テ行land - Tyrkland
9. september - Kl. 18:45
„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“ Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.
VELKOMIN Á UNDANKEPPNI EM Nú loksins er komið að því sem íslenskir knattspyrnuunnendur hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, undankeppni EM 2016 er að byrja! Þrátt fyrir að íslenska liðið sé í erfiðum riðli, með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Lettlandi og Kasakstan, má færa rök fyrir því að möguleikar Íslands á að komast á stórmót hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Sú nýjung verður nefnilega á EM í Frakklandi árið 2016 að nú munu 24 lið komast á Evrópumótið en áður hafa einungis 16 lið spilað á mótinu hverju sinni. Tvö efstu sæti riðilsins gefa beinan þátttökurétt á mótið en þriðja sætið myndi tryggja liðinu umspilsleiki um laust sæti á EM.
Íslenska liðið var grátlega nálægt því að komast á HM í Brasilíu árið 2014 en tapaði í umspilsleikjum gegn Króatíu. Strákarnir okkar eru nú búnir að fá smjörþefinn af því hvernig það er að spila um að komast á stórmót og ætla að nýta reynsluna til góðs í þessari undankeppni. Ljóst er að verkefnið er ekki auðvelt enda stórþjóðir á borð við Holland, Tyrkland og Tékkland með okkur í riðli. Íslenska liðið er þó fullt sjálfstrausts og hafa strákarnir okkar gefið það út að stefnan sé sett á EM í Frakklandi árið 2016. Góða skemmtun á leiknum!
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND
Heimir Hallgrímsson Setjum markið hátt Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir Ísland ætla sér annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum í undankeppni EM. Hann ræddi við okkur um verkefnin framundan. “Strákarnir eru nokkuð vel stemmdir fyrir verkefnunum framundan. Við Lars erum mjög ánægðir með íslensku leikmennina, þeir hafa byrjað vel hjá sínum liðum og nánast allir leikmennirnir eru í byrjunarliði og flestir að leika lykilhlutverk. Allir eru því í góðu leikformi og virka frískir. Viðhorf leikmanna er alveg til fyrirmyndar eins og alltaf áður, allir tilbúnir í verkefnið sem er framundan,” segir Heimir. En hvernig skyldi landsliðsþjálfarinn meta möguleika liðsins í riðlinum? “Það hefur aldrei verið og mun aldrei verða auðvelt fyrir Ísland að komast í lokakeppni. Það mun ekkert breytast í þessari keppni. Möguleikarnir eru til staðar en það verður allt að ganga upp hjá okkur til að við náum fyrsta eða öðru sæti riðilsins. Það eru sætin sem tryggja þátttökurétt í lokakeppni EM í Frakklandi 2016. Þriðja sætið tryggir umspilsrétt. Við setjum markið hátt og stefnum á fyrsta eða annað sæti riðilsins,” segir Heimir og heldur áfram.
“Þetta eru vissulega háleit markmið en ef markið er ekki sett hátt nærð þú aldrei árangri. Það jákvæða við það að vera í riðli með svo mörgum góðum liðum sem telja sig öll eiga möguleika á að vinna er að líklega munu liðin taka stig af hvort öðru og ekkert þeirra mun stinga af. Ef við höldum stöðugleika í okkar leik og nýtum okkar styrkleika er alltaf möguleiki. Árangur landsliðsins var sá sami á heima- og útivelli í síðustu keppni. Ég tel samt að lykillinn að árangri í þessari keppni liggi í sigrum á Laugardalsvelli. Þessi leikur gegn Tyrkjum er ákaflega mikilvægur ef markmiðið á að nást.” Heimir segir að leikurinn gegn Tyrklandi verði erfiður. “Eftir því sem ég hef séð og leikgreint fleiri leiki Tyrkja hef ég heillast meira og meira af þeim. Þeir eru sókndjarfir og kraftmiklir og við þurfum góðan og nánast fullkomin leik til að sigra þá og það er akkúrat leikurinn sem við ætlum að spila. Öll lið hafa einhverja veikleika og við teljum okkur hafa fundið veikleika sem við ætlum að nýta okkur,” segir Heimir og bætir við svari á léttu nótunum. “Ætli möguleikarnir séu ekki eins og einn góður vinur minn sagði einu sinni: “svona fifty - sixty” Nú eru enn fleiri landsliðsmenn að spila stór hlutverk með sínum félagsliðum og Heimir segir
það koma til með að nýtast landsliðinu vel. “Klárlega. Það er mikill munur á sjálfstrausti hjá leikmanni annars vegar sem er að leika vel og í lykilhlutverki hjá sínu liði og hins vegar leikmanni sem er ekki að spila reglulega.” Næst var komið að því að ræða ítarlega um leikinn við Tyrkland. “Tyrkir hafa bætt sig mikið frá því Fatih Terim tók við þeim. Undirbúningur þeirra fyrir þessa keppni er áhugaverð. Þeir spiluðu sjö vináttuleiki eftir HM riðilinn og það segir allt um metnað Tyrkja á meðan Ísland lék fjóra leiki. Tyrkir töpuðu gegn Bandaríkjamönnum en unnu alla hina. Danmörk, (1-2) Hondúras (0-2), Írland (1-2), Kosovo (1-6), Svíþjóð (2-1), Hvíta-Rússland (2-1) og N.-Írland (1-0),” segir Heimir og bætir við. “Þeir hafa mjög sókndjarft lið og marga leikmenn sem taka þátt í sóknarleiknum. Þeir eru góðir í að halda boltanum og það er ekki ósennilegt að þeir hafi boltann meira en við. Við þurfum að sjá til þess að það skaði okkur ekkert. Svo hafa þeir leikmenn eins og Arda Turan, leikmann Atletico Madrid, sem geta klárað leiki með einstaklingsframtaki.” Þjálfarateymið hefur farið vel yfir skipulag Tyrklands. “Við höfum farið yfir þeirra leikstíl og þeirra styrkleika og höfum okkar plan varnarlega. Ég myndi segja að fyrst og fremst verðum við að varast vængspilið þeirra. Öll lið hafa þó sína veikleika og vonandi getum við nýtt okkur þá. Við verðum þó alltaf að byrja á því að hafa
íslensku gildin í lagi: Vinnusemi, grimmd, aga og einbeitingu. Ef þau eru í lagi eigum við góða möguleika.” Að lokum var Heimir spurður hversu mikilvægur stuðningurinn við liðið sé. “Það er alveg ljóst að íslensku stuðningsmennirnir hjálpuðu strákunum gríðarlega í síðustu keppni, stemmingin var ólýsanleg. Aukinn stuðningur fylgir alltaf góðum árangri. En við fundum fyrir auknum áhuga og meiri virðingu fyrir landsliðinu áður en við fórum að sjá möguleika að komast upp úr riðlinum. Stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, Tólfan hefur stækkað með hverjum leik og ég vona að það haldi bara áfram. Það er alltaf eitruð stemmning í hólfinu þeirra sem hefur smitast út í næstu hólf. Núna er hægt að kaupa ársmiða á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í EM riðlinum. Þannig geta stuðningsmenn “átt” sitt sæti og gengið að því áhyggjulausir á hverjum leik. Alltaf sömu nágrannarnir. Dýrustu sætin ættu klárlega að vera næst Tólfunni en eru það ekki. Það er líklegt að það verði uppselt á leiki landsliðsins líkt og í síðustu keppni en Laugardalsvöllur er of lítill. Við viljum fá stuðningsmanninn sem er kominn til að sjá og styðja íslensku leikmennina og viljum fylla völlinn af þannig stuðningsmönnum. Í undankeppni HM má segja að íslensku stuðningsmennirnir hafa nánast náð að ýta landsliðinu til Brasilíu. Ég þakka fyrir það og vona að strákarnir fái sama stuðning í þessari keppni.”
Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu
Ekkert skemmtilegra en troรฐfullur Laugardalsvรถllur
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst með leiknum við Tyrkland á þriðjudag. Hann segir mikilvægt að fólk fjölmenni á völlinn og styðji landsliðið. “Það er alltaf gott að komast heim. Þetta er spennandi verkefni og verður bara gaman,” segir Aron Einar um riðlakeppnina og heldur áfram. “Þetta verða allt erfiðir leikir og við vitum það. Það er svo sem ekki hægt að segja að við höfum verið óheppnir með riðil en þetta eru sterk lið sem við munum mæta.” Aron á von á erfiðum leik gegn Tyrklandi. “Leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður. Þeir eru sókndjarfir og spila sókn á mörgum mönnum. Þeir eru mikið í fyrirgjöfum sem ætti að henta okkur vel þar sem við erum með sterka miðverði. Við erum samt staðráðnir í að byrja vel eins og í seinustu undankeppni. Það skiptir öllu máli að byrja vel, þetta eru ekki margir leikir svo það er mjög mikilvægt að byrja almennilega.”
Þá segir hann ekki síður mikilvægt að byrja vel til að gleðja stuðningsmennina. “Við þurfum líka að fá fólkið með okkur strax í byrjun, það var mikil áhugi fyrir liðinu í seinustu undankeppni þegar vel gekk og við viljum halda því áfram. Ef við höldum áfram hef ég fulla trú á að það haldi áfram” Aron segir liðið reynslunni ríkari eftir undankeppni HM. “Reynslan úr undankeppni HM mun hjálpa okkur núna. Við fengum smjörþefinn af þessu seinast og vorum auðvitað svekktir að fara ekki á HM en ég held það hafi bara gert okkur æstari í að standa okkur vel í þessari keppni.” En hvað þarf að ganga upp til að Ísland geti unnið Tyrkland? “Það er mjög margt. Við þurfum að spila hart við þá og vera þolinmóðir. Við vitum að þeir munu líklega vera meira með boltann en við. Þeir skora mikið af mörkum með fyrirgjöfum svo við þurfum að stoppa það, og nýta þau færi sem okkur gefst.” Að lokum hvetur Aron landsmenn til að mæta á völlinn. “Auðvitað viljum við troðfullan völl. Það er ekkert skemmtilegra en troðfullur Laugardalsvöllur. Við fundum fyrir miklum stuðningi í seinustu keppni en nú er hún búin. Við eigum tækifæri á að komast á EM svo við þurfum á stuðningi að halda frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.”
Gestir okkar eru
TYRKIR Óhætt er að segja að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu, sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum 9. september, sé verðugur mótherji. Tyrkland er í 32. sætinu á styrkleikalista FIFA, 14 sætum á undan Íslandi, sem situr í 46. sæti. Tyrkjum hefur gengið brösuglega að komast á stórmót undanfarin ár en seinast komust þeir á stórmót á Evrópumótinu í Austurríki og Sviss árið 2008. Árangur liðsins á því móti var góður en liðið datt út í undanúrslitunum eftir 3-2 tap gegn Þýskalandi. Liðið náði einnig frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu árið 2002 en þá fékk liðið brons eftir sigur gegn Suður Kóreu í leiknum um þriðja sætið mótsins. Hópur Tyrkja sem mætir á Laugardalsvöllinn er ákaflega sterkur en þar er kantmaðurinn Arda Turan fremstur meðal jafningja. Turan, sem er 27 ára gamall, leikur með Spánarmeisturum Atletico Madrid og er þeim hæfileikum gæddur að geta unnið knattspyrnuleiki með einstaklingsframtaki.
Tyrkir hafa undirbúið sig gríðarlega vel fyrir keppnina og það sést best á því að síðan í maí hefur liðið spilað fimm vináttulandsleiki. Liðið hefur haft betur gegn Kosovo, Írlandi, Hondúras og Danmörku en tapaði í millitíðinni fyrir Bandaríkjunum. Faith Terim tók við liðinu í ágúst á seinasta ári og binda Tyrkir miklar vonir við að hann sé maðurinn sem geti komið liðinu aftur á stórmót. Hann er að þjálfa liðið í þriðja sinn en hann var einnig með liðið á árunum 1993-1996 og 2005-2009 en í seinna skiptið komst liðið í undanúrslitin á EM 2008. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og ljóst að strákarnir okkar eiga erfitt verkefni fyrir höndum á þriðjudag.
GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í LONDON 17.600*
Verð frá kr. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.
Njóttu hverrar mínútu Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa upp og niður Oxford-stræti til að kíkja í allar búðirnar. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.
+ Bókaðu núna á icelandair.is * Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.
Vertu með okkur
Leikmenn Íslands Markmenn
1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2014 | 26 | Breiðablik
8 Birkir Bjarnason 1988 | 2010-2014 | 31 | 4 | Pescara
12 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2014 | 21 | Sandnes Ulf
19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2014 | 28 | 1 | FC København
13 Ingvar Jónsson 1989 | 2014 | Stjarnan
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2014 | 24 | 5 | Swansea City FC
Varnarmenn
2 Birkir Már Sævarsson 1984 | 2007-2014 | 42 | 0 | SK Brann 6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2014 | 37 | 0 | FK Krosnodar 14 Kári Árnason 1982 | 2005-2014 | 34 | 2 | Rotherham United
21 Þórarinn Ingi Valdimarsson 1990 | 2012-2014 | ÍBV 7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 | 2008-2014 | 32| 5 | Charlton Athletic FC
Sóknarmenn
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2014 | 23 | 15 | Ajax FC
23 Ari Freyr Skúlason 1986 | 2009-2014 | 22 | 0 | OB
11 Viðar Örn Kjartasonsson 1990 | 2014 | 1 | 0| Vålerenga
3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2014 | 11 | 3 | Sønderjyske
22 Jón Daði Böðvarsson 1993 | 2012-2014 | Viking FK
5 Sölvi Geir Ottesen 1984 | 2005-2014 | 25 | 0 | FC Ural 18 Theodór Elmar Bjarnason 1989 | 2005-2014 | 13 | 0 | Randers 24 Haukur Heiðar Hauksson 1991 | 2014 | KR
Miðjumenn
20 Emil Hallfreðsson 1984 | 2007-2014 | 41 | 1 | Hellas Verona 17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2014 | 44 | 0 | Cardiff City FC
Liðsstjórn
Lars Lagerbäck Þjálfari Heimir Hallgrímsson Þjálfari Guðmundur Hreiðarsson Markvarðaþjálfari Sveinbjörn Brandsson Læknir Friðrik Ellert Jónsson Sjúkraþjálfari Stefán Stefánsson Sjúkraþjálfari Óðinn Svansson Nuddari Sigurður Sv. Þórðarson Búningastjóri Ómar Smárason Fjölmiðlafulltrúi Gunnar Gylfason Starfsmaður
15 Helgi Valur Daníelsson 1981 | 2001-2014 | 32 | 0 | AGF *Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag
Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g u n . i s
• jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS
Það eru til ótal gerðir af greiðslu-kortum og margir greiðslumátar. Borgun býður upp á sérsniðnar lausnir sem gera þér kleift að taka við greiðslum á netinu með einföldum og öruggum hætti.
SÍA
Með Borgun getur þú rekið vefverslun með einföldum og öruggum hætti
Landslið
Íslands A kvenna
Stelpurnar léku gegn Dönum hér á Laugardalsvelli á dögunum og höfðu þær dönsku betur, 0 – 1, í hörkuleik. Íslenska liðið var sterkara liðið lengst af leiksins og fékk góð marktækifæri til að brjóta ísinn en án árangurs. Danir halda með þessu lífi í voninni um að komast í umspil fyrir HM 2015 en íslenska liðið á ekki möguleika á því lengur. Tveir leikir eru hinsvegar eftir í undankeppninni og eru þeir báðir á heimavelli. Leikið verður gegn Ísrael laugardaginn 13. september og gegn Serbum miðvikudaginn 17. september.
U21 karla
Liðið er nú í harðri baráttu um að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina EM 2015. Strákarnir eru nú í Frakklandi, nánar til tiltekið Auxerre, og verður leikið við heimamenn mánudaginn 8. september. Ísland er þegar öruggt með annað sætið í riðlinum en fjórar þjóðir, með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum tíu, tryggja sér sæti í umspilinu. Jafntefli gæti dugað íslenska liðinu í þessum leik en það veltur allt á úrslitum í öðrum leikjum riðlanna. Spennan sem sagt mikil fyrir þennan leik hjá strákunum.
U19 karla
Strákarnir léku á dögunum 2 vináttulands leiki gegn Norður Írum ytra en þessir leikir voru liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 2 – 2 en heimamenn höfðu betur í þeim síðari, 3 – 1. Riðill Íslands í undankeppni EM verður leikinn í Króatíu dagana 7. – 12. október. Þar leikur Ísland í riðli með Eistlandi, Tyrklandi og Króatíu.
U17 karla
Strákarnir léku á Norðurlandamótinu í Danmörku
í lok júlí og höfnuðu þar í 7. sæti. Liðið lagði Færeyinga, gerði jafntefli við Finna en biðu lægri hlut gegn Englandi og Svíþjóð. Framundan er svo undankeppni EM um miðjan október en þar verður leikið í Moldavíu gegn Armeníu, Ítalíu og gestgjöfunum.
U15 karla
Strákarnir fóru eftirminnilega ferð til Kína í síðasta mánuði þar sem þeir tóku þátt á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing . Ísland lék þarna sem fulltrúi Evrópu á leikunum en þessir leikar þóttu glæsilegir og mikið í þá lagt af heimamönnum. Öruggur sigur vannst á Hondúras, 5 – 0 í fyrsta leiknum en svo kom naumt tap gegn Perú, 2 – 1 í öðrum leik. Liðið lék svo í undanúrslitum gegn Suður Kóreu þar sem leikar stóðu jafnir, 1 – 1, eftir venjulega leiktíma en Suður Kóreumenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið vann svo Grænhöfðaeyjar í leiknum um þriðja sætið, 4 – 0, og tryggðu sér þar með bronsverðlaun.
U19 kvenna
Það styttist í undankeppni EM hjá liðinu en riðill Íslands fer fram í Litháen 13. – 18. september. Þar verður leikið gegn gestgjöfunum, Spáni og Króatíu en tvær efstu þjóðirnar í riðlinum tryggja sér sæti í milliriðlum.
U17 kvenna
Stelpurnar léku á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í byrjun júlí og höfnuðu þar í áttunda sæti eftir naumt tap gegn Finnum í leik um sjöunda sætið. Þar sem úrslitakeppni EM U17 kvenna verður haldin á Íslandi árið 2015, þá mun íslenska liðið ekki leika í undankeppni heldur fara beint í úrslitin sem gestgjafar. Vert er að minna á að KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við úrslitakeppnina á næsta ári og er hægt að finna nánari upplýsingar á hinni ágætu heimasíðu KSÍ, www.ksi.is.
Vertu #fotboltavinur KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna. Við ætlum að draga reglulega út einhverja sem sett hafa inn skemmtilegar fótboltamyndir og eftir leik Íslands og Hollands þá veljum við þann sem er með bestu myndina og fær sá aðili að launum ferð á útileik með íslenska landsliðinu á næsta ári.
Við ætlum líka að gefa áritaða landsliðstreyju og miða á leik Íslands og Hollands. Það er því til mikils að vinna og hvetjum við alla að setja hashtag #fotboltavinir á skemmtilegar myndir á Instagram og það er aldrei að vita nema þú gætir verið að skella þér á leik með karlalandsliðinu í undankeppni EM. Það eru Borgun, Vífilfell, Lengjan, Landsbankinn, N1 og Icelandair sem eru stoltir bakhjarlar KSÍ. Verum #fotboltavinir
Viljum standa undir væntingum Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, hefur farið vel af stað í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segist spenntur fyrir komandi verkefnum með landsliðinu. “Það er alltaf gott að koma heim til Íslands og að komast aftur á skrið með landsliðinu,” segir Gylfi þegar hann var mættur á æfingu með íslenska landsliðinu. Eins og flestir vita gekk Gylfi í raðir Swansea frá Tottenham í sumar og hefur byrjað vel með liðinu á tímabilinu. “Maður er að sjálfsögðu ánægður, við erum með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina, og hef fengið að spila alla leikina í minni stöðu. Það hefur gengið mjög vel hjá mér persónulega svo ég er mjög sáttur.” Gylfi fékk sannkallaða draumabyrjun á tímabilinu þegar hann skoraði sigurmark Swansea
gegn Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferðinni. “Það var frábær tilfinning að skora þetta mark og kannski enn sætara fyrir mig sem fyrrum stuðningsmann liðsins. Það var líka gott fyrir liðið að byrja á þremur stigum á erfiðum útivelli, það gaf okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið.” Þá barst talið að máli málanna, undankeppni EM. “Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum í mjög erfiðum riðli með nokkrum hörkuliðum. Þetta verður erfitt en vonandi byrjum við með góðum úrslitum gegn Tyrkjum hérna heima,” segir Gylfi og bætir við að íslenska liðið þyki ennþá lítið á heimsmælikvarða. “Ég held að við teljumst ennþá frekar litlir. Við erum lítil þjóð og leikmannahópurinn okkar er frekar lítill. Í seinustu keppni vorum við í léttari riðli en vonandi náum við að fylgja eftir góðu gengi. Við vitum að það eru miklar væntingar gerðar til liðsins og við viljum standa undir þeim.” Að lokum ræddum við um tyrkneska liðið og hvað strákarnir okkar þurfa að gera til þess að sigra. “Það eru mjög margir Tyrkir að spila í góðum deildum og í Meistaradeildinni. Við þurfum að spila mjög vel varnarlega og nýta þær skyndisóknir sem við fáum vel þegar þeir missa boltann.”
Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Tyrklands sem hefst kl. 18:45.
Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.
Laugardalur
-enginn skortur á bílastæðum!
Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði
Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.
SUNDLAUGAVE GUR
LA
Laugardalsvöllur 530 stæði
UG
Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.
AR GU
JAVE G
VE
UR
ÁS
RE YK
R
Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E
LA
R
R
U
U
G
Ð N D S A U T
TBR húsið 80 stæði
R
Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði
B
Skautahöll, Grasagarður 173 stæði
U
Austan við Laugardalshöll 115 stæði
S
Á bak við Laugardalshöll 160 stæði
Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Umhverfisvottuð hestöfl Aníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar. Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.
ÍST ISO 14001
Hjá N1 eru níu þjónustustöðvar og eitt hjólbarðaverkstæði ISO- umhverfisvottaðar starfsstöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.
Þjónustustöð N1 á Bíldshöfða býður ökumönnum umhverfisvænt íslenskt metan.
Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr útblæstri koltvísýrings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölustöðum N1.
Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítala-sjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.
Hluti af umhverfinu
Hvar er sætið þitt?
Njóttu með ...
© 2014 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, the “Dynamic Ribbon Device”, the “Red Disc Button Device” and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.
#njottu