Ísland - Makedónía EM 2017 KVK

Page 1

ÍSLAND

MAKEDÓNÍA 7. júní - Kl. 19:30


Virðing fyrir leiknum #VIRDINGFYRIRLEIKNUM

Borgun hefur stutt íslenska knattspyrnu í 20 ár


SÆTI Á EM2017 Í SJÓNMÁLI A landslið kvenna hefur verið að spila afar vel í undankeppni EM 2017 og situr liðið í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga.

vann 4-0, getur Ísland tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni í Hollandi með sigri gegn Makedóníu á Laugardalsvelli á þriðjudag.

Íslenska liðið spilaði á EM í Finnlandi árið 2009 og EM í Svíþjóð árið 2013. Stelpurnar stefna síðan ótrauðar á að komast á Evrópumeistaramótið í Hollandi á næsta ári.

Ætlar þú ekki örugglega vera á staðnum þegar það gerist?

Eftir frábæra frammistöðu gegn Skotlandi á föstudaginn, þar sem liðið

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


FREYR ALEXANDERSSON

FULLKOMNAR FYRIRMYNDIR Það er ljóst eftir magnaðan sigur á Skotlandi í Falkirk að þá getur Ísland tryggt sér sæti á EM í Hollandi með sigri á Makedóníu. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að markmið liðsins séu skýr. Frammistaðan gegn Skotum, var hún sú besta í þinni tíð? Það er erfitt að meta þetta, við höfum átt marga góða leiki, spiluðum frábæran leik í mars gegn Danmörku til að mynda en gildi leiksins í Skotlandi var mikið og frammistaðan nánast fullkomin og því get ég alveg skrifað undir það að þessi frammistaða hafi verið sú besta í minni tíð. Verður erfitt að ná liðinu niður á jörðina fyrir Makedóníu leikinn? Það verður kannski ekki erfitt en við þurfum að vera meðvituð um það að hver leikur á sitt eigið líf og við þurfum að halda áfram að sýna þann aga og þá einbeitingu sem við höfum gert alla undankeppnina. Ef við gerum það þá verður allt í fínum gír hjá okkur.

Annar leikur, aðrir mótherjar. Verður mikill munur á undirbúningnum? Óneitanlega er undirbúningurinn ekki eins vegna þess að það er töluvert styttri tími til stefnu en við höfðum fyrir Skotland. Við erum líka að fara spila við mótherja sem við eigum að vinna og vitum að öll gæðin eru okkar megin. Það er alltaf snúið. Við munum leggja áherslu á að ná fram okkar besta leik og spila eins góðan fótbolta og við getum fyrir framan okkar fólk á okkar velli. Getur þú útskýrt hversu mikilvægur stuðningurinn er fyrir stelpurnar? Það skiptir liðið gríðarlega miklu máli að fá stuðning á þriðjudaginn, ekki bara til að klára grunnmarkmiðið og tryggja farseðil á EM með sigri, heldur einnig til þess að fá þá viðurkenningu sem við viljum fá fyrir góða frammistöðu í riðlinum og hvatningu til þess að ná ennþá lengra. Leikmenn íslenska landsliðsins eru ekki í fótbolta fyrir veraldlega hluti heldur vegna ástríðu sinnar á leiknum, fólkið í landinu má vera stolt af kyndilberum sínum. Þær eru frábærir íþróttamenn og fullkomnar fyrirmyndir, ég hvet alla til að mæta og veita liðinu kraft og innblástur.


„Hvet alla að mæta og styðja liðið!


MARGRÉT LÁRA

MIKILVÆGASTI LEIKURINN Fyrirliðinn, Margrét Lára Viðarsdóttir, þekkir það vel að fara á stórmót en hún hefur tvisvar áður leikið í lokakeppni EM með Íslandi. Margrét segir skipta miklu máli að fá góðan stuðning áhorfenda og lofar hún að stelpurnar muni gera allt til að tryggja sætið á EM. Frábær leikur gegn Skotum að baki. Hvernig var tilfinningin eftir þann leik? Tilfinningin að vinna Skota 4-0 á útivelli var frábær. Það fór ótrúlega mikil vinna í þennan leik, sem skilaði sér svo sannarlega. Ég er ótrúlega stolt af öllum 20 leikmönnum liðsins í þessum leik. Við sýndum frábæra liðsheild og samheldni. Það var gríðarlegur kraftur og mikið hungur í liðinu gegn Skotum. Hvernig verður að flytja þetta yfir í leikinn gegn Makedóníu? Það ætti að vera lítið mál því á móti Makedóníu er allt undir. Ef við klúðrum Makedóníuleiknum var Skotaleikurinn

til einskis. Við viljum komast á EM og það strax! Þá er Makedóníuleikurinn gríðarlega mikilvægur. Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Það eru nokkur skref eftir til Hollands en síðustu skrefin eru oft erfiðust. Hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda á móti Makedóníu? Stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli. Það er mikið undir á þriðjudaginn og því frábær ástæða fyrir fólk að mæta. Liðið er búið að standa sig frábærlega alla undankeppnina og á skilið að fólk mæti og styðji við bakið á okkur. Tólfan mætir og heldur uppi stemningunni í stúkunni. Við leikmenn ætlum að leggja okkur 100% fram og spila árangursríkan fótbolta. Í sameiningu getum við gert þriðjudaginn 7. júní ógleymanlegan í hugum okkar Íslendinga.


VIÐARSDÓTTIR


EM Í SJÓNMÁLI

SIGUR = SÆTI Á EM Fyrir leik Íslands gegn Makedóníu í undankeppni EM kvenna er óhætt að segja að íslenska liðið sé í glimrandi góðri stöðu í sínum riðli. Stelpurnar eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði síðan þrennu í góðum 5-0 útisigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl en Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum í leiknum.

Undankeppnin hófst með góðum 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi en þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um að skora mörkin í leiknum. Í næsta leik vannst sannfærandi 4-0 útisigur gegn Makedóníu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og þær Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir gerðu sitthvort markið.

Frábær frammistaða í Skotlandi á dögunum tryggði íslenska liðinu síðan góðan sigur gegn heimastúlkum en lokatölur leiksins urðu 4-0. Fyrir leikinn voru bæði lið með fullt hús stiga og því um sannkallaðan toppslag að ræða. Þær Hallbera Guðný Gísladóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sáu um markaskorun í leiknum.

Fjórum dögum síðar var röðin síðan komin að Slóveníu á útivelli en íslenska liðið vann leikinn 6-0. Harpa Þorsteinsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu sitthvor tvö mörkin og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen komust einnig á blað.

Eftir fimm leiki er liðið því með fullt hús stiga og auk þess hefur liðið ekki fengið mark á sig í leiknum. Markatala liðsins er 21-0 og Ísland getur tryggt sæti sitt á EM með sigri gegn Makedóníu á þriðjudag.


ÍSLAND HEFUR TVISVAR LEIKIÐ Á LOKAMÓTI EM


GLÓDÍS PERLA

EITT SKREF Í ÁTT AÐ MARKMIÐUM Glódís Perla Viggósdóttir hefur staðið vaktina með stakri prýði í miðri vörn Íslands undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera ung að árum þá er Glódís með mikla reynslu eftir að leika m.a. á lokakeppni EM í Svíþjóð. Hvernig er stemningin eftir sigurinn í Skotlandi? Stemningin er rosalega góð. Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur bæði uppá riðilinn að gera til að ná markmiðinu okkar að komast á EM, en líka mikilvægt fyrir okkur að vinna svona stóran mikilvægan leik á móti góðu liði undir pressu frá okkur sjálfum og öðrum. Það á eftir að hjálpa okkur í komandi leikjum og gefur okkur

meira sjálfstraust inn í restina af leikjunum í riðlinum. Nokkuð stór sigur. Stærri en þú áttir von á? Já, myndi segja stærri en ég átti von á en við spiluðum þennan leik bara alveg rosalega vel, fylgdum skipulagi og þá skilar það sér svona og markmiðið okkar er að geta tekið þessa frammistöðu með okkur áfram inn í alla leiki. Dauðafæri með sæti á EM, breytir það einhverju varðandi Makedóníuleikinn? Nei það breytir engu. Markmiðið okkar er fyrst að tryggja miðann á EM og svo ætlum við að vinna riðilinn. Makedóníuleikurinn er bara eitt skref í átt að þessum markmiðum.


VIGGÓSDÓTTIR

Setur það meiri pressu á ykkur að vita að sigur nægir til að komast á EM? Maður er auðvitað alltaf með það aftan i hausnum en við þurfum að skila góðri frammistöðu til að vinna þennan leik og tryggja okkur miðann á EM. Vörnin hefur smollið vel saman, hver er galdurinn á bakvið það? Við erum vel skipulagðar frá fremsta manni og erum að spila rosalega liðsvörn og hjálpum hvor annarri og tölum mikið. Ég held að það sé lykillinn, það eru allar

tilbúnar að taka ábyrgð og leggja á sig vinnu fyrir liðið og til að ná í þessa sigra. Hversu mikilvægt er að fá sem flesta á völlinn? Það hjálpar alveg rosalega að heyra í fólkinu í stúkunni og það gefur manni auka orku sérstaklega til að klára mikilvæga leiki. Svo ég vonast til að sjá sem flesta og það verði góð stemning í stúkunni og við munum gera okkar besta til að bjóða uppá skemmtilegan fótboltaleik.


SIGUR GEGN SKOTUM


Gangi ykkur vel í leiknum!

Áfram Ísland á EM í Frakklandi … … og á Lengjunni!


„Þegar liðið sýnir að það trúir á eitthvað fara aðrir að trúa líka.“

Velkomin á EM. Við erum stolt af stuðningi okkar við KSÍ og íslensku knattspyrnulandsliðin. Árangur íslenska karlalandsliðsins sýnir að það er fátt ómögulegt. Við óskum strákunum góðs gengis í Frakklandi. Áfram Ísland! Kynntu þér meira um Lars og fótboltann á landsbankinn.is/em2016

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari


VERIÐ VELKOMIN Á EM TORGIÐ Í tilefni þess að nú spilar karlalandsliðið okkar í fyrsta skipti á stórmóti í fótbolta verður Ingólfstorgi breytt í heimavöll Íslands á meðan á EM stendur og mun nefnast EM torgið. Á EM torginu upplifir þú alvöru EM stemningu í hjarta Reykjavíkur. Allir leikirnir verða sýndir á risaskjá, í topp hljóðgæðum í skemmtilegu umhverfi. Þar verður frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Auk útsendinga frá leikjunum verður

boðið upp á andlitsmálun fyrir börn, knattþrautir KSÍ, lukkuhjól, mannlegan „fussball“ völl og ýmsar aðrar uppákomur. Það eru KSÍ, Síminn, Borgun, Icelandair, Íslenskar getraunir, Landsbankinn, N1 og Vífilfell sem standa að EM torginu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Upplifum fyrsta stórmót karlalandsliðsins okkar saman í hjarta borgarinnar. Áfram Ísland!


Þrítugasta N1-mótið verður haldið í sumar. Nú þegar hafa 192 lið skráð sig til leiks á stærsta N1-móti sögunnar og langstærsta móti sumarsins á Íslandi. N1 hefur í áratugi lagt rækt við grasrót íslenskrar knattspyrnu og er stolt af árangrinum.


Áfram Ísland!


Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Makedóníu sem hefst kl. 19:30.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.


Leikmenn Íslands Nr

Markmenn

Fæddur

Tímabil

Leikir

Mörk

Félag

1

Guðbjörg Gunnarsdóttir

1985

2004-2016

42

Djurgarden

12

Sandra Sigurðardóttir

1986

2005-2016

12

Valur

13

Sonný Lára Þráinsdóttir

1986

2016-

2

Breiðablik

Örebro

Varnarmenn 19

Anna Björk Kristjánsdóttir

1989

2013-2016

22

4

Glódís Perla Viggósdóttir

1995

2012-2016

40

2

Eskilstuna

11

Hallbera Guðný Gísladóttir

1986

2008-2016

70

2

Breiðablik

17

Elísa Viðarsdóttir

1991

2012-2016

26

Valur

2

Sif Atladóttir

1985

2007-2014

53

Kristianstad

14

Málfríður Erna Sigurðardóttir

1984

2003-2016

26

Breiðablik

Miðjumenn 23

Fanndís Friðriksdóttir

1990

2009-2016

70

5

Breiðablik

7

Sara Björk Gunnarsdóttir

1990

2007-2016

93

17

FC Rosengard

21

Andrea Rán Hauksdóttir

1996

2016-

3

2

Breiðablik

8

Sandra María Jessen

1995

2012-2016

15

6

Þór/KA

10

Dagný Brynjarsdóttir

1991

2010-2016

63

16

Portland Thorns

5

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

1988

2011-2016

28

3

Stabæk

22

Elín Metta Jensen

1995

2012-2016

19

3

Valur

9

Margrét Lára Viðarsdóttir

1986

2003-2016

107

77

Valur

37

Sóknarmenn

6

Hólmfríður Magnúsdóttir

1984

2003-2016

105

20

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

1992

2010-2016

14

16

Harpa Þorsteinsdóttir

1986

2006-2016

60

Avaldsnes Fylkir

15

Stjarnan


COCA-COLA and the Red Disc Button Device are registered trademarks of The Coca-Cola Company. Š 2016 The Coca-Cola Company.




Hvar er sætið þitt?


FEEL THE PASSION

#BREAKtheICE


errea.com

OFFICIAL TECHNICAL SPONSOR


VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI

Þökkum stuðninginn. Sjáumst á EM í Frakklandi 2016.

Vertu með okkur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.