AFREKSSTEFNA KNATTSPYRNUSAMBANDS ÍSLANDS 2016 MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE
AFREKSSTEFNA KNATTSPYRNUSAMBANDS ÍSLANDS
Hæfileikamótun Landslið Almenn atriði
Stefnan er unnin af framkvæmdastjóra og fræðsludeild sambandsins. Stefnan er endurskoðuð og tekin til umfjöllunar á stjórnarfundi árlega. Stefnan er til reglulegrar umfjöllunar á ársþingi KSÍ, lögð fram af stjórn. Knattspyrnusamband Íslands þarf að reka öflugar höfuðstöðvar (skrifstofu) fyrir íslenska knattspyrnu þannig að grunnur sambandsins sé traustur. Í því felst traust skipan mótamála í öllum aldursflokkum um allt land, metnaðarfullt fræðslustarf og síðast en ekki síst rekstur 8 landsliða auk úrvalshópa. En hinn raunverulegi grunnur sambandsins eru þó aðildarfélögin sem reka öflugt uppbyggingar- og afreksstarf með þátttöku í keppni á innlendum og erlendum vettvangi. KSÍ verður sífellt að leita leiða til að renna styrkari stoðum undir knattspyrnustarfið í aðildarfélögunum þannig að þau verði áfram uppspretta afreksfólks í knattspyrnu. Samband félaga og KSÍ byggist á þeirri einföldu staðreynd að öll meginþjálfun leikmanna er í höndum félagsliða hvort sem um íslensk eða erlend félagslið er að ræða. Samskipti KSÍ við félögin byggja á samstarfsreglum þar um og sér í lagi á reglum FIFA þegar um leikmenn erlendra félagsliða er að ræða. KSÍ er skylt að virða þessar reglur sem kveða á um hve oft og hve lengi í senn félagsliðum ber að heimila leikmönnum sínum þátttöku í landsleikjum og undirbúningsæfingum fyrir þá.
Almenn þátttaka í íþróttinni, hæfileikamótun og landsliðsverkefni
Árið 2014 voru skráðir 22.645 knattspyrnuiðkendur á Íslandi. Til að iðkendum fjölgi í íþróttinni þarf starf aðildarfélaga að vera öflugt og aðlaðandi. KSÍ styrkir starf aðildarfélaganna með aukinni fræðslu, öflugri menntun þjálfara og fjárhagslegum stuðningi. KSÍ byrjar að skipuleggja Íslandsmót fyrir leikmenn í 5. flokki en það eru 11-12 ára gamlir leikmenn.
MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE
Taflan hér fyrir aftan sýnir landsliðsverkefni KSÍ ár hvert. Verkefnin eru breytileg eftir því hversu vel landsliðunum gengur í undankeppnum UEFA og FIFA. Betri úrslit leiða af sér fleiri leiki sem er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun leikmanna þar sem hver landsleikur gefur hverjum leikmanni mikla reynslu. Staðsetning Íslands er aðal ástæða þess að íslensk yngri landslið spila færri leiki en flestar aðrar þjóðir. Kostnaður við flug og uppihald er hærri en flestar aðrar þjóðir þurfa að eiga við.
Landsliðsverkefni Íslands 4. fl. yngra ár
2 æfingar í hæfileikamótun - svæðisbundið Úrtaksmót í september
4. fl. eldra ár
2 æfingar í hæfileikamótun - svæðisbundið Úrtaksmót í september
3. fl. yngra ár
2 úrtaksæfingar - að hluta landshlutatengt Úrtaksæfingar á Laugarvatni í ágúst, 36-48 spilarar
3. fl. eldra ár - U17
6 úrtakshelgar október-mars Undirbúningsmót UEFA (UEFA Development Tournament) - 3 leikir Opna Norðurlandamótið - 4 leikir
2. fl. yngsta ár - U17
Undankeppni EM - 3 leikir 6 úrtakshelgar október-mars Milliriðill EM og stundum 2 æfingaleikir Lokakeppni EM
2. fl. mið/elsta ár - U19
6 úrtakshelgar október-mars 2x vináttulandsleikir Undankeppni EM Milliriðill EM Lokakeppni EM
Mfl. karla - U21
3 úrtakshelgar 4-6 leikir í undankeppni EM Lokakeppni EM
U23 landslið kvenna
2 úrtaksæfingahelgar 1 æfingaleikur
A landslið karla
8-12 leikir Þátttaka í undankeppni EM/HM og vináttulandsleikir Lokakeppni EM
A landslið kvenna
10-14 leikir Þátttaka í undankeppni EM/HM og vináttulandsleikir Lokakeppni EM/HM Algarve-bikarinn
MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE
Afreksíþróttafólk Það telst til afreka ef Íslensk landslið ná eftirfarandi árangri: • A landslið karla/kvenna kemst í lokakeppni EM/HM • 21 landslið karla kemst í lokakeppni EM • U17 og U19 landslið karla/kvenna komast í milliriðil EM Afrekshópar eru þau landslið sem keppa fyrir Íslands hönd í undankeppnum eða úrslitakeppnum EM/ HM. Landsliðsverkefni eru allar æfingar og leikir landsliða á vegum KSÍ. Landsliðsþjálfarar A landsliðs karla/kvenna velja þá leikmenn sem þeir telja séu líklegastir til að ná sem bestum úrslitum fyrir landsliðið hverju sinni. Landsliðsþjálfarar U21 karla, U19 og U17 karla/ kvenna velja leikmenn í samstarfi við félagsliðin á úrtaksæfingar. Út frá þeim og frammistöðu í félagsliðum sínum velja viðkomandi landsliðsþjálfarar lokahópa sína. Knattspyrnusamband Íslands stefnir að því að leiða til leiks í alþjóðakeppni fremstu knattspyrnumenn og knattspyrnukonur þjóðarinnar þannig að árangur náist í hverri viðureign. A landslið karla tekur þátt í öllum mótum á vegum UEFA og FIFA þar sem takmarkið verður ævinlega þátttaka í lokakeppni EM eða HM. A landslið kvenna tekur þátt í öllum mótum á vegum UEFA og FIFA þar sem takmarkið verður ævinlega þátttaka í lokakeppni EM eða HM. U21 landslið karla tekur þátt í undankeppnum EM þar sem takmarkið verður ævinlega þátttaka í lokakeppni EM. U19 og U17 landslið karla/kvenna taka þátt í undankeppnum EM þar sem takmarkið verður ævinlega þátttaka í milliriðli EM.
MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE
Þjálfarar
KSÍ er aðili að þjálfarasáttmála UEFA. Íslenskir þjálfarar geta fengið UEFA B (KSÍ B) og UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráður með því að sitja námskeið hjá KSÍ. Í reglugerðum og leyfiskerfi KSÍ er tiltekið hvaða þjálfunargráðu þjálfarar þurfa að hafa til að mega þjálfa mismunandi aldursflokka. Stefnan er ávallt sú að allir þjálfarar landsins séu að lágmarki með réttindi samkvæmt leyfiskerfi og reglugerðum KSÍ.
Aðstaða
Landsleikir A landsliða Íslands fara fram á Laugardalsvelli. A landsliðin fá einnig hluta æfinga sinna á sama velli. Aðrir leikir og æfingar allra landsliða fara fram á keppnisvöllum eða æfingavöllum félagsliðanna í góðu samkomulagi við félagsliðin eða sveitafélögin þegar við á. Ljóst er að KSÍ er upp á félögin komið varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu, sérstaklega á veturna. Æskilegt væri að KSÍ hefði sína eigin æfingaaðstöðu til afnota.
Fagteymi
Stefnan er ávallt sú að fagteymið sé þannig skipað að starf og utanumhald landsliða Íslands sé í hæsta gæðaflokki. Fagteymi er það fólk sem vinnur með landsliðum Íslands. Á landsliðsæfingum U23, U21, U19 og U17 skulu ávallt vera þjálfari, aðstoðarþjálfari, markamannsþjálfari, sjúkraþjálfari og nefndarmenn. Í keppnisferðum bætast við læknir, tveir fararstjórar og liðsstjóri. Hjá A-landsliðunum eru þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, markamannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknar, fararstjórar, fjölmiðlafulltrúar, öryggisfulltrúi, leikgreinandi og liðsstjórar á öllum æfingum og leikjum eins og við á í hvert sinn. Innan KSÍ eru nefndir sem fjalla um og skipuleggja störf landsliðanna í samvinnu við starfsmenn KSÍ. Í nefndunum sitja fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Nefndirnar eru landsliðsnefnd karla, landsliðsnefnd kvenna, landsliðsnefnd U21 karla, unglinganefnd karla (U17-U19) og unglinganefnd kvenna (U17-U19).
Fjármögnun
Fjárhagsáætlun til eins árs er gerð af framkvæmdastjóra, gjaldkera og formanni KSÍ, lögð fyrir stjórn og loks til staðfestingar hjá ársþingi KSÍ. Fjármunir til reksturs landsliða, hæfileikamótunar og afreksstefnu eru að stærstum hluta ákvarðaðir af fjárstuðningi frá UEFA og FIFA og eru þeir fjármunir tryggðir til 2-4 ára í senn auk þess sem sjónvarpsréttur af A landsliðum karla er tryggður til 4 ára í senn og þeir fjármunir standa að miklu leyti undir rekstri allra landsliða hverju sinni. Vísað er í fjárhagsáætlun KSÍ varðandi fjárhagslegar upplýsingar og fjármögnun afreksverkefna KSÍ. Fjármögnun er tryggð skv. samningum og áætlunum UEFA og FIFA. MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - LOGO GUIDE