ÍSLAND
SLÓVENÍA 16. september SKOTLAND 20. september
Virðing fyrir leiknum #VIRDINGFYRIRLEIKNUM
Borgun hefur stutt íslenska knattspyrnu í 20 ár
SKÝR MARKMIÐ! Evrópumeistaramót kvennalandsliða í knattspyrnu verður haldið í tólfta sinn á næsta ári þegar mótið fer fram í Hollandi. Þar munu 16 bestu kvennaknattspyrnuþjóðir Evrópu keppa sín á milli og íslenska landsliðið er í góðri stöðu með að tryggja sér sæti á mótinu. Gestgjafarnir, Hollendingar, fá sjálfkrafa þátttökurétt en önnur lönd fara í gegnum undankeppni. Keppt er í átta riðlum og fer efsta liðið í hverjum liði beint áfram auk þeirra sex liða sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Þau tvö lið sem eru með lakasta árangurinn í öðru sætinu keppa síðan sín á milli í umspili um seinasta lausa sætið á EM. Ísland er í riðli 1 ásamt Hvíta Rússlandi, Makedóníu, Slóveníu og Skotlandi og
þegar þetta er skrifað er íslenska liðið með fullt hús stiga, 18 stig, eftir sex leiki. Þegar einungis tveir leikir eru eftir hefur liðið ekki enn fengið á sig mark í undankeppninni. Eitt stig gegn Slóveníu á föstudag myndi tryggja íslenska liðinu sæti á mótinu því það myndi tryggja að þó að Ísland myndi lenda í 2. sæti riðilsins yrði liðið eitt af sex liðunum með besta árangurinn í öðru sætinu. Sigur í leiknum myndi hinsvegar fara langt með að tryggja sigur í riðlinum. Skotar eru eina þjóðin sem getur mögulega stolið af okkur efsta sætinu en Ísland vann sannfærandi 4-0 sigur þegar liðin mættust ytra fyrr í undankeppninni. Sama hvernig fer gegn Slóveníu á föstudag mun jafntefli eða sigur gegn Skotum alltaf tryggja íslenska liðinu toppsætið í riðlinum.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND
MARGRÉT LÁRA
ÆTLUM OKKUR Á EM 2017! Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er að öllum líkindum á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Við tókum hana tali á dögunum og ræddum við hana um verkefnin framundan. Við byrjuðum á að spyrja hana hvort tilfinningin væri að einhverju leyti öðruvísi núna. „Já og nei. Tilfinningin að fara á stórmót sem við ætlum okkur að sjálfsögðu að gera er alltaf frábær. Mér finnst persónulega að við verðum að passa okkur að tala ekki um lokamótið fyrr en það er orðið gulltryggt. En tilfinningin að við eigum möguleika á að tryggja okkur á EM núna á þriðjudag er frábær og við hlökkum til,” segir Margrét Lára og bætti við. „Varðandi stöðuna á liðinu finnst mér hún vera frábær. Freyr ásamt þjálfarateymi sínu hafa gert frábæra hluti með okkur. Við erum að bæta okkur í hverjum leik og erum til alls líklegar í Hollandi á næsta
ári. Allt kapp fer í að tryggja farseðilinn okkar þangað sem fyrst.” Margrét telur að íslenska liðið geti náð langt á EM „Mér finnst í rauninni engin takmörk fyrir því hversu langt við getum náð. Ef við komumst til Hollands þá ætlum við okkur náttúrulega að fara alla leið eins og öll hin 15 liðin sem taka þátt. Hlutirnir þurfa hins vegar að ganga 100% upp til þess að árangur náist. Við erum allavega tilbúnar að leggja hart að okkur til að ná árangri. Við teljum okkur vera á góðum stað, með reynslumikinn hóp sem getur náð mjög langt. Gamla klisjan er bara að taka einn leik í einu og sjá hvað það gefur okkur.” Liðið er töluvert breytt frá því á EM árið 2013 og við spurðum Margréti hvort liðið væri sterkara núna. „Mér finnst mjög erfitt að bera liðið okkar saman frá því á EM 2013. Við höfum á þeim tíma misst marga frábæra leikmenn en aðrir leikmenn hafa stigið upp í staðinn. Mér finnst við í heildina með meiri breidd og tilbúnari að mörgu leiti núna.”
VIÐARSDÓTTIR
FYRIRLIÐINN „Margar af okkur eru að fara á sitt annað eða þriðja mót og sú reynsla er afar dýrmæt. Að auki fór Freyr með karlaliðinu til Frakklands í sumar og öðlaðist þar gríðarlega reynslu af því að vera á stórmóti. Þannig að klárlega erum við reynslumeiri en 2013 og það getur skipt sköpum þegar út í stóra leiki er komið.” Hún segir þó að liðsandinn í hópnum hafi alltaf verið góður. „Já, liðsheildin og liðsandinn hefur alltaf verið styrkleiki okkar Íslendinga. VIð teljum okkur vera með bestu liðsheild í heimi og höfum lagt á okkur mikla vinnu til að skapa þá stemningu.” En hvernig skýrir Margrét velgengni liðsins? „Það eru ótrúlega margir þættir sem koma þarna að. Í fyrsta lagi hefur KSÍ bætt miklu fjármagni í liðið. Við erum farnar að fá fleiri daga á ári saman og fleiri leiki. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Freyr og þjálfarateymið hafa gert frábæra hluti með liðið, aukið breiddina og fengið það besta út úr öllum leikmönnum. Að auki hafa margar af okkur spilað erlendis lengi og öðlast þar mikla reynslu auk þess sem ungir leikmenn hafa stigið upp og bætt sig.” „Auðvitað væri það stórkostlegur árangur að fara í gegnum undankeppnina án þess að fá á okkur mark. Mér finnst það sína hversu góður varnaleikurinn okkar er orðin. Við erum stoltar af þessari staðreynd og viljum að sjálfsögðu vernda hana út keppnina. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það sem skiptir öllu máli er að komast á EM hvernig sem það er gert. Síðan er draumurinn að vinna riðilinn. Allt annað er í raun bónus.”
Sigurður Ragnar Eyjólfsson stjórnaði íslenska liðinu á EM 2009 og 2013 en nú er Freyr Alexandersson þjálfari. Margrét vill ekki bera þá tvo saman. „Mér finnst ekki sanngjarnt að vera bera þjálfara saman og ætla því ekki að fara út í þá sálma. Siggi og Freyr eru báðir mjög góðir þjálfarar. Þeir eru vissulega ólíkir, hafa sína kosti og galla. Fyrst og fremst eiga þeir það sameiginlegt að hafa tekið íslenska kvennalandsliðið upp á annað stig og fyrir það getum við verið þakklát.” Að lokum, hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda við liðið. „Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að við sendum ákveðin skilaboð til Evrópu með því að fylla völlinn 16. og 20. september. Það er mjög sjaldgæft að uppselt sé á kvennalandsleiki í heiminum en við Íslendingar erum í dauðafæri til að koma okkur á þann lista. Fyrir okkur leikmenn er það ólýsanlegt að spila fyrir fullum velli og þjóðin væri að uppfylla draum okkar allra í liðinu með því að veita okkur þann heiður að sýna okkur stuðning í þessum tveimur leikjum sem við eigum eftir í undankeppninni. Eftir að við tryggjum okkur farseðilinn veit ég að Íslendingar munu fjölmenna til Hollands. Að vera fara á stórmót hvort sem það er sem leikmaður er áhorfandi er frábær upplifun. Það myndi skipta liðið sköpum að fá stuðning í Hollandi. Það sýndi sig í Frakklandi að Íslendingar voru óbeinir sigurvegarar mótsins innan sem utan vallar.”
Gangi ykkur vel stelpur! Við óskum íslenska kvennalandsliðinu góðs gengis í lokaleikjunum í riðlakeppni fyrir EM 2017 gegn Slóveníu og Skotlandi. Stelpurnar eru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM þriðja skiptið í röð. Íslenska kvennalandsliðið er í fremstu röð í heiminum og við getum öll verið stolt af því. Áfram Ísland!
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
ÁFRAM ÍSLAND!
ÁFRAM ÍSLAND!
100 LANDSLEIKIR Í tengslum við landsleikina gegn Slóveníu og Skotlandi mun KSÍ heiðra sex knattspyrnukonur sem hafa náð þeim merkilega áfanga að spila yfir 100 leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Allar hafa þær spilað gríðarlega stórt hlutverk fyrir íslenska liðið. Edda Garðarsdóttir lék 103 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá fyrsti kom í 3-2 sigri gegn Úkraínu í september árið 1997 í undankeppni HM. Edda spilaði á EM árið 2009 og hún spilaði sinn seinasta landsleik í tapi gegn Skotlandi í vináttulandsleik í júní árið 2013. Hún skoraði fjögur mörk á ferli sínum með landsliðinu. Dóra María Lárusdóttir er mætt aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru en hennar seinasti leikur var í 9-1 sigri gegn Serbíu í undankeppni HM 2015. Hún á alls 108 landsleiki að baki en sá fyrsti kom í fræknum 10-0 sigri gegn Póllandi árið 2003. Dóra kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði seinasta mark íslenska liðsins. Hún hefur skorað 18 mörk fyrir landsliðið.
Katrín Jónsdóttir stóð eins og klettur í hjarta varnar íslenska liðsins um árabil og var lengi fyrirliði liðsins. Fyrsti landsleikur hennar var gegn Skotum í vináttuleik árið 1993 en hún spilaði alls 133 landsleiki. Hún fór fyrir íslenska liðinu á EM árið 2009 og 2013 áður en hún lék sinn seinasta leik með landsliðinu í 2-0 tapi gegn Sviss í undankeppni HM 2015. Katrín var markheppin af varnarmanni að vera og skoraði 21 mark fyrir landsliðið og komu mörg þeirra eftir föst leikatriði. Hólmfríður Magnúsdóttir var á sínu nítjánda aldursári þegar hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2003 en það var vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum. 37 landsliðsmörkum síðar eru leikirnir nú 105 talsins og er hún enn lykilmaður í íslenska liðinu. Hún lék með Íslandi á EM 2009 og 2013 og stefnir ótrauð á sitt þriðja stórmót í Hollandi á næsta ári.
FYRIR ÍSLAND!
Þóra Björg Helgadóttir var á sínum tíma einn allra besti markvörður Evrópu. Hún stóð á milli stanganna í 108 leikjum hjá landsliðinu. Ekki er nóg með að hún hafi hvað eftir annað haldið marki íslenska liðsins hreinu, hún skoraði líka eitt mark fyrir landsliðið. Það kom í 9-1 sigri gegn Serbíu í undankeppni HM 2015 en markið skoraði hún úr vítaspyrnu. Það var jafnframt seinasti landsleikur hennar. Hún lék sinn fyrsta landsleik í 1-0 tapi gegn Bandaríkjunum árið 1998.
Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Hún opnaði markareikning sinn í sínum fyrsta landsleik sem var í 4-1 sigri gegn Ungverjalandi árið 2003 og Margrét hefur ekki hætt að skora síðan. Í 108 leikjum hefur hún skorað 77 mörk sem verður að teljast mögnuð tölfræði. Hún er hvergi nærri hætt að skora og mun vafalaust skila boltanum oft í netið á næstu árum.
35
ÁR FRÁ FYRSTA KVENNALANDSLEIKNUM
Leikur Íslands gegn Skotlandi þann 20. september verður merkilegur fyrir margar sakir. Eftir leikinn verður farseðillinn á EM í Hollandi að öllum líkindum endanlega tryggður og þá verða einnig liðin 35 ár frá því að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik. Það er vel við hæfi að Ísland mæti Skotlandi á 35 ára afmæli kvennalandsliðsins því fyrsti leikur liðsins var einmitt gegn Skotum. Leikurinn fór fram ytra, nánar tiltekið í Kilmarnock, og endaði með 3-2 sigri Skotlands. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Ýmislegt merkilegt hefur gerst síðan fyrsti landsleikur Íslands fór fram og ber helst að nefna þátttöku liðsins á tveimur Evrópumótum. Fyrst á EM 2009 í Finnlandi þar sem liðið var í firnasterkum riðli með Frökkum, Norðmönnum og Þjóðverjum
en Ísland datt út í riðlakeppninni. Fjórum árum síðar voru Stelpurnar okkar mættar til leiks á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið komst alla leið í 8-liða úrslit en var þar slegið úr keppni af sænska liðinu. Þá hefur liðið oft verið nálægt því að komast á HM og náð góðum árangri á hinu árlega Algarve móti sem haldið er í Portúgal. Stærsti sigur íslenska liðsins frá upphafi kom gegn Eistlandi í september árið 2009 þegar Ísland vann 12-0 í eftirminnilegum leik. Framganga Íslands í kvennaknattspyrnu hefur hæst skilað liðinu í 15. sætið á heimslista FIFA en liðið situr nú í 16. sæti. Leikurinn gegn Skotum á þriðjudaginn kemur verður leikur númer 214 hjá íslenska liðinu og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á völlinn, halda upp á tímamótin, og hvetja stelpurnar alla leið á EM 2017!
SÖGULEGUR LEIKUR
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Áfram Ísland! N1 er stoltur bakhjarl íslensku landsliðanna í knattspyrnu.
N1 er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands
Hluti af sterkri liðsheild
FREYR ALEXANDERSSON
ÍSLENSKAR VALKYRJUR Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur náð glæsilegum árangri með liðið og er á leiðinni með stelpurnar á stórmót næsta sumar. Við ræddum við hann um velgengnina og verkefnin framundan. Íslenska liðið hefur leikið frábærlega í undankeppninni og unnið alla sex leiki sína til þessa án þess að fá á sig mark. Það lá beinast við að spyrja hvort árangurinn væri framar vonum. „Við getum sagt að þetta sé mögulega aðeins framar vonum. Ég vonaðist eftir þessum stigafjölda á þessum tímapunkti en það hefði ekki verið óeðlilegt ef að einhver stig hefðu misfarist á ferðalaginu. Það var samt alltaf planið að vera í þeirri stöðu fyrir þessa tvo leiki að örlög okkar væru í okkar eigin höndum,” segir Freyr og bætir við. „Markaskorun og hversu fá mörk við höfum fengið á okkur er mögulega framar vonum en ég vissi samt að við værum fær í þessa vegferð sem við erum á.” Hvernig er hægt að útskýra velgengnina? „Þetta eru margir samverkandi þættir. Leikmenn eru búnir að bæta sig jafnt og
þétt. Líkamlegt atgervi er í fyrsta flokki og hugarfar leikmanna í þá átt að vera í fremstu röð í Evrópu er til staðar. Umgjörðin í kringum liðið er gríðarlega góð, leikmenn og þjálfarar finna að það eru allir að stefna í sömu átt.” Eru auknar væntingar til liðsins miðað við árangurinn undanfarin ár? „Ég upplifi stemmninguna ekki á þann veg að væntingarnar séu að verða meiri, það hafa alltaf verið gerðar kröfur á landsliðið og þannig á það að vera. Mögulega hefur frammistaða liðsins verið á þann veg að fólk veit hversu mikil gæði eru í liðinu og hvernig leik liðið getur spilað, í kjölfarið á því ætlast fólk og við sjálf til þess að liðið nái fram þeim gæðum þegar liðið stígur inn á völlinn.” Freyr var í teymi karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Aðspurður segist hann ekki í nokkrum vafa um að sú reynsla muni nýtast vel í Hollandi næsta sumar. „Ég vænti þess að sú reynsla muni nýtast mér og liðinu gríðarlega vel. Ég tek margt af því sem vel var gert í Frakklandi inn í okkar umhverfi. Þessi reynsla sem við sem knattspyrnuþjóð fengum seinasta sumar mun varðveitast og koma öllum til góða.”
Einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár, Harpa Þorsteinsdóttir, er ólétt og þátttaka hennar á EM er í óvissu. Freyr vill ekki tjá sig um hversu líklegt eða ólíklegt það er að hún spili á mótinu. „Ég get ómögulega sagt til um það, það getur brugðið til beggja vona með það. Margir óvissuþættir fylgja því að ganga með barn og ganga í gegnum fæðingu, það er samt sem áður alls ekki útilokað og aðeins tíminn getur leitt það í ljós.” Miðinn á EM er ekki gulltryggður en staðan er óneitanlega afar vænleg. „Við erum í góðri stöðu sem við höfum skapað okkur sjálf með góðum leik, faglegum undirbúningi og vilja til þess að verða betri. Því ætlum við að halda áfram og þess vegna er ég mjög bjartsýnn á að við tryggjum okkur farseðilinn til Hollands 16.september og þá geta allir sem áhuga hafa á því að fylgja okkur út farið að skipuleggja næsta sumar.”
En hvernig stendur íslenska liðið gagnvart sterkustu liðum Evrópu? „Samkvæmt hinum margrómaða styrkleikalista evrópu þá erum við stödd í 8.sæti. Hvað það segir okkur veit ég ekki alveg, en ég get dæmt okkur út frá frammistöðu og út frá því þá tel ég okkur með þannig lið að við getum unnið öll lið í heiminum ef við vinnum rétt úr okkar spilum. Íslenska liðið er þannig að ekkert lið vill mæta okkur, það er ekki gaman að spila gegn Íslenskum valkyrjum.” Að lokum spurðum við um markmið liðsins. Hann segir spurninguna ótímabæra. „Það er algjörlega ótímabært að ræða markmið næsta árs núna. Við eigum okkur auðvitað drauma en til þess að þeir verði að veruleika þurfum við að vinna vel í okkar málum, bæði sem lið og einstaklingar. Við munum setja okkur markmið hvað varðar lokamótið í fyrsta lagi þegar það er í höfn og þegar undirbúningur fyrir mótið er farinn af stað.”
HUGSUM UM HEILSUNA!
PASSAÐU HJARTAÐ! Þann 29. september næstkomandi verður hinn árlegi hjartaverndardagur sem skipulagður er af Alþjóðlegu hjartaverndarsamtökunum. Með deginum er ætlunin að vekja athygli á hjartasjúkdómum og alvarleika þeirra.
um forvarnir gegn hjartasjúkdómum. Knattspyrnusambönd víðsvegar um Evrópu leggja baráttunni lið með ýmsum hætti, svosem með auglýsingum á samfélagsmiðlum, auk þess sem samtökin vinna að því að banna reykingar á öllum þjóðarleikvöngum þeirra knattspyrnulanda sem eiga aðild að knattspyrnusambandi Evrópu.
Evrópska knattspyrnuhreyfingin lætur sitt ekki eftir liggja í forvörnum gegn hjartasjúkdómum og mun því taka virkan þátt í hjartaverndardeginum.
Einnig er í gangi sérstakt átak, reyklaus fótboltaframtíð, þar sem knattspyrnustjörnur morgundagsins eru fræddar um skaðsemi reykinga.
Alls deyja um 17.5 milljónir manna fyrir aldur fram á hverju ári vegna hjartasjúkdóma og á hjartaverndardagurinn að fræða fólk
Laugardalsvöllurinn er og verður áfram reyklaus leikvangur og við hvetjum að sjálfsögðu alla áhorfendur á vellinum til að styðja málefnið
Gangi ykkur vel í leiknum!
Áfram Ísland í Laugardalnum … … og á Lengjunni!
Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á völlinn!
Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.
Laugardalur
-enginn skortur á bílastæðum!
Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði
Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.
SUNDLAUGAVE GUR
LA
Laugardalsvöllur 530 stæði
UG
Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.
AR GU
JAVE G
VE
UR
ÁS
RE YK
R
Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E
LA
R
R
U
U
G
Ð N D S A U T
TBR húsið 80 stæði
R
Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði
B
Skautahöll, Grasagarður 173 stæði
U
Austan við Laugardalshöll 115 stæði
S
Á bak við Laugardalshöll 160 stæði
Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.
Leikmenn Íslands Markmenn
Fædd
Tímabil
Leikir
Mörk
Guðbjörg Gunnarsdóttir
1985
2004-2016
42
Sandra Sigurðardóttir
1986
2005-2016
13
Sonný Lára Þráinsdóttir
1986
2016-
2
Anna Björk Kristjánsdóttir
1989
2013-2016
22
Glódís Perla Viggósdóttir
1995
2012-2016
41
2
Hallbera Guðný Gísladóttir
1986
2008-2016
71
2
Elísa Viðarsdóttir
1991
2012-2016
27
Sif Atladóttir
1985
2007-2014
53
Málfríður Erna Sigurðardóttir
1984
2003-2016
27
Fanndís Friðriksdóttir
1990
2009-2016
71
7
Sara Björk Gunnarsdóttir
1990
2007-2016
94
18
Sandra María Jessen
1995
2012-2016
15
6
Dagný Brynjarsdóttir
1991
2010-2016
63
16
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
1988
2011-2016
28
3
Elín Metta Jensen
1995
2012-2016
20
4
Rakel Hönnudóttir
1988
2008-2016
73
5
Margrét Lára Viðarsdóttir
1986
2003-2016
108
77
Hólmfríður Magnúsdóttir
1984
2003-2016
105
37
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
1992
2010-2016
15
Varnarmenn
Miðjumenn
Sóknarmenn
FYRIR ÍSLAND!
Hvar er sætið þitt?
FEEL THE PASSION
#BREAKtheICE
errea.com
OFFICIAL TECHNICAL SPONSOR
ANCHORAGE
HELSINKI VANCOUVER SEATTLE
EDMONTON
PORTLAND
ICELAND
STOCKHOLM TRONDHEIM OSLO GOTHENBURG BERGEN COPENHAGEN STAVANGER HAMBURG BILLUND FRANKFURT AMSTERDAM MUNICH GLASGOW MANCHESTER BRUSSELSZURICH BIRMINGHAM MILAN LONDON PARIS GENEVA HEATHROW & GATWICK ORLY & CDG
DENVER
BARCELONA
MINNEAPOLIS / ST. PAUL
MADRID CHICAGO TORONTO
WASHINGTON D.C.
MONTREAL BOSTON NEW YORK
HALIFAX
JFK & NEWARK
ORLANDO
YFIR 40 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU OG NORÐUR AMERÍKU
+ icelandair.is
Vertu með okkur