Búfræðingurinn 2013

Page 1

Efnisyfirlit

TIL VERÐANDI BÚFRÆÐINGA

Jón Gíslason, brautarstjóri Búfræðibrautar

NEMENDAFÉLAGI LBHÍ

Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir & Margrét Lilja Margeirsdóttir

SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Elísabet Gunnarsdóttir

NORFOR FÓÐURMATSKERFIÐ

Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurfræðingur

VIÐ EIGUM MIKLA MÖGULEIKA

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

ÚR VERKNÁMSDAGBÓKUM

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir & Einar Freyr Elínarson

Prúðbúnir búfræðingar

Ritnefnd 2013:

Anna Guðný Baldursdóttir

Eyþór Karl Ingason

Guðdís Jónsdóttir

Guðrún Gísladóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Forsíðumynd:

Guðný Baldursdóttir

Prófarkalestur:

Ragnhildur Helga Jónsdóttir & Þórunn Reykdal

Edda Bjarnadóttir

2 | Búfræðingurinn
Anna
Umbrot: Þórunn
3 FRÁ
4
9
13
27
28
á árshátíð skólans í nóvember 2012.

Til verðandi Búfræðinga

Eftir tveggja ára samfylgd í búfræðináminu get ég ekki neitað ykkur um að skrifa smá hugleiðingar í tilefni af væntanlegri útskrift ykkar. Kannski langar ykkur mest að heyra hvað þið hafið verið skemmtilegir og góðir nemendur en ég er nú svo sjálfhverfur að ég ætla að minnsta kosti að byrja á sjálfum mér.

Mestallri starfsævi minni hef ég eytt í að hirða um kýr, fóðra þær og stjana við þær. Það var því dálítið hliðarspor þegar ég „lenti í því“ fyrir fáum árum að gerast kennari í búfræðinni á Hvanneyri. Sjálfum fannst mér ég ekkert sérlega vel undir það búinn, búinn að gleyma flestu því sem ég hafði lært í búfræðunum og hafandi verið latur að lesa mér til um allar þær nýjungar sem hellst hafa yfir bændur frá þeim tíma. Þar að auki dauðfeiminn við það unga fólk sem ég þurfti nú að fást við. En ég lét til leiðast og smám saman hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé ótrúlega margt líkt með nemendum og kúnum mínum. Til að ná því besta út úr kúnum mínum reyni ég að koma í þær sem mestu og bestu fóðri, til að ná fram hámarks árangri hjá nemendum verð ég að hafa gott og gagnlegt námsefni vel tilreitt og aðgengilegt til að það komist inn í kollinn á þeim. Maður reynir að umgangast kýrnar af alúð á sama hátt og maður þarf að umgangast nemendur af virðingu og dálítilli nærgætni til að fá þá frekar með sér en á móti. Ég reyni að svara ekki fyrir mig þótt ein og ein kýr sparki í mig við mjaltirnar og á sama hátt held ég aftur af mér þótt stöku sinnum finnist mér einstöku nemandi næstum því vinna til þess að fá löðrung. Svo er náttúrulega ein og ein kýr stritla eða óalandi af ein hverjum öðrum ástæðum og einn og einn nemandi tossi eða eitthvað þaðan af verra, en afdrif þeirra skulum við láta liggja milli hluta.

Í gegnum árin hefur mér tekist misjafnlega upp með kýrnar og vafalaust með nemendurna líka. Gallinn er líka sá að mælikvarðinn á árangurinn er engan veginn einhlítur. Ég get að vísu mælt mjólkina úr kúnum og ég get gefið nemendum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra, en mjólkin er þó bara önnur hliðin á rekstrarreikningnum og á prófunum höfum við ekki endilega spurt þeirra spurninga sem nemendur seinna meir standa frammi fyrir í sínum búskap eða sínu lífshlaupi.

Ekki veit ég hvaða verkefni framtíðin færir ykkur. Væntanlega eiga sum ykkar eftir að bjástra í búskap en alveg örugglega munu önnur fást við algerlega óskyld verkefni. Það er því borin von að við höfum kennt ykkur öll svörin og allar lausnirnar sem þið þurfið á að halda í framtíðinni. Það er heldur ekki aðal tilgangurinn með námi, heldur hitt að gera ykkur hæfari til að finna lausnir hver svo sem ykkar viðfangsefni verða. Seint mun ég komast að því hvort það hafi tekist en hafi það gerst get ég verið ánægður. Það ánægjulegasta við kennsluna hafa hins vegar verið kynni mín af nemendum, bæði innan skólastofunnar sem utan, og það að geta ekki aðeins litið á ykkur sem góða nemendur heldur líka sem góða vini sem gaman er að hitta.

Gangi ykkur allt í haginn, Jón Gíslason.

Búfræðingurinn | 3

Ágæti lesandi

Sem nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands og í stjórn nemendafélagsins þá langar okkur gefa þér smá innsýn í það hvað skólinn hefur upp á að bjóða.

Til háskólanáms eru fimm brautir í boði. Það eru búvísindi, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skóg fræði/landgræðsla og umhverfisskipulag. Einnig er boðið upp á meistaranám og doktorsnám.

Boðið er upp á fimm námsleiðir á framhaldsskólastigi. Það eru blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, skógur/umhverfi og skrúðgarðyrkja.

Að Reykjum í Ölfusi eru garðyrkjugreinar kenndar, en annað nám fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði.

Okkur finnst það mikill kostur að vera í skóla af þessari stærð. Öll samskipti eru persónulegri heldur en í stærri skólum, auðvelt er að ná sambandi við kennara og starfs menn skólans og hjálp er auðfengin. Langstærsti hluti nemenda og kennara býr á svæðinu, og það auðveldar okkur að halda hópinn og kynnast.

Aðal viðburðir nemendafélagsins eru Leðjuboltinn ásamt leðjuboltaballi, árshátíð með öllu tilheyrandi, þorrablót sem engin fer svikinn af og okkar vinsælasti viðburður Viskukýrin með Loga Bergmann í broddi fylkingar. Eins og mörgum er kunnugt um eru fimmtudagarnir á Hvanneyri aðaldagarnir í skemmtanalífi nemenda og einkennast af miklu fjöri og gleðskap. Sem dæmi má taka nýnemagrill, nýnemasprell, halloween-ball, djúpulaugarkvöld, furðufata-diskó, páskasprell, 80´s ball og bjórbolti.

Á komandi hausti stefnum við að því að bæta félags lífið enn frekar, og er því spennandi námsár í vændum. Við ráðgerum að auka samskipti milli deilda, fjölga við burðum og auka framboð á afþreyingu við allra hæfi.

Ef þú hefur áhuga á að hefja nám við skólann þá er tíminn kominn - LÁTTU SJÁ ÞIG!

Fyrir hönd nemendafélagsins Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir, formaður Margrét Lilja Margeirsdóttir, skemmtanastjóri

HESTAMANNAFÉLAGIÐ GRANI Á HVANNEYRI

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri er starfrækt af nemendum LbhÍ og stendur fyrir ýmsum skemmtilegum atburðum yfir veturinn.

Markmið félagsins er að gæta hagsmuna hestamennskunnar meðal nemenda LbhÍ, stuðla að bættri meðferð hrossa, efla hestaíþróttir og kynbætur reiðhrossa og styrkja félagslegt sam starf hestamanna.

Af vetrarstarfinu má nefna Vetrarmótaröð Grana, þar sem nemendur og aðrir etja kappi í smala, fjórgangi og tölti. Mót þessi verða sterkari og skemmtilegri með hverju árinu sem líður.

Grani hefur einnig staðið fyrir grillveislum, skemmtireiðtúrum, pub quiz, fræðsluerindum o.fl. Sumar daginn fyrsta er Skeifudagurinn haldinn hátíðlegur af Grana og LbhÍ. Hann er eins konar lokahóf nemenda í hrossarækt 3. Þar er ávallt mikið um dýrðir og dramatík.

HRÚTAVINAFÉLAGIÐ HREÐJAR

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað á haustdögum 2003 og er félagið því orðið tíu ára gamalt. Félag þetta hefur verið veigamikil hluti af nemendafélaginu og hefur haldið úti mörgum skemmtilegum viðburðum. Markmið Hreðjars er er að auka og efla áhuga á íslenskri sauðfjárrækt sem og að fræða nemendur skólans enn meira um þessa yfirburða skepnu. Á hverju skólaári eru haldnir tveir stórir viðburðir þ.e. Hrútaupp boðið og grillveisla Hrútavinafélagsins. Á uppboðinu geta nemendur keypt hlut í kynbótahrútnum Hreðjari sem er afar vinsælt meðal nemenda. Um miðjan vetur er farið í fræðsluferð um eitthvert hérað, skoðuð sauðfjárbú og fræðst hjá öðrum bændum hvernig hlutum er háttað á bænum. Síðasta vetur var farið í ferð suður fyrir Skarðsheiði. Einn af síðustu viðburðum nemendafélagsins vor hvert er síðan þegar hrúturinn Hreðjar er grillaður og etinn og lokum skólaársins fagnað á þann máta.

4 | Búfræðingurinn

Trausti Gylfason gengur á Akrafjall flesta sunnudaga og skráir hitastigið á toppnum. Stundum sér hann örninn, stundum kemur fjölskyldan með og á haustin gengur hann niður Berjadalinn þar sem krækiberin eru stór og safarík.

Trausti hefur verið öryggisstjóri Norðuráls í 15 ár. Hann hefur brennandi áhuga á fólki og er annt um öryggi þess. Hann reynir að eiga frí annan hvern föstudag og alltaf á sunnudögum því þá vill hann helst vera á fjallinu sínu.

Norðurál á Grundartanga framleiðir um 280 þúsund tonn af áli ár hvert og er stærsti vinnustaður Vesturlands. Starfsfólkið okkar hefur allskonar reynslu, menntun, áhugamál og er á öllum aldri.

Fjölbreytnin styrkir starfsemina og hefur hjálpað okkur að ná framúrskarandi árangri.

Góða ferð Trausti!

Búfræðingurinn | 5HagsýniHeilindi Liðsheild nordural.is
ÞeGAr mAður ViNNur með 600 mANNS GeTur Verið óTrúleGA NæS Að VerA eiNN

Bjarni Rúnarsson

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Allt gott í bland.

Framtíðarplön ? Búa í fallegri sveit.

Hvað er best við Hvanneyri ? Nálægðin við annað fólk, félagslífið og vindurinn.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kýrnar heilla, hestar eru skemmtilegir, hænur fallegar, hundurinn sniðugur en kötturinn galinn.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hrossakjöt dulbúið sem nautakjöt er best.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Til að víkka sjóndeildarhringinn og ná í reynslu.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Snyrtileg, afurðahá og veðursæl.

Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Kannski ekki vandræðilegasta en það var óþægilega eftirminnilegt að veiða villiköttinn á Hjartar stöðum með berum höndum.

Það besta við verknámið: Að sjá annað en maður er vanur að upplifa og nýja hluti.

Besta dráttarvélin ? New Holland er nógu góður, en Fendtinn er gríðarlega góður líka.

Eru svín klaufdýr ? Það er spurning, kannski veit ráðanautur það.

Eru geitur hófdýr ? eru geitur dýr? Geta hænur flogið ? já en mjög stutt.

Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Ég held að haninn hafi verið fyrstur.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Þó kýrnar séu fáar í Steinnesi þá er Jón Árni klár sigurvegari enda kusukall af guðs náð.

Hver á fallegasta féð ? Helgi Már er með svakalega góða gerð.

Gullmoli bekkjarins ? Eftir að Úlfar kom á Facebook þá rignir inn gullmolum.

Guðrún Gísladóttir

Stóru-Reykir Flóahreppi 23. janúar 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Verklegu tímarnir í útihúsunum, málmsuða, sauðfjárrækt og krufningar.

Framtíðarplön ? Búa í fallegri sveit með fjölskyldu og bú. Mögulega að starfa í heilbrigðisgeiranum með því. Hvað er best við Hvanneyri ? Hvað allir þekkja alla og eru góðir vinir.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur og kannski kýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt er í algjöru upp áhaldi.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Langaði að læra meira um búskap og kynnast nýju fólki.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Skiptir ekki öllu máli en ætli það sé ekki betra með. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Veðursæld, landrými og flatlendi.

Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu ? Þegar það var ítrekað verið að reyna að koma mér saman við strákinn á næsta bæ við verknámsbæinn. Það besta við verknámið ? Að kynnast nýju fólki og búskaparháttum. Sjá muninn á sjónarmiðum sunnlendinga og norðlendinga.

Besta dráttarvélin ? Eldgamli Massey Ferguson 35. Hver er með mestu fjósalyktina í bekknum ? Mestu kúabændurnir, Bjarni, Halli og Eyþór.

Hver á fallegasta féð ? Jón Árni heldur að hann eigi það allavega.

Gullmoli bekkjarins ? “Tvíburabræðurnir” Marvin og Gylfi.

6 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
Reykir í Skeiða og Gnúpv.hreppi. 23. mars 1989
NEMENDAKYNNING

Marteinn Óli Aðalsteinsson

Helgi Kristinn Kolbeinsson

Klaustursel, Jökuldal

13. nóvember 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Líffæra, lífeðlis og fóðurfræði.

Framtíðarplön ? Verða bóndi einhversstaðar.

Hvað er best við Hvanneyri ? Það er hvað vindurinn er alltaf mikið að flýta sér.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur. Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hvorugt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Jahh ýmislegt bara.

Besta dráttarvélin ? John Deere.

Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Jahh það er góð spurning.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór.

Kirkjubraut 44, Höfn 24. janúar 1986

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búsmíði.

Framtíðarplön ? Verða stórbóndi.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Sauðfé er efst á óskalistanum og nóg af því.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhuginn á búskap.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Að sjálfsögðu með jörð. Það besta við verknámið ? Að vera hjá skemmtilegu fólki og hafa mikið að gera.

Besta dráttarvélin ? Zetor að sjálfsögðu. Hver á fallegasta féð ? Auðvitað ég sjálfur.

Búfræðingurinn | 7 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING

Smalahundafélag Íslands

Þann 15. desember 1992 stofnuðu nokkrir áhugamenn um smalahunda með sér Smalahundafélag Íslands (SFÍ) að fyrirmynd ISDS (International SheepDog Society) í Bretlandi. Félagið vildi stuðla að skráningu og ræktun Border collie fjárhunda og standa fyrir sýningum og keppnum. Það var þeirra álit og reynsla að Border collie hundar hentuðu best við þær aðstæður sem bændur búa við hér á Íslandi. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Gunnar Einarsson frá Daðastöðum, frumkvöðull og driffjöður félagsins um árabil, Lísbeth Sæmundsdóttir frá Holtsmúla og Björn Ólafsson frá Kópavogi. Árið 1993 hóf félagið samstarf við Bændaskólann á Hvanneyri og Gunnar Einarsson leiðbeindi þar á námskeiðum í mörg ár.

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir árlegri Landskeppni smalahunda að fyrirmynd slíkra keppna erlendis. Deildir innan félagsins standa einnig stundum fyrir keppnum þess utan. Fjárhundakeppnir eiga sér yfir 100 ára sögu í Bret landi sem er upprunaland Border collie tegundarinnar. Keppnirnar áttu að líkja eftir verkefnum fjárhunda heima við en að sama skapi gefa smölum og hundum kost á að sýna færni sína við jafnar aðstæður. Fjárhundakeppnir gefa nokkuð góða mynd af færni hundanna við fé, hvetja eigendurna til að temja hundana og örva menn til dáða. Keppnirnar veita fjárhundaeigendum, ræktendum og öðrum áhugamönnum einnig kærkomið tækifæri til að koma saman. Það er frekar lítill hópur fólks hér á landi sem stundar þessa íþrótt ennþá en hefur þó fjölgað mjög frá því fyrstu keppnirnar voru haldnar enda sífellt fleiri með hunda sem eiga erindi í svona keppni. Félagið stóð fyrir sinni fyrstu keppni í október árið 1994 að Hesti í Borgarfirði. Þá voru aðeins fjórir keppendur og brautin mjög einföld, en áhorfendur sennilega aldrei verið jafn fjölmennir eða um 100 talsins. Undanfarin ár hafa keppendur verið á bilinu 20 til 30 en áhorfendur því miður heldur færri en á fyrstu keppnunum.

Smalahundafélag Íslands rekur umfangsmikinn gagna grunn í samstarfi við Bændasamtök Íslands sem heldur utan um skráningar smalahunda frá upphafi. Hundarnir sem þar eru skráðir eru Border collie hundar sem geta flestir rakið ættir sínar til hunda með ISDS skráningu tugi ára

aftur í tímann. Félagar í Smalahundafélaginu hafa aðgang að grunninum. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um ættir hunds, afkvæmi og árangur í keppnum. Í kerfinu getur eigandi tíkar skráð got undan henni að því gefnu að eigandi ræktunarhundsins samþykki skráninguna. Þar geta eigendur hunda einnig skráð eigendaskipti. Slóðin er snati. bondi.is. Á heimasíðu félagsins má sjá niðurstöður úr hinum ýmsu keppnum félagsins, fundargerðir og annan fróðleik, sem og er þar umræðuvefur, slóðin er smalahundur.123.is. Þegar þetta er ritað eru 220 félagar skráðir hjá félaginu og hafa verið stofnaðar sjö landshlutadeildir innan félagsins. Virkustu deildirnar skiptast á að sjá um árlega landskeppni SFÍ. Tilgangur félagsins er að stuðla að skráningu og ræktun smalahunda, standa fyrir sýningum og keppnum og efla samstöðu meðal ræktenda og eigenda. Smalahundafélag Ís lands er opið öllum sem áhuga hafa og hægt er að hafa sam band við formann til að ganga í félagið. Félagið vill gjarnan stuðla að auknum áhuga og fræðslu um tamningu smala hunda. Nú er unnið að útgáfu bókar í samvinnu við Land búnaðarháskóla Íslands um tamningu fjárhunda, sem stefnt er á að gefa út á komandi hausti 2013.

Þó áhugi manna hafi aukist á undanförnum árum er fjár hundamenningin á Íslandi ung og margir þeir sem eiga Border collie hunda gera sér ekki endilega grein fyrir hvaða væntingar þeir geta haft til hundsins eða hvað þarf til að temja hann. Allt of algengt er að bændur fari með hundinn í fé án þess að nokkur markviss tamning hafi átt sér stað

Búfræðingurinn | 9

og blóti svo hundinum þegar hann gegnir ekki. Það er því miður hlutskipti margra hunda sem vel gætu orðið ágætis fjárhundar að vera lokaðir inni þegar á að fást við fé. Margir eiga mjög bágt með að sætta sig við að það þurfi að temja hundinn og nota hann bara eins og hann kemur af kúnni. Ef hundinum er eðlislægt að fara nokkuð vandræðalaust fyrir fé er hann tekinn til gagns þegar stoppa þarf fé, en er svo til tómra vandræða þegar verið er að reka. Ef hundurinn fer aftan í fé telja sumir sig lánsama og nota hundinn eingöngu til þess að reka. Ef hundurinn hengir sig á féð þá er hann notaður til að taka fé en er ef til vill lokaður inni þess á milli. Það er ekki ástæða til að gera lítið úr því að þetta geti verið gagnlegt, en taminn góður hundur vinnur markvisst undir stjórn smalans og getur leyst miklu fleiri verkefni.

Það er mjög gagnlegt fyrir þá sem langar til að eignast góðan hund að fá að heimsækja einhvern sem á góða og vel tamda hunda til að fá tilfinningu fyrir hvernig slíkur hundur vinnur og hvaða verkefni hann getur leyst. Einnig er hægt að fara að sjá fjárhundakeppnir eða fjárhundasýningar og sækja námskeið. Þannig fær viðkomandi metnaðarfullt viðmið um hvers sé að vænta. Það þurfa auðvitað ekki allir að eignast keppnishund en það er mikill ávinningur af því að ná tökum á góðum fjárhundi og þeir sem einu sinni komast á bragðið snúa ógjarnan til baka.

Hundar eru auðvitað gríðarlega ólíkir. Hundur með góða ættbók undan góðum fjárhundum er líklegri til að verða góður smalahundur heldur en sá sem á sér ekki góða ræktun að baki. Bændur og aðrir sem hafa áralanga reynslu af

kynbótastarfi í sauðfjárrækt og hrossarækt ættu að sjá skyn semina í því. Þeir sem hafa hug á að eignast almennilegan hund og temja hann til góðra verka ættu að velja sér hund frá góðum ræktunarlínum og kynna sér ræktandann og for eldrana. Það er full ástæða til að hvetja ræktendur til þess að vera duglega að skrá öll got jafn óðum og þá sem kaupa af þeim að setja uppbyggilega pressu á ræktendurna. Það er von okkar sem stöndum að SFÍ, að á næstu árum glæðist áhugi á smalahundum, ræktun og tamningu þeirra enn frekar.

Fyrir hönd Smalahundafélag Íslands, Elísabet Gunnarsdóttir

10 | Búfræðingurinn
Dreki frá Brekku vinnur í kindum

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Vatnsleysa 1 Biskupstungum 26. febrúar 1990

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Málmsuða, Ullar iðn, félags- og stoðkerfi landbúnaðarins, nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Framtíðarplön ? stórbóndi á óðalsbýli með börn og buru. Hvað er best við Hvanneyri ? skemmtilegt samfélag, ungt fólk og allir eru svo góðir vinir, en ekki má gleyma rokinu !! Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? kýr, kindur, hross, hund og kött, já og hænur.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Herramanns matur hvoru tveggja.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? að læra betur og meira um landbúnaðinn svo maður verði sjálfstæðari bóndi og hafi betri skilning á hlutunum.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? bæði bara.. enda fann ég stórbóndann Sindra Fannar í Þingmúla.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? gott ræktunarland, fallegt og veðursælt.

Það besta við verknámið ? kynnin við verknámsbændurna. Besta dráttarvélin ? sú dráttarvél sem ég get keyrt án vandræða.

Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? það er nú stóra spurningin.

Eru geitur hófdýr ? það tel ég nú ekki. Geta hænur flogið ? já en bara örlítið.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Stórbændurnir á Reykjatorfunni, Bjarni og Halli. Hver á fallegasta féð ? auðvitað finnst mér féð mitt vera það fallegasta enda tilgangslaust að rækta fé og hafa ekki trú á því !

Gullmoli bekkjarins ? hver og einn einstaklingur í bekknum er algjör gullmoli út af fyrir sig þó svo að gull kornin komi frá einstökum aðilum.

Heimir Klemenzson

Dýrastaðir í Borgarfirði

júlí 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búvélafræði hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi sem og Nautgriparækt. Annars hefur námið almennt verið mjög gott. Framtíðarplön ? Framtíðin er að mörgu leyti óráðin og verður bara að fá að koma í ljós. En ef ég misnota mér aðstöðu mína aðeins þá er ég í hljómsveitinni Eldberg og á þessu ári er von á nýrri plötu með henni. Ég er einnig að fara að taka upp sólóplötu í sumar sem er væntanleg á þessu ári. Hvað er best við Hvanneyri ? Það er svo margt. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Helst myndi ég vilja búa með kýr, mér finnst eiginlega meiri binding í því að búa með sauðfé og þurfa að sækja vinnu annað, heldur en að fara í fjós kvölds og morgna. Hrossakjöt eða nautakjöt ? Bæði betra myndi ég segja. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Mig langar að fræðast meira um landbúnað, þótt maður sé alinn upp í sveit þá er margt sem maður veit ekki og lærir ekki heima fyrir. Námið á Hvanneyri hefur uppfyllt allar þær væntingar sem ég hafði til þess og gott betur. Það á eftir að nýtast manni vel í framtíðinni.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Þessi besta sveit hlýtur að sjálfsögðu að vera Norðurárdalurinn en ég veit ómögulega hvernig ég á að lýsa honum í þremur orðum. Það besta við verknámið ? Verknámið er ómissandi hluti af búfræðináminu, það er nauðsynlegt að fá nýja sýn á hlutina og upplifa eitthvað nýtt. Ég var svo heppin að fá að fara í verknám til Sveins og Katrínar í Reykjahlíð og þar lærði ég m.a. hvað það skiptir miklu máli að gera hlutina 100%. Besta dráttarvélin ? Það er dráttavélin sem bilar ekki, en til þess að hún bili ekki þá þarf líka að hugsa vel um hana. Sinna nauðsynlegu viðhaldi en fyrirbyggjandi viðhald er mun ódýrara en þegar vélin bilar í miðjum heyskap. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Vísindin segja eggin, spurning hvað Biblían segir. Gullmoli bekkjarins ? Þeir eru margir og vil ég ómögulega gera upp á milli. Þetta er góður hópur og þessir tveir vetur á Hvanneyri eru búnir að vera afar skemmtilegir.

Búfræðingurinn | 11 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
7.

Eyþór Karl Ingason

Meiri-Tunga 3 Holta og Landsveit 3. janúar 1990

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Líffæra og fóður fræði.

Framtíðarplön ? kýr, kona, krakkar.

Hvað er best við Hvanneyri ? veðrið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? er hægt að búa með eitthvað annað en kýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? matur er matur.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? með.

Eru svín klaufdýr ? nei.

Eru geitur hófdýr ? nei.

Geta hænur flogið ? já. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? hvar byrjar hringur.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Jón Árni.

Íslenska ullin er einstök

Anna Kristín Svansdóttir

Álftártungu, Mýrasýslu

22. júní 1983

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt hjá Eyfa Kidda.

Framtíðarplön ? Ég ætla mér að verða sauðfjárbóndi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Svo margt, félagslífið td. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur og hesta.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? bæði betra.

Geta hænur flogið ? Er það ekki ?

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Bjarni.

Hver á fallegasta féð ? Ég klárlega.

Gullmoli bekkjarins ? Vá Gylfi ótrúlega mikið.

Kristín Ósk Matthíasdóttir

Landráðaskagi

22. janúar 1987

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búsmíði og félags–og stoðkerfi landbúnaðarins.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kýr, kanínur, býflugur og hænur.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Bæði best ósaltað. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Draumurinn Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Æji gaaaur!

12 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum meira en 1000 ár.

NorFor fóðurmatskerfið Berglind Ósk Óðinsdóttir, Fóðurfræðingur

NorFor er einstakt fóðurmatskerfi þar sem nýjasta þekking úr heimi vísindanna er nýtt í daglegum verkum bónda. NorFor byggir á nýjustu rannsóknum um fóðrun mjólkurkúa. Nýting fóðursins fer eftir samsetningu fóðurskammtsins, allra fóðurtegunda sem gefnar eru daglega. En einnig spila eiginleikar gripsins þar inn í. Til þess að það sé mögulegt að átta sig á því hvernig fóðrið nýtist í framleiðsluna er nauðsynlegt að efnagreina fóðrið meira en áður hefur verið gert, en einnig þarf flókið bestunar módel til þess að reikna út fóðurskammtinn. Þrátt fyrir að vera byggt á mjög flóknum formúlum hefur það sýnt sig að NorFor nýtist vel úti í fjósi. Í dag framleiða um hálf milljón mjólkurkúa í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi, mjólk eftir fóðuráætlun úr NorFor. Helstu kostir NorFor er bætt fóðurnýting og þar með hagkvæmari fóðrun.

NorFor er þróað í samstarfi fjögurra ráðgjafafyrirtækja í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Íslandi sem hafa staðið vörð um alla vinnu sem fer fram innan NorFor. Þau hafa líka gert það að verkum að NorFor nýttist strax út til bænda og tryggir áframhaldandi þróun, því bein tenging er á milli praktískrar reynslu notenda og þeirra sem stunda rann sóknir í gegnum NorFor.

Grunnhugmyndin með NorFor er að líkja eftir því sem gerist þegar fóðrið fer í gegnum meltingarfæri kýrinnar. Það er mjög margt sem hefur áhrif þar á, bæði eigin leikar gripsins og fóðursins. Því er mjög mikilvægt að láta efnagreina fóðrið til að átta sig á eiginleikum þess. Í eldri fóðurmatskerfum fékk fóðrið föst gildi á orku og prótein eiginleika (FEm, AAT, PBV). Í NorFor fóðurmatskerfinu eru nákvæmari upplýsingar um efnainnihald og niður brot fóðursins nauðsynlegar. Fyrir utan hefðbundnar efnagreiningar eins og prótein, hafa bæst við NDF, aska, laust prótein, ómeltanlegt NDF og gerjunarafurðir. En þessar upplýsingar eru nauðsynlegar þegar meta á möguleika mis munandi fóðursamsetningar í dagsfóðri. Það er mjög margt sem hefur áhrif á það hvað kýrnar fá út úr mismunandi fóðurskammti og spilar vambarstarfsemin þar stóran þátt. NorFor leggur mikla áherslu á að líkja eftir meltingu fóðurs í vömbinni og að örverustarfsemin nýtist sem best.

NorFor hefur byggt upp stóra fóðurtöflu þar sem upp

lýsingar um fjölbreytt úrval fóðurs sem almennt er notað á Norðurlöndunum liggur. Eins á NorFor stóran gagnabanka byggðan á fóðursýnum teknum á öllum Norðurlöndunum, þennan gagnagrunn geta rannsóknarstofur nýtt sér til þess að kvarða NIR-tækin sín og þar með bjóða fljótlega og ódýrari efnagreiningu til bænda. NorFor á einnig lista yfir aðferðir til efnagreininga sem það mælir með og reglulega eru send út sýni á allar rannsóknarstofur sem bændur á Norðurlöndunum nota, í svokallað blindpróf til þess að tryggja gæði efnagreininganna.

Þegar rannsóknarstofa hefur efnagreint fóður fyrir bónda er mælst til þess að hún sendi niðurstöðurnar í gagnagrunn á vegum NorFor þar sem fóðrið fær reiknuð fóðurgildin AAT, PBV og orku sem þá er hægt að senda með sýninu til bónda. Þetta tryggir að fóðurgildin eru alltaf reiknuð á sama hátt í uppfærðu umhverfi.

Samvinna við kjarnfóðuriðnaðinn er einnig mikil vægur þáttur í starfi NorFor. Kjarnfóðursalar geta haft allar sínar vörur aðgengilegar í NorFor kerfinu og þannig nýtist það beint við fóðuráætlanagerð. Þetta er einnig stór kostur fyrir bændur sem geta þannig auðveldlega valið kjarnfóðurtegund sem hentar best á móti heimaöfluðu fóðri og þannig haldið kostnaði við fóðrun í lágmarki, en á sama tíma uppfyllt næringarþarfir gripanna þannig að heil brigðar kýr framleiði mikla og efnaríka mjólk.

Búfræðingurinn | 13

Helgi Már Ólafsson

Ós, Hvalfjarðarsveit

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Almenn búfjár rækt, stiklað á stóru um flest. Framtíðarplön ? Bóndi á Ósi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Ætli það sé ekki góða veðrið og skemmtilega fólkið. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kýr, kindur og hesta.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Allt er betra en fiskur.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhugi á að auka við þekkingu.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Með jörð, það er alltaf hægt að bæta við sig. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Hval, fjarðar, sveit. Það besta við verknámið ? Kynnast nýju fólki og búskap í annarri sveit.

Besta dráttarvélin ? New Holland.

Eru geitur hófdýr ? Ég hef allavega ekki járnað geit. Geta hænur flogið ? ekki hátt.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Frændurnir á Reykjatorfunni.

Hver á fallegasta féð ? Klárlega ég sjálfur, en veit ekki hvort Jón Árni sé sammála.

Marvin Einarsson

Kórsnesbraut, Kópavogur 7. nóvember 1989

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt og búsmíði.

Framtíðarplön ? Finna mér jörð og koma mér upp bústofni.

Hvað er best við Hvanneyri ? Félagslífið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Sauðfé og örfá hross.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Lambið takk, annars kemur hrossið sterkt inn.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhuginn á búskap.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Makinn þarf fyrst og fremst að vera góður maki, hvort heldur sem jörð fylgi eða ekki.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Síðan , Skaftárhrepp, VesturSkaftafellssýsla.

Það besta við verknámið ? Kynnast öðrum aðferðum en maður er vanur og mismunandi sjónarmiðum og skoðunum bænda. Allt mikilvæg reynsla.

Besta dráttarvélin ? New Holland. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Þreyttasta spurning allra tíma.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór.

Hver á fallegasta féð ? Þeir sem rækta fé. Gullmoli bekkjarins ? Jökuldalströllið.

NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
20. maí 1984

Gylfi Sigríðarson

Steinsholt 1, Gnúpverjahrepp 7. nóvember 1989

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Föstudagstímarnir.

Framtíðarplön ? Verða bústólpi. Hvað er best við Hvanneyri ? Lognið og Kollubar. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Norskar kýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautabaka með hrossakjöti. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhugi á búskap.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Góðan maka óháð jarðeign.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Vindmyllur, ljósleiðari, fegurð. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu. Afar vandræðalegt að segja frá því. Það besta við verknámið: Það var allt mjög gott við verknámið.

Besta dráttarvélin ? New Holland.

Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Hænan, hana nú sagði hænan og velti sér á bakið og þá kom eggið. Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór, fjósalyktin er af honum.

Hver á fallegasta féð ? Þeir sem eiga hvítt hyrnt fé. Gullmoli bekkjarins ? Marteinn.

Jóhann Pétur Jensson

Laugarás 1, 801 Selfoss

febrúar 1986

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búsmíði.

Framtíðarplön ? Lifa hamingjusamur allt til enda.

Hvað er best við Hvanneyri ? Er ekki verið að fiska eftir Kollubar hérna?

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur og hesta.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Skiptir ekki máli, þú færð alltaf hrossakjöt sama hvað þú biður um.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhugi á búskap.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Nei, ég er frátekinn.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Bisk-ups-tunga. Það besta við verknámið ? Kynnast nýjum stað og fólki. Besta dráttarvélin ? Sú sem er ekki á verkstæðinu. Eru geitur hófdýr ? Neeeei lambið mitt.

Geta hænur flogið ? Ef þær hoppa ofan af þaki. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Afhverju er himininn blár?

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór.

Hver á fallegasta féð ? Helgi Már, hinn mikli sauðfjárbóndi. Gullmoli bekkjarins ? Gylfi Sigríðarson Steinsholti, Gnúpverjahrepp og Úlli dúlla að sjálfsögðu.

Búfræðingurinn | 15 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
2.

Sigurborg Hanna Sigurðardóttir

Oddsstaðir, Lundarreykjadal 28. febrúar 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Hrossarækt, Sauð fjárrækt og Búsmíði.

Framtíðarplön ? Lifa lífinu lifandi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Frábær vinatengsl sem hafa myndast innan bekkjarins – sem maður mun búa að í fram tíðinni.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Hesta og sauðfé.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Klárlega Hrossakjöt, það er fátt betra en reykt hrossabjúgu með kartöflum og jafningi. Í hátíðarmat er aftur á móti hrossalund. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhugi á land búnaði og löngun til að víkka sjóndeildarhringinn, t.d með því að fara í verknám. Félagslífið er einnig frábært. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Ætli það sé ekki þegar ég pakkaði saman gjafagrind í verknáminu með því að skella rúllu ofan á hana. Það besta við verknámið ? Ábúendur (Alda og Siggi), stað setning býlis á landinu – Presthólar í Öxafirði, og svo ég tali nú ekki um lærdóminn. Besta dráttarvélin ? Massey Ferugson 135. Eru svín klaufdýr ? Klárlega já. Eru geitur hófdýr ? Klárlega ekki. Geta hænur flogið ? Nei. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Eggið. Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Það er misjafnt eftir dögum en yfirleitt hefur Eyþór vinninginn. Hver á fallegasta féð ? Að mínu mati er fallegasta féð heima. Gullmoli bekkjarins ? Það eru allir gullmolar á sinn hátt og mismiklir.

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Félags- og stoðkerfi landbúnaðarins með Sindra í Bakkakoti.

Framtíðarplön ? Fjárfesta í jörð og framleiða mat handa svöngu fólki.

Hvað er best við Hvanneyri ? Kynnast skemmtilegu fólki allsstaðar af landinu.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Íslenskar kýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Bæði mjög gott.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Langaði að auka við mig þekkingu um landbúnað og verða betri bóndi. Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Nei ég var búinn að því áður en ég kom. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Kýr, kindur og landrými. Það besta við verknámið ? Kynnast góðu fólki sem starfar við landbúnað og læra góða hluti af því. Besta dráttarvélin ? DEUTZ. Eru svín klaufdýr ? Já. Eru geitur hófdýr ? Nei. Geta hænur flogið ? ekki langt. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? hænan. Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór.

Hver á fallegasta féð ? Allar ær eru fallegar. Gullmoli bekkjarins ? Hér eru allir gull af manni.

16 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
Óskar Már Jónsson Stóru-Akrar 2, Skagafirði 9. desember 1986 Haustið 2012 voru 415 nemendur skráðir til náms þar af - 117 fjarnemar - 298 staðarnemar - 79 Búfræðinemar

Sigríður Linda Þórarinsdóttir

Bergþór Steinar Bjarnason

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt.

Framtíðarplön ? svo margt, kannski dýralæknir og búvísindi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Fólkið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? hestar og sauðfé.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Bæði svo GOTT.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Námið. Það besta við verknámið ? Hrossin og kindurnar og að sjálfsögðu fólkið.

Besta dráttarvélin ? Hvað er það? Þessi á 4 hjólum. Eru geitur hófdýr ? Neee er það. Geta hænur flogið ? Heyrðu ekki eins og örninn en ótrúlega samt.

Gullmoli bekkjarins ? Svo margir að ég get ekki gert upp á milli.

Hjarðarhlíð, Skriðdal, Fljótsdalsh.

21. mars 1989

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt.

Framtíðarplön ? Verða ríkur sauðfjárbóndi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Hér eru allir vinir.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Sama og Árni Jón bara fleiri tegundir.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Án.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Bananatré, sól og sunnanblær. (eins og í Skriðdalnum).

Besta dráttarvélin ? John Deere og Deutz. Eru svín klaufdýr ? Já.

Eru geitur hófdýr ? Neeeei.

Geta hænur flogið ? Bara hamingjuhænur. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Haninn var lang fyrstur.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór.

Búfræðingurinn | 17 NEMENDAKYNNING
Svarfaðarbraut
16, Dalvík 12. janúar 1990 NEMENDAKYNNING

Sigurður Heiðar Birgisson

Ríp, Skagafirði 10. september 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Hrossarækt og Búsmíði.

Framtíðarplön ? Að stunda ræktun og tamningar á hrossum.

Hvað er best við Hvanneyri ? Félagslífið og skólinn.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Hross og sauðfé.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hrossakjöt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Fjölbreytt nám og mikið félagslíf.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Fögur er dýrðin. Það besta við verknámið ? Fólkið á bænum og nýjar aðferðir.

Besta dráttarvélin ? New Holland klárlega. Eru svín klaufdýr ? Það myndi ég halda. Eru geitur hófdýr ? Ekki þær sem ég hef séð. Geta hænur flogið ? ef þær eru hauslausar. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Það sem guð skapaði á undan.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór. Hver á fallegasta féð ? Ríparinn. Gullmoli bekkjarins ? Jói I.

Jóhann Ingi Þorsteinsson

Brimnesvegi 12 A, Flateyri. (Vaðlar, Ön.)

13. október 1989

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Endurræktun túna og Nautgriparækt.

Framtíðarplön ? Syngja og vera áfram í góðu skapi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Allt frábært.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kýr, kindur og hross.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Allt gott með góðri sósu. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhuginn á bústörfum.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Finn allt á endanum.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Jörð, kvóti og skuldleysi. Það besta við verknámið ? Reynsla og ný sýn. Besta dráttarvélin ? Johný maður. Eru svín klaufdýr ? Nei fjórtáungur. Eru geitur hófdýr ? nei, asnalegar.

Geta hænur flogið ? Ef maður hleypur á eftir þeim. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Skaparinn. Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Steinnes að sjálfsögðu.

Hver á fallegasta féð ? Steinnes að sjálfsögðu. Gullmoli bekkjarins ? Jóna Sigríður á þá alla.

18 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING

Logi Sigurðsson

Steinahlíð, Lundarreykjadal 2. apríl 1992

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt, búsmíði og tímarnir hjá Sindra í Bakkakoti.

Framtíðarplön ? Verða sauðfjárbóndi.

Hvað er best við Hvanneyri ? Gott félagslíf, námið og að kynnast nýju fólki frá öllum mögulegum krummaskuðum okkar lands.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Ég ÆTLA að búa með sauðfé og nokkur hross.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hrossakjöt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Fékk mikinn áhuga á búskap þegar ég var yngri og eftir það kom ekkert annað til greina.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Kom ekki til að finna maka, ég kom með hann með mér.

Það besta við verknámið: Að kynnast nýju fólki, læra af öðrum og kynnast nýjum aðstæðum. Allt í allt var þetta mjög skemmtileg lífsreynsla sem ég væri alveg til í að upp lifa aftur.

Besta dráttarvélin: Massey Ferguson að sjálfsögðu. Eru svín klaufdýr ? jájá eru þetta ekki mest megnis klaufdýr Eru geitur hófdýr ? Ekki séns.

Geta hænur flogið ? Það er nú ekki hægt að segja það. Hver er með mestu fjósalyktina í bekknum ? Æji það er bölvuð fjósalykt af öllu þessu belju liði. Hver á fallegasta féð ? Það eru svo margir sem eiga fallegt fé, en hver bóndi verður að hafa trú á sínu svo ég verð að nefna sjálfan mig í þessu samhengi. Gullmoli bekkjarins ? Það eru margir gullmolar í þessum bekk, bara hver á sinn hátt.

Anna Guðný Baldursdóttir

Eyjardalsá í Bárðardal

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Verklegir hrossaræktartímar, búsmíði, einnig kemur sauðfjárræktin sterk inn.

Framtíðarplön ? Verða bóndi með kindur og hesta, helst í Bárðardal.

Hvað er best við Hvanneyri ? Minnsta kosti ekki veðrið! Félagskapurinn og námið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Allavega kindur og hross.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Bæði betra, en hrossakjöt er nú bara svolítið hagstæðara.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Löngun til að búa í sveit og taka meðvitaðar ákvarðanir um jarðrækt, kynbótastarf og fleira. Svo hvíslaði að mér lítill fugl að þetta yrðu bestu ár lífs míns.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Bárðardalur er besta-sveit! Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu ? Það er úr mörgu að velja sem þá má nefna skiptið sem ég tók vitlausan hest í reiðtíma, var með brúnan klár í láni, og var á tæpum tíma. Hljóp út og sótti klárinn (að ég hélt) lagði á í snatri og fór í tíma, allt virtist nokkuð eðlilegt, teymdist eins og vanalega. Gekk fínt í tímanum en í lok hans kemur bekkjarsystir mín kindarleg á svip og spyr hvort ég sé ekki á vitlausum hesti, og viti menn, klárinn var meri!

Það besta við verknámið? að kynnast yndislegu fólki, taka þátt í öllum bústörfunum hvort sem það var að mjólka eða dreifa skít. Kynnast reiðmennsku ennþá betur og fá frábæra reynslu í farteskið.

Hver á fallegasta féð ? Ég náttúrulega, annars segir Steinnes bóndinn að hans sé fallegt en ég kýs að trúa því ekki. Gullmoli bekkjarins ? Ég hef náttúrulega aldrei vitað bekk fullan af eins flottu fólki, sem hefur húmorinn í lagi og þennan en einhver eftirminnilegasti bekkjarfélaginn verður að vera Logi, frábær blanda af gamalli sál, meistara, dansara og sveitadurg. Eins náði ég mér í nöfnu sem bestu vinkonu vonandi um alla okkar tíð.

Búfræðingurinn | 19 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
22. júlí 1988

Fóður til framtíðar

Eftir nokkurra ára þróunarstarf með hollenska fóðurfyrirtækinu de Heus og hópi íslenskra kúabænda bjóðum við nú hágæða fóður fyrir íslenskar kýr. Um er að ræða fóður sem inniheldur eingöngu jurtaprótein og í krafti stærðarinnar ræður de Heus yfir miklum fjölda próteingjafa, sem gerir okkur kleift að bjóða fóður sem hentar vel fyrir íslenskar kýr. Fóðrið er mjög lystugt og kögglastærðin er einungis 5 mm sem tryggir að kýrnar éta hraðar sem er mjög hagstætt, einkum fyrir mjaltaþjóna. Fóðrið er sérstaklega samsett til að minnka lýkur á súrri vömb og í því er ekkert bygg.

Við bjóðum nú þrjár blöndur af kúafóðri.

IceMix

IceFeed 19

IcePro 26

Hágæða fóður

hentar kúm á seinni hluta mjaltaskeiðs sem og með sérlega próteinríku heyi.

Hágæða fóður með 19% próteini sem hentar hámjólka kúm.

Sérlega hátt prótein innihald og viðbætt snefilefni sem hentar með íslensku byggi að 50/50 gjöf. Mjög hátt AAT gildi.

20 | Búfræðingurinn
Verð án vsk. pr/kg í lausu kr. 84,00* Verð án vsk. pr/kg í lausu kr. 74,00*
16
sem
Verð án vsk. pr/kg í lausu kr. 70,50* *Verð eru án flutnings og miðast við 3 tonn eða meira staðgreitt Gunnbjarnarholti 801 Selfoss Sími: 480 5600 www.landstolpi.is *Verð 9. apríl 2013 áskiljum okkur rétt til verðbreytinga vegna þróunar á gengi og hrávöru. Söluaðilar eru: Vélaval ehf. 560 Varmahlíð - 453 8888 Landstólpi Egilsstöðum 471 1901 Bætiefni fyrir búpeninginn Gæðafóður fyrir gæludýrin Fákasport Akureyri 460 1535

Úlfar Örn Hjartarson

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Þeir sem maður er vakandi yfir.

Framtíðarplön ? Plön eru til þess að klúðra þeim.

Hvað er best við Hvanneyri ? Ég held að flestir segi skemmtanalífið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Auðvitað kindur.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Skiptir engu máli, innihalds lýsingin er vitlaus hvort sem er.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Mig langaði að breyta til.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Ekki endilega, en það hefði verið bónus. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Allar árstíðir góðar. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Á Hvanneyri væri það líklegast þegar ég mætti í vitlausan tíma. Það besta við verknámið: Maður fær aðra sýn á hlutina. Besta dráttarvélin ? Zetor.

Geta hænur flogið ? Þær geta flögrað smá ef þeim er hent upp í loftið.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Bjarni. Hver á fallegasta féð ? Féð heima er alltaf fallegt.

Jón Árni Magnússon

Steinnes, 541 Blönduós 19. október , ár hvert.

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárrækt. Framtíðarplön ? Bóndi í Steinnesi með hesta og kindur. Hvað er best við Hvanneyri ? Félagslífið og víðfemt nám. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Sauðfé og hesta.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hrossakjöt. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Bændastörfin og framtíðin.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Nei ég hef bæði. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Frelsi, náttúran og friðsemd. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Á Hvanneyri var það þegar strákarnir tóku sig til og rökuðu mig eftir að ég sofnaði. Það besta við verknámið ? Gæði búanna sem ég var á. Besta dráttarvélin ? New Holland.

Eru svín klaufdýr ? Nei fjórtáungur. Eru geitur hófdýr ? Nei.

Geta hænur flogið ? Sumar, t.d. akurhænur. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? spurðu guð, líklega hænan í hans fræðum.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór. Hver á fallegasta féð ? Logi Sigurðsson stórbóndi á Hvassafelli.

Gullmoli bekkjarins ? Úlli dúlli.

Búfræðingurinn | 21 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
Geirmundarstaðir á
Ströndum 28. október 1980

Einar Freyr Elínarson

Sólheimahjáleiga, Vík í Mýrdal

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Hádegishlé, svo er búsmíðin ekkert vitlaus.

Framtíðarplön ? Eignast fleiri börn.

Hvað er best við Hvanneyri ? Það að geta skellt magnara í útidyrahurð og spilað og sungið eins og vitleysingar.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur og eina kú.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? blanda frá Gæðakokkum.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Vankunnátta.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Ég kom „well loaded“.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Mýr Dal Ur. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Þegar ég fékk hláturskast í messu á föstudaginn langa á öðrum degi verknámsins þegar lesið var úr píslar sögunni: „og Jesús fór með lærisvínum sínum...“ Það besta við verknámið: Fólkið sem maður kynntist. Besta dráttarvélin? Allt er vænt sem vel er grænt.

Eru svín klaufdýr ? Ég missti af tímanum um klaufdýr. Eru geitur hófdýr ? Ég þoli ekki geitur. Geta hænur flogið ? Ekki ef ég fæ að ráða. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Hringurinn á sér ekkert upphaf.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Jón Árni. Hver á fallegasta féð ? Að sjálfsögðu rauðflekkóttu gimbrar nar hans Helga Más. Gullmoli bekkjarins ? „bamm“

Árni Jón Þórðarson

Arnheiðarstaðir í Fljótsdal 30. júní 1989

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Sauðfjárræktar tímarnir og tímarnir hjá Sigtryggi Veigar eru eftir minnilegastir. Tímarnir hjá Sindra í Bakkakoti eru oft góðir líka.

Framtíðarplön ? Lifa lífinu lifandi. Hvað er best við Hvanneyri ? Lognið...þegar það kemur loksins.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Bara alls konar hófdýr, klaufdýr, karldýr, kvendýr, nagdýr, rándýr, spendýr, meindýr og loðdýr og skriðdýr og húsdýr og jafn vel villidýr. Annars heillar sauðkindin mest. Hrossakjöt eða nautakjöt ? Hrossakjöt saltað.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Langt síðan sú ákvörðun var tekin en svo tókum við Bergþór okkur saman og skráðum okkur. Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Allt opið í þeim efnum.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Fegurð, fagmennska, Fljóts dalur !

Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri ? Þegar 2-dísir lentu í bobba....já eða í Kobba. Það besta við verknámið: Víðsýnin, reynslan og lærdómur sem fékkst, auk þess að kynnast öðrum landshluta. Besta dráttarvélin ? Universal Geta hænur flogið ? Tæplega, en vottar fyrir því. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? ,,Hana nú” sagði hænan og lagðist á bakið.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór Karl. Hver á fallegasta féð ? Hjörtur Kjerúlf.

Gullmoli bekkjarins ? Marteinn, hann er svoddan krútt sprengja.

22 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
2. desember 1990 (sami dagur og Britney Spears) Ágúst Sigurðsson er Rektor skólans..... - Hann er bróðir Þórhalls Sigurðssonar (Ladda) leikara.

Brá Atladóttir

Ólafsvík 28. ágúst 1990

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Erfitt að gera upp á milli en alltaf gaman í nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Framtíðarplön ? Ferðast og skoða heiminn, einnig er ofarlega að fara í háskólanám.

Hvað er best við Hvanneyri ? námið, fólkið og Kollubar. Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Nautgripi, hesta og nokkrar kindur.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Áhugi á náminu og félagslífið.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? nei kom nú bara hingað til að læra. Vandræðalegasta augnablikið á Hvanneyri eða í verknáminu: Ekki prenthæft. Það besta við verknámið: Dýrmæt reynsla og gaman að kynnast nýju fólki.

Besta dráttarvélin ? Ef hún fer í gang og bremsurnar virka, þá er ég sátt.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Það fer nú meira fyrir hrútalyktinni a.m.k. á fimmtudögum. Hver á fallegasta féð ? Bogga blek. Gullmoli bekkjarins ? Erum svo heppin að það eru 31 gull molar í þessum bekk.

Við Landbúnaðarháskólann er í boði fjarnám af ýmsum toga, þar á meðal

Reiðmaðurinn, þar sem kennd eru helstu grunnatriði í reiðmennsku.

Ágúst Þorkelsson

Melur, Mýrum 23. ágúst 1991

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Nautgriparækt og hirðing og aðbúnaður.

Framtíðarplön ? Gerast bóndi eða læra eitthvað annað.

Hvað er best við Hvanneyri ? Félagslífið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Kindur og kýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? bara bæði betra.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Búfræðinámið. Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Bæði og.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Mýrarnar eru fallegar. Það besta við verknámið: Frábært fólk.

Besta dráttarvélin ? Massey Ferguson.

Eru svín klaufdýr ? Nei, þau er fjórtáungar.

Geta hænur flogið ? Já er þú kastar þeim nógu hátt geta þær flögrað aðeins.

Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Eggið kemur úr hænunni og hænur úr eggjum svo það er ekkert hægt að svara þessu.

Hver á fallegasta féð ? Ég!

Hjörtur Hansson var fyrsti nemandinn við Bændaskólann

á Hvanneyri.

Búvísindadeild, sem er áframhaldandi nám eftir

Búfræði, var stofnuð árið

Búfræðingurinn | 23 NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING
1947

Haraldur Ívar Guðmundsson

Reykhóll 2, Skeiða-og Gnúpv.hr. 25. febrúar 1988

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búsmíði og búvélafræði.

Framtíðarplön ? Smiður/bóndi

Hvað er best við Hvanneyri ? Frábært félagslíf og skemmtilegt fólk.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Mjólkurkýr.

Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Vildi læra meira um bændastarfið.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Án jarðar.

Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Flott, góð rækt og staðsetning. Það besta við verknámið ? Kynnast nýjum svæðum og nýju fólki.

Besta dráttarvélin ? New Holland. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Eggið. Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór. Hver á fallegasta féð ? Einar Freyr. Gullmoli bekkjarins ? Úlfar.

Guðdís Jónsdóttir

Lambhagi, Hvalfjarðarsveit 16. júní 1990

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Hrossarækt. Framtíðarplön ? Eignast börn og buru...einhvern tímann. Hvað er best við Hvanneyri ? Fólkið, stemningin og ekki spillir barinn.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Ég ku búa með kindur og hesta.

Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Í fyrstu hefði ég talið það vera námið en ef ég vissi af öllum hinu mskemmtilegu hlutunum þá hefði það verið það líka. Lýstu bestu sveit í 3 orðum ? Sól í Hvalfirði. Það besta við verknámið: Sjálfsögðu staðsetningin (Klaustursel í Jökuldal), fólkið og sjá hvernig aðrir búa. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Ég hefði talið að haninn kæmi fyrstur.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Jóna í Þingmúla. Hver á fallegasta féð ? Hver þykir sinn fugl fagur. Gullmoli bekkjarins ? Helgi Már er ansi duglegur að koma með spakmæli og svo náttúrlega Gylfi minn.

Við útskriftarnemar við búfræðideildina

höfum lagt okkar að mörkum til að afla fjár til útskriftarferðar með því að vinna við - Kjúklingatínslu á Tannstaðabakka

- Rúning - Dósasöfnun - Þrif - Skítmokstur - Bílaþrif - Smalamennsku - Tína lúpínufræ

24 | Búfræðingurinn NEMENDAKYNNING
NEMENDAKYNNING

Ásdís Helga Arnarsdóttir

Stórholt, Saurbæ í Dölum

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Verklegu tímarnir í útihúsunum.

Framtíðarplön ? Ég hef ekki vanið mig á að plana fram í tímann en ætli það sé ekki bara að búa í sveit með búskap og Kristni

Hvað er best við Hvanneyri ? Notalega lítill staður og góður félagsskapur meðal nemendanna.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Klárlega sauðfé... og kýrnar eru í lagi líka. Hrossakjöt eða nautakjöt ? Nautakjöt á minn disk. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Mig langaði í búfræði til að læra meira um búskap en bara það sem gert er heima.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Nei það gerði ég nú ekki, en það gerðist samt. Það besta við verknámið ? Ég kynntist fullt af frábæru fólki, þar á meðal Kristni mínum. Besta dráttarvélin ? Gamli góði Zetor. Hvort kemur á undan eggið eða hænan ? Ég giska á eggið . Hver á fallegasta féð ? Ég....eða bara við öll. Gullmoli bekkjarins ? Erfitt að segja.

Jakob Arnar Eyjólfsson

Við í búfræðideild II höfum á okkar snærum útskrifaða bifvélavirkja, húsasmiði, smiði stálsmiði, stúdenta af ýmsum brautum, vélamenn, bílstjóra og húsmæður/bónda

Mýrdalur 2, Kolbeinsstaðahreppi 9. maí 1987

Skemmtilegustu tímarnir í skólanum ? Búsmíði. Framtíðarplön ? Plön eru ofmetin, bara að bíða og sjá hvað gerist.

Hvað er best við Hvanneyri ? Lognið.

Með hvaða bústofn myndir þú vilja búa með ? Sauðkindur. Hrossakjöt eða nautakjöt ? Lambakjöt fyrir mig takk. Hvað fékk þig til þess að fara á Hvanneyri ? Gríðarlegur námsþorsti.

Komstu á Hvanneyri til að finna þér maka með eða án jarðar ? Bæði betra... Það besta við verknámið? Kynnast nýjum hlutum sem maður hefði ekki gert án verknáms.

Besta dráttarvélin ? Sú sem bilar aldrei. Eru svín klaufdýr ? Svona upp til hópa já. Eru geitur hófdýr ? Nei ekki í minningunni allavega. Geta hænur flogið ? Ekki allavega án aukabúnaðar eða utanaðkomandi aðstoðar.

Hver er mesti kúabóndinn í bekknum ? Eyþór. Gullmoli bekkjarins ? Sögumaðurinn mikli, hann Úlli.

Skólinn rekur þrjú myndar

bú, það er Sauðfjárbúið á Hesti, Kúabúið á Hvanneyri og

Hesthúsið að Mið-fossum.

Búfræðingurinn | 25 NEMENDAKYNNING
14. desember 1990 NEMENDAKYNNING

Við eigum mikla möguleika Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Möguleikar landbúnaðarins eru svo sannarlega miklir. Fjölmargir átta sig sífellt betur á því bæði hér heima og erlendis. Það er skortur á landrými í heiminum og vatn og orka eru líka takmarkaðar auðlindir. Alþjóðlegir fjölmiðlar eins og Financial Times og Wall Street Journal hafa ítrekað bent á mikilvægi landbúnaðarins og hvað hann skiptir miklu máli. Á hverjum einasta degi þarf að metta 250 þúsund fleiri munna, eða næstum í allan íbúafjölda Íslands. Talið er að það þurfi að auka matvælaframleiðsluna um allt að 70% á næstu 50 árum. Þar til viðbótar hefur þróunin í Kína og Indlandi þar sem þriðji hver jarðarbúi býr mikil áhrif.

Þar er mikill efnahagsuppgangur og mjög vaxandi eftir spurn eftir kjöt- og mjólkurvörum. Þetta er mikil breyting frá offramleiðslutímum 8. og 9. áratuga síðustu aldar. Þessum áskorunum þarf landbúnaðurinn að svara um leið og hann þarf að huga nánar að sjálfbærni m.a. með því að leita nýrra leiða við orkunotkun og orkunýtingu.

Hér innanlands eigum við mikla möguleika. Auðlindir okkar eru verulegar og starfsemin verður sífellt fjölbreyttari. Við eigum mikið landrými, gnægð af vatni og búfjárstofna sem henta vel okkar aðstæðum. Þessa möguleika eigum við enn talsvert í land með að kortleggja en við getum klárlega nýtt þá betur, bæði með grasrækt og heyframleiðslu eins og við þekkjum, en ekki síður aukinni kornrækt. Við eigum að horfa til þess að nýta tækifæri okkar á sjálfbæran hátt til að framleiða fyrir innanlandsmarkað og erlenda hágæðamarkaði. Við þurfum að styrkja hlutdeild innlendra matvæla í neyslu landsmanna eins og stjórnvöld hafa markað stefnu um. Almenningur hefur mikla trú á íslenskum land búnaði eins og kannanir hafa ítrekað sýnt, þó að ýmsir álits gjafar reyni að tala hann niður. Við höfum staðið okkur vel í við að framleiða innlenda matvöru og samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat eru um 13% heildarútgjalda íslenskra heimila vegna matvörukaupa sem er lægra en í flestum ríkjum ESB – og lægra en á öllum hinum Norður löndunum utan Danmerkur. Samkvæmt gögnum norrænu

ráðherranefndarinnar er matvælaverðið hérlendis nú lægst hér og í Finnlandi af Norðurlöndunum fimm. Matvælaverð í heild hefur hækkað um 57% síðastliðin fimm ár, þar vega hækkanir innfluttra matvæla mest. T.d. hafa kornvörur hækkað um 74% og ávextir um 91% en kjöt aðeins um 30% á sama tíma. Innlend matvælaframleiðsla skiptir því miklu máli fyrir kjör íslenskra heimila.

Framleiðsluverðmæti greinarinnar er nær 150 milljónir á dag eins og fram hefur komið í útreikningum Hagstofu Ís lands. Væri þessi framleiðsla ekki fyrir hendi þyrfti verulega aukinn gjaldeyri til að fjármagna innflutning, auk þess sem að þau 12.000 störf sem eru í greininni eða byggja á henni væru heldur ekki til staðar. Við þurfum einnig að nýta þau tækifæri sem við höfum til að auka hlut innlendrar orku í landbúnaðinum. Það getum við t.d. gert með því að horfa til frekari nýtingar á lífrænum orkugjöfum.

En við þurfum að styrkja stoðirnar. Við þurfum aukna samvinnu bæði innan greinarinnar og innan landbúnaðar klasans alls. Ég vil beita mér fyrir því að þeir sem starfa að íslenskum landbúnaði, beint og óbeint , vinni meira saman. Þetta hefur til dæmis sjávarútvegurinn gert með góðum árangri. Það skiptir miklu máli að við vinnum saman að því að nýta tækifærin framundan.

Búfræðingurinn | 27

Úr verknámsdagbókum

Sunnudagurinn 3. júní 2012 Verknámsbær: Seljavöllum, Hornafirði. Veður: Í dag var alskýjað, suð-austanátt með 3 m/s og hitinn var 9,8°C. Úrkoma var enginn. Lýsing: Mætti í morgunmjaltir og var Ella aðeins komin á undan mér út og búin að reka nokkrar í mjaltir en við rákum síðan restina saman og lokuðum fyrir svo þær kæmust ekki neitt nema í gegnum hr. Robba. Mjólkuðum nýborna kvígu sem bar myndar kálfi í gærkvöldi. Hún er öll hin sprækasta ennþá. Eftir morgunmatinn fórum ég og Sigurborg að taka til í bílskúrnum og tók það sinn tíma enda var mikið rusl og drasl sem þarfnaðist förgunar. Eftir hádegismatinn var ég inni að læra meðan heimilisfólkið hafði það notalegt í tilefni sunnudagsins. Eftir kaffi var haldið út í fjós og mörg verk að gera, völsuðum korn sem voru sett í 3 kör, settum í blandarann og gáfum kúnum, rákum í robba og mjólkuðum nýbæruna og gekk það svona ljómandi vel. Í lokinn fór ég og þreif sætið í traktornum hjá Hjalta þar sem Eiríkur hafði sett smá kúamykju í sætið og fannst auðvitað agalegt að skila skítugum traktornum. Kvöldið endaði svo með ljúffengri grillveislu að hætti hús freyjunnar og sjónvarpsglápi.

Annað: Í dag er sjómannadagurinn og var því haldið sjómannaball á Höfn í gær. Ég kíkti en leist ekkert á blikuna þar sem ölvíma var á fólkinu og Birgir kominn vel í gírinn og farin að litast um eftir áhugaverðu kvenfólki. Í morgun hringdi Sveinn í Eirík og spurði hvort ég væri á mínum stað því Birgir hafði dregið til sín 3 skvísur. Honum dugar greinilega ekki ein !!!! ég þóttist nú hafa erindi í Akurnes og kíkti í kaffi og var húsið fullt af fólki sem hafði haft næturgistingu hjá Birgi. Ég segi nú bara að gott að fólkið er ungt og getur leikið sér !!!

Miðvikudagurinn 6. júní 2012

Veður: Í dag var alskýjað og norðanátt með 7 m/s. Hitinn var 8,8°C og úrkoma engin. Lýsing: Í morgunsárið voru hefðbundnar morgunmjaltir léttar og skemmtilegar hjá okkur Ellu en ég rak kýrnar í róbótann og Ella gaf kúnum heilfóður. Eftir morgunmatinn sat ég við skriftir og náði að skrifa stuttar ritgerðir um fjósgerðina fyrir nautgriparæktarverkefnið. Eftir gómsætan hádegismat mætti Orri sæðingarmaður á svæðið en við sæddum 7 kvígur og eina kú. Það gekk næstum áfallalaust fyrir sig en ein kvígan hafði losnað til kúnna og hófst mikill eltingarleikur við að reyna að ná kvígunni fyrir sæðingu. Ella er nú mögnuð kjella og náði að henda bandi á hausinn á henni svo við náðum henni í lokin, en rétt áður steig kýr á tærnar á mér og varð mikið öngþveiti og ætlaði ég aldrei að koma henni af mér en allt hafðist það nú. Eftir kaffi var farið í fjós og Bilun og Nónu mjólkaðar en þær eru afar síðjúgra og þarf að handsetja á þær. Eftir fljótlegan og góðan mjaltatíma var haldið inn til kvöldverðar. Annað: Í dag sæddum við 7 kvígur og var ég búin í sameiningu með Ellu að finna naut á þær. Nautin sem mér fannst áhugaverð var nautsfaðirinn Vindill og settum við eina kú og eina kvígu á hann. Birtingur notuðum við á tvær og Kúst sem óreynt naut og Kola sem reynt naut. Þessi litla sæðingaráætlun fer svo auðvitað í sæðingaráætlunina í nautgriparæktar verkefninu og var mjög gott að fá smá pressu til að koma sér af stað.

Föstudagurinn 8 júní 2012

Veður: Í dag var veðrið mjög fínt þegar við vorum úti en veðurstofan segir nú samt að það hafi verið skýjað og austan-norðaustanátt með 12 m/s. Hitinn var 9,4°C og úrkoma enginn. Lýsing: Morgunmjaltirnar tóku aðeins á taugarnar í þetta skiptið en ég smalaði um 8 kúm í róbóta og lokaði hliðinu svo þær kæmust ekki í átið en það voru svo mikil læti í þeim og ég algjör auli að loka hliðinu illa að þær hlunkuðust á það og opnuðu !! Ég var búin að vera í óratíma að smala þeim saman og þurfti að gera það allt aftur. Ég reyndi nú bara að hugsa um sólina og blómin á meðan þetta stóð yfir. Eftir morgunmat kom ráðunautur hjá BSSL og var að fara yfir Sunnu-verkefnið með Eiríki og Ellu en það er meðaltalstölur nokkra bæja um bókhaldið og var mjög fróðlegt að fylgjast með þessum umræðum. Eftir hádegismatinn fór ég að tæta og var að því fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat fórum við Birgir að kílræsa tún og var það mjög fróðlegt þar sem ég hef aldrei séð svoleiðis áður. Annað: Þegar Margrét ráðunautur kom og fór yfir Sunnu verkefnið var mjög áhugavert hvað eyðslan hefur rokkað milli ára en áburður og olíukostnaður hefur hækkað töluvert milli ára en því miður er þetta tvennt mjög nauðsynlegt í búskap og lítið hægt að komast hjá hvor tveggja. Einnig var mikið rætt um hvað betur mætti gera varðandi búið og eru Eiríkur og Ella mjög samheldin og samrýmd varðandi bústjórnina.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Miðvikudagurinn 25. apríl 2012 Verknámsbær: Syðri-Hofdalir.

Veður: Austan 3 m/sek, heiðskírt. Hiti um 5 stig. Unnin störf: Gjöf í fjósi í hádeginu. Sauðburðarvakt síðustu nótt. Tætti áfram kornakurinn. Vann aðeins við fjárrag og sauðburð í fjárhúsunum. Kvöldmjaltir.

Annað: Atli sýndi mér í dag hvernig á að flá unglömb. Hérna flá þau öll lömb sem drepast við eða eftir burð. Þau hreinsa síðan skinnin, hengja þau til þerris og setja þau síðan í frost. Skinnin eru svo send á Sauðárkrók í sútunarverksmiðju sem er þar. Fyrir hvert skinn eru borgaðar um 1200 kr., en það fer líka eftir því hversu vel farið skinnið er. Það er í sjálfu sér ekki flókið mál að flá lömbin. Framlappirnar eru teknar af, svo er rist niður með afturlöppunum yfir nárann. Þar á eftir er lambið hengt upp á afturlöppunum, skinnið tosað af afturlöppunum og dregið niður af lambinu. Ekki ósvipað því að klæða einhvern úr peysu. Það er svo tekið í sundur við hausinn. Ég hef aðeins komist í það að flá lömb og rollur við haustslátrun og þetta er ekki ósvipað. Ég held að það sé um að gera, tala nú ekki um fyrir sauðfjárbændur, að drýgja tekjurnar eins og hægt er, þó þetta gefi nú ekki mikið af sér.

Ég er að fara heim um helgina og ætla að reyna að kenna stjúppabba að gera þetta. Sjáum til hvernig hann tekur í það, en margir mikla þetta sjálfsagt fyrir sér og finnst þetta ógeðslegt. Ég þoli ekki þannig tepruskap. Þó það sé langt fyrir okkur að senda þetta að þá ætti að vera í lagi fyrir okkur að geyma skinnin í frosti heima og senda þau svo að hausti til, en við höfum saltað gærur heima og sett í kornsekki og sent norður á Krókinn, þá væri hægt að senda lambaskinnin um leið.

Mánudagurinn 18. júní 2012 Veður: Norðan 7 m/sek, skýjað. Hiti um 10 stig. Unnin störf: Mjaltir kvölds og morgna. Gjöf í nautgripahúsi seinnipart. Annað: Jæja í dag lýkur dvöl minni á Syðri Hofdölum. Ég er afskaplega ánægður með verknámið og finnst það hafa gengið mjög vel. Það var heilmikil upplifun að kynnast svona nýjum landshluta og nýju fólki. Veðrið hér í Skagafirðinum var líka heilmikil upplifun, en ég hef aldrei kynnst svona miklum og löngum þurrkum eins og hafa verið hérna. Mér leið mjög vel hjá þeim Trausta og Imbu og allt heimilisfólkið kom mjög vel fram við mig. Ég held að það lýsi því best hvað mér leið vel hjá þeim að jafn heimakær drengur og ég fékk aldrei heimþrá á meðan á dvölinni stóð. Ég stend í þakkarskuld við þau öll; Trausta og Imbu, Ísak Óla, Atla og Klöru, Friðrik Andra, Anítu, Trausta Helga, Trausta Val og Gunnhildi, Gísla Frank, Helga og Völu, Dagmar, Jónu gömlu og Jónas. Fyrir alla velvildina og gjöfina sem reynslan er. Það er margt og mikið sem ég lærði hérna í verknáminu. Öll reynslan sem ég öðlaðist í fjósinu með þeim Trausta og Imbu mun eflaust nýtast mér vel með þessar tvær kýr sem við mjólkum heima og betur ef ég byggi mér vonandi einhvern tímann fjós. Ég lærði heilmikið í sauðburðinum hjá þeim Atla og Klöru. Nýjar aðferðir við burðarhjálp og meðhöndlun fjár sem mun nýtast mér heilmikið við sauðfjárræktina heima. Það var sérlega gaman að komast í jafn flott fjárhús og sauð burðaraðstöðu og eru þarna. Einnig var mjög gott að komast jarðvinnslu og læra á það, bæði plæginguna og hvernig á svo að gera hlutina almennt. Ég á eftir að verða óstöðvandi með búnaðarfélags plóginn heima eftir þetta. Eftir að sauðburðurinn og jarðvinnslan kláraðist gafst mér svo tími til þess að fara svolítið á hestbak. Ég naut góðrar handleiðslu og ráðgjafar Frið riks Andra og Jónasar við hrossin og hirðingu þeirra.

Ég tel mig hafa eignast hérna vini til lífstíðar og veit að ég á vísan stað heim að sækja þegar ég fer í Skagafjörðinn hér eftir.

Kaupféleg Borgfirðinga

Egilsholti 1 - 310 Borgarnes. S: 430 5502

Hvalfjarðarsveit Innrimel 3 - 301 Akranes. S: 433 8500

Kemi ehf Tunguhálsi 10, www.kemi.is

Skinney-Þinganes hf Krossey 780 Hornafjörður Sími 470 8100, Fax 470 8181 sth@sth.is

Íslenska Gámafélagið ehf.

Gufunesi 112 Reykjavík

Sími: 577 5757. gamur.is

Búnaðarsamband Eyjafjarðar Óseyri 2, 603 Akureyri

Sími: 460 4477

Bifreiðaverkstæðið Pardus ehf Suðurbraut 1. 565 Hofsósi. s: 453 7380

Svínaræktarfélag Íslands

Laxárdal - 801 Selfoss. S: 486 6076

30 | Búfræðingurinn
Eftirfarandi aðilar styrkja verðandi bændur:

Gæ›ingurinn á ábur›armarka›inum

Gæ›ingurinn

Hjá þeim sem vilja ná hámarksárangri í búskap er áburðurinn eitt þeirra atriða sem skipta máli. Góð dreifing og nýting næringarefna getur skipt sköpum varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Allur Yaraáburður er einkorna gæðaáburður. Dæmi um mikilvægt efni er snefilefnið selen og Yara býður m.a. selenbættan áburð fyrir tún og beitilönd. Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúa Yara í heimahéraði eða hjá aðalskrifstofu í síma 575-6000 og á vefnum yara.is.

á ábur›armarka›inum

Hjá þeim sem vilja ná hámarksárangri í búskap er áburðurinn eitt þeirra atriða sem skipta máli. Góð dreifing og nýting næringarefna getur skipt sköpum varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Allur Yara áburður er einkorna gæðaáburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni.

Dæmi um mikilvægt efni fyrir búfénað er snefilefnið selen og Yara býður m.a. selenbættan áburð fyrir tún og beitilönd.

Hjá þeim sem vilja ná hámarksárangri í búskap er áburðurinn eitt þeirra atriða sem skipta máli. Góð dreifing og nýting næringarefna getur skipt sköpum varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Allur Yaraáburður er einkorna gæðaáburður. Dæmi um mikilvægt efni er snefilefnið selen og Yara býður m.a. selenbættan áburð fyrir tún og beitilönd. Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúa Yara í heimahéraði eða hjá aðalskrifstofu í síma 575-6000 og á vefnum yara.is.

Umhverfisvottuð framleiðsla: Yara ábyrgist minna en 4 kg CO2 losun á hvert framleitt kg af N út í andrúmsloftið.

Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúa Yara í heimahéraði eða hjá aðalskrifstofu í síma 575-6000 og á vefnum yara.is.

Nota›u minni ábur› me› Yara

Búfræðingurinn | 31
Sláturfélag Su›urlands svf. • Fosshálsi 1 • IS-110 Reykjavík ·Sími: 575 6000 • Fax: 575 6090 • www.yara.is
Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • IS-110 Reykjavík • Sími: 575 6000 • Fax: 575 6090 • www.yara.is Notaðu minni áburð með Yara
Kjarni frá Þjóðólfshaga
Sláturfélag Su›urlands svf. • Fosshálsi 1 • IS-110 Reykjavík ·Sími: 575 6000 • Fax: 575 6090 • www.yara.is Gæ›ingurinn á ábur›armarka›inum Nota›u minni ábur› me› Yara

Nám í búfræði tekur tvö ár. Að því loknu starfa flestir við landbúnaðarstörf og marga búfræðinga er að finna innan stoðog þjónustugreina landbúnaðarins.

Markmið með námi Aukin þekking og færni til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf

Fjölbreytt námsefni Í náminu er fjallað um búfjárrækt, jarðvegsog umhverfisfræði, nytjaskógrækt, málmsuða og bókhald. Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á sviði nautgripa-, sauðfjárog hrossaræktar. Fjórðungur námsins felst í námsdvöl á einu af tæplega 80 kennslubúum, sem LbhÍ er með samstarfssamning við.

Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga. Boðið er upp á búfræðinám í fjarnámi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Góð aðstaða Á Hvanneyri er nýtt kennslufjós og nýleg fjárhús á Hesti. Þá er skólinn með frábæra aðstöðu til kennslu í hrossarækt og hestamennsku.

Búfræði

www.lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.