Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2019

Page 1

TÍMARIT UM

LYFJAFRÆÐI 1. tbl. - 54. árg. - 2019

MÁ VERA Á BIÐSTOFUM ENGAR AUGLÝSINGAR Á LYFSEÐILSSKYLDUM LYFJUM _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

2


EFNISYFIRLIT

FÉLAGIÐ

Formannsþankar …………………………………………………………………………………

5

5, 8, 19, 22, 28

Frá Lyfjafræðisafninu ……………………………………………………………………………

6

Forsíðumyndin …………………………………………………………………………………….

7

FIP í Glasgow 2018 ……………………………………………………………………………….

8

European Society of Clinical Pharmacy, ráðstefna í Belfast ………………….

12

„Minn lærimeistari og flott fyrirmynd“ ………………………………………………..

14

Áratuga leit að réttu lausninni ber árangur ………………………………………….

16

NFU 2018, - konur við stjórnvölinn ………………………………………………………

19

Ráðstefna Evrópusamtaka kvenlyfjafræðinga ……………………………………..

22

Alþjóðleg ráðstefna um kítósan …………………………………………………………..

25

FÓLKIÐ

Ráðstefna European Society of Cardiology (ESC) um hjartabilun …………

26

14, 16

Fylgiseðlar mikið lesnir, bæði af skjá og blað ………………………………………

27

Dagur lyfjafræðinnar 2018 …………………………………………………………………

28

FRÆÐIN 6, 7, 12, 25, 26, 27

Frá ritstjóra Fæðing þessa eintaks af Tímariti um lyfjafræði hefur verið erfið. Enginn bauð sig fram í ritstjórastólinn á síðasta aðalfundi, og úr varð að sú sem þetta ritar sagðist ekki myndi skorast undan ef hún yrði kosin. Það varð niðurstaðan. Með í ritnefnd fékkst svo hópur af efnilegu fólki á öllum aldri. Þau sem fengust í þetta verk eru Bjarni Sigurðsson, Elvar Örn Viktorsson, Guðrún Indriðadóttir, Kristín Björk Eiríksdóttir, Sigríður Pálína Arnardóttir og Vigfús Guðmundsson. Ritnefnd fundaði í fyrsta og enn sem komið er eina sinn í október. Eftir fundinn var ákveðið að forsíðuna skyldi prýða mynd af plöntunni Dioscorea composita. Fljótlega kom í ljós að myndir af þessari ágætu plöntu lágu alls ekki á lausu, en eftir mikla netleit kom í ljós að ljósmyndari einn í Mexíkó átti fallegustu myndirnar sem finna mátti á veraldarvefnum. Eftir nokkra leit að netfangi mannsins tókst ritstjóra að komast í samband við hann og hann sendi þá tvær mjög góðar myndir, og gaf TUL leyfi til að nota þær. Elín Soffía skrifaði svo um plöntuna, eins og svo oft áður. Formaður skrifar pistil, gamlar uppskriftir eru á sínum stað og Lyfjastofnun segir frá lestri fylgiseðla. Sjónir beinast nokkuð að prófessorum við Háskóla Íslands í þessu blaði. Viðtal við Sveinbjörn Gizurarson birtist í blaðinu og einnig er umfjöllun um móttöku sem haldin var til heiðurs Þórdísi Kristmundsdóttur þegar hún lauk störfum hjá Háskóla Íslands. Annað efni í blaðinu er að þessu sinni einkum frásagnir af viðburðum og ráðstefnum. Þar má til dæmis nefna frásögn af kvenlyfjafræðingaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í september og frásögn af NFU fundi, sem einnig var, þegar til kom, kvennaráðstefna. Að auki eru þrjár ráðstefnugreinar frá alls fjórum félagsmönnum. Þess er vænst að minnst ein fræðigrein birtist í næsta blaði, sem og útlistun á því hvað lyfjafræðingar fá út úr því að undirgangast starfs– og námsferilsmatið sem Konunglega breska lyfjafræðingafélagið býður íslenskum lyfjafræðingum uppá. Í þessu blaði er lítilleg umfjöllun um þetta starfs– og námsferilsmat, undir almennri umfjöllun um FIP ráðstefnuna 2018. Umfjöllun um Dag lyfjafræðinnar er einnig á sínum stað. Ingunn Björnsdóttir _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

3


_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

4


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Við, lyfjafræðingar á Íslandi, vorum í sviðsljósinu á alþjóðaráðstefnu lyfjafræðinga, (FIP) síðastliðið haust en óskað var eftir því að við segðum frá samstarfi LFÍ og RPS (breska lyfjafræðingafélagsins) og þeim verkefnum sem hafa verið unnin í tengslum við það. Þessi verkefni voru nýja námið í klínískri lyfjafræði en mikla athygli vakti hve hratt gekk að koma því á laggirnar, en það er sérstaklega að þakka félagsmönnum okkar á LSH og í HÍ sem unnu frábært starf, og síðan gekkst hópur reyndari lyfjafræðinga undir mat hjá RPS og var þeim afhent barmnæla í móttöku RPS á FIP ráðstefnunni og vakti þetta mikla athygli meðal ráðstefnugesta. Mig langar alveg sérstaklega til að hrósa þeim félagsmönnum okkar sem komu að þessum verkefnum og þakka fyrir þeirra mikla framlag. Störf lyfjafræðinga og ekki síður starfsumhverfi hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Lyfjafræðingar koma við sögu mun víðar en t.d. fyrir 20 árum. Þó að við lyfjafræðingar sinnum ólíkum störfum held ég að allir lyfjafræðingar deili grunngildum þeim sem skilgreind eru í lögum Lyfjafræðingafélags Íslands um hlutverk félagsins en það er að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun, að faglegu starfi alls staðar þar sem lyf koma við sögu og að efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga. Einmitt þess vegna tel ég að allir lyfjafræðingar eigi heima í einu félagi og standi þar saman og styðji aðra lyfjafræðinga, bæði faglega og í kjaramálum. Til að halda félaginu okkar lifandi og í takt við það sem félagsmenn vilja verðum við, félagar í LFÍ, að vera tilbúin til að leggja okkar af mörkum. Nú líður að næsta aðalfundi og mig langar eindregið til að hvetja ykkur kæru félagsmenn til að bjóða ykkur fram til að starfa fyrir félagið. Það er gott tækifæri til að kynnast því sem félagið er að gera, mjög lærdómsríkt og mjög gefandi og skemmtilegt. Á aðalfundinum sem haldinn verður í mars 2019 mun öðru kjörtímabili mínu sem formaður Lyfjafræðingafélags Íslands ljúka. Áður en ég var kosin formaður 2015 hafði ég verið í stjórn félagsins sem gjaldkeri í 2 ár frá 2013. Ég hef því setið í stjórn LFÍ samfellt í 6 ár. Þessi ár hafa liðið ótrúlega hratt og verið lærdómsrík, krefjandi en líka gefandi. Skemmtilegast hefur mér fundist að kynnast nýju fólki, félagsmönnum okkar, sem hefur starfað fyrir félagið í stjórn þess, nefndum og ýmsum hópum. Mig langar til að þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegt samstarf og viðkynni og mín ósk er að Lyfjafræðingafélag Íslands haldi áfram að vaxa og dafna. Lóa María Magnúsdóttir _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

5


FRÆÐIN

Frá Lyfjafræðisafninu Fornar forskriftir Axel Sigurðsson lyfjafræðingur var einn af forvígismönnum þeirra er stofnuðu lyfjafræðisafnið. Hann var sá er helst var leitað til varðandi sögu lyfjafræðinnar og var einn þriggja er tóku saman Lyfjafræðingatalið. Hann var ritstjóri endurbættrar útgáfu talsins er hann lést 2002. Axel tók saman ýmsan fróðleik, meðal annars ýmsar gamlar forskriftir og hér fyrir neðan er birt dæmi um eina slíka. Myndin er tekin í endurgerðu apótekinu í Nesstofu: Axel, ásamt Ingibjörgu (Stellu) Böðvarsdóttur, Sigrúnu Þórisdóttur og Sigríði Jónsdóttur.

Úr Pharmacopœa danica 1840 og 1850: Pulvis epilepticus Marchionis Markgrevinde-pulver

Rc. Pulveris Radicis Pœoniæ

Pulvis epilepticus Marchionis Markgreifaynju-púlver

Takið púlver af bóndarósarrót

- Rasuræ Cornu Cervi,

- af hjartarhornsspónum

- Lapidum Cancrorum,

- af krabbaugum

singulorum Unicas duas, - Visci albi Unicam dimidiam. Quibus commixtis optime admisceantur Folia Auri Triginta

tvær únsur af hverju, - af mistilteini, hálfa únsu. Að þessu vel blönduðu bætið þá útí blaðgulli þrjátíu stk.

Þetta púlver var börnum gefið inn við krömpum og ráðlagt að hræra eina teskeið saman við sykurvatn eða mjólk. Bóndarósarrót var mikið notuð við flogaveiki og krömpum, en Hager segir hana 1882 án allrar verkunar. Hjartarhornsspænir voru það sem nafnið segir og innihéldu að mestu kalsíumfosfat. Krabbaaugu voru ekki augu heldur kalkhnúðar úr innyflum ákveðinnar krabbategundar, sem líktust augasteinum. Innihaldið var að mestu kalsíumkarbónat. Mistilteinn var á þessum tíma vel þekkt lyf við krömpum og flogaveiki. 1882 er það sagt gagnslaust og úrelt. Blaðgull var það sama og notað var til gullhúðunar og gyllingar bóka. Einnig þekktist að húða með því pillur ætlaðar fyrirfólki, þótt silfurhúðun væri algengari. Þegar þessi forskrift birtist í Lyfjaskránni 1850 var aðalgagnrýnin sem hún fékk að „það samræmdist ekki nútímaþekkingu að enn væri verið að gefa hreint gull innvortis“. Þessi forskrift var í mörgum evrópskum lyfjaskrám á þessum tíma og virðist hafa verið vinsæl meðal almennings, a.m.k. í Danmörku, löngu eftir að læknisfræðin var búin að dæma hana gagnslausa. Hún var í forskriftasafni danska apótekarafélagsins bæði árin 1907 og 1922. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

6


FRÆÐIN

Forsíðumyndin

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi hofundar, mexíkanska ljósmyndarans Abisai Josue García Mendoza

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor Dioscorea composita – Mexican yam Forsíðumyndin er af plöntu af Dioscorea eða „yam“ ættkvíslinni. Hún heitir Dioscorea composita og er af Dioscoreaceae plöntuætt. Hún, ásamt nokkrum öðrum Dioscorea tegundum, er einnig kölluð „mexican yam“. Þær vaxa í Mexíkó og eru nýttar til einangrunar diosgeníns sem er mikilvægt hráefni til framleiðslu stera. Latneska orðið „Dioscorea“ er leitt af nafni gríska læknisins, grasa- og lyfjafræðingsins Pedaniusi Dioscorides. Hann var uppi var á 1. öld og skrifaði hið fræga verk „De Materia Medica“ sem fjallar um lækningaplöntur. Ritið var notað í meira en 1500 ár og var undanfari „Pharmacopoeias“ nútímans. Seinna orðið „composita“ þýðir efnasamband. Plantan er fjölær klifurjurt og vex villt í Mexíkó og Mið-Ameríku. Greinarnar bera stór, hjartalaga laufblöð og ræturnar eru þykkar og forðafylltar. D. composita inniheldur sterasapónína og hefur verið notuð af frumbyggjum Ameríku sem „Barbasco“ eða efni notað til að auðvelda fiskveiðar. Í örstuttu máli, hófst saga steralyfjaiðnaðarins árið 1929 þegar estrón var einangrað úr þvagi þungaðra kvenna. Menn áttuðu sig fljótt á mikilvægu hlutverki þessara steraefnasambanda í mannslíkamanum. Í kjölfarið var mikið á sig lagt til að komast yfir þessi efni t.d. var samtals 20 mg af prógesteroni einangrað úr eggjastokkum 50 þúsund gyltna 1934, og 200 mg af kortisóli úr 20 þúsund nautgripahausum árið 1936. Þetta magn var einungis nægilegt magn til að sýna fram á lyfjavirkni efnanna, en það var ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöld sem skriður komst á framleiðsluna. Byggingar steraefna eru flóknar og engan veginn gerlegt að efnasmíða þau frá grunni á hagkvæman hátt. Það var svo bandarískur efnafræðingur að nafni Russell Marker sem fann leið til búa þau til í miklu magni út frá sterasapónín unnum úr D. composita. Hann stofnaði fyrirtækið Syntex í Mexíkó og hóf að framleiða steralyfjaefni með hlutsmíði út frá diosgeníni. Diosgenín (Mynd 1) er aglýkon sterasapóníns sem finnst í 4-6% magni í rótum D. composita. Það var eitt aðalhráefnið til steralyfjaframleiðslu í heiminum fram til um 1970, en þá bættust við önnur hráefni s.s. stigmasteról úr sojaolíu og taka nú þátt í að metta þennan hungraða markað ásamt diosgeníni. Það var líka eins gott því villtar og ræktaðar „mexican yam“ plöntur eru takmörkuð auðlind og mikilvægt að finna fjölbreyttari leiðir til hráefnisöflunar til steraframleiðslu. Aðferð Markers er kölluð „Markers degradation“ gengur út á það að hringirnir tveir í diosgeníni sem innihalda súrefni eru fjarlægðir og sameindinni á auðveldan og ódýran hátt breytt í prógesterón og aðra stera, bæði kynstera og bólgueyðandi glúkókortíkóíða. Steralyfin verka á viðtaka í mannslíkamanum Mynd 1. Efnabyggingar diosgeníns og prógesteróns og hafa mikil áhrif á starfsemi hans. T.d. er hægt að koma í veg fyrir egglos og meðhöndla krabbamein með kynsterum, og bólgueyðandi sterar eru ómissandi lyf í fjölmörgum sjúkdómum þar sem bólgur koma við sögu. Sterar eru virku innihaldsefnin í mörgum lyfjum á markaði í dag og eru framleiddir í mörgum mismunandi lyfjaformum s.s. töflum, kremum, áburðum, augndropum, sprautulyfja- og innöndunarformi. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi tilkomu bólgueyðandi steralyfja upp úr miðri síðustu öld. Flestir þekkja einhvern sem glímt hefur við erfiða gigt, sjálfsofnæmissjúkdóma, astma, bólgur, ofnæmi, útbrot o. s. frv. og mættu ekki til þess hugsa að hafa ekki aðgang að þessum lyfjaflokki. Byltinguna sem átti sér stað með tilkomu getnaðarvarnarpillunar upp úr 1960 þarf heldur vart að kynna fyrir fólki. Það er því skemmtilegt að fá tækifæri til að vekja athygli á því hér að við eigum hugvitsemi náttúrunnar að þakka hráefnin til framleiðslu þessara mikilvægu lyfja. Diosgenín, stigmasteról og fleiri náttúruefni eru unnin beint úr plöntum og breytt á einfaldan hátt í þessi stórkostlegu, mikilvirku efnasambönd sem steralyfin eru. Heimildir: Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 7th revised edition (2015), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden. Pedanius Dioscorides. https://en.wikipedia.org/wiki/Pedanius_Dioscorides Sótt 21.11.2018. Useful Tropical Plant database. http://tropical.theferns.info/viewtropical.php?id=Dioscorea+composita Sótt 21.11.2018. Djerassi C. (1984) The making of the pill - Marker,Russell, extraction of sex-hormones from mexican yams was only the beginning. Science 5 (9): 127-129. Goodman og Gilman´s Pharmacological basis of therapeutics, 13th edition (2018) ed. Bruneton LL, Hilal-Dandan R, Knollmann BC. McGraw Hill Medical, New York, USA.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

7


FÉLAGIÐ

FIP í Glasgow 2018 Íslenskt/breskt samstarf vekur athygli Íslensku lyfjafræðingarnir á FIP 2018: Frá vinstri: Pétur Gunnarsson, Aðalheiður Pálmadóttir, Inga Jakobína Arnardóttir, Lóa María Magnúsdóttir og Ólafur Ólafsson

Þessi mynd er af FB síðu Lóu Maríu, en aðrar myndir með greininni eru fengnar frá ljósmyndara The Pharmaceutical Journal / RPSGB

Alþjóðasamtök lyfjafræðinga, FIP, eru í forsvari fyrir fjórar milljónir lyfjafræðinga og lyfjavísindafólks á heimsvísu. Aðalráðstefna ársins, sú 78. í röðinni, var haldin í Glasgow dagana 1. til 5. september og sótt af rúmlega 3000 þátttakendum frá 108 löndum. Fókus ráðstefnunnar var afburða-gæði og nýsköpun í klínísku starfi, rannsóknum og menntun, í þeim tilgangi að umbylta árangri með sjúklinga í heilbrigðiskerfum heimsbyggðarinnar. Að þessu sinni sendi Tímarit um lyfjafræði norskan blaðamann, Anne Gerd Granås, prófessor við Oslóarháskóla á staðinn, þar sem hvorki ritstjóri né ritstjórn áttu heimangengt á meðan ráðstefnan stóð yfir. Það sem hér fer á eftir er þýðing og þróun ritstjóra á texta frá prófessor Granås, sem og þýðing á viðtali hennar við íslenska þátttakendur á ráðstefnunni.

Mótun vinnuaflsins gegnum faglega staðla Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hélt erindi um bresk/íslenska samstarfið á dagskrárliðnum “Fagleg vottun og viðurkenning til að umbreyta lyfjafræðilegri umsjá” sem skipulagður var af mentunarráði FIP (FIPEd) í samstarfið við þrjár deildir FIP (akademísku deildina, apóteksdeildina og sjúkrahúsdeildina) sem og áhugahópinn um rannsóknir á apóteksþróun og ungu lyfjafræðinagana í FIP og síðast en ekki síst alþjóðasamtök lyfjafræðinema. Þessi dagskrárliður, sem stóð í 3 tíma, var haldinn síðdegis miðvikudaginn 5. september undir styrkri stjórn Kirstie Galbraith frá Monash háskóla og Mike Rouse frá vottunarráði um lyfjafræðinám.

Eins og titill greinarinnar gefur til kynna hverfðust hápunktar ráðstefnunnar fyrir íslenska lyfjafræðinga um íslenskt/breskt samstarf, sem athygli lyfjafræðingaheimsins beindist töluvert að. Því verður umfjöllunin hér að mestu um þessa hápunkta, en áhugasamir íslenskir lyfjafræðingar geta haft samband við ritstjóra, hafi þeir áhuga á að lesa víðtækari umfjöllun um ráðstefnuna, enda lumar ritstjóri á nokkru af tenglum um umfjöllun annarra um ráðstefnuna.

Markmið þessa dagskrárliðar var að deila upplýsingum um model, kerfi og úrræði varðandi atriði sem hverfast um viðurkenningu og vottun fagsins til að umbreyta lyfjafræðilegri umsjá. Til að lyfjafræðingar haldi færni í starfi þurfa þeir að ástunda símenntun, sífellda faglega þróun og verða eins konar eilífðarstúdentar, fá viðurkenningu á færni sinni, almennt og/eða á sérsviði. Ferlið sem gerir þetta mögulegt er kannski ekki alveg skýrt við upphaf starfsferilsins. _____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

8


FÉLAGIÐ Undir dagskrárliðnum var markmiðið að gefa sýnishorn af faglegri viðurkenningu og vottun sem hefur haft áhrif á lyfjafræðilega umsjá, dæmi um fjölþjóðlega samvinnu og um hvernig tengslanet geta verið gagnleg fyrir faglega þróun. Þátttakendum var boðið að velta fyrir sér leiðum til að sjá fyrir samstarf sem hjálpað gæti við að leysa innanlandsvandamál í þessu samhengi. Dagskrárliðurinn veitti aðildarfélögum FIP tækifæri til að deila sínum fyrirmyndarvinnuvenjum og taka þátt í alþjóðlegu tengslaneti fyrir samstarf þjóða um vottun á öllum undirsviðum lyfjafræðinnar, og var blanda af erindum og verkefnum fyrir þátttakendur í sal. Lóa María sagði í sínu erindi frá því að í sumum Evrópulöndum væri vottuð símenntun lyfjafræðinga skylda, sem endurspeglaði þá staðreynd að sífelldar breytingar verða á þeirri tækni og þekkingu sem mikilvæg er til að geta veitt besta mögulega heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Hún nefndi að á Íslandi gera yfirvöld ekki skýra kröfu um símenntun lyfjafræðinga en til að vinna sem lyfjafræðingur þyrfti starfsleyfi frá yfirvöldum, sem hægt væri að sækja um þegar námi og tilskildum þjálfunartíma í náminu væri lokið. Starfsleyfið entist að öllu jöfnu út starfsævina. Á tímum stöðugrar þróunar á nýjum leiðum til að veita sjúklingum heilbrigðisþjónustu, flókna lyfjameðferð við erfiðum sjúkdómum og með vaxandi meðalaldur þjóða þyrftu lyfjafræðingar stöðugt að leita nýrra upplýsinga, aðferða og annarra leiða í hugsun.

Lóa María sagði frá stöðunni á Íslandi í dag varðandi viðurkenningu fagstéttarinnar og vottun á þekkingu lyfjafræðinga, sem og því hvað samstarf Lyfjafræðingafélags Íslands við konunglega breska lyfjafræðingafélagið (the Royal Pharmaceutical Society = RPS) þýddi og kom einnig inn á hvað hún teldi framundan fyrir lyfjafræðinga á Íslandi. Kanadískur lyfjafræðingur, Kelly Grindrod, benti fólki á sjálfsnáms-app. Sjá nánar um appið á www.Pharmacy5in5.ca Áhugahópur FIP um rannsóknir á apóteksþróun, einn þeirra hópa sem stóðu að dagskrárliðnum sem Lóa María hélt erindi á, hélt einnig ráðstefnu með nýju sniði í Lissabon í lok júní 2018. Nýjungin fólst í að ekki var haft neitt skráningargjald en Lissabonháskóli lagði til húsnæði endurgjaldslaust. Rammar ráðstefnunnar voru mjög einfaldir og þannig ekki neinir fyrirfram skipulagðir samkvæmisviðburðir og ekki fyrirfram ljóst að hádegismatur og önnur hressing yrði í boði, annað en það sem matstofur háskólans buðu uppá gegn greiðslu. Þessi nýjung tókst eins og best verður á kosið, sjálfboðaliðar sáu um þátttakendalista og aðili sem óskaði að styrkja framtakið bauð upp á endurgjaldslausan hádegiverð á hverjum degi. Í ljós kom að þátttakendur voru fullfærir um að sjá um sitt félagslíf sjálfir, þannig að á daginn var faglega metnaðarfull dagskrá sem samanstóð af masterclass-kennslu, erindum, örerindum, veggspjöldum og hópvinnu og á kvöldin var maður manns gaman algjörlega skipulagslaust. Næsta ráðstefna með þessu sniði verður í Sviss árið 2020.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

9


FÉLAGIÐ

Íslensku þátttakendurnir og Ash Soni: Pétur, Aðalheiður, Inga, Ash Soni, Lóa María, Ólafur

Fimm íslenskir lyfjafræðingar fá félagsaðild að Faculty konunglega breska lyfjafræðingafélagsins Í móttöku breska lyfjafræðingafélagsins var fimm íslenskum lyfjafræðingum veitt félagsaðild að Faculty konunglega breska lyfjafræðingafélagsins. Hér á eftir er viðtal við þrjú úr hópnum. “Ég lærði heilmikið um veikleika mína og styrkleika. Ég hugleiddi líka hvernig ég, sem lyfjafræðingur, skipti máli fyrir sjúklinga og fyrir fagið mitt” . Aðalheiður Pálmadóttir útskýrði hvernig hún, sem ein af 11 lyfjafræðingum frá Íslandi, varð félagi í Faculty konunglega breska lyfjafræðingafélagsins. Fimm af þessum lyfjafræðingum tóku þátt í FIP ráðstefnunni í Glasgow og tóku þar þátt í athöfn, sem veitir þeim fulla félagsaðild. En hvað hafa þau í rauninni gert? Gefum Aðalheiði aftur orðið. “Faculty ramminn er kerfi til að sýna fram á styrkleika þína og veikleika, hæfni þína á hverjum tíma, sem og göt í þekkingu þína og reynslu. Til að fylla inn í rammann varð ég að rifja upp hvað ég hef unnið við. Ég varð að hugleiða hvernig hin ýmsa starfsreynsla sem ég hef öðlast hefur mótað mig sem lyfjafræðing. Ég aðstoða lyfjaheildsala, lyfjaframleiðendur og logistikk fyrirtæki sem flytja lyf um allan heim með ferla sem tryggja gæði lyfja og hef aflað mér víðtækrar þekkingar á því sviði. Það að fylla inn í rammann leiddi í ljós að mér ber að deila þeirri þekkingu með öðrum, jafnvel í hvítbók.”

Öflugur stuðningur frá Faculty konunglega breska lyfjafræðingafélagsins Pétur Gunnarsson er einn af fimm íslenskum sjúkrahússlyfjafræðingum sem lokið hafa vottunarferlinu. “Ferlið við að sýna fram á faglegan árangur okkar var ekki auðvelt. Samt hefur starfslið konunglega breska lyfjafræðingafélagsins stutt okkur alla leið. Við byrjuðum á að taka þátt í vefmálstofu hjá Faculty. Síðan fékk hvert og eitt okkar mentor, og þurftum svo að skrá og hugleiða hæfni okkar á mörgum undissviðum fagsins og útbúa yfirlit yfir þekkingu og reynslu okkar, sem síðan var metið af Faculty. Einstaklingsbundna þróunarskýrslan var sérstaklega mikilvæg og veitti mér gagnlega endurgjöf um hvaða hæfileika og þekkingu ég get bætt.”

Að haka í reiti á spurningalista – eða í raun breyta því hvernig maður vinnur fagleg störf?

Lóa María Magnúsdóttir hefur sem lyfjafræðingur með reynslu úr apótekum, opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og innflutningi lyfja hugleitt eigin hæfni og færni, sem og göt sem bent var á í hennar einstaklingsskýrslu. “Ég hef víðtæka þekkingu, en hef ekki gert neinar rannsóknir. Það er kannski ekki mín braut á faglega ferlinum, og er líka í góðu lagi. Þessi endurgjöf mun kvetja mig til meiri alþjóðlegrar samvinnu Mér fannst afar gagnlegt að skrifa yfirlýsingu um áhrif, um hvernig ég get skipt máli fyrir sjúklinga og aðra lyfjafræðinga.” _____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

10


FÉLAGIÐ Faculty félagsins hefur langtímaplan um að nota þessa hæfnisramma fyrir lyfjafræðinga með minnst 10 ára starfsreynslu. Við útvíkkum nú þetta kerfi í það sem við köllum Grunninn, en það eru rammar fyrir nýlega útskrifaða lyfjafræðinga. Við erum líka að vinna að hæfnisrömmum fyrir forgrunninn, þ.e. lyfjafræðinema. Ísland er fyrsta landið til að stofna til samstarfs við okkur, en við erum líka í samvinnu við Ástralíu og Hong Kong. Og við erum einnig ávallt opin fyrir samstarfi við aðra sem óska samstarfs við okkur.” Hlekkur á meiri upplýsingar um Faculty konunglega breska lyfjafræðingafélagsins: Aðalheiður og Inga Strategískur stuðningur frá Lyfjafræðingafélagi Íslands Lyfjafræðingafélag Íslands studdi lyfjafræðingana 11 við að sækja um Faculty aðild að konunglega breska lyfjafræðingafélaginu. Þetta er stefnumótandi skref til að styrkja hæfni lyfjafræðinga á Íslandi, en líka viðurkenning á að innleiðing alíslenskra hæfnisviðmiða gengi fjárhagslega ekki upp. Pétur Gunnarsson er viss um að ekki sé góð hugmynd að finna upp hjólið að nýju. “Við erum einugnis 450 lyfjafræðingar, og við höfum ekki bolmagn til að þróa slíkt alhliða kerfi upp á okkar eindæmi. Á Íslandi er starfsnám í klínískri lyfjafræði í mótun og kennsluáætlanir okkar verða vottaðar af konunglega breska lyfjafræðingafélaginu. Einn af stærstu kostum við samþættinguna við Faculty konunglega breska lyfjafræðingaféagsins er aðgangurinn að yfirgripsmiklu námsefni, lyfjafræðitímaritum og neti klínískra lyfjafræðinga á mörgum sérfræðisviðum.”

https://www.rpharms.com/professional-development/ faculty Nánari upplýsingar um gagnsemi þess að fara í gegnum vottunaferli konunglega breska lyfjafræðingafélagsins er að finna í grein eftir Ólaf Ólafsson lyfjafræðing, sem birtist í næsta blaði. Aðalráðstefna FIP árið 2019 verður haldin í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 22. til 26. september. Sú sem þetta ritar er tilbúin til skrafs um hópferð á ráðstefnuna ef áhugi er, enda mun hún halda stutt erindi á ráðstefnunni. Ingunn Björnsdóttir og Anne Gerd Granås

Aðalheiður er sannfærð um að margir tímar af krefjandi vinnu og hugleiðingarnar um eigin styrkleika og veikleika hafi verið þess virði. Hún undirstrikar líka að hæfnisrammarnir eru alhliða. “Jafnvel þótt við vinum á mismunandi sviðum lyfjafræði og lyfja gátum við öll fyllt inn í rammana, og haft sem einstaklingar gagn að því. Ég er ánægð með að ég gerði það!”

Hvaða gagn hefur konunglega breska lyfjafræðingafélagið af þessu?

Fotos av forfattere: UiO

Ash Soni, forseti félagsins er ekki í vafa: “Við sem félag viljum gera lyfjafræðingum kleyft að sýna öðrum hæfni sína. Við viljum líka að að þeir átti sig á götum í þekkingu sína, sem og því hvernig þeir geti þróað færni sína og orðið betra fagfólk.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

11


FRÆÐIN

European Society of Clinical Pharmacy, ráðstefna í Belfast í október 2018

Undirritaðar sóttu ESCP (European Society of Clinical Pharmacy) ráðstefnu í Belfast 24. til 26. okt. sl. eftir að hafa fengið styrki úr starfsmenntunarsjóði ríkislyfjafræðinga. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Personalised Pharmacy Care og fjölluðu fjölmörg erindi um hvernig erfðamengi hefur áhrif á það hvernig einstaklingar eru stilltir inn á lyfjagjafir. Klínískir lyfjafræðingar skipta miklu máli í þessum fræðum og þeir þurfa að vera leiðtogar til að tryggja að bestu rannsóknarniðurstöðunum sé fylgt. Fjölmargir áhættuþættir hafa áhrif á getu sjúklings til að hafa stjórn á sínum lyfjum og lyfjatengd vandamál leiða oft til ófyrirséðra innlagna/endurinnlagna. Í þeim tilfellum þurfa klínískir lyfjafræðingar að greina sjúklinginn sem einstakling. Hér á eftir koma nokkrir punktar sem okkur fannst vera áhugaverðir og vert að deila með lyfjafræðingum á Íslandi: ASHP (the American Society of HealthSystem Pharmacists) álítur að lyfjaerfðafræðilegar rannsóknir geti bætt lyfjatengdan árangur í öllu heilbrigðiskerfinu og að lyfjafræð ingar séu í einstakri stöðu til að leiða teymisvinnu þar sem ferlar eru þróaðir til að ávísa lyfjaerfðafræðilegum rann sóknum og til að tilkynna og túlka rannsóknarniður stöður. Lyfjaerfðafræði tekur á þeim erfðafjöl breytileika sem hefur áhrif á svar einstaklings við lyfi. Notkun hennar gerir persónulega lyfjagjöf mögulega og leiðir til áhrifaríkari, öruggari og hagkvæmari lyfjameðferðar.

Jóna Valdís Ólafsdóttir og Ásdís Björk Friðgeirsdóttir

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

12


FRÆÐIN Fyrsta janúar 2016 hófst 5 ára samevrópskt verkefni í 7 EU löndum sem hefur það markmið að gera lyfja erfðafræðileg gögn og bestu mögulegu meðferðina aðgengilega fyrir alla evrópska íbúa. Hingað til hefur verið sýnt fram á 30% færri alvarlegar aukaverkanir lyfja í þessari rannsókn en hægt er að fá frekari upplýsingar á www.upgx.eu. Á hverju ári eru 8,6 milljón ófyrirséðar sjúkrahúsinnlagnir vegna aukaverkana lyfja í Evrópu. 50% af þessum inn lögnum er hægt að koma í veg fyrir og í 75% tilvika er um að ræða sjúklinga yfir 65 ára aldri. Það er vel þekkt að klínísk lyfja fræðileg þjónusta á sjúkrahúsum bætir öryggi sjúklinga og dregur úr tíðni aukaverkana lyfja. Frá árunum 1953 til 2013 hafa 462 markaðsleyfi lyfja verið dregin tilbaka vegna aukaverkanatilkynninga og miðgildið frá fyrstu aukaverkanatilkynningu til afturköllunar er 6 ár. Í 18% tilvika var um lifrareitrun að ræða, í 17% tilvika var um ónæmistengd viðbrögð að ræða og í 14% tilvika var um hjartaeitrun að ræða. Fimm milljón manns hefur látið gera DTC (direct to consu mer) erfðarannsókn sem er alltaf að verða ódýrari. Í framtíðinni mun skammstöfunin GPS einnig standa fyrir Genomic Prescribing System. Gæðavísar eru notaðir í heilbrigðiskerfinu til að bæta verk lag, t.d. með endurtekinni gagnasöfnun og með endurgjöf til að fá hraðari breytingar á bættu verklagi. Þeir gera okkur kleift að mæla fyrirfram skilgreind atriði yfir tíma, á milli staðsetninga og fyrir/eftir lyfjagjöf. „Að mæla er að vita“. „Þegar þú getur mælt eitthvað og tjáð með tölum, þá veistu eitthvað um það. En þegar þú getur ekki tjáð það með tölum, þá er þekking þín rýr og ófullnægjandi.“ „Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki bætt það.“ Lord Kelvin (1824-1907) Scottish Antimicrobial Prescribing Group, www.sapg.scot. The Medicines Optimisation www.themoic.com.

Innovation

Centre,

Fyrirlestrar voru m.a. um hvernig hægt er að nota einstak lings- og lyfjafræðilega umsjá: í krabbameinsstjórnun hjá sjúklingum með heilabilun hjá sjúklingum sem eiga erfitt með að læra hjá sjúklingum sem kljást við andleg veikindi

Martina Hahn frá Þýskalandi var með fyrirlestur um hvernig hægt er að nota lyfjafræðilega umsjá hjá sjúklingum sem kljást við andleg veikindi. Hún fjallaði mikið um hversu mikil áhrif klínískur lyfjafræðingur getur haft á geðlækningar. Martina Hahn starfar á geðsjúkrahúsi í Þýskalandi þar sem vikulega eru boðið upp á vinnustofur þar sem sjúklingar eru upplýstir um lyfin sín. Læknarnir kunna vel að meta þjónustu klínískra lyfjafræðinga, sbr. Hahn, M., Ritter, C. & Roll, S.C. Int J Clin Pharm (2018) 40: 1001, (https:// doi.org/10.1007/s11096-018-0664-2). Fyrstu niðurstöður, eftir að farið var að gefa lyf eftir arfgerð („genotype“), sýna að sjúkrahúsdvöl sjúklinga með þunglyndi hefur styst og jafnframt hefur endurinnlögnum fækkað. Þekking klínískra lyfjafræðinga bætir öryggi sjúklinga án þess að hafa fjár hagslega byrði á sjúkrahúsinu. Hún kynnti „The Eichberger Model“ sem var þróað árið 2011: 1. Lyfjafræðingur tekur þátt í stofugangi. 2. Lyfjafræðingur ráðleggur læknum um milliverkanir lyfja og vandamál tengd lyfjameðferðum. 3. Lyfjafræðingur hjálpar læknum að velja og túlka TDM mælanlegar niðurstöður (therapeutic drug monitoring). 4. Lyfjafræðingur ráðleggur sjúklingum um lyfjameðferðir: greinir lyfjatengd vandamál og fræðir sjúklinga um lyfjameðferðir. 5. Lyfjafræðingur stofnar viðmið hagkvæmrar lyfjameð ferðar í samstarfi m.a. með yfirlækni. 6. Lyfjafræðingur veitir sjúklingum upplýsingum við útskrift. 7. Lyfjafræðingur veitir ráðleggingar til að samræma lyfja gjafir. 8. Lyfjafræðingur þróar gæðaskjöl fyrir lyfjafræðilega þjónustu. 9. Lyfjafræðingur deilir sinni upplifun og setur sig í sam band við háskóla. Frá árinu 2020 verður það lögboðin skylda að klínískir lyfja fræðingar séu hluti af heilbrigðisstarfsmönnum í Þýskalandi á öllum deildum heilbrigðisstofnana. Fleiri lönd eru að fylgja þessu eftir. Undirrituðum fannst ráðstefnan mjög áhugaverð fyrir alla lyfjafræðinga þar sem það nýjasta í fræðigreininni var kynnt og hvetja alla ríkislyfjafræðinga til að kynna sér og nýta starfsmenntunarsjóð ríkislyfjafræðinga. Ásdís Björk Friðgeirsdóttir Jóna Valdís Ólafsdóttir

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

13


FÓLKIÐ

„Minn lærimeistari og flott fyrirmynd“ Þórdís Kristmundsdóttir prófessor varð sjötug 13. nóvember, og hætti því störfum í nóvemberlok. Í tilefni af starfslokum hennar hélt Háskóli Íslands boð henni til heiðurs, og voru þar fluttar margar góðar ræður. Þórdísi var við þetta tækifæri einnig veitt gullmerki Lyfjafræðingafélags Íslands. Nú verður stiklað á stóru um starfsferil Þórdísar, en útilokað er að gera í stuttu máli öllu því skil sem hún hefur afrekað til hagsbóta fyrir lyfjafræði á Íslandi. Í boðinu stigu ýmsir á stokk til að hylla Þórdísi. Núverandi deildarforseti, Hákon Hrafn Sigurðsson, var fyrstur í pontu, bauð fólk velkomið og þakkaði Þórdísi. Það gerði einnig rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson. Ræðurnar sem gamlir nemendur Þórdísar hefðu viljað heyra, á meðan þeir voru í námi, voru svo fluttar af þeim Kristínu Ingólfsdóttur og Þorsteini Loftssyni.

hefðu bara notað það sjálfar, meðan aðrir töldu að þær hefðu séð að þær þyrftu sjálfar ekki á svona smyrslum að halda og hætt við. Einhver hefur samt líklega komist á snoðir um þessa hugmynd, því að nú framleiðir íslenska fyrirtækið Sif cosmetics, dótturfyrirtæki Orf, yngingarkrem og dropa og selur út um allan heim. Þegar Þorsteinn steig í pontu fóru stóru leyndarmálin að koma fram. Þau Þórdís höfðu barist með öllum tiltækum ráðum fyrir því að fá aukin fjárframlög til lyfjafræðinnar, og í því fólst meðal annars að nota hverja krónu sem deildinni var úthlutað, og helst aðeins umfram. Þarna lentu þau í vissum átökum við Vilhjálm Skúlason, en honum hafði verið innrætt í æsku að eyða ekki um efni fram, og að það væri dyggð að skila afgangi. Ekki er hægt að fullyrða að hvert einasta orð sem Þorsteinn sagði við þetta tækifæri sé satt, en barátta þeirra Þórdísar og Þorsteins fyrir fjárhagslegu bolmagni deildarinnar verður ekki dregin í efa, og heldur ekki dygðug fjármálastjórn Vilhjálms. Sú saga gekk sem sé í lyfjafræðideild í kringum 1980 að meiri fjárframlög væru frá ríkinu á hvern guðfræðinema en á hvern lyfjafræðinema. Við sem þá vorum við nám, vorum virkilega sár. Hvers áttum við að gjalda? Ítrekað hefur sést að þetta er einmitt það sem dygðug fjármálastjórn skilar, - minnkuð fjárframlög. En herkænska og elja Þórdísar og Þorsteins skilaði árangri, fljótlega urðu fjárframlögin meiri, þótt ekki sé vitað hvenær þau fóru framúr fjárframlögum til guðfræðinemanna. Þorsteinn nefndi einnig jólahlaðborð lyfjafræðinnar. Það sem settist í minni blaðamanns um jólahlaðborðin var þriggja manna jólahlaðborð, á meðan deildin var enn ung og fámenn. Þá var stólaskorturinn slíkur að þau þrjú sem mættu sátu uppá tilteknu borði. Við þetta öðlaðist „jólahlaðborð“ alveg nýja merkingu. Nú hafa allir stól sem starfa hjá lyfjafræðideild. Og árangur deildarinnar í vísindastarfi er með því allra besta hjá Háskóla Íslands, að sögn rektors.

Í máli Kristínar kom fram að hún og Þórdís hefðu ýmislegt brallað á meðan lyfjafræðinámið var að slíta barnsskónum. Meðal annars höfðu þær haft mikil plön um að framleiða yngingarkrem/hrukkubana sem slægi öðru við sem fáanlegt var á þeim markaði. Þær stöllur reyndust svo hafa það mikið að gera í öðrum verkefnum að yngingarkrem þeirra kom aldrei á markað. Reyndar grunaði einhverja í boðinu að þær

Þórdís lauk doktorsprófi frá háskólanum í Manchester á Englandi 1976, og varð strax í kjölfarið nýdoktor við sama háskóla, á vegum I.C.I. Pharmaceuticals. Eftirminnilegt var að hefja nám í lyfjafræði haustið 1979, en þá var Þórdís nýkomin til starfa hjá lyfjafræðinni, sem þá hét lyfjafræði lyfsala, við Háskóla Íslands. Þórdís varð svo önnur konan sem skipuð var prófessor við HÍ, og vantaði hana tvö ár í fertugt þegar hún náði þeim áfanga. Ekki er algengt að fólk nái prófessorshæfni svo ungt.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

14


FÓLKIÐ Þórdís hefur unnið öll sín störf af nákvæmni, samviskusemi og alúð. Sú sem þetta ritar hefur meðal annars reynslu af samstarfi við hana um leiðbeiningu meistaranema. Slík vinna getur orðið söguleg, og stundum orðið þannig að nemi og leiðbeinendur þurfa að keppast við að sannfæra hver annan um að þetta muni takast. Og það tókst! Reyndar verður einnig að viðurkennast að Þórdís ber að vissu leyti ábyrgð á því hvar sú sem þetta ritar er nú. Blaðamaður hafði sem sé ekki alveg kjark í að fara í nám til útlanda að loknum fyrstu 2 árunum við lyfjafræði lyfsala, enda langt úr sveitinni fyrir norðan til útlanda. Þórdís kvað upp úrskurð sinn: „Þú ferð víst. Ég kenni þér ekki hér næsta vetur!“.

Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ fór yfir mikilvægustu atriðin á starfsferli Þórdísar. Það verður einnig gert hér. Rannsóknir Þórdísar hafa einkum beinst að þróun og prófunum á lyfjaformum til nota á húð og slímhúð, með innihaldsefnum sem fyrirbyggt geta smit og nýst sem meðferð við sýkingum. Of langt mál er að telja upp alla þá fyrirlestra sem hún hefur haldið eða greinar og bókarkafla sem hún hefur skrifað um vísindarannsóknir sínar. Einnig er fjöldi meistaraog doktorsnema sem hún hefur leiðbeint orðinn of mikill til að upp sé talið hér. Hún hefur setið í stjórnum og nefndum í meiri mæli en svo að tíundað verði, auk þess að verða að teljast nokkuð vön að taka á móti verðlaunum. Vísast á grein um hana í Morgunblaðinu, eða umfjöllun í Lyfjafræðingatalinu, fyrir þá sem fræðast vilja meira um þau mál. Þar er einnig að finna upplýsingar um fjölskyldu Þórdísar og ættir. Þess skal þó getið hér að Þórdís var kosin fyrsti deildarforseti Lyfjafræðideildar, þegar deildin var stofnuð. Þórdís sinnti einnig embættum fyrir Lyfjafræðingafélagið, og á þessum vettvangi er vert að gera því starfi nánari skil. Þórdís var í fjögur ár ritstjóri Tímarits um lyfjafræði, 1980-1984, og framkvæmdastjóri félagsins allt frá 1979 til 1991. Hún sat í framhaldsmenntunarráði félagsins 1994-1996 og var síðan fulltrúi Íslands í stjórn norrænu samtakanna um menntun lyfjafræðinga (NFFU) 1997-2001.

Ég ætla að leyfa Rúnu Hauksdóttur Hvannberg að eiga lokaorðin í þessum pistli. Þau eru jafnframt fyrirsögnin, enda er ég ekki ein um að geta tekið undir þau: Minn lærimeistari og flott fyrirmynd! Ingunn Björnsdóttir

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

15


FÓLKIÐ

Áratuga leit að réttu lausninni ber árangur eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur

Prófessorinn Sveinbjörn Gizurarson vissi um tíu ára aldur að hann vildi verða lyfjafræðingur. Hann hefur helgað rannsóknum líf sitt og sér nú fyrir endann á þrjátíu ára rannsóknarvinnu sinni með nefúða við flogakrömpum. Hann er spenntur fyrir því, en ekki síður öðru verkefni sínu sem er að bjarga konum frá afleiðingum meðgöngueitrunar. Mynd: gag „Konur sem að fá meðgöngueitrun lifa skemur. Við erum að tala um allt að fimm til tíu árum skemur,“ segir Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, sem telur sig hafa fundið rætur ástæðunnar. Hann vill koma í veg fyrir skemmdirnar sem verða á æðaþeli við eitrunina. Það yrðu tímamót því Sveinbjörn segir að meðferðin sem notuð sé nú meðhöndli aðeins einkennin, en ekki sjúkdóminn sjálfan.

„Eitrunin veldur verulegum skaða á innra byði æðanna, þ.e. æðaþelinu. Síðan eru allt að tólffalt meiri líkur á því að þær fái hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki; jafnvel börnin líka.“ En hvernig komst hann á sporið? Sveinbjörn segir frá því hvernig hann hafi rekist á grein ísraelskra fræðimanna fyrir nokkrum árum. Hún sýndi að konur sem fái meðgöngueitrun séu með lítið magn tiltekins prótíns sem er eingöngu framleitt í fylgjunni.

„Mér finnst meðgöngueitrun vanmetinn sjúkdómur, og það „Mér fannst þetta mjög flottar niðurstöður og hef samband hefur ekki verið settur fókus á hættuna. Mér finnst stórmál við hópinn. Ég fæ að vita að þetta prótín hafi ekkert með að þessar konur lifi skemur en aðrar og það gerir meðgöngueitrun að gera heldur sé afleiðingin af eitruninni. sjúkdóminn alvarlegan.“ Sveinbjörn segir að 3 - 4% kvenna Ég sagðist ekki hafa trú á því að svona stórt og flott prótín fái meðgöngueitrun. Út frá því má reikna að hún hrjái um hefi enga lífvirkni.“ Sveinbjörn segir að það hafi tekið sig þrjá 150 konur árlega hér á landi. mánuði að kría út sýni frá hópnum. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

16


FÓLKIÐ Hugmyndin reynd á rottum „Svo prófaði ég þetta í rottum og sá strax ákveðnar breytingar á blóðþrýstingi og öðrum þáttum. Þannig að ég leitaði uppi fólk úti í heimi sem vinnur með þunguð dýr og fann í Bandaríkjunum hóp sem hefur unnið með þungaðar rottur.“ Upp frá því hófust rannsóknir. „Þá kemur í ljós að prótínið virkar á æðakerfið í kringum legið. Það undirbýr æðakerfið fyrir það mikla blóðflæði sem verður í lok meðgöngunnar. Þannig að ef það er skortur á þessu prótíni í upphafi meðgöngunnar nær æðakerfið ekki að undirbúa sig. Þetta leiðir til þess að í lok meðgöngunnar hækkar blóðþrýstingurinn og allt fer á fullt til þess að reyna að auka blóðflæði til fylgjunnar og veita barninu nægilega næringu.“

Flóknar rannsóknir framundan Sveinbjörn segir verkefnið nú á leið í þróunarferli og að allt bendi til þess að skortur á þessu prótíni sé orsök meðgöngueitrunar. En hvað sér hann þá fyrir sér langan tíma þar til hægt er að meðhöndla sjúkdóminn? „Mörg ár,“ svarar hann. „Verkunarmáti próteinsins bendir til þess að þetta er það sem gæti verndað konur frá því að fá meðgöngueitrun. Hins vegar þurfum við að gera ákveðnar rannsóknir áður en við prófum efnið í konum. Það eru því flóknar og dýrar rannsóknir framundan. Vonandi fæ ég erlendan samstarfsaðila, sem hefur bolmagn til að hjálpa okkur í gegnum það ferli,“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn vinnur ekki einn að rannsóknunum. Hann er með fjölda erlendra samstarfsaðila og nemenda sem taka þátt. „Það er einmitt einn nemandi minn, Tijana Drobnjak, að ljúka doktorsprófi í desember. Hún hefur unnið í þessu verkefni í fjögur ár,“ segir hann.

Heillaðist ungur að lyfjafræði Það er augljóst að Sveinbjörn brennur fyrir starfinu sínu. Spurður hvaðan þessi áhugi hafi sprottið og hvort hann hafi fetaði í fótspor ættingja þegar hann ákvað að leggja lyfjafræði fyrir sig, segir hann svo ekki vera. Hins vegar hafi vinur föður hans, Jakob L. Kristinsson prófessor emeritus, verið lyfjafræðingur og hann oft sem barn hlustað á samtöl þeirra yfir kaffibolla.

„Ég var sem ein stór eyru þegar ég var lítill krakki. Ég heillaðist af því sem Jakob var að gera og að þessu fagi. Seinna langaði mig að skilja hvernig svona lítil, kemísk efni geta haft gríðarleg áhrif á starfsemi frumna og líkamans. Það var því aldrei nein spurning um hvað ég vildi læra. Ég held ég hafi ákveðið það um tíu ára aldur og það breytist ekkert,“ segir hann. „Hugsanlega hef ég þess vegna úthald til að þróa lyf á þrjátíu ára tímabili,“ segir hann og vísar til innönunarlyfsins Nayzilam sem hefur verið tekið til flýtimeðferðar hjá banda ríska lyfjaeftirlitinu, FDA. Stefnt er að því að setja lyfið á markað á næsta ári. Nayzilam er nefúði sem veitir bráðameðferð við flogaveiki og vann Sveinbjörn lengst af innan Háskóla Íslands að þróun lyfsins. „Ég vann fyrst að verkefninu árið 1987 hjá fyrirtækinu Novo Industry (síðar Novo Nordisk). Þá voru þeir með miðtaugakerfisdeild og vildu prófa að meðhöndla krampa með nýjum leiðum,“ segir Sveinbjörn. Verkefninu miðaði ágætlega áfram og við unnum að því í þrjú ár. „Við vorum mjög nálægt því að þróa þennan nefúða, en það tókst samt ekki. Þegar Novo Nordisk gafst upp á því ákvað ég að halda áfram. Ég greip því reglulega í verkefnið til að kanna hvort ég gæti fundið nothæfar leiðir til að leysa þau tæknilegu vandamál sem stóðu í vegi fyrir því að hægt væri að koma lyfinu í nefúða.“

Allt leyst upp í tveimur dropum Sveinbjörn segir málið hafa verið vandasamt því gefa þurfi sjúklingnum einn klínískan skammt af lyfinu í ekki meira en 100 míkrólítrum. „Þetta eru tveir dropar.“ Bæði hafi þurft að leysa lyfið upp í dropunum og fá það til að frásogast nógu hratt frá nefi og út í blóðið. „Auk þess mátti lyfið ekki valda skaða á slímhúðinni.“ Hann segir gríðarmörg fyrirtæki hafa reynt að þróa svona lyfjaform en gefist upp. Hann hafi skoðað rannsóknir margra þeirra til að komast að því hver vandinn hafi verið og hvers vegna þetta hafi ekki gengið upp. „Árið 2007 sé ég efni sem var náskylt þeim efnunum sem ég hafði verið að vinna með áður. Þegar ég sá efnabygginguna vissi ég að það myndi leysa þau vandamál sem ég hafði verið að kljást við.“ Tilraunir hans hafi skilað árangri og hann hafði því haft samband við bandaríska sprotafyrirtækið Ikano Therapeutics sem setti þróunarferlið í gang. Síðan hafi lyfjafyrirtækið Upsher-Smith (Proximagen) komið að því að framkvæma klínískan fasa III og eftir það hafi lyfjafyrirtækið UCB keypt allan rétt á lyfinu.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

17


FÓLKIÐ „Búið er að fara með lyfið í gegnum klínískan fasa eitt, tvö og þrjú. Sá þriðji var stór því þá þurfti að prófa lyfið í fjölda sjúklinga í mörgum löndum. Það tók langan tíma, eða um fimm ár, því sumir fá krampa aðeins einu sinni á ári og bíða þurfti eftir þeim til að kanna hvort lyfið virkaði.“

Úr rannsóknum út í lífið Sveinbjörn segir fjórða fasann fara í gang þegar lyfið komi á markað. „Þá er horft til fleiri þátta. Nú vitum við að lyfið stöðvar krampa, en ekki hvernig það virkar ef einstaklingurinn glímir við fleiri sjúkdóma eða notar mörg lyf,“ segir hann. En fyrst sé að bíða niðurstöðu FDA. Vonandi komist það á markað á næsta ári. En hvernig tilfinning er að leysa svona vanda? „Það er mjög gaman. Það er gefandi þegar maður sér að tilgátan virkar og erfiðið skilar sér,“ segir hann. „Það þarf þrjósku, þetta er langhlaup.“ UCB keypt öll réttindi á lyfinu á allt að 370 milljónir Bandaríkjadala eða nærri 40 milljarðar íslenskra króna. Fær Sveinbjörn eitthvað af þessu fé? „Ekki af þessu, nei,“ segir Sveinbjörn.

Tugmilljarða virði nú þegar

ég fékk enga styrki vegna þessa verkefnis. Ég þurfti að kosta þetta meira og minna sjálfur og gerði það. Kostaði einkaleyfið sjálfur, þótt Háskóli Íslands sé aðili að því. Það gerði það að verkum að þegar ég samdi við fyrirtækið fór ég ekki fram á sérstakar greiðslur í upphafi til að sýna að ég hefði trú á þessu verkefni. En ég fæ prósentur af hagnaði þegar lyfið kemur á markað.“ Sveinbjörn viðurkennir spurður að stundum óttist hann að ná ekki að uppskera eins og hann hafi sáð. Allt geti gerst. Það þekkir hann því sjálfur lá hann á sjúkrahúsi 2009 eftir hjartaskurðaðgerð. „Ættin glímir öll við kransæðasjúkdóma,“ útskýrir hann. „Pabbi og allir bræður hans hafa þurft að fara í hjartaþræðingu. Ég vissi að það kæmi að mér á einhverjum tímapunkti en hafði vonast til að ég næði fimmtugu áður en svo varð ekki,“ segir hann. „Þetta var erfitt en gekk mjög vel. Landspítalinn hafði fengið glænýtt tæki og þar sást að það voru þrengingar í mun fleiri æðum en talið var í upphafi. Niðurstaðan var að opin hjartaaðgerð, þar sem tengt var framhjá fimm stífluðum æðum,“ segir hann og bætir svo sposkur við. „Ég held að margir í minni stöðu lendi í því að sjá aldrei afrakstur vinnu sinnar en það gefur meira en orð fá lýst takist að lina þjáningar milljóna sem sem fá flogakrampa og gefa þeim aukin lífsgæði.“

„Ég reyni að sækja um styrki til að gera rannsóknir sem þessar sjálfur, vegna þess að því meira sem fræðimenn geta gert sjálfir þeim mun verðmætari verða niðurstöðurnar. En

Sveinbjörn Gizurarson er við það að sjá afrakstur þrjátíu ára rannsóknarvinnu í nýjum nefúða við flogaveiki. Mynd/gag _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

18


FÉLAGIÐ

NFU 2018, - konur við stjórnvölinn

Mættir þátttakendur í NFU 2018 voru 12 konur. Eini karlmaðurinn var með á Skype, og festist því ekki á filmu

Nordisk Farmaceut Union (NFU) fundur ársins 2018 var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 23. til 25. ágúst. Mikill kvennablómi var á fundinum, en líklega hefur það ekki gerst áður að enginn mættra fulltrúa var karlkyns. Einn karlmaður heiðraði fundinn með fyrirlestri í fjarveru sinni og flutti „gerst síðan síðast“ skýrslu Finnanna gegnum Skype. Hann átti ekki heimangengt vegna þess að hann var í fæðingarorlofi. Þetta er líklega tímanna tákn á Norðurlöndunum, sem eru fremst meðal næstum því jafningja í jafnrétti kynjanna. Fundarstaðurinn var Hotel Guldsmeden í Colbjørnsensgade, hótel sem leggur áherslu á að vera umhverfisvænt, með bambustannbursta, umhverfisvæn handklæði og alla matargerð innblásna af umhverfisvernd. Annað tímanna tákn. Eftir að hádegisverður hafði verið snæddur og fundur settur voru „gerst síðan síðast“ skýrslur landanna fimm á dagskrá. Alltaf vill teygjast úr þeirri umræðu, þannig að 3 klukkustundir voru að þessu sinni eyrnamerktar þessum dagskrárlið. Það sem hæst bar hjá hverju landi verður nú rakið í fáeinum orðum, eftir stafrófsröð landanna.

Um skeið hefur verið unnið að nýju skipulagi heilbrigðisþjónustunnar í Finnlandi og ætlunin er að 18 svæði verði til í landinu, og hvert þeirra sjái um stjórn sinna heilbrigðismála. Ekki er vitað hvenær þetta nýja skipulag muni taka gildi, en fæðing þess hefur verið erfið. Í Finnlandi er nú einnig rætt um meira frelsi í lyfjadreifingarmálum og búist er við að sú umræða haldi áfram. Frá Íslandi var það helst að frétta að hneykslismál halda áfram að einkenna stjórnmálin, með tilheyrandi ráðherraskiptum og þar með seinkunum á áætlunum í heilbrigðis- og lyfjamálum. Nýtt lyfjafyrirtæki, Coripharma, hefur verið stofnað og keypt verksmiðju Actavis/Teva sem hætt var starfsemi. Ætlun fyrirtækisins er fyrst og fremst að framleiða samheitalyf, og til að byrja með verður framleitt á samningum við önnur samheitalyfjafyrirtæki, en í framtíðinni verða eigin samheitalyf þróuð.

Frá Noregi voru helstu fréttirnar um útvíkkun á þjónustu apótekanna. Viðbótarleiðbeiningar um notkun astmalyfja eru nú staðlaðar og greitt fyrir þær úr sameiginlegum sjóðum, og Danirnir hafa sett sýklalyf á dagskrá hjá sér, og höfðu fyrirsama á við um nýja þjónustu, á formi tveggja viðtala við lyfjaætlanir um stóra fundi um málið, með þátttöku fræðing, sem fólki sem er að byrja í meðferð á hjartalyfjum stjórnmálamanna og annars „málsmetandi“ fólks. Einnig stendur til boða. Nú er hægt að fá bólusetningar (flensu og lýstu þeir nokkuð vel fyrirætlunum um að danskir lyfjaferðamanna) í fjölda norskra apóteka, og þar greiðir sá sem fræðingar myndu framvegis fá starfsleyfi og sumir fá þar til fær bólusetninguna, en getur fengið hana með skömmum viðbótar starfsleyfi sem meðferðarlyfjafræðingar (behandlerfyrirvara og á einum stað gegn einu gjaldi. Talið er að þetta farmaceuter). Þær fyrirætlanir eru orðnar að veruleika nú. muni auka hlutfall bólusettra í Noregi. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

19


FÉLAGIÐ Verið er að koma á nýjum lyfjagagnagrunni í Svíþjóð, sem sameina mun tvo gagnagrunna, og vænta menn mikils af sameiningunni. Skýrsla frá sænsku ríkisendurskoðuninni hefur leitt í ljós að Svíþjóð hefur takmarkaðar áætlanir um neyðarlyfjabirgðir á stríðs- eða hamfartímum, og er mælt með því að þessu verði kippt í liðinn hið fyrsta. Sænskir lyfjafræðingar taka nú þátt í þverfaglegu verkefni um hlutverk og ábyrgð varðandi lyfseðla, sem ætlunin er að auki skilning og samvinnu milli heilbrigðisstétta.

Lyfjafræðideild: Rikke, Flemming, Susie

Útsýnið úr Turninum Kvöldverður fyrra kvöldið var snæddur á veitingastaðnum Turninum (Tårnet), sem er í turni Kristjánsborgarhallar (danska þinghússins), og fengu þátttakendur í leiðinni möguleika á að skoða turninn og útsýnið úr honum. Öryggisgæsla var skiljanlega töluverð, en bæði útsýnið og maturinn fyrsta flokks. Til kvöldverðarins mættu, auk NFU-fulltrúanna, nokkrir formenn deilda í PharmaDanmark, danska lyfjafræðingafélaginu.

Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla bauð í heimsókn á degi tvö, og okkur var sagt frá nýlega endurskoðuðu náminu, og síðan var húsnæðið skoðað, en það hefur verið endurbætt og einnig er nú komin tiltölulega ný og afar glæsileg bygging, þar sem áður var gestaíbúð deildarinnar.

Lyfjafræðideild: Gangur milli bygginga Danski lyfjafræðiskólinn var stofnaður 1892 og náði að verða um 115 ára áður en hann varð að deild í Kaupmannahafnarháskóla. Hann gekk í gegnum 60 ára skeið sem konunglegur Hluti þátttakenda snæðir ……….. Fleiri Danir mættir lyfjafræðiskóli (1942-2002) og 5 ár sem lyfjafræðiháskóli (2002-2007) áður en hann varð að sviði (2007-2012) og loks Dr. Catherine Duggan, framkvæmdastjóri FIP, alþjóðadeild innan heilbrigðisvísindasviðs í Kaupmannahafnarsamtaka lyfjafræðinga, var með okkur á símafundi um tengsl háskóla. Honum er skipt upp í tvær undirdeildir, í annarri er Norðurlandanna við FIP og þátttöku í starfsemi FIP. Það að fengist við lyfjafræðifögin galeníska lyfjafræði og félagslyfjaDr. Duggan bauð upp á símafund mæltist afar vel fyrir hjá fræði en í hinni lyfhrifafræði og lyfjahönnun. Um 240 nemar NFU þátttakendum. Rætt var um hvers FIP væntir af okkur og eru teknir inn í bachelornám ár hvert og 165 þeirra ljúka hvað við getum lagt af mörkum til að efla starfsemina. NFU þátttakendur settu fram töluvert af gagnrýni á FIP, meðal hefðbundnu lyfjafræðiprófi. Hinir sirka 75 velja milli þriggja annars komu fram óskir um að FIP legði minni áherslu á lína af lyfjavísindanámi og inní lyfjavísindanámið bætast apótekslyfjafræði og meiri á aðra geira lyfjafræðinnar, en þó nemar úr öðru bachelornámi þannig að ár hvert ljúka 100var bent á að mikilvægast af öllu í stefnu FIP væri samvinna 105 nemar meistaraprófi í lyfjavísindum. Meira en helmingvið aðrar heilbrigðisstéttir. NFU þátttakendur lögðu áherslu á urinn fer til starfa í lyfja- og líftækniiðnaðinum, en einungis að þau félög sem eiga félagsaðild að FIP þurfa að sjá ávinning 20% í apótek og önnur 20 % í störf hjá hinum opinbera. Enda er lyfjaiðnaður Dönum afar mikilvægur eins og útflutningsí því að vera með í FIP, og fram komu spurningar um hvers tölur staðfesta, og hann hefur vaxið gríðarlega síðan 2007, vegna bæði einstaklingsaðild og félagsaðild að FIP væri einkum þó útflutningur til landa utan Evrópusambandsins. möguleg. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

20


FÉLAGIÐ Námið var síðast endurskoðað 2015, og eins og eðlilegt er um háskólanám tekur það nokkurt mið af hvar í atvinnulífinu er mest þörf fyrir lyfjafræðinga. Nýja námið hefur mælst vel fyrir meðal nemenda. Í deildinni er lykilorðið samstarf, og meðal annars var minnst á í því samhengi samstarfið Nordic PoP, sem háskólar frá flestum Norðurlöndunum eru með í, meðal annars Háskóli Íslands. Það samstarf snýst um lyf sem eru „skraddarasaumuð“ að þörfum notandans, til dæmis með þrívíddarprentun.

Íslenska sendinefndin: Sigríður, Ingunn. Lóa María

Matur á Koefoed Frá Lyfjafræðideildinni lá leiðin á veitingastaðinn Koefoed, þar sem hádegisverður var snæddur, og þaðan í Dehns Palæ, aðsetur danska apótekarafélagsins. Höllin brann fyrir nokkrum árum, en nú er búið að gera hana afar fallega upp.

Kvöldverður seinna kvöldið var haldinn á veitingastaðnum Maganum (Maven). Þar fékk NFU fallega borðstofu út af fyrir sig, enda segir hefðin að töluvert er um ræðuhöld og gestgjöfum gefnar gjafir á þessu kvöldi. Fyrir kvöldverðinn söfnuðust þátttakendur saman á hótelinu og gestgjafar næsta árs, Svíþjóð, héldu móttöku þar sem sænskir sérréttir voru í boði. Til mikils léttis fyrir fulltrúa annarra landa var súra og gerjaða síldin, sem Svíar elska svo mjög, ekki í boði, heldur einungis réttir sem falla betur að smekk annarra þjóða.

Kristina tekur við bjöllunni frá Rikke Síðasta daginn var rætt um lyfjafræðingafélög framtíðarinnar og síðan var fundi slitið á hefðbundinn hátt, með því að Rikke formaður danska lyfjafræðingafélagsins afhenti gestabók og bjöllu til næsta gestgjafalands, sem verður Svíþjóð. Ingunn Björnsdóttir Mættir formenn: Rikke (DK), Lóa María (IS), Rønnaug (NO), Kristina (SE) _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

21


FÉLAGIÐ

Ráðstefna Evrópusamtaka kvenlyfjafræðinga Eftir að Þórunn Kristín formaður ráðstefnunefndar hafði boðið þátttakendur velkomna steig Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ í pontu og hélt erindi um lyfjafræði á Íslandi. Beint á eftir henni steig í pontu Guðrún Marta Ásgrímsdóttir lyfjafræðingur, til að segja frá frumkvöðlafyrirtækinu Oculis, sem er meðal þess mikla afraksturs sem hefur orðið af vísindastörfum prófessors Þorsteins Loftssonar. Fyrirtækið þróar nýjar leiðir til að koma augnlyfjum á sinn stað.

Guðrún Marta í pontu

Nefndin Þann 15. September 2018 var haldin í Reykjavík árleg ráðstefna evrópskra kvenlyfjafræðinga. Einhver kann að undrast það að innan kvennastéttarinnar sem lyfjafræðingastéttin er orðin séu sérstök samtök kvenlyfjafræðinga, og blaðamaður undraðist þetta nægilega til að spyrja aðeins út í þetta. Í ljós kom að samtökin höfðu verið stofnuð til mótvægis við þá breiðfylkingu síðmiðaldra karla sem einkenndi FIP, alþjóðasamtök lyfjafræðinga, í áratugi. Samtökin lifa enn með nokkrum blóma, enda karlmenn meira áberandi en konur í framlínunni hjá FIP, enn þann dag í dag.

Á eftir Guðrúnu steig í pontu Dr. Fatma Karapinar-Carkit, sem starfar á Sint Lucas Andreas spítalanum í Amsterdam, og hélt erindi, sem sýndi hvernig stunda má vísindarannsóknir á lyfjafræðilegri umsjá á spítala, án þess að hafa mikla umgjörð í kringum það. Dr. Karapinar-Carkit kvað mestu hættuna á lyfjamistökum vera við innlögn og útskrift á spítala, út af vöntun á samfellu í heilbrigðisþjónustuna við þær aðstæður. Hún beindi sjónum að lyfjasamstillingu og hvernig fá mætti sjúklinginn og þá sem sinna honum með í ferlið, sem og hvaða vandamál það seru sem sjúklingar upplifa eftir útskrift. Hún fjallaði um hvernig lyfjafræðingurinn og heilbrigðiskerfið gætu unnið saman að því að auka samfelluna í þjónustunni. Dr. Karapinar-Carkit

Þórunn Kristín Guðmundsdóttir lyfjafræðingur hafði kynnst forsvarskonum samtakanna ráðstefnum í gegnum tíðina, haldið erindi um störf og starfsumhverfi íslenskra kvenlyfjafræðinga á einum kvennafundinum og var óskað eftir kröftum hennar í undirbúningsnefnd hópsins við að setja upp ráðstefnuna 2019, sem að þessu sinni var haldin á Íslandi. Ráðstefnan var haldin í lyfjafræðisafninu við Neströð, og þar voru saman komnar á ráðstefnudagskrána 55 , nokkur hluti þeirra íslenskir kvenlyfjafræðingar í fremstu röð. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

22


FÉLAGIÐ Úr fyrirlestri dr. Karapinar-Carkit. Lyf frá einum sjúklingi

Rachel MacDonald sagði síðan frá því hvernig nýta má apótekin í raunheimarannsóknum og lýsti því hvernig apótek í Stóra-Bretlandi eru í vaxandi mæli þátttakendur í rannsóknum í daglegu starfi, og hvernig yfirvöld stuðla að þessu. Hún benti á ýmsar leiðir til að fá fjármögnun rannsókna ef lyfjafræðingar hafa áhuga á að sinna slíku. Hún lýsti, sem dæmi, samstarfi sem ýmsir hagsmunaaðilar (lyfjaframleiðslu-fyrirtæki, háskólafólki, heimilislæknar, spítalar, löggjafinn og heilsuhagfræði-yfirvöld og öll 55 apótekin í Salford) innleiddu og framkvæmdu Salford lungnarannsóknina. Fyrir áhugasama er hægt að gúgla „Salford Lung Study“. Hún gerði ráð fyrir að rannsóknir með þessu sniði myndu aukast í framtíðinni.

Frá Florealis kom Dr. Elsa Steinunn Halldórsdóttir og kynnti hvað gera má með jurtum til að fást við væga sjúkdóma og sjúkdómseinkenni, þannig að lífsgæði aukist. Samkvæmt Elsu Steinunni má líta á jurtalyf sem brúna milli verksmiðjuframleiddra lyfja og fæðubótarefna, og vísindi og tækni hafa gert kleyft að auka gæði jurtalyfja verulega á síðustu áratugum. Gæðakröfur til framleiðslunnar eru þær sömu og til lyfja almennt. Florealis er ört stækkandi og hyggst verða leiðandi í jurtalyfjum á norræna markaðinum.

Dr. Elsa Steinunn Halldórsdóttir heldur fyrirlestur

Dr. Sesselja Ómarsdóttir svarar spurningum úr sal

Gabriela Pura hélt erindi um notkun stungulyfsins Urapidil við bráðum háþrýstingi á leið á sjúkrahús (pre-hospital service). Hún bar saman Enalapril, Furosemid og Urapidil stungulyfin sem voru í bráðatöskum sjúkrahúsanna í Cluj í Rúmeníu og komst að þeirri niðurstöðu að mun styttri tíma tæki að ná þrýstinginum niður með Urapidil (3-5 mínútur) en með Furosemid eða Enalapril (30-35 mínútur).

Dr. Sesselja Ómarsdóttir sagði því næst frá Alvotech, íslenska lyfjafyrirtækinu sem er að vinna sér sess á sviði sambærilegra líftæknilyfja. Alvotech ætlar að verða leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og framleiða gæðalyf á samkeppnisfæru verði. Sesselja lýsti nánar starfsemi Alvotech, en þar sem ætla má að íslenskir lyfjafræðingar séu í stakk búnir til að kynna sér fyrirtækið, verður ekki gefin nánari lýsing á því Anna Bryndís og Ásta hér. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

23


FÉLAGIÐ Lilian Anekwe kynnti launakönnun sem Chemist&Druggist ritið stendur fyrir ár hvert. Hún gat út frá könnuninni upplýst að enn eru karlar nokkru launahærri en konur í störfum lyfsala, sem og í störfum almenns apótekslyfjafræðings, en hins vegar hafa kvenkyns afleysingalyfjafræðingar hærri laun en karlkyns kollegar þeirra. Hún kynnti einnig viðhorf almennra apótekslyfjafræðinga varðandi starfsferilsrþóun og kom þá í ljós að hærra hlutfall af konunum en körlunum taldi sig hafa starfsþróunarmöguleika. Einnig var spurt um möguleika á fæðingarorlofi en þar var lægra hlutfall kvenna en karla sem taldi yfirmenn jákvæða á fæðingarorlof, og ótrúlega lágt hlutfall hjá báðum kynjum, undir 30%. Dr. Anna Bryndís Blöndal sagði frá doktorsverkefni sínu um að koma á lyfjafræðilega umsjá í heilsugæslunni á Íslandi. Ætla má að íslenskir lyfjafræðingar séu nokkuð kunnugir rannsóknum Önnu Bryndísar, og því verða helstu niðurstöður ekki tíundaðar hér, en vonandi fær Anna Bryndís sem fyrst tækifæri til að innleiða lyfjafræðilega þjónustu í heilsugæsluna, út frá niðurstöðum doktorsverkefnisins. Í lokin voru pallborðsumræður með þátttöku þeirra fyrirlesara sem tækifæri höfðu til að vera allan daginn. Í hádegishléi var léttur hádegisverður og möguleiki á að skoða lyfjafræðisafnið. Til þess að kynnast enn frekar og styrkja tengslanetið var skemmtidagskrá fyrir konurnar, maka og fjölskyldur þeirra bæði fyrir og eftir ráðstefnu, en hún verður ekki tíunduð hér.

Kvennablómi bak við Þórunni Kristínu ráðstefnustjóra Fjórtándi Evrópufundur kvenlyfjafræðinga verður haldinn 23. nóvember í Dresden í Þýskalandi undir yfirskriftinni “Working better together – Interdisciplinary Co-operation”. Nánar á Facebook síðu samtakanna @womenpharmacistseurope. Ingunn Björnsdóttir

Hópurinn í hádegishléi _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

24


FRÆÐIN

Alþjóðleg ráðstefna um kítósan ICCC/EUCHIS Munster Þýskalandi, 30. ágúst-2. september 2015

Ingólfur Magnússon Doktorsnemi við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands

Haustið 2015 fór ég á alþjóðlega ráðstefnu um kítósan ásamt Má Mássyni prófessors við lyfjafræðideild og Priyanka Saharia doktorsnema við lyfjafræðideild Háskóla Íslands Á ráðstefnunni kynntu ráðstefnugestir nýjustu niðurstöður rannsókna sinna, á formi veggspjalda og/eða fyrirlestra. Hópurinn frá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands kynnti nýjustu niðurstöður sínar varðandi efnasmíðar og rannsóknir á mismunandi kítósanafleiðum. Einnig var íslenska fyrirtækið Primex með kynning á sínum vörum á ráðstefnunni, en Primex er einn stærsti framleiðandi kítósans í Evrópu. Kítósan er fjölliða einangruð úr rækjuskel og er lífsamrýmanleg, með litlar eiturverkanir og bakteríudrepandi virkni. Kítósan þykir vera hentugur kandídat sem lyfjaferja fyrir til dæmis krabbameinslyf í stýrðri ljósörvaðari upptöku lyfja (e. Photochemical internationalization – PCI). Þar hafa kítósanafleiður verið notaðar sem lyfjaferjur fyrir ljósörvunarefni (e.photosensitizers) eins og til dæmis tetrafenýlporfyrín. Einnig má nota kítósan í að flytja krabbameinslyf og ljósörvunarefni saman inn í krabbameinsfrumur. Þetta gerir það að verkum að minnka má skammta af krabbameinslyfjum og um leið minnka aukaverkanir gamalla krabbameinslyfja umtalsvert. Það má því segja að hægt sé að hanna kítósanafleiður sem gætu virkað sem fyrsta flokks flutningskerfi fyrir fjölmörg mismunandi lyf. Markmið dokorsverkefnisins míns við Háskóla Íslands er einmitt að þróa smellefnafræðiaðferðir (e. click chemistry) til að tengja fitusækin efni við kítósanafleiður í vatnslausn á sérvirkan og skilvirkan hátt. Þessar afleiður má nota til að mynda nanóagnir og þær er hægt að nýta sem lyfjaferju, til dæmis við ljósörvaða krabbameinslyfjagjöf.

Margir af fremstu vísindamönnum heims í rannsóknum á kítósan og öðrum fjölliðum voru á ráðstefnunni. Þessi ráðstefna var því góður vettvangur til að víkka út tengslanet sitt og skoða spennandi hluti sem aðrir eru að gera í rannsóknum á kítósan. Til dæmis var Kjell Morten Varum prófessor við NTNU (Norwegian University of Science and Technology) á ráðstefnunni en enginn hefur birt jafn margar fræðigreinar og hann um kítósan og er hann því einn fremsti sérfræðingur heims á þessu sviði. Hann skoðaði veggspjöld frá Háskóla Íslands mjög vel og spurði okkur spjörunum úr, oft á tíðum mjög erfiðar spurningar. Það er óhætt að segja að við komust vel frá þessu og Kjell var ánægður með svörin og mjög áhugasamur um rannsóknir Háskóla Íslands á kítósan. Hann var það hrifinn að hann lagði til að við myndum halda sambandi og hafði hann mikinn áhuga á mögulegu samstarfi í framtíðinni. Þetta var því mikið hrós og viðurkenning á að mikil gæði og vönduð vinnubrögð eru á bak við þær rannsóknir sem Lyfjafræðideild hefur gert á kítósani. Það að fara á ráðstefnur eins og þessa fylgir oft mikill kostnaður og tími í undirbúning og kynningu á niðurstöðum. Hinsvegar eru þær nauðsynlegur þáttur í öllu rannsóknarstarfi af mörgum ástæðum, eins og til dæmis að víkka út tengslanet sitt, finna nýja samstarfsaðila, bera saman eigin rannsóknir miðað við það sem önnur rannsóknarteymi eru að gera og fá endurgjöf á manns eigin rannsóknir frá sérfræðingum á því sviði. Það gefur manni góða hugmynd hvort rannsóknin sé á réttri leið og hvort eitthvað megi bæta. Einnig eru ráðstefnur gott tækifæri til að þjappa saman hópinn, hvort sem um ræðir lítið eða stórt rannsóknarteymi. Það helsta sem við fengum út úr þessari ráðstefnu er að við sáum að rannsóknir okkar við Lyfjafræðideild á kítósan standa mjög framarlega, við fengum mjög jákvæða endurgjöf á rannsóknir okkar frá öðrum vísindamönnum auk þess að eignast samstarfsaðila eins og til dæmis Kjell Morten Varum sem er mjögt virtur og afkastamikill vísindamaður í heimi kítósan og fjölliðu rannsókna. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið mjög skemmtileg og gagnleg ráðstefna fyrir okkur og allur kostnaðurinn, tíminn og undirbúningurinn sem fór í hana var algjörlega þess virði.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

25


FRÆÐIN

Ráðstefna European Society of Cardiology (ESC) um hjartabilun Íris Erla Gísladóttir

Ráðstefna Evrópsku hjartalæknasamtakanna (ESC) um hjartabilun var haldin í Vín í Austurríki, dagana 26. til 29. maí 2018. Um 5000 heilbrigðisstarfsmenn frá yfir 100 löndum sóttu ráðstefnuna, en ráðstefnan er haldin árlega og er sú stærsta á sínu sviði í heiminum. Þema ráðstefnunnar var “Heart failure: classical repertoire, modern instruments”. Ég sótti ráðstefnuna ásamt Ingibjörgu Gunnþórsdóttur, klínískum lyfjafræðingi á Landspítala. Á ráðstefnunni var fjölbreytt úrval fyrirlestra, hagnýtra námskeiða og kynninga á rannsóknarverkefnum. Auk þess var stór sýningarsalur þar sem fyrirtæki kynntu starfsemi sína, ný lyf á markaði o.fl. Þar á meðal var Novartis Pharma AG, Orion Corporation, Bayer AG og Astra Zeneca. Á ráðstefnunni sat ég meðal annars fundi sem innihéldu fyrirlestra um eftirfarandi efni: Drugs in heart failure - Out with the old, in with the new; Strategies to overcome diuretic resistance; Prevention of heart failure: In patients with cancer, with hypertension, with diabetes, with coronary artery disease or with asymptomatic left ventricular dysfunction; Prevention remains the best treatment in heart failure: Importance of blood pressure control, diabetes mellitus and insulin resistance; Tips and tricks for daily living with heart failure; How to manage my patient with: Supraventricular tachycardia, stroke, dementia or sleep disordered breathing; Diabetes and heart failure: A 21st century global challenge.

Eitt af þeim umfjöllunarefnum sem vakti áhuga minn á ráðstefnunni var lyfið Jardiance. Jardiance inniheldur virka efnið empagliflozin og er notað í meðferð við sykursýki af gerð 2, en sjúklingar með hjartabilun eru í aukinni hættu á að fá sykursýki og öfugt. Empagliflozin er afturkræfur og sértækur samkeppnishemill samflutningsprótein natríumglúkósa 2, (e. sodium-glucose co-transporter 2, SGLT2). Rannsóknir hafa sýnt að blóðsykurslækkandi lyf, af sama flokki og empagliflozin, geta komið í veg fyrir þróun hjartabilunar hjá sjúklingum með sykursýki af gerð 2, fækkað sjúkrahúsinnlögnum og lækkað dánartíðni. Vangaveltur voru um hvort SLGT2 hemlar gætu verið gagnlegir í meðferð við hjartabilun hjá sjúklingum sem eru ekki með sykursýki af gerð 2 en það hefur enn ekki verið rannsakað. Á ráðstefnunni voru um 2000 ágrip samþykkt sem veggspjald eða fyrirlestur og var meistaraverkefni mitt frá lyfjafræði eitt af þeim. Ég kynnti verkefnið mitt í poster session sem var með yfirskriftina “Chronic heart failure – Treatment” og var á fyrsta degi ráðstefnunnar. Verkefnið mitt ber nafnið “Lyfjanotkun á göngudeild hjartabilunar á Landspítala: Eru sjúklingar meðhöndlaðir í samræmi við klínískar leiðbeiningar Evrópsku hjartalæknasamtakanna?” og markmið rannsóknarinnar var að athuga hver staða lyfjanotkunar hjá sjúklingum á göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum var miðað við klínískar leiðbeiningar sem Evrópsku hjartalæknasamtökin gáfu út árið 2016. Í verkefninu rannsakaði ég hversu margir sjúklingar sem áttu heimsókn á göngudeild hjartabilunar árið 2016 voru á viðmiðunarskömmtum sem gefnir eru upp í klínískum leiðbeiningum ESC fyrir helstu lyfjaflokka sem notaðir eru við hjartabilun, en þeir eru ACE hemlar, ARB hemlar, beta blokkar og saltstera/aldósterón viðtaka blokkar. Helstu niðurstöður voru þær að viðmiðunarskömmtum var náð hjá 14% sjúklinga á ACE- eða ARB hemlum, 12% sjúlinga á beta blokkum og 16% sjúklinga á saltstera/ aldósterón viðtaka blokkum. Helstu ástæður fyrir því að sjúklingar voru ekki á viðmiðunarskömmtum voru skert nýrnastarfsemi, lágur blóðþrýstingur þegar skammtar voru hækkaðir eða að skammtaaukning lyfs var ekki fullreynd og voru þær niðurstöður í takt við sambærilegar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar í Evrópu.

Ráðstefnan var mjög lærdómsrík og skemmtileg og vil ég þakka vísindasjóði LFÍ fyrir veittan styrk. Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um ráðstefnuna eða ESC geta nálgast þær á www. escardio.org. _____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

26


FRÆÐIN

Fylgiseðlar mikið lesnir, bæði af skjá og blað Vísbendingar úr könnun Lyfjastofnunar Í fyrrahaust stóð Lyfjastofnun fyrir könnun um lestur fylgiseðla. Henni var ætlað að vera eins konar forkönnun og undanfari viðameiri könnunar síðar um sama efni, en markmiðið er að komast að því hvernig upplýsingar um lyf skila sér best til notenda, hvaða þætti mætti bæta og hvort rafrænar lausnir geti hjálpað til við að miðla upplýsingunum. Um könnunina Könnunin var unnin af starfsmönnum upplýsingadeildar Lyfjastofnunar. Þrettán spurningar sneru að viðfangsefninu beint, en fjórar að bakgrunni svo sem kyni og aldri. Rúmlega þúsund manns tóku þátt í könnuninni að einhverju leyti, en þeir sem svöruðu flestum eða öllum spurningunum voru á bilinu 900950. Það verður að teljast nokkuð góð þátttaka, en fyrirvara þarf þó að setja þar sem svaranna var ekki aflað með slembiúrtaki eins og gert er hjá þjónustufyrirtækjum á þessu sviði, heldur var könnuninni dreift með kostun á Facebook. Það voru því eingöngu þeir sem fyrirfram höfðu áhuga á viðfangsefninu sem tóku þátt í könnuninni, og skekkjuna sem af því hlýst þarf að hafa í huga. Því er hér um vísbendingar að ræða, en áhugaverðar engu að síður. Bakgrunnur þátttakenda Í könnuninni var spurt um kyn, aldur, menntun og einnig sérstaklega um heilbrigðismenntun svo hægt væri að meta hvor yfirgnæfandi fagþekking þátttakenda kallaði fram skekkju. Svo reyndist ekki vera, 26% sögðust hafa menntun á heilbrigðissviði. Háskólamenntaðir voru 51%, fólk með framhaldsskólamenntun eða starfsnám 37%, og þeir sem höfðu lokið grunnskóla voru 9%. Aldursdreifing í könnuninni var meiri en e.t.v. hefði fyrirfram mátt ætla, að þátttaka yrði yfirgnæfandi mest hjá elsta hópnum sem jafnan notar lyf í meira mæli en hinir yngri. Tæplega helmingur, eða 48%, var 55 ára eða eldri, 38% 35-54 ára, 16% 34 ára eða yngri, þar af einn yngri en 18 ára. En þegar kemur að kyni þátttakenda verður verulegur halli sem hlýtur að skekkja myndina. Konur voru rúmlega 85% þátttakenda, karlar einungis 14%. Vita af fylgiseðlinum og lesa hann

Ánægjulegt er að sjá að verulegur meirihluti les fylgiseðilinn oft eða alltaf, 69% þátttakenda. Langflestir, eða 90%, lesa pappírsútgáfuna, en sumir þeirra greinilega líka þá rafrænu því um þriðjungur merkti við sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar. Einnig voru nefndar aðrar rafrænar leiðir svo sem Lyfjabók Lyfju. Þá er jákvætt að rúm 90% telja sig oft eða alltaf fá þær upplýsingar um lyfið sem þörf er á í fylgiseðlinum. Hins vegar getur rúmur helmingur þátttakenda ekki tekið undir þá fullyrðingu að fylgiseðillinn sé hæfilega langur; freistandi er að draga þá ályktun að fylgiseðlar þyki heldur langir. Upplýsinganna aflað víða Spurningunni um hvernig upplýsinga um lyf sé aflað svara flestir með því að vísa í fylgiseðilinn, eða 83%. Margir fá einnig upplýsingar hjá læknum og starfsfólki apóteka, en um fimmtungur, eða 19% talar við vini og ættingja. Að svo hátt hlutfall svarenda leiti til þeirra sem ekki endilega eru fagmenn, gæti vakið ugg. En þar sem spurningunni mátti svara með því að merkja við fleiri en einn möguleika, og fylgiseðlalestur virðist nokkuð útbreiddur, eru líkur á að flestir í þessum fimmtungi láti upplýsingar frá vinum og ættingum ekki duga einar og sér. Hættu að taka lyfið vegna upplýsinga í fylgiseðli Upplýsingar í fylgiseðli hafa í næstum helmingi tilvika orðið til þess að notandi hafi einhvern tíma hætt að taka tiltekið lyf. Á því geta verið ýmsar skýringar aðrar en órökstudd hræðsla við aukaverkanir, sem þó voru oft nefndar sem ástæða. Til dæmis gæti verið um konu að ræða sem verður barnshafandi eftir að hún byrjar lyfjameðferð og forsendur fyrir notkun lyfsins því breyttar. Lyfið gæti líka verið lausasölulyf og mat læknis því ekki fyrir hendi. Spurt um rafræna fylgiseðla Þátttakendur í könnuninni voru spurðir um hvort þeir vissu hvar hægt væri að nálgast fylgiseðla rafrænt, og kom í ljós að 38% vissu ekki um slíkt. Verulegur meirhluti, eða 77% vill gjarnan skoða fylgiseðilinn rafrænt, en greinilega margir einnig hafa prentaða útgáfu í pakkningu lyfsins því við þann möguleika merktu 79%. Og langflestir myndu taka frekari rafrænum lausnum fagnandi. Það ættu að teljast góðar fréttir út frá öryggissjónarmiði, því rafrænar lausnir myndu auðvelda mjög og flýta fyrir uppfærslu fylgiseðla þegar þess gerist þörf.

Með það í huga að svörin byggja á þeim sem áhuga höfðu á viðfangsefninu en ekki á slembiúrtaki, kemur e.t.v. ekki mjög á óvart að nánast allir vita af tilvist fylgiseðla. Aðeins tæpt Hanna G. Sigurðardóttir prósent svaraði þeirri spurningu neitandi. Forvitnilegt er einnig starfsmaður upplýsingadeildar Lyfjastofnunar – og svolítið spaugilegt jafnvel - að einn þátttakandi í þess-ari könnun um lestur fylgiseðla vildi ekki svara því hvort hann vissi af fylgiseðlum í lyfjapakkningum; svo sem aldrei of var-lega farið í netheimum! _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

27


FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2018 Fyrsta erindi kvöldsins hélt Dr. Bjarni Sigurðsson lyfsöluleyfishafi og verðandi ráðuneytislyfjafræðingur. Það fjallaði um þunglyndi karla, og kom okkur sem á hlýddum í skilning um að stundum er árásargjarni uppreisnarseggurinn bara þunglyndur, og farsælast að meðhöndla hann sem slíkan. Ekki verður farið út í nánari lýsingar á erindi Bjarna, en áhugasömum er bent á að doktorsritgerð hans: „Greining þunglyndis karla í samfélaginu og tengsl þess við kortisól og testósterón“ er fáanleg á rafrænu formi á skemman.is.

Dr. Bjarni

Dagur lyfjafræðinnar var haldinn hátíðlegur 16. nóvember 2018. Réttara væri kannski að kalla hann kvöld lyfafræðinnar, þar sem dagskrá hófst kl. 18.30 að kvöldi og stóð fram undir klukkan 22. En kvöld, í svona samhengi, minnir óþægilega á ævikvöld, svo betra er að halda sig við Daginn. Dagskrá hófst með hálftíma veggspjaldakynningu og var hún, eins og oft áður, endurnýting á veggspjöldum sem farið höfðu á aðrar ráðstefnur. Fimm veggspjöld voru kynnt, en straumur áhorfenda að veggspjöldunum var fremur hægur.

Guðrún Björg

Guðrún Björg Elíasdóttir, lyfjafræðingur hjá Sjúkratryggingum hélt því næst erindi um markmið með reglugerðarbreytingu varðandi metylfenidat, sem Veggspjaldakynnar: Hjörleifur, Elvar Örn V., Berglind Eva, Ingunn gerð var 1. júlí 2018, og afleiðingar hennar. Eins og vænta mátti var markmiðið að draga úr notkun metylfenidats, og gera hana markvissari, en þegar Dagur lyfjafræðinnar var haldinn lá svosem ekkert fyrir um hvort sú yrði raunin til lengri tíma litið. Nokkrar umræður urðu um þetta erindi, og sýndist sitt hverjum um hvort þessar breytingar væru líklegar til að skila þeim árangri sem að var stefnt.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

28


FÉLAGIÐ Pétur Gunnarsson flutti síðan erindi um sýklalyfjagæslu og hljóp þar í skarðið fyrir Elínu Jacobsen. Hákon Steinsson, Guðrún Björg Elíasdóttir og Kristín Loftsdóttir gerðu þar næst grein fyrir þeim sjóðum félagsins sem styrkja rannsóknir, námskeið og endurmenntun/símenntun. Þau hvöttu fólk til að sækja um í þessa sjóði og virtust frekar eiga í vandræðum með að koma peningunum úr þeim út en að umsóknir væru of margar.

Eva Björk og Rúna Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar og Eva Björk Valdimarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu forstjóra héldu erindi um lyfjaskort og úrræði Lyfjastofnunar þegar lyf skortir. Fram kom í máli þeirra að Lyfjastofnun hefði einkar praktíska nálgun á þetta vandamál, og beindi kröftunum frekar í að leysa vandann en að kortleggja ástæður hans. Ekki kom fram í erindinu hvenær litið er svo á að um lyfjaskort sé að ræða, en fram kom að aðgerðir til lausnar vandanum væru margvíslegar. Hákon Hrafn veitir verðlaun og Hlynur Torfi blóm Að lokum veitti Hákon Hrafn Sigurðsson efnilegustu lyfjafræðinemunum viðurkenningar lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, og Hlynur Torfi Traustason varaformaður Lyfjafræðingafélags Íslands hljóp í skarðið fyrir Lóu Maríu formann færði efnilega fólkinu blómvendi frá félaginu. Venjan er að sá nemi sem hæsta einkunn hlaut á fyrsta ári fái verðlaun, sem og sá nemi sem hæsta einkunn hlaut á bachelor-prófi og sá sem hæsta einkunn hlaut á meistaraprófi. Að þessu sinni var einungis 1. árs neminn á staðnum.

Svava Svava Þórðardóttir flutti tölu um réttarefnafræði á Íslandi, þar með talið hvað finna mætti í blóði íslenskra ökumanna. Mögulega heldur erindi hennar einhverjum gætnum einstaklingum frá þjóðvegum landsins og götum borga og bæja, en því miður er ósennilegt að erindi haldið á Degi lyfjafræðinnar hafi mikil áhrif á fjölda ökumanna undir (ýmiskonar) áhrifum, eða magn vímuefna í blóði þeirra.

Pétur hélt fyrirlestur, en hér er hann á rabbi í hléi

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

29


FÉLAGIÐ

Salurinn var fallega skreyttur og áhorfendur áhugasamir Boðið var upp á snæðing í hléi, hlaðborð sem svignaði af smáréttum. Með matnum voru drykkir til að vökva lífsblómið og einnig gafst færi á vökvun blómsins bæði við upphaf dagskrár og í lokin. Ingunn Björnsdóttir

Ólafur Adolfsson stjórnaði fundi af miklum myndugleik.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

30


_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

31


_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 54. árgangur, 1. tölublað 2019

32


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.