5 minute read

VÍSITALA LÍFSGÆÐA BLS

Next Article
INNGANGUR BLS

INNGANGUR BLS

VÍSITALA LÍFSGÆÐA

Inngangur VÍSITALA LÍFSGÆÐA

HVAÐ ERU LÍFSGÆÐI Í NORRÆNU SAMHENGI?

Orðabók Cambridge skilgreinir lífsgæði (e. liveability) sem „hentugleiki og gæði staðar til búsetu“. Hvað þýðir það í norrænu samhengi? Sem dæmi um sæmandi eiginleika fyrir norrænan lífsstíl eru: Hátt stig jafnréttis; Aðgengi að náttúrusvæðum jafnt sem upplifun af þéttbýlisumhverfi; Aðgengi að hjólastígum, göngustígum og smábátahöfnum; Lífsgæði þess að eiga langar sumarnætur í stað þess að einblínt sé á kalda og dimma vetur þar sem allir eru innandyra; Að vera virkur hluti af nærsamfélagi sínu; Aðgengi að góðri menntun, leikskólum og frístundarstarfi fyrir börn; Sæmandi laun og allt þetta í hreinu og öruggu umhverfi. Rétt svar fyrir þinn bæ og þitt umbreytingarsvæði er aðeins að finna hjá þér - með hjálp verkfærakistunnar.

FRÁ BRÁÐABIRGÐALAUSNUM TIL SÉRTÆKRA LAUSNA

Skipulag, hönnun, uppbygging og stjórnun bæja getur annað hvort eflt lífsgæði eða dregið úr þeim.

Áþreifanlegir eiginleikar sem stuðla að lífsgæðum í bæjum eru t.d. landnýting, hönnun mannvirkja, gæði og viðhald almenningsrýma, verndun náttúru og skilvirkni og aðdráttarafl almenningssamgangna. Þessi atriði skila sér í greiðu aðgengi að vinnu, menntun, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, auk tækifæra til félagslegrar virkni og útivistar. Það er ekki til neinn almennur listi yfir verkefni eða eiginleika sem henta öllum bæjum eða svæðum á Norðurlöndunum. Framtakssemi eða eftirsóttir eiginleikar er að öllu leyti háð svæðisbundnum forsendum, og með því að leita að svæðisbundnum möguleikum og áskorunum er hægt að koma á fót sjálfbærum langtímalausnum.

LÍFSGÆÐAÞEMUN 9

Eftirfarandi 9 þemu voru valin, samhliða þróun verkfærakistunnar, sem áhersluatriði lífsgæða í litlum og meðalstórum norrænum bæjum. Til viðbótar eru lagðir fram aðrir valkostir um þemu og viðfangsefni, og það má bæta við enn fleirum sem e.t.v. henta þínum bæ eða ákveðnum aðstæðum betur. Í kynningu þemanna hér að neðan er vísað til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem eiga við hvert þema, auk þess að tillögur um fleiri viðfangsefni sem gætu verið þýðingarmikil hverju þema fyrir sig er að finna á vinnublöðunum. Þemun og viðfangsefnin á að líta á sem ígrundaðar tillögur um hvernig ætti að vinna með umbreytingasvæði, sem má að sjálfsögðu breyta eða laga að staðbundnum þörfum með því að bæta við þau.

LÍFSGÆÐAÞEMUN 9

ÍÞRÓTTIR & MENNING eru hvort tveggja mikilvægir þættir lífsgæða í norrænum bæjum vegna þess að það er hluti af daglegu lífi og einnig hátíðarviðburðum, það færir fólk saman í teymi og hópa, það laðar að ferðamenn og það eykur stolt íbúa.

LÍFLEG ÞÉTTBÝLISSVÆÐI veita upplifun af lifandi og aðlaðandi bæ. Það laðar að fleira fólk, færir það saman og elur af sér þá tilfinningu að vera virkur í samfélaginu.

MENNTUN & LÆRDÓMUR er mikilvægt fyrir alla aldurshópa vegna þess að það stuðlar að skilvirkari aðlögun að áskorunum framtíðar. Það styrkir sjálfsmynd einstaklinga, atvinnulíf og hversu virk þátttaka almennings er í þjóðfélaginu.

ÖRYGGI & HEILSA er lykilatriði fyrir aðlaðandi bæi. Öruggt umhverfi gerir bæinn líflegri og heilbrigðir íbúar auka mannauð og úrræði til annarra verka í þjóðfélaginu.

Skýr STAÐARVITUND er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi þar sem tækifæri og valmöguleikar eru margir og samskipti gerast hratt. Þar að auki styrkir það sameiginlegan skilning á hvað bærinn hefur að bjóða og auðveldar valið á skilvirkum lausnum í byggðarþróun framtíðar.

AÐLAÐANDI ATVINNUSTARFSSEMI er undirstöðuatriði hagvaxtar og eykur aðdráttarafl bæjarins fyrir ungt fólk svo það haldist á svæðinu eða komi tilbaka þegar þau hafa lokið námi. MANNGERT UMHVERFI eru mannvirki og formgerð umhverfisins sem við lifum í. Það mótar lífsstíl íbúa og skapar eða takmarkar möguleika og er því óviðráðanlega tengt öllum hinum viðfangsefnunum.

NÁTTÚRAN er undirstaða lífs á jörðu. Náttúran færir okkur hreint loft og vatn, er auðlind matar og efniviðar, og gegnir lykilhlutverki í að hjálpa okkur að aðlagast loftlagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum auk þess að auka lífsgæði okkar. Skilvirkar SAMGÖNGUR er undirstöðuatriði lífsgæða í þéttbýli. Ef samgöngur virka vel eyða íbúar styttri tíma í umferðinni og lengri tíma til þess sem gefur lífinu gildi.

Á næstu síðu er að finna tillögur að viðfangsefnum og fleiri þemu.

Dæmi um viðfangsefni lífsgæðaþemanna 9:

Tónlist, listir, leikhús, veitingastaðir, kaffihús, leikvellir, íþróttafélög íþróttaaðstaða, menningarsetur, nýsköpunarsetur, þekkingarmiðlun, menningararfleið, menningarleg fjölbreytni, o.s.frv.

Fjölbreytt mannlíf, staðarvitund, fjölbreytileiki á almenningsrýmum, viðburðir og félagsleg virkni allan ársins hring, verslun og þjónusta, almenningsgarðar, torg, aðlaðandi götur, stefnumótun í takt við tímann, hönnun, arkitektúr, o.s.frv.

Menntastofnanir, háskólar, menntaskólar, grunnskólar, leikskólar, frístundarstarf, bókasöfn, listasmiðjur, tengslanet þekkingarmiðlunar, þéttbýlissvæði hönnuð fyrir þekkingarsköpun, símenntun, þekkingarsetur, þekkingarmiðlun á milli kynslóða, o.s.frv.

Tillögur að fleiri þemum:

Áþreifanleg samheldni bæjarins, stefna í húsnæðismálum fyrir alla, blönduð íbúðarhverfi, blandað þéttbýlislandslag, þjónusta dreifð um hverfi bæjarins, þekkingarmiðlun á milli svæða, aðlaðandi hverfi, aðlaðandi skólar, góðar fyrirmyndir, gott aðgengi að atvinnu, o.s.frv. Umferðaröryggi, forvarnir gegn glæpum, almannavarnir, samheldni í nærsamfélagi, „augu á götum úti“, gott aðgengi að líkamsrækt og heilbrigðisþjónustu, góð lýsing á almenningsrýmum, umhverfi sem er hollt fyrir skynfærin, loft-, vatns-, og jarðvegsmengun í lágmarki, matarframleiðsla í héraði, o.s.frv. Blönduð landnýting og aðdráttarafl, vinalegar byggingar á jarðhæð, þétting byggðar, aðlögun staðbundins loftlags, stefna í húsnæðismálum fyrir alla, gæði í hönnun og arkitektúr, formgerð og hönnun iðnaðarsvæða, vinaleg birta á þéttbýlisrýmum, verndun þéttbýlisrýma fyrir vindi og veðrum, o.s.frv.

Stuðningur frá nærsamfélagi, einstakur arkitektúr, staðarvitund sem byggir á sjálfbærni, sjálfsmynd, stolt, verndun menningarminja, samheldni á milli nágranna, nýting almenningsrýma til yndisauka, öflugt samfélag atvinnustarfssemi, aðlaðandi manngert umhverfi, o.s.frv.

Fjárfestar, viðskiptaáætlanir, auðlindir og innviðir, mannauður, klasar, jarðvegur fyrir nýsköpun, nýsköpunarsetur, sérþekking, stuðningur frá sveitarfélaginu, forvarnir gegn miðstéttarvæðingu, o.s.frv.

Að draga úr losun koltvísýrings í nýbyggingu, uppvinnsla úrgangsefna, græn umbreytingasvæði, verndun grunnvatns, aðskilin holræsakerfi, varðveisla og endurnýting regnvatns, almannavarnir gegn flóðum og miklum regnskúrum, o.s.frv. Líffræðilegur fjölbreytileiki, búsvæðafjölbreytni, aðgengi að náttúru, útsýni yfir náttúrusvæði, þéttbýlisnáttúra, aðlögun að loftlagsbreytingum, vistkerfaþjónusta, vistvænar götur, náttúruverndarsvæði, þróun staðar sem áfangastaðar, náttúruleiðsögn, skólar og leikskólar í nágrenni náttúru, o.s.frv.

Gott umferðaflæði, göngufæri, hjólafæri, vistvæn stefna í hönnun bílastæða, samþætting, almenningssamgöngur, aðgengi fyrir alla, göngu- og hjólaleiðir, samþætting á vöruflutningum, deilibílar og deilihagkerfi, o.s.frv.

Söguminjar, fornar og nýjar, landslagsminjar, iðnaðarminjar, söguminjasöfn, viðburðir og ummerki tengd sögu staðar, o.s.frv. Almannavarnir gegn loftlagsvá, sorphirða, sjúkdómavarnir, græn jaðarsvæði, verndun hafnarsvæða, ferskvatn, frumvinnsla hráefna, lífefna- og erfðaauðlindir, hvatning til líkamsræktar og ferðamennsku, vísindi og menntun, hringrás næringarefna, verndun líffræðilegra híbýla tegunda, o.s.frv.

This article is from: