Þessi verkfærakista er ætluð sveitarfélögum sem vilja bæta lífsgæði lítilla og meðalstórra bæja með umbreytingu þéttbýlissvæða. Hún er kynning á verkfærum fyrir skipulag og umræðu sem leggja áherslu á lífsgæði, mannlíf í þéttbýli og aðlaðandi atvinnustarfsemi í gegnum allt ferlið. Vinnan byggir á sjálfsmynd og staðarvitund, og virkar sem áminning fyrir sveitarstjórnir og verktaka um að áherslan þarf að vera á lífsgæði frá upphafi skipulagsvinnu til framkvæmdar og mats á verkefnum.