiðandans og tölum Lyfjastofnunar bar saman við tölur framleiðandans. Embætti landlæknis lokaði málinu hjá sér með óafgreitt 1 985 taflna misræmi (ofskráning í lyfjagagnagrunn). Ályktun: Ofskráning var 13,8% í lyfjagagnagrunni fyrir leiðréttingu embættisins og 2,7% eftir leiðréttingu embættisins, en 1,6% hjá Sjúkratryggingum fyrir leiðréttingu. Þetta dæmi gaf einstakt tækifæri til gæðamats á íslenskum lyfjasölutölum utanfrá, og afhjúpaði mikil gæðavandamál. Dæmið kann að hafa þýðingu langt út fyrir Ísland.

Tímarit um lyfjafræði

15


FRÆÐIN

Styrkþegi

Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS) 2017 Margrét Þorsteinsdóttir, dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild HÍ með áherslu á magngreiningu á lyfjaefnum og umbrotsefnum þeirra í mismunandi lífsýnum, með vökvagreini tengdum raðmassagreini (LC-MS/MS). Eftir það hef ég haldið sambandi við Jack og hann kenndi mér einnig notkun á massagreinum við magngreiningu á lífvísum, til að bæta sjúkdómsgreiningu og lyfjameðferð sjúklinga. Það var því mjög mikill heiður og áhugavert að ræða við Jack. Þátttaka á ASMS hefur gert mér kleift að halda sambandi við hann og fleiri erlenda vísindamenn í öll þessi ár.

Mynd 1. Margrét Þorsteinsdóttir og dr. Jack Henion á opnunarmóttökunni.

Ég kynnti veggspjald á ráðstefnunni American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (65th ASMS), sem var haldin í Indianapolis, Indiana, dagana 3. til 8. júní 2017. Yfir 6400 þátttakendur sóttu ráðstefnuna, þar af voru Bandaríkjamenn og Kanadamenn í meirihluta en að þessu sinni voru yfir 30% af þáttakendum frá öðrum löndum, sem er aukning frá fyrri árum. Mikil áhersla var lögð á massagreiningar með MALDI og voru flestir tækjaframleiðendur með opna fyrirlestra um þessa aðferðafræði fyrstu tvo dagana og einnig voru 16 mismunandi námskeið í boði sem tengdust massagreiningum. Það var nýjung í ár að hefja ráðstefnuna á sunnudegi með fjórum kynningarfyrirlestrum, á tveimur samhliða fundum. Ég hlustaði á Kermit K. Murray, prófessor við Louisiana State University (Baton Rouge, Louisiana), opna ráðstefnuna með fyrirlestrinum „MALDI: Past and Future“ og síðan kynnti Donald F. Hunt, prófessor við University of Virginia (Charlottesville, Virginia), „Cancer Immunotherapy and Mass Spectrometry“. Samhliða þessum

16

Tímarit um lyfjafræði

fyrirlestrum kynnti dr. Erin S. Baker frá Pacific Northwest National Laboratory (Richland, Washington) „Ion Mobility Spectrometry: Analyzing Molecules as They Tumble through Life“ og Norman J. Dovichi, prófessor við University of Notre Dame (South Bend, Indiana), var með fyrirlesturinn „CE/MS—Ready for Prime Time?“. Að kynningunum loknum var ráðstefnan formlega opnuð af David S. Millington, prófessor við Duke University Medical Center, með titlinum „Towards a Good Start in Life: Neonatal Screening and Beyond“. David er frumkvöðull í þróun og uppsetningu á nýburaskimun með raðmassagreini (MS/MS). Í dag er þetta stöðluð greiningaraðferð og á hverju ári er skimað fyrir um 40 mismunandi arfgengum efnaskiptasjúkdómum í yfir milljón nýfæddra barna í Bandaríkjunum. Síðan var haldin opnunarmóttaka þar sem veggspjöld voru kynnt og tækifæri gafst til þess að hitta og ræða við sýnendur, samstarfsmenn og vini. Þar hitti ég meðal annars Jack Henion, prófessor emeritus, sem fyrir um 17 árum þjálfaði mig í massagreiningu,

Ráðstefnan innihélt mismunandi viðfangsefni og var hægt að velja milli átta mismunandi samhliða viðfangsefna á hverjum degi. Eins og áður var nefnt var mikil áhersla lögð á notkun á massagreiningu sem byggir á jónun með leysigeislum og ber skammstöfunarheitið MALDI (MatrixAssisted Laser Desorption Ionisation). Þessi tækni hefur meðal annars nýst við greiningu á forstigseinkennum ýmissa krabbameina og mjög áhugaverðar rannsóknir voru kynntar um mikilvægi þessarar tækni við sjúkdómsgreiningu. Þessi greiningaraðferð gerir í dag kleift að skoða vefjasýni frá sjúklingum samanborið við heilbrigðan vef á myndrænan hátt, með svokallaðri „imaging MS“-tækni við greiningar á mismunandi lífvísum. Rannsóknir voru kynntar frá fleiri vísindahópum þar sem notast er við massagreini til að greina á milli heilbrigðs og sýkts vefjar. Mikill fjöldi nýrra og uppfærðra forrita var kynntur á ráðstefnunni, sem auðvelda greiningu á gögnum frá massagreiningu á fituefnum (lípíðum) og próteinum með MALDI tengt „time-of-flight“-massagreini (Q-TOF) eða með massagreini sem byggist á jónun stórsameinda með rafúðun vökvalausnar, svokallaðri „electrospary Ionization“ (ESI) tengt Q-TOF. Þar á meðal voru forrit eins og Progenesis® for


FRÆÐIN proteomics software, MetaboScape® 3.0, Proteoform Profiling™ 1.0 og SimLipid® Software 6.0. Þessi forrit auka nytsemi massagreina og úrvinnslu gagna við skimun á lífsameindum til sjúkdómsgreiningar og auðvelda notkun þeirra á klínískum rannsóknastofum til muna. Það var mikill heiður að kynna niðurstöður frá doktorsnemanum mínum, Unni Örnu Þorsteinsdóttur, á veggspjaldi með titlinum „Determination of Plasma DHA Concentration using UPLC-MS/MS in APRT Deficient Patients with Ocular Manifestation“. Veggspjaldið var hluti af kynningu sem fjallaði um notkun massagreina við klínískar greiningar („clinical diagnostics“). Meginmarkmið doktorsverkefnis Unnar Örnu er að þróa sértæka og hraðvirka greiningaraðferð með háhraðavökvagreini tengdum tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS), fyrir lífmarkið 2,8-dihýdróxíðadenín (2,8-DHA) í þvagi og blóðvökva. Þessi tækni mun auðvelda og flýta fyrir greiningu á sjaldgæfum erfðasjúkdómi, adenínfosfóríbósýltransferasaskorti

Mynd 2. Margrét Þorsteinsdóttir og Catherine Meyer Hicks við veggspjaldið á 65. ASMS-ráðstefnunni.

(APRT-skorti), sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigsnýrnabilunar. Niðurstöður úr þessari rannsókn munu einnig auka skilning á áhrifum lífræðilegra breyta á myndun lífvísa og áhrif virka efnisins á mismunandi sjúklingahópa. Verkefnið er unnið í samvinnu við Runólf Pálsson prófessor og Viðar Eðvarðsson dósent, hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi og Rare Kidney Stone Consortium.

65. ASMS-ráðstefnan var mjög áhugaverð og gaf mér einstakt tækifæri til að fræðast um þá miklu þróun sem er í gangi varðandi notkun á massagreiningu á klínískum rannsóknastofum. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á heimasíðunni, www.asms.org. Ég vil þakka Vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk.

ERADIZOL 24 STUNDA VIRKNI

INNIHELDUR ESOMEPRAZOL

STOPPAR SÝRUMYNDUN

EIN TAFLA Á DAG

Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 14 og 28 stk. í pakka. Virkt efni: Esomeprazol. Ábendingar: Eradizol er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t. d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er ein tafla á sólarhring. Það gæti þurft að taka töflurnar í 2-3 daga samfleytt til að draga úr einkennunum. Meðferðarlengd er allt að 2 vikur. Þegar

einkennin eru alveg horfin á að hætta meðferðinni. Sjúklingurinn skal leita til læknis ef einkennin eru ekki horfin innan tveggja vikna af samfelldri meðferð. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Töflurnar má hvorki mylja né tyggja. Að öðrum kosti má sundra töflunni í hálfu glasi af kolsýrulausu vatni. Sjá nánar í fylgiseðli. Dagsetning endurskoðunar textans: 28. desember 2016.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

alvogen.is

Tímarit um lyfjafræði

17


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2017 Auðunn Rúnar Gissurarson

Elín Dröfn Jónsdóttir

Sýnaundirbúningur fyrir brjóstakrabbameinsrannsóknir: Áhersla á α-1-sýru sykruprótín með MALDI-TOF massagreiningu.

Þýðing á skalanum lyfjatengd lífsgæði (MRQoL) yfir á dönsku og próffræðileg athugun á dönsku útgáfunni í hópi fjöllyfjanotenda

Bakgrunnur: Brjóstakrabbamein er misleitur sjúkdómur með hækkandi nýgengi sem herjar á meira en 10% kvenna í hinum vestræna heimi. Núverandi fyrirbyggjandi meðferðir fyrir konur í áhættuhóp með arfgenga stökkbreytingu eru meðal annars fyrirbyggjandi brjóstnám. Með því að rannsaka og meta mögulegar lífsameindir úr blóðvatni brjóstakrabbameinssjúklinga með massagreiningum, er möguleiki á að þróa hentugri greiningaraðferð á brjóstakrabbameini.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að þýða Taiwanskan skala sem ætlað er að mæla lyfjatengd lífsgæði yfir á dönsku og meta próffræðilega eiginleika dönsku útgáfunnar (D-MRQoL) í hópi sjúklinga á fjöllyfjameðferð.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að þróa sýnameðhöndlunaraðferð til að greina og meta α-1-sýru sykruprótín í blóðvatni með MALDI-TOF massagreini sem mögulegan lífmark fyrir greiningu á brjóstakrabbameini. Að auki var niðurrofsaðferð þróuð til að bæta greiningu á prótíninu sem annars myndi ekki fást. Aðferðir: α-1-sýru glýkóprótein var einangrað með mótefnafellingu á AGP CaptureSelect kúlum. Með svo kölluðu „bottom-up” verkferli sem framkvæmd var í lausn, voru sýnin afoxuð, alkýleruð og klofin með trypsíni. Framkvæmd var önnur einangrunarlota til að mögulega útskýra litla bindigetu kúlanna. Sýnin voru hreinsuð og greind með MALDI-TOF massagreini. Til að framkvæma Arg-C líka niðurrofsaðferð var kannað hvort hægt væri að framkvæma efnahvarfið með própíónik anhýdríði, samkvæmt nýlegri birtingu. Niðurstöður: Þróun á sýnameðhöndlunaraðferð fyrir einangrun á α-1-sýru sykruprótíni reyndist árangursrík. Niðurstöður sýna að bæði ísóform próteinsins voru einangruð með notkun á tiltæka mótefninu sem tengt var við kúlurnar. Ástæða fyrir lágri bindigetu kúlanna var ekki hægt að útskýra með kenningunni um að einungis eitt glýkóform væri bundið kúlunum þar sem niðurstöður úr seinni einangrunarlotunni sýndu annað. Hvort það sé hagstætt að framkvæma Arg-C líka niðurrofsaðferð er ekki vitað þar sem própíóník anhýdríð hvarfið misheppnaðist. Ályktanir: Þrátt fyrir að sýnameðhöndlunaraðferðin fyrir einangrun á α-1-sýru sykruprótíni reyndist árangurrík er þörf á frekari þróun á aðferðinni fyrir notkun AGP CaptureSelect kúlanna til að einangra prótínið. Því ályktum við að þessar tilteknu kúlur eru ekki hentugar fyrir einangrun á α-1-sýru sykruprótíninu og framkvæma þurfi fleiri rannsóknir til að hægt sé að nota prótínið sem lífmark fyrir greiningu brjóstakrabbameina. Leiðbeinendur: Margrét Þorsteinsdóttir, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Wilma Mesker og Marco R. Bladergroen

18

Tímarit um lyfjafræði

Aðferðir: Rannsóknin fór fram í Kaupmannahöfn á tímabilinu janúar til apríl 2017. Sérstök nefnd fylgdi kerfisbundnu verklagi við þýðinguna. MRQoL skalinn var þýddur yfir á dönsku, þýddur tilbaka yfir á kínversku, forprófaður á 8 manna hópi og að lokum lagður fyrir 120 fjöllyfjanotendur. Þáttauppbygging D-MRQoL var ákvörðuð með Exploratory factor analysis (EFA) og innri áreiðanleiki var skoðaður með aðferð Cronbach’s alpha. Spurningalistarnir Beliefs about Medicines Questionnaire (BMQ) og Medication Adherence Report Scale (DMARS-4) voru notaðir til að meta aðgreini- og samleitniréttmæti. Niðurstöður: Cronbach’s alpha gildið fyrir skalann í heild var 0.96. Ein tilgáta var samþykkt af þremur til að meta hugtakaréttmæti skalans. Neikvæð fylgni á milli heildarskora D-MRQoL og BMQ undirþáttarins áhyggjur (r=-0.455; p=0.000) staðfesti að hluta til tilgátu um samleitniréttmæti, en engin fylgni var á milli heildarskora D-MRQoL og BMQ undirþáttarins nauðsyn (r=-0.029; p=0.754). Jákvæð fylgni var á milli heildarskora D-MRQoL og DMARS-4 (r=0.338; p=0.000), en það samræmist ekki tilgátu og því virðist sem D-MRQoL tengist meðferðarheldni. Skalinn sýndi tveggja meginþátta byggingu þegar eigið gildi var sett sem 1.0. D-MRQoL skalinn er ekki sambærilegur varðandi þáttabyggingu við upprunalega þriggja þátta skalann frá Taiwan. Ályktun: Danska útgáfan af skalanum lyfjatengd lífsgæði sýndi fram á tveggja meginþátta byggingu með gott yfirborðsréttmæti og háan innri áreiðanleika. Samleitniréttmæti var að nokkru staðfest en frekari rannsókna er þörf á hugtakaréttmæti og réttmæti í ólíkum sjúklingahópi. Skalinn er enn í þróun og gæti hugsanlega nýst sem sjúklingamiðað útkomumælitæki. Leiðbeinendur: Anna Birna Almarsdóttir og Pétur Sigurður Gunnarsson


FRÆÐIN

Freydís Selma Guðmundsdóttir

Inga Sæbjörg Magnúsdóttir

Lífheldni líftæknilyfja í meðferð við psórías

Virkni og öryggi áþekka líftæknilyfsins infliximab CT-P13 samanborið við upprunalegt infliximab í meðferð við þarmabólgusjúkdómi

Inngangur: Lífheldni líftæknilyfja (e. drug survival) er skilgreint sem tíminn frá því að líftæknilyfjameðferð er hafin og þar til hún er stöðvuð, og getur það ýmist verið vegna óahrifaríkar meðferðar (e. ineffectiveness), aukaverkana eða af öðrum ástæðum. Það er mikilvægur mælikvarði á heildarárangur meðferðar við psóríasis og forgangsmál í klínísku starfi. Klínískar rannsóknir veita ekki nægar upplýsingar um lífheldni til lengri tíma, né um mögulegar skýribreytur (e. covariates) sem hafa áhrif á lífheldnina. Leitast var við að ákvarða lífheldni líftæknilyfjanna adalimumabs, etanercepts og ustekinumabs í psóríasis sjúklingum sem voru með sjúkdóminn á miðlungs- til alvarlegu stigi og að varpa ljósi á mögulegar skýribreytur sem hafa áhrif á lífheldnina. Aðferðarfræði: Framkvæmd var afturskyggn áhorfsrannsókn þar sem gögnum var safnað úr sjúkraskrám 122 sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með líftæknilyfjum við psóríasis á Háskólasjúkrahúsinu Germans Trias i Pujol (Badalona, Spáni) á árunum 2007-2016. Lífheldni lyfjanna var ákvörðuð með Kaplan-Meier aðferð og aðhvarfsgreining (e. Cox regression analysis) var notuð til að leggja mat á áhrif skýribreyta. Niðurstöður: Við greindum 172 meðferðarraðir (e. treatment sequences), en af þeim var 83 meðferðum hætt. Algengasta ástæða þess var ónóg virkni meðferðar. Meðal lífheldni lyfja voru 32,7 mánuðir (σ=29,0). Hlutfall sjúklinga sem enn var á líftæknilyfi eftir eins-, tveggja- og þriggja ára meðferð var metið. Hlutfallið var hæst fyrir ustekinumab, þá fyrir adalimumab og að lokum etanercept (72,4%, 63,4% og 56,5% fyrir ADA, 67,4%, 52,9% og 49,2% fyrir ETA, 78,3%, 64,8% og 59,1% fyrir UST). Eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum skýribreytum var hættuhlutfall (e. hazard ratio) á stöðvun meðferðar ekki marktækt lægra fyrir ustekinumab miðað við adalimumab, en marktækt hærra fyrir etanercept miðað við adalimumab. Margvíð aðhvarfsgreining sýndi að BMI ≥35 kg/m2 og saga af fyrra meðferðarþroti (e. failure of treatment) hefðu marktækt neikvætt forspárgildi um stöðvun meðferðar, og algengara var að meðferð kvenkyns sjúklinga væri hætt vegna aukaverkana. Ályktanir: Ustekinumab hafði ómarktækt betri líkur á lífheldni en adalimumab, og etanercept hafði marktæki verri líkur á lífheldni en adalimumab. Fleiri breytur kunna að hafa áhrif á lífheldni líftæknilyfja en áður hefur verið talið, t.d. samhliða notkun NSAID lyfja og ACEhemla. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar ef bæta á lífheldni líftæknilyfja. Leiðbeinendur: Xavier Bonafont Pujol og Glória Cardona Tengiliður: Pétur Sigurður Gunnarsson

Bakgrunnur og markmið: Þarmabólgusjúkdómur er samheiti yfir tvo sjálfsofnæmissjúkdóma, sáraristilbólgu og Crohns sjúkdóm. Infliximab var fyrsti samþykkti TNF-α hemillinn við þarmabjólgusjúkdómi (sem Remicade®). Sýnt hefur verið fram á að áþekka líftæknilyfið Inflectra® er sambærilegt í virkni og öryggi við meðferð gigtarsjúkdóma, en takmörkuð gögn eru til staðar um notkun þess við þarmabólgusjúkdómi. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman virkni og öryggi meðferðar við þarmabólgusjúkdómi með áþekka líftæknilyfinu Inflectra® og Remicade®. Aðferðir: Gerð var afturskyggn hóprannsókn á sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með Inflectra® eða Remicade®, og ekki höfðu áður hlotið meðferð með öðru líftæknilyfi, á Hospital Mútua Terrassa, Spáni. Virkni var metin með því að ákvarða pMayo skor fyrir sáraristilbólgusjúklinga og HBI fyrir Crohns sjúklinga við upphaf meðferðar, eftir 6-8, 14-16 og 24-26 vikur. Meginendapunktur rannsóknarinnar var klínískt sjúkdómshlé í viku 14-16 og 24-26. Gögnum um aukaverkanir var safnað til að meta öryggi meðferðar. Niðurstöður: Alls tóku 39 sjúklingar þátt í rannsókninni, 10 sáraristilbólgusjúklingar (4 á Inflectra® og 6 á Remicade®) og 29 Crohns sjúklingar (9 á Inflectra® og 20 á Remicade®). Í viku 6-8 sýndu 61,5% og 53,8% sjúklinganna á Inflectra® og 80,8% og 61,5% á Remicade® klíníska svörun og sjúkdómshlé. Enginn marktækur munur (p > 0,05). Í viku 14-16 var enginn marktækur munur á milli klínískrar svörunar né sjúkdómshlés (p > 0,05). Í viku 24-26 sýndu 53,8% og 53,8% sjúklinganna á Inflectra® og 92,3% og 80,8%, á Remicade® klíníska svörun og sjúkdómshlé. Klínísk svörunartíðni var marktækt hærri í Remicade® hópnum en Inflectra® hópnum (p < 0,05), en enginn marktækur munur á tíðni sjúkdómshlés (p > 0,05). Mögulegar aukaverkanir komu fram hjá 0% sáraristilbólgusjúklinga á Inflectra® en 33,3% þeirra sem fengu Remicade® (p > 0,05, enginn marktækur munur). Mögulegar aukaverkanir komu fram hjá 11,1% Crohns sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Inflectra® og 30% þeirra sem fengu Remicade® (p > 0,05, enginn marktækur munur). Ályktanir: Þessi afturskyggna hóprannsókn bendir til þess að áþekka líftæknilyfið sé eins virkt og öruggt og upprunalega infliximab í meðferð við sáraristilbólgu og Crohns sjúkdómi. Enginn marktækur munur fannst á meginendapunkti rannsóknarinnar. Leiðbeinendur: Pétur Sigurður Gunnarsson, Jordi Nicolás Picó, Cecilia Fernández Lastra og Sveinbjörn Gizurarson

Tímarit um lyfjafræði

19


FÓLKIÐ

Skapandi og skipulagður lyfjafræðingur Viðtal við Sonju B. Erlu Guðfinnsdóttur Sonja B. Erlu Guðfinnsdóttir lærði lyfjafræði við Háskóla Íslands og starfar í skráningardeild Vistor. Hún er þriggja barna móðir og hefur áhuga á ýmsu öðru en lyfjum. Ég er alin upp í Seljahverfi og gekk þar í sama grunnskólann alla mína skólagöngu. Fór að því loknu á eðlisfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem ég kláraði stúdentspróf á þremur og hálfu ári. Vissi svo sem ekkert hvað ég ætlaði að gera eftir útskrift en mér fannst stærðfræði og efnafræði skemmtilegustu fögin. Ein vinkona mín hafði lokið einu ári í lyfjafræði á þessum tíma og ég kynnti mér námið hjá henni og ákvað að skrá mig í lyfjafræði og sjá hvað myndi gerast. Ég var alveg hikandi fyrstu árin en námið sóttist vel og ég hafði ekki aðrar hugmyndir um hvað væri skemmtilegt að læra. Ætlaðir þú alla tíð að vinna við lyfjaskráningar? Ég kynntist reyndar ekki lyfjaskráningum fyrr en árið 2015 en þá fékk ég starf í skráningardeild Vistor. Þar á undan var ég í 14 ár hjá Actavis á þróunarsviði en starfið fól í sér rannsóknarstofuvinnu í bland við skrifstofuvinnu. Ég hafði frá útskrift unnið á rannsóknarstofum, fyrst í gæðarannsóknum hjá Deltu og síðan á rannsóknarstofu hjá University of Pittsburgh í Bandaríkjunum. Ég var ánægð að vinna á rannsóknarstofum öll þessi ár en það kom sá tímapunktur að mig langað að víkka sjónadeildarhringinn og læra nýja hluti.

20

Tímarit um lyfjafræði

Af hverju fórstu Bandaríkjunum?

vinna

í

Ég var að elta manninn minn, Erlend S. Þorsteinsson, sem fór í doktorsnám í aðgerðargreiningu. Hann segir stundum í gríni að þetta hafi verið eina leiðin til að fá mig að heiman. Þetta var mjög gamaldags hjá okkur. Við giftum okkur og ég flutti að heiman, beint til útlanda, tæpri viku eftir brúðkaup. Við höfðum þó verið saman í nokkur ár þar á undan. Fyrstu mánuðirnir fóru í það að venjast hjónabandslífinu og nýju landi. Við bjuggum í Pittsburgh í tæp 5 ár, barnlaus fyrstu árin en áttum svo okkar fyrsta barn úti ári áður en við fluttum heim en þá hóf ég störf hjá Deltu að nýju sem síðar varð Actavis. Vistor er töluvert minna en Actavis var, er mikill munur á þessum fyrirtækjum? Nálægðin milli fólks í Vistor er meiri miðað við Actavis enda voru starfsmenn Actavis rúmlega 700 talsins þegar mest var. Hjá Vistor starfa um 60 manns en ríflega 180 manns hjá Veritas samsteypunni sem Vistor er hluti af. Nú hefur starfsmönnum Actavis reyndar fækkað um helming. Var það högg fyrir möguleika lyfjafræðinga á markaðnum þegar Actavis hvarf af landi brott? Það er vissulega högg fyrir lyfjafræðinga

sem og annað raunvísindamenntað fólk þegar helmingur af stóru lyfjafyrirtæki landsins flyst af landi brott. Það var lán í óláni að Alvogen og Alvotech hóf starfsemi um svipað leyti og þetta gerðist hjá Actavis þannig að ég veit til þess að stór hluti fékk vinnu þar. Þegar þú lýstir því þegar þú byrjaðir í náminu, þá hljómaðir þú ekki eins og þú værir ástríðufull fyrir lyfjabransanum? Ég hef ástríðu fyrir svo mörgu. Hef gaman af sköpun og skipulagi, búa til verðmæti úr engu. Hef líka gaman af ferlum og að nýta tímann vel í vinnu og einkalífi. Lyfjafræði er nákvæmisfag, sama í hvaða grein lyfjafræðinnar þú ert. Þar nýtast skipulagshæfileikar mínir vel. Skipulag, ferlar og gæðamál er eitthvað sem ég finn mig í. Af lyfjafræðinni hef ég lifibrauð en það er nauðsynlegt að hafa ástríðu fyrir einhverju öðru en faginu, það veitir manni hvíld. Það veitir mér líka frelsi til sköpunar. Hvaðan kemur þessi áhugi þinn á sköpun? Mamma mín, Erla Axels, er myndlistarmaður og einnig var pabbi hennar listrænn og skapandi. Ætli þetta liggi ekki eitthvað í genunum þó ég sé nú ekki listamaður. Þegar maður hugsar til baka þá sé ég að hönnun og skipulag lá strax vel fyrir mér. Það fyrsta sem ég


FÓLKIÐ

hugsaði í verkefnum í gamla daga var hvernig ég ætlaði að setja ritgerðina upp og hanna forsíðuna. Ég hafði unun af þessu og hef reyndar enn í dag en sú vinna hefur færst inn í tölvurnar. Ég hef reyndar menntað mig aðeins í því, þ.e. hönnun og myndvinnslu í tölvu. Ég man líka eftir því að 10 ára var ég sett sem fyrirliði stelpuliðsins í fótboltanum í bekknum og það fyrsta sem ég gerði var að fara heim og hanna skipulagið á liðinu sem hver og einn fékk teiknað upp á blaði daginn eftir. Ég var nú ekkert sérstök í fótbolta en í skipulaginu lá greinilega styrkleiki minn. Þegar ég skoða heimasíðuna þína, þá sé ég margvísleg áhugamál hjá þér. Þú lærðir m.a. snemma tónlist, ætlaðir þú ekki að leggja það fyrir þig? Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða leikari og söngvari. Ég suðaði í foreldrum mínum að fá að læra á píanó því það væri góður undirbúningur. Ég byrjaði 10 ára í píanónámi og var í því til tvítugs. Tók 6. stig á píanó í því kerfi sem þá var.16 ára byrjaði ég í söngnámi sem ég stundaði svo með háskólanámi mínu og tók einnig 6. stig í söng. Leikaradraumurinn var runninn út í sandinn en söngurinn var stór hluti af lífinu. Á háskólaárunum var ég í 10 manna blönduðum sönghóp sem kom víða fram. Það var gefandi og skemmtilegt með efnafræðiformúlum og skýrslugerðum. Eftir það hef ég verið í nokkrum stórum kórum en sem stendur er ég ekki að syngja reglulega. Mér þykir mjög vænt um tónlistarnámið mitt og það hefur nýst mér á ýmsan hátt. T.a.m. stjórnaði ég jólakór Veritas s.l. 2 ár.

Á heimasíðunni minnistu líka á ástríðu fyrir kökuskreytingum? Er einhver Bjarni Ben í þér? Ætli það sé ekki bara Sonja í Bjarna Ben. Held að ég hafi fattað þetta löngu á undan honum sko. Að öllu gamni slepptu þá kynntist ég kökuskreytingum í Bandaríkjunum. Þar voru kökurnar ótrúlega flottar en hörmulega vondar. Ég fékk áhuga á að samræma gæði og útlit. Hafði alla tíð verið liðtæk í bakstri og á meira að segja litla uppskriftarmöppu sem ég vélritaði upp eftir mömmu uppskriftum þegar ég var lítil. Í dag finnst mér skemmtilegasti hlutinn af kökugerð að skreyta kökurnar. Þetta er eins og að vera með hvítan striga og hefjast svo handa við verkið. Ég er með skissubók þar sem ég skissa upp kökuskreytingarnar fyrst. Þú heldur úti nokkrum vefsíðum. Segðu mér frá því? Já, eftir að skreyttu kökunum fjölgaði langaði mig að halda betur utan um kökurnar mínar. Ég stofnaði á endanum kökuskreytingavefsíðu árið 2008 sem heitir www.cakedecoideas.com. Vinkonur mínar lánuðu mér kökumyndir í upphafi til að hafa síðuna stærri. Ég viðheld síðunni enn þann dag í dag þó kökurnar séu færri núna eftir að barnaafmælin hjá mér urðu viðaminni. Ég stofnaði einnig kökuskrautssíðuna, kokuskraut.net, ári síðar en í kringum kökustússið mitt þá sjálfmenntaði ég mig í gerð á sykurblómum og alls kyns kökuskrauti. Allar kökurnar mínar eru því brennimerktar með sykurblómum.

Hefur þú starfað Lyfjafræðingafélagið?

lengi

fyrir

Nei, það hentaði ekki alveg í mínu lífi fyrr að starfa fyrir félagið en ég tel það skyldu manns að leggja eitthvað af mörkum hafi maður kost á því. Margir félagsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í félagið svo það var kominn tími á að ég legði mitt af mörkum um tíma. Ég fór í stjórn LFÍ fyrir tæpum tveimur árum og er nú ritari stjórnar og jafnframt fréttaritari félagsins á Facebook. Facebook síðan þarfnaðist smá tiltektar en ég tók til í þeim málum fyrir um ári síðan. Með félagasíðunni á Facebook höfum við náð betur til félagsmanna og verið sýnilegri. Hvernig stóð á aðkomu þinni að kvikmyndaverkefninu Lyfjafræðingar í lífi og leik? Á einum stjórnarfundanna var rætt um hvað gera skyldi í tilefni 85 ára afmælis LFÍ á árinu og einnig í tilefni af alþjóðlegum árlegum degi lyfjafræðinnar. Þá þegar hafði kvikmyndahugmynd komið í kollinn á mér. Ég tók að mér verkefnið fyrir hönd stjórnar þar sem ég hef áður komið að ýmsum kvikmyndaverkefnum. Ég hef tekið upp efni, klippt og einnig séð um framleiðslu á stærri og minni verkefnum. Í gegnum tíðina hefur mér gengið mjög vel að plata fólk með mér í alls kyns vitleysu og það kom því ekki verulega á óvart að lyfjafræðingarnir fimm sem valdir voru í verkið voru liðtækir strax. Myndböndin voru ímyndarvinna félagsins fyrir lyfjafræðinga. Þau birtust á Facebook og YouTube og voru stéttinni til sóma. Við erum öll stolt af þeim og þakklát þessu hæfileikafólki sem lagði þessu lið.

Texti: Börkur Gunnarsson Myndir: Úr einkasafni

Tímarit um lyfjafræði

21


FÉLAGIÐ

NFU fundurinn Keflavík, ágúst 2017 NFU (Nordisk Farmaceut Union) fundurinn var haldinn í 90. sinn dagana 17. – 19. ágúst 2017 í Keflavík þar sem LFÍ var gestgjafi. Þátttakendur voru 14 og þar af fjórir frá Íslandi, þ.e. Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ, Elvar Örn Kristinsson varaformaður LFÍ, Sigríður Siemsen framkvæmdastjóri LFÍ og Heimir Jón Heimisson ritstjóri TUL. Síðan síðast Undir þessum lið fer formaður hvers lyfjafræðingafélags yfir það markverðasta sem gerst hefur í starfsemi félagsins frá síðasta fundi. Danmörk (Pharmadanmark) Rikke Løvig Simonsen, formaður danska félagsins Pharmadanmark byrjaði fyrstu kynninguna. Fyrir ári síðan kynnti Rikke fyrirætlanir sínar að gera félagið sýnilegra. Miklar breytingar voru gerðar, nýtt meðlimakerfi, nýtt tölvukerfi fyrir meðlimi, kerfið sem er í notkun núna er orðið úrelt og því leitað nýrri lausna. Það má ekki lengur senda út tölvupósta á meðlimi vegna Evrópureglugerðar. Samkvæmt nýja meðlimakerfinu geta meðlimir ákveðið hvaða upplýsingar berast þeim. Nemarnir eru framtíðin og félagið hefur lagt áherslu á að ná nemum inn í félagið. Markmiðið er að ná þeim inn í félagið fyrir útskrift en nemarnir borga engin meðlimagjöld. Félagið er að miða að samvinnu með sjúklingasamtökum þar sem unnið er að fræðsluefni fyrir sjúklinga sem væri ekki mjög sérhæft heldur notendavænar upplýsingar eða „Normal basic pharmacy 101“. Hugmyndin byrjaði þar sem félagið heimsótti sjúklingasamtök og þau

22

Tímarit um lyfjafræði

fengu það á tilfinninguna að lyf væru ekki í brennidepli en væru bara hluti af heildarmyndinni. Markmiðið er að kynna betur fyrir sjúklingum aðgengilegar upplýsingar, hvernig á að taka lyfið, geymsluskilyrði og þess háttar. Mörg sjúklingasamtök hafa sýnt þessu áhuga, en það er ekki alveg ljóst hvernig þetta verður útfært. Líklega mun þetta verða uppsett þannig að sjúklingasamtökin greiða fyrir skilti og auglýsingar en lyfjafræðileg umsjá apóteka mun vera gjaldfrjáls. Rikke nefndi að Pharmadanmark væri að íhuga breytingar á nafni félagsins því það líkist of mikið fyrirtækjanafni, en það eru margar hindranir að breyta heitinu. Hvert er hlutverk félagsins í framtíðinni varðandi öryggi meðlima á atvinnumarkaði? Hver verður tilgangur félagsins í framtíðinni? Hvernig mun félagið breytast eftir þörfum meðlima sinna? Rikke leitar svara við þessum spurningum. Það kom upp umræða um hvort það ætti að hafa NFU fundinn í júní eða júlí eða jafnvel nær FIP ráðstefnunni vegna árekstra við aðra viðburði hjá norðurlandafélögunum. Þetta hefur verið rætt oft áður, en ekki náðst niðurstaða. Svíþjóð (Sveriges Farmaceuter) Formaður sænska lyfjafræðingafélagsins, Kristina Fritjofsson, gerði grein fyrir því helsta hjá sænska félaginu. Verkefnið „Koll på Läkemedel“ sýndi jákvæða þróun í notkun lyfja hjá öldruðum yfir 80 ára sem nota lyf sem ekki eru við hæfi þessa aldurshóps. Lyfjafræðingar frá löndum utan EES

geta þreytt nýtt námskeið ásamt stöðuprófi til að eiga kost á að sækja um starfsleyfi í Svíþjóð. Stöðuprófið var fyrst haldið vorið 2017 þar sem einungis 7 aðilar stóðust prófið. Prófið hlaut mikla gagnrýni frá erlendum lyfjafræðingum fyrir að vera of þungt og kvörtuðu þeir til yfirvalda sem sjá um prófið (Socialstyrelsen). Alls bárust 106 kvartanir. Sænska félagið gerði í fyrsta sinn könnun á starfsumhverfi lyfjafræðinga í apótekum og líðan þeirra í starfi. Könnun var send út í lok árs 2016 og bárust svör frá 1.339 félagsmönnum. Eftirfarandi voru helstu niðurstöður: »» 20% fannst að möguleikar sínir við að sinna ábyrgð sinni sem lyfjafræðingar væru takmarkaðir. »» 28% svaraði að þeir starfi mestmegnis sem eini lyfjafræðingur apóteksins. »» 34% svaraði að það væri aldrei eða mjög sjaldan tækifæri fyrir pásur, kaffi eða fullt hádegishlé. »» 40% finnst fyrirtækið sitt ekki taka ábyrgð á mönnun apóteksins. »» 49% óttast mistök við afgreiðslu lyfseðla vegna álags. »» 54% taka ekki þátt í að skipuleggja eigin vinnutíma. »» 68% upplifa mikla streitu í starfi sínu. »» 69% svara að það sé ekki svigrúm fyrir veikindi, frí eða fæðingarorlof. »» 72% upplifir takmarkaða eða mjög takmarkaða möguleika á því að hafa áhrif á vinnuskilyrði sín. »» 73% svaraði að vinnuálagið þeirra sé mikið eða mjög hátt.


FÉLAGIÐ

Könnunin bendir til þess að vandamál séu yfirvofandi. Streita í starfi og veikleikar í starfsumhverfi geti leitt til hættu fyrir sjúklinga. Áhugaverð könnun, en hér er slóðin á hana: http://www.sverigesfarmaceuter. se/globalassets/2-dokument/a.pdf Finnland (Farmasialiitto) Formaður finnska lyfjafræðingafélagsins, Kirsi Kvarnström, gerði grein fyrir því helsta hjá finnska félaginu. Finnska lyfjafræðingafélagið fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 13. maí 2017. Fjöldi meðlima jókst um 12 milli 2015 og 2016, en heildarfjöldi meðlima í lok árs 2016 var 7.909. Þróun launa hefur verið mjög hæg í Finnlandi undanfarin ár en það er mikill þrýstingur að breytingar verði þar á þar sem þjóðarbú Finna stendur betur nú en áður. Mikil eftirspurn hefur verið eftir starfsferilsþjónustu félagsins (e. Career services) en félagið aðstoðar meðlimi sína við t.d. atvinnuleit og hvert skuli leita eftir menntun og endurmenntun. Meðlimir geta nálgast fræðsluefni á vef félagsins sem og rafræna kúrsa, en félagið bjó til nýja heimasíðu í byrjun árs 2017. Félagið útbjó einnig „Survivor“ leiðbeiningar fyrir lyfjafræðinema en þær eiga að hjálpa þeim að undirbúa sig fyrir atvinnulífið. Í lok árs 2017 verða breytingar hjá finnska félaginu þar sem kosin verður ný stjórn og nýr formaður. Noregur (Norges Farmaceutiske Forening) Nýskipaður formaður norska lyfjafræðingafélagsins, Rønnaug Larsen, gerði grein fyrir því helsta hjá norska félaginu, en Rønnaug tók við formannsstöðunni þann 1. janúar

2017 af Tove Ytterbø sem hafði gegnt stöðunni í 8 ár. Rønnaug byrjaði á því að fara yfir lykiltölur ársins. Þann 2. janúar 2017 var fjöldi meðlima félagsins 3.688. Heildarfjöldi meðlima jókst um 265 meðlimi frá talningu fyrir 2015. Heildarfjöldi lyfjafræðinga með gilt starfsleyfi er 6561 (talið 31. desember 2016) þar af eru 29% lyfjafræðinga með upprunalegt leyfi sitt frá öðrum löndum. Starfsleyfi lyfjafræðinga fyrnist við 80 ára aldur. Fjöldi apóteka eykst jafnt og þétt, en í desember 2016 voru apótekin 868 og þar af 32 sjúkrahúsapótek. Norðmenn berjast enn við skort á lyfjafræðingum en í hverjum mánuði eru auglýstar á bilinu 65 til 80 lausar stöður. Norska félagið lagði mikla áherslu á stafræna nærveru sína árið 2016 en félagið er með 2.600 fylgjendur á Facebook síðu sinni. Þessi fjöldi er árangur erfiðis en félagið kappkostar að birta fræðsluefni, greinar og myndbönd fyrir meðlimi sína sem og notar síðuna til að auglýsa fræðslufundi. Bólusetningar í apótekum eru heit umræða í Noregi, en spurningin er hver á að gefa bóluefnið og hver ber ábyrgðina? Það eru spennandi tímar framundan. Ísland (LFÍ) Formaður íslenska lyfjafræðingafélagsins, Lóa María Magnúsdóttir, gerði grein fyrir því helsta í starfsemi íslenska félagsins.

fengið enn einn heilbrigðisráðherra. Vinnan við Lyfjastefnu 2022 og endurskoðun Lyfjalaganna (1994) er því enn í gangi. Þetta ár hefur verið töluverð umræða í fjölmiðlum um lausasölulyf og hvort á að selja þau í almennum verslunum eða ekki. Í dag eru lausasölulyf eingöngu seld í apótekum nema flúorlyf og sum nikótínlyf. Ný lyf á markað Stöðug umfjöllun hefur verið í gangi í fjölmiðlum um ný lyf við flóknum sjúkdómum og í flóknar meðferðir og hvort þau verði á markaði á Íslandi eða ekki. Á Íslandi eru töluvert færri ný lyf á markaði en á hinum Norðurlöndunum. Heilbrigðisráðherrann lofaði snemma á þessu ári að skoða þetta mál og í júlí 2017 var skipuð nefnd til að kanna hvernig tryggja mætti fjármagn fyrir nýjum lyfjum. Nefndarmenn voru skipaðir af heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra. Virkir félagar LFÍ eru (í mars 2017) 424 sem er sami fjöldi og í fyrra. Haldnir voru 2 fyrirlestrar á fundinum fyrir gesti. Sigurður Ólafsson læknir og Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir verkefnastjóri kynntu meðferðarátakið gegn lifrarbólgu C á Íslandi. Pétur S. Gunnarsson klínískur lyfjafræðingur hélt fyrirlestur um nýja klíníska lyfjafræðinámið á Landspítalanum. Fyrirlestrarnir vöktu mikla lukku og sköpuðust skemmtilegar umræður meðal gesta eftir þá.

LFÍ og stjórnmál í landinu Eftir stjórnmálakreppu 2016 vegna Panama-skjalanna voru haldnar Alþingiskosningar hér á landi í október 2016. Ný ríkisstjórn var þó ekki mynduð fyrr en í janúar 2017. Við höfum því

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

Frú Ragnheiður og hugleiðingar lyfjafræðings um skaðaminnkun Íris Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur og sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði síðan 2012 Frú Ragnheiður Fyrir þá sem ekki vita þá er Frú Ragnheiður verkefni á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Verkefnið samanstendur af sérinnréttuðum sendiferðabíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið alla daga nema laugardaga á milli kl. 18-21. Ekinn er fyrirfram skilgreindur hringur en einnig er hægt að hringja í farsíma sem alltaf er meðferðis og óska eftir að hitta okkur hvar sem er innan höfuðborgarsvæðisins. Innanborðs í bílnum eru oftast þrír sjálfboðaliðar; bílstjóri, hjúkrunarfræðingur eða læknir og þriðji sjálfboðaliðinn. Þriðji sjálfboðaliðinn er oft með félagslega menntun á bakinu eða einstaklingur sem hefur áhuga á að sinna skaðaminnkandi starfi. Þar sem oftast næst að manna vaktina í Frú Ragnheiði með heilbrigðismenntuðum einstaklingi er alls kyns heilbrigðisaðstoð í boði fyrir skjólstæðinga sem eru með minni háttar kvilla og vilja síður þurfa að leita á heilsugæslu eða spítalann. Þeir geta fengið aðhlynningu að sárum, umbúðaskipti, saumatöku, blóðþrýstingsmælingu og almenna ráðgjöf um heilbrigði ef þess er óskað. Nálaskiptiþjónustan er síðan stærsti hluti verkefnisins og er bíllinn því oft kallaður „sprautubíllinn“. Þangað geta einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð komið og fengið mikið magn af hreinum búnaði eins og nálum, sprautum, ílátum til að vinna efnin í, bómul, sprittklútum, stösum, nálaboxum og fleiru. Allt til að gera sprautunotkunina öruggari, draga úr sýkingum á stungustöðum og draga úr líkum á smiti á milli einstaklinga á HIV eða lifrarbólgu. Stór hópur skjólstæðinga okkar er mjög meðvitaður um smithættu og passar að vera alltaf

24

Tímarit um lyfjafræði

með hreinan búnað fyrir sig og auka búnað hjá sér til að bjóða öðrum notendum sem ekki eru með búnað. Í bílnum er einnig smá næring til að koma þeim svöngu yfir versta hjallann. Stundum fáum við mat gefins sem við getum gefið á vaktinni og þá er mikil hamingja. Skaðaminnkun Skaðaminnkunarhugtakið felur í sér að koma til móts við einstaklinga sem nota lögleg eða ólögleg vímuefni á þeim stað sem þeir eru í dag. Skaðaminnkun felst í að reyna að lágmarka skaðann sem hlýst af notkuninni án þess að reyna að fá einstaklinginn til að hætta að nota efnin. Með því að gefa hreinan búnað eru minni líkur á sýkingum og smiti sem minnkar álag á heilbrigðiskerfið og fækkar dýrum lyfjameðferðum. Helstu markmið skaðaminnkunar er að bæta lífsgæði og heilsu einstaklinganna. Á þeim átta árum sem Frú Ragnheiður hefur verið starfrækt hefur skjólstæðingum hennar fjölgað jafnt og þétt án þess að nýgengi í hóp þeirra sem nota vímuefnin hafi aukist. Skjólstæðingarnir eru farnir að treysta þjónustunni betur og mæla með henni

innan hópsins svo verkefnið er farið að ná til mjög stórs hluta þeirra sem sprauta vímuefnum í æð. Okkur langar mikið að stækka skaðaminnkandi þjónustuna. Meðal þess sem okkur langar að sjá er nálaskiptiþjónusta í fangelsum landsins þar sem fangar eiga erfitt með að fá hreinan búnað fyrir efnin sem þeir ná að redda sér. Þeir nota því sömu nálarnar og sprauturnar aftur og aftur og deila þeim með öðrum. Þetta eykur mjög hættu á sýkingum og smiti. Þó að notkun vímuefna sé ekki leyfð í fangelsum þá er hún samt til staðar og gæti verið öruggari ef það væri hreinn búnaður í boði. Annað sem okkur langar að sjá eru svokölluð neyslurými. Engin úrræði eru starfrækt hér á landi sem gefa einstaklingum kost á stað sem þeir geta komið og sprautað vímuefnum í æð. Þar af leiðandi þurfa heimilislausir einstaklingar eða þeir sem eru á vergangi að finna sér aðra staði, svo sem almenningssalerni,bílakjallara og stigaganga. Á flestum þessara staða eiga þau í hættu á að einhver gangi inná þau og sjái þau sprauta sig. Til að forðast


FRÆÐIN

það reyna þau að vera eins fljót og þau geta að sprauta sig og hitta því oft illa á æðarnar, sprauta framhjá og misreikna jafnvel skammtinn þar sem asinn var of mikill á vondum stað. Meiri líkur eru á að notaði búnaðurinn sé skilinn eftir á glámbekk þar sem einstaklingurinn var að flýta sér of mikið. Ef til væri rými þar sem einstaklingarnir gætu komið, verið í friði, í hita, góðri lýsingu, hreinu umhverfi og jafnvel með fólk á staðnum sem gæti leiðbeint þeim til að nota efnin á öruggari hátt væri hægt að draga úr hættu á sýkingum, smiti, of stórum skömmtum og fleiru. „Læknadóp“ vs. ólögleg vímuefni L æ k n a r, lyfjafræðingar og heilbrigðisstarfsfólk eru í eilífu stríði við einstaklinga sem misnota lyf og vímuefni og reyna að takmarka aðgengi þeirra að efnunum. Á Íslandi er hið svokallaða „læknadóp“ mikið notað af einstaklingum sem sprauta lyfjum í æð. Einstaklingar sem eru veikir fyrir og þurfa á lyfjunum að halda ná að verða sér úti um auka skammt af lyfjum með ýmsum hætti. Í framhaldinu geta þeir þá selt lyfin á svörtum markaði. Þessi starfsemi er eðlilega mjög umdeild innan heilbrigðisgeirans. Lyfjagagnagrunnur Embætti landlæknis hefur verið starfræktur frá árinu 2005. Árið 2012 voru gerðar breytingar á lyfjalögum sem heimiluðu læknum að fá aðgang að lyfjasögu sjúklinga sinna. Þar fá þeir að sjá allar upplýsingar um afgreidd lyf og grunnurinn var uppfærður á tveggja vikna fresti. Nýlega

hefur Embætti landlæknis byggt upp nýjan lyfjagagnagrunn sem uppfærður er í rauntíma. Með breytingunni árið 2012 gafst læknum loks kostur á að sjá hvort skjólstæðingar þeirra væru að fá lyf frá öðrum læknum. Þetta var mikil bragabót fyrir lækna þar sem nú gátu þeir komið upp um skjólstæðinga þeirra sem höfðu verið að fá ávísað meira af lyfjum en læknarnir höfðu vitað af. Þessi breyting hafði mikil áhrif á þá sem höfðu verið að fá mörg lyf frá mörgum læknum og höfðu þeir í framhaldinu minna aðgengi að lyfjum. Með þessu herta eftirliti varð aðgengi að lyfjunum mun takmarkaðra og er í dag oft mjög erfitt fyrir þá sem ekki fá lyfin uppáskrifuð frá lækni að redda sér lyfjunum. Töflurnar hafa hækkað margfalt í verði og innbrot og þjófnaður hefur aukist. Einstaklingar (oftar konur) hafa neyðst til að grípa til þess örþrifaráðs að selja líkama sinn í meira mæli til að eiga fyrir næsta skammti. Þetta er orðið mikið vandamál og hafa margir áhyggjur af þessari þróun. Þar á meðal eru þeir sem vinna hvað mest í skaðaminnkunarúrræðum. Með þessari grein er ég ekki að mæla með því að allir fái uppáskrifuð sterk verkjalyf svo að þau komist meira í umferð fyrir þá sem eru háðir þeim. En skaðinn sem hlýst af notkun vímuefna er að öllum líkindum að aukast með minnkuðu framboði og þar af leiðandi leitar fólk á önnur mið, svo sem í ólögleg vímuefni eins og heróín (sem virðist sem betur fer ekki komið í mikla umferð á Íslandi). Eðlilega er ekki til nein

töfralausn við þessu vandamáli (enda væri hún þá vonandi komin á koppinn). Eitt sem ég sé fyrir mér að gæti virkað að vissu leyti væri neyslurými sem væri á vegum ríkisins (eða þess sem gæti tekið það að sér). Einstaklingar sem eru háðir lyfjum gætu verið með einhvers konar lyfseðla fyrir vissu magni af lyfjum á dag, gætu komið og fengið t.d. 1-5 sinnum yfir daginn, fer eftir því hvers kyns fíknin væri, og fengið sinn skammt á öruggum stað, í öruggu rými. Þannig þyrftu þeir ekki að leita eftir efnum á götunni, þau gætu borgað sanngjarnt verð (jafnvel niðurgreitt af ríkinu) fyrir skammtinn og mögulega byrjað í niðurtröppun á lyfinu ef grundvöllur og vilji væri fyrir því. Einstaklingar sem væru ekki á þeim stað að geta farið úr neyslu gætu verið með viðhaldsskammt á staðnum en aðrir mögulega að minnka notkunina. Þessi grein er ekki skrifuð til að breyta heiminum. Mig langar bara að fleiri verði meðvitaðir um að það eru fleiri leiðir í boði en bara sú að takmarka aðgengi að lyfjum og vímuefnum sem geta verið misnotuð þar sem (svarti) markaðurinn mun alltaf finna leiðir til að fylla upp í gatið og þær lausnir eru oft ekki betri fyrir samfélagið. Til að draga úr misnotkun á lyfjum og vímuefnum þurfa allir í heilbrigðis- og velferðarkerfinu að leggjast á eitt og auka úrræði í boði fyrir einstaklingana sem nota efnin.

Myndir aðsendar: Rauði krossinn í Reykjavík

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

Styrkþegi Þjónustumat á klínískri krabbameinslyfjafræðiþjónustu á göngudeild krabbameina á spítalanum Charing Cross Hospital

Höfundur við útskrift

Árið 2015 ákváðum við fjölskyldan að flytja búferlum til Lundúnaborgar. Ég hóf mastersnám í klínískri lyfjafræði við University College London. Við áttum dásamlegt ár þar sem við nutum okkur í botn enda London uppfull af ævintýrum. Með mér í bekk var fólk frá öllum heimshornum og það er óhætt að segja að sá fjölbreytti bakgrunnur sem nemendurnir höfðu hafi víkkað sjóndeildarhring minn til muna. Verkkennslan fór fram á Imperial College Healthcare NHS Trust sem er ein allra stærsta eining NHS í Englandi og samanstendur af fimm spítölum; Charing Cross Hospital, Hammersmith Hospital, Queen Charlotte’s and Chelsea Hospital, St. Mary’s Hospital og Western Eye Hospital. Ég fékk að sjá og upplifa ótrúlegustu atburði í tengslum við sjúklinga og þeirra meðferðir á þessum tiltölulega stutta tíma. Lokaverkefnið mitt vann ég á göngudeild krabbameina fyrir sjúklinga sem fengu krabbameinslyf um munn en ekki í æð. Hér að neðan fylgir stuttleg samantekt á verkefninu mínu. Inngangur Krabbamein er leiðandi dánarorsök um allan heim. Dauðsföll vegna

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala

krabbameins voru 8,2 milljónir eða 13% af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2012 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálstofnuninni (WHO). Því er spáð að nýgengi krabbameins eigi eftir að vaxa um 70% á næstu tveimur áratugum (WHO, 2013).

(IHI, 2016). Krabbameinslyf um munn eru notuð í heimahúsum sem hefur í för með sér nýjar áskoranir varðandi eftirlit, milliverkanir og meðferðarfylgni sem allt hefur áhrif á árangur meðferðar og geta leitt til lyfjavillna (Ribed et al., 2016).

Á síðustu árum hafa krabbameinslyf í sívaxandi mæli verið að þróast frá því að vera lyf til gjafar í æð yfir í lyf til inntöku um munn. Notkun krabbameinslyfja til inntöku um munn hefur stóraukist og áætlað er að um 25% af þeim krabbameinslyfjum sem nú eru í þróun séu lyf til inntöku um munn (Shah et al., 2016). Þessi breyting er knúin áfram af þeim kostum sem lyf til inntöku um munn hafa fram yfir stungulyfin, þar sem inntaka um munn eykur sjálfstæði sjúklinga og þægindi. Enn fremur er komið í veg fyrir ýmsa áhættuþætti og aukaverkanir af völdum krabbameinslyfjameðferðar í æð, svo sem þegar krabbameinslyf fara út fyrir æð og upp koma sýkingar vegna lyfjagjafa í æð (Bourmaud et al., 2014). Krabbameinslyf um munn eru álíka áhættusöm og stungulyfin og “Institute of Healthcare Improvement” skilgreinir þau sem lyf sem fylgir mikil áhætta

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta áhrif klínískrar lyfjafræðiþjónustu á göngudeildum krabbameina, þá sérstaklega þegar um er að ræða krabbameinslyf til inntöku um munn. Þessari rannsókn var ætlað að kanna áhrif klínískrar lyfjafræðiþjónustu á göngudeild krabbameina á Charing Cross Hospital, þar sem eingöngu voru gefin krabbameinslyf um munn.

Við mæðgur fyrir frama UCL School of Pharmacy

26

Tímarit um lyfjafræði

Aðferðir Rannsóknin samanstóð af tveimur könnunum sem voru gerðar til að greina þjónustu klínísks lyfjafræðings sem hóf störf í janúar 2016 á krabbameinsdeildinni og meta áhrif þjónustunnar. Annars vegar var gerð könnun meðal sjúklinga sem fengu krabbameinslyf um munn á deildinni. Hins vegar var gerð könnun meðal heilbrigðisstarfsfólks sem vann á deildinni. Engum persónugreinanlegum

Fjölskyldan í Regent’s Park þar sem við bjuggum


FRÆÐIN 7 (mjög ánægð/ur) var hæsta einkunn og 1 (mjög óánægð/ur) var lægsta einkunn. Af 7 stigum mögulegum fékk þjónustan 6,7 stig hjá báðum hópum. Sjúklingar greindu frá aukinni þekkingu á lyfjunum sem þeir tóku eftir samtal við lyfjafræðinginn. Heilbrigðisstarfsfólk fór eftir öllum ráðleggingum klíníska lyfjafræðingsins. Ályktanir

Fjölskyldan fyrir framan heimili okkar á York Terrace East

upplýsingum um sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólk var safnað og ekki var hægt að rekja svör til svarenda. Niðurstöður Ánægja með klínísku lyfjafræðiþjónustuna reyndist mjög mikil, bæði á meðal sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Meðaltalseinkunn var reiknuð út til að meta ánægju beggja hópa út frá öllum spurningunum þar sem

Í Bretlandi leika klínískir krabbameinslyfjafræðingar stórt hlutverk í meðferð krabbameinssjúklinga. Jákvæðar niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að þjónustan hefði jákvæð áhrif á meðferð sjúklinga sem fengu krabbameinslyf um munn á deildinni. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk mátu þjónustuna mikils. Klíníski lyfjafræðingurinn reyndist mikilvæg uppspretta upplýsinga til annarra meðlima þverfaglega teymisins og jók skilvirkni þess. Úr niðurstöðunum mátti lesa ákall um aukna ábyrgð lyfjafræðingsins, t.d. í ávísun lyfja. Þ rátt fy rir að n iðurs töður rannsóknarinnar hafi verið jákvæðar á alla vegu, þá er ekki hægt að draga

almennar ályktanir út frá þeim þar sem að rannsóknin var eingöngu gerð á einni deild þar sem tiltölulega fáir sjúklingar, sem nutu þjónustu eins lyfjafræðings, voru til rannsóknar. Heimildaskrá Bourmaud, A., Pacaut, C., Melis, A., Tinquaut, F., Magne, N., Merrouche, Y. and Chauvin, F., 2014. Is oral chemotherapy prescription safe for patients? A crosssectional survey. Annals of Oncology, 25(2), pp.500–504. Institute for Healthcare Improvement (2016). High-Alert Medication Safety. [online] Ihi.org. Available at: http:// www.ihi.org/topics/highalertmedicationsafety/ [Accessed 6 Jul. 2016]. Shah, N., Casella, E., Capozzi, D., McGettigan, S., Gangadhar, T., Schuchter, L. and Myers, J. (2016). Improving the safety of oral chemotherapy at an academic medical center. Journal of Oncology Practice, 12(1), pp.e71–e76. Ribed, A., Romero-Jiménez, R., Escudero-Vilaplana, V., Iglesias-Peinado, I., Herranz-Alonso, A., Codina, C. and Sanjurjo-Sáez, M., 2015. Pharmaceutical care program for onco-hematologic outpatients: safety, efficiency and patient satisfaction. International Journal of Clinical Pharmacy, 38(2), pp.280–288. World Health Organization, 2013. Global Health Estimates Summary Tables: Projection of Deaths by Cause, Age and Sex. [online] Available at: http://www.who.int/healthinfo/ global_burden_disease/projections/en/ [Accessed 18 May 2016]. World Health Organization, 2015. Cancer. [online] Available at: http://www.who.int/mediacentre/ factsheets/fs297/en/ [Accessed 18 Jul. 2016].

Lyngonia — áhrifarík meðferð án sýklalyfja Lyngonia er notað við vægum endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum og verkar m.a. á brunatilfinningu og aukin þvaglát.

Notkun Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag. Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en í 1 viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga, eða versna við notkun Lyngonia,

Lyngonia er fyrsta skráða jurtalyfið á Íslandi og er unnið úr sortulyngslaufi. Fæst án lyfseðils í flestum apótekum.

Sjá meira á florealis.is

skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


FRÆÐIN Pamela Logan MPSI, Director of Pharmacy Services, IPU

Mat á þjónustu apóteka við inflúensubólusetningar 2017/18 verður sjöunda tímabilið sem írskir apótekslyfjafræðingar taka þátt í átaki heilbrigðisyfirvalda, HSE (Health Service Executive), þar í landi um bólusetningar gegn árstíðabundinni inflúensu. Í grein þessari leggur Pamela Logan framkvæmdastjóri Pharmacy Services hjá félagi írskra apótekslyfjafræðinga, IPU (Irish Pharmacy Union), mat á þjónustu apótekanna við inflúensubólusetningar og skoðar aðrar bólusetningar sem gætu hentað til gjafar í apótekum.

Taka verður árstíðabundna inflúensu alvarlega. Á hverju ári sýkjast um 10% Evrópubúa og fylgikvillar inflúensu eru orsök hundruða þúsunda sjúkrahúsinnlagna í allri Evrópu. Aldraðir, ung börn og langveikt fólk líður mest fyrir, en allir eru í hættu á að fá alvarlega fylgikvilla – þar á meðal lungnabólgu, hjartavöðvabólgu og heilabólgu – sem geta leitt til dauða. Flensubólusetningar apótekum

í

írskum

Á Írlandi heldur þjónusta apóteka við inflúensubólusetningar áfram að vaxa. Eins og sýnt er í mynd 1 eykst fjöldi sjúklinga sem bólusettir eru í apótekum ár frá ári, og tímabilið 2016/2017 voru samtals 78.935 bólusettir í apótekunum 762 sem veittu þjónustuna. Þetta er aukning um 26% frá árinu áður. Flensubólusetningar í apótekum eru núna um 10% af öllum flensubólusetningum. Flensubólusetningar í Evrópusambandinu Árið 2009 mælti Evrópusambandsráðið með því að aðildarríki þess ættu að ná umfangshlutfalli bólusetninga 75% tímabilið 2014/2015 fyrir fólk 65 ára og eldri, fólk með langvinna sjúkdóma, þungaðar konur og ung börn og einnig að bæta þyrfti bólusetningar meðal heilbrigðisstarfsfólks. Samt sem áður hafa einungis Holland og Bretland náð 75% markinu hjá öldruðum (mynd 2).

28

Tímarit um lyfjafræði

Mjög fá aðildarríki skrá umfangshlutfall bólusetninga fyrir sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Endurgjöf sjúklinga um bólusetningar í apótekinu Í mars 2016 birti Lyfjafræðingafélag Írlands, PSI (Pharmaceutical Society of Ireland), niðurstöður könnunar á endurgjöf sjúklinga um bólusetningar í apótekinu. • 84% svarenda sagðist hafa áður fengið flensubólusetningu. Nærri þriðjungur svarenda sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem þeir fengu flensubólusetninguna í apóteki. • 19 af hverjum 20 sögðust vera mjög ánægðir með hve miklar upplýsingar þeir fengu þegar þeir voru bólusettir. • 99% sögðu að þeir myndu líklega fara aftur til lyfjafræðingsins til að fá flensubólusetninguna. • Mikil ánægja er með þjónustu apótekanna við flensubólusetningar; 79% svarenda gaf heildaránægju einkunnina 10 af 10; 93% svarenda gaf heildaránægju einkunnina 9 eða 10 af 10; 99% svarenda gaf heildaránægju einkunnina 8, 9 eða 10 af 10 • Ástæður þess að farið var í apótek til að fá flensubólusetninguna voru hentugt aðgengi (lengri opnunartími, ekki þörf á að bóka tíma o.s.frv.), traust til lyfjafræðings og kostnaður.

Á skalanum 0 til 10 settu 74% traust til lyfjafræðings sem 9 eða 10 (mikilvægasti þátturinn) við að fara í apótek til að fá bólusetninguna. Svarendur voru einnig spurðir um álit þeirra á að aðrar bólusetningar og þjónusta yrðu fáanleg í apótekinu. Sértæk dæmi voru gefin og almennt voru svörin þannig að ánægja væri með að lyfjafræðingar myndu útvíkka þá heilbrigðisþjónustu sem þeir veittu, til dæmis með bólusetningum.

1 af hverjum 6 fengu flensubólusetningu í fyrsta sinn

32%

svarenda fengu flensubólusetningu í apóteki í fyrsta sinn

68%

komu aftur í apótek til að fá flensubólusetningu


FRÆÐIN Mynd 1: Flensubólusetningar í apótekum 2011 – 2017

n 84% of respondents said Ánægja með þjónustu they had received the

Tímabil

2011/ 2012

2012/ 2013

2013/ 2014

2014/ 2015

2015/ 2016

2016/ 2017

Fjöldi flensubólusetninga

9.125

18.358

40.991

51.227

62.514

78.935

95%

Overall, almost a third indicated it was their

mjög ánægð með upplýsingagjöf pharmacy. lyfjafræðinga vegna n 19 out of every 20 bólusetninga

Mynd 2: Umfangshlutfall árstíðabundinna inflúensubólusetninga hjá öldruðum í aðildaríkjum ES/EES á inflúensutímabilunum 2011-12 og 2012-13

respondents said they

with the amount of information received at the time of vaccination.

93%

n 99% said that they would be likely svarenda gáfu to go to the

þjónustunni einkunnina 9 eða 10 af 10 vaccination again. = mjög ánægð

n Patient satisfaction with the pharmacy-

service is high; 79% of respondents rated their overall satisfaction as 10 out of 10; 93% rated overalllíklega satisfaction 9 myndi faraasaftur 10 out of 10; 99% of fá til or lyfjafræðings til að respondents rated their flensubólusetninguna overall satisfaction as either 8, 9 or 10 out of 10.

99%

Heimild: ECDC National Seasonal Influenza Vaccination Survey, mars 2014

Bólusetningar á vegum apóteks á hjúkrunarheimilum Flu vaccination

in thesendi EU IPU bréf til Ícoverage janúar 2017 In 2009, the EU Council heilbrigðisráðherra þar sem lagt recommended that Member var til að lyfjafræðingum yrði gert States should reach auðveldara að abólusetja sjúklinga coverage rate ávaccination hjúkrunarheimilum eða öðrum of 75% by 2014/15 for dvalarheimilum, sérstaklega gegn persons aged 65 years and árstíðabundinni inflúensu. Á þeim tíma older, people with chronic voru sjúkrahúsinnlagnir og faraldrar á medical conditions, pregnant women and young children, dvalarheimilum á háu stigi. Að teknu and, also, vaccination tilliti til that skorts á heimilislæknum og coverage among healthcare forspá um að ástandið muni versna, þarf workers should be improved. að grípa til aðgerða til að tryggja að allir Nevertheless, only the sjúklingar dvalarheimilum Netherlandsáand the UK have hafi greiðan aðgang að heilbrigðisstarfsfólki sem achieved the 75% target for getur gefið viðeigandi bólusetningar vaccination in older people 2) . tíma. Very few Member á(Figure réttum IPU er þeirrar skoðunar Statesþetta record vaccination að gæti og ætti að vera coverage rates for people with apótekslyfjafræðingur á þeirra svæði. chronic conditions. Bætt aðgengi og notkun bólusetninga myndi hjálpa að einhverju leyti til við Patient feedback on að minnka álag á bráðaþjónustu og pharmacy vaccination sjúkrahús. In March 2016, the

Pneumokokkasýking Pharmaceutical Society of og ristill Ireland (PSI) published the Á síðasta tímabili var lyfjafræðingum results of a survey on patient gert kleift að bólusetja gegn pneumokokkasýkingum og ristli vaccination service provided (herpes zoster). Því miður var notkunin in community pharmacies. mjög lítil, 164 voru bólusettir gegn pneumokokkasýkingum og 64 gegn IPU REVIEW SEPTEMBER 2017

ristli. Aðalástæða þess að notkun var lítil var að HSE greiðir apótekum ekki fyrir þessar bólusetningar. Á fundi með heilbrigðisráðherra á síðasta ári og í bréfi til eftirfylgni í júlí á þessu ári óskaði IPU eftir því að bólusetningar gegn pneumokokkasýkingum yrðu innifaldar í landsáætlun hjá HSE. Aðrar bólusetningar

bólusetninga fyrir alla þessa þýðishópa sem eru markhópur fyrir bólusetningu gegn árstíðabundinni inflúensu, til að auðvelda lýðheilsusamtökum að skrá árangur sinn og greina hindranir til að ná markmiðum landsins og Evrópusambandsins. Bólusetningavefgátt HSE sem lyfjafræðingar nota til að skrá allar bólusetningar sem eru gefnar, gæti myndað grunn að slíku kerfi sem styður að apótekin séu viðeigandi staður til að fá bólusetningu á.

Í desember á síðasta ári og aftur í apríl á þessu ári var tillaga send til ráðherrans um að auka úrval bólusetninga í apótekum sem lyfjafræðingar Enn eru miklir vaxtarmöguleikar fyrir hafa heimild til að útvega og gefa. þjónustu apótekanna við bólusetningar. Tillagan skoðaði allar bólusetningar HSE metur það svo að meðal aldraðra í leiðbeiningunum sem gerðar voru og einstaklinga í áhættuhópi þyrfti yfir af NIAC (National Immunisation ein milljón einstaklinga að vera bólusett Advisory Committee – ráðgjafanefnd á Írlandi. Vegna þess að þjóðin eldist og um bólusetningar í landinu) og gerði tíðni langvinnra sjúkdóma heldur áfram Ánægja með þjónustu tillögur varðandi hentugleika ákveðinna að aukast, mun þessi hópur halda áfram valinna bóluefna fyrir þjónustu apóteka að vaxa. Á meðan bíðum við enn svara við bólusetningar. frá heilbrigðisráðuneytinu við þessum Niðurstaða mismunandi tillögum til ráðherra sem taldar eru upp hér á undan. Möguleikinn á að hafa eftirlit með umfangi bólusetninga er lykilatriði í Greinin er birt með góðfúslegu leyfi öllum áætlunum um bólusetningar. höfundar en hún var upphaflega birt í Til að greina gloppur og veikleika tímaritinu IPUReview í september 2017. þurfa öll aðildarríki að endurskoða sína nálgun til að safna ítarlegri og Íslensk þýðing: Lóa María Magnúsdóttir. nákvæmari upplýsingum um umfang

Tímarit um lyfjafræði

29

17


FRÆÐIN

Styrkþegi

Af EHMTIC höfuðverkjaráðstefnu í Glasgow

Skotar hafa góðan húmor

Hvað gerðist í höfuðverkjarannsóknum árið 2016? Lárus S. Guðmundsson, lyfja- og faraldsfræðingur Undirritaður fór á ráðstefnu þar sem fjallað var um rannsóknir á höfuðverkjum. Þessi ráðstefna er samstarf Evrópsku höfuðverkja samtakanna (European Headache Federation, EHF) og Mígreni samtaka (Migraine Trust), nánar tiltekið 5th European Headache and Migraine Trust International Congress (EHMTIC) og var hún haldin í Glasgow í september 2016. Á ráðstefnunni voru ýmiskonar rannsóknir á höfuðverkjum kynntar, rannsóknir framkvæmdar á tilraunadýrum, klínískar rannsóknir framkvæmdar á sjálfboðaliðum og faraldsfræðirannsóknir. Hér verður fjallað um nokkrar valdar rannsóknir. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn velt fyrir sér hvaða verkunarmáti setur af stað mígrenikast. Það sem hefur staðið í vegi fyrir slíkum rannsóknum er að það er yfirleitt breytilegt hvenær einstaklingur fær mígrenikast og þeir sem eru í mígrenikasti eru ekkert sérstaklega fúsir til þess að fara í alls kyns mælingar á meðan á kastinu stendur. Schulte og May framkvæmdu rannsókn á einni hugrakkri manneskju sem samþykkti að taka þátt. Rannsóknin stóð yfir í einn mánuð og fór hún þannig fram að á sama tíma á hverjum degi fór þátttakandinn í segulómskoðun (functional magnetic resonance imaging, fMRI). Með þessu móti tókst þeim að kortleggja virkni heilans í þremur mígreniköstum, þar með talið undanfara kasts (prodrome) og eftirfara kast (postdromal phase). Í ljós kom að

30

Tímarit um lyfjafræði

24 tímum fyrir mígrenikast var aukin virkni í undirstúku á sama tíma og aukin virkni var í trigeminal nucleus í mænu og virknin færðist yfir í dorsal rostral pons þegar höfuðverkjahluti mígrenikastsins hófst. Þessar niðurstöður styrkja þá tilgátu að upphaf mígrenikasts megi finna í undirstúku heilans. Þrátt fyrir að þessi rannsókn sé framkvæmd á einni manneskju þá gefur kortlagning á endurteknum mígreniköstum sama einstaklings sterkar vísbendingar um verkunarmáta höfuðverkja. Það er ekki mikið um að klínískar lyfjarannsóknir séu framkvæmdar á börnum. Nýlega var framkvæmd rannsókn á fyrirbyggjandi lyfjameðferð við mígreni fyrir börn (aldur 8 til 17 ára). Rannsóknin heitir „The Childhood and Adolecent Migraine Prevention (CHAMP) Trial“ og var hún tvíblindur samanburður á Amitryptilíni, topíramati og lyfleysu. Þessi fjölsetra rannsókn var stöðvuð í miðri framkvæmd vegna þess að í reglubundnu eftirliti (interim analysis), fannst hvorki munur á fjölda mígreni daga né vanhæfni þeirra (disability) við notkun lyfjanna samanborið við lyfleysu. Þar sem lítið er um fyrirbyggjandi lyfjameðferð fyrir börn með mígreni eru klínískar prófanir eins og þessi mjög mikilvægar. Það eru ýmsar rannsóknarspurningar tengdar þessum aldurshópi eins og hvort að það þurfi að skipta þessum aldurshópi meira, vegna þess hve líkami þeirra sem eru að komast á gelgjuskeiðið er að taka miklum breytingum, til dæmis hvað

varðar hormón og efnaskipti, sem geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Ný lyfjameðferð við mígreni kemur fram of sjaldan að mati þeirra sem fást við mígreni. Lyf sem hindra verkun Calcitonin Gene Related Peptide (CGRP) hafa verið í klínískum rannsóknum í nokkur ár. Einnig er verið að gera klínískar prófanir á einstofna mótefni gegn CGRP. Nokkrir lyfjaframleiðendur eru að framkvæma þessar tilraunir og eru þær ýmist í fasa II eða III. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur og hvort lyfin komast í fasa IV (þ.e. þegar lyfin eru sett á markað undir eftirliti). Ný meðferð hefur verið í prófunum undanfarin ár og hún hefur verið metin örugg og þolist vel, það er örvun á höfði með segulsviði (Transcranial Magnetic Stimulation) TMS. Þetta er tæki, um það bil á stærð við líters mjólkurfernu, sem borið er upp að höfði svo að segulsviðsáhrif berist inn í höfuð. TMS var þróað á níunda áratug síðustu aldar og hefur til dæmis verið prófað við taugaverkjum (neuropathic pain) og tormeðhöndluðu þunglyndi. Nú er verið að prófa TMS við mígreni og á næstu árum munum við sjá hvort það gagnist sem bráðameðferð eða sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni. Vonir eru bundnar við að meðhöndlun með TMS geti dregið úr sjóntruflunum sem fylgja mígrenikasti sumra sem þjást af mígreni.


ESCP International Workshop 19–20 February 2018, Reykjavik, Iceland

E CP

European Society of Clinical Pharmacy

Early Bird Registration Deadline: 22 January 2018 www.escpweb.org

Expanding roles and opportunities for the pharmacist in optimizing use of oral cancer drugs


FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2017 Dagur lyfjafræðinnar 2017 var haldinn þann 4. nóvember sl. í veislusal Fram í Safamýrinni, þar sem u.þ.b. 100 manns mættu til að hlýða á fyrirlestra dagsins. Fundarstjóri, Pétur Magnússon, bauð gesti velkomna og setti daginn. Fyrsti fyrirlesarinn var Ófeigur T. Þorgeirsson, EMPH, sérfræðingur í almennum lyflækningum og heimilislækningum, en hans erindi hét Læknar og lyfjafræðingar – Þarf að ræða eitthvað?. Næsti fyrirlesari var Baldur Tumi Baldursson, sérfræðingur í húðlækningum en hans erindi hét Hefur enginn roð við Kerecis? Hér á eftir koma samantektir úr öðrum fyrirlestrum dagsins. Eiga væg verkjalyf í töfluformi heima í almennum verslunum? Hróðmar Jónsson, lyfjafræðingur. Rök með - standast þau skoðun? Aukinn fjöldi sölustaða og lengri opnunartími þeirra eykur aðgengi að lyfjunum og dregur þannig úr óbeinum kostnaði viðskiptavina. Fyrir týpíska íslenska fjölskyldu í stærstu þéttbýlum landsins er sá sparnaður þó óverulegur. Með skjótara aðgengi að lyfjum mætti bæta lífsgæði. Með þessu mætti koma í veg fyrir óþarfa þjáningar meðan beðið væri eftir opnun apóteks eða keyrslu í slíkt. Þetta atriði á sérstaklega við á landsbyggðinni en þar eru margar lyfjaverslanir lokaðar eftir klukkan sex á daginn, auk þess að vera lokaðar heilu og hálfu helgarnar. Aukin samkeppni ætti að leiða til lægra verðs á umræddum lyfjum. Tvö algengustu verkjalyfin á Íslandi eru ódýr. Álagning apóteka á þeim er ekki mikil og allsendis óvíst hvort almennar verslanir muni lækka verð á þeim svo um munar. Skiptar skoðanir eru um það hvort verð á lausasölulyfjum hafi lækkað í Svíþjóð eftir að þau fóru í sölu í almennum verslunum þar í landi. Þannig virðist sem heildsalar hafi hækkað verð sín þótt ríkisendurskoðun Svíþjóðar segi verð einungis hafa hækkað í takt við verðlagsþróun. Þetta fyrirkomulag tíðkast á Norðurlöndunum og eðlilegt að ekki séu þrengri reglur á Íslandi. Þess má geta að Finnland leyfir ekki heldur lausasölu lyfja í almennum verslunum. Eftir að reglunum var breytt í Noregi og Svíþjóð hefur ekki orðið söluaukning á vægum verkjalyfjum. Hér á landi yrðu eingöngu leyfðar minnstu pakkningar af vægum verkjalyfjum.

32

Tímarit um lyfjafræði

Mótrök - standast þau skoðun? Hver ber ábyrgð á sölunni? Hver á að ræða við sjúkling um mögulegar auka- og/eða milliverkanir? Lausasöluhópur Samtaka verslunar og þjónustu lét gera rannsókn á því hversu stórt hlutfall viðskiptavina fékk ráðgjöf við kaup á lausasölulyfjum. Samkvæmt henni fékk tæplega 70% viðskiptavina ekki ráðgjöf við kaupin og meirihluta þeirra fannst það ekki skipta máli. Í Svíþjóð jókst tíðni parasetamóleitrana um 40% frá 2009, þegar lyfið var sett í sölu í almennum verslunum, og fram til ársins 2015. Sem mótvægisaðgerð afturkallaði sænska lyfjastofnunin leyfi almennra verslana til að selja parasetamól í töfluformi 1. nóvember 2015. Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands er talið að rýmri reglur um sölu lausasölulyfja muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ef sama aukning yrði í fjölda parasetamóleitrana og varð í Svíþjóð er spurning hvaða jákvæðu áhrif það væru. Á síðustu árum hefur notkun parasetamóls hjá kvenmönnum á aldrinum 15-24 ára aukist í Noregi. Lyfið er oft á tíðum notað í fyrirbyggjandi tilgangi. Sala í almennum verslunum getur gefið vægum verkjalyfjum yfirbragð almennrar neysluvöru. Á íbúprófen heima í lausasölu? Almennt hefur verið talið að íbúprófen sé tiltölulega öruggt. Gunnar Gíslason hjartalæknir og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla hefur lengi rannsakað skaðsemi NSAID lyfja. Fyrr á þessu ári kom út rannsókn, sem Gunnar var meðhöfundur að, um að tengsl íbúprófens við hjartaáföll væru meiri en áður var talið og kallar hann, ásamt fleiri kollegum sínum, eftir því að íbúprófen hverfi af lausasölumarkaði. Ein af aðalröksemdafærslum hans er að með því að leyfa lyfið í lausasölu sé verið að senda út þau skilaboð að lyfið sé skaðlaust. Fleiri sölustaðir gætu leitt í för með sér aukinn eftirlitskostnað Lyfjastofnunar. Ef ákveðið verður að leyfa sölu þarf að skoða málið vandlega frá báðum hliðum og vega og meta hvort sparnaður samfélagsins vegi þyngra en mögulegur kostnaður.


FÉLAGIÐ

Vistvænar kælipakkningar úr sauðfjárull Anna María Pétursdóttir, vinnusálfræðingur og viðskiptafræðingur Flutningur lyfja Lyfjafyrirtæki í dag standa frammi fyrir auknum kostnaði vegna hlutfalls lyfja sem eyðileggjast á flutningsleið, lyf eru viðkvæm fyrir rofi í kælikeðju á flutningsleið. Kröfur um betri kælipakkningar og neikvæð umhverfisáhrif núverandi kælikerfa hafa leitt til rannsókna á möguleika þess að nýta sauðfjárull til notkunar í háþróaðar hitastýrðar kælipakkningar1. Samkvæmt FMI (Future Market Insight), alþjóðlegt rannsóknar- og ráðgjafa fyrirtæki, mun aukning verða á lyfjum sem treysta á órofna kælikeðju á flutningsleið. Tækifæri Aukinn áhugi er meðal þjóða á að leggja sig fram um að skapa atvinnutækifæri á sviði vistvænnar nýsköpunar. Vaxandi markaður er fyrir umhverfisvænar pakkningar og vistvænt flutningskerfi, þar eru mörg tækifæri við að þróa umhverfisvænar pakkningar. Markaðir fyrir umhverfisvænar vörur og þjónustu munu tvöfaldast fram til ársins 2020 þar sem markaðurinn kallar eftir slíkum lausnum samkvæmt markaðsskýrslu Smithers Pira2. Vistvænar kælipakkningar úr sauðfjárull Sauðfjárullin er eitt besta náttúruvæna einangrunarefni sem fyrir finnst. Sauðfé neytir lífræns kolefnis sem er í plöntum og umbreytir því í ull og því er sauðfé hluti af kolefnishringrás jarðar. Hátt einangrunargildi ullarinnar stafar af eðliseiginleikum hennar og af því loftrými sem hún myndar. Einnig getur ullin dregið til sín raka sem samsvarar allt að 35% af eigin þyngd án varmataps. Þróunarvinna sem Anna María Pétursdóttir hefur leitt á einangrunarfóðringum úr sauðfjárull til notkunar í kælipakkningar og fengið til liðs við sig Odda, hefur leitt af sér virka frumgerð sem mætir reglum og gæðakröfum við flutning á lyfjum. Þessi frumgerð verður þróuð áfram til fjöldaframleiðslu á komandi misserum. Samkvæmt staðli Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO er ráðlagt hitastig í flutningi viðkvæmra lyfja 2°C- 8°C innan 72 klukkustunda tímaramma3.

Sýnt hefur verið fram á að einangrunarfóðringar úr sauðfjárull halda hitastigi lengur yfir tíma4 en frauðplast. Allar niðurstöður á mælingum sem Matís hefur framkvæmt að tilstuðlan Önnu Maríu styðja við erlendar rannsóknir og því ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram að þróa kælipakkningar úr íslenskri sauðfjárull. Þessi lausn felur í sér að minna þarf af ís og/eða kæligeli á flutningsleið sem gerir það að verkum að þyngd kælipakkninga er léttari. Á allan hátt skilur þessi vistvæna kælipakkning eftir sig minna kolefnisspor og bætir við vistvænni valkostum við þær kælipakkningar sem eru notaðar eru í dag. Hér er um hagrænan ávinning að ræða m.a. vegna umhverfisáhrifa. Virk frumgerð kælipakkninga var sýnd á Sjávarútvegssýningunni á sýningarbás Odda hf. fyrr í september 2017. 1 https://www.futuremarketinsights.com/reports/temperature-controlledpharmaceutical-packaging-solutions-market-092017 2 https://www.smitherspira.com/industry-market-reports/packaging/thefuture-of-global-packaging-to-2022 3 Guidelines of 5 November 2013 on Good Distribution Practice of medicinal products for human use (Text with EEA relevance) (2013/C 343/01). 4 http://ipimediaworld.com/woolcool/

Lyfjaauðkenni ehf. - Stöndum vörð um öryggi sjúklinga Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur Fölsuð lyf geta verið lífshættuleg. Sum innihalda eiturefni á meðan önnur eru lyfleysur og jafnvel finnast lyf sem innihalda virka lyfjaefnið en í of litlum eða of miklum mæli þannig að skaði getur hlotist af. Evrópusambandið hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segir ástandið langt umfram verstu hrakspár.1) Lyfjaauðkenni ehf. (enskt heiti er The Icelandic Medicines Verification Organisation (ICEMVO)), er nýtt félag sem stofnað er til að standa vörð um öryggi íslenskra sjúklinga gagnvart þeirri vá sem stafar af fölsuðum lyfjum. Tilgangur Lyfjaauðkennis ehf. er að koma á fót og reka innlent auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf sem uppfyllir kröfur nýrrar tilskipunar og reglugerðar Evrópusambandsins. Félagið var stofnsett í maí 2017 af markaðsleyfishöfum og fulltrúum þeirra á Íslandi og þeim aðilum sem starfa að dreifingu og afhendingu lyfja á Íslandi. Framkvæmdastjóri er Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur. Lyfjaauðkenni ehf. verður ekki rekið í hagnaðarskyni en kostnaður við starfsemi félagsins verður greiddur af lyfjaframleiðendum.

Tímarit um lyfjafræði

33


FÉLAGIÐ

Fundargestir fylgjast með af athygli.

Markmið hins nýja kerfis er að tryggja öryggi sjúklinga, þannig að allir þeir sem leita til eða eiga samskipti við framleiðendur lyfja, heildsala eða apótek, þ.e. aðila innan aðfangakeðju lyfja, geti treyst gæðum þeirra lyfja sem þeir fá afhent. Þegar þessar breytingar taka gildi í febrúar 2019, verður til miðlægt gagnavinnslu- og samskiptakerfi fyrir lyf í Evrópu (Evrópugáttin) sem tengir saman lyfjaauðkenniskerfi 32 ríkja. Hér á landi þurfa apótek, sjúkrahús og aðrar starfsstöðvar innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings að koma á nettengingu við gagnageymslu Lyfjaauðkennis til að geta staðfest auðkenni lyfja áður en þau eru afhent sjúklingum. Heildsölufyrirtæki sem dreifa lyfjum, þurfa einnig að tengjast gagnageymslu Lyfjaauðkennis til að geta staðfesta auðkenni þeirra lyfja sem fara um vöruhús þeirra við tilteknar aðstæður. Tenging við kerfið verður notendum að kostnaðarlausu, en tengdir aðilar þurfa sjálfir að bera kostnað af nýjum skönnum og aðlögun hugbúnaðar vegna tengingar viðkomandi við auðkenniskerfið. Lyfjaframleiðendur merkja hverja framleidda pakkningu með einkvæmu auðkenni, skrá upplýsingarnar í tvívíðu strikamerki og senda upplýsingarnar til Lyfjaauðkennis um Evrópugáttina. Ef upplýsingar um pakkninguna finnast ekki þegar lyfjafræðingur eða heildsali skannar pakkann, hvort heldur er í gagnageymslu Lyfjaauðkennis eða Evrópsku gáttinni, kemur viðvörun sem leiðir til rannsóknar á því hvort um falsað lyf sé að ræða. Lyfjaauðkenni er að leggja lokahönd á gerð samnings við erlent upplýsingatæknifyrirtæki sem mun setja upp kerfið og annast tæknilegan rekstur þess hér á landi. Þessi aðili mun standa fyrir vinnustofum með innlendum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þjónusta apótek, heildsölur og heilbrigðisstofnanir. Áætlanir gera ráð fyrir að prófanir og uppsetning auðkenniskerfisins hefist á fyrri hluta árs 2018 og að Ísland verði tengt og tilbúið fyrir auðkenningu lyfja þann 9.febrúar 2019. Heimildir: http://www.falsanir.is/falsanir/fors_lyf. Sótt 7.nóvember 2017

34

Tímarit um lyfjafræði

Hákon Hrafn Sigurðsson, forseti Lyfjafræðideildar, Selma Dögg Magnúsdóttir (1. ár), Sigurður Hrannar Sveinsson (MS próf) og Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Samskipti lyfjafræðinga við sjúklinga: Hvernig er samskiptaþjálfun í lyfjafræðinámi á Norðurlöndunum og hvað segja lögin? Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur, dósent við Oslóarháskóla Inngangur: Í viðtalsrannsókn um viðhorf norskra apótekslyfjafræðinga hafði komið í ljós að lyfjafræðingarnir töldu kringumstæður varna því að þeir gætu þróað hlutverk sitt. Spurningar vöknuðu um laga- og reglugerðarammann og framkvæmd hans, hugsanleg göt í menntun og þjálfun lyfjafræðinga og áherslur eigenda og annarra sem málið varðaði. Sænskur doktorsnemi og íslenskur aðalleiðbeinandi við Oslóarháskóla og sænskur meðleiðbeinandi við Kaupmannahafnarháskóla ákváðu að beina sjónum að Norðurlöndunum öllum, hvað varðar samskiptakennslu og –þjálfun lyfjafræðinema og hvað varðar laga- og reglugerðaramma og hvata og eftirfylgni frá hálfu opinberra aðila. Aðferðir: Kannað var með spurningalistum hvað stjórnendur lyfjafræðináms og ábyrgðarmenn einstakra kúrsa segðu um kennsluna og þjálfunina sem og hvernig þau mál horfðu við nemendum sem lokið höfðu þessum þætti námsins. Einnig var skoðað hvaða þættir tengdust og/eða mótuðu afstöðu nemenda. Umfangsmiklar tölfræðilegar greiningar voru gerðar á svörunum. Eigindleg greining var gerð á öllu skriflegu um stefnu stjórnvalda, sérfróðir í hverju landi fengnir til að skoða hvort allt skriflegt sem hefði vægi væri með, og í tölvupóstog símasamskiptum við eftirlitsstofnanir var kortlagt hvernig eftirlitinu væri háttað. Niðurstöður: Svör stjórnenda og ábyrgðarmanna kúrsa fengust frá 11 skólum úr 29 kúrsum, sem gaf 100% svörun. Þjálfunin reyndist í öllum tilvikum vera seint í náminu, kúrsafjöldi var 1-5 og þjálfun leidd af kennara 6-92 stundir, breytilegt frá einum skóla til annars. Í 17 af 26 kúrsum höfðu kennarar samskiptanám að baki. Flestir notuðu fyrirlestraform og fáir nýrri aðferðir með virkjun nema. Ábyrgðarmenn kúrsa óskuðu lengri kúrsa, meiri hagnýtrar þjálfunar, betri leiða til að tengja samskiptakenningar við þjálfun í praxis og töldu árangursmat erfitt. Meirihluti nema taldi sig hvorki hafa fengið næga teoretíska kennslu (60%), næga þjálfun (65%) né næga endurgjöf (89%) auk þess sem 80% töldu samskiptafærni sína ráðast af persónuleika. Nemar sem fengið höfðu þjálfun með nýrri aðferðum töldu sig frekar


FÉLAGIÐ

Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ, Þorsteinn Loftsson og Hanna Lilja Guðleifsdóttir eiginkona Þorsteins.

hafa fengið næga þjálfun og töldu frekar skólann eiga þátt í samskiptafærninni. Nemarnir höfðu almennt jákvæða afstöðu til kennslu/þjálfunar í samskiptafærni, - kvenkyns nemendur jákvæðari en karlkyns og nemar sem töldu sig þurfa að auka færnina jákvæðari en hinir. Þeir sem töldu persónuleikann ráða voru neikvæðari. Lagaramminn var alls staðar víður og tók alls staðar á réttindum sjúklinga. Alls staðar var á reiki hvort lyfjafræðingar gætu skráð í sjúkraskrá og á Íslandi var krafa um viðtalsherbergi. Fjárhagslegir hvatar voru álagningin og í Danmörku og Noregi einnig einhverjar gerðir greiddrar þjónustu. Eftirlit snéri alls staðar að því að til væru vinnuvenjur um upplýsingagjöf og samskipti en í Finnlandi snéri eftirlit eitthvað að ferlinu sjálfu. Ábendingar byggðar á niðurstöðunum: Leggja ætti áherslu á valdeflingu og kenningar um aðferðir til að móta hegðun. Þetta á við í kennslu, í þjálfun og í rannsóknum á samskiptum. Skoða ætti sértæk samskiptamódel og –aðferðir út frá afdrifum sjúklinga. Leggja ætti meiri áherslu á samskiptaþjálfun, því hún eru nauðsynleg fyrir árangursrík lyfjafræðings-sjúklings samskipti og fyrir nýrri módel í apótekslyfjafræði. Bera ætti saman mismunandi kennslu- og þjálfunaraðferðir með tilliti til árangurs og skilvirkni; - hvað þarf til? Og með hvaða tilkostnaði? Eitrunarmiðstöð á Íslandi Þórunn Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala Meginhlutverk Eitrunarmiðstöðvarinnar er að veita upplýsingar um eiturefni og sinna ráðgjöf um meðferð eitrana til almennings og heilbrigðisstarfsmanna. Eitrunarmiðstöðin rekur símaþjónustu allan sólarhringinn þar sem gefnar eru ráðleggingar og upplýsingar um viðbrögð við eitrunum. Þessi þjónusta er starfrækt fyrir alla landsmenn. Í mars síðastliðnum urðu breytingar á starfsemi Eitrunarmiðstöðvarinnar er miðstöðin varð hluti af starfi Sjúkrahúsapóteksins. Sérþjálfaðir lyfjafræðingar og deildarog aðstoðarlæknar bráðasviðs sjá um fyrstu svörun og ráðgjöf í eitrunarsímann. Áður var svörun alfarið í höndum unglækna á bráðasviði. Lyfjafræðingar búa yfir mjög víðtækri þekkingu sem nýtist vel á þessu sviði, því er þessi breyting frábært tækifæri fyrir stéttina og virkilega skemmtilegt og spennandi verkefni.

Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ, Ólafur Ólafsson og Hlíf Þórarinsdóttir eiginkona Ólafs.

Eitrunarmiðstöðin safnar upplýsingum um eitranir á Íslandi til að vera betur í stakk búin til að veita góða og markvissa þjónustu. Miðstöðin kemur að kennslu og rannsóknum ásamt því að taka þátt í forvarnarstarfi og samstarfi við ýmsar aðrar stofnanir. Fyrirspurnir vegna eitrana af völdum lyfja voru 50% af 934 fyrirspurnum sem bárust árið 2016 en þar nýtist sérþekking lyfjafræðinga einstaklega vel. Svörun lyfjafræðinga hefur gengið vonum framar og óskað er eftir frekari aðkomu lyfjafræðinga. Til að viðhalda áframhaldandi þjálfun lyfjafræðinga er þjálfun í klínískri eiturefnafræði hluti af starfsnámi á þriðja ári í klínískri lyfjafræði á Landspítala. Tvö meistaraverkefni, rannsóknir á sviði eitrana, eru í vetur hjá MSc nemum í lyfjafræði. Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar framundan við áframhaldandi uppbyggingu Eitrunarmiðstöðvarinnar á Íslandi. Kvölddagskráin hófst á fyrirlestri Hafrúnar Kristjánsdóttur, sálfræðings, en hann hét Liðsheild. Áhugaverður og hvetjandi fyrirlestur um hópa og einstaklinginn og hvaða þættir geta stuðlað að sterkari liðsheild hópa eins og t.d. lyfjafræðinga. Afhending viðurkenningar til lyfjafræðinema Lyfjafræðideild HÍ og Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) verðlaunuðu þá nemendur sem staðið hafa sig hvað best í náminu (hæsta meðaleinkunn eftir 1. .ár, á BS prófi og MS prófi). Selma Dögg Magnúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á 1. ári, Brynja Gunnarsdóttir fyrir árangur á BS prófi (fjarverandi) og Sigurður Hrannar Sveinsson hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á MS prófi 2017. Afhending gullmerkis LFÍ til lyfjafræðinga Í tilefni af 85 ára afmæli Lyfjafræðingafélags Íslands var Þorsteini Loftssyni prófessor veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu lyfjafræði og Ólafi Ólafssyni lyfjafræðingi veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu lyfjafræði á Íslandi og í þágu Lyfjafræðingafélags Íslands. Að formlegri dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar og skemmtiatriði fram eftir kvöldi.

Tímarit um lyfjafræði

35


FRÆÐIN Lyfjaskil – taktu til! Átaksverkefni Lyfjastofnunar Höfundar eru starfsmenn Lyfjastofnunar Brynhildur Briem eftirlitsmaður lyfjabúða Jana Rós Reynisdóttir deildarstjóri upplýsingadeildar Inngangur

• 13% losa sig aldrei við lyf

Dagana 2. – 10. mars 2017 stóð Lyfjastofnun fyrir átaksverkefninu Lyfjaskil – taktu til! með það að markmiði að:

• Tæp 70% telja sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við lyf – einungis um 55% nýta sér þann möguleika.

• Auka magn lyfja sem skilað er til eyðingar í apótekin og minnka þannig það magn lyfja sem hent er í klósett, vask eða almennt sorp

Markhópar

• Auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum

• Eldri einstaklingar. 55+ Stærsti notendahópurinn.

Boðskapur verkefnisins: Taktu til í lyfjaskápnum fyrir öryggi þitt og annarra.

Verkefnið hlaut styrk úr Fræðslusjóði LFÍ og frá velferðarráðuneytinu sem gæðaverkefni í heilbrigðisþjónustu.

• Foreldrar ungra barna. Þar sem mesta hættan er til staðar á slysum tengdum lyfjum.

Framkvæmd Verkefnið var unnið af þverfaglegum hópi starfsmanna Lyfjastofnunar í samstarfi við ýmsa aðila. Framkvæmdaratriði Helstu framkvæmdaratriði voru: • Skoðanakönnun meðal almennings fyrir og eftir átakið þar sem spurt var um förgun lyfja og geymslu þeirra á heimilum • Kannað það magn lyfja sem apótek senda til eyðingar á sambærilegu tímabili fyrir og eftir átakið Þema átaksins

• Umfjöllunarefni sent fjölmiðlum

Tilurð verkefnisins Verkefnið var unnið að fyrirmynd verkefnis sem kallast „Rydd skabet“ og var sett af stað að frumkvæði norska velferðarráðuneytisins og unnið undir forystu norsku lyfjastofnunarinnar í samstarfi við félag lyfjabúða, norska lyfjaiðnaðinn og Norsk Vann á tímabilinu nóvember 2015 -febrúar 2016. Við vinnslu verkefnisins var horft til aðstæðna á Íslandi og lét Lyfjastofnun framkvæma könnun í nóvember 2016 sem undirbúning fyrir verkefnið. Að sama skapi var litið til tölfræði frá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. Greining á framangreindum gögnum sýndi að átaksverkefni sem Lyfjaskil – taktu til! á fullan rétt á sér á Íslandi. Meðal niðurstaða sem verkefnið er byggt á eru: • Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast um 900 fyrirspurnir á ári. Meirihuti fyrirspurna varða lyfjaeitranir vegna inntöku fyrir slysni. Gögn Eitrunarmiðstöðvarinnar fyrir 2015 sýndu að fjórðungur allra fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. • Könnunin sem framkvæmd var fyrir Lyfjastofnun fyrir verkefnið gaf meðal annars til kynna að: • Innan við 7% allra aðspurðra segist geyma lyf í læstum lyfjaskáp • Um þriðjungur hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett

36

Tímarit um lyfjafræði

• Opnunarviðburður heilbrigðisráðherra

með

samstarfs-aðilum

og

• Veggspjald til upphengingar sent öllum apótekum og heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og má sjá í lok greinar. • Fræðsluefni á vef sem opnaður var í tengslum við átakið; www.lyfjaskil.is • Herferð á samfélagsmiðlum, m.a. myndbönd • Myndasamkeppni á Facebook um mynd sem tengdist þema átaksins þar sem daglega var hægt að vinna til verðlauna. Allir sem tóku þátt fóru í pott og í lok átaksins var valið um besta innleggið. Markmiðið var að fá sem flesta til að taka þátt í átakinu og dreifa þannig boðskapnum. • Myndasamkeppni í apótekum um mynd sem tengdist þema átaksins. Markmiðið var að fá apótekin til að taka þátt í verkefninu með þessum hætti og hjálpa til við að dreifa boðskapnum. Samstarfsaðilar Allir aðilar sem Lyfjastofnun leitaði samstarfs við tóku málinu vel. Eftirfarandi er listi yfir alla samstarfsaðila átaksins.


FRÆÐIN losuðu sig við þau kom í ljóst að aðeins rúmlega 81% losuðu sig við lyfin með því að skila þeim í apótek og tæplega 13% hentu þeim í rusl, vask eða klósett.

Apótek – öll apótek á Íslandi Eitrunarmiðstöð Landspítalans

Kolbeinn Guðmundsson, barnalæknir Domus Medica Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfsalahópur Samtaka verslunar og þjónustu Sjúkrahúsapótek Landspítalans Velferðarráðuneyti

Könnun meðal almennings Rannsóknarfyrirtæki á Íslandi vann könnun fyrir Lyfjastofnun fyrir og eftir átaksverkefnið þ.e. í nóvember 2016 og maí 2017. Í fyrra skiptið var spurt þriggja spurninga en í síðara skiptið var bætt við spurningu um hvort viðkomandi hafi tekið eftir átakinu Lyfjaskil – taktu til!

90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

31,80%

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

23,20%

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

68,20%

Félag atvinnurekenda

76,80%

Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?

Embætti landlæknis

Nei 2016

2017

Verklag við að losa sig við lyf

Þátttakendur voru Íslendingar af báðum kynjum á aldrinum 1875 ára af öllu landinu. Send var áminning þrisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svarað. Svarendur voru 827 í fyrri könnuninni og 910 í þeirri síðari og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.

Þeim sem skila lyfjunum í apótek til eyðingar fjölgaði um 7,7% á tímabilinu og þeim sem henda þeim í rusl, vask eða klósett fækkaði um 6,6%.

Niðurstöður

70%

Geymslustaður lyfja

60%

10%

1,90% 1,10%

20%

0,40% 0,30%

30%

13,00% 12,70%

29,60% 23,00%

40% 30,80%

29,60%

30,70%

27,70%

32,60%

33,20%

30%

55,10% 62,80%

50%

Hvar eru lyf geymd á heimili þínu? 35%

Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?

0%

25%

Skila þeim í Hendi þeim í Ég losa mig apótek rusl, vask eða ekki við lyf klósett 6,60%

15% 10%

8,80%

20%

2016

0% Í ólæstum lyfjaskáp 2016

Í læstum lyfjaskáp 2017

2017

Magn lyfja skilað til apóteka

5% Í ólæstum baðskáp

Gef öðrum Með öðrum þau hætti

Annars staðar

Eftir átakið hafði þeim sem geyma lyf í læstum lyfjaskáp fjölgað um 2,2% og þeim sem geyma lyf í ólæstum baðskáp fækkað um 0,6%. Á sama tíma fækkaði þeim sem geyma lyfin í ólæstum lyfjaskáp um 3,0%. Ýmsir staðir voru nefndir þegar svarað var að lyfin væru geymd annars staðar s.s. efsti skápur þar sem börn ná ekki til, falinn staður, kassi ofan á baðskáp, náttborðsskúffa, veskið mitt, skúffa í kryddskáp og „út um allt“. Þekking og verklag við að losa sig við lyf Þeim sem svöruðu játandi að þeir vissu hvernig væri heppilegast að losa sig við útrunnin og ónotuð lyf fjölgaði um 8,6% milli tímabila. Ef skoðað var hvernig þeir sem töldu sig vita hvernig heppilegast væri að losa sig við lyfin svöruðu svo hvernig þeir

Í byrjun júní 2017 aflaði Lyfjastofnun upplýsinga hjá apótekum um magn lyfja sem sent var til eyðingar í mars, apríl og maí sama ár. Sambærilegra upplýsinga hafði verið aflað fyrir árið 2016 áður en átakið var kynnt. Í fyrra skiptið var fyrirspurn send á öll apótek sem voru starfandi í mars, apríl og maí 2016 þ.e. 67 alls. Fimm þeirra svöruðu ekki og þeim var því sleppt í seinna skiptið og einungis sent á 62 apótek. Lyf send til eyðingar mars, apríl og maí Ártal

Magn

2016

2494 kg

2017

3045 kg

Aukning

551 kg, 22%

Það skal tekið fram að innan apótekanna var alls ekki samræmi milli ára á því magni sem sent var til eyðingar, ýmist var um aukningu eða minnkun að ræða. Sem dæmi má nefna að einn aðili hafði sent 560 kg fyrra árið en ekkert seinna árið. Annar aðili hafi ekki sent neitt fyrra árið en 53 kg seinna árið. Hér er því eingöngu horft á heildarmagn hvors árs fyrir sig.

Tímarit um lyfjafræði

37


FRÆÐIN

Sala lyfjaskápa Nokkur fyrirtæki selja lyfjaskápa á Íslandi. Sum þeirra tóku þátt í átakinu með einum eða öðrum hætti s.s. með því að bjóða afslátt af lyfjaskápum. Fyrir liggja sölutölur nokkurra þessara fyrirtækja, sem verða ekki nafngreind af augljósum ástæðum.

Sala lyfjaskápa 2016 samanborið við 2017 190

200 160 150

120

100 50

Framangreindar niðurstöður og nýjar tölur frá Eitrunarmiðstöð Landspítalans benda til að nauðsynlegt er að halda áfram að fræða almenning um mikilvægi þess að geyma lyf á öruggum stað, hvetja til tiltektar í lyfjaskápunum og skila á fyrndum lyfjum og lyfjum sem ekki er lengur not fyrir í apótek til eyðingar. Æskilegt þykir að minna reglulega á að hægt er að skila lyfjum til eyðingar í apótek. Rætt hefur verið að gagnlegt væri að árlega færi fram einhvers konar átak t.d. sameiginlegur dagur lyfjaskila með öðrum Norðurlöndum. Lyfjastofnun þakkar fyrir styrki sem veittir voru og öllum sem að átakinu komu fyrir gott samstarf.

77 45

Aftur á móti hefur þeim sem geyma lyf í læstum lyfjaskáp aðeins fjölgað um 2,2% og þeim sem segjast ekki losa sig við lyf hefur aðeins fækkað lítillega.

Ábendingar og tillögur varðandi verkefnið eru velkomnar og óskast sendar til jana@lyfjastofnun.is eða brynhildur.briem@ lyfjastofnun.is

38

0 Fyrirtæki A

Fyrirtæki B 2016

Fyrirtæki C

2017

Það skal tekið fram að fyrirtæki sem hafa lyfjaskápa til sölu selja til einstaklinga sem og fyrirtækja sem standa að nýbyggingu húsa. Ekki var sérstaklega mæld aukning á sölu lyfjaskápa vegna nýbygginga húsa. Framangreind greining gefur einungis til kynna heildaraukningu á sölu lyfjaskápa hjá framangreindum fyrirtækjum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um sölu frá öðrum fyrirtækjum.

Lyfjaskil – taktu til! ‒ Skilaðu gömlum lyfjum til eyðingar í apótek

28.03.14

Umræða

17.12.17

Náðust markmiðin? 03.06.14

Fyrir átakið hafði Lyfjastofnun sett sér mælanleg markmið 06.03.17

Náðist

Hlutfall þeirra sem skila lyfjum til apóteka hafi aukist um 5% eða meira

7,7%

Hlutfall þeirra sem henda lyfjum í klósett, vask eða almennt sorp hafi minnkað um 5% eða meira

6,6%

Hlutfall þeirra sem geymir lyf í læstum skápum hafi aukist um 5% eða meira

2,2%

Nei

Hlutfall þeirra sem losar sig ekki við lyf hafi minnkað um 1-2%

0,3%

Nei

Magn sem hefur borist apótekum til eyðingar hafi aukist um 5-10% (mars, apríl, maí borið saman við fyrra ár)

22%

Gögn frá Eitrunarmiðstöðinni sýni að fyrirspurnir vegna eitranatilvika lyfja verði færri árið 2017 en árið áður með sérstakri áherslu á börn 6 ára og yngri

Tímarit um lyfjafræði

14.11.96

LYFJASKIL.IS

Gögn liggja ekki enn fyrir

Óvíst

Ef markmið og niðurstöður eru borin saman sést að markmiðið hefur náðst hvað varðar fjölgun þeirra sem skila lyfjum til apóteka og fækkun þeirra sem henda þeim í klósett, vask eða almennt sorp. Þá hefur orðið gríðarleg aukning milli ára á magni lyfja sem apótek sendu til eyðingar í mars, apríl og maí.

38

12.05.09

20.08.15

Niðurstaða

08.01.15

Markmið

#LYFJASKIL

Átaksverkefni á vegum Lyfjastofnunar

Veggspjald átaksins

21.01.16


ný tt

nikótín

skammtapokar undir vör

Án tóbaks, með nikótíni!

hver sígaretta sem þú sleppir er sigur

Zonnic mint inniheldur nikótín. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐ

HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐ

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

APPEL BRA SYKUR

APPELSÍNUBRAGÐ SYKURLAUST


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.