Island - Holland UEFA 2014

Page 1

Ísland - Holland

13. október - Kl. 18:45

Ísland U21 - Danmörk U21 14. október - Kl. 16:15


„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“ Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


FÓTBOLTI GEGN RASISMA! Þessi knattspyrnuvika (Week of football) sem hófst á fimmtudag, með öllum þeim leikjum sem fram fara í undankeppni EM 2016 þessa daga, er tileinkuð baráttunni gegn rasisma í Evrópu. Báðir leikir Íslands í þessari knattspyrnuviku gegn Lettlandi og gegn Hollandi á eru þannig tileinkaðir þessu verðuga verkefni, en að því standa UEFA, FARE og FIFPro. Gaman samanUndankeppni EM 2016 veitir okkur frábært tækifæri til að fylgjast með knattspyrnulandsliðum á vegferð um Evrópu. Knattspyrnuáhugafólk um alla álfuna er hvatt til að styðja við ákall UEFA um virðingu gagnvart leikmönnum,

dómurum, fulltrúum liðanna og gagnvart öðrum stuðningsmönnum. Rasismi á ekki að eiga sér stað innan knattspyrnunnar. Segjum „Nei við rasisma“ og stöndum með Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA), Samtökum knattspyrnuhreyfingarinnar gegn rasisma í Evrópu (FARE), og Samtökum atvinnuknattspyrnumanna (FIFPro), í sérstökum átaksvikum baráttunnar gegn rasisma, sem standa yfir um gervalla Evrópu dagana 9. til 23. október. Njótið leikjanna - saman.

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND



Heimir Hallgrímsson Verðum að spila góðan varnarleik Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir leikurinn gegn Hollandi vera prófstein á liðið. Góð byrjun á undankeppni EM, eru menn á jörðinni þrátt fyrir það? „Vissulega er þetta góð byrjun, en við ætluðum okkur samt vera í tveimur efstu sætunum, í þessari undankeppni, þannig að þetta kemur okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Það eina sem kemur mér í raun á óvart er hversu sannfærandi þessir tveir sigrar hafa verið. Ég held þó að við séum alveg meðvitaðir um það sem við þurfum að gera og menn eru ekkert að fara fram úr sér. Það eru allir það skynsamir í þessum hópi að menn eru ekkert að fara að ofmeta sig gegn liði eins og Hollandi sem fór taplaust í gegnum Hm í sumar.” Hvernig finnst þér liðið vera að spila, er allt að ganga upp? „Liðið er auðvitað búið að spila mjög vel í þessum fyrstu tveimur leikjum. Við höfum sýnt að við getum skorað mörk og við höfum líka sýnt að við getum varist, sem er einmitt það sem við þjálfararnir erum svo ánægðir með. Ef við höldum áfram að verjast svona vel og bæta

okkur á því sviði, þá getum við náð langt. Það reyndi á sóknarleikinn gegn Lettum. Við sýndum þolinmæði og gátum brotið upp þennan sterka varnarmúr hjá þeim. Það mun þó reyna að varnarleikinn sem aldrei fyrr í þessum leik á móti Hollandi.” Nú er stutt á milli leikja. Hafa þjálfarar áhyggjur af því að þreyta komi í menn? „Auðvitað þreytast allir þegar svona stutt er á milli leikja. Það er þó jafn stutt á milli leikja hjá Hollendingunum og okkur, þannig að þeir ættu ekki að ver aminn þreyttir en við. Við höfum reynt að gera undirbúninginn sem bestan, þannig að menn verði sem frískastir. Þar fara fremstir í flokki góðir menn í okkar sjúkrateymi, sem í þessu verkefni eru Reynir Björnsson læknir, Óðinn Svansson nuddari og sjúkraþjálfararnir Friðrik Ellert Jónsson og Stefán Stefánsson. Það eru forréttindi fyrir KSÍ og landsliðið að hafa svona menn á sínum snærum.” Í leiknum við Letta voru við tæp 70 prósent með boltann. Hentar það okkar liði? „Það er ábyggilega ekki oft sem íslenskt landslið hefur haldið bolatnum svona mikið í leikjum í gegnum tíðina. En í dag höfum við einfaldlega leikmenn í öllum stöðum sem líður vel með boltann og eru vanir því að stjórna leikjum.


Við erum til dæmis með leikmenn sem eru leikstjórnendur í sínum félagsliðum, en spila stöðu bakvarða hjá okkur.” Hvernig á að leggja leikinn gegn Hollandi upp? „Það gefur auga leið að við verðum að spila góðan varnarleik og gefa sem fæst færi á okkur. En um leið að nýta okkur þau tækifæri sem við sköpum okkur til að vinna leikinn. Sú staðreynd að við erum komnir með 6 stig þýðir að við getum leyft okkur að vera rólegir. Hollendingar hins vegar þurfa að vinna leikinn til að vinna upp stigamun í riðlinum. Pressan er á þeim og það gæti gefið okkur sóknarmöguleika. „ Hvað þarf helst að varast við leik Hollands? „Sóknarleikur þeirra er einfaldlega með því besta sem gerist í boltanum. Ekki bara það að einstaklingshæfileikarnir eru miklir í leikmönnum

eins og van Persie, Robben og fleirum, heldur er sóknarleikurinn þeirra svo fjölbreyttur. Helsti styrkur þeirra á HM voru skyndisóknirnar. Við þurfum að stoppa þær. Þeir geta spilað löngum eða stuttum sendingum, það er gríðarlegur hraði í liðinu og svo hafa þeir leikmenn eins og Arjen Robben sem geta brotið upp leikinn ef hann er að lokast. Þess utan eiga þeir menn sem geta skotið á markið af löngu færi. Okkar lið verður að verjast á mörgum sviðum og það er ekki hægt að beita einum stíl í varnarleik. Lausnir Hollendinga í sóknarleik eru fjölbreyttar, þess vegna verðum við að vera sveigjanlegir og fjölbreyttir í okkar varnarleik.”


Óvænt úrslit eða algjörlega fyrirsjáanleg? Tippaðu!

Stoltur styrktaraðili KSÍ


Hannes Þór Menn eru á jörðinni Landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur átt góða leiki með íslenska liðinu en núna tekur líklega við eitt stærsta verkefni hans á ferlinum. Hvernig leggst leikurinn við Holland í þig? „Hann leggst vel í mig. Við mætum í leikinn með 6 stig og mikið sjálfstraust. Holland er eitt albesta lið í heiminum en vonandi náum okkar besta fram eins og gegn Tyrkjum. Ef það tekst þá eigum við fína möguleika.” Holland er með gott sóknarlið, einhverjar áhyggjur af því hjá markmanninum? „Nei engar áhyggjur. Frekar tilhlökkun. Við erum með sterka vörn og eigum að geta lokað flestum glufum þegar allir sinna sínu hlutverki 100%. Ef eitthvað sleppur í gegn vonast ég svo til að geta hjálpað liðinu. Þetta verður erfitt á móti Hollandi en með góðum leik er allt hægt. “ Það er mikið sjálfstraust í liðinu. Það hlýtur að auðvelda spilamennskuna? „Já sjálfstraust er mikilvægt í fótbolta og við erum fullir af því þessa dagana. Við höfum farið vel af stað núna og síðasta keppni gaf okkur mikið. Það er dýrmætt reynsla að hafa komið til baka á móti Sviss og haldið hreinu einum færri í heilan hálfleik

á móti Króatíu sem dæmi. Það sýnir okkur að við getum náð úrslitum hvar sem er og hvenær sem er þegar við hittum á daginn.” Er auðveldara að peppa sig upp þegar svona vel gengur eða eru menn niðri á jörðinni? „Menn eru á jörðinni og það er alltaf auðvelt að peppa sig upp fyrir landsleiki. En vissulega breytist andrúmsloftið þegar við erum í raunhæfum séns að ná árangri. Það er frábært að vera í þeirri stöðu að berjast um eitthvað sem skiptir máli i hverjum leik og það gefur auka neista.” Þú færð væntanlega meira að gera gegn Hollandi en gegn Lettum. Hvað þarf helst að varast hjá hollenska liðinu? „Holland er eitt besta landslið í heiminum og það þarf að varast allan fjandann í þeirra leik. Til að vinna þá þurfum við að ná upp jafn góðum eða betri leik en á móti Tyrkjum og hafa heppnina með okkur. En það er hægt.“ Ertu að ná vel saman með vörninni, ertu sáttur með spilamennskuna? „Já það er frábært að spila fyrir aftan þessa varnarmenn. Kári, Raggi og Sölvi eru allir hágæða hafsentar og það er virkilega þægilegt að spila fyrir aftan þá. Varnarleikur liðsins í heild hefur auk þess verið sterkur í síðustu leikjum og mér líður afar vel fyrir aftan þennan þétta múr.”



Holland Leikmenn

Nafn Félag Ibrahim Afellay Olympiakos Daley Blind Manchester United Jeffrey Bruma PSV Jasper Cillessen Ajax Jordy Clasie Feyenoord Virgil van Dijk Celtic Leroy Fer Queens Park Rangers Klaas Jan Huntelaar Schalke 04 Nigel de Jong AC Milan Davy Klaassen Ajax Jeremain Lens Dynamo Kiev Bruno Martins Indi FC Porto Luciano Narsingh PSV Robin van Persie Manchester United Erik Pieters Stoke City Quincy Promes Spartak Moskva Arjen Robben Bayern München Wesley Sneijder Galatasaray Joël Veltman Ajax Paul Verhaegh FC Augsburg Kenneth Vermeer Feyenoord Stefan de Vrij Lazio Roma Gregory van der Wiel Paris Saint-Germain Jeroen Zoet PSV Þjálfari: Guus Hiddink


Nj贸ttu me冒 ... #njottu


Leikmenn Íslands Markmenn

1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2014 | 26 | Breiðablik

19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2014 | 29 | 1 | FC København

12 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2014 | 22 | Sandnes Ulf

10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2014 | 25 | 5 | Swansea City FC

13 Ingvar Jónsson 1989 | 2014 | Stjarnan

21 Þórarinn Ingi Valdimarsson 1990 | 2012-2014 | 1 | ÍBV

Varnarmenn

Sóknarmenn

6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2014 | 38 | 0 | FK Krosnodar

11 Viðar Örn Kjartansson 1990 | 2014 | 1 | 0| Vålerenga

14 Kári Árnason 1982 | 2005-2014 | 35 | 2 | Rotherham United

22 Jón Daði Böðvarsson 1993 | 2012-2014 | Viking FK

23 Ari Freyr Skúlason 1986 | 2009-2014 | 23 | 0 | OB

11 Alfreð Finnbogason 1989 | 2010 - 2014 | 21 | 4 | Real Sociedad

2 Birkir Már Sævarsson 1984 | 2007-2014 | 42 | 0 | SK Brann

3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2014 | 11 | 3 | Sønderjyske 5 Sölvi Geir Ottesen 1984 | 2005-2014 | 25 | 0 | FC Ural 18 Theodór Elmar Bjarnason 1989 | 2005-2014 | 11 | 0 | Randers

Miðjumenn

20 Emil Hallfreðsson 1984 | 2007-2014 | 43 | 1 | Hellas Verona 17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2014 | 45 | 0 | Cardiff City FC

9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2014 | 23 | 15 | Ajax FC

Liðsstjórn

Lars Lagerbäck Þjálfari Heimir Hallgrímsson Þjálfari Guðmundur Hreiðarsson Markvarðaþjálfari Reynir Björnsson Læknir Friðrik Ellert Jónsson Sjúkraþjálfari Stefán Stefánsson Sjúkraþjálfari Óðinn Svansson Nuddari Sigurður Sv. Þórðarson Búningastjóri Ómar Smárason Fjölmiðlafulltrúi Gunnar Gylfason Starfsmaður Dagur Dagbjartsson Leikgreining

15 Helgi Valur Daníelsson 1981 | 2001-2014 | 32 | 0 | AGF 8 Birkir Bjarnason 1988 | 2010-2014 | 32 | 4 | Pescara *Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag


Vertu með allt á einum stað

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Með Borgun tekur þú við öllum kortum og færð eitt uppgjör. Þannig einfaldar þú reksturinn og færð betri yfirsýn yfir dagleg kortaviðskipti.

Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g u n .is



RAGGI SIG Varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson hefur átt fantagóða leiki með íslenska liðinu. Hann hefur ekki teljandi áhyggjur af sóknarlínu Hollendinga. “Menn eru mjög vel stemmdir og staðráðnir í að halda þessu góða gengi áfram,” segir Ragnar um stemminguna í íslenska liðinu. Þá segir hann að gott gengi liðsins í fyrstu tveimur leikjunum komi sér engan veginn á óvart. “Alls ekki. Við reiknuðum með að fá 6 stig úr fyrstu tveimur leikjunum þó að við vissum að það yrði erfitt. Okkur tókst það og núna er markmiðið að fá 3 stig á heimavelli á móti Hollendingum. Við erum með nógu gott lið til að gera það.” Þá segir Ragnar sjálfgefið að úrslitin undanfarið gefi liðinu sjálfstraust. “Já að sjálfsögðu. Þegar við vinnum og spilum vel þá kemur meira sjálfstraust í liðið.” Næst ræddum við stutt um leikina sem búnir eru í undankeppninni. “Ég átti von á erfiðari leik

gegn Tyrkjum en leikurinn gegn Lettum var svolítið eins og maður bjóst við.” Ragnar segir íslenska liðið stefna á sigur gegn hollenska liðinu. “Leikurinn gegn Hollandi leggst mjög vel í mig. Við erum með 6 stig eftir tvo leiki og erum fullir sjálfstrausts. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en með þetta lið sem við erum með þá er krafan sigur.” Í hollenska landsliðinu eru sterkir leikmenn eins og Arjen Robben og Robin van Persie. Þegar Ragnar eru spurður hvort hann óttist leikmenn hollenska liðsins er svarið stutt, ákveðið og einfalt. “Nei.” Hann segir íslenska liðið eiga möguleika gegn því hollenska. “Já við eigum mjög góða möguleika. Við spilum á heimavelli og við stefnum alltaf a sigur í Laugardalnum.” Að lokum ræddum við um stuðninginn við liðið. “Ég gæti ekki verið ánægðari með stuðninginn sem við höfum fengið. Tólfan er alltaf á sínum stað og svo eru allir farnir að taka þátt í stuðningnum á vellinum. Fjölskyldan mætir líka á völlinn til að styðja við mann svo manni hlakkar til að spila svona leiki.

Markmiðið er 3 stig!


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Sjáðu meira af Ísland-Holland með N1 og KSÍ Gerðu „LANDSLEIKURINN” að vini þínum á snapchat og þú getur kíkt bak við tjöldin í undirbúningi landsleiksins á móti Hollandi


U21 テ行land - Danmテカrk 14. oktテウber - Kl. 16:15



STERK LIÐSHEILD Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U21 árs landsliðsins, segir íslenska liðið þurfa að nýta sér þau sóknarfæri sem skapast gegn Dönum. Eru menn ekki sáttir með jafntefli í Danmörku? „Jú algjörlega, þetta eru mjög góð úrslit fyrir okkur og að eiga heimaleikinn eftir gefur okkur góða möguleika á að komast áfram.” Áttirðu von á meiru frá Dönum? „Já og nei. Við vissum að þeir væru með frábært lið og er þetta einn besti árgangur í þeirra í langan tíma og eru gífurlegar væntingar gerðar til þeirra. Þeir náðu bara ekki að finna glufur á okkar sterka varnarleik.” Nú ráðast úrslitin á okkar heimavelli, hversu mikinn þátt spilar það varðandi góð úrslit. „Í svona tveggja leikja hrinu þar sem er spilað heima og að heiman er mikill munur á. að eiga heimaleikinn eftir og vera í góðum möguleika á að komast áfram getur skipt öllu máli og með hjálp íslensku þjóðarinnar getum við gert það sama og strákarnir í A-liðinu gerðu 2011.” Hvernig er stemningin í hópnum, eru allir gíraðir í leikinn? „Stemmingin í þessum hóp hefur frá degi eitt verið frábær og liðsheildin er gífurlega sterk , allir erum við miklir vinir og held ég að liðsheildin og stemmingin í hópnum hefur fleytt okkur mjög langt núna og vonumst til að hún fleyti okkur en þá lengra.”

Hvernig er best að taka á Dönunum til að vinna þá? „Núna þurfum við bara að setjast niður og fara yfir fyrri leikinn og sjá hvaða möguleika við getum fundið til að sækja á þá. Þetta verður erfiður leikur á þriðjudaginn og geta minnstu smáatriði skipt máli í svona leikjum og við vonumst til að þau detti með okkur.” Hvað þarf helst að varast í leik þeirra? „Þeir eru með gífurlega góða sóknarmenn sem eru að spila í frábærum liðum og var Danmörk það lið sem skoraði mest í undankeppninni. Við þurfum að spila sterkan varnarleik eins og við gerðum í síðasta leik í til að eiga möguleika.”

Þurfum við að sækja meira en við gerðum í Danmörku? „Við þurfum að vera duglegri að halda í boltann þegar við höfum hann og reyna að nýta okkar möguleika betur í föstum leikatriðum eins og við höfum gert mjög vel í allri undankeppninni.” Hversu miklu máli skiptir að fá sem flesta á völlinn? „Það getur skipt gífurlega miklu máli og ég held að Íslendingar hafi séð það í leikjunum sem A-liðið spilaði við Króatíu á síðasta ári hvað það er mikilvægt að hafa góðan stuðning. Þar með hvet ég alla þá sama hafa möguleika á því að koma á leikinn að koma og styðja okkur og kalla ég sérstaklega eftir okkar stuðningsmannasveit í Tólfunni að koma og styðja okkur því það gæti skipt sköpum hvort íslenska U21 landslið íslands spili á lokakeppni Evrópumótsins í Tékklandi árið 2015.”


Leikmenn Íslands U21 Markmenn

Fæddur

Leikir

Mörk

Félag

Rúnar Alex Rúnarsson

180295

9

N Sjælland

Frederik August Albrecht Schram

190195

1

V Sjælland

Hörður Björgvin Magnússon

110293

13

Cesena

Guðmundur Þórarinsson

150492

12

Sarpsborg

Emil Atlason

220793

10

8

KR

Arnór Ingvi Traustason

300493

10

1

Norrköping

Aðrir leikmenn

Andri Rafn Yeoman

180492

9

Sverrir Ingi Ingason

050893

9

1

Viking Stavanger

Breiðablik

Hólmbert Friðjónsson

190493

8

4

Bröndby IF

Hjörtur Hermannsson

080295

8

1

PSV

Kristján Gauti Emilsson

260493

8

1

Nijmegen

Orri Sigurður Ómarsson

180295

8

AGF

Brynjar Gauti Guðjónsson

270292

7

ÍBV

Emil Pálsson

100693

7

FH

Árni Vilhjálmsson

090594

4

Breiðablik

Ólafur Karl Finsen

300392

3

Stjarnan

Ásgeir Eyþórsson

290493

1

Fylkir

Elías Már Ómarsson

180195

1

Keflavík

1

Sigurður Egill Lárusson

220192

Þorri Geir Rúnarsson

240495

Liðsstjórn

Hlutverk

Eyjólfur Sverrisson

Þjálfari

Tómas Ingi Tómasson

Aðstoðarþjálfari

Hjalti Kristjánsson

Læknir

Róbert Magnússon

Sjúkraþjálfari

Þórður Þórðarson

Markmannsþjálfari

Lúðvík Jónsson

Búningastjóri

Þorvaldur Ingimundarson

Fjölmiðlafulltrúi

Guðlaugur Gunnarsson

Starfsmaður

Vignir Þormóðsson

Aðalfararstjóri

Gísli Gíslason

Fararstjóri

Valur Stjarnan


Vertu #fotboltavinur KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna. Við ætlum að draga reglulega út einhverja sem sett hafa inn skemmtilegar fótboltamyndir og eftir leik Íslands og Hollands þá veljum við þann sem er með bestu myndina og fær sá aðili að launum ferð á útileik með íslenska landsliðinu á næsta ári.

Við ætlum líka að gefa áritaða landsliðstreyju og miða á leik Íslands og Hollands. Það er því til mikils að vinna og hvetjum við alla að setja hashtag #fotboltavinir á skemmtilegar myndir á Instagram og það er aldrei að vita nema þú gætir verið að skella þér á leik með karlalandsliðinu í undankeppni EM. Það eru Borgun, Vífilfell, Lengjan, Landsbankinn, N1 og Icelandair sem eru stoltir bakhjarlar KSÍ. Verum #fotboltavinir


Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Tyrklands sem hefst kl. 18:45.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.




Hvar er sætið þitt?


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 71038 10/14

Velkomin(n) á landsleikinn! Við settum spjald í sætið þitt sem er annað hvort hvítt, rautt eða blátt. Textinn við þjóðsönginn er prentaður á þetta spjald. Taktu endilega vel undir og syngdu með þínu nefi. Og bíddu eftir gæsahúðinni. Áfram Ísland.

Vertu með okkur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.