Í ÞÍNUM SPORUM
Stöndum saman gegn einelti
Ísland - Kýpur
11. október - Kl. 18:45
„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“ Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Ísland á HM? Ísland tapar fyrir Kýpur en vinnur Noreg Stig í riðlinum: 16
Þessir möguleikar eru í stöðunni. Ísland vinnur Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 19 Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland nái að minnsta kosti öðru sæti riðilsins. Sviss þarf að tapa tveimur síðustu leikjunum sínum (gegn Albaníu úti og Slóveníu heima) til að Ísland nái efsta sætinu. Ísland vinnur Kýpur en gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 17 Þetta gæti nægt Íslandi ef önnur úrslit verða hagstæð. Aðeins Slóvenía getur náð Íslandi að stigum. Slóvenía þarf bæði að vinna Noreg á heimavelli og Sviss á útivelli. Þá hefur Slóvenía 18 stig þegar upp er staðið. Ísland vinnur Kýpur en tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 16 Þetta gæti nægt Íslandi. Ísland þarf að treysta á að bæði Noregur og Slóvenía tapi stigum í tveimur síðustu leikjunum. Þjóðirnar mætast innbyrðis svo ljóst er að önnur þjóðin, hið minnsta, tapar stigum. Vinni önnur þjóðin báða leikina (Slóvenía vinnur Noreg og Sviss eða Noregur vinnur Slóveníu og Ísland) missir Ísland af öðru sætinu. Einnig skal haft í huga að Albanía getur með því að vinna Sviss og Kýpur náð 16 stigum í riðlinum eins og Ísland. Ef hvorki Slóvenía né Noregur ná 16 stigum ræður markatala því hvort Albanía eða Ísland kemst í umspil. Fyrir leikina á Ísland eitt mark á Albaníu.
Slóvenar geta með jafntefli og sigri (gegn Noregi og Sviss) náð jafn mörgum stigum og Íslendingar. Þá ræður markatalan röðinni. Albanía getur einnig náð 16 stigum með tveimur sigrum (gegn Sviss og Kýpur). Ísland gerir jafntefli við Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 15 Ísland getur komist áfram ef Noregur og Slóvenía gera jafntefli í sínum leik og Slóvenía vinnur ekki Sviss í lokaleiknum. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki (gegn Sviss og Kýpur). Ísland tapar fyrir Kýpur og gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 14 Það er hugsanlegt að Ísland komist áfram. Til þess þurfa önnur úrslit að vera Íslandi í hag. Noregur og Slóvenía þurfa að gera jafntefli og Slóvenía má ekki fá stig á móti Sviss í lokaleik sínum. Ef Slóvenía gerir jafntefli við Sviss þá eru Ísland og Slóvenía jöfn að stigum. Slóvenar verða þá með hagstæðara markahlutfall. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki. Ísland gerir jafntefli við Kýpur og tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 14 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast. Noregur myndi alltaf hafna ofar en Ísland, í það minnsta á markatölu. Ísland tapar bæði fyrir Kýpur og Noregi Stig í riðlinum: 13 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast.
Stuðningurinn var frábær
gegn Albaníu
Það er enginn vafi á því að íslenska landsliðið er að fara spila einhverja mikilvægustu leiki liðsins frá upphafi. Ísland er í kjörstöðu til að komast í umspil fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu. Það eina sem þarf er að taka þessi síðustu skref til viðbótar og fyrsta skrefið er núna gegn Kýpur. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur þó talað um að vernda leikmenn liðsins fyrir of miklum væntingunum og líkti Heimir, aðstoðarþjálfari, stemmningunni á Íslandi við Júróvísjónæði. Hann hefur sitthvað til síns máls en það varð uppselt á leikinn methraða þegar miðasalan hófst fyrir nokkrum vikum. Lagerbäck vill að leikmenn einbeiti sér eingöngu að leiknum gegn Kýpur og leiði hjá sér allt tal um væntingar og HM. „Við ætlum að reyna að loka á allar væntingar og allt tal um stöðuna í riðlinum. Einbeita okkur að Kýpurleiknum og tala ekki um leikinn gegn Noreg. Það þarf að koma leikmönnum á rétta braut svo við einbeitum okkur eingöngu að því sem við þurfum að gera á föstudaginn.” Margir leikmenn eru einungis einu gulu spjaldi frá því að fara í bann en Lagerbäck segir þetta
ekki hafa áhrif á hvernig hann velur byrjunarliðið á föstudaginn. Hann segir þó að landsliðið hafi verið að fá allt of mörg gul spjöld í riðlakeppninni og segir sig og þjálfarateymið vinna hörðum höndum til að lagfæra það. Hann mun þó ekki segja leikmönnum að passa sig neitt sérstaklega heldur eingöngu reyna að vinna leikinn. ,,Ég held að þú getir ekki sagt leikmönnum að passa sig eða hugsa um næsta leik. Þeir þurfa að fara af 100% krafti en þetta er spurning um að fá ekki á sig óþarfa aukaspyrnur og gul spjöld. Við tölum alltaf um það þegar við ræðum varnarleikinn. Ef þú þarft að renna þér í tæklingu þá ertu líklega ekki búinn að verjast eins vel og þú hefðir getað gert.” Eins og áður kom fram seldist upp á leikinn gegn Kýpur á mettíma og vonast Lagerback eftir álíka stuðningi og liðið fékk gegn Albaníu en þá var einnig uppselt. ,,Það er yndislegt að það sé uppselt. Stuðningurinn var frábær gegn Albaníu og hann gerir mikið fyrir bæði okkur á bekknum sem og leikmennina að fá svona jákvæðan stuðning.“
Sýnd veiði...
Kýpur hefur ekki átt góðu gengi að fagna í undankeppni HM til þessa. Liðið situr á botni riðilsins með sex töp í átta leikjum og einungis fjögur stig upp úr farteskinu. Ísland er eina landið í riðlinum sem hefur ekki tekið öll stigin gegn Kýpur en fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri Kýpur. Kýpverjar hafa einungis fengið fjögur stig en þó vekur athygli að þessi fjögur stig hafa komið gegn toppliðunum tveim, Íslandi og Sviss. Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, hefur því ítrekað að okkar menn muni ekki vanmeta andstæðinginn. Kýpur hefur hingað til í undankeppninni verið þekkt fyrir að sitja aftarlega á vellinum og gefa fá færi á sér en þó verið brothættir gagnvart skyndisóknum. Aftur á móti má benda á að öllu þjálfarateymi liðsins hefur verið skipt út og því aldrei að vita hvort nýtt skipulag muni líta dagsins ljós á Laugardalsvelli.
240 MILLJÓNA RISAPOTTUR Í ENSKA BOLTANUM
19. OKTÓBER, 26. OKTÓBER OG 2. NÓVEMBER TAKTU FRAM TAKKASKÓNA OG TIPPAÐU Á 13 RÉTTA
Vitum hvað
við getum
Birkir Bjarnason hefur átt farsælan feril og farið um víðan völl þrátt fyrir að vera einungis 25 ára gamall. Hann hefur spilað í Noregi, Belgíu og Ítalíu þrátt fyrir ungan aldur.
Þið tókuð kannski eftir því að á þessum lista var ekki að finna Ísland en hann Birkir flutti 11 ára gamall til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. Þar hóf hann að æfa með unglingaliðum liða eins og Austrått og Figgjo áður en forsvarsmenn Viking Stavanger tóku eftir honum og hæfileikunum sem hann bjó yfir. „Ég byrjaði að æfa með unglingaliði Vikings þegar ég var fjórtán ára og æfði þá um tvisvar í viku. Ég byrjaði svo að æfa með aðalliðinu þegar ég var 16 ára og byrjaði svo fyrsta leik tímabilsins þegar ég var 17 ára gamall.“ Þá var ekki aftur snúið en Birkir spilaði 100 leiki fyrir byrjunarlið Vikings á árunum 2006-2011 og skoraði 16 mörk. Árið 2011 fannst honum þó vera kominn tími til að leita á ný mið. „Ég var orðinn 23 ára gamall og vildi að koma mér frá Noregi. Það var ekki í myndinni að vera áfram þar eða í Skandinavíu.“ Hann skrifaði þá undir fimm ára samning við belgíska liðið Standard Liege en staldraði stutt við því einungis sex mánuðum síðar var hann kominn til Pescara á Ítalíu. En af hverju staldraði hann svona stutt við á belgískri grundu? „Þetta tækifæri kom upp. Ég samþykkti það og vildi bara prófa að spila í Seríu-A. Ég var búinn að stimpla mig inn í liðið hjá Standard og þjálfarinn vildi halda mér en forsetinn vildi selja mig til að fá smá pening.“ Birkir spilaði eitt tímabil með Pescara í Seríu-A sem er án efa ein af toppdeildum Evrópu og var vægast sagt stórt stökk upp á við frá tíma hans í Noregi og Belgíu. „Þetta var auðvitað miklu stærra og miklu meira í kringum liðið. Bæði voru áhorfendur fleiri og fjölmiðlar meira áberandi. Þetta var gott skref fyrir ferilinn áður en ég fór til Sampdoria.“ Birkir spilaði í eitt tímabil með Pescara og skoraði tvö mörk. Pescara féll svo um deild og Birkir ætlaði sér ekki að spila í B-deildinni og því færði hann sig aftur um set nú í sumar og hélt til Sampdoria sem er eitt af sögufrægari liðum Ítalíu og honum líður vel hjá félaginu.
„Mér líður mjög vel þar. Þetta er flottur bær og flottur klúbbur sem hefur mikla sögu. Það var líka tekið vel á móti mér,” segir Birkir en gerir sér grein fyrir að samkeppni um sæti í liðinu er mikil. „Þetta er gott lið og þeir sögðust hafa keypt mig til að spila en það er auðvitað alltaf samkeppni í öllum liðum.“ Birkir undirbýr sig nú af krafti með íslenska landsliðinu sem leikur við Kýpur á föstudaginn í undankeppni HM. Hann segir leikmenn liðsins gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins. „Allir leikir núna eru úrslitaleikir. Þessir tveir leikir eru klárlega mikilvægustu leikir sem ég hef spilað með landsliðinu.“ En hefur árangur liðsins komið liðsmönnum á óvart? „Árangurinn kemur ekkert sérstaklega á óvart. Við vitum alveg hvað við getum. Við erum búnir að sýna það að við getum verið með þeim bestu. Við erum líka margir búnir að vera lengi saman eða alveg síðan við vorum 17 ára.“ Ísland verður þó að vara sig en Kýpur vann sigur í fyrri leik liðanna. Birkir segir að sá leikur muni ekki endurtaka sig. „Við lærðum af þeim leik. Við erum miklu betur settir núna og höfum öðlast mikla reynslu og erum bara orðnir betri saman. Ég á von á þremur stigum. Við verðum auðvitað að fá þrjú stig til þess að vera í góðum málum.“ Aðspurður hvort stefnan sé ekki sett alla leið til Brasilíu svaraði hann kokhraustur: „Já, auðvitað.“
Hópurinn
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægur gegn Kýpur og Noregi. Leikið verður gegn Kýpur hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október, en leikurinn við Noreg verður á Ulleval í Osló, þriðjudaginn 15. október. Leikurinn við Kýpur verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 en uppselt er á leikinn sem hefst kl. 18:45. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en baráttan er gríðarlega hörð. Efsta sætið í riðlinum gefur öruggt sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014. Annað sætið í riðlinum gefur möguleika á umspilsleikjum sem fram fara í nóvember. Sviss stendur best að vígi í efsta sæti en Ísland, Slóvenía, Noregur og Albanía eiga öll möguleika á því að hreppa annað sætið.
Riðillinn 1
Sviss
8
5
3
0
14 - 5
9
18
2
Ísland
8
4
1
3
14 - 14
0
13
3
Slóvenía
8
4
0
4
11 - 10
1
12
4
Noregur
8
3
2
3
9 - 9
0
11
5
Albanía
8
3
1
4
8 - 9
-1
10
6
Kýpur
8
1
1
6
4 - 13
-9
4
Leikmenn Íslands Markmenn
1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2013 | 25 | Breiðablik
8 Birkir Bjarnason | 1988 | 2010-2013 | 23 | 4 | Sampdoria
12 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2013 | 14 | KR
19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2013 | 22 | 1 | FC København
20 Haraldur Björnsson 1989 | Fredrikstad | FK
16 Ólafur Ingi Skúlason 1984 | 2003-2013 | 20 | 1 | SV Zulte Waregem
Varnarmenn
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2013 | 17 | 4 | Tottenham Hotspur FC
2 Birkir Már Sævarsson 1984 | 2007-2013 | 37 | 0 | SK Brann 6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2013 | 30 | 0 | FC København 14 Kári Árnason 1982 | 2005-2013 | 28 | 2 | Rotherham United
13 Guðlaugur Victor Pálsson 1991 | 0 | NEC |
Sóknarmenn
22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 | 1996-2013 | 74 | 24 | Club Brugge
4 Eggert Gunnþór Jónsson 1988 | 2007-2012 | 19 | 0 | CF OS Belenenses
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2013 | 17 | 11 | Ajax FC
23 Ari Freyr Skúlason 1986 | 2009-2013 | 14 | 0 | OB
18 Arnór Smárason 1988 | 2008-2013 | 16 | 2 | Helsingborg IF
3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2013 | 8 | 3 | Sønderjyske
11 Alfreð Finnbogason 1989 | 2010-2013 | 15 | 4 | sc Heerenveen
5 Kristinn Jónsson 1990 | 2009-2013 | 2 | 0 | Breiðablik
Miðjumenn
21 Emil Hallfreðsson 1984 | 2005-2013 | 38 | 1 | Hellas Verona 17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2013 | 37 | 0 | Cardiff City FC 15 Helgi Valur Daníelsson 1981 | 2001-2013 | 29 | 0 | CF OS Belenenses 7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 | 2008-2013 | 27 | 4 | AZ
Liðsstjórn
Lars Lagerbäck - Þjálfari Heimir Hallgrímsson - Aðstoðarþjálfari Guðmundur Hreiðarsson - Markvarðaþjálfari Sveinbjörn Brandsson - Læknir Reynir Björnsson - Læknir Stefán Stefánsson - Sjúkraþjálfari Friðrik Ellert Jónsson - Sjúkraþjálfari Sigurður Sv. Þórðarson - Búningastjóri Óðinn Svansson - Nuddari Ómar Smárason - Fjölmiðlafulltrúi Gunnar Gylfason - Starfsmaður landsliða
*Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag
Við fylgjum þeim alla leið! Borgun er stoltur styrktaraðili KSÍ og sendir landsliðinu baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Kýpur.
Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g u n .i s
Byrjunarliテー テ行lands gegn Albanテュu
U-21 liðið á flugi
Emil Atlason hefur vakið mikla athygli undanfarið misseri fyrir frábæra frammistöðu með íslenska U21 landsliðinu þar sem hann virðist hreinlega skora hverja þrennuna á fætur annarri. Ekki nóg með það heldur kom þessi tvítugi leikmaður við sögu í næstum öllum leikjum KR er Vesturbæjarliðið sló stigamet Íslandsmótsins og voru krýndir Íslandsmeistarar í lok sumars. „Þetta var æðisleg tilfinning. Sérstaklega eftir dapurt gengi í seinni umferðinni þá var þetta svo sætt að getað klárað þetta og bæta stigametið.” Eins og áður kom fram hefur Emil verið duglegur að skora fyrir Íslenska U21 landsliðið en hann hefur skorað sex mörk í síðustu fjóru leikjum með liðinu. Íslenska A-landsliðið er ekki eina landsliðið sem er að standa sig frábærlega en U-21 er þessa dagana að taka þátt í undankeppni EM U21 landsliða og sitja strákarnir okkar í toppsæti riðilsins eftir fjóra leiki. Vægast sagt frábær árangur en hann kemur Emil ekki á óvart. „Þegar ég lít á hópinn, stemmninguna og hversu vel við erum skipulagðir fyrir hvern einasta leik þá kemur þetta mér ekki á óvart.“
„Stemningin er frábær innan hópsins. Allir smella svo vel saman. Það er kannski ástæðan fyrir því hversu vel við náum saman úti á vellinum. Þegar ég hitti þessa stráka er eins og ég sé búinn að þekkja þá allt mitt líf.“ Nú mun þó reyna duglega á drengina okkar en næst á dagskrá er franska U21 landsliðið en Frakkarnir munu mæta á Laugardalsvöllin þann 14. október næstkomandi. Leikurinn er gífurlega mikilvægur upp á möguleika okkar á að komast í lokakeppnina en þegar þú ert á toppi riðilsins þá kemur fátt annað til greina en að komast einmitt þangað. Emil telur mikilvægt að fá stuðning frá þjóðinni og því er um að gera að svara kallinu og mæta 14. október á Laugardalsvöllinn og hvetja strákana okkar áfram. „Það er mjög mikilvægt. Gengið okkar hefur komið mörgum á óvart og það yrði æðislegt að fá sem flesta á völlinn.“ Ísland mætir Frökkum á mánudaginn klukkan 18:30 á Laugardalsvelli.
Yngri landslið
Íslands Eins og venjan er á þessum tíma árs þá hafa yngri landsliðin okkar verið önnum kafin upp á síðkastið. Árangur þeirra hefur verið virkilega góður og ber enn og aftur vott um það frábæra og metnaðarfulla unglingastarf sem starfrækt er hjá félögunum.
U15 karla Það eru spennandi tímar framundan hjá þessu liði en núna í október heldur þetta lið til Sviss þar sem leikið verður um eitt laust sæti á Olympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári. Laugardaginn 19. október verður leikið gegn Finnum og mun siguvegarinn úr þeim leik mæta annað hvort Moldóvum eða Armenum, mánudaginn 21. október. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mun svo tryggja sér sæti í Nanjing á næsta ári. U17 kvenna Stelpurnar í U17 léku í undankeppni EM í byrjun ágúst og var leikið í Moldóvu. Þar tryggðu þær sér
sæti í milliriðlum þar sem léku þær í síðustu viku og að þessu sinni í Rúmeníu. Íslenska liðið hafnaði þar í þriðja sæti eftir mikla baráttu gegn Spáni og Írlandi. U17 karla Strákarnir léku í undankeppni EM í Rússlandi í september og er skemmst frá því að segja að strákarnir enduðu í efsta sæti í riðlinum. Mikið fjör var í leikjum liðsins og mikið skorað en fyrsta leiknum gegn Aserum lauk með jafntefli , 3 – 3. Sigur vannst á Slóvakíu, 4 – 2 og í lokaleiknum voru núverandi meistarar Rússa lagðir að velli, 2 – 1. Mikil stemmning var á lokaleiknum og m.a. voru 300 rússneskir hermenn, á meðal um 3000 áhorfenda, sem létu vel í sér heyra. Það dugði þó ekki til því íslenska liðið hafði betur. Mótlætið fór nokkuð í heimamenn því tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í uppbótartíma auk þess sem þjálfari heimamanna var sendur upp í stúku. Milliriðlarnir verða leiknir í mars á næsta ári. U19 kvenna Stelpurnar í U19 léku í undankeppni EM í Búlgaríu í september og tryggðu sér sæti í milliriðlum með því að lenda í öðru sæti á eftir Frökkum sem eru núverandi handhafar titilsins. Öruggir sigrar unnust á heimastúlkum og Slóvökum en Frakkar höfðu svo betur í lokaleiknum. Milliriðlarnir fara fram dagana 5. – 10. apríl en úrslitakeppnin sjálf verður svo leikin í Noregi. U19 karla Strákarnir í U19 eru nú staddir í Belgíu þar sem þeir leika í undankeppni EM. Riðillinn þeirra er gríðarlega sterkur en auk heimamanna leika þar Frakkar og Norður Írar. Fyrsti leikurinn er gegn Frökkum, fimmtudaginn 10. október. Belgar eru svo mótherjarnir 12. október og Norður Írar 15. október.
Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Kýpur sem hefst kl. 18:45. Hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 18:00.
Uppselt er á leikinn og því gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.
Til miðahafa í Austur-stúku
VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI
Icelandair er stoltur stuðningsaðili íslenska landsliðsins. + www.icelandair.is