EFNISYFIRLIT
Frá formanni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands
Sigríður Embla Heiðmarsdóttir
Sindri Gíslason, starfsmaður Grímshaga ehf. - viðtal Ástvaldur Lárusson
Viskukýrin
Guðrún Bjarnadóttir
Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins
Karvel L. Karvelsson
Samtök ungra bænda
Einar Freyr Elínarson
Þingmaðurinn og búfræðingurinn Jóhanna María - viðtal Ástvaldur Lárusson
Búnaðarskóli á Hvanneyri í 125 ár Bjarni Guðmundsson
Matarklúbburinn Uppgangur
Ræktun í kjölfar kals Ingvar Björnsson
Búfræðistelpur í förðun
Vísnaþáttur búfræðingsins
Alls munu 37 nemendur útskrifast í búfræði vor 2014, þar af 34 í staðarnámi og 3 í fjarnámi.
• Inga Hrönn Georgsdóttir, Kjörseyri 1, 500 Staður
• Kristján Hans Sigurðsson, Lyngbrekku 2, 370 Búðardal
• Unnur Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hoffelli 1b, 781 Höfn
Ritnefnd 2014: Ástvaldur Lárusson
Kristín Jónsdóttir Ásmundur Óskar Einarsson Þórhildur Sara Árnadóttir
Forsíðumynd: Áskell Þórisson
Prófarkalestur: Þórunn Reykdal Umbrot: Þórunn Edda Bjarnadóttir
Búfræðingurinn
Sterkir í stálgrindarhúsum
Á undanförnum
hefur
um
stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum sem
Við höfum
starfsfólk með mikla reynslu. Stálgrindarhúsin
sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. H.Hardeman hannar og
og allar klæðningar og eykur það mjög öryggi okkar viðskiptavina
Þekking - Reynsla - Öryggi
ÁGÆTI LESANDI
Fyrir hönd Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands
langar mig að gefa þér innsýn í síðasta skólaár og félags lífið hér á Hvanneyri. Ég var sjálf að upplifa minn fyrsta vetur í þessum skóla og fékk að kynnast þessum ein staka skóla og skemmtanalífi sem hefur þróast í gegnum ártugina.
Strax frá fyrsta degi upplifir maður hvað smæð skólans kemur oft til góða nota enda kynnast allir öllum og sam skipti innan skólans eru persónuleg og þægileg. Nemendur öðlast fljótt traust skólans og geta nýtt sér skólastofur utan skólatíma auk þess sem líkams ræktaraðstaða er í kjallara Ásgarðs til heilsueflingar, enda hreyfing grundvöllur af góðri menntun.
Skólinn skiptist í fimm háskóladeildir og búfræðina sem er á framhaldsskólastigi og því eru nemendur hér á öllum aldri með mismunandi uppruna og reynslu. Nemendum er boðið í hópefli snemma skólaárs þar sem allir fara í rat leik og deildunum leyft að hópa sig betur saman. Seinni part hausts var flautað til leiks í leðjuboltakeppni á Hvann eyrarengjum við Hvítá. Reglur keppninnar eru ekki flóknar, þ.e. að komast í gegnum drulluna á sem skemmstum tíma og skora mark. Þegar leiknum var lokið og kuldinn farinn að sækja að, var mannskapnum smalað út í Bútæknihús og allir smúlaðir.
Félagslífið mótast aðallega í kringum fimmtudagskvöldin og nýtt eru ýmis tilefni til að draga fólk saman. Nem endur eru svo heppnir að hafa Kollubar í hjarta gömlu Hvanneyrartorfunnar og nýtist barinn í hina ýmsu við burði nemendafélagsins, eins og konu- og karlakvöld, halloweenball og fleira.
Árshátíðarhelgin var tekin með trompi, en Hrútavina félagið Hreðjar heldur sitt árlega hrútauppboð á föstudeginum þar sem nemendur fá að skoða hrútinn Hreðjar og kaupa hlut í honum. Árshátíðin sjálf var á
laugardagskvöldinu í Borgarnesi. Þar söng Karlakórinn Hásir Hálsar, sem er hópur búfræðinema, vel valin lög, sýnt var árshátíðarmyndband og svo var dansað fram eftir nóttu. Útskrifaðir búfræðingar skemmtu sér með okkur og vil ég nýta tækifærið til að bjóða útskriftarnemendum þessa árs velkomna næsta haust.
Jólin gengu í garð og nemendur fóru til síns heima en komu enn sprækari til að hefja nám á nýju ári. Þorrablót var haldið í Votlendissetrinu í febrúar og fengu þeir sem þorðu, að spreyta sig í aflraunakeppni. Í byrjun febrúar var spurningakeppnin Viskukýrin haldin í tíunda sinn í matsal skólans og voru gríðarlega margir gestir, jafnt nem endur sem heimamenn í Borgarfirði. Logi Bergmann stýrði keppninni af einskærri snilld og hin unga viskukýr sá sér líka fært að mæta og njóta athyglinnar.
Tvær búfjárferðir eru farnar á ári hverju. Búfræðingar á öðru ári standa fyrir Búfjárræktarferðinni en hún stendur yfir heila helgi og eru margskonar bú heimsótt en þetta árið var farið norður. Hreðjarsferð var haldin í mars en sú ferð var dagsferð í Hrútafjörðinn.
Í vor voru nemendurnir hvattir út við ýmis tilefni enda veturinn að kveðja og blesgæsirnar komnar á Hvann eyrartúnin. Bjórbolti spilaður rétt fyrir páska og Hreðjars grill daginn fyrir sumardaginn fyrsta, en þá er þeim hlut eigendum í hrútnum sem staddir eru á hrútauppboðinu boðið til grillveislu.
Hestamannafélagið Grani stendur fyrir margvíslegum viðburðum yfir veturinn, fyrirlestrum, kynningum og keppnum sem haldnar eru á Mið-Fossum auk þess að halda Skeifudag á Sumardaginn fyrsta.
Búfræðingarnir hafa einnig verið duglegir að efla félags lífið og þá í leiðinni fjáröflun sína að útskriftarferð til Spánar, sem verður vonandi bæði fræðandi og skemmtileg. Þeir hafa sést selja svöngum bargestum samlokur á fimmtudagskvöldi, sælgæti á Viskukúnni, bjóða í spilakvöld og kökuhlaðborð eftir skóla og svo fátt eitt sé nefnt.
Í lokin vil ég þakka nemendum skólans fyrir frábært skólaár og hlakka til að sjá ykkur aftur og kynnast nýjum í haust. Til ykkar kæru útskriftarnemar, ég vona að þið látið ekki útskriftina stöðva ykkur við að mæta á Kollubar og á viðburði skólans í framtíðinni.
Fyrir hönd nemendafélagsins Sigríður Embla Heiðmarsdóttir, formaður.
SINDRI GÍSLASON
ÁSTVALDUR LÁRUSSON skrifar:
Ég fór út í fjós og hitti fyrir hann Sindra Gíslason þegar hann var að hræra skít.
Ég dró hann með mér inn á kaffistofu og rakti úr honum garnirnar um hann sjálfann og vinnustaðinn hans sem er Grímshagi ehf.
Uppruni og menntun
Sindri Gíslason er fæddur og uppalinn á Vöglum í Akrahreppi í Skagafirði. Sindri er menntaður sem matvælafræðingur frá Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1994. Síðan lærði hann búfræði í fjarnámi, meðfram vinnu, á 5 árum og út skrifaðist sem búfræðingur árið 2011.
Maður með mikla reynslu
Eftir að hafa útskrifast úr matvælafræðinni lagði Sindri land undir fót og fór vestur í Önundarfjörð. Hann fór að vinna hjá afleysingahring sem hét Önundur Tréfótur, og sá hann um að leysa 8 önfirska bændur af ef þeir þurftu að bregða sér frá búi eða komast í frí. Fór hann síðan að vinna hjá Mjólkursamlaginu á Ísafirði í 1 ár áður en hann fór aftur í Önundarfjörðin til að stunda nautaeldi á Kirkjubóli í Korpudal og kenna í barnaskólunum í Holti og á Flateyri. Árið 1998 fór Sindri aftur í Skagafjörðinn með sinn bústofn og í búskap á Víðivöllum rétt hjá Vöglum. Nokkrum árum síðar fór hann í fullt starf á Stóru-Ökrum í Akrahreppi og sinnti þar öllum bústörfum.
Og síðan var það Hvanneyri Sumarið 2006 var Sindri á þvælingi og hitti Snorra Sigurðsson þáverandi framkvæmdastjóra búrekstrarsviðs LbhÍ. Spurði Sindri hvort hann gæti fengið vinnu. Snorri neitaði honum til að byrja með, en það varð úr að um haustið losnaði staða og hringt var í Sindra og hann hóf störft með stuttum fyrirvara og hefur verið hér síðan.
“Þetta er mjög fjölbreytt vinna” Sindri þarf að ganga í öll verk í fjósinu á Hvanneyri og í fjárhúsunum á Hesti, sem og við jarðvinnslu og heyskap. Það er í rauninni engin sérhæfing. Nauðsynlegt er að hann hugsi eins og bóndi, þ.e. taki sjálfstæðar ákvarðanir og geti gert hlutina þegar þarf að gera þá, hvort heldur sem það er að taka á móti lambi eða laga vél. Sindri gerir í rauninni allt sem bændur gera, nema hann er ekki með áhyggjur af fjár málum búsins eða starfsfólki. Einnig hefur Sindri sinnt kennslu í bændadeildinni í hlutastarfi í nokkur ár. Á haustin kennir hann öðrum bekk heimavinnslu afurða og á vorin kennir hann fyrsta bekk gerð áburðaráætlanna. Hann kann mjög vel við þetta starf þar sem það er svo fjölbreytt og skemmtilegt og sér fyrir sér að vinna hér áfram næstu árin.
Vinnustaðurinn
Nýja fjósið á Hvanneyri var tekið í notkun árið 2004, var upphaflega byggt sem legubásafjós með mjaltabás, en árið 2008 var settur upp DeLaval mjaltaþjónn. Sindra finnst erfitt að bera saman hvort sé betra að hafa mjaltagryfju eða mjaltaþjón, því báðir kostirnir hafa ýmislegt gott fram að færa, þar sem róbótinn gefi mönnum talsvert meira tímafrelsi, en hamlar stækkun umfram 70 kýr, nema keyptur sé annar róbót. Þetta er í raun eitthvað sem hver og einn þarf að meta fyrir sjáflan sig. Að hans mati er búreksturinn aðal lega til staðar fyrir tilraunir, en það er alltof fáir sem nýta sér það. Sindri hvetur fleiri búvísindanema til þess að gera lokaverkefnin sín í fjósinu eða fjárhúsunum, enda er þetta kennslu- og tilraunabú. Hann vill sjá Hvanneyri byggjast upp sem miðstöð rannsókna í landbúnaði á Íslandi.
Grímshagi
Fjósið á Hvanneyri og fjárhúsið á Hesti eru bæði rekin af Grímshaga ehf. sem er einkahlutafélag í eigu Land búnaðarháskólans. Á sínum tíma keypti Grímshagi allar vélar og gripi, nema kindurnar á Hesti. Þrjár manneskjur sitja í stjórn Grímshaga sem tekur ákvarðanir um stefnu fyrirtækisins, og svo er Lárus Pétursson framkvæmdastjóri sem sér um starfsmannamál og almennan rekstur. Starfs menn Grímshaga eru 4-5.
Að lokum, hvaða dráttarvélar eru bestar? Sindri hefur góða reynslu af John Deere og skara þær framúr af því sem hann þekkir, en reynsla undanfarinna ára hér á Hvanneyri er sú að Valtra er ódrepandi. Þar sem hann hefur ekki reynslu af öllum dráttarvélum, þá vill hann ekki taka afstöðu til þess hverjar séu bestar.
Ástvaldur (Ásti) Lárusson
Núpur, Dýrafirði
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Mig langaði til að auka þekkingu mína á búskap og víkka sjóndeildarhringinn. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Mig langar til að eiga gott og vel rekið bú sem skilar af sér tekjum. Ég er ekki að fara að taka við sauðfjárbúskapnum heima á Núpi, þannig að ég er með frjálsar hendur og get gert það sem mig langar þegar að því kemur.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? JJá, mjög mikið. Mér finnst ég vera orðinn að þroskaðari einstaklingi. Svo er ég líka búinn að byggja upp tengslanet yfir allt landið. Það er kannski eitt af því sem dvölin hér á Hvanneyri gengur út á.
Var þetta eins og þú bjóst við? Ég var búinn að kynna mér þetta talsvert áður en ég sótti um, þannig að þetta var svipað og ég bjóst við, nema skemmtilegra.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Það skiptir mig engu máli hvað dráttarvélin heitir, svo lengi sem hún er vel tækjum búin, bilar lítið og kostar ekki of mikið. Mér finnst samt John Deere mest töff.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Einu sinni var meðleigjandi minn á röngum stað á röngum tíma. Ekki orð um það meir.
Hvað var það besta við verknámið? Ég var mest allt verknámið hjá Öldu og Silla á Presthólum í Núpasveit, rétt hjá Kópaskeri. Þar er stórt sauðfjárbú. Það var mjög lærdómsríkt að fara í allt annan landshluta og sjá hvernig fólk gerir hlutina þar. Það er nefnilega mikill munur. Mér fannst líka svo merkilegt hvað Alda og Silli eru lítið sérvitur miðað við að vera bændur. Þau eru mjög gott fólk og höfðu þau góð áhrif á mig. Svo tók ég líka smá hluta af verknáminu á Björgum í Köldukinn. Þar býr úrvalsfjölskylda sem kenndi roll ustráknum á kúabúskap og ýmislegt annað gagnlegt. Ertu á lausu? Yeah baby, yeah!
Alexandra Audrey Burgess Finnsd. 2. nóv. 1992
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Plan B, þar sem plan A heppnaðist ekki.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Ekki alveg viss, en ég hugsa að 3 – 4 afkvæmi og 1 heimanaut dugi. En í alvöru talað þá vonandi kýr, sauðfé og hross.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Nei, voða lítið. Ekki að ég hafi verið neitt verri fyrir.
Var þetta eins og þú bjóst við? Miklu meira fjör, drykkja og ROK. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Vandræðalegast, eitthvað sem ekki er vert að nefna hér. Skemmti legast hefur verið rígur á milli nema og kennara í sumum tímum, ásamt plöntusöfnuninni og námsdvölinni. Hvað var það besta við verknámið? Besta, áhugavert og nýtileg á allan hátt. Var hjá góðu fólki sem gat sýnt mér margt sem ég hafði áður ekki þekkt.
Ertu á lausu? Nei, ekki aldeilis.
NEMENDAKYNNING
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Áhugi á búskap.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Kýr, hross og nokkrar ullarpöddur.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Það held ég ekki, að minnsta kosti ekki stórkostlega.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei, ekki alveg en nálægt.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu; Verknámið var bara allt svo skemmtilegt.
Hvað var það besta við verknámið? Góða veðrið í Danmörku
Ertu á lausu? Nei.
Káranes í Kjós en Vestfirðingur framan af
Kaldárbakki, Kolbeinsstaðahrepp
Karen Björg Gestsdóttir
sept.
Sigríður Stefanía Einarsdóttir
sept. 1991
Ósland í Skagafirði
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Ætlaði alltaf á Hvanneyri. Það var bara tímaspursmál hvenær. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfjárbú með nokkra hesta og tvær til þrjár kýr ásamt 10 hænum fyrir heimilið til að byrja með. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Bara til betri vegar. Var þetta eins og þú bjóst við? Miklu skemmtilegra en ég gerði ráð fyrir.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Klárlega gömlu góðu Deutzarnir, 4006 og D30 ásamt MF 135 og MF 362. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu?
Þau eru svo mörg skemmtilegu atvikin, að erfitt er að gera upp á milli. Skemmtilegust eru þó skotin á milli nema og kennarra ásamt þessum endalausa ríg á milli nema t.d um hvar sé best að búa (landshluti, fjörður, dalur, sýsla o.s. frv.). Síðan má náttúrulega ekki gleyma vilja manna til að ræða um dálæti sitt á Kaupfélagi Skagfirðinga, Evrópusambandið, Hrútaskrána og hugsanlega búsetu nýs kúakyns hér á landi. Verða þessi umræðuefni iðulega að óþreytandi umræðuefni í mötuneyti skólans. Vandræðaleg atvik í náminu, hafi þau verið einhver, gleymdust í góðum félagskap einhverstaðar á leiðinni til eða frá Kollubar. Hvað var það besta við verknámið ? Reynslan og þekking sem kemur manni að notum seinna meir á lífsleiðinni, kynnast góðu fólki, ásamt því að fara út fyrir þægindarammann sem maður festir sig svo gjarnan í. Ertu á lausu? Já.
Sunna Dís Bjarnadóttir
Mannskaðahóll, Höfðaströnd
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Til að læra eitthvað nýtt og stækka sjóndeildarhringinn.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Blandaðan. Kýr, kindur, nokkur hross, hund og kött :D Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Jájá alveg örugglega eitt hvað.
Var þetta eins og þú bjóst við? Já nokkurn veginn, ég þekki nokkra sem höfðu verið hérna á undan mér og var því alveg búið að láta mig vita hvað það væri sjúklega gaman að vera hér. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Deutz Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Ég hafði mjög gaman af því þegar allur bekkurinn sat hérna í sauð fjárræktartíma og við vorum að tala um fengitíma hjá kindum og þegar hrútar eru settir saman við. Þá segir allt í einu einn (karlkyn) úr bekknum: Nemandi: Hérna hvað tekur hver hrútur margar, er ekki alveg hægt að hafa 100 ær hjá hverjum hrút?
Kennari: Neeeii það er nú eiginlega allt of mikið. Nemandi: Nei er það nokkuð,,, eða júúú það er kannski of mikið... Ég var nú bara að bera þetta saman við mig. Hvað var það besta við verknámið? Bara allt! Frábært fólk sem kenndi mér margt nýtt. Ég hafði gaman af því að komst í miklu stærri sauðburð en ég er vön og einnig að fá að prófa ýmislegt sem ég hafði aldrei gert áður. Ertu á lausu? Nei, alveg á pikkföstu ;)
Bjarni Salberg Pétursson 8. júní 1991
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Langaði alltaf í skólann þegar ég var krakki auk þess fannst mér tilhugsunin um að fara í verknám mjög spennandi
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Um hverfisvænan, afurðamikinn, og skemmtilegan blandaðan búskap.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Jájá. Það hefur vakið enn meiri áhuga á búskap hjá mér og síðan hef ég kynnst mörgu skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Var þetta eins og þú bjóst við? Hefur verið mjög gaman, rétt eins og ég átti von á. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Case er mér mjög kær enda hágæða vélar.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Það er nú þó nokkuð margt vandræðalegt, því miður. Veðurstýrðir gluggar hafa haft töluverð áhrif á mitt nám hér, ófyrirsjáanleg hálka á túnum hefur ekki bætt úr skák og svo margt, margt fleira sem margir gætu bætt við. Annars var verknámið klárlega skemmti legasti hluti námsins ásamt félagslífinu auðvitað.
Hvað var það besta við verknámið? Kynnast nýjum aðstæðum en heima hjá mér og sjá nýja og framandi hluti. Ég var mjög heppinn með verknámsbæ, en ég var í Reykjahlíð á Skeiðum, þar sem ég lærði margt í sambandi við búskap og landbúnað yfir höfuð,ásamt því að kynnast frábæru fólki. Ertu á lausu? Á pikkföstu
NEMENDAKYNNING
Birgir Þór Haraldsson
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Mig hefur langað að verða bóndi allt mitt líf og ætlað að fara í búfræði alveg frá því ég var krakki. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Blandaðan búskap, þetta passar allt svo vel saman. Kýr eru alveg uppáhalds dýr hjá mér, það er svo gaman að vinna með þeim. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Nei, ég er svo stöðugur persónuleiki og mér verður ekki breytt úr þessu.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei, var svolítið hissa á því hvað fólk hér er með litla þjóðerniskennd og margir eru með erlend fram leiðslukyn á heilanum.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Valtra eru alltaf góðar alhliða vélar, en ég held samt að Kubota sé betri. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Það er geðveikt vandræðalegt hvað stelpan við hliðina á mér prumpar geðveikt mikið í tímum.... og reynir alltaf að koma því yfir á mig.
Hvað var það besta við verknámið? Góða veðrið fyrir norðan. Ég komst líka að því, maður á að vera sjálfum sér nógur og aðkeypt vinna er að mestu leyti óþörf. Ertu á lausu? Nei, ætla gifta mig næsta sumar.
Sauðárkrókur
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Áhugi á íslenskum landbúnaði. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfjárbúskap að sjálfsögðu og afleysingarmaður í fjósinu á Brúsastöðum. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Nei það held ég ekki.
Kannski bætt á mig einhverjum kílóum. Var þetta eins og þú bjóst við? Já það held ég. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson 135. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Skemmtilegast er að kynnast öllu fólkinu allstaðar af landinu. Hvað var það besta við verknámið? Ég var svo heppin að vera í Úthlíð í Skaftártungu í verknámi. Þar lærði ég gríðalega margt og þar var alltaf gaman. Á sauðburðinum lét húsmóðirin sig hverfa og var fyrirskipun frá henni að vökva blómin á meðan hún væri fjar verandi. Blómin voru ekki ofarlega á verklistanum og gleymdist alveg að vökva þau nema daginn áður en hún kom heim. Henni var ekki skemmt yfir útliti blómana þegar hún kom aftur heim ! Ertu á lausu? Nei alls ekki, frátekin til fjölda ára.
Hólabær, Langadal, A-Hún.
Gróf í Flóa
Árin 2010 og 2011 útskrifuðust jafn
margir karlar og konur úr búfræði.
VISKUKÝRIN
Guðrún Bjarnadóttir
Haustið 2004 sat ný skemmtinefnd á fundi á Nemendagörðunum. Skemmtanastjóri var Guðrún Bjarnadóttir en aðrir meðlimir voru Ásmundur Einar Daðason, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir og Ingi Björn Árnason. Verið var að leggja línurnar fyrir öflugt ár í félags lífinu og nú átti sko að finna upp á ýmsum nýjungum ásamt því að nýta gamlar og góðar hefðir. Gamla hefðin að hafa sundlaugarpartý í Hreppslaug og henda skemmtanastjóranum út í laugina var endurvakin og ýmsar nýjar hugmyndir komu fram, sumar voru góðar en aðrar slæmar. Ein hugmynd átti eftir að verða langlíf en það var hugmyndin um spurningakeppni í anda Gettu betur þar sem nemendur kepptu við kennara og gat keppnin ekki heitið annað en Viskukýrin. Keppnin átti að vera í sveitalegum stíl og spurningarnar í anda námsefnis skólans.
Til að semja spurningarnar var fenginn ungur bænadeildardrengur Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Jolli samdi spurningarnar fyrir keppnina í 5 ár eða þar til hann fór erlendis í framhaldsnám. En hver átti að vera stjórnandinn? Jú við vorum stórhuga og ákváðum að fá Gettu betur spyrilinn Loga Bergmann til liðs við okkur. En ekki voru neinar líkur á því að við hefðum efni á slíkri stórstjörnu og upphófst þá mikið plott því við ætluðum að hafa okkar fram og vorum stórhuga. Úr varð að systir skemmtanastjórans saumaði kjólföt á Loga sem nemendaverkefni í Tækni skólanum, Nemendafélagið borgaði efnið, systirin fékk hið fullkomna módel og Logi stýrði Viskukúnni fyrir okkur í
staðinn og gifti sig í kjólfötunum sumarið eftir, allir glaðir.
Fyrsta árið var nánast húsfyllir en öll árin þar á eftir hefur matsalur Landbúnaðarháskólans verið þéttsetinn og færri komist að en vilja. Keppnin hefur haldið sínum upphaflega stíl allan tíman en með nýjum skemmtinefndum koma nýjar hugmyndir svo alltaf hefur einhver breyting og þróun orðið milli ára bæði í spurningum og uppsetningu keppninnar.
Öll árin hefur Logið komið og stjórnað keppninni en hann skemmtir sér vel yfir undarlegum spurningum og biður iðulega um að fá að koma aftur að ári. Heimamönnum hefur alltaf verið boðin þátttaka og einu sinni kom lið frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum og einnig hafa verið gestalið t.d. frá Bifröst. Skemmtiatriðin hafa verið frá nemendum og einnig úr okkar nærsveitum en eftirminnilegasta skemmtiatriðið var þegar karlakórinn Söngbræður fluttu nokkur lög með tilþrifum. Sú hefð hefur skapast að upp haflegi skemmtanastjórinn, Guðrún Bjarnadóttir, bjóði aðstandendum keppninnar upp á kjötsúpu fyrir keppni. Eitt árið var Logi eitthvað utan við sig og hringdi heldur seinn og spurði „er ég kominn of langt ef ég sé Reykholt?“ Logi fór svangur í pontu það kvöldið...
Í ár var Viskukýrin haldin í 10. sinn. Óhætt er að segja að upphafsmenn Viskukýrinnar séu stoltir af þætti sínum í þessari góðu hefð þar sem nemendur, kennarar og heimamenn eiga saman góða kvöldstund og vonandi helst hefðin áfram um ókomin ár.
Helga Lucie Káradóttir
Flökkukind
Hvaðan ertu? Flökkukind með íslenskt og franskt blóð í æðum og því blússandi blendingsþróttur
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Því mig langaði til þess.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Golóttar og mögóttar ær til að gera Heimi Pál brjálaðan.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Jaa ætli ég sé ekki komin með fleiri hrukkur og grá hár við dvölina hér. Var þetta eins og þú bjóst við? Jájá að mestum hluta. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Allavega ekki Zetor! Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Allt sem Ási græni segir er vandræðalega fyndið.
Hvað var það besta við verknámið? Fyrir utan það að kynnast nýju landssvæði og fólki þá að syngja Pink með Bjössa og fá súkkul aðiköku í hádegismat. Ertu á lausu? Spurðu Hilmar.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Læra meira um okkar dýrustu þjóðargersemi, íslensku sauðkindina! Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Var ég ekki að svara þessu?!
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Er 172 cm, en ég smækka alltaf í návist Skagfirðinga
Var þetta eins og þú bjóst við? Já nema oftar þunnur en ég reiknaði með. Afsakið þetta var lygi!
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Fendt
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu What happens in Hvanneyri stays in Hvanneyri.
Hvað var það besta við verknámið? Að kynnast eins yndislegu fólki á Sölvabakka og um kring og raun bar vitni í betri Húna vatnssýslunni.
Ertu á lausu? ja, det er vist.
Jón Ingi Ólafsson
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Af því að heimskt er heima alið barn, svo hafði ég nú heyrt af skemmtanalífinu hérna.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Ég ætla að rækta sauðfé og ferðamenn, langar líka að fikta við byggrækt.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ég er víðsýnni, fróðari og drykkfeldari.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei, þetta var miklu betra heilt á
litið. Sumir áfangar mega nú alveg missa sín.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Þær sem fara í gang í frosti, bila ekki og heita ekki Zetor.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Einfalt svar: Ási Græni
Hvað var það besta við verknámið? Maður lærði ýmislegt, kynntist nýjum landshlutum og sá hvað við höfum það gott í Dölunum. Ertu á lausu? Nei, ég á yndislega unnustu.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Því það var sennilega eina láns hæfa námið sem ég átti eftir.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Það er óljóst Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já, en ekki endilega til hins betra.
Var þetta eins og þú bjóst við? Við skulum segja að það séu alveg takmörk fyrir því hvað er hægt að læra mikið af bóklegum land búnaði.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Zetor í öllum sínum myndum. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Allt var frekar skemmtilegt og voða lítið af verulega vandræðalegum uppákomum.
Hvað var það besta við verknámið? Að kynnast töfrum íslensks landbúnaðar.
Ertu á lausu? Nei ég er afar vel giftur og á ekki jörð svo það er enginn fengur í mér.
Ferstikla II, Hvalfirði
Guðmundur Þór Guðmundsson
Bólstaður
Sigrún Björg Kristinsdóttir 19. mars 1992
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Langaði alltaf að búa í sveit og því eins gott að læra meira um búskap. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Ætlaði mér að verða sauðfjárbóndi en stefni nú á kúabúskap. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já ég er ekki frá því að hugsunarhátturinn sé eitthvað breyttur.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei alls ekki, var svo sem ekki viss við hverju ég ætti að búast.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? New Holland. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Þegar klárinn náði að krækja ístaðinu í skiptinguna á reiðvellinum og þar stóðum við pikkföst
Hvað var það besta við verknámið? Kynnast skemmtilegu fólki og læra ný vinnubrögð. Ertu á lausu? Nei
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Afhverju ekki ?
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Kýr, hesta, kindur.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Það held ég ekki. Var þetta eins og þú bjóst við? Alls ekki. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Fendt.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Ekki man ég eftir neinu sérstöku.
Hvað var það besta við verknámið? Fá að fara til Danmerkur og læra fullt af nýjungum. Ertu á lausu: Neibb.
Hermann Geir Karlsson
Miðdalskoti
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Klassíska svarið er til að verða betri bóndi en auðvitað er þetta frábært nám og staður til að kynnast nýju fólki.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Stefnan er ein dregið sett á kúabúskap.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ekki get ég nú sagt það, ætli það sé ekki betra fyrir aðra að dæma það.
Var þetta eins og þú bjóst við? Já þetta er í svipuðum dúr allavega. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og breytast eftir því.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Það er enginn traktor sem kemst með hælana þar sem gamli Zetorinn var með þá.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Tjahh. Margt sem gaman væri að segja frá en samt svo fátt sem er prent hæft.
Hvað var það besta við verknámið? Kynnast nýju umhverfi og góðu fólki.
Ertu á lausu? Nei.
NEMENDAKYNNING
Aðalsteinn Orri
Varmahlíð, Skagafirði
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Af því það var hvergi annars staðar boðið upp á það nám.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Eitthvað sem hentar.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já, þó nokkuð. Var þetta eins og þú bjóst við? Ég vissi ekki við hverju var að búast.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Þær sem Haukur Þórðar segir að séu það.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Margt vandræðalegt og allt skemmtilegt.
Hvað var það besta við verknámið? Að sjá og kynnast einhverju nýju.
Ertu á lausu? Já.
Hólmavík eða Þambárvöllum í Bitruf.
Blásk.b.
Hafnir á Skaga, A-Hún.
Vignisson
létta þér lífið
Gæðavörur fyrir landbúnað
Við bjóðum fjölbreytt úrval rekstrarvara fyrir landbúnað. EVANS vörulínan hentar einstaklega vel til sóttvarna og þrifa fyrir kúa-, svína- og alifuglabú. Vörurnar eru unnar eftir vottuðum aðferðum skamkvæmt ISO gæða- og umhverfisstöðlum. Hágæða vinnufatnaður og verkfæri, ásamt rafgeymum, smurolíum, hreinsiefnum og áhöldum. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt.
Þorbjörg Helga Sigurðardóttir
Fjarðarhorn í Hrútafirði
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Hef ætlað að vera bóndi síðan ég man eftir mér og búfræði var bara næsta skref eftir stúdent til að ná þeim áfanga.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfé. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Veit það ekki, örugglega eitthvað en ég læt aðra um að dæma það :) Var þetta eins og þú bjóst við? Já nokkurn veginn, hefði mátt vera meira verklegt.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson 135. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Úff erfitt að nefna eitthvað eitt skemmtilegt og man ekki eftir neinu vandræðalegu.
Hvað var það besta við verknámið? Reksturinn yfir á Fjörður, hef aldrei farið áður í rekstur að vori enda ekki þörf á því í mínum landshluta.
Ertu á lausu? Já.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Axel Pál langaði það svo mikið. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Allt; kýr, kindur, hesta, geitur, angoru kanínur og hænur.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já, fjölbreytt nám sem veitti mér mikla víðsýni. Var þetta eins og þú bjóst við? Nei. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Einn tiltekinn kennari stundar í ríkum mæli að þjálfa klemma rasskinn arnar við kennslu, vandræðalegt að sitja á fremsta bekk.
Hvað var það besta við verknámið? Kynnast nýju skemmtilegu fólki og Norðurlandinu.
Ertu á lausu? Nei, langt í frá.
Stefánsson
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Alltaf haft áhuga á búskap, ekkert vit í öðru en að mennta sig. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Stefni á sauð fjárbúskap.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já ég hugsa það. Hér hef ég lært margt og mikið gagnlegt.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei, mun þyngra og betra nám en ég bjóst við.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Þær sem gott er að vinna í og bila lítið sem ekkert ;) Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Lenda ekki allir í að fá gesti á óæskilegum eða óheppilegum tíma?.... Hvað var það besta við verknámið? Aukin þekking á öðru vinnu fyrirkomulagi og skipulagi, þá sérstaklega við sauðburð. Ertu á lausu? Nei, svo er ekki og er það komu minni á Hvanneyri það að þakka...
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Þetta eykur þekkingu manns á svo mörgu sem getur nýst manni sem betri bónda. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfjárbú allan daginn.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Nei ekki hættulega mikið. Var þetta eins og þú bjóst við? Nei ekki alveg, hélt að það yrði meiri verkleg kennsla í kringum aðaláhugaefni eins og sauðfjárrækt. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Valtra er eina vitið. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Nú dettur manni fátt í hug, enn það komu oft góð gullkorn frá honum Ása í Grænuhlíð sem menn gátu hlegið vel og mikið af í tímum. Hvað var það besta við verknámið? Kynnast öðruvísi aðstæðum og aðbúnaði og læra ýmislegt nýtt í sambandi við búskap og eins að kynnast nýju og skemmtilegu fólki. Ertu á lausu? Ójá.
Klifshagi í Öxarfirði
Syðri-Gróf í Flóa
Thorsteinson
Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri
Fyrsta janúar 2013 var öll ráðgjafarþjónusta í landbúnaði sameinuð í Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Megin markmiðið með breytingunni var að öllum bændum yrði tryggður aðgangur að öflugri ráðgjöf og einnig að starfs vettvangur ráðunauta byði upp á aukna sérhæfingu. Við það að skilja ráðgjafarstarfsemina frá annari starfsemi bændasamtakanna og búnaðarsambandanna hefur starf ráðunauta breyst töluvert þar sem verkefni sem ekki teljast til ráðgjafarþjónustu s.s. sæðingarstarfsemi úttektir og ýmis verkefni tengd hagsmunagæslu fluttust ekki yfir til RML.
Okkar verkefni snúa að fyrst og fremst ráðgjöf til einstakra bænda, til hins opinbera og til hagsmunaaðila tengdum landbúnaði auk þess að sjá um framkvæmd kynbótastarfs í einstökum búgreinum. Ráðunautar á starfstöðvum okkar um allt land þjónusta nærsvæðið með alhliða ráðgjöf en mikið kapp er lagt á að bændur fái þá sérhæfðu ráðgjöf sem þeir óska eftir hvar sem þeir eru staddir á landinu. Ráð gjöfin einskorðast því ekki lengur við heimahérað einstaka héraðsráðunauta eða skilgreind verkefni landsráðunauta og voru þessi starfsheiti lögð niður við breytinguna.
Stærð fyrirtækisins og samvinnan á landsvísu gerir okkur kleyft að taka að okkur stærri verkefni en áður. Verkefni á landsvísu geta til dæms verið liður í ákveðnu átaki vegna mikillar eftirspurnar á einstaka vöru eins og er tilfellið í mjólkurframleiðslunni núna eða vegna sérstakra aðstæðna sem koma upp eins og vegna kalsins á Norður og Austur landi í fyrra vor. Þetta nýja starfsumhverfi býður því upp á samhæfingu og samstillingu ráðgjafar sem ætti að skila sér í markvissari og enn betri ráðgjöf þegar fram líða stundir.
Landbúnaður hefur þróast gríðarlega síðustu 30 árin, starfsumhverfi bóndans verður sífellt tæknivæddara, auknar kröfur eru gerðar í framleiðslunni varðandi gæði, uppruna
og aðbúnað. Hröð tæknivæðing, hertar reglur og stækkun búanna kallar á sérhæfingu á fleiri sviðum en áður var. Í mörgum tilfellum eru gríðarlegar fjárfestingar sem liggja að baki en starfsfólki á bak við hverja einingu fjölgar ekki að sama skapi með auknum áskorunum. Í þessum síbreytileika og hraða nútímans er áreitið mikið og margir sem vilja bita af kökunni. RML er í eigu bænda og fær til rekstursins hluta af búnaðarlagasamningi og búnaðargjaldi. Hlutverk okkar er að tryggja að öllum bændum standi til boða óháð ráðgjöf þar sem hagsmunir bóndans til lengri tíma eru í fyrirrúmi Markmiðið er fyrst og síðast að ráðgjöfin skili sér í betri rekstri og þar með beinum fjárhagslegum ávinningi eða vinnuhagræði. Fjölmörg dæmi sem við höfum til dæmis úr fóðurleiðbeiningum, rekstrarleiðbeiningum og áburðar leiðbeiningum hafa verið að skila einstaka búum verulegum fjárhæðum. Ég hvet þig lesandi góður til þess að fara inn á rml.is og kynna þér starfsemina.
Erlendis þekkjast ýmis önnur form af ráðgjafaþjónustu bæði reknar af einkaaðilum og einnig af afurðastöðvum, þar sem ráðgjafar sinna þá oftast mjög afmörkuðum verkefnum. Þetta er mögulegt í ljósi stærða þeirra, en ljóst má vera að afurðarfyritæki hér á landi eru mjög smá í þeim samanburði. Hingað til hafa íslenskir bændur séð þá ótvíræðu kosti sem felst í því að standa sameiginlega að því að tryggja aðgang að ráðgjöf í landbúnaði. Þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið á rekstrarforminu er sú hugmyndafræði enn í fullu gildi. Sameiginleg framlög bænda til rekstursins tryggja ákveðna grunnþjónustu en jafnframt greiða bændur nú að hluta beint fyrir þá ráðgjöf sem þeir þurfa og þannig fær ráð gjafarþjónustan meira svigrúm til að móta starfsemina í takt við eftirspurn og þá þróun sem er í íslenskum landbúnaði. Mikilvægt er að bændur og afurðarstöðvar þeirra sameinist um uppbyggingu RML þar sem bakland ráðunauta og sam vinna tryggja gæði og skilvirkni.
NEMENDAKYNNING
Kristín Jónsdóttir
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Nú svo ég geti lært að vera bóndi. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Blandaðan búskap. Mig langar að hafa um 40 kýr í lausagöngufjósi með mjaltabás ásamt 150 kindum og nokkrum reiðhestum. Ekki má gleyma hænunum og kanínum.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já, ég varð allt í einu mamma og búfræðingur... Hef loksins smá vit á búskap.
Var þetta eins og þú bjóst við: Nei allt öðruvísi, en alls ekki verra. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Mig langar í John Deer en var að frétta að þær bili mikið svo ég er ekki alveg viss, kannski ég fái mér New Holland eða Ford. Annars er Massi 135 alltaf flottur. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Það er svo miiiiiikið skemmtilegt, s.s. búfjárræktaferðin sem ég fór í og bara allar ferðirnar sem við höfum farið í. Nokkur sérlega skemmtileg kvöld á Kollunni og svo eru nokkrir tímar ofarlega í huga mér þar sem hefur verið gaman og þá sérstaklega í sauðfjár rækt hjá Eyfa Kidda. Það hefur líka verið gaman að fara í fjárhúsin og svo margt fleira.
Hvað var það besta við verknámið? Ég fór á lífrænt bú og að sjá hvernig lífrænn búskapur fer fram, er ómetanlegt. Hann er öðru vísi en hefðbundinn búskapur. Ég hef trú á að skilningur og vöntun á lífrænum búum verði meiri í framtíðinni.
Ertu á lausu? Neibs.
Hilmar Smári Birgisson
Uppsölum, A-Hún.
Hvaðan ertu? Höfuðbýlinu og regluheimilinu Uppsölum AusturHúnvatnssýslu.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Af því að það hafa allir gott af því að fara að heiman og læra nýja hluti og komast af því að pabbi manns hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og kynnast góðu fólki sem á eftir að starfa í sömu starfsgrein. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? 2000-3000 rollur, stunda sauðamjaltir af krafti og vera stórverktaki í rúll bindingu og í öðrum vélabúskap og stærsti eigandi greiðslumarks í sauðamjólkurframleiðslu á Íslandi.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ég eignaðist ævilangan vin Bakkus.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei ekki alveg, hélt ég þyrfti aldrei að læra um tré og súrnum hafsins á norðurslóðum ! Hvaða dráttarvélar eru bestar? ZETOR! Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Ási Græni.
Hvað var það besta við verknámið? Kynnast frábæru fólki, komast í nýtt umhverfi, læra alveg helling og góður matur. Ertu á lausu? Samkvæmt Facebook.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Af því að hugur minn stendur til búskapar.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Það er óráðið, allavega sauðfé og hross.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ja, ég hef að minnsta kosti
breikkað, en svona í alvöru þá eykur námið hér víðsýni og vitræna hugsun.
Var þetta eins og þú bjóst við? Ég vissi ekkert við hverju var að búast, en þetta hefur verið einkar ánægjulegur og skemmtilegur tími hérna á Hvanneyri.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Auðvitað Zetor. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Ég man nú ekki eftir neinu sérstaklega vandræðalegu (eða vil ekki nefna þau) og skemmtilegu atvikin eru svo mörg að það er nær ómögulegt að nefna eitthvað eitt, reyndar fer það oft saman að þau vandræðalegu eru líka þau skemmtilegustu.
Hvað var það besta við verknámið? Að hafa kynnst því góða fólki Dagbjarti og Þórdísi á Hrísum. Ertu á lausu? Já, svona yfirleitt.
Hafnarfirði (Kvíum í Þverárhlíð)
Sigríður Þorvaldsdóttir
Hjarðarholt, Stafholtstungum
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Vegna þess að þetta er svo víðfemt nám, á mínu áhugasviði og þess vegna góður grunnur í alls konar framhald. Hafði líka heyrt af því hvað þetta væri skemmtilegt. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfé og hross.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ég veit það nú ekki. Var þetta eins og þú bjóst við? Já og rúmlega það.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Fjögur hjól og stýri eru alltaf kostur.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu?
Það eru örugglega einhver smáatvik eins og að ætla að setjast en hitta ekki á stólinn og fljúga á hausinn í hálkunni á bílaplaninu.
Það hljómar svolítið eins og eitthvað sem ég myndi gera. Hvað var það besta við verknámið? Fólkið og staðsetningin. Já og kökurnar.
Ertu á lausu? Nei.
Örn
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Það er ekki hægt að fara í búfræði neins staðar annarstaðar.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Hamingju búskap.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Neei, ekki nema í betri bónda kannski.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei, ég veit í raun ekki við hverju ég bjóst en það var ekki þetta, kom ánægjulega á óvart. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Zetor að eilífu. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Það var frekar vandræðalegt í lokaprófunum á 1. ári þegar mér tókst að læra fyrir vitlaust próf.
Hvað var það besta við verknámið? Fjölskyldan sem ég var hjá var alger snilld, veðrið var snilld og svo lærði maður allskonar á þessu. Ertu á lausu? Alveg leikandi.
Tómas Ingi Úlfarsson
Ingveldarstaðir á Reykjaströnd, Sk.fj.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Til að læra meira um landbúnað og prófa eitthvað nýtt. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Framleiða það sem markaður er fyrir og aðstæður leyfa. Hafi fólk áhuga almennt á búfjárrækt þá á það að geta náð góðum árangri í hvaða búgrein sem það tekur sér fyrir hendur og því ætla ég ekki að útiloka neitt í framtíðinni.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já það hefur opnað huga manns fyrir ýmsum nýjungum, maður hefur kynnst fullt af góðu fólki og ég byrjaði að spila Candy Crush á Facebook. Var þetta eins og þú bjóst við? Nei bjóst aldrei við því að læra svona mikið um skógrækt eins og raunin varð.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? New Holland víst, það er til í Stein nesi.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu?
Sennilega þegar bekkurinn minn fékk fyrirlestur frá rektori skólans um siðareglur LbhÍ eftir viðburðaríka viku í skólanum þar sem að meðal annars óvæntur barnsburður og skotvopnamál komu upp.
Hvað var það besta við verknámið? Erfitt að velja hvað var best af því öllu enda mjög skemmtilegur tími þótt ég hafi verið hálf út á túni í Túni allan tímann.
Ertu á lausu? Já
Þórhildur Sara Árnadóttir
Hof í Svarfaðardal
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Vegna þess hversu gríðarlegan áhuga ég hef haft á búskap nánast frá því ég fæddist, og ætlunin er að verða bóndi á góðri jörð, þá fannst mér kjörið að fara á Hvann eyri til að sjá og kynnast öðruvísi búskaparháttum en maður þekkir í sinni heimabyggð. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Það verða pottþétt kindur og mikið af þeim ef kallinn fær alfarið að ráða, : ) svo verður slatti af hrossum, en draumur minn er líka að vera með kýr en það verður að koma í ljós hvort sá draumur muni rætast. Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Nei það get ég ekki sagt. Var þetta eins og þú bjóst við? Já og gott betur en það, nema mætti vera meira um verklega kennslu.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Hef alltaf verið mikil Massey Ferguson manneskja.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Ég man ekki til þess í augnablikinu að það hafi verið neitt vandræðalegt, en skemmtilegu atvikin hafa verið svo ótal mörg Hvað var það besta við verknámið? Kynnast þessu yndislega fólki sem ég var hjá og læra ýmislegt nýtt og nytsamlegt af þeim. Ertu á lausu? Nei aldeilis ekki, er á pikkföstu.
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Skemmtilegt nám, skemmtilegur staður, skemmtilegt fólk! Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Fyrst og fremst nautgriparækt.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Eflaust á margan hátt, er
t.d. byrjaður að taka meira í nefið en ég gerði áður. Ég er þó enn staðráðinn sem áður að vilja innskot á nýju erfðaefni í íslenska kúastofninn!
Var þetta eins og þú bjóst við? Já, og jafnvel enn betra. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Valtra. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Þau eru nú ótrúlega mörg, enda með fádæma skemmtilegur tími. Efst upp í hugann kemur þó atriði sem er kannski ekki tengt náminu. Á góðri stundu í gleðskap þegar ég endaði á einhvern óskiljanlegan hátt með myndaramma um hálsinn og öskrið sem heyrðist um Hvanneyri þegar húsráðandinn fór að henda út úr íbúðinni þá samstundis. Hvað var það besta við verknámið? Að kynnast einhverju nýju óþekktu. Hvort sem er fólkið, verkhættir, hefðir o.sv. frv. Ertu á lausu? Heldur betur.
nóv. 1992
SAMTÖK UNGRA BÆNDA
Einar Freyr Elínarson, formaður
Samtök ungra bænda eru hagsmunasamtök ungs fólks sem hefur áhuga á landbúnaði og er að feta sín fyrstu skref innan atvinnugreinarinnar. Við viljum standa vörð um hagsmuni ungs fólks í umræðu um mál sem okkur varða og vinna að bættri ímynd íslensks landbúnaðar. SUB eru regnhlífarsamtök fyrir svæðisfélög ungra bænda sem starfa í hverjum landshluta. Rétt til aðildar að SUB hafa allir þeir sem eru á aldrinum 18-35 ára og hafa áhuga á málefnum landbúnaðar og landsbyggðarinnar.
Nýliðun Íslenskur landbúnaður er tiltölulega lokuð atvinnugrein. Eins og allir sem hafa nokkuð komið að störfum við land búnað vita þá er nýliðun eitt helsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Mikil fjárfesting og lélegt aðgengi að fjármögnun skipa þar stóran sess. Vandamálin eru samt víst til þess að leysa þau og viðleitnin til þess hefur verið til staðar. Þar má nefna nýliðunarstyrki sem okkur standa til boða, sem við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur. Ef að við viljum að betur verði gert verðum við að fullnýta tækifæri sem eru til staðar og sýna fram á að þörf sé á enn öflugri nýliðunarstuðningi.
Við eigum að þrýsta á að landbúnaðarkerfið sé endur skoðað þannig að ungu fólki verði gert auðveldara að hefja búskap, án þess að fólk þurfi að vera fætt inn í stéttina. Nýliðun tryggir framfarir og nýsköpun og það er allra hagur að metnaðarfullt fólk komist að í landbúnaði.
Þá megum við ekki vanrækja kjarabaráttu bænda almennt. Til þess að landbúnaður verði eftirsóknarverð atvinnugrein þurfum við að tryggja góð kjör og eigum að berjast fyrir sæmandi verð fyrir afurðirnar sem við framleiðum, eða ætlum að framleiða.
Mikilvægi menntunar Góð menntun er góð fjárfesting. Við eigum að standa vörð um Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Rekstur skólans er erfiður, eins og flestir sjálfsagt vita, og umræða um sam einingu LbhÍ við Háskóla Íslands hefur verið hávær.
Aðalfundur SUB, haldinn þann 22. mars síðastliðinn, skorar á stjórnvöld að styrkja fjárhagsstöðu LbhÍ og tryggja sjálfstæði hans. Það er liður í því að tryggja stöðu búfræði náms, sem á að sjálfsögðu að efla enn frekar.
Virk umræða Samtök ungra bænda vilja efla upplýsta umræðu um land búnað og hvetja fólk til að kynna sér málin. Á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is, getur fólk kynnt sér samtökin. Þar má einnig sjá myndbönd sem SUB gaf nýverið út og eru liður í því að efla upplýsta umræðu um landbúnað. Það er okkar sem höfum áhuga á og störfum við land búnað að vera leiðandi í umræðunni. Útskýrum fyrir fólki hvernig kerfið virkar en sýnum á sama tíma hógværð og reynum að sjá gallana á því. Ekkert kerfi er fullkomið og allt þarf að aðlaga nýjum tímum, stöðnun er afturför. Við eigum að vera óhrædd við að taka umræðuna, þvert á móti eigum við að sækjast eftir umræðu.
Verum víðsýn og sýnum frumkvæði. Þannig verða framfarir.
Framtíðin er okkar Ef við viljum að á okkur sé hlustað þá þurfum við að láta í okkur heyra. Frumkvæðið að nýliðunaraðstoð kemur ekki frá neinum nema okkur sjálfum, við eigum og þurfum að berjast fyrir okkar hagsmunum. Við eigum öfluga málsvara á Alþingi sem eru í góðri stöðu til að vinna að okkar mál stað. Við þurfum líka að tryggja að okkar raddir heyrist á búnaðarþingi og á fundum á vegum afurðastöðva og búvörusala. Verum óhrædd við að tala fyrir okkar málstað, hann er góður og þarfur.
Stöndum saman um okkar hagsmuni, verum málefnaleg og fáum fólk til liðs við okkur!
Njótum lífsins, búum til góðar afurðir, tryggjum afkomu okkar og höfum gaman!
ÞINGMAÐURINN OG BÚFRÆÐINGURINN
JÓHANNA MARÍA
ÁSTVALDUR LÁRUSSON skrifar: Jóhanna María þingmaður Framsóknarflokksins í norð vestur kjördæmi útskrifaðist sem búfræðingur vorið 2012. Hún er fædd árið 1991 og ólst upp á Látrum í Mjóafirði. Hún er yngsti þingmaður Íslands.
Hvernig er að vera búfræðingur á þingi?
Það er mjög fínt að hafa þennan grunn hjálpar mikið til í vinnu við landbúnaðarmál, fyrirtækjarekstur og annað sem kennt er í náminu á Hvanneyri. Ég útskrifaðist 1. júní 2012 svo ég er ennþá að bæta við kunnáttu og reynslu.
Hvernig er að vera sveitastelpa á þingi ?
Mjög gaman, ég hef aðrar skoðanir en þau sem koma úr þéttbýli. Bakgrunnurinn er mikilvægur í þessu starfi. T.d. starfaði ég mikið innan félagskerfis landbúnaðarins og Sam taka ungra bænda áður en ég komst á þing, svo reynslan úr þessu félagsstarfi hefur skilað mér miklu.
Hvernig er að vera búfræðingur búsettur í Reykjavík?
Ég hef auðvitað stundað nám við Grunnskólann í Hveragerði og svo Fjölbraut í Breiðholti, svo Reykjavík þannig er ekkert ný fyrir mér. En ég er ekki mikið fyrir að búa í þéttbýlinu, endist aldrei lengi þar. Verð að komast heim í sveitina og út fyrir borgarmörkin annað slagið. Það eru allir að drífa sig svo mikið í borginni og stressið er leiðinlegt til lengdar.
Eru margir búfræðingar á Þingi? Ég veit nú bara um Ásmund Einar Daðason og Harald Benediktsson. En það hafa þó nokkrir búfræðingar setið á þingi í gegnum tíðina.
Hvernig er að koma af afskekktu svæði ? Það hjálpar mér líka í starfinu, að þekkja inn á byggðarmál og þessi algengu mál sem skipta hverju minna samfélagi máli. Fjarskipti, samgöngur o.s.frv.
Myndir þú mæla með því fyrir ungt fólk að sækja eftir því að komast á þing? Ég hvet að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á pólitík, lands málum og félagsmálum að láta til sín taka. Það er gott í reynslubankann að taka þátt í stjórnmálum og einnig gaman að vera með. Ungt fólk á sérstaklega að láta til sín taka, við erum með allt aðra sýn á hlutina heldur en þeir sem eru okkur eldri.
Myndirðu mæla með því að fólk færi í búfræði ?
Já. Klárlega. Búfræðinámið og dvölin á Hvanneyri var eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Yndislegt samfélag og fólkið sem var þarna með manni voru snillingar upp til hópa. Mæli fyllilega með því.
Guðjón Þorsteinsson 21. ágú. 1991
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Læra eitthvað nýtt og læra um það sem ég hef áhuga á. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Ég vil hafa blöndu af öllu saman.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já maður horfir aðeins öðruvísi á hlutina og er nokkrum kíkóum þyngri líka, veit samt ekki af hverju.
Var þetta eins og þú bjóst við? Já svona að mestu leyti. Hvaða dráttarvélar eru bestar? Hin fullkomna dráttarvél bilar aldrei, annars var minn uppáhalds traktor Ford 2000. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Það hefur nú allavega margt eftirminnilegt verið sagt og gert innan og kannski aðallega utan veggja skólans á þessum tíma, sem er ekki við hæfi að segja frá hér.
Hvað var það besta við verknámið? Fólkið í Skriðu var frábært, það var það besta held ég.
Ertu á lausu? Nei það er ég ekki.
Jósef Gunnar Magnússon
Sauðárkrókur
Afhverju búfræði á Hvanneyri? Því ég hef áhuga á búskap og vildi vita leita mér frekari þekkingu á því, svo vildi ég líka kynnast góðu fólki sem mun vera í þessari grein.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já komst að því að það er ekki allt rétt sem Jón Árni frændi minn í Steinnesi segir.
Var þetta eins og þú bjóst við? Já, að mörgu leyti en hélt það væri meira verklegt og minna af glærusýningum.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Ein vél og það er gulur Massey Ferguson árgerð 1966.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegast atvikið í náminu? Skemmtilegasta var klárlega hrossaræktartímarnir og búfjár ræktarferðirnar.
Hvað var það besta við verknámið? Það var að fá að kynnast öðrum búskaparháttum, prófa góð hross og prófa sauðburð hjá öðrum. Lærði líka hvernig á að hita brauð í ofni (plast utan á) að hætti Gunnars á Efri-Fitjum og margt fleira skemmtilegt.
Ertu á lausu? Nei.
Kvíum, Þverárhlíð, Borgarfirði
BÚNAÐARSKÓLI Á HVANNEYRI
125 ÁR
Bjarni Guðmundsson
Á þessu vori, nánar tiltekið um Krossmessu (3. maí), töldust 125 ár vera liðin frá því búnaðarskóli var stofnaður á Hvanneyri. Síðan hefur skólahald þar ekki rofnað. Búnaðarskólinn (nú sem hluti af LbhÍ) er því eitt elsta skólasetur landsins með samfelldu starfi.
Að vorið skyldi valið til upphafs skólastarfsins tengist því að líta mátti svo á að nemendur réðu sig til ársvistar á búi með áskilnaði um verklega og bóklega kennslu. Í kringum vinnuhjúaskildaga, 14. maí, var algengast að vinnufólk réði sig til vistar eða skipti um vist.
Þar sem Sveinn Sveinsson skólastjóri tók á móti fyrsta nemanda sínum og raunar þeim eina fyrstu misserin, Hirti Hanssyni frá Hækingsdal í Kjós, á Hvanneyrarhlaði, hafði hann ekki upp á margt að bjóða í veraldlegum efnum: Lágreist og lúin bæjar- og útihúsin kúrðu þar vestanundir Kirkjuhólnum og í kring voru kot og grasbýli fráleitt háreistari – í Hvanneyrarhverfinu, eins og það var þá kallað. En Sveinn skólastjóri bjó hins vegar að því sem meira máli skipti: búfræðiþekkingu, því hann var sagður best menntaði búfræðingur sinnar tíðar, og raunar víst sá fyrsti hérlendis en þann titil bar. Hann hafði um árabil ferðast um sveitir sem ráðunautur Búnaðarfélags Suðuramtsins og unnið fyrir bændur og leiðbeint þeim um nýja verkhætti. Má því ætla að Sveinn hafi nákvæmlega vitað hvar skórinn kreppti og hvað herslu skyldi leggja á í búnaðarkennslunni.
Allnokkru fyrr hafði Sveinn líka skrifað stórmerka bók um verkfæri, hvernig smíða skyldi: Hestaverkfæri til jarð vinnslu og flutninga, auk handverkfæra; verkfæri sem þá voru orðin algeng meðal nágrannaþjóða en voru enn fram andi hér á landinu bláa. Jón Sigurðsson forseti hafði hvatt Svein til verksins og greitt götu hans við útgáfu og dreifingu bókarinnar.
Ég gef mér það að fljótlega hafi skólastjórinn og eini nemandi hans ráðist til atlögu við þúfurnar, ef til vill í brekkunni niður að Tungutúnslæknum ellegar í Kinninni vestur af Hvanneyrarbænum, vopnaðir ristuspaða og reku. Það var verkleg kennsla þeirrar tíðar. Má vera að Sveinn hafi einnig verið með plóg og minnst tvo hesta undir aktygjum, því hann kunni með plógeyki að fara. Í fyrstu starfsskýrslu sinni kvartaði hann yfir vinnuaflsskorti en „þó hefir verið sljettað og tyrft yfir 1000 faðma“, skrifaði hann, „og hefi jeg mest sljettað í beðum, er lögð hafa verið þvert og [endilangt] gegnum versta þýfið, til þess að koma vagni þar í gegnum, og get jeg nú flutt í vögnum áburð og annað eptir þessum beðum, þar sem ekki var hægt að koma við vagni áður.“ Kerrur og vagnar voru flestum framandi um þær mundir. Sú tækni breiddist ekki út um sveitir fyrr en nokkuð var liðið á 20. öldina.
Það var tvennt sem Sveinn skólastjóri skyldi einkum koma áleiðis í kennslu sinni samkvæmt fyrstu reglugerðinni um námið:
Í fyrsta lagi að kenna verklega og bóklega búfræði auk almenns efnis „er mest ríður á að hafa til að geta staðið vel í stöðu sinni, hvort sem menn vinna fyrir sjálfa sig eða aðra.“ Í öðru lagi var það að reyna nýjungar; „hvað hugsanlegt er að verða mætti að gagni hér á landi af jarðrækt og búnaðarháttum nágrannaþjóða vorra, en sem ekki eða lítt hefir verið ennþá reynt hjá oss.“ Rannsókna- og þróunar starf mundum við kalla þau verk í dag.
Og Sveinn kenndi Hirti, nemanda sínum, hvernig hann gæti eytt þúfunum, þessu séríslenska fyrirbæri nytjalands, sem tafið hafði vinnu heyskaparfólks um aldir, eiginlega stolið vinnutíma þess og máttu því í þeim skilningi kallast þýfi. Nýir hættir voru reyndir: „Jeg hefi líka pælt 600 faðma
niður af versta þýfi og graslitlum troðningum og gert úr því maturtagarða og ræktað þar rófur og kartöflur o.fl., og ætla jeg að græða það upp með grasi seinna.“ Matjurtarækt var þá enn fábrotin hérlendis, hvað þá sáðskipti líkt og Sveinn virðist þarna vísa til.
Sveinn skólastjóri miðlaði af fagþekkingu sinni og Hjörtur nam af honum hina nýju hætti. Hjörtur varð síðan farandbúfræðingur eins og Sveinn, ferðaðist á milli bæja og vann jarðabætur og kynnti nýja verkhætti áður en hann sjálfur gerðist bóndi að Grjóteyri í Andakíl. Þannig fór í gang sú áhrifamikla mylla þekkingarmiðlunar sem ein kenndi brautryðjendastarf búnaðarskólanna til nýrra tíma. Ný verkþekking og nýir verkhættir voru nefnilega mikilvæg vopn í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar á ofanverðri 19. öld – að þurfa ekki endalaust að berjast við þúfur, hvorki í eiginlegum né óeiginlegum skilningi.
Og svo liðu 125 ár. Skólastjórar komu og fóru um Hvann eyrarhlað, nemendur komu líka og kvöddu. Þeir skipta orðið þúsundum. Háreist hús standa nú þar sem áður voru tyrfðar lágbyggingar. Aflmiklar vélar leysa flest búverk. Tölvur létta hugsun og skipulag. Þar sem Hjörtur Hansson áður stritaði með ristuspaða sínum og reku situr búfræðingur nútímans í hægu sæti og starfar á við hundruðir manna fyrri tíðar. Í fljótu bragði virðist heimurinn allt annar, fátt sameigin legt með árunum 1889 og 2014 því árabilið spannar mesta breytingaskeið heims og þjóðar frá Krists burði.
Við aðgæslu sést þó að margt er enn eins og var: Nytjagrösin vaxa enn og tillífun þeirra, frumglæði tilveru okkar mann anna, fer eftir sömu lögmálum og áður. „Kyrrt og hljótt í jörðu vex korn í brauð“, sagði Jón úr Vör. Kýrnar selja áfram, og sauðkindin breytir enn töðu og úthagajurtum í kjöt og iðnaðarhráefni, svo dæmi séu tekin, og mun fleiri nytjajurtir og nytjadýr hafa verið „tamin“ með hliðstæðum hætti. Ekki bara af því að búfræðingum og öðrum þyki gaman „að búa“
heldur af því afurðaþörfin er í verulegri grein hluti af frum þörfum mannsins; þörfum sem tímarnir breyta ekki að eðli en meira að magni í takt við fjölgun jarðarbarna. Til fram tíðar er fátt mikilvægara en matur.
Enginn veit lengur hvað hrærðist í huga Hjartar Hans sonar þegar hann stóð ferðlúinn með pokann sinn á Hvanneyrarhlaði vorið 1889 kominn sunnan úr Kjós. Þó má giska á að hann hafi verið fullur forvitni og löngunar til þess að fræðast og til þess að takast á við nýja hætti í von um betri kjör fyrir sig og sína, von um frelsi frá vananum. Hvað Sveinn skólastjóri (og kennari) hugsaði vitum við ekki heldur: Með sama hætti má þó giska á að hann hafi viljað kom þekkingu sinni áleiðis, koma bókvitinu í askana eins og sagt var, kenna að margt mátti vinna betur og léttar en kyn slóðirnar höfðu gert – og líka að kenna nemendum sínum að hugsa, og að hugsa sjálfir, rétt eins og eins eftirmaður hans á Hvanneyri, Halldór Vilhjálmsson, orðaði á einum stað svo hnyttilega við nemendur sína: því að betra væri að vera handalaus en höfuðlaus.
Ég gef mér það að þrátt fyrir allar breytingar áranna hundrað tuttugu og fimm séu þessi atriði sameiginleg með nemendum og lærifeðrum og –mæðrum Hvanneyrarskóla, hvort heldur vorið var 1889 ellegar er vorið 2014: Að enn mæti nemendur til skóla fullir forvitni og löngunar til að fræðast og að enn brenni kennarar í skinnum sínum að fræða; að miðla þekkingu sinni.
Þekking og þekkingarþörf eru sístæð efni þótt mörg áhaldanna sem efnisgera búfræðiþekkingu í mat og iðnhráefni séu síbreytileg og forgengileg. Starfsþekking mótar öðru fremur samkeppnisstöðu atvinnugreinanna, hvort heldur er til huga eða handar. Í trausti alls þessa má þakka árin eitt hundrað tuttugu og fimm á Hvanneyri og óska búnaðar stofnuninni sem og nemendum og starfs mönnum, sem hana mynda á hverjum tíma, velfarnaðar á komandi árum.
MATARKLÚBBURINN UPPGANGUR
Upphaf þessa félagsskaps sem myndaðist meðal karlpeningsins í útskriftarhópi búfræðinga 2014 má rekja aftur til júní 2013 þegar hluti af bekknum kom saman á plöntugreiningarnámskeiði á Hvanneyri til þess að læra að greina plöntur í okkar íslensku náttúru.
Að kvöldi 18 júní ákváðu fimm strákar úr bekknum að koma saman í Ferstiklu 2 í Hvalfirði og grilla saman. Vegna almenns skipulagsleysis mættu allir með mat handa fimm og var magn af kjöti á mann um rúmt kíló af hinum ýmsum tegundum. Rann þetta nokkuð vel ofan í menn ásamt öllu öðru meðlæti, eftirrétti og drykkjum.
Eftir þessa samkomu þá var lengi rætt um að endurtaka leikinn og varð af því að haldið var þorrablót í Ferstiklu á Þorra þar sem 13 strákar úr bekknum mættu, neyttu þorramatar og annarra þjóðlegra veiga. Stóð þetta þorrablót nokkuð langt fram á morgun og rétt áður en menn héldu til rekkju var skipuð óformleg stjórn í félaginu. Töluverður uppgangur varð meðal ákveðinna félagsmanna um nóttina og þaðan er nafn félagsins komið.
Stjórn félagsins kom saman eftir þorrablótið og ákvað að boða til formlegs stofnfundar Matarklúbbsins Uppgangs í lok mars. Hann var síðan að sjálfsögðu haldinn í Ferstiklu 2 heima hjá varaformanni félagsins þar sem gestgjafi bauð upp á steikta langreyð og með því. Var það samhljóma álit allra sem mættu að hvalkjöt sé hinn mesti veislumatur. Mæting á stofnfundin var með mesta móti eða 15 þannig að þetta er ört stækkandi hópur.
Á stofnfundinum voru drög að samþykktum félagsins borin undir fundinn og þær voru samþykktar með lítils háttar breytingum. Meðal þeirra er grein nr. 4 í samþykktum
þar sem gerð er krafa um að á hverjum aðalfundi skuli halda bjórpróf fyrir mætta félagsmenn sem felst í að drekka hálfan lítra af bjór á einni mínútu. Standist menn þetta próf teljast þeir fullir meðlimir félagsins en annars ófullir.
Aðalfund í félaginu á að halda árlega framvegis en stjórn félagsins er ávallt sjálfskipuð áfram ef stjórnarmenn vilja sitja í henni áfram. Hinsvegar er hægt að fella stjórnina og kjósa nýja ef vantraust tillaga á hana er samþykkt með meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir aðalfund. Einnig stendur í samþykktum að félagið má ekki vera rekið með hagnaði sama hversu mikil uppgangur er hverju sinni. Stjórn félagsins er einnig skylt að reyna stuðla að reglu legum fundum í félaginu og staðsetning þeirra skal ávallt vera í fullu samræmi við byggðastefnu.
Stjórn félagsins er einnig skylt að koma á framfæri opinberlega í samfélaginu öllum þeim ályktunum sem sam þykktar eru á aðalfundum félagsins. Á stofnfundi félagsins voru tvær ályktanir samþykktar og fjallaði önnur þeirra um stuðning félagsins við áframhaldandi hvalveiðar við Íslands strendur. Hin ályktunin sem var samþykkt með rúmum minnihluta mættra félagsmanna og kom frá ónafngreindum félagsmanni fjallaði um að senda bæri áskorun á Ríkisstjórn Íslands um stuðning félagsins við innlimun Krímskaga í Rússland og einnig að Íslendingar ættu að ganga tafarlaust sömu leið og Krímskagi inn í sambandsríkið Rússland.
Fyrir hönd félagsins
Hilmar Smári Birgisson, formaður Guðmundur Þór Guðmundsson, varaformaður Tómas Ingi Úlfarsson, ritari
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir 20. ágú. 1991
Egilsstaðir
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Hef alltaf haft mikinn áhuga á að flytja í sveit. Í sauðburði hjá frænda mínum vorið 2012 hugsaði ég mér að þetta gæti verið framtíðarstarfið.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfé og hross.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Það hefur að a.m.k ekki skaðað mann.
Var þetta eins og þú bjóst við? Já og nei, ég bjóst við meiri verklegri kennslu en kennd er í dag.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Massey Ferguson, ekki spurning! Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu?
Pirrandi hvað strákurinn hliðina á mér er alltaf að reyna koma prumpulyktinni sinni yfir á mig.
Skemmtilegsta? Sennilega gegningarnar á fyrsta árinu.
Hvað var það besta við verknámið? Lærði að mjólka kýr og kynntist góðri sauðburðaraðstöðu.
Ertu á lausu? Ónei
NEMENDAKYNNING
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Það stefndi bara allt þangað. Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Mjólkur framleiðsu og nautaeldi.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já það er margt sem maður pældi ekkert í áður sem skiptir bara töluverðu máli. Var þetta eins og þú bjóst við? Bara betra. Hvaða dráttarvélar eru bestar? New Holland/John Deere. Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Bú fjárræktarferðin þetta árið. Hvað var það besta við verknámið? Mismunandi verklag. Ertu á lausu? Jább, það er víst.
Borghildur Aðils
Reykjavík
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Vegna þess að ég hef alltaf haft áhuga á búskap og langað að verða bóndi, en hef aldrei búið í sveit og langað að vita meira um það sem snýr að búskapnum.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfjárbúskap ásamt nokkrum hrossum sem hægt er að nota í smalamennskum Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Það hefur ekki beint breytt mér sem slíkt en ég hef öðlast meiri þekkingu á ýmsu sem ég hafði aldrei hugsað út í áður en ég kom.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei ég bjóst við meiri verklegri kennslu.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Kubota.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Mér fannst skemmtilegast í verknáminu en í raun var ekkert eitt atvik skemmtilegra en annað. Mér fannst námið allt skemmtilegt. Hvað var það besta við verknámið? Kynnast nýju fólki og læra hvernig fyrirkomulag þeirra var á sauðburði ásamt góðri kennslu í burðaraðstoð og góðri aðferð til þess að venja lömb undir.
Ertu á lausu? Nei.
NEMENDAKYNNING
Björgvin Búi Jónasson
Garður, Þistilfirði
Af hverju búfræði á Hvanneyri? Til að læra að verða bóndi.
Hvernig búskap ætlar þú að vera með í framtíðinni? Sauðfé.
Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já.
Var þetta eins og þú bjóst við? Nei miklu skemmtilegra.
Hvaða dráttarvélar eru bestar? Kubota.
Hvað er vandræðalegasta/skemmtilegasta atvikið í náminu? Þegar yfirtengið á áburðardreifaranum slitnaði í verknáminu.
Hvað var það besta við verknámið? Verknámsbændurnir.
Ertu á lausu? Nei.
Tröð í fyrrum Kolbeinsstaðahrepp
Steinar Haukur Kristbjörnsson
okt. 1992
apr. 1989
RÆKTUN Í KJÖLFAR KALS
Ingvar Björnsson, bóndi og jarðræktarfræðingurÁ Íslandi er landbúnaður stundaður á norðurmörkum hins mögulega.
Á hlýskeiði undanfarinna ára hefur kornræktin blómstrað, endurræktun túna aukist og ræktun nýrra land búnaðarplantna á borð við olíurepju hafist. Við erum þó óþægilega oft minnt á þá staðreynd að við búum á jaðrinum. Vorið 2013 varð gríðarlega umfangsmikið kaltjón á Norður- og Austur landi og hættan á kali í túnum er alltaf til staðar einkum eftir umhleypingasama vetur. Þessu greinarkorni er ætlað að fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi ræktun í kjölfar kals og endurræktun almennt.
Viðbrögð við kali Þegar umfang kalsins liggur fyrir þarf að meta hvort ástæða er til viðbragða. Kalið getur verið blettakal, grisjun vegna kals eða kal á samfelldum svæðum. Flokka má viðbrögðin í eftirfarandi:
1. Sjálfgræðsla
Ísáning
Léttvinnsla og sáning
Endurvinnsla með plægingu
Sjálfgræðsla
Ef um blettakal eða grisjun vegna kals er að ræða kemur til greina að „gera ekki neitt“ og láta túnið gróa upp. Þetta á einnig við um tún sem erfitt er að rækta upp vegna grjóts eða annara takmarkandi þátta. Í þessum tilfellum er mælt með því að bera á lága skammta af tilbúnum áburði eða bú fjáráburði til að örva gróðurframvinduna. Túnin gróa yfir leitt fljótt upp en gallinn er sá að plönturnar sem upp vaxa í kalblettunum eru yfirleitt óæskilegar í túnum (t.d. arfi og varpasveifgras) og uppskera er almennt ekki mikil kalárið. Ísáning Ísáning er sáning á grasfræi og/eða grænfóðri beint í kalin tún. Þessi aðferð hefur verið reynd nokkuð með misjöfnum árangri. Helst kemur til greina að nota þessa aðferð í nýlega
Efri myndin er tekin að vori ári eftir kal. Kalsvæðið er þakið varpasveifgrasi.
endurræktuð tún þar sem grassvörðurinn er tiltölulega opinn. Best er að nota til verksins sérstakar ísáningarvélar en einnig kemur til greina að nota hefðbundnar sáðvélar sem fella niður fræ. Sá skyldi fullum skammti af grasfræi og einnig kemur vel til greina að skjólsá með grænfóðri, t.d. rýgresi eða höfrum.
Léttvinnsla og sáning Ísáningin skilar ekki alltaf árangri og ef um er að ræða alvarlegt kal í nýlega endurræktuðum túnum er skynsam legra að beita léttvinnslu (t.d. tætingu með pinnatætara). Með léttvinnslu er átt við að sáð sé í spilduna eftir eina umferð með herfi eða tætara. Með þessu móti grær sáð gresið upp sem lifir í spildunni og sáningin tekur hraðar við
Sambyggðar sáðvélar (herfi/tætari og sáðvél) henta vel til léttvinnslu. Til hægri má sjá velheppnaða sáningu í kjölfar léttvinnslu.
jarðvegslagið. Hæfileg plægingadýpt er 15 til 20 sm. Til eftirvinnslu þarf að velja tæki sem henta aðstæðum, tætara eða herfi en gæta þessa að ofvinna ekki jarðveg og tapa dýrmætum raka. Jarðvinnsu, sáningu og völtun skal ávallt vinna í samfellu á sem stystum tíma.
Hverju á að sá?
Val á nytjajurtum fer eftir aðstæðum s.s. umfangi kalsins, ræktunarskilyrðum, aðstöðu til gjafa og reynslu bónda. Til að tryggja næga uppskeru getur þurft að rækta grænfóður í hluta túna eða skjólsá grænfóðri með grasi.
sér en við ísáninguna. Þessi aðferð gengur ekki í gömul tún með þéttri rót – þar dugir ekkert nema plógurinn!
Endurvinnsla með plægingu Í illa kalin eldri tún dugir ekkert nema endurvinnsla með plægingu. Vanda þarf til verka og gæta þess að fara ekki af stað fyrr en jörðin er tilbúin til vinnslu. Ekki má vera laust bundið vatn í jarðvegi, þá er hætta á skemmdum á jarðvegs byggingu sem koma niður á spírun og sprettu. Vanda þarf plæginguna og grafa þann gróður sem fyrir er en gæta þess jafnframt að plægja ekki of djúpt til að varðveita frjósamasta
Búfræðingurinn
Plægingu þarf að vanda og ef vel tekst til við vinnslu verður spírun jöfn og spretta kröftug.
Til sláttar hentar grænfóður af grasaætt, rýgresi, hafrar og bygg. Auðveldara er að forþurrka rýgresi en hafra og bygg. Fljótasta grænfóðrið er sumarrýgresi en hafrar og bygg koma næst og síðast vetrarrýgresi. Hafrar og bygg eru öruggir í rækun en gefa lítinn endurvöxt. Vel kemur til greina að sá blöndu af grænfóðri t.d. blöndu af sumar- og vetrarrýgresi eða höfrum og vetrarrýgresi. Í slíkum tilfellum fæst endurvöxtur sem nýtist til beitar eða seinni sláttar. Í tilraunum á Möðruvöllum reyndust grænfóðurblöndur að jafnaði uppskerumeiri en grænfóður í hreinrækt. Ef grænfóðri er skjólsáð með grasi skal sá fullum sáðskammti af grasi en draga verulega úr sáðskammti grænfóðurs. Ekki skyldi sá meira en hálfum skammti af byggi og höfrum (ca 100 kg/ha) og um þriðjungsskammti af rýgresi (10-12 kg/ ha).
Á svæðum þar sem vetrarálag er mikið þarf að vanda val á tegundum og yrkjum í grasrækt. Vallarfoxgras er algengasta sáðgresið en verulegur yrkjamunur er á vetrarþoli. Dæmi um vetrarþolin yrki sem mælt er með til notkunar eru Snorri, Vega, Engmo og Korpa.
Rétt er að hvetja bændur til að sá tegunda- og yrkjablöndum því margt bendir til þess að slíkar blöndur hafi meira viðnám gegn vetrarálagi og öðru umhverfisálagi. Full ástæða er til að sá smára (rauðsmára eða hvítsmára) í öll tún en gæta verður vandlega að smitun smárans. Mis heppnuð smitun er líklega megin ástæða þess að smári nær sér ekki á strik í sáningum. Þegar frá líður og smárinn nær fótfestu í ræktunarlandinu minnkar þörf fyrir smitun og spírun og framvinda smárans verður öruggari.
Dæmi um kúabændablöndu:
Vallarfoxgras 40% (15 kg/ha)
Hávingull 20% (6 kg/ha)
Vallarrýgresi 20% (8 kg/ha)
Rauðsmári 20% (3 kg/ha)
Dæmi um sauðfjárbændablöndu:
Vallarfoxgras 40% (12 kg/ha)
Vallarsveifgras 20% (6 kg/ha)
Axhnoðpuntur 20% (6 kg/ha)
Hvítsmári 20% (3 kg/ha)
Heilsæði hentar
Mesta uppskeru grænfóðurs gefur blanda af vetrarrepju og byggi til þroska sem skorið er sem heilsæði. Í slíkri blöndu þarf að bíða með sláttutíma þar til byggið í blöndunni hefur náð nokkrum kornþroska. Heilsæði hentar ekki til rúlluverkunar en fremur til stæðugerðar.
og fremst
stæðugerðar.
Gunnarsson,
Búfræðistúlkur í förðun
ÁSTVALDUR LÁRUSSON skrifar:
Við fengum Kristínu Stefánsdóttur snyrti- og förðunar meistara og eiganda NN-Cosmetics í skemmtilegt verkefni með okkur, þ.e. að veita þessum flottu stelpum nýtt útlit og það tók ekki langan tíma að breyta náttúrulega fallegum stúlkum í Glamour módel!
Kristín hefur unnið við fagið í yfir 30 ár og kennt konum að farða sig alla tíð, en nýverið opnaði Kristín nýjan Förðunar skóla sem býður upp á stutt og hnitmiðuð förðunarnám skeið í 3 vikur fyrir þá sem vilja læra grunnatriði í förðun fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Einnig býður Kristín upp á fagþjónustu í Studio NN í Hlíðasmára þar sem skólinn er til húsa og hægt er að koma og fá ráðgjöf með val á litum og panta tíma í einkaráðgjöf til að læra réttu undirstöðuatriðin sem allar konur þurfa að læra. Allar nánari upplýsingar eru á síðunni www.noname.is og einnig á fésbókarsíðunni þeirra NN-Cosmetics Ísland.
Hér sést Kristín Stefánsdóttir á meðan hún er að farða Borghildi
Kristín gaf út sína fyrstu förðunarbók fyrir síðustu jól, Förðun skref fyrir skref, sem Edda gaf út og er þar bók á ferð sem allar konur ættu að eiga sem vilja læra réttu handtökin.
Alexandra Notaður var Porcelain stift farði og light beige púðurfarði yfir til að festa farðann. Á augun var notaður svartur púðurblýantur sem dreift var vel úr og settur svartur og brúnn augnskuggi sem var blandaður vel saman svo engin skil sáust. Svo var notaður svartur maskari og fölsk augnhár. Varaliturinn er bleikbrún litur sem heitir Micro Nude og glossið yfir heitir Orchid Ice. Bronzepúður sett í kinnarnar og mildað með kabuki bursta.
Borghildur
Notaður var pale beige farði með Kabuki bursta og light beigepúður. Á augun svartur smokey blýantur sem dreift var vel úr upp á augnlokin og settur var brúnn og grænn augnskuggi yfir Maskara og stök augnhár til að þétta augnhárin.
Valdur var vínrauður varalitur sem heitir Micro Volouptous með varalitablýanti sem heitir Teaberry. Í kinnalit var notað bronzepúður til að skyggja og Rosette kinnalit fremst á kinnarnar til að fá frísklegt útlit.
Vísnaþáttur Búfræðingsins
Dagbjartur Dagbjartsson bóndi að Hrísum í Flókadal er kunnur hagyrðingur, hann var eitt sinn á hagyrðingakvöldi í Dalabúð, handleggsbrotinn og veifaði gipsinu framan í Dalamenn og orti
Búa síst við barlóm neinn bændur hnakkakerrtir, þó brotni limur einn og einn eru hinir sperrtir.
Dagbjartur notaði þessa vísu einhverntíman í kynningu. Stundum ek ég utan vega eða sit á kjaftafundum, og yrki svona ódauðlega aulalegar vísur stundum.
Þórdís Sigurbjörnsdóttir einnig bóndi að Hrísum er ekki síður hagmælt en Dagbjartur enda eiga þau samleið á ýmsum sviðum, hún orti svo í kennslustund á Hvanneyri er hún var þar nemandi í eina tíð. Tjásuskeggur tuldraði tíminn vildi ei þrjóta, svefninn marga sigraði Siggi fór að hrjóta.
Þórdís var spurð um áramótaheit og svaraði. Því að lofa þykir hlýða sem þokkalega staðið getur, ég hét að detta oftar íða en ég gerði í fyrravetur.
Ásmundur Óskar Einarsson er einnig nemandi á Hvann eyri, hann var í verknámi að Hrísum hjá Dagbjarti og Þórdísi vorið 2013 og svaf í risinu, hann orti svo. Vísur yrkir, vekur gys vökvar ljóðarætur, dæmalaust er Dagbjarts ris daga bæði og nætur
Ásmundur ætlaði eitt fimmtudagskvöldið að bregða sér í sturtu en þá vildi svo til að búið var að taka heita vatnið af Hvanneyri. Við rennslið í sturtunni hafði ég kuldaleg kynni af kuskið mer þvoði sem tæplega þykir nú frétt og líkamspartur sem lítill var fyrir varð minni en lifnar samt við í kvöld ef ég þekki hann rétt.
Ásmundur var á hagyrðingakvöldi í Dölunum þar sem eitt yrkisefnið var tófur. Læðist tófa lúmsk og kæn ljót sem bófadeli, lundgrimm prófar lömbin væn líkt og þjófur steli
Glampar byssa bakvið stein bíður, viss með grandann, og þegar kyssir kúlan bein kella missir andann.
Aðalsteinn Orri Arason er Skagfirðingur og nemandi á Hvanneyri, hann yrkir um áhrif námsins á sjálfan sig og fl. Búin erum að berja í heila búfræði um geitur og lömb, allir í formi og engir að deila Ásmundur safnaði vömb.
Í búfræðinámi ég byrjaði vel bjórinn þambað´af metnaði, í endalokum orðinn að sel andskotinn hvað ég fetnaði.
Eftirfarandi aðilar styrkja verðandi bændur:
Hvalur hf., Miðsandi, Hvalfirði, 301 Akranes
Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsholti 1, 310 Borgarnesi
Vélabær hf., Bæ, 311 Borgarnesi
Vélaverkstæði Þóris, Austurvegi 69, 800 Selfossi
Ferðaþjónustan Brekku, Brekku, 641 Húsavík
Ísbíllinn - þú þekkir mig á bjöllunni, Smiðshöfða 14, 110 Reykjavík
BioBú, Gylfaflöt 24, 112 Reykjavík