Ísland - Lettland rafræn leikskrá 2015

Page 1

テ行land - Lettland 10. oktテウber - Kl. 16:00


Þú kemst alltaf í bankann á L.is Farsímabanki Landsbankans hefur fengið nýtt útlit og viðbætur sem veita þér enn betri yfirsýn yfir fjármálin. Á L.is geturðu framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir og þarft engan auðkennislykil.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


TAKK FYRIR OKKUR! Ísland tryggði sætið í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í seinasta leik. Það var því ljóst að Tékkar og Íslendingar myndu verma tvö efstu sæti riðilsins sem gefa sæti á lokakeppninni og að ekki kæmi til þess að Ísland þyrfti að leika í umspili. Holland og Tyrkland geta ekki náð Íslandi og Tékkum að stigum og berjast um 3. sætið sem gefur sæti í umspili. Markmið íslenska liðsins er því núna að vinna riðilinn og svo það gangi upp þarf íslenska liðið að vinna þá leiki sem eftir eru.

Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning úr stúkunni. Leikmenn jafnt og þjálfarar hafa hrósað þeirri stemningu sem komin er á leiki Íslands þar sem stúkurnar syngjast á og áhorfendur láta í sér heyra frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikmenn liðsins vilja þakka stuðningsmönnum íslenska liðsins fyrir magnaðan stuðning í undankeppni EM og vonast leikmenn til að sjá sem flesta á lokamótinu í Frakklandi. Við eigum þennan árangur saman!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


Ertu með vefverslun? Borgun býður fjölbreyttar lausnir og góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka við öllum greiðslukortum gegnum vefsvæði eða app. Kannaðu málið á borgun.is.

Borgun er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins.


MIÐAR Á EM Í FRAKKLANDI KSÍ er byrjað að fá fyrirspurnir um miða á lokakeppni EM í Frakklandi. Það er skemmst frá því að segja að upplýsingar um miða á leiki Íslands liggja ekki fyrir. Riðlakeppnin mun klárast áður en einhverjar upplýsingar verða gefnar út að hálfu UEFA og mun KSÍ birta nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir. Það er því einhver tími í að það liggur fyrir með miða á lokamótið sem haldið verður í Frakklandi.


LARS LAGERBÄCK

VIÐ GETUM UNNIÐ ÖLL LIÐ Svíinn Lars Lagerbäck heftur verið þjálfari karlalandsliðsins undanfarin fjögur ár. Minnstu munaði að Ísland kæmist á HM undir hans stjórn en íslenska liðið tókst svo ætlunarverk sitt núna þegar það tryggði sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi. Lars segist ánægður með alla umgjörðina hjá landsliðinu og segir að þetta lið gæti náð langt í framtíðinni. Hvernig líður þér með að vera kominn á EM? Auðvitað líður mér frábærlega, ekki bara með það að liðið hafi tryggt sér sæti á EM heldur líka með það að hafa tryggt okkur sætið og eiga enn tvo leiki eftir í undankeppninni. Ef ég hefði verið spurður að því fyrirfram hvort ég hefði átt von á þessu þá hefði svarið verið nei. Þetta er erfiður riðill og auðvitað taldi ég að við ættum möguleika á að ná góðum úrslitum, en mig dreymdi ekki um að vera komnir í lokakeppnina þegar tveir leikir væru ennþá eftir. Eftir reynsluna af umspilsleikjunum við Króatíu um sæti á HM - taldirðu að liðið væri betur í stakk búið núna til að komast áfram? Algjörlega. Þegar þú ert að þjálfa landslið þá vinnur tíminn með þér. Leikmennirnir verða eldri og reyndari og þegar þú ert með góða umgjörð utan um liðið og gott starfsfólk þá eykur það alltaf líkurnar á að gengið verði betra. Þú átt að ná betri árangri ef þú ert að vinna rétt með liðið og leikmennirnir fá meiri

reynslu. Miðað við hvernig hefur verið staðið að málum í undankeppninni þá finnst mér eðlilegt að við séum komnir á þennan stað. Það hefur allt verið til fyrirmyndar. Hvernig finnst þér blandan á leikmannahópnum núna? Ég myndi segja að blandan sé mjög góð. Við erum með frekar ungan leikmannahóp sem á eftir að bæta sig þannig að hópurinn núna á eftir verða betri og á eftir að fara langt. Hvernig leggurðu upp leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi eftir að hafa þegar tryggt sætið á EM? Við munum hafa sömu umgjörð á öllum leikjunum. Það kemur svo í ljós hvaða leikmenn spila leikinn og hvort við reynum nýja hluti. Það gæti gerst núna að þjálfararnir og leikmenn fari í þægindasvæði sem er eitthvað sem við viljum ekki gera. Þessir leikir eru mikilvægir fyrir styrkleikaflokkun og dráttinn í desember. Svo er Tyrkland líka að keppa við Holland um 3. sætið og því þurfum við að sýna af okkur heiðarlegan leik gagnvart þeim. Við gætum litið á þessa leiki sem undirbúningsleiki en það viljum við alls ekki. Við viljum að allir okkar leikir séu 100% leikir og við ætlum að halda því þannig áfram. Þú hefur leitt mörg lið í lokakeppni. Hefur Ísland það sem þarf til að ná langt? Við höfum alltaf raunverulega möguleika á að vinna



alla leiki og eftir leikina í undankeppninni þá getum við bætt liðið enn meira og verið öllum liðum erfiður mótherji. Hversu langt við getum náð á eftir að koma í ljós, en allavega þá getum við unnið leikina eða tekið stig úr þeim - sama hver mótherjinn er. Hvernig finnst þér umgjörðin hafa breyst síðan þú tókst við? Umgjörðin hefur verið mjög góð síðan ég og Heimir tókum við liðinu. Andrúmsloftið hefur verið frábært bæði á vellinum og utan vallar. Frá byrjun hafa allir sýnt mikla fagmennsku, sama hvort um er að ræða leikmenn eða starfsfólk í kringum liðið. Ég er mjög glaður að hafa unnið með þessu fólki og satt að segja þá myndi ég segja það forréttindi að fá að vinna með þessum einstaka hópi.

Að lokum, einhver skilaboð til stuðningsmanna liðsins? Stuðningsmenn liðsins eiga gríðarlega mikið í velgengi liðsins og andrúmsloftið á vellinum hefur verið frábært. Það má þakka öllum stuðningsmönnum og sérstaklega Tólfunni fyrir stemninguna sem er á leikjunum. Að vera á vellinum og heyra alla syngja Ég er kominn heim snart mig djúpt. Vonarðu að sjá stuðningsmennina í Frakklandi? Það væri frábært að fá sem flesta til Frakklands að styðja okkur. Stuðningurinn í Hollandi og Tékklandi var magnaður og ég væri til í að fá þann stuðning í Frakklandi.


Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016? Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland. Mótið er gríðarlega umfangsmikið og mun þáttur sjálfboðaliða vera stór í því að sem best til takist og til að

mótið verði sem glæsilegast. Skráning umsókna fer fram á vef-síðunni www.volunteers.euro2016.fr og er opið fyrir umsóknir til loka nóvembermánaðar. Sérstakur verndari sjálfboðaliðaverkefnisins er Christian Karembeu, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka.

MIÐALEIKUR KSÍ Á FACEBOOK SMELLTU HÉRNA


SÆTIÐ Á EM 2016 TRYGGT!


Sæti í lokakeppni EM 2016 var tryggt með jafntefli gegn Kasakstan. Hérna eru svipmyndir úr leiknum sem fór fram fyrir troðfullum Laugardalsvelli.


GUNNLEIFUR TOPPURINN YRÐI AÐ SPILA Í FRAKKLANDI Gunnleifur Gunnleifsson er einn af eldri leikmönnum landsliðsins en hann hefur leikið undir stjórn nokkurra landsliðsþjálfara og kappinn hefur sjaldan verið í betra standi. Gunnleifur er á því að margt jákvætt hafi gerst síðan Heimir og Lars tóku við og auðvitað stefnir kappinn á Frakkland. Þú sem einn af eldri leikmönnum liðsins, hvernig finnst þér liðið hafa breyst í gegnum tíðina? Eins og oft hefur komið fram þá tók liðið stórt skref upp á við þegar Lars og Heimir tóku við liðinu. Það voru allir samstíga, leikmenn og sambandið, að lyfta þessu upp á næsta þrep. Ég held að tímapunkturinn hafi líka hentað vel, Ólafur Jóhannesson - landsliðsþjálfari, hafði verið að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig sem höfðu spilað á t.d. EM U21 í Danmörku. Þeir voru komnir með meiri reynslu og voru líka gríðarlega metnaðarfullir strákar. Lars og Heimir halda áfram með þann kjarna og þessi hópur varð strax mjög samheldinn, sem hefur gert mikið fyrir liðið. En hverju má þakka þennan góða árangur sem er að nást núna? Ég myndi segja gríðarlegri samheldni og vinnusemi. Og það á ekki bara við um þá 11 sem eru inn á vellinum heldur er þetta allur leikmannahópurinn

og allt starfsfólkið í kringum liðið. Það eru allir að leggjast á eitt og við það að leikmenn fái eins góðan undirbúning og mögulegt er þá skilar það sér í betri árangri. Það var líka önnur tíð og önnur hugsun. Kannski höfðum við bara ekki trú á því að komast svona langt eins og raunin er núna. Ég man eftir fyrsta fundinum sem Lars og Heimir voru með í Kórnum með stórum hópi leikmanna og sögðust vilja koma liðinu sem fyrst á stórmót. Það voru margir sem pískruðu og hlógu en þeir sýndu það að með mikilli vinnu og fagmennsku þá er þetta allt hægt. Það fá skiljanlega ekki allir að spila alla leiki, eru samt ekki allir í hópnum jafn mikilvægir? Það spila bara 11 og sumir koma inn á og sumir ekki. Við viljum auðvitað allir spila alla leiki en við erum orðnir það þroskaðir og hugsunarhátturinn er þannig að við gerum allt sem við getum til að hjálpa þeim sem spila til að ná sem bestum leik. Það er auðvitað hagur okkar allra að það gangi sem best inn á vellinum. Ef ég tala um sjálfan mig, þá vinn ég mikið með Hannesi og reyni að hjálpa honum sem mest. Auðvitað vil ég spila leikina og ég veit að ef ég fæ tækifærið þá mun ég standa mig. Hverju þakkarðu þínu atgervi núna, þú hefur sjaldan verið í betra standi? Það er margt sem kemur að því. Ég hef blessunarlega


verið heppinn með meiðsli, ég er líka náttúrlega grannur og því á ég auðveldara með að halda mér í góðu formi. Svo er það kannski stærsti þátturinn að ég er gríðarlega vel giftur. Konan mín hefur mikinn áhuga á fótbolta og hún skilur fótbolta. Bæði varðandi undirbúning á leikjum og allt sem kemur að þessu. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa gott bakland þegar maður er í þessari vinnu. Nú er þekktur áhugi þinn á Man.City og hennar á Man.Utd. Hvernig virkar heimilislífið með það? Hún er nú búin að sætta sig við það að City er stóra liðið í Manchester. Það er auðvitað hiti og

fjör í kringum leikina hjá United og City en ég enda undirtekningalítið sem sigurvegarinn í þessari rimmu. Að lokum, Frakkland næsta sumar. Þú munt væntanlega reyna að halda þínu sæti á EM? Auðvitað horfir maður hýru auga til Frakklands. Við erum auðvitað að einblína á leikina núna til vinna riðilinn og fókusinn er á því. En ég er nógu þroskaður til að játa að auðvitað langar öllum að spila í Frakklandi. Það yrði toppurinn á mínum ferli að leika á lokamóti í fótbolta og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða valinn í hópinn sem fer á EM. En ekki hvað?


SÉRSTAKIR DAGAR GEGN MISMUNUN Í EVRÓPU Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn mismunun í Evrópu. Undankeppni EM 2016 gefur okkur flott tækifæri til að fylgjast með ferðalagi knattspyrnunnar um Evrópu. Við hvetjum alla knattspyrnufjölskylduna til að styðja við ákall UEFA um virðingu gagnvart leikmönnum, dómurum, starfsmönnum leiksins og stuðningsmönnum.

Rasismi og önnur mismunum af hvaða tagi sem er á engan tilverurétt í fótbolta - Segjum „nei við rasisma“ og styðjum UEFA og önnur samtök í Evrópu í þessari baráttu! Rasismi og önnur mismunun á engan tilverurétt í fótbolta!


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Fylgstu með landsleiknum á Snapchat með N1 og KSÍ Skannaðu Snapchat táknið til að gerast vinur „LANDSLEIKURINN” á Snapchat og fylgstu með undirbúningnum fyrir æsispennandi landsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli þann 10. október.

N1 er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands

Hluti af sterkri liðsheild


Leikmenn Íslands Markmenn

13 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2015 | 29 | Breiðablik

8 Birkir Bjarnason 1988 | 2010-2015 | 40 | 6 | FC Basel

1 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2015 | 27 | NEC

19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2015 | 37 | 3 | FC Nürnberg

12 Ögmundur Kristinsson 1989 | 2015 | 4 | Hammerby IF

10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2015 | 32 | 10 | Swansea City FC

Varnarmenn

7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 | 2008-2015 | 39 | 5 | Charlton

2 Birkir Már Sævarsson 1984 | 2007-2015 | 50 | 0 | Hammerby IF

20 Emil Hallfreðsson 1984 | 2005-2015 | 49 | 1 | Hellas Verona

6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2015 | 47 | 1 | FK Krosnodar

Sóknarmenn

14 Kári Árnason 1982 | 2005-2015 | 43 | 2 | Malmö

9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2015 | 31 | 17 | FC Nantes

23 Ari Freyr Skúlason 1987 | 2009-2015 | 31 | 0 | OB

21 Viðar Örn Kjartansson 1990 | 2015 | 2 | 0 | Jiangsu Guoxin-S.

3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2015 | 14 | 3 | OB

15 Jón Daði Böðvarsson 1993 | 2012-2015 | 15 | 1 | Viking FK

5 Sölvi Geir Ottesen 1984 | 2005-2015 | 26 | 0 | Jiangsu Guoxin-S.

11 Alfreð Finnbogason 1989 | 2010 - 2015 | 26 | 5 | Real Sociedad

18 Theodór Elmar Bjarnason 1989 | 2005-2015 | 19 | 0 | AGF

22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 | 1996 - 2015 | 80 | 25 | Shijiazhuang Yongchang

4 Kristinn Jónsson 1990 | 2009-2015 | 4 | 0 | Breiðablik

Liðsstjórn

17 Hólmar Örn Eyjólfsson 1990 | 2012-2015 | 2 | 0 | Rosenborg BK

Miðjumenn 16 Ólafur Ingi Skúlason 1984 | 2004-2015 | 26 | 1 | Gençlerbirliği S.K. 17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2015 | 53 | 1 | Cardiff City FC

Lars Lagerbäck Heimir Hallgrímsson Guðmundur Hreiðarsson Sveinbjörn Brandsson Friðrik Ellert Jónsson Stefán Stefánsson Óðinn Svansson Sigurður Sv. Þórðarson Ómar Smárason Gunnar Gylfason Dagur Dagbjartsson

*Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag

Þjálfari Þjálfari Markvarðaþjálfari Læknir Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari Nuddari Búningastjóri Fjölmiðlafulltrúi Starfsmaður Leikgreining





Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Lettlands sem hefst kl. 16:00.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.


er stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu

Coca-Cola’ is a trademark of The Coca-Cola Company. © 2015 The Coca-Cola Company

#velduhamingju



Hvar er sætið þitt?


VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI

Þökkum stuðninginn. Sjáumst á EM í Frakklandi 2016.

Vertu með okkur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.