PIPAR\TBWA - Prentun: Litlaprent
Kynntu þér spennandi menningarstarf í Kópavogi
kopavogur.is
Bókasafn Kópavogs
4
Bókasafn Kópavogs iðar af lífi, þar eru m.a. myndlistar sýningar, gestir hafa aðgang að netinu og þar er gott að setjast niður með kaffibolla og blaða í bókum og tíma ritum.
6
2
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn
1
Í Gerðarsafni er megináhersla lögð á nútíma- og sam tímalist. Þar eru á hverju ári haldnar um 20 sýningar auk sýninga á verkum í eigu Kópavogsbæjar.
5
3
Héraðsskjalasafn Kópavogs Lestrarsalur Héraðsskjalasafns Kópavogs er kjarninn í starfsemi safnsins. Þar eru aðgengileg skjöl Kópavogs bæjar auk skjala félagasamtaka, fyrirtækja og einstakl inga í bænum. Molinn, menningarhús ungmenna
Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu verður haldin föstudaginn 7. febrúar nk. Safnanótt er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar.
Í Molanum býðst ungu fólki aðstaða til listsköpunar auk aðstöðu fyrir tónleika og aðra menningarviðburði. Á sumrin hefur Molinn umsjón með skapandi sumar störfum.
Í Kópavogi taka þátt: Bókasafn Kópavogs (1) Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn (2) Héraðsskjalasafn Kópavogs (3) Molinn (4) Náttúrufræðistofa Kópavogs (5) Tónlistarsafn Íslands (6)
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Söfnin hafa lagt mikinn metnað í fjölbreytta dagskrá sem gestir á öllum aldri geta notið fram undir miðnætti. Sérstakur Safnanæturstrætó mun ganga á milli safnanna á höfuðborgarsvæðinu og auðvelda gestum að heimsækja söfnin á einu kvöldi. Áætlun Safnanæturstrætós er að finna á vef Vetrarhátíðar, www.vetrarhatid.is.
Náttúrufræðistofa Kópavogs er eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi. Gestir geta skoðað fjölbreytta náttúrugripi og lifandi ferskvatns- og sjávarlífverur. Salurinn Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins og hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða tónleika. Þar eru að meðaltali haldnir tvennir tónleikar í hverri viku. Tónlistarsafn Íslands Tónlistarsafn Íslands er þjónustu-, fræðslu- og miðlunarsetur fyrir íslenska tónlist og tónlistarsögu. Safnið sér einnig um uppbyggingu gagnagrunna og miðlun á netinu.
kopavogur.is
Velkomin á Safnanótt í Kópavogi 7. febrúar 2014
Bókasafn Kópavogs Kl. 19:00–24:00 – opið hús Einar einstaki töframaður sýnir töfrabrögð fyrir börn og fullorðna.
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Molinn, menningarhús ungmenna
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Tónlistarsafn Íslands
Kl. 19:00–24:00 – opið hús
Kl. 19:00–24:00 – opið hús
Kl. 18:30–24:00 – opið hús
Kl. 19:00–24:00 – opið hús
Kl. 19:00–24:00 – opið hús
Listsmiðja fyrir fjölskylduna – Íslenska teiknibókin
Kvikmyndir úr Kópavogi Skjalasafnið sýnir í samstarfi við Sögufélag Kópavogs sögu legar kvikmyndir úr bænum sem varðveittar eru í Kvikmyndasafni Íslands. Elstu kvikmyndabrotin eru frá 1921 og eru mörg afar fágæt, t.d. kvikmyndin Að byggja eftir Þorgeir Þorgeirsson frá 1965. Myndirnar verða sýndar reglulega allt kvöldið.
Lifandi tískusýning – Collection Ladies – Hönnlistízk
Dýr í myrkri - sýning
Dans á eftir...
18:30
19:00–23:30 Mörg dýr eru aðlöguð lífi í myrkri. Sum eru næturdýr en önnur lifa í umhverfi þar sem dagsbirtu nýtur aldrei. Þessum aðlögunum verða gerð skil í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs. Til sýnis verða eintök af næturdýrum og gerð verður grein fyrir aðlögunum þeirra í máli og myndum.
Sýningin „Dans á eftir“ stendur nú yfir í Tónlistarsafni Íslands. Þar er dregin upp mynd af danshefð Íslendinga frá fornu fari fram um miðja 20. öld.
19:00–21:00
3. hæð, barnadeild Sirrý Spá rýnir í framtíðina með safngestum. Gestir sem vilja fá spá þurfa að skrá sig og hefst skráning kl. 19.00. 20:00–22:00 2. hæð, Heiti potturinn Gunnlaugur stjörnuspekingur flytur erindi um þá leyndardóma sem lesa má úr næturhimninum og svarar fyrirspurnum gesta. 20:00–21:00 1. hæð, Kórinn Hrekkir og róbótar- tölvur/forritun Starfsfólk frá Skema sýnir notkun forritsins MaKey. 21:00–22:00 1. hæð, Kórinn Bad days leikur tónlist Sveitin er óskilgetið afkvæmi Tom Waits og Pink Floyd. 23:00–23:30 1. hæð Nornir Sýning á munum sem Sigríður Sigfússdóttir hefur safnað. 19:00–24:00 1. hæð
Ufsagrýlur, drekar og aðrar óvættir. Teiknað með óhefðbundnum efni við út frá fyrirmyndum í íslensku teiknibókinni. Listsmiðja fyrir 6–12 ára börn með foreldrum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning í síma 570 0444. Skrifarastofa 19:00–23:00 Svanhildur María Gunnarsdóttir safnkennari fræðir gesti um handverkið sem býr að baki gerð miðaldahandrita. Gestum býðst að skrifa með tilskornum fjöðurstaf og jurtableki á kálfskinn, verkað með ævafornri aðferð.
Skólar í skjölum Sýning á gömlum munum úr skólastarfi í Kópavogi, m.a. gamlar kennslubækur, stólar, ritvélar og Commodore 64. Ýmis skjöl er varða upphaf almenningsfræðslu í Kópavogi verða dregin fram í dagsljósið. Leiðsögn um skjalasafnið. Skoðunarferðir af og til allt kvöldið um geymslur safnsins. Hvað eru margir hillumetrar af Breiðabliki í skjalasafninu? Af hverju geymir skjalasafnið sög?
Mynd eftir Kristinu Petrosuité
19:30–20:00 20:15–20:45 21:00–21:30
Gerðarsafn Listasafn Kópavogs
Særós Mist sýnir Collection Ladies, fatalínu sem saman stendur af kjólum, samfest ingum, skyrtum, buxum og léttum yfirhöfnum. Særós Mist og Rósa Rún danshöfundur munu sameina krafta sína í kraftmikilli og lifandi tískusýningu sem gleður, hrífur og kitlar skilningavit áhorfenda! Strax að lokinni tískusýngu opna ungir listamenn og hönnuðir lista- og handverksmarkaðinn Hönnlistízk. Þar sýna m.a. Aðalheiður Sigfúsdóttir, Ástrós Steingrímsdóttir, Elvar Smári Júlíusson, Heiðrún Fivelstad og Ólöf Rún Benidiktsdóttir.
Reynir Sigurðsson og félagar skapa stríðsárastemningu og leika swingtónlist tímabilsins. 20:00–22:00 Rötun í myrkri - fræðsluerindi 22:00–23:00 Haraldur R. Ingvason fjallar vítt og breitt um aðlaganir dýra að þessum myrkri og hvernig tekist er á við hversdagslega hluti eins og fæðunám og rötun í kolniðamyrkri.
Leiðsögn – íslenska teiknibókin 21:00
Ratleikur í safnahúsi
Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna.
19:00–24:00
Íslenska teiknibókin inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér. Bókin er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu.
Léttar kaffiveitingar verða á boðstólnum ásamt ljúfum tónum frá ungmennum.
Ratleikur um bókasafn og Náttúrufræðistofu þar sem svara þarf spurningum og síðan verður dregið í lok kvöldsins og verða verðlaun í boði.