ICAS reyksogskerfi - upplýsingabæklingur

Page 1

Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

Eining: INNSOGS

REYKSKYNJARI IRS-v4

Framleiðandi: ICAS AS, Grini Næringspark 15, N-1361 Østerås, Norge Snarað úr norsku 1. útgáfa

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 1 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

Efnisyfirlit: 1 2 3

Lýsing Virkni Lýsing 3.1 Framhlið 3.2 Lýsing á LED-tækni til að skynja eld - viðvaranir 3.2.1 Viðvaranir frá skynjara 3.2.2 Viðvaranir frá kerfinu 3.2.3 Sameiginlegar viðvaranir 3.3 Innan í skynjaranum 3.3.1 Síubox með hitaelementum 3.3.2 Svæði þar sem kerfið gefur viðvaranir, stillanleg kerfi og skynjarakort 3.3.2.1 Kort með ljós-viðvörunum fyrir reykskynjara og kerfi 3.3.2.2 Kort fyrir rafhlöðustjórnun 3.3.2.3 Kort með reykskynjara og loftflæðisskynjara 3.3.3 Prentplötur/Kort 3.3.3.1 Þjónusta 3.3.3.2 Innri mælir 3.3.3.3 Innri tengingar 3.3.3.4 Tengingar fyrir önnur tæki 3.3.3.5 Rafhlaða 3.3.4 Tenging við rafmagnsnet 4 Uppsetning

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

4 4 4 4 5 6 7 6 8 8 8 9 9 9 10 10 11 12 12 13 14 14

Bls. 2 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar 5 Ræsing 6 Notkun 6.1 Kvörðun tækisins 6.1.1 Kvörðun reykskynjara 6.1.2 Kvörðun loftstreymisskynjara 6.2 Aftenging 6.3 Prófun skynjara 6.4 Prófun allra skynjara 6.5 Stilling til baka á öllum viðvörunar- og villuboðum 6.6 Að stilla af innra hljóðmerki 6.7 BRUNAVIÐVÖRUN 6.8 VILLUBOÐ 6.9 Skipt um innri síur 7 Möguleg vandamál 8 Viðhald 9 Hvað ýmsar aðgerðir taka langan tíma 10 ATH 11 Grunnupplýsingar 12 Staðlar 13 CE-merkingar

16 17 18 18 18 18 19 19 19 19 19 20 20 21 21 22 22 22 24 25

Myndir : Mynd 14 – Skema fyrir inntök og úttök

13

Töflur : Tafla 1 – Viðvaranir skynjara (á svæði A og/eða B) Tafla 2 - Viðvaranir kerfisins Tafla 3 – Sameiginlegar viðvaranir Tafla 4 – Rafmagnsfæribreytur fyrir inntök og úttök Tafla 5 – “Rofar á útgangskorti Tafla 6 – Stjórnun með hnöppum

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

6 7 7 13 15 17

Bls. 3 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

1 Lýsing Einingin er gerð til að skynja reyk gegnum innsogsrör (á 2 svæðum: Rör A og rör B). Loftið sem er dregið inn um innsogsrörin er síað og hitað upp til að draga úr mögulegum loftraka. Eininguna má nota sem hluta af öryggiskerfi (sem skynjara), eða sem eigin sjálfstæða einingu með sírenu og sendi. Eininguna þarf að tengja við 230V / 50Hz. Ef 230V rofnar, tekur rafhlaða við í allt að 24 klst. Eininguna má aftengja með innri hnappi eða utanfrá með því að stöðva í allt að 60 mínútur. Eftir 60 mínútna hlé fer einingin sjálfkrafa af stað aftur.

2 Virkni Einingin dregur til sín loft frá vöktuðum svæðum gegnum 2 plaströr (innsogsrör). Þetta loft er mælt af 2 jónískum skynjurum (eitt svæði fyrir hvort rör). Þegar reykagnir mælast í loftinu fer brunaviðvörun af stað með sameiginlegu ljósi (Eldur) og ljósi fyrir hvert rör (Eldur A og Eldur B). Samhliða þessu skiptast líka á 2 viðvörunarútgangar (Sameiginlegur og útgangur fyrir hvert rör). Villur í kerfinu koma fram sem gult ljós (FAULT).

3 Lýsing 3.1 Framhlið

Mynd 2 – Framhlið með norskum merkimiða

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Mynd 1 – Framhið með sænskum merkimiða

Bls. 4 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

Mynd 3 – Framhlið með finnskum merkimiða

Mynd 4 - Útblásturssett

1 – Rörmúffur fyrir innsogsrör 2 – Útblástur. Hægt er að setja upp útblásturssett (Mynd 4) til að flytja útblástursloftið út úr byggingunni eða herberginu Útblásturssett er einnig notað til að festa á hljóðdempara. 3 – Úttök og inntök fyrir kapla. 4 – Ljósaviðvaranir – Viðvaranir, bilanir í skynjara, óhreinar síur (viðvaranir fyrir hvert tilvik) – sjá undir 5 - Viðvaranir – Aflgjafi, tekið úr sambandi, rafhlöður – sjá undir 6 – Sameiginlegar viðvaranir – Brunaviðvörun og villur – sjá undir

3.2 Lýsing á viðvörunarljósum

Mynd 5 – Staðsetning á viðvörunarljósum.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 5 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar Öll viðvörunarljós eru staðsett þannig að þau sjást bæði þegar lokið er opið og lokað. Eina viðvörunarljósið sem sést ekki er þegar yfirspennuvörn fyrir 230V bilar (þar sem öryggi er ónýtt). Þessi bilun hefur ekki áhrif á aðgerðir einingarinnar, en dregur úr viðnámi gegn yfirspennu á 230V. Viðvörunarljósin geta sýnt eftirfarandi stöðu: Av engin viðvörun Hægt blikkandi ljós með tíðni 1 á sek. Hratt blikkandi ljós með tíðni 4 á sek. Stöðugt ljós lýsir stöðugt

Innra hljóð pípir ásamt viðvörunarljósi ( ef hljóðið er ekki aftengt). Innra hljóð er á útgangskorti og fer af stað við viðvaranir eða bilanir. Hægt er að taka hljóðið af með því að ýta á hnappinn „Silence“. Ef nýtt tilvik á sér stað fer hljóðmerkið af stað aftur. Hljóðmerkið kemur einnig fram sem stutt píp, þegar hnappur er notaður.

3.2.1 Viðvörunarmerki frá Skynjara Vinstri miðhópur ljósa á framhlið: LJÓS BRUNAVIÐ VÖRUN

BILUN SKYNJARA

LOFTFLÆÐISBIL UN - BILUN Í SÍU

Innra hljóðmerki

Litur

Staða

Rautt

Blikkar hratt

Brunaviðvörun ( á svæði A og/eða B)

Blikkar hægt

Viðvörun vegna minnis ( á svæði A og/eða B)

Stöðugt ljós Blikkar hægt

Reykskynjari er bilaður (á svæði A og/eða B)

Léleg skynjun hjá reykskynjara (á svæði A og/eða B)

Stöðugt ljós

Gult

Lýsing

Vantar innri síu (fyrir rör A og/eða B). Mikið loftflæði (rörið er brotið)

Gult Blikkar hægt

Of mikið eða of lítið loftflæði (skítug sía eða skemmt rör) ( á svæði A og/eða B)

Blikkar hratt

Mikil og hröð breyting á loftflæði (á svæði A og/eða B)

Tafla 1 - Viðvörunarmerki (á svæði A og/eða B)

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 6 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

3.2.2 Kerfisviðvaranir Vinstri hópur ljósa á framhlið: LJÓS TÆKI TENGT VIÐ 230V

BILUN RAFHLÖÐU

Innra hljóðmerki

Litur

Staða Stöðugt Blikka ljós r hægt

Nei

Almennt afl

Grænt

Keyrir á vararafhlöðu

Stöðugt ljós Blikka r hægt

Gult

Blikkar hratt Stöðugt ljós AFTENGDUR SKYNJARI

Lág spenna í rafhlöðu eða bilun í rafhlöðu

Bilun í hleðslutæki

Nei

Aftenging framkvæmd frá ytra inntaki Kerfisminnisvilla eða forritsvilla

Nei

Blikka r hægt

Blikkar hratt

Rafhlaða aftengd eða skammhlaup í rafhlöðu

Gult

Lýsing

Nei

Aftenging frá innri hnappi Aftenging frá rofa á síusvæði eða of langt skammhlaup frá ytra inntaki Ræsing eða kvörðun á IRS-3, innri eða handvirk prófun

Tafla 2 - Kerfisviðvaranir

3.2.3 Sameiginleg viðvörunarmerki Hægri mið hópur ljósa á framhlið: LJÓS BRUNAVIÐ VÖRUN BILUN

Litur Rautt Gult

Staða Stöðugt ljós Stöðugt ljós

Innra hljóðmerk i Já

Eldboð frá svæði A eða B

Einhver bilun

Lýsing

Tafla 3 – Sameiginleg viðvörunarmerki

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 7 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

3.3 Íhlutir tækis. 1 – Síubox með hitaelementum 2 - Svæði með kerfisviðvörunum, forrituð virkni og skynjarakort: Skjákort með skynjara- og kerfisviðvörunum, kort fyrir aftengingu frá vararafhlöðu þegar spennan verður of lág og skynjarakort með skynjara og loftflæðisvöktun undir plötu. 3 Útgangskort með stjórnunarhnöppum og sameiginlegum viðvörunum. Vararafhlaða er undir korti. 4 - Yfirspennuvernd fyrir 230 VAC. Mynd 6 – Opið tæki

3.3.1 Síubox með hitaelementum Innri síur liggja undir plastlokinu efst í tæki. Lokið er fest með sex plastskrúfum. Þegar lokið er fjarlægt, stöðvast viftan sjálfkrafa og skynjarar aftengjast.

ATH: passið mikró-rofa armana!!! Mynd 7 – Síur og hitaelement

3.3.2 Svæði með kerfisviðvörunum, forritaðri virkni og skynjarakorti Þetta samanstendur af einni prentplötu. Undir prentplötuni er uppsett kort sem fylgist með og tengir frá rafhlöðunni þegar spennan verður of lág. Undir málmplötunni, sem þessi kort eru fest á, liggja skynjarakortin, með skynjurum og loftflæðisskynjurum. Lýsingu á hverju viðvörunarmerki er að finna í töflu 3.2.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Mynd 8 – Kerfisviðvörun, forritaðri virkni og skynjarakort.

Bls. 8 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

3.3.2.1 Prentplata með viðvörunum fyrir skynjara og kerfið sjálft Kortið situr undir málmlokinu: Prentplata IRS32A1 1 – Að velja næmni og aðgerðir minnis fyrir viðvaranir – sjá undir 2 – Miði með útgáfu hugbúnaðar 3 – Tengi fyrir uppfærslu á hugbúnaði 4 – Tengiliður fyrir þjónustu 5 – Tengi fyrir skynjarakort rör A 6 – Tengi fyrir skynjarakort rör B 7– Tengi fyrir útgangskort.

Mynd 9 - Prentplata (IRS32A1)

3.3.2.2 Kort fyrir stjórnun rafhlöðu

1 – Kapall fyrir prentplötu IRS32A1 (sem fylgist með rafhlöðu) 2 – Tenging rafhlöðu 3 – Kapall fyrir prentplötu IRS33A1 (til að tengja rafhlöðutengið/kontakt á þessu korti)

Mynd 10 – Kort fyrir stjórnun rafhlöðu (IRS35) 3.3.2.3 Kort með reykskynjara og loftflæðisskynjara Skynjarakortið situr undir málmlokinu þar sem prentplata er fest á lokið. Á skynjarakortinu situr reykskynjari með jónísku hólfi og loftflæðisskynjara. Viftan er staðsett milli skynjarakortanna tveggja. Þessi vifta dregur loftið að skynjurunum frá innsogsrörunum.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Mynd 11 - Skynjarakort (IRS31A) og vifta

Bls. 9 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

3.3.3 Útgangskort Prentplata með hnöppum og sameiginlegum viðvörunum: IRS33A1

1 – innra hljóðmerki 2 – stilling á viftuhraða 3 – hnappar sjá hér að neðan 4 – sameiginlegar viðvaranir – Lýsing á viðvörunum er í töflu 3.2 hér á undan 5 – lok – yfir inn og úttök sjá hér að neðan

ATH: gætið ykkar á kæliplötu sem er undir lokinu hún getur verið heit!!

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 10 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar Mynd 12 - Termineringskort 3.3.3.1 Notkun

Til að nota eininguna eru 4 hnappar. Staðfesting á að ýtt hafi verið á hnapp er gefin til kynna með stuttu pípi. Að minnsta kosti þarf að ýta á hnappana í 1 sekúndu. % RESET – Viðvaranir og/eða bilanir eru endurstilltar með því að ýta á hnappinn RESET (í lágmark 1 sek). ATH: Skynjarahólfið VERÐUR að vera laust við reyk (hægt blikk með rauðu ljósi) til að hægt sé að endur stilla tækið. % SILENCE – Innra hljóðmerki er endurstillt með því að ýta á takkann SILENCE (i a.m.k. 1 sek). Ef ný viðvörun eða ný bilun fer af stað, fer hljóðmerkið af stað aftur. % TEST % Prófun á viðvörunum – Handvirkt próf á öllum ljósum og hljóðmerkjum er framkvæmt með því að ýta á þennan hnapp (í 1 til 5 sekúndur). % Prófun á skynjurum - Handvirkt próf á skynjurum er framkvæmt með því að ýta á þennan hnapp í meira en 10 sekúndur. Báðir skynjarar og öll viðvörunarmerki eru prófuð í einu. Jákvæð niðurstaða birtist þannig að bæði BRUNAVIÐVÖRUNAR ljósin lýsa. Þegar takkanum er sleppt á að slokkna á ljósunum. Gul ljós AFTENGING blikkar í um 30 sekúndur eftir hverja prófun. % TIMER – Hægt er að aftengja eininguna með því að ýta á þennan takka (í a.m.k. 1 sek), eða með því að aftengja inntakið TIMER. Innri TIMER fer aftur af stað eftir að takkanum hefur verið sleppt eða þegar hann hefur verið tengdur aftur. % CALIBRATE % Kvörðun á skynjurum – Til að kvarða skynjara þarf að ýta á takkana CALIBRATE og SILENCE samtímis þangað til hljóðmerki heyrist með stuttum tóni (u.þ.b. 3-4 sek). Kvörðunin tekur um 15 mínútur. Kvörðun fer einnig sjálfkrafa af stað við kalda ræsingu (tengingu á 230V og rafhlöðu við tækið).

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 11 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar % Kvörðun á loftflæðisskynjurum– Það verður að kvarða loftflæðisskynjara eftir ræsingu og við hver síuskipti eða þegar skipt er um innsogsrör. Til að kvarða loftflæðisskynjara er ýtt á hnappana CALIBRATE og SILENCE og RESET samtímis þangað til hljóðmerki heyrist með stuttum tóni (u.þ.b. 3-4 sek). Eftir ræsingu skal framkvæma þessa kvörðun 3 sinnum til að tryggja að stillingin sé rétt. 3.3.3.2 Breyting á viftuhraða Hraðastilling viftu – Það er hægt að breyta hraða viftunnar með því að snúa stilliviðnáminu með litlu skrúfjárni. ATH: Það VERÐUR að kvarða skynjara, loftflæðisskynjara og reykprufa bæði innsogsrörin eftir að hraða viftunnar hefur verið breytt!!

3.3.3.3 Innri tengingar 1 – Tenging fyrir rafhlöðukortið (IRS35) 2 – Tenging fyrir straumbreyta og hitaelement. Tenging á skjákorti IRS32A1 3 – Tenging á viftu 4 – Útgangar - sjá hér að neðan 5 – Rafhlöðutenging (16 V DC) Það er EKKI leyfilegt að tengja eitthvað annað dót við tengingar 1, 2, 3 og 5 !!

3.3.3.4 Tenging á ytri einingum •

TIMER innsogi

tenging fyrir ytri aftengingu á

Öryggiskontaktar: FIRE Sameiginlegt viðvörunar úttak (NO kontakt) • FIRE-A viðvörunarúttak fyrir rör A (NO kontakt) • FIRE-B viðvörunarúttak fyrir rör B (NO kontakt) • FAULT Sameiginlegt bilanaúttak (NO kontakt) •

12 V DC

Mynd 13 – Tengingar á útgangskorti

Rafmagnsgjafi fyrir ytri einingar

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 12 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

Skema sem sýnir inntök og úttök: N O

Mynd 14 – Skema sem sýnir inntök og úttök

Rafmagnsbreytur fyrir inntök og úttök: Inntak Aðalöryggi Tímamælir

Tegund Rafmagnsgjafi/Aflgjafi Analog

Færibreyta 230VAC / 0,35A 12V / 1mA

Úttak Brunaviðvörun Brunaviðvörun Rör A Brunaviðvörun Rör B Bilun 12V

Tegund Öryggi/Reley Öryggi/Reley Öryggi/Reley Öryggi/Reley Straumur Straumur

Færibreyta 1x NO, 24VDC / 1A 1x NO, 24VDC / 1A 1x NO, 24VDC / 1A 1x NO, 24VDC / 1A 9V .. 15V / 10mA (Brunaviðvörun 13,4V 200mA) .. 13,8V / 22ºC

Rafhlaða

Tafla 4 - Rafmagnsbreytur fyrir inntök og úttök

3.3.3.5 Rafhlaðan Rafhlaðan er undir útgangskortinu og er tengd við rafhlöðukortið. Rafhlaðan er þétt, viðhaldsfrítt blý-sýrubatterí upp á 16v og með getu sem nemur 17 Ah. Rafhlaðan endist í 24 klst. Þegar kerfið keyrir á vararafhlöðunni (ef 230 V aftengist/í rafmagnsleysi) mun hraði viftunnar minnka lítillega og flutningstíminn verður aðeins lengri.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 13 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

3.3.4 Rafmagnsnet Einingin er uppsett með tengingu við rafmagnsnet (230VAC). Netrafmagnið verður að tengja með sér öryggi. Kaplarnir L, N og PE (Jörð) eru tendir merktum tengipunktum. Tenging 230V skal framkvæmd af vottuðum rafvirkja. L, N ( 230 V AC )

rafmagnsnet Jarðtenging Mynd 15 –tenging á 230 V

4 Uppsetning % Einingin er sett upp á innri vegg (ekki útvegg). Setja verður hana þannig upp að lokið opnist alveg niður. % Eininguna má ekki setja upp þannig að hún verði fyrir raka eða rigningu. Flöskur með vökva má ekki geyma ofan á eða fyrir ofan eininguna. % Fyrst skal setja upp innsogsrörin. % Fyrir neðan útblástursopið á einingunni þarf að vera opið rými sem er a.m.k. 20 cm. Það er einnig hægt að setja upp útblásturssett eða einingu sem flytur útsogsloftið út úr byggingunni eða herberginu. Það er hægt að setja hljóðdempara á útblásturssettið. Þvermál rörsins á útblásturssettinu er 50mm. % Rafhlaðan er sett upp undir útgangskortið áður en útgangar eru tengdir við. ATH: Ekki skal tengja rafhlöðuna við eininguna fyrr en við ræsingu. % Útganga skal tengja með skermuðum kapli og skerminn skal tengja við jörð (við sameiginlegan jarðarpunkt í málmboxi). % Einingin er sett upp þannig að aðalstraumurinn kemur frá rafmagnsnetinu (230VAC). Rafmagnstengingin þarf að vera með sér öryggi. Tenging af 230V við eininguna skal framkvæmd af vottuðum rafvirkja. ATH: 230V skal ekki tengja við eininguna fyrr en við ræsingu. % uppsetning og önnur vinna við eldvarnarstöðina IRS-3 skal EINUNGIS framkvæmt af vottuðum aðila. % Ef aðeins á að nota annað innsogsrörið verður að loka hinum rörinnganginum (setja tappa í rörmúffuna). Flati kapallinn frá skynjarakortinu (IRS31A) á því röri sem ekki er verið að nota, verður að vera aftengdur frá skjákortinu (IRS32A1) fyrir ræsingu. % Við notkun á T-stykkjum (til að skipta rörunum) gildir eftirfarandi: ◦ Hámarks flutninglengd lofts fram til T stykkisins er 10m. ◦ Hvert aðalrör verður að vera í jafnvægi með tilliti til loftflæðis. ◦ Ef notað er T-rör verður að setja öll rörin (alla hluta) upp í rými með sama lofttæmisástandi (loftræsting). % Meiri upplýsingar um uppsetningu á IRS-3 finnur þú í öðrum skjölum: “IRS-3 Monteringsveiledning”, “Tabell for boring av hull_IRS-3v4”.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 14 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

Interne “switcher” INNRI ROFAR: NÆMNI – Hægt er að stilla viðvarana-næmni kerfisins á 2 mismunandi vegu. Eðlileg næmni þegar rofi A0 er lokaður (verksmiðjustilling), mikil næmni er valin þegar rofi A0 er opnaður. Breyting á næmni skynjarans skal framkvæma með bæði 230V og rafhlöðuna frátengda. VIÐVARANAMINNI – Þessi aðgerð gerir það að verkum að hægt er að velja hvort viðvaranarafliðirnir opnist sjálfkrafa eftir því að viðvaranaástandi er lokið eða hvort rafliðirnir verða áfram lokaðir þar til viðvörunin er stillt aftur handvirkt. Venjuleg virkni (úttakið er virkt þar til það er endurstillt handvirkt) er valin með því að rofi A1 er lokaður (verksmiðjustilling) , sjálfvirk endurstilling á úttaki er valið með því að hafa rofa A1 opinn. Allar breytingar á Mynd 16 - Straumbreytar á skjákortinu uppsetningu þessara rofa skulu framkvæmdar með bæðí rafmagn 230V og rafhlöður aftengd.

A0 Næmni skynjara 1 Lokað Venjuleg næmni Verksmiðjustilling 0 Opið Mikil næmni Skorinn leiðari

Venjuleg næmni Mikil næmni

A1 Viðvaranaminni 1

Lokað

Virkt

0

Opið

Aftengt

Verksmiðjustilling Skorinn leiðari

Viðvörun á rafliðaúttökum er einungis hægt að endurstilla handvirkt. Viðvörun á rafliðaúttökum er endurstilltur sjálfvirkt þegar viðvörunarástandi lýkur.

Tafla 5 – “Rofar á skjákortinu ATH: Einungis verksmiðjustilling (báðir rofar lokaðir) uppfyllir kröfur skv. staðlinum EN54- 20.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 15 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

5

Ræsing einingarinnar 1. 2. 3. 4.

5. 6. 7.

8. 9.

Tryggja skal að bæði innsogsrörin séu fullboruð og að endatappi sé festur í þau. Tengja skal vararafhlöðu við kortið IRS-35. Tengja skal við rafmagn 230V Innsogið byrjar núna og hefst þá kvörðun vegna ræsingar. Þetta ferli tekur um 30 mínútur. Timer -ljósið byrjar á því að blikka hratt. Eftir u.þ.b. 15 mínútur byrjar ljósið að blikka hægt. Á ræsingartímabilinu geta hin ólíku ljós blikkað eða lýst. Það er bara hluti af ræsingarferlinu. Hægt er að taka allt hljóð af með því að ýta á “SILENCE”. Þegar Timer ljósið hefur slökknað er kvörðun vegna ræsingar lokið. Síuvilluviðvörun byrjar þá yfirleitt að blikka + tækið gefur frá sér hljóð. Ýttu á “SILENCE” til að stilla af hljóðið. Eftir að kvörðun vegna ræsingar er lokið skal Alltaf kvarða loftflæðið handvirkt. Þetta er framkvæmt með því að ýta niður öllum þremur hnöppunum: CALIBRATE + SILENCE + RESET þar til það heyrist staðfestandi hljóðmerki (u.þ.b. 3-4 sek.). Til að tryggja að stillipunkturinn verði réttur skal framkvæma þetta kvörðunarferli þrisvar sinnum. Prófa skal viðbragðstíma beggja röra. Þetta er gert með reykflösku, reykpenna eða flugnaspíral. (Hámarks viðbragðstími: 60 sek.) Framkvæmdu aðgerðapróf og athugaðu að allar sírenur sendi merki til ytri miðstöðvar eða til GSM viðvörunarsendis.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 16 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

6 Notkun Einingunni er stýrt með 4 hnöppum (þessir sitja á útgangskortinu undir lokinu til að koma í veg fyrir óþarfa notkun). Aftengingu má einnig framkvæma utan frá með kapalhnappi eða þráðlaust. Ýta verður á hnappana TIMER, TEST, SILENCE og RESET í a.m.k. 1 sek, hnappinn CALIBRATE i 2-3 sek.. Sumar aðgerðir fara af stað ef hnappinum er haldið niðri lengi (að lágmarki í 10 sekúndur). Þegar hnappurinn er notaður pípir hljóðmerki sem staðfestir aðgerðina. Yfirlit yfir mismunandi skipanir er að finna í eftirfarandi töflu: Hnappur

Ýtt stutt (minna en 5 sek.)

Ræsir aftengingu í 60 mínútur

TIMER TEST

Ýtt langt (lengur en 10 sek.)

Prófar alla viðvörunarvísa og lýkur aftengingu /TIMER

Prófun á jónísku skynjarahólfi

Kvörðun á skynjara (jónískt skynjarahólf)

CALIBRATE + SILENCE CALIBRATE + SILENCE + RESET

Kvörðun á lofttæmisskynjara

CALIBRATE + RESET

Ljúka skal kvörðunarferli

SILENCE

Stillir af hljóð

RESET

Endurstilling á brunaviðvörun, viðvaranaminni, villuskilaboðum og afstilling á hljóði. ATH: Skynjarahólf VERÐUR að vera reykfrítt til þess að hægt sé að stilla brunaviðvörun aftur (sem tekur a.m.k. eina mínútu)

Tafla 6 - Notkun tækisins með hnöppum

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 17 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

6.1 Kvörðun Kvörðun er ferli þar sem einingin mælir raungildi og skilgreinir markgildi sín út frá þeim. Það eru 2 tegundir af kvörðun - kvörðun á reykskynjara og kvörðun á loftflæðisskynjurum (1 fyrir hvert rör).

6.1.1 Kvörðun á reykskynjara Kvörðun á reykskynjara ræsist sjálfkrafa þegar kerfið fer af stað (tengist þá 230V og rafhlöðu). Kvörðun má einnig ræsa handvirkt með því að ýta samtímis á hnappana CALIBRATION og SILENCE (í 3 – 4 sek.). Ferlið er gefið til kynna með hröðu blikki á gulu ljósi - “UTKOBLING”. Það slokknar á þessu ljósi þegar ferlinu er lokið og kerfið starfar venjulega. Kvörðun skal framkvæma eftir allar breytingar á innsogi, líka þegar skipt er um síu, skipt er um rafhlöðu, þegar útblæstri er breytt o.s.frv. Áður en kvörðun er sett af stað skal kerfið hafa unnið venjulega í 10 mínútur (Ekki viðvaranir, bilanatilkynningar eða prófunarferli).

6.1.2 Kvörðun á loftflæðisskynjurum Kvörðun á loftflæðisskynjurum mælir meðal raunloftflæði og notar þetta gildi til að mæla eðlilegt loftflæði í gegnum rörin. Kerfið prófar þá: viftu, síu, innsogsgöt, innsogsrör og útblástur. Kvörðun á loftflæði er ræst með því að ýta samtímis á 3 hnappa - CALIBRATION, SILENCE og RESET (í 3-4 sek.). Áður en kvörðun er sett af stað skal kerfið hafa unnið venjulega í 30 mínútur (Ekki viðvaranir, bilanatilkynningar eða prófunarferli).

6.2

Aftenging tímabundið

Hnappurinn TIMER er notaður til að aftengja eininguna í 60 mín. Þetta getur verið nauðsynlegt vegna starfsemi sem veldur reyk á svæðinu, t.d. vegna aksturs traktora. Þetta getur, án aftengingar, sett af stað brunaviðvörun. Aftengingu er hægt að framkvæma með því að ýta á TIMER eða utanfrá með því að aftengja inntakið TIMER (í a.m.k. 1 sekúndu). Þegar hnappurinn er notaður eða inntakið aftengt, lýsir gult UTKOBLING ljós og rafliðurinn FAULT lokast. Sjálf viftan stöðvast. Aftenging er gefin til kynna með rólegu blikki á gulu -ljósi: UTKOBLING - AFTENGING Ef hnappurinn TIMER (eða inntakið er aftengt) í meira en 5 mínútur, kemur fram villutilkynning (stöðugt ljós í : UTKOBLET og FEIL). Eftir aftengingartímann (eftir 60 mínútur eða með því að aftengingin er tengd aftur handvirkt með því að hnappnum TEST er þrýst inn), ræsist viftan, gult -ljós: UTKOBLING byrjar að blikka hratt. Það tekur nú u.þ.b. 10 mínútur fyrir loftflæðisskynjarana að ná aftur jafnvægi. Eftir þetta ferli endurstillast allar viðvörunartilkynningar sjálfkrafa. Eftir þetta mun einingin vinna eðlilega (villurafliðurinn er í venjulegri opinni stöðu). Hægt er að ræsa kerfið hraðar með því að ýta á hnappinn TEST í a.m.k. 10 sekúndur.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 18 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

6.3

Prófun á skynjurum

Prófun á skynjurum er ræst með því að ýta á sama hnapp og þegar viðvörunarmerki eru prófuð. Þegar hnappnum er haldið inni, fara fyrstu 10 sekúndurnar í að prófa viðvörunarmerkin. Eftir þetta ræsist prófun á jóníska hólfinu í skynjurunum. Á meðan á því prófi stendur sýnir kerfið brunaviðvörun (hratt blikkandi rautt ljós: BRANNALARM). Brunaboð eða innra hljóðmerki fara ekki af stað. Eftir að hnappinum er sleppt verður næmni hólfsins eðlileg aftur eftir u.þ.b. 30 sekúndur (þetta er gefið til kynna með hröðu blikki á gulu -ljósi: UTKOBLET). Þessi prófun lýkur einnig aftengingu, þar sem hún var virk við upphaf prófsins.

6.4

Prófun á öllum viðvörunarvísum / mælitækjum

Þegar hnappurinn TEST er notaður í 1 til 10 sekúndur, þá lýsa og pípa öll viðvörunarmerki (ljós og innra hljóðmerki).

6.5

Að endurstilla viðvörunarmerki og villutilkynningar

Hnappurinn RESET endurstillir öll virk tilvik - bæði brunaaðvaranir, villutilkynningar og viðvaranaminni. (ATH: Brunaviðvörun er einungis hægt að endurstilla þegar skynjarinn er laus við reyk. Slík stilling tekur að lágmarki 1 mínútu. Það er gefið til kynna með því að -ljósið blikkar hægt). Með því að ýta á og halda inni þessum hnappi fara öll úttök á venjulega stillingu, öll viðvörunarmerki hætta og hljóðmerki er tekið af. Á skynjaranum og rafmagnsnetinu birtast villutilkynningar eftir síðustu endurstillingu. Eftir að hnappnum er sleppt tekur nokkrar sek. fyrir kerfið að ná aftur jafnvægi og sýna venjulega virkni. Eftir að ýtt er stutt á hnappinn endurstillast bara einstök tilvik og viðvaranaminni, engar viðvaranir endurstillast þá.

6.6

Að stilla af innra hljóðmerki

Ef að innra hljóðmerki pípir er hægt að afstilla það með því að ýta á hnappinn SILENCE. Hljóðmerkið byrjar að pípa aftur ef tilvik á sér stað (viðvörun eða bilun). Þar sem þetta nýja tilvik endurstillist sjálfkrafa (þ.e. villan er hætt) og þar sem upprunalega tilvikið er enn virkt, mun hljóðmerkið vara við upprunalegu biluninni.

6.7

BRUNAVIÐVÖRUN

Brunaviðvörun fer af stað eftir að kerfið hefur skynjað reyk í röri A og/eða B. Rautt ljós: ALARM á því svæði sem um ræðir blikkar hratt, sameiginleg ljós BRANNALARM lýsir stöðugt, útgangar á FIRE, FIRE A og/eða FIRE B (útgangar fyrir svæði A og/eða B) loka og hljóðmerki pípir. Hægt er að taka hljóðmerkið af. Þegar viðvörunarástandi er lokið, blikkar rautt ljós á svæðinu hægt (viðvaranaminni). ALARM er bara hægt að endurstilla með hnappnum RESET þegar skynjarahólf og innsogsrör eru algjörlega laus við reyk. Þetta tekur að lágmarki 1 mínútu og er gefið til kynna með því að RAUTT LJÓS fer frá hröðu blikki yfir í hægt blikk. Aftenging á viðvaranastöðu er háð rofauppsetningunni á OMF (Output Memory Function).Þegar OMF er virkt (lokaður tengdur) er sameiginleg viðvörun LJÓS BRANNALARM áfram rauð, útgangar eru áfram lokaðir og hljóðmerki heyrist. Einungis er hægt að endurstilla kerfið handvirkt með því að ýta á hnappinn RESET. Ef OMF er óvirkt þá mun sameiginleg viðvörun LJÓS BRANNALARM slokkna, útgangar aftengjast og hljóðmerkið afstillist sjálfkrafa þegar viðvörunarástandi lýkur. Lágmarks

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 19 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar Viðvörunartími er 1 mínúta.

6.8

BILUN

Bilun er gefin til kynna með því að gult ljós blikkar hratt, sameiginlegt FEIL lýsir stöðugt, rafliðaúttak FAULT lokast og hljóðmerki pípir (það er sama hljóðmerki fyrir bæði bilun og viðvörun). Hægt er að taka af hljóðmerkið. Þegar villustaða er ekki lengur fyrir hendi afstillast viðvaranir sjálfkrafa. Handvirk endurstilling á bilanaviðvörunum endurstillir stöðuna (sama og um viðvörun). Bilanastaðan verður eðlileg aftur. FEIL kemur fram þegar kerfið uppgötvar: % Bilun í reykskynjara % Spenna í jóníska hólfinu er fyrir utan mörk, villa við sjálfsprófun % Stöðug spenna í hólfinu hærri en leyfilegt gildi % Bilun í síu eða í loftflæði % Síu vantar % Loftflæðisbreyting fyrir ofan leyfilegt gildi: Of langur eða of stuttur viðbragðstími % Opið síulok % bilun aflgjafa (rafmagn) % rafhlöðu vantar % bilun - eða tóm rafhlaða % skammhlaup í rafhlöðu % bilun í hleðslu rafhlöðu % vantar aðalaflgjafa (rafmagn) % skammhlaup í inntaki fyrir ytri timer - lengra en 5 mínútur % kerfisvilla % villa í hugbúnaði (Program Memory Error) % villa við keyrslu á hugbúnaði (Program Run Error)

6.9

Skipt um innri síur

Síurnar (ein fyrir hvert svæði/rör) eru undir plastlokinu rétt undir rörainntakinu. Lokið er fest með 6 plastskrúfum. Ef einingin er ekki þegar aftengd, hættir hún að starfa sjálfkrafa þegar lokið er tekið af. Undir síunum er hitaelement. ATH: hitaelementin geta verið heit. Eftir síuskipti og þegar lokið er sett á, ræsist viftan aftur (ef kerfið var aftengt áður en síulokið var tekið af verður að afstilla aftenginguna með því að ýta á hnappinn TEST). Eftir ræsingu þarf kerfið smá tíma til að ná jafnvægi. Engar viðvaranir eru gefnar um bilanir eða annað á þeim tíma. Þegar kerfið er komið í jafnvægi, skal kvarða loftflæðið (eftir u.þ.b. 15 mínútna venjulega keyrslu).

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 20 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

7 Möguleg vandamál sem komið geta upp Bilanir

Stjórntæki

Fölsk viðvörun

Loftflæði, innsogsrör, reykur

Skynjarabilun

Loftflæði, innsogsrör, sía Síu vantar

Loftflæðisbilun, síubilun Óeðlilegt loftflæði

Langur ytri timer / ytri klukka

Rafhlaðan

Rafmagnsnetið

Sía Loftflæði, innsogsrör, sía Tenging á inntaki fyrir ytri klukku (timer)

Mögulegar orsakir I IRS-3 Skynjarakort (IRS31A), vifta, Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1) Skynjarakort (IRS31A), vifta, Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1) Filter Switch, Heating Cable, Power Board (IRS33A1), Processor Board (IRS32A1) Skynjarakort (IRS31A), vifta, Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1) Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1)

Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1)

Skammhlaup

Rafhlöðukapall

Rafhlöðu vantar

Rafhlaða, rafhlöðukapall

Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1), Rafhlöðukort (IRS35)

Lág spenna á rafhlöðu eða biluð rafhlaða

Rafhlaðan

Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1)

Hleðslubilun

Rafhlaðan

Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1)

Rafhlaða notuð

230V

Termineringskort (IRS33A1), Skjákort (IRS32A1)

8 Viðhald % Stýring einingar: Skoða skal eininguna sjónrænt einu sinni í viku. Ef bilanaviðvörun kemur fram skal sinna henni. % Síuskipti: Skipta skal um síu a.m.k. einu sinn á ári, eða oftar ef bilun í loftflæði hefur átt sér stað % Rafhlöðuskipti: Skipta skal um rafhlöðu þegar hún tæmist eða þegar viðvörun birtist um bilaða rafhlöðu eða lágan straum. Rafhlaðan situr undir útgangskorti. Þegar skipt er um rafhlöðu skal aftengja rafmagn (230V) og rafhlöðuna sjálfa. Eftir að hafa losað skrúfurnar 4 sem festa útgangskortið og þegar hægt er að lyfta því, er hægt að skipta um rafhlöðu. Gæta skal að tengja rétt þegar skipt er um rafhlöðu. Gengið er frá öllu aftur í boxið, 230V eru tengd aftur (rafmagn) og þar á eftir er rafhlaðan tengd við. % Öll vinna inna í I IRS-3 skal EINUNGIS framkvæmd af hæfum þjónustuaðila.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 21 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

9 Tímatafla fyrir nokkur atriði % Kerfiskvörðun eftir ræsingu 30 mín. % Að ná jafnvægi eftir handvirka prófun 30 sek. % Að ná jafnvægi eftir kvörðun skynjara 15 mín. % Að ná jafnvægi eftir aftengingu 4 mín. % Að ná jafnvægi eftir síuskipti 10 mín. % Að ná jafnvægi eftir kvörðun á loftflæðisskynjurum 30 mín. % Aftengingartími 60 mín. % Tími áður en villa kemur vegna skammhlaups í ytri klukku 5 mín. og lengur % Rafhlöðupróf 10 mín. % Síuprófun 1 mín. % Tími fyrir notkun hnappa Lágmark 1 sek. % Tími fyrir notkun hnappa - viðvörunarpróf (TEST) Hámark 5 sek. % Tími fyrir notkun hnappa - skynjarapróf (TEST) Hámark 10 sek. % Lengd á viðvörunarstöðu Lágmark 1 mín. Þessi gildi geta verið námunduð. Getur verið nokkuð breytilegt eftir stöðu einingarinnar.

10 ATH: % Einingin inniheldur 2 jónísk hólf, hvort er með 3 kBq of 241Am. % Einingin inniheldur hermetískt lokaða blý-sýrurafhlöðu upp á 12 Volt. % Það getur komið fram hleðslubilun eftir að rafhlaðan er orðin tóm. Þar sem þetta viðvörunarmerki hverfur innan 1 klst. er hleðslutækið í lagi. % Áður en unnið er inni í boxinu skal alltaf aftengja rafmagn - 230V ! % Sumir hlutir inni í boxinu geta verið heitir (hitaelement undir innri síu og smárar á Termineringskortinu) ! % Við“sérstakar uppsetningar” (mikil loftræsting, löng eða stutt rör o.s.frv.) getur verið nauðsynlegt að aðlaga gildin. Hafðu samband við birgi til að fá nánari upplýsingar um sérstakar uppsetningar.

11 Grunnupplýsingar % %

%

% % % %

Fjöldi rörlengda - fyrir EN54-20 kerfi - fyrir landbúnað - önnur notkun göt - fyrir EN54-20 kerfi - önnur notkun Ytra þvermál fyrir rör innra þvermál fyrir rör venjulegur viðbragðstími Lágmarks viðbragðstími

2 <= 2 x 50 metrar <= 2 x 50 metrar <= 2 x 100 metrar Sjá skjalið IRS-3 rörakerfi fyrir EN54-20 Sjá skjalið IRS-3 rörakerfi 25 mm 22 mm < 60 sek. > 10 sek.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 22 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar % % % %

Hámarks gangtími rafhlöðu Afritunartími Hleðslutími frá full úthlaðinni viðvörun -- úttök optískur - tími

% bilanatilkynningar - optískur

%

% %

- úttak - lengd Merki um að kerfið er í gangi rafmagnsnet - rafhlöður Hitaelement Virkjun á aftengingu

< 120 sek. > 24 klst. < 48 klst. Rautt ljós fyrir hvert svæði, rautt ljós fyrir sameiginlega Útgangar viðvörun tengjast þegar viðvörun fer af stað sem tengja: ALARM-A (eitt eða fyrir hvert rör) og einn útgangur fyrir ALARM-B sameiginlegt úttak ALARM Fara í handvirka endurstillingu (Viðvaranaminni virkt = standard), Þegar viðvörun kemur, lágmark 5 mín. (Viðvaranaminni óvirkt = av) Gult ljós gefur til kynna tegund villu, að auki er gult ljós fyrir sameiginlegar villur. Útgangur FAULT tengist sem villan varir. Er endurstillt sjálfkrafa við eðlilega virkni. Stöðugt ljós með grænu ljós Blikkandi grænt ljós, Útgangur FAULT tengist 2x5 Watts (max.) (Einungis rafmagn sem aflgjafi) Ýttu á hnappinn TIMER eða slökktu á inntaki TIMER 12 VDC / 1mA) 60 mín. (ekki skv. EN54-20) Ýttu á straumbreyti TEST í að lágmarki 10 sek. Tre NO, 24 VDC / 1 Amp (lukket ved alarm) En NO, 24 VDC / 1 Amp (lukket ved enhver feil) IP34 (med utblåsningskit) IP33 (uten utblåsningskit)

% % % % %

Aftengingartími - prófun á skynjurum Raflíðaúttök fyrir viðvaranir Rafhliðaúttök fyrir bilanir - Vörn

% %

rafmagnsnet 230 VAC (+10% -15%) / 50 Hz / 0,35 Amp vörn gegn of mikilli 2kV (stöðluð útgáfa) spennu 8kV (IRS-3 N – for Norge) - rafmagnsnet - öll gögn inn /út 8kV vararafhlaða Þétt blýrafhlaða - tegund Panasonic LC-XD1217PG - spenna 12 V - afköst 17 Ah - hleðsluspenna 13,5V .. 13,8V / 25ºC 12 V úttak 12 VDC ( 9 VDC … 15 VDC ) 200 mA max. - I viðvörun - Venjuleg keyrsla 10 mA max. - Stutt keyrsla 300 mV p-p hitastig -10oC ... +55oC hitastig innsogslofts -10oC ... +55oC rakastig innsogslofts 95 % (ikke kondensering)

%

%

% % %

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 23 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

12 Staðlar Einingin hefur verið prófuð skv. eftirfarandi stöðlum: % % %

Innsogsskynjari: Straumgjafi: EMC:

EN 54-20:2006/AC:2008-11 Klasse C EN 54-4:1997/AC:1999/A1:2002/A2:2006 EN 61000-3-2:06+A1:09+A2:09 EN 61000-3-3:08 EN 50130-4:11 EN 55022:10

Einingin er einnig framleidd skv. Öðrum stöðlum: % % %

Brunaviðvörunamiðstöð: EN 54-2:1997/AC:1999/A1:2006 (aktuelle punkter) Umhverfis rakapróf: EN 60529⁄A1:00 LVD Directive 2006/95/EC: EN 60065:02+A1:06+A11:08+A2:10+A12:11

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 24 af 22


Reyksogs viðvörunarkerfið IRS-3v4 Uppsetningarleiðbeiningar

13 CE-merkingar

0786 ICAS A/S Grini Næringspark 15, 1361 Østerås - Norway 16 0786 – CPR - 21501

EN 54-20:2006/AC:2008-11 - Class C The aspiration smoke detector for fire alarm systems for buildings

EN 54-4:1997/AC:1999/A1:2002/A2:2006 The integral power supply for the aspirating smoke detector IRS-3 V4 Mains: 230V (+10% -15%) / 50 Hz / 0,35 A (max) Aux. output DC: 9 V … 15 V / 10 mA / 200mA in fire alarm Relay outputs: 24 VDC / 1A Battery: 12V / 17 Ah Panasonic LC-XD1217PG, Imax: 800 mA Ri max: 2,5 Ω, I min: 600 mA, I max a : 800 mA, I max b: 800 mA Software version: 4.115

Contains 241Am / 2x 3 kBq Other information – see documentation: Aspiration smoke detector IRS-3 V4 – User manual Aspiration smoke detector IRS-3 V4 – Installation manual Aspiration smoke detector IRS-3 V4 – Pipe system EN54-20 Serial number: V4-xx-zzzzz

Dæmi um raðnúmer: V4-xx-zzzzz, þar sem: xx tvær síðustu tölur framleiðsluárs zzzzz einstakt framleiðslunúmer Raðnúmer einingarinnar stendur á CE-merki einingarinnar og á gæðavottorði einingarinnar.

IRS-3v4 – Uppsetningarleiðbeiningar endurskoðaðar V-310117

Bls. 25 af 22


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.