Leikskra Island okt 2016

Page 1

ร SLAND

FINNLAND 6. oktรณber

TYRKLAND 9. oktรณber


Virðing fyrir leiknum #VIRDINGFYRIRLEIKNUM

Borgun hefur stutt íslenska knattspyrnu í 20 ár


NÝTT UPPHAF! Leikmenn íslenska landsliðsins urðu að sannkölluðum þjóðhetjum hér heima eftir ótrúlega frammistöðu þeirra í Frakklandi í sumar. Fátt var talað um annað meðan á mótinu stóð og augljós gleði lék við landann. En skammt er stórra högga á milli í knattspyrnunni. A-landsliðið lék sinn fyrsta leik í undankeppni HM og fyrsta leik frá því í 8 liða úrslitunum í Frakklandi, þegar það mætti Úkraínu í Kiev 5. september síðastliðinn. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem Ísland hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik á meðan heimamenn tóku stjórnina í þeim síðari. Eitt stig þaðan verður þó að teljast gott, enda var Úkraína meðal þáttakenda í Frakklandi og er ávallt erfitt heim að sækja. Nú taka við tveir leikir á Laugardalsvelli. Fyrstu heimaleikir Íslands síðan Heimir Hallgrímsson tók einn við stjórn liðsins. Sá fyrri gegn Finnum og síðari gegn Tyrkjum.

Leikirnir tveir verða án efa mjög erfiðir og þarf Ísland á öllu sínu að halda til að knýja fram sigur í þeim báðum. Stutt er síðan liðið mætti Tyrkjum, en liðin voru einnig saman í riðli í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Ísland hóf undankeppni sína þar með frábærum 3-0 sigri í Laugardalnum, en í seinni leiknum tryggðu Tyrkir sér farseðilinn í lokakeppnina með 1-0 sigri. Uppselt er á báða leiki A-landsliðsins líkt og alltaf og búist er við um 1000 Finnum á leik þjóðanna, á meðan færra verður í stuðningsliði Tyrkja. Það er ljóst að strákarnir þurfa allan okkar stuðning í þessum tveimur gríðarlega mikilvægu leikjum. Góð úrslit hér gefa svo sannarlega tóninn í þeirri miklu baráttu sem framundan er. Áfram Ísland!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


HEIMIR

ALLIR LEIKIR MIKILVÆGIR! Eftir magnaðan árangur í Frakklandi mætti Ísland aftur til leiks í september síðastliðnum og mætti þá Úkraínu í Kiev í fyrsta leik undankeppni HM. Liðið nældi þar í eitt stig, sem verður að teljast ansi gott ef horft er til þess að heimamenn voru einnig í Frakklandi og eru erfiðir heim að sækja. En hvernig fannst landsliðsþjálfaranum frammistaðan? ,,Hún var kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum mjög agaðan fyrri hálfleik og fengum fín færi og hefðum í raun átt að klára leikinn þar. Í seinni hálfleik, sérstaklega sóknarlega, gáfum við svolítið eftir og Úkraína kom sér inn í leikinn smátt og smátt. Þeir eru með gott lið og á endanum megum við kannski bara teljast heppnir að hafa fengið stig á útivelli. En stigið er gott og sérstaklega í ljósi þess að hinir leikirnir fóru líka 1-1. Við vitum líka að Úkraína á eftir að taka fullt af stigum þannig að stig á útivelli gegn þeim er gott stig.”

Nú taka við tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi og eru þetta fyrstu leikirnir á Íslandi síðan Heimir tók einn við stjórn liðsins. Hvernig leggst þetta verkefni í þig? ,,Bara ágætlega. Það er svolítið öðruvísi að byrja hérna heima eftir þetta allt saman. Aðeins svona öðruvísi stemming. Það eru meiri kröfur og við vitum að þetta verður erfitt verkefni.“ Riðillinn virðist ætla við fyrstu sýn að verða mjög jafn og spennandi, enda mikið af góðum liðum í honum. Það er oft talað um að heimaleikir séu gríðarlega mikilvægir í slíkum riðlum. Hvað finnst Heimi um það? ,,Það eru bara allir leikir mikilvægir. Við höfum verið með góðan árangur á heimavelli og vonandi heldur það áfram. Þessi riðill er bara þannig að allir leikirnir getað endað á hvaða veg sem er. Jafntefli eru svona líklegustu úrslitin í öllum þessum leikjum og við verðum bara að sjá til þess að við verðum agaðir í okkar leik, en við vitum að báðir þessir leikir verða mjög erfiðir, mjög erfiðir. Við verðum að vera ákaflega samstilltir í þessum leikjum.”


HALLGRÍMSSON


ÞJÁLFARINN Nokkrir leikmenn íslenska liðsins hafa verið í meiðslum undanfarið og á það eftir að koma í ljós hversu mikið þeir geta tekið þátt í leikjunum tveimur. Hefur Heimir áhyggjur af þeirri stöðu? ,,Nei, ég hef nú yfirleitt ekki verið þannig að ég sé að velta mér upp úr hvað getur farið á versta veg. Ég reyni að horfa jákvætt á hlutina og nú ef einhverjir verða meiddir þá er bara tækifæri fyrir aðra. Við höfum verið svolítið fastheldnir á liðið okkar í gegnum árin og það gefur bara leikmönnum sem eru virkilega hungraðir tækifæri til að spila. Vonandi, ef það fer út í það, verður það bara jákvætt.”

Að lokum var Heimir spurður út í valið á Birni Sigurðarsyni og hvort hann eigi eftir að gefa liðinu eitthvað sem það hefur ekki haft áður: ,,Björn hefur kannski öðruvísi eiginleika en t.a.m. Viðar og Alfreð. Björn er sterkur í loftinu og mjög líkamlega sterkur. Hann er kannski sá framherji sem svipar helst til Kolbeins. Þannig að hans eiginleikar geta komið til með að nýtast okkur í þessum verkefnum þegar Kolbeinn er ekki með.”


Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur

Matvara

Raftæki

Heilsurækt

Gjafavara

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


ÞEIR OG VIÐ Tyrkland mætir til Íslands án sinnar stærstu stjörnu, en Arda Turan var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Fatih Terim, þjálfari liðsins, virðist hafa hug á að yngja liðið upp að einhverju leyti í ljósi frammistöðu þess í Frakklandi í sumar. Auk þess að skilja Turan eftir fyrir utan hópinn fengu Burak Yilmaz, Caner Erkin og Selcuk Inan ekki kallið frá Terim. Það væri ekki í frásögur færandi nema að samanlagt eiga þessir fjórir leikmenn 210 landsleiki. Í stað þeirrar reynslu leggur Terim traust sitt á þrjá unga leikmenn sem eru hátt skrifaðir þar í landi. Þeir eru Emre Mor - Borussia Dortmund, Enes Unal - FC Twente, og Caglar Soyuncu - Freiburg. Tyrkir hófu undankeppnina með góðu 1-1 jafntefli í Króatíu og leika við Úkraínu á heimavelli áður en þeir mæta til Íslands.

Ísland – Finnland -Hafa leikið 11 sinnum -Ísland unnið 3 leiki, 2 jafntefli og Finnar unnið 6. Markatala Íslands er 11-17 -Liðin hafa aldrei mæst í mótsleik, aðeins vináttuleikjum/æfingaleikjum. -Fyrir leik liðanna í janúar síðastliðnum höfðu þau ekki mæst síðan í apríl 2003. Jesse Joronen og Raggi spila með Fulham. Sauli Väisänen, Eero Markkanen og Haukur Heiðar með AIK.

Ísland – Tyrkland -Hafa leikið 9 sinnum -Ísland unnið 5, 2 jafntefli og 2 töp. Markatalan 16-10. -Allir leikirnir eru mótsleikir, fyrir utan einn. -Síðasti heimaleikurinn gegn Tyrkjum var fyrsti leikurinn í undankeppni EM. Þar byrjaði EM-ævintýrið með frábærum 3-0 sigri þar sem Jón Daði, Gylfi og Kolbeinn skoruðu. Arda Turan, (94) Burak Yilmaz (47), Caner Erkin (49) og Selcuk Inan (50) ekki í hópnum. – 210 landsleikir. Ólafur Ingi Skúlason hefur spilað í Tyrklandi síðustu tvö ár, með Genclerbirligi og Karabukspor. Kolbeinn Sigþórsson leikur í Tyrklandi, með Galatasaray.


COCA-COLA and the Red Disc Button Device are registered trademarks of The Coca-Cola Company. Š 2016 The Coca-Cola Company.


JÓN DAÐI

VÍKINGAKLAPPIÐ ER SKYLDA! Síðustu tvö ár hafa verið ótrúleg fyrir Jón Daða Böðvarsson, eins og fyrir svo marga í íslenska landsliðinu. Jón Daði var einn af þeim sem kom hvað mest á óvart í undankeppni EM, en hann var óvænt í byrjunarliði liðsins í fyrsta leik þess gegn Tyrklandi og skoraði gott mark. En hvernig hefur það verið fyrir hann að koma sér niður á jörðina eftir árangurinn í Frakklandi? ,,Það tók sinn tíma, eðlilega. En það eru allir komnir niður á jörðina aftur. Lífið heldur áfram og fótboltinn einnig. Þeir bestu í boltanum verða aldrei saddir og við erum staðráðnir í að halda áfram að bæta okkur og komast lengra. Það hefur ekkert breyst hjá okkur. Stemningin í hópnum er nákvæmlega sú sama, jákvæð og skemmtileg og löngunin er alltaf til staðar.” Gott stig í Úkraínu fylgdi í september og má segja að undankeppni HM hafi farið ágætlega af stað. En hvernig metur Jón Daði möguleikana í þessum riðli sem virðist ætla að verða gríðarlega jafn?

,,Við hefðum viljað þrjú stig gegn Úkraínu. Við vorum óheppnir að ná ekki að setja annað mark á þá og þeir ná að refsa okkur með að jafna leikinn. En engu að síður sterkt stig á erfiðum útivelli. Ég tel möguleikana góða í þessum riðli. Ég hugsa að svo lengi sem við einbeitum okkur að okkur sjálfum og trúum á það sem við getum gert, þá getur allt gerst.” Jón Daði var einn af þeim fjölmörgu íslensku landsliðsmönnum sem skipti um lið í sumar þegar hann gekk til liðs við Wolverhampton Wanderers. Þar hefur hann verið fastamaður í byrjunarliðinu og staðið sig gríðarlega vel. Bjóst hann við þessu eða hefur þessi byrjun verið framar vonum? ,,Ég bjóst við því. Áður en ég tók þá ákvörðun að fara til Wolves talaði ég við klúbbinn sjálfan og þjálfarann sem var það mikilvægasta í þessu. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og sannfærðu mig um að ég yrði mikilvægur partur í þeirra verkefnum. Ég byrjaði mjög vel og hef náð að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur aldrei verið meira og ég finn mig virkilega vel í þessum bolta og umhverfi.”


BÖÐVARSSON

Stuðningsmenn félagsins hafa tekið honum opnum örmum og ef tekið er mið af samfélagsmiðlum er Jón Daði kominn í ákveðna guðatölu hjá þeim. Er ekki gott að finna fyrir slíkum stuðningi? ,,Jú, þetta hefur gengið eins og í sögu. Stuðningsmennirnir eru virkilega flottir. Þeir syngja hina og þessa söngva og eru duglegir að hrósa manni. Eftir fyrsta leikinn voru þeir mikið að gefa það í skyn að ég ætti að taka Víkinga-klappið. Ég reið á vaðið og ákvað að taka það með þeim. Eftir

það hefur alltaf verið nánast skylda að taka klappið með þeim í lok sigurleiks. Að lokum vill Jón Daði senda stuðningsmönnum Íslands skilaboð fyrir leikinn og þakka þeim þann ótrúlega stuðning sem liðið fær ávallt: ,,Stuðningurinn er gífurlega mikilvægur. Áhorfendur eru svo sannarlega okkar tólfti maður. Þeir gefa okkur þennan kraft og extra adrenalin í leikinn.”


BESTIR Í STÚKUNNI! Það fór ekki framhjá neinum sem var í Frakklandi síðasta sumar að stuðningsmenn Íslands léku á alls oddi og voru hvers manns hugljúfi. UEFA hefur nú ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands, Írlands, Wales og Norður Írlands fyrir frábæra frammistöðu á EM í sumar. Það má með sanni segja að íslensku stuðningsmennirnir hafi vakið heimsathygli fyrir framgöngu sína, hvort sem það var í stúkunni eða fyrir leiki.

,,Víkingaklappið” hefur orðið að nokkurs konar einkenni íslenskra stuðningsmanna og er það án efa það fyrsta sem margir hugsa um þegar það sér þá í dag. Þá voru meðlimir Tólfunnar mjög öflugir á leikjum Íslands og þakkar KSÍ þeim og öllum sem hvöttu lið Íslands til dáða á EM í sumar kærlega fyrir magnaðan stuðning. Nefnd á vegum UEFA sá um valið og munu stuðningsmenn fá verðlaun sín afhent fyrir leik Íslands og Tyrklands sunnudaginn 9. október.


Við óskum strákunum okkar góðs gengis í undankeppni HM 2018 sem hluti af sterkri liðsheild, bæði innan vallar sem utan. N1 hefur í áratugi lagt rækt við grasrót íslenskrar knattspyrnu og er stolt af árangrinum.

Áfram Ísland!




NO TO RACISM

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

/

@

_official


Gangi ykkur vel í leiknum!

Áfram Ísland í Laugardalnum … … og á Lengjunni!


Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á völlinn!

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.


LEIKMENN ÍSLANDS Markmenn

Fæddur

Tímabil

Leikir

Mörk

Félag

Hannes Þór Halldórsson

1984

2011-2016

39

Randers FC

Ögmundur Kristinsson

1989

2014-2016

11

Hammarby

Ingvar Jónsson

1989

2014-2016

5

Sandefjord

1984

2007-2016

63

Varnarmenn Birkir Már Sævarsson

1

Hammarby

Ragnar Sigurðsson

1986

2007-2016

62

2

Fulham FC

Kári Árnason

1982

2005-2016

53

2

Malmö FF

Ari Freyr Skúlason

1987

2009-2016

44

KSC Lokeren

Sverrir Ingi Ingason

1993

2014-2016

8

Haukur Heiðar Hauksson

1991

2015-2016

7

2

AIK

KSC Lokeren

Hörður Björgvin Magnússon

1993

2014-2016

6

Bristol City FC

Hólmar Örn Eyjólfsson

1990

2012-2016

4

Rosenborg BK

1989

2008-2016

65

Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson

2

Cardiff City FC

Emil Hallfreðsson

1984

2005-2016

56

1

Udinese Calcio

Birkir Bjarnason

1988

2010-2016

53

8

FC Basel

Jóhann Berg Guðmundsson

1990

2008-2016

53

5

Burnley FC

14

Gylfi Þór Sigurðsson

1989

2010-2016

45

Theódór Elmar Bjarnason

1987

2007-2016

30

Ólafur Ingi Skúlason

1983

2004-2015

26

Swansea City FC AGF

1

Kardemir Karabükspor

Rúnar Már Sigurjónsson

1990

2012-2016

11

1

Grasshopper-Club

Arnór Ingvi Traustason

1993

2015-2016

10

4

SK Rapid Wien

Sóknarmenn Alfreð Finnbogason

1989

2010-2016

38

9

FC Augsburg

Jón Daði Böðvarsson

1992

2012-2016

27

2

Wolves

1

Viðar Kjartansson

1990

2014-2016

9

Björn Bergmann Sigurðarson

1991

2011

1

Maccabi Tel Aviv Molde BK



Hvar er sætið þitt?


FEEL THE PASSION

#BREAKtheICE


errea.com

OFFICIAL TECHNICAL SPONSOR


ÍSLAND U21

SKOTLAND 5. október / 15:30

ÚKRAÍNA

11. október / 16:45


EM Í SJÓNMÁLI Evrópumeistaramót U-21 árs landsliða verður haldið í Póllandi dagana 16-30 júní 2017. Þar munu 12 bestu lið þessa aldursflokks etja kappi og er íslenska liðið í mjög vænlegri stöðu þegar það á aðeins tvo leiki eftir. Þeir verða báðir leiknir hér á landi og með sigri í þeim báðum mun Ísland vera þáttakandi næsta sumar í aðeins annað sinn í sögunni. Ísland er sem stendur fyrir leikinn gegn Skotlandi í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Frakklandi og þremur á eftir Makedóníu. Eins og áður segir, ef Ísland vinnur bæði Skotland og Úkraínu þá er liðið komið í lokakeppni EM þó Makedónar vinni sinn leik, þar sem Ísland er með yfirhöndina í innbyrðis viðureignum. Allt annað en sigur í báðum leikjunum gerir það að verkum að liðið þarf að treysta á úrslit í leikjum

Makedóna og Frakka til að ná í fyrsta sætið. Það verður að teljast ansi ólíklegt að bæði liðin klúðri sínum málum gegn Skotlandi og Norður Írlandi. Uppselt er á báða leiki A-landsliðsins líkt og alltaf, en U21 árs liðið þarfnast stuðnings þjóðarinnar einnig í sínum mikilvægu leikjum. Við hvetjum því alla til að mæta á leikina þeirra tvo, gegn Skotlandi og Úkraínu, og hjálpa þeim að láta drauminn rætast. Leikurinn gegn Skotum er á Víkingsvelli þann 5. október klukkan 15:30 en seinni leikurinn gegn Úkraínu er á Laugardalsvelli þann 11. október klukkan 16:45. FJÖLMENNUM Á LEIKINA!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


EYJÓLFUR

BETRI Á Íslenska U21 árs landsliðið hefur gert frábæra hluti undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar undanfarin ár. Á því hefur ekki verið nein breyting í undankeppni EM 2017. Liðið er nú í þeirri stöðu að sigrar í tveimur síðustu leikjum þess skilar því í lokakeppnina í Póllandi næsta sumar. Hvernig leggst verkefnið í Eyjólf? ,,Bara vel. Við erum bara spenntir og við ætlum okkur að vinna báða leikina en við þurfum að byrja á því að taka Skotana. Það er svona mikilvægasti leikurinn, til þess að búa til alvöru leik gegn Úkraínu.” Leiknir eru báðir leiknir hér á landi, við Skota í Víkinni en á Laugardalsvelli gegn Úkraínu. Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að fá þessa úrslitaleiki á heimavelli? ,,Það er betra. Við teljum okkur vera betri á heimavelli. En þessir leikir hafa allir svo sem verið jafnir í þessari keppni. Við sögðum það áður en við lögðum af stað í keppnina að væntanlega yrðum við að vera í efsta sæti, vinna þennan riðil, til þess að komast áfram. Það er einmitt það sem gerist, ef við vinnum þessa tvo leiki þá verðum við efstir og förum áfram.”

Stór partur af þessu góða gengi liðsins hingað til hefur verið frábær varnarleikur. Ísland hefur aðeins fengið á sig fimm mörk til þessa, fæst allra liða í riðlinum. Hversu mikilvægur hefur hann verið til að koma liðinu á þann stað sem það er í dag? ,,Bara mjög mikilvægur. Það er náttúrulega það sem við leggjum upp með. Það er svipað og A-landsliðið. Við viljum gefa fá færi á okkur, við erum með agaðan varnarleik en án þess að vera að letja okkur eitthvað í sóknarleiknum. Við verjumst sem ein heild og um leið og við vinnum boltann sprengjum við út og reynum að skapa okkur færi.” Ísland fékk t.a.m. ekki á sig mark gegn Skotum og Úkraínu í fyrri leikjum liðanna. En hvar liggja styrkleikar þeirra og hvað ber að varast fyrir íslenska liðið? ,,Skotarnir eru gríðarlega duglegir og mikil hlaupageta í liðinu og baráttuvilji. Þeir eru með bara gott lið í rauninni. Ég myndi ekki segja að þeir væru að spila eins og týpískur gamli skoski boltinn.” ,,En bæði þessi lið eru reyndar komin með nýja þjálfara þannig að við vitum svo sem ekki alveg almennilega hvað við erum að fara út í. Úkraína eru að spila sama kerfi og við, 4-4-2, og eru að spila svolítinn kraftabolta. Þeir eru með stóra og sterka leikmenn. Þetta eru þannig lagað lík lið,


SVERRISSON

HEIMAVELLI eru bæði líkamlega sterk og góð lið. Við einbeitum okkur bara að okkar leik og höldum okkur þar.” Það er því mikið undir þegar Ísland mætir Skotlandi í Víkinni, en sigur þar gerir seinni leikinn að algjörum úrslitaleik fyrir liðið. En hversu mikilvægt er fyrir íslenska knattspyrnu að leikmenn fái reynslu af lokakeppnum yngri landsliða? ,,Það er gríðarlega mikilvægt. Þessi reynsla að spila á alþjóðavettvangi er líka bara ómetanleg. Þarna eru náttúrulega leikmenn sem eru í mjög háum gæðaflokki

og eru að taka svona sín stærstu skref akkúrat á þessum tíma. Þetta er bara gríðarlega öflugur gluggi fyrir strákana og þeir vita það. Eins og þessir strákar í A-landsliðinu sem fóru í lokakeppnina í Danmörku 2011.” ,,Svo má líka ekki gleyma því að við spilum sama kerfi og A-landsliðið, þannig að leikmenn eru algjörlega meðvitaðir um hvaða hlutverk þeir hafa þegar þeir koma í A-liðið. Þar af leiðandi er gríðarlega mikilvægt fyrir bæði liðin að við séum að spila sama leikkerfi.”


OLIVER

STUÐNINGUR HJÁLPAR ALLTAF! Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur dregið vagninn á miðjunni og spilað gríðarlega vel. Á sama tíma er hann einnig markahæstur hjá liðinu í riðlakeppninni ásamt Höskuldi Gunnlaugssyni, sem er einmitt liðsfélagi hans hjá Breiðablik. ,,Þetta eru tveir mjög erfiðir leikir og við þurfum að vera skipulagðir og halda í íslensku gildin, agi – skipulag – sigurvilji, til þess að vinna báða leikina.” Liðið hefur svo sannarlega sýnt þessi gildi hingað til í keppninni enda hefur það aðeins fengið á sig 5 mörk til þessa, fæst allra liða í riðlinum. Varnarleikurinn hefur því verið frábær og undirstaða þess árangurs sem hefur náðst til þessa. ,,Við höfum fengið fjögur af fimm mörkum á okkur á móti Frökkum, svo hinir leikirnir hafa verið agaðir og góðir varnarlega. Við þurfum að halda áfram sama varnarleik og nýta okkur styrkleika þegar við fáum boltann. Þegar við höldum hreinu þá þurfum við einungis eitt mark, eins og sást úti gegn Norður-Írlandi.”

Hvorugu liðanna tveggja, Úkraínu eða Skotlandi, tókst að skora hjá Íslandi í fyrri leikjum þeirra en Oliver býst hins vegar við hörku leikjum og bæði liðin eru svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. ,,Skotar eru baráttuglaðir og líkamlega sterkir. Við erum líklega með tæknilega betri leikmenn og getum nýtt föstu leikatriðin betur á móti þeim. Úkraína er hins vegar virkilega góðir tæknilega og eru fljótir. Það eru ekki margir veikleikar í þeirra liði en kæruleysi getur komið í bakið á þeim.” Skotar mæta til leiks með ungt lið og líta til framtíðar, en Úkraína hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið og unnu t.a.m. Frakkland í síðasta mánuði. Það er því ljóst að þetta verða erfiðir leikir fyrir íslensku strákana. En hversu mikilvægt er að fá þessa lokaleiki á heimavelli? ,,Það getur gert mikið fyrir okkur og er þægilegt fyrir leikmenn okkar að taka stutt flug eða ekki neitt. Maturinn er eins og maður er alinn upp við, sem getur alltaf hjálpað örlítið.” Það fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með Evrópukeppnninni í sumar að andinn innan íslenska liðsins var stór partur af árangri þess. Þegar maður fylgist með


SIGURJÓNSSON U-21 árs liðinu þá virðist álíka bragur vera á liðinu og Oliver er sammála þeirri fullyrðingu. ,,Ég fékk þann heiður að upplifa andann í A-landsliðinu og þá sér maður hvað þeir eru miklir vinir og tilbúnir að vinna hver fyrir annan. Við í U-21 erum búnir að vera lengi saman og þekkjum hverjir aðra vel frá yngri landsliðum og félagsliðum. Það er alltaf best ef menn eru í þægindarammanum þegar menn eru svona mikið saman.” Tveir sigrar í þessum tveimur leikjum munu gera það að verkum að Ísland verður á meðal þátttakenda í úrslitakeppninni næsta sumar sem fer fram í Póllandi 16. – 30. júní. Oliver telur að það yrði mikil lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu.

,,Það yrði gífurlega mikilvægt fyrir feril allra leikmanna í hópnum að komast áfram. Að komast á lokamótið myndi hjálpa íslenskri knattspyrnu og styrkja stöðu íslensku deildarinnar í Evrópu, þar sem margir leikmenn liðsins eru að spila hér heima.” Það þarf því ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt það væri fyrir strákana að fá fullt af fólki á völlinn. ,,Það sýnir stuðning og stuðningur hjálpar alltaf sama hvar maður er í lífinu, hvort sem það er hjá fjölskyldunni, í skólanum eða á fótboltavellinum. Það setur einnig aukna pressu á andstæðingana þegar margir mæta.”


NO TO RACISM

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

/

@

_official


LEIKMENN ÍSLANDS Markmenn

Fæddur

Leikir

Rúnar Alex Rúnarsson

180295

15

N Sjælland

Frederik August Albrecht

190195

6

Roskilde

Mörk

Félag

Schram Anton Ari Einarsson

250894

Valur

Aðrir leikmenn Orri Sigurður Ómarsson

180295

19

Valur

Hjörtur Hermannsson

080295

16

2

Bröndby

Aron Elís Þrándarson

101194

12

1

Álasund

Árni Vilhjálmsson

090594

11

1

Breiðablik

Elías Már Ómarsson

180195

10

1

Gautaborg

Adam Örn Arnarsson

270895

9

Álasund

Böðvar Böðvarsson

090495

9

FH

Oliver Sigurjónsson

030395

9

Ævar Ingi Jóhannesson

310195

7

Heiðar Ægisson

100895

6

Kristján Flóki Finnbogason

120195

5

FH

Viðar Ari Jónsson

100394

5

Fjölnir

Daníel Leó Grétarsson

021095

4

Álasund

Albert Guðmundsson

150697

2

PSV

Óttar Magnús Karlsson

210297

2

Víkingur

Davíð Kristján Ólafsson

150595

1

Breiðablik

Þórður Þorsteinn Þórðarson

220295

2

Breiðablik Stjarnan

1

Stjarnan

ÍA


ANCHORAGE

HELSINKI VANCOUVER SEATTLE

EDMONTON

PORTLAND

ICELAND

STOCKHOLM TRONDHEIM OSLO GOTHENBURG BERGEN COPENHAGEN STAVANGER HAMBURG BILLUND FRANKFURT AMSTERDAM MUNICH GLASGOW MANCHESTER BRUSSELSZURICH BIRMINGHAM MILAN LONDON PARIS GENEVA HEATHROW & GATWICK ORLY & CDG

DENVER

BARCELONA

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

MADRID CHICAGO TORONTO

WASHINGTON D.C.

MONTREAL BOSTON NEW YORK

HALIFAX

JFK & NEWARK

ORLANDO

YFIR 40 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU OG NORÐUR AMERÍKU

+ icelandair.is

Vertu með okkur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.