Búfræðingurinn 2018

Page 1

MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU

HLUTVERK BÆNDA Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI

FYRR OG NÚ

- Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi og dósent við LbhÍ

DÝRMÆTUR TÍMI

- Þuríður Lillý Sigurðardóttir frá Sléttu, búvísindi 3. ár

AÐ KAUPA NÝJA DRÁTTARVÉL

- Haukur Þórðar & Jóhannes Kristjánsson, kennarar við LbhÍ

NÝJIR VERKNÁMSBÆNDUR - Urriðaá í Miðfirði

NÝJIR VERKNÁMSBÆNDUR - Staður í Reykhólahreppi

EFNAGREINING ehf

- Elísabet Axelsdóttir & Arngrímur Thorlacius

VERTU TIL ER VORIÐ KALLAR Á ÞIG

- Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri búfræði

VANGAVELTUR UM HÓSTA

- Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir og lektor við LbhÍ

BÚFJÁRRÆKTARFERÐ 2018

- Jóhannes Geir Gunnarsson frá Efri-Fitjum, búfræðingur

Auk þess pistlar frá Hrútavinafélaginu Hreðjari, Hestamannafélaginu Grana og Kúavinafélaginu Baulu.

Útskriftarhópur nemenda í búfræði árið 2018 vill þakka starfsfólki skólans sem og styrktaraðilum síðast liðin tvö ár kærlega fyrir.

Þetta er búinn að vera yndislegur tími sem hefur gefið okkur svo ótal minningar sem gleymast seint og á Hvanneyri alltaf eftir að vera okkar annað heimili.

Við höldum út í lífið full af visku og kærleik sem á eftir að koma okkur langt áfram.

BÚFRÆÐINGURINN 2018 Ritstjórn:

Elvar Friðriksson

Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir Kristlaug Þórsdóttir Lilja Dóra Bjarnadóttir Umbrot og hönnun Þórunn Edda Bjarnadóttir

Prófarkalestur Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Forsíðuteikning

Lilja Dóra Bjarnadóttir

Við erum til ráðgjafar á öllum sviðum landbúnaðar.

Hvernig sem landið liggur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum og öðrum aðilum upp á fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu.

Hjá RML starfar hópur sérfræðinga sem býr y r mikilli þekkingu á starfsumhver landbúnaðarins.

www.rml.is s. 516 5000

Hvernig býrðu til kókómjólk?

Skilst að það hafi eitthvað að gera með græn sundgleraugu og mold.

Eru gíraffar með bílpróf?

Varla keyra þeir próflausir.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Fannst þetta spennandi nám.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Gýgjarhólskot í Árnessýslu, einkunnarorð sumarsins voru eftirminnileg „það er

ÁGÚST GESTUR

GUÐBJARGARSON, 1995 frá Syðri-Ey, Austur Húnavatnssýlu

svo mikilvægt að vera töff“.

Hvað tekur við eftir nám?

Búskapurinn.

Hjúskaparstaða?

Einhleypur.

Gullmoli bekkjarins?

Kristinn Högnason.

Draumurinn er að búa með…?

Sauðfé.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Eddu.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Eddu, einfalt svar.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Guðbjörg Gestsdóttir, Blönduósi

Breyta gjafaaðstöðunni í öðrum fjárhúsunum heima, löngu orðið tímabært.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Sigurður Yngvi Friðriks.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri líklegast mógolsóttur ferhyrndur kynbótahrútur.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Eins og eldri nemandi sagði við mig eitt sinn „þetta venst“ og var þá að tala um þynnku.

Er hægt að detta af kyrrstæðum hesti?

Já, ef áfengismagnið er meira í knapanum en hestinum.

ALBERT RÚTSSON, 1994

frá Skíðbakka 1, Austur-Landeyjum

Eyjafirði. Eftirminnilegasta atvikið var væntanlega þegar ég var að skríða heim á bæinn í skjóli nætur eftir skrall á Akureyri bara til þess eins að ramba á vitlausa Svertingsstaði. Í kjölfarið þurfti að kalla út verknámsbændurna til að ná í mig og leiða mig alla leið upp í bæli. Guð blessi þau.

Eyfellski sjarmörinn Rútur Pálsson, Hvassafelli undir Eyjafjöllum

Bústýran Guðbjörg Albertsdóttir, Skíðbakka 1, Austur-Landeyjum

Með fádæmum skemmtilegt, fyrir utan það kannski hversu oft fólk hefur komið seinnipartinn og skilið eftir urmul tómra bjórdósa heima hjá mér.

Draumurinn er að búa með…?

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Af því að heilafrumufjöldi minn reyndist of lítill fyrir háskólanámið í höfuðborginni og þar sem ég er gerður úr afgöngum liggur best við að ég taki bara við búinu heima.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór í verknám á Svertingsstaði í

Hvað tekur við eftir nám? Klára að smíða “Ástarhofið” þar sem ég og frúin ætlum að æfa okkur og taka svo loks við blómlegu búi foreldra minna sem líta orðið hýru auga á ferðaþjónustuna.

Hjúskaparstaða?

Öllum að óvörum rakst ég á unga snót sem sá sér fært um að elska mig í meira en eina kvöldstund. Hún er svo vitlaus/ gáfuð (smekksmál) að halda í mig enn.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Konu ef þú ert gagnkynhneigður en líklega karlmanni ef þú ert samkynhneigður. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Teiknaði úrbætur að væntanlegu nautauppeldishúsnæði úr fjárhúsi því við neitum að lepja dauðann úr skel á Skíðbakka 1.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Mjólkurkýr eru peningar Hestar eru áhætta

Sauðfé er áhugamál

4
Daníel H. Magnúson, Syðri-Ey

HLUTVERK BÆNDA

ÍSLENSKU SAMFÉLAGI FYRR OG NÚ

Þegar

ég var ungur bóndi um síðustu aldamót var ég spurður hvenær í sögu Íslands byggðar ég hefði helst viljað vera uppi. Ég kvað landnámsöldina heilla mjög. Þó ekki vegna áhuga á vígaferlum, heldur blundaði í mér rómantísk hugmynd um að hefja búskap þar sem allt væri óspillt af mannavöldum. Líklega var ég undir sterkum áhrifum frá Egils sögu Skallagrímssonar, sem ég las í ML. Hún fjallar meðal annars um landnám Skallagríms, ættmenna hans og vina í Borgarfirði. Þó Skallagrímur ætti það að vísu til að láta höfuð fjúka ef honum mislíkaði, þá var hann fyrst og fremst mikill bóndi og iðjumaður, nýtti veiðihlunnindi, beit jafnt í dölum sem til fjalla, mýrarrauða til járnsmíða og rekavið til trésmíða. Hann dreifði mönnum sínum skipulega um héraðið í því augnamiði að nýta vel þessar gjafir náttúrunnar.

Síðar kynnti ég mér Íslendingasögurnar betur og komst að raun um að frásögnin af Skallagrími er undantekning. Oftar voru bestu búmennirnir fyrirferðarlitlir í sögunum, jafnvel gefið í skyn að þeir væru

huglausir. „Hetjurnar“ sem riðu um héruð og kúguðu hina smærri bændur hafa yfir sér dýrðarljóma. Dagleg störf voru eitthvað til að gera grín að. Þegar Skarphéðinn á Bergþórshvoli sagðist ætla í sauðaleit eða að veiða laxa þá var hann bara að djóka, hann var auðvitað að fara að drepa menn. Um bóndann Þórhall sem draugurinn Glámur í Grettis sögu ofsótti er sagt: „Þórhalli var vant hesta tveggja ljósbleikra og fór sjálfur að leita. Af því þykjast menn vita að hann var ekki mikilmenni.“ Á Sturlungaöldinni var firringin orðin enn meiri. Þegar herflokkarnir komu á bæina voru búrin tæmd, bændur og vinnumenn teknir nauðugir með í hernað. Sjálfstæði þjóðarinnar var á endanum fórnað.

Við skulum nú fara fljótt yfir sögu. Frá lokum Sturlungaaldar tókust konungur og kirkja á um völd og arð af landinu og vinnu alþýðunnar. Í skjóli þessara afla gátu fáeinir höfðingjar og einokunarkaupmenn safnað auði, en almenningur bjó við sultarkjör. Sjálfsþurftarbúskapur var meginreglan. Þegar illa áraði féll fé og fólk. Svo á síðari hluta nítjándu aldar fara hlutirnir að gerast. Sauðasala til Englands, greitt með gulli og silfri. Kaupfélögin eru stofnuð. Sláturhús, rjóma- og mjólkurbú, fólk flyst í kaupstaði,

5
Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ 1 við Þingvallavatn og dósent við LbhÍ
Í

markaður með landbúnaðarvörur verður til. Á fyrri hluta tuttugustu aldar mótast fyrirkomulag afurðasölumála, niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum eru teknar upp til að tryggja stöðugleika í verði á matvöru og ásættanlega afkomu bænda. Offramleiðsla á landbúnaðarvörum gerir vart við sig. Eitthvað sem forfeðrum okkar og formæðrum á miðöldum hefði líklega ekki órað fyrir. Nýjar búgreinar ryðja sér til rúms. Neyslumynstur breytist. Ket og smér verður óhollt, en pasta hollt. Búvörusamningar eru gerðir milli ríkis og bænda, þó ekki fyrir allar búgreinar, né fyrir landbúnaðinn sem heild, enn sem komið er.

Á nýrri öld blómstrar bankakerfið. Ísland verður Panama norðursins. „Hetjur“ fjármálalífsins græða á daginn og grilla á kvöldin. Þar til ský dregur fyrir sólu. Allt hrynur; bankarnir, krónan, fjármálin. Við göngum alls kyns konungum á hönd til að lifa af. En í öldurótinu fer að glitta í raunhagkerfið. Fiskur, lambakjöt og mjólk verður málið. Fólk ræktar kartöflur. Ket og smér verður aftur hollt, pasta óhollt. Frjósemi landsmanna nær nýju

hámarki undir sæng kreppunnar. Trú þjóðarinnar á bændum verður svo mikil að landbúnaðurinn verður meðal fárra atvinnugreina sem ekki fær afskrifaðar skuldir í stórum stíl. Svo fara eldfjöllin að gjósa, hvert á eftir öðru. Ferðamenn flykkjast til landsins. Þeir koma með gjaldeyri. Krónan styrkist. Laun hækka, mikið hjá sumum, minna hjá öðrum. En lækka hjá bændum, mörgum hverjum. Engin Móðuharðindi, en samt fjandi fúlt. Hvað getum við gert til að styrkja stöðu okkar?

Lærum af reynslu aldanna. Hættum að láta „hetjurnar“ kúga okkur. Tökum málin í okkar hendur. Látum ekki kerfið koma í veg fyrir gott samband milli bónda og neytanda. Verum sveigjanleg, setjum verð á það sem við getum verið sammála um að sé einhvers virði. Byggðina í landinu, gróðurauðlindina, öruggar og góðar matvörur, sjálfbæra framleiðslu.

Kæru búfræðingar. Það er og verður alltaf best að lifa í núinu. Gangi ykkur allt í haginn.

Hvort eru fleiri kafbátar á himninum eða flugvélar í sjónum?

Kafbátar á himninum, þeir þurfa líka að ferðast.

Hvort eru tígrisdýr bröndótt eða röndótt?

Fer eftir því hver málaði dýrið.

Hvort eru asnar með dindil eða rófu?

Fer eftir því hvort asninn átti afkvæmi með rollu eða hundi.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Því ég taldi að þetta væri góður undirbúningur áður en maður tekur við búinu heima.

INGVAR HERSIR

SVEINSSON, 1995

frá stórbúinu Reykjahlíð á Skeiðum

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór norður í land á Svalbarð í Suður–Þingeyjarsýslu. Eftirminnilegast er að hafa náð að sökkva traktor við jarðvinnslu.

Hvað tekur við eftir nám?

Ef allt gengur að óskum fer maður beint heim að búa. Þó veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.

Hjúskaparstaða?

Ótrúlegt enn satt þá fann ég mér konu hérna á Hvanneyri. Gullmoli bekkjarins?

Það koma margir til greina, en ætli það verði ekki keppni á milli Sigurðar fyrir gullkornin sín og Stefáns fyrir sinn einstaklega smitandi hlátur.

Draumurinn er að búa með…?

Ætli draumurinn sé ekki að búa með konu og svo mætti hún sleppa því að eiga kindur þá er ég nokkuð sáttur.

Sveinn Ingvarsson frá Reykjahlíð

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Skemmtilegra föstudagsmorgna..

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Edda Þorvalds yrði fyrir valinu, hefði gaman að fá hennar sýn á hluti ótengdum skólanum og ef það væri laust pláss við borðið tæki maður Hauk Þórðar með!

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Hannaði nýtt tveggja róbóta fjós heima, gerði það því ég ætla mér einn daginn að byggja mér nýtt fjós.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri brún kollótt kind eins og Daníel

Atli myndi orða það. Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Munið málsháttinn góða „Gott er hjá þeim að sofa sem hægt er hjá að vakna“

6
Katrín Helga Andrésdóttir frá Stóra Kroppi

VIÐ LEGGJUM GRUNN AÐ GÆÐUM

Í öllum þeim fjölbreyttu störfum sem tengjast íslenskum landbúnaði, hvort sem það er að yrkja landið, fóðra dýr, girða af land eða framleiða matvæli - þá er Bústólpi aldrei langt undan.

Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350 - www.bustolpi.is

LILJA DÓRA

Hvað þarf mörg egg í eina hænu?

Borða hænur egg?

Hvort eru tígrisdýr bröndótt eða röndótt?

Fer eftir því hvort þú sért litblindur eða ekki.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Vegna þess að ég ætla mér að verða bóndi og þetta var nám sem á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór í Skipholt í Hrunamannahrepp til þeirra Bjarna og Gyðu. Dvölin var í raun í heildina litið mjög eftirminnileg. Þau voru mjög dugleg að fara með mig að sjá eitthvað skemmtilegt og taka mig

með á rúntinn að gera hitt og þetta. Fyrir utan það hvað mér leið vel þarna og fannst ég geta látið eins og heima hjá mér strax á fyrsta degi.

Hvað tekur við eftir nám?

Ég ætla mér að fara í förðunarnám í haust og síðan fer ég inn í búskapinn á Syðri-Hofdölum.

Hjúskaparstaða?

Á föstu með Friðrik Andra frá SyðriHofdölum.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Ég elska allt við lífið hér á Hvanneyri en þá sérstaklega félagslífið og það hvað þetta er mikið og gott samfélag.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Þegar Stefán kom með vígalega Costco köku í skólann á afmælisdaginn Jóns... Það var mjög krúttlegt! Draumurinn er að búa með…?

Kýr, kindur, hesta og jafnvel eins og eitt eða tvö svín.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Það er nú alls ekki flókið.. Haukur Þórðar yrði allan daginn fyrir valinu!

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég gerði myndband um íslenskan búskap og hvernig hann er öðruvísi en erlendur þar sem ég tók viðtal við bændur og börn. Mér fannst þetta þörf umræða og finnst alltof margir Íslendingar sem þekkja þetta ekki.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri móbotnuflekkótt hyrnd kind..

Veit að Friðrik Andri myndi fíla mig þannig.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Bara ef þið eruð að hugsa um þetta nám, hættið að hugsa og drífið ykkur.. Ég lofa að þið sjáið ekki eftir því!

Hvað þurfa mörgæsir margar fóðureiningar á dag?

Fer eftir hvort þær eru á Norður- eða Suðurskautinu.

Hvort eru asnar með dindil eða rófu?

Eru þeir ekki með hala?

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Hef alltaf haft áhuga á búskap og langaði að afla mér þekkingar á því sviði. Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Keldudal í Skagafirði. Þegar fyrstakálfskvíga ákvað að bera um miðja nótt. Bóndinn var ekki heima og kálfurinn kom afturábak.

Hvað tekur við eftir nám?

Stefni á að fara á Hóla og vonandi fara á fullt í búskap. Hjúskaparstaða?

Á föstu.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Mjög vel, dásamlegt að vera hér. Gullmoli bekkjarins? Ásta.

Draumurinn er að búa með…?

Allt mögulegt en aðallega hross. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Rannsakaði fóðrun folalda eftir mjólkurskeið. Fannst það áhugavert efni. Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Svartflekkótt og hyrnd.

8
Bjarni Kristinn Þórisson frá Kópavogi Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir frá Mannskaðahóli BJARNADÓTTIR, 1996 frá Mannskaðahóli, Skagafirði
Elínborg Guðmundsdóttir frá Akranesi
THELMA BJÖRK JÓNSDÓTTIR, 1998 frá Akranesi

TÍMI

er komið að ákveðnum tímamótum í mínu lífi þar sem ég hef hafið skrif á BSlokaritgerð og skólagöngu minni við Landbúnaðarháskóla Íslands því senn að ljúka. Það á eftir að reynast mér mjög erfitt að kveðja Hvanneyri enda hefur þessi staður mótað mig og þroskað á svo margan hátt. Skólagangan hefur einkennst af mikilli gleði, þekkingu og samstöðu nemenda þótt vissulega komi oft erfiðir tímar inn á milli. Á þessari stundu sit ég uppi í skólastofu umkringd fólki sem ég hef kynnst á leið minni í gegnum námið og erum við eins og ein stór fjölskylda. Samstaða og samheldni íbúa hér á Hvanneyrinni okkar er engu lík, aðstaðan er frábær og náttúran guðdómleg. Kennarar og annað starfsfólk er alltaf til staðar fyrir okkur og gott betur en það. Sem dæmi um það má nefna einn ónefndan kennara sem færði okkur lakkrístoppa í síðustu viku þegar við sátum sveitt að læra fyrir próf.

Landbúnaðarháskólinn hefur upp á margt að bjóða hvort sem litið er á háskólanám eða námsleiðir í starfsmenntadeild. Á háskólastigi er hægt að velja um fjórar mismunandi brautir og á starfsmenntastigi eru þær fimm. Skólinn býður líka upp á meistara- og doktorsnám en gott samstarf er á milli Landbúnaðarháskólans og háskóla erlendis fyrir þá sem eru í útrásarhug.

Landbúnaðarháskólinn hefur starfstöðvar víða um land en kennsla fer að mestu leyti fram á Hvanneyri í Borgarfirði og Reykjum í Ölfusi.

Eins og flestir vita er nemendafélag Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri mjög virkt og viðburðir þess draga að fólk frá öllum landshornum. Það eru fáir sem kunna jafn vel að skemmta sér og Hvanneyringar og verður enginn svikinn af dansiballi hér. Stærstu viðburðir félagsins eru leðjubolti, Viskukýrin, hrútauppboð, árshátíð, Skeifudagurinn og bjórbolti svo fátt eitt sé nefnt. Það þarf þó ekki viðburði til þess að nemendur komi saman þar sem Kollubar er alltaf opinn á þriðjudögum og fimmtudögum og eru nemendur duglegir að nýta sér það. Aldrei hef ég skemmt mér jafn vel og eftir að ég flutti á Hvanneyri og verða síðast liðin þrjú ár seint toppuð. Ég býst fastlega við því að fá fráhvörf næsta haust sem bóndastúlka austur á landi en ég mun koma aftur, það er nokkuð ljóst. Ég er bæði þakklát og stolt af því að vera nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands og held út í lífið með fullt af vitneskju og góðum minningum í farteskinu.

9
Þuríður Lillý Sigurðardóttir frá Sléttu, Búvísindi 3 ár DÝRMÆTUR

Hafa bleikjur drukknað á þurru landi?

Ekki bleikjurnar fyrir austan allavega. Er hægt að detta af kyrrstæðum hesti?

Það geta bestu knapar landsins lent í því og þar er ég efstur á lista.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Því mig langaði að læra, hafa gaman og kynnast skemmtilegu fólki.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór á Hest í Borgarfirði til Helga og Snædísar. Það eftirminnilegasta var

STEFÁN BRAGI BIRGISSON, 1995 frá Galtastöðum, Ytri- Hróarstungu

sennilega þegar Helgi festi dráttarvélina út í flagi með valtarann aftan í og ég mátti ekki segja neinum frá því. Hvað tekur við eftir nám?

Það er bara búskapur og vinna. Hjúskaparstaða?

Á lausu.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Gæti sennilega ekki verið betra. Gullmoli bekkjarins?

Jón Þór Jónsson (Rauði refurinn). Draumurinn er að búa með…?

Góðri búkonu!

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Fimmtudagskvöldanna og allra góðu vinanna sem maður er búinn að kynnast hérna.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Klárlega Hauki Þórðar. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég gerði mismun á kostnaði, heygæðum og tíma á þurrheysverkun og rúlluverkun. Ég gerði það aðallega til að sjá hvað ég er að spara mikið á því að heyja þurrhey og rúllur í staðinn fyrir eingöngu rúllur.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri sennilega ferhyrnd skjöldótt kind.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því að mæta hingað því get ég lofað.

Eru gíraffar með bílpróf?

Bara þessir doppóttu.

Hvort kom á undan hænan eða haninn?

Kemur karlinn ekki alltaf á undan?

HÓLMFRÍÐUR RUTH

GUÐMUNDSDÓTTIR, 1990

frá

Syðri-Fljótar, vestur Skaftafellssýslu.

Hvað tekur við eftir nám?

Flytja á Suðurlandið og fleira skemmtilegt.

Hjúskaparstaða?

Á föstu.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Bara æðislegt.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Leðjuboltinn.

Gullmoli bekkjarins?

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Ég hef mikinn áhuga á dýrum og að vinna í kringum þau. Þetta hljómaði mjög áhugavert og skemmtilegt nám. Sé ekki eftir því að hafa sótt um.

Hvert fórstu í verknám?

Partý Magga.

Draumurinn er að búa með…?

Hestum og kannski nokkrum geitum!

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Mun sakna þess að búa ekki í næsta húsi

Valgerður Jóna Eyglóardóttir frá Reykjavík

frá bestu vinkonum mínum.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Hugsa að ég myndi bjóða Eddu minni.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég skrifaði um tannheilsu hrossa og tannröspun.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Mórauð og hyrnd.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Vallarfoxgrasið er besta grasið.

10
Biggi Húsasmiður frá Egilsstöðum Lára klæðskeri frá Egilsstöðum Guðmundur Jónsson frá Reykjavik
Mosfellsbæ

AÐ KAUPA NÝJA

DRÁTTARVÉL

Það

getur virkað einfalt að kaupa nýja dráttarvél en það er það í rauninni ekki. Að mörgu þarf að hyggja og ekki einfalt að ákveða hvað hentar búinu best. Líklega er of margir sem kaupa vél með búnaði sem sjaldan eða aldrei er notaður. Líka eru til dæmi um að keypt er of einföld vél sem fljótt verður til vandræða og enginn verður ánægður með. Vélin þarf að passa fyrir verkefni og verkfærin á bænum til þess að hún nýtist sem best.

Eitt af því sem verður að skoða er að vélar í sömu seríu geta haft mjög ólíka eiginleika. Nokkur dæmi eru um að vélar reynast of litlar fyrir verkefni sem þeim er ætlað. Þá er settur í þær tölvukubbur til að auka aflið svo þær ráði við verkefnið. Það er líklegt til að draga fljótlega dilk á eftir sér. Talsverðar líkur eru á að vélin gefi sig vegna þess að henni er misbeitt. Því ef upphaflega mótoraflið er ekki nóg er líklegt að gírkassi, driföxlar og lyftubúnaður sé ekki heldur nógu öflugt ef takast á við stærri og þyngri verkefni en vélinni var ætlað í upphafi.

Þó er líklega mun algengara á Íslandi að keyptar séu of stórar vélar með miklum dýrum búnaði sem sjaldan eða aldrei er notaður. Ef skoðuð er kauphegðun má sjá að nýjasta vélin á bænum er yfirleitt alltaf stærsta vélin og með mesta búnaðinum en ekki víst að önnur tæki eða bústærð gefi tilefni til þessarar stækkunar. Því má velta fyrir sér hvort ekki sé réttara að nýjasta vélin

sé af þeirri stærð að hún henti til sem flestra verka s.s. rúllukeyrslu, sláttar, snúnings og þessháttar verka.

Tökum dæmi um bæ þar sem er 11.000l mykjudreifari, rúllubindisamstæða og 3,5 metra breiður pinnatætari, önnur tæki gera ekki miklar kröfur um dráttargetu eða mikið afl. Til samans eru þessi tæki notuð 172 vinnustundir á ári. Fyrir þessi verkefni gæti hentað 120 – 150 hö. vél sem gæti dugað í tíu til fimmtán ár jafnvel þótt hún væri keypt nokkra ára gömul til að spara fjármagnskostnað. Þessi vél þarf ekki endilega að vera útbúin með öllum flottasta og dýrasta búnaði sem völ er á heldur mikið frekar þarf hún að hafa nægjanlegt vélarafl og dráttargetu til að ráða við erfiðustu verkefnin. Aðalvélin á flestum bæjum gæti verið u.þ.b. 100 hö. vél sem notuð er í flest eða öll önnur verkefni á bænum. 100 hö. vél er mun ódýrari í innkaupum og margfalt ódýrari í rekstri en stóra vélin og hentar yfirleitt mun betur í léttari verkefni en stærri vél.

Ef við gefum okkur til viðmiðunar ákveðið bú þar sem ræktað land er 75 ha og af því eru slegnir 55 ha tvisvar. Endurræktaðir eru 10 ha árlega, dreift er 1500 tonnum af skít og rúllaðar eru 1400 rúllur á ári. Gert er ráð fyrir 15 mín á dag að meðaltali í ýmsa ámoksturstækjavinnu t.d. vegna gjafa á rúllum, snjómoksturs, girðingarvinnu og moksturs.

Ef að maður reiknar út afköst búvéla út frá

11
Haukur
Þórðarson & Jóhannes Kristjánsson, kennarar við LbhÍ
Jóhannes Kristjánsson Haukur Þórðarson

ráðlögðum aksturshraða og aflþörf hvers verks út frá viðmiðunum vélaframleiðanda þá gæti vélanoktun á ári litið svona út (sjá töflu 1). Notkun dráttarvéla á búinu á ári væru 656 vst í hið minnsta.

Ef við skoðum hentugustu vélasamsetningu fyrir fyrrnefnt bú þá er ljóst að það þarf að lágmarki tvær vélar á búið. Heyskapurinn kallar á það að tvær vélar séu að vinna á sama tíma.

Samkvæmt erlendum heimildum er meðallíftími fjórhjóladrifinna dráttarvéla 12.000 vinnustundir.

Sökum áhættu vegna bilana og kostnaðar við bilanir er líklegt að skynsamlegt sé að endurnýja vélar við lægri vinnustundafjölda. En margir þættir hafa þar áhrif t.d. árleg notkun og er reglan sú að því minna sem vélar eru notaðar á ári því lengur borgar sig að eiga þær. Í þessu dæmi skulum við miða við að dráttarvélarnar verði seldar áður en þær ná 6000 vst.

Út frá töflu 1 má áætla að það henti búinu vel að eiga eina dráttarvél sem er á milli 80-100 hö og aðra á bilinu 140-160 hö. Með þeirri dráttarvélasamsetningu ætti að vera með góðu móti hægt að sinna öllum verkum á búinu.

Verðlagning véla fer eftir stærð þ.e. því stærri sem dráttarvélin er, mælt í afli mótors, því dýrari er hún. Margir aðrir þættir spila líka inní eins og tæknibúnaður,

framleiðandi o.fl.

Dýrt er að kaupa nýjar vélar, þær falla hratt í verði fyrstu árin og oft fylgir slíkum kaupum mikill fjármagnskostnaður. Kosturinn við nýjar vélar aftur á móti er sá að þær bila síður en eldri vélar og eru því öruggari.

Ef við snúum okkur aftur að dráttarvélasamsetningunni á dæmabúinu þá koma hér á eftir nokkur dæmi um dráttarvélakostnað. Dæmin eru reiknuð miðað við mismunandi dráttarvélasamsetningu á búinu, út frá kaupverði nýrra og notaðra véla. Reikniformúlur til útreiknings á dráttarvélakostnaðinum eru fengnar úr upplýsingariti um búvélakostnað (Iowa State University, 2015). Reiknilíkanið tekur tillit til afskrifta, viðhaldskostnaðar, viðgerðakostnaðar, tryggingakostnaðar, geymslukostnaðar, eldsneytiseyðslu og fjármagnskostnaðar.

Stórar dráttarvélar eru dýrar, ný velbúin 150 hestafla dráttarvél af traustri gerð með miklum aukabúnaði, breiðum dekkjum, fjaðrandi framhásingu, frambúnaði, framlyftu og rafstýrðum vökvaspólum gæti kostað á bilinu 13-15 milljónir. Miðum við 14 milljónir.

Sé slík vél keypt er líklegt að hún yrði notuð í sem flest verk á búinu enda aðrar vélar á búinu líklega eldri og ekki eins skemmtilegar í akstri.

Miðað við vélanotkunina hér að ofan má gera ráð fyrir að vélin yrði notuð í öll verk nema við heyþyrluna, múgavélina, valtann og sáðvélina. Miðað við þá notkun væri hún keyrð 429 tíma á ári.

Væri hinsvegar til lipur og góð dráttarvél sem myndi sjá um alla ámoksturtækjavinnu og rúlluakstur þá yrði stóra vélin bara notuð í rúllun, við haugsuguna, pinnatætingu og við slátt. Miðað við þá notkun þá yrði hún notuð 214 tíma á ári.

Ef við tökum síðan til samanburðar nýja 105 hestafla dráttarvél af traustri gerð með töluverðum aukabúnaði t.d. breiðum dekkjum, rafstýrðum vökvaspólum og forritunarmöguleikum í tölvu. Slík vél gæti kostað á bilinu 8-10 milljónir.

Mynd 1. Dreifing árlegra búvélaverka eftir aflþörf.

12
Tafla 1. Aflþörf og vinnustundafjöldi búvéla m.v. ákveðna vélaeign.

Tafla 2. Kostnaður við 150 hestafla dráttarvél við mismunandi árlega notkun.

Tímar á ári

Ending ár m.v 6000 tíma notkun

Eldsneytiskostnaður

13 1.085.308

28 488.996

Tafla 3. Kostnaður við 105 hestafla dráttarvél

Tímar á ári

Ending ár m.v 6000 tíma notkun

mismunandi árlega notkun.

33 308.870

14 754.256

Gerum ráð fyrir að hún sjái um þau verk sem stóra vélin sinnir ekki í dæminu hér að ofan (tafla 2).

Sjá má að minni vélin er mun ódýrari á hverja vinnustund miðað við notkun og því hagstæðara að nota hana sem mest í þau verk sem hún ræður við (Tafla 3). Einnig er vert að spyrja sig hvort að ekki væri skynsamlegra að kaupa stærri vélina notaða sé þess kostur sérstaklega ef hún er bara notuð um 200 tíma á ári. Notuð vél væri með minni fjármagnskostnað og lægri árlegan eignakostnað.

Hugmyndin með þessari grein er að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort nýjasta vélin þurfi endilega alltaf að vera stærri en sú eða þær sem eru fyrir. Einnig hvort skynsamlegt geti verið að endurnýja með notaðri vél sé það valmöguleiki. Eins og sjá má á þessum tölum hér fyrir ofan er klárlega hægt að spara umtalsverða fjármuni án þess að það eigi að koma sérstaklega niður á gæðum vinnu eða afköstum. Í dag er í flestum tilfellum hægt að fá minni vélar með flestum þeim búnaði og þægindum sem boðið er upp á í stærri vélum eða í það minnsta öllum þeim búnaði sem þörf er á hjá venjulegu búi.

Kr/vinnustund

Heildarkostnaður á ári

2.997.617

1.807.218

Heimildir:

Kr/vinnustund

Heildarkostnaður á ári

1.103.236

1.956.502

Iowa State University (2015). Estimating Farm Machinery Cost .

27.mars 2018 af: https://www.extension.iastate.edu/AGDM/

Sauðkindin

allt gott skilið

475
6.311
214
8.445
Sótt
Eldsneytiskostnaður
181
6.095
442
4.426
við
á
Sendum um allt land dnabmasuðfaH 570 9800 FB Verslun Selfossi Austu rvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 570 9850 FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 570 9860 Sérblandað fóður fyrir íslensku sauðkindina Steinar, stampar og fóður www.fodur.is
Grínleikar Grana - Haltur leiðir blindan. Jón Þór og Albert ávallt kátir í fjósinu. Í GLEÐI OG LEIK Grínleikar
Grana
-
Daníel Atli að detta
af baki. Bjarki og Jóhannes Geir í búfjárræktarferð 2016.

Kubota heyvinnuvélar

KUBOTA heyvinnuvélar eru fáanlegar í öllum stærðum og gerðum og henta því á sérhvert bú.

Sláttuvélar - miðjuhengdar í vinnslubreiddum 2,8 m upp í 4,0 m. Þriggja-hnífa diskar tryggja þéttan og góðan slátt

Rakstarvélar - einnar stjörnu með vinnslubreidd upp í 4,6 m - tveggja stjörnu með vinnslubreidd upp í 9 metra og fjögurra stjörnu vélar með vinnslubreidd upp í 15 metra.

Snúningsvélar - fjögurra, sex, átta og tíu stjörnu vélar með vinnslubreidd frá 4,6 m upp í 14,0 m

Rúlluvélar - Lauskjarna rúlluvélar með öflugum mötunarbúnaði, netbindingu söxun og skila þéttum og góðum rúllum.

Pökkunarvélar - Fáanlegar með einum eða tveimur örmum, dragtengdar, lyftutengdar og staðbundnar. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar

ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnesi 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is

Hver á þennan bústað já eða nei?

Nei eða já.

Hvort eru fleiri kafbátar á himninum eða flugvélar í

sjónum?

Flugvélar í sjónum.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Mig langaði að læra meira um landbúnað og er áhugamálið mitt skepnur.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Hamar í Hegranesi, Skagafirði hjá

VILBORG RÚN

GUÐMUNDSDÓTTIR, 1994

frá Vatnsleysu 1, Biskupstungunum

yndislegu fólki, þegar afinn blastaði útvarpinu á kvöldin.

Hvað tekur við eftir nám?

Flytja í Flatey á Mýrum og gerast

fjósameistari á búinu.

Hjúskaparstaða?

Í sambandi með Birgi Frey Ragnarssyni frá Akurnesi í Nesjum.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Mér líkar mjög vel við dvölina hér og það er mjög gott að búa hérna. Gullmoli bekkjarins?

Ásta Sigurðardóttir.

Draumurinn er að búa með…?

Kýr, hesta, nokkra ketti, hunda, hænur og jafnvel nokkrar ullarpöddur.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Staðarins, skólans og fólksins sem maður er búinn að kynnast í gegnum námið.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Ég gerði samanburð á sex vikna og átta vikna geldstöðu mjólkurkúa fyrstu vikurnar.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri sælleg grá hyrnd kind.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Ég mæli hiklaust með náminu, miklu meira en maður gerði sér grein fyrir að læra í náminu og njóta þess að vera á staðnum.

Hvað þarf mörg egg í eina hænu?

Hahaha.. ha?

Hafa bleikjur drukknað á þurru landi?

Já, og flestar í Húnavatnssýslunum.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Alltaf gaman að læra eitthvað sem maður hefur áhuga á og þar sem ég stefni á að stunda búskap í framtíðinni þá er ekki spurning að stunda nám sem mun nýtast manni út lífið.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór í verknám í Laxárdal í Hrútafirði til snillinganna Jóa og Jónu. Það mun alltaf vera eftirminnilegt hvað það var

auðvelt að búa hjá þeim og hvað þau tóku vel á móti manni. Einnig lærði ég alveg helling í sauðburði og fékk að gera margt sem ég hafði ekki gert áður. Hvað tekur við eftir nám?

Ætli maður fari ekki á vinnumarkaðinn að safna í baukinn og fari svo vonandi að búa fljótlega og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Hjúskaparstaða?

Á föstu með Jóhannesi Geir Gunnarssyni.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Lífið hér á Hvanneyri gæti hugsanlega ekki verið betra að mínu mati, allir nánir félagar, margir nýir vinir og stutt að kíkja í heimsókn. Maður er alveg spenntur að útskrifast og klára þennan áfanga, en það verður leiðinlegt að fara frá staðnum.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Þegar Daníel Ólafsson fékk gat á hausinn er mjög ofarlega.

Gullmoli bekkjarins?

Jón Þór Jónsson (Rauði refurinn). Draumurinn er að búa með…?

Sauðfé og mikið af því.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Hauki Þórðarsyni, ekki spurning.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Ég kom með hugmyndir að breytingum á fjósinu heima fyrir uppeldi og hannaði nýtt fjós fyrir einn mjaltaþjón.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Ef þið hafið áhuga á búskap ekki hika við að skrá ykkur í þetta nám og njótið tímans á Hvanneyri.

16
Bjarni Kristinn Þórisson frá Kópavogi Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir frá Mannskaðahóli STELLA DRÖFN BJARNADÓTTIR, 1997 frá Mannskaðahóli, Skagafirði Guðmundur Sigurðsson frá Vatnsleysu Sigríður Egilsdóttir frá Selfossi

NÝJIR VERKNÁMSBÆNDUR

Þann

1. janúar 2015 tókum við Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson við búinu Urriðaá í Miðfirði.

Dagbjört er fædd og uppalin á Egilsstöðum og Ólafur á Þaravöllum í Hvalfjarðarsveit. Nú í dag rekum við 600 kinda sauðfjárbú á Urriðaá og einnig erum við með nokkur hross og tvo smalahunda. Dagbjört er útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri og Ólafur útskrifaðist sem vélvirki frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi.

Hvernig er ykkar upplifun á verknáminu?

Við vorum mjög hrifin af því að taka að okkur verknema. Við lærðum helling á því að spá í verkefnin með nemendanum. Einnig er frábært að fá góðan vinnukraft á anna tímum í sveitinni.

Hvers vegna ákváðuð þið að vilja taka á móti verknemum?

Við fórum að tala um þetta strax eftir að við keyptum jörðina að gaman væri að prófa að taka að sér verknema. Við vildum komast almennilega inn í búskapinn áður en við tókum við fyrsta verknemanum. Síðast liðið vor vantaði okkur einnig auka aðstoð á sauðburði þar sem Dagbjört var barnshafandi og þá var tilvalið að taka verknema.

Mynduð þið vilja hafa verknámið eitthvað öðruvísi?

Uppsetning á verknáminu er nokkuð góð. Bóklegu verkefninn mættu vera færri á meðan á verknáminu stendur. Ekki væri verra ef verknámið myndi ná lengra fram á sumarið svo nemendur fái meiri reynslu af vinnu á vélum.

Finnst ykkur verknámið vera á réttum stað á námsferlinum?

Það er nauðsynlegt fyrir nemendur sem ekki eru aldir upp við búskap að læra undirstöðu atriði í búfræðináminu áður en haldið er út í verknámið. Einnig er góð reynsla fyrir nemendur að fara á annað ár í búfræði með reynslu af verknámsbúinu.

Mælið þið með því að vera verknámsbóndi?

Já við mælum klárlega með því. Lærdómsríkt að aðstoða nemendann við verkefnin sem snúa að búinu og kynnast ungu fólki sem hafa svipuð áhugamál og maður sjálfur. Þetta er vissulega krefjandi á tímum en gefandi og góð reynsla.

17
Urriðaá í Miðfirði

Árlega er farið í svo kallaðan leðjubolta niður á eyrarnar við Hvanneyri sem þykir afar skemmtilegt sport og hefur það ávallt verið mjög vinsælt meðal nemenda. Einnig eru margir sem gera sér ferð þangað niður eftir til þess eins að horfa á og hafa gaman af hamagangi þeirra sem taka þátt.

HRÚTAVINAFÉLAGIÐ HREÐJAR 2017/18

Hrútavinafélagið

Hreðjar var stofnað af hóp nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2003. Þetta er því 15. árið sem félagið er starfandi. Félagið heldur hina ýmsu viðburði yfir veturinn til að efla félagsstarf skólans. Oftar en ekki eru þeir vel sóttir enda er íslenska sauðkindin mesta og besta búfjárkyn landsins.

Veturinn byrjaði vel hjá okkur og var fyrsti viðburðurinn haldinn snemma. Við settum upp smá keppni fyrir nemendur í hrútaþukli og urðu þau Ingvi Guðmundsson og Jóna Kristín Vagnsdóttir að deila efsta sætinu í því Þegar leið á haustið var komið að hinni árlegu rúningskeppni sem var haldin í annað sinn. Líkt og árið áður var hún gríðarlega vel sótt og stefnir allt í að það verði að stækka fjárhúsið á Hesti ef þessi keppni á að halda áfram á komandi árum. Í þetta skiptið voru sex keppendur og sigurvegarinn var, eins og í hrútaþuklinu, Ingvi Guðmundsson.

Þá var komið að Hrútauppboðinu. Það hefur skapað sér hefð að bjóða upp hrútinn Hreðjar föstudaginn fyrir árshátíð NLbhÍ. Þá getur maður keypt sér hlut í Hreðjari og á sama

Frá rúningskeppni.

tíma tryggt sér boð á grillveisluna sem haldin er á vorin. Eins og alltaf er þessi viðburður gríðarlega vel sóttur og fyllist fjóshlaðan af fólki. Að þessu sinni var Hreðjar svartur að lit, hyrndur að venju og afar sællegur með sig.

Eftir áramótin var síðan komið að Hreðjarsferðinni en það er hefð hjá Hreðjari að fara í óvissuferð á nokkra vel valda bæi. Í þetta sinn var ferðinni heitið upp á Snæfellsnes og litum við í húsin í Mýrdal og á Ystu Garða. Þar var vel tekið á móti okkur en það voru um 60 manns í ferðinni. Lokaviðburður Hreðjars er síðan alltaf á vorin en þá er það hreðjarsgrillið. Þá geta menn sem keyptu sér hlut í Hreðjari á uppboðinu um haustið, komið og fengið sér úrvals lambakjöt.

Starf Hrútavinafélagsins hefur gengið vel í vetur og stjórnin að öllu leiti ánægð með þátttöku á viðburðunum. Við tekur ný stjórn í haust eins og hefur verið og því þakkar fráfallandi stjórn fyrir sig og þátttöku manna á viðburðum okkar í vetur

19
Daníel Atli Stefánsson, forystuhrútur
Hreðjar fimmtándi.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Útaf meiri menntun tengdri búskap og félagslífinu.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég var í verknámi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði.

Eftirminnilegasta atvikið var þegar við vorum að hleypa kúnum út í fyrsta sinn og skemmtilega við það var að við buðum öllum sem vildu koma og sjá. Þannig þetta endaði sem góð sýning.

Hvað tekur við eftir nám?

Vinna við smíðar.

Hjúskaparstaða?

Á lausu.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Eftirminnilegasta atvikið var á fyrsta viðburði skólans sem hét nýnema sprell.

Það var svo spennandi að kynnast nýju fólki í skemmtilegum ratleik í góðu veðri sem endaði með frábærri skemmtun á Kollubar.

Gullmoli bekkjarins?

Hannes Orri Ásmundsson.

Draumurinn er að búa með…?

Bú með kúabúskap og hesta sem áhugamál.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Sjá hvort það borgi sig að breyta fjósinu heima í róbótafjós af því það getur verið pæling að framkvæma það eða smíða nýtt fjós.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri svartur hyrndur hrútur með hvíta stjörnu á enni.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Lifa og njóta þess að vera í námi á Hvanneyri því þetta er fljótt að líða og verðið að passa ykkur á kleinunum.

20
Ágúst Gunnarson frá Stærri-Bæ Anna Margrét Sigurðardóttir frá Kópavogi
SIGURÐUR YNGVI ÁGÚSTSSON, 1995 frá Stærri-Bæ í Grímsnesi og Grafn. Hvað þarf mörg egg í eina hænu? 2/1x(2-1) = 2 egg Hvort eru fleiri kafbátar á himninum eða flugvélar í sjónum? Veit það ekki. Eftirfarandi aðilar óska búfræðingum til hamingju með áfangann: Búlausnir Sveitakarlinn ehf Smáspunaverksmiðjan Uppspuni Uppsteypa ehf Hvanneyrarbúið Verkstæðið Árteigi Hespuhúsið

NÝJIR VERKNÁMSBÆNDUR

Ég heiti Rebekka Eiríksdóttir og bý á Stað í Reykhólahreppi. Ég er gift Kristjáni Þór Ebenezerssyni og við eigum tvær dætur Védísi Fríðu

16 ára og Anítu Hönnu 13 ára. Við búum í félagsbúi ásamt foreldrum mínum þeim Eiríki Snæbjörnssyni og Sigfríði Magnúsdóttur.

Ég útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri vorið 2005, en ég tók allt námið í fjarnámi. Ég útskrifaðist sem stúdent af íþróttabraut frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1996

Við Kristján höfum starfað við búskapinn ásamt því að stunda aðra vinnu síðan 1997. Ég hef starfað sem leiðbeinandi við Reykhólaskóla síðan árið 2000 og kennt ýmsar greinar en þó mest verkgreinar eins og smíði og myndmennt.

Í dag telur bústofninn um 700 kindur, 15 mjólkurkýr og 30 kálfa á ýmsum aldri og svo 30 landnámshænur.

Einnig erum við með æðarvarp og dúnhreinsistöð. Við erum búin að vera lengi í verkefninu Beint frá býli og og framleiðum hangikjöt, reyktan rauðmaga, bjúgu og reykta rúllupylsu.

Kristján Þór Ebenezersson, Rebekka Eiríksdóttir, Védís Fríða og Aníta Hanna.

Mín upplifun af verknáminu. Þetta var mjög skemmtileg upplifun en við erum svo sem ekki með mikla reynslu eins og er þar sem þetta var fyrsti verkneminn okkar. Þetta er mjög fróðlegt bæði fyrir nema og bónda og í okkar tilfelli var neminn af Austfjörðum, þar sem er önnur mállýska og stundum annað verklag. Og ég held að við höfum kennt hvort öðru marga hluti, oft á tíðum ekki síður við að læra heldur en neminn, Elvar Friðriksson.

Af hverju ákváðum við að taka á móti verknemum?

Systir mín, Harpa Björk sem útskrifaðist árið 2017 hvatti okkur til að verða verknámsbændur og við sjáum ekkert eftir því. Það er líka spennandi kostur að kynnast verðandi bændaefnum víðsvegar af landinu.

Myndi ég vilja hafa verknámið eitthvað öðruvísi?

Það mættu vera meiri samskipti á milli skólans og verkbóndans. Við höfum ekki mikla vitneskju hvort við séum að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til okkar. En tíminn sem nemarnir eru hjá okkur er fínn, og mjög fjölbreytt verkefni í gangi. Held að það sé sniðugt að kynna öll verkefnin betur í byrjun. Senda verkefnin á okkur verknámsbændurna

21
Staður í Reykhólahreppi
Eiríkur Snæbjörnsson og Sigfríður Magnúsdóttir.

áður en neminn kemur, þá erum við betur undirbúin til að aðstoða nemann. Því mjög gott er fyrir báða aðila að klára sem mest af verkefnunum í apríl, allavega það sem hægt er að klára, þar sem nóg er að gera í sauðburði í maí.

Finnst okkur verknámið vera á réttum stað á námsferlinum?

Ég held að þessi tími sé góður, nemarnir búnir að hefja námið og eru komnir með grunninn til að geta nýtt sér verknámið betur en ef þeir færu sem dæmi beint í verknám.

Er verknámið nógu langt eða of langt? Þar sem verknemar eru nú oftast launalausir þá er verknámið frekar langt og þyrfti að skoða að hafa einhversskonar greiðslu til nemanna til að þeir þurfi ekki að safna fyrir til að geta farið í verknám.

Verknámið er þannig séð alveg nógu langt, þetta gefur þér tíma til að kynnast verknemanum og einnig veitir

þann möguleika fyrir nemann að kynnast sem flestum verkþáttum á búinu og að nemendur geti einnig komið að hausti í nokkra daga, eins og í leitir eða önnur haustverk er mjög gott. Neminn okkar var t.d. með okkur í undirbúningi á sauðburði, í sauðburði, dúnleitum og svo í smalamennskum að hausti. Hann hefur svo líka heimsótt okkur í vetur og aðstoðað við ýmis verk.

Mælum við með því að vera verknámsbóndi?

Já, það hafa allir gott að því að vera verknámsbændur, með nýju fólki koma nýjar hugmyndir og skemmtilegt þegar neminn hugsar út fyrir boxið og kennir kannski okkur sem erum búin að vera lengi í greininni eitthvað nýtt, eins og með vinnuhagræðingu og fleira sem er verið að leggja áherslu á í skólanum. Svo myndast skemmtileg tengsl sem eiga vonandi eftir að verða löng og farsæl. Þó langt sé að fara þá erum við búin að heimsækja nemann okkar í sumar þvert yfir landið, og höfðum gaman að.

Hvað eru jólin oft á ári?

Það eru oftast jólin á Hvanneyri.

Hvað þurfa mörgæsir margar fóðureiningar á dag?

Fer eftir því hvernig mörgæs.

Keisaramörgæsir þurfa 5 Fem.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Það var alltaf stefnan að taka búfræðinámið á eftir öðru námi, maður hefur alla tíð verið við landbúnaðinn að einhverju leyti og langar að vera það áfram.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Stað í Reykhólasveit. Það var sennilega eftirminnilegast þegar Snæbjörn frændi þeirra bauð mér í útsýnisflug yfir svæðið

ELVAR

FRIÐRIKSSON, 1989

frá Hafranesi við Reyðarfjörð

og eins þegar ég fór út í Skáleyjar að reka fé.

Hvað tekur við eftir nám?

Vinna í kringum álverið á Reyðarfirði með bústörfum, stefnan er að fara svo alveg í búskapinn í framtíðinni.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Verknámið stendur upp úr, margt sem gerðist þar. Ferðirnar standa líka upp úr, þegar bændur bjóða upp á landa vill svífa á menn.

Gullmoli bekkjarins?

Sigurður Yngvi eða Stefán, ekki hægt að gera upp á milli.

Draumurinn er að búa með…? Sauðfé, nokkra hesta og nokkur naut, tvo hunda og engan kött.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri? Flestra samnemendanna, sumra kennaranna og Egils Gunnarssonar.

Friðrik Steinsson, Dölum í Fáskrúðsfirði

Aðalheiður Hrefna Jakobsdóttir, (d. 2007), Fáskrúðsfirði

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Hauki Þórðar? Nei sennilega kvenkyns kennara sem er yngri en ég... Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég fór í að skoða hvernig er hagkvæmast að stækka útihúsin heima og hvernig má nýta þau hús sem best sem til eru. Hugmyndin er að byrja með naut þar aftur og fjölga fénu.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri þrílit, kollótt kind. Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Ekki vera bóndinn sem vælir og vælir þótt á móti blási. Það eru alltaf leiðir til að laga hlutina. Ekki reyna að vera bóndinn sem er í keppni um að vera hæstur á lista, gáfulegra að vera bóndinn sem fær mest eftir hvern grip.

22

Hvað eru hestar með margar tær?

Væntanlega 13 eins og við. Hvort eru tígrisdýr bröndótt eða röndótt?

Skjöldótt.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Ég valdi búfræðinámið því ég hef brennandi áhuga á búskap og var búinn að heyra að þetta væri skemmtilegt nám og myndi höfða virkilega vel til mín. Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór á Voðmúlastaði í AusturLandeyjum. Eftirminnilegast, það er nú svo margt, svona það sem poppar fyrst upp í hausinn á mér er þegar að ég og

Hlynur fórum á rúntinn að skoða bæina

í kring og enduðum hjá Axel í Hólmum, það var helvíti gott kvöld..... minnir mig, allavega var sagan góð um morguninn.

Hvað tekur við eftir nám?

Fara heim og vinna við búið og reyna að gera eitthvað að viti. Hjúskaparstaða?

Á bullandi föstu.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Lífið á Hvanneyri er magnað, það magnast hér upp ótrúlegur vinskapur

sem maður getur treyst á út lífið.

Gullmoli bekkjarins?

Það er án efa Galtastaðatröllið (Stefán Bragi).

Draumurinn er að búa með…? 60 mjólkandi kýr á Delaval róbot, 100 naut, 150 vetrarfóðraðar kindur, 4 hunda og 10 hesta.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Ég myndi allan daginn bjóða Karenu Gestsdóttur.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Ég breytti gömlum fjárhúsum í nautgripahús.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Mummi, því hann hraut svo fallega fyrir mig á kvöldin.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá

á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri sennilega mórauður vel hyrndur hrútur.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Þó þið séuð smeyk við að koma, komiði samt því þetta er eitthvað sem þið sjáið ekki eftir að hafa gert.

23
Faðir minn heitir Jón frá Ökrum í Reykjadal Móðir mín heitir Sólveig frá Húsavík JÓN ÞÓR JÓNSSON, 1995 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði

Hver á þennan

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Fannst það áhugavert og hef alltaf verið sveitastelpa, ólst nánast upp í sveit. Hvert fórstu í verknám?

Urriðaá í Miðfirði í Vestur-

Húnavatnssýslu.

Hvað tekur við eftir nám?

Vinna, vonandi svo að taka við búi eða kaupa bú fljótlega.

Hjúskaparstaða?

Einhleyp

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Partý Magga viðurnefnið festist á mig. Gullmoli bekkjarins?

Hver önnur en Ásta.

Draumurinn er að búa með…?

Vera með helling af kindum, þar koma peningarnir.

Fríða Eyjólfsdóttir

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Hauki Þórðar

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Heimildaritgerð um sjúkdóma í íslensku sauðfé.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Golsótt og auðvitað kollótt ekkert varið í hitt.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Njótið lífsins hér á Hvanneyri.

24
Árni Eyþór Bjarkason
frá
Siglufirði
frá
Krossnesi í Árneshreppi
MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, 1993 frá Hofsósi
bústað já eða nei? Stella. Hafa bleikjur drukknað á þurru landi? já. FARMERS MARKET Litla Melabúðin Opið alla daga milli kl. 13:00-17:00 Open daily 1pm-5pm Vetraropnun / Winter opening hours MELUM, FLÚÐUM HRUNAMANNAHREPP Melum, Flúðum www.facebook.com/litlamelabudin/@litlamelabudinHrunamannahrepp

EFNAGREINING ehf

ErEfnagreiningafyrirtæki með aðsetur og rannsóknastofu í gömlu Nautastöðinni á Hvanneyri. Eigendur Efnagreiningar ehf eru Elísabet Axelsdóttir, framkvæmdastjóri og Arngrímur Thorlacius dósent í efnafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Elísabet er búfræðingur frá Hvanneyri og hefur stundað nám í Viðskipta- og tölvuskólanum. Hún var bústjóri í 10 ár með mannahald og bókhald. Síðustu 16 ár hefur hún starfað við efnagreiningar.

Arngrímur er efnagreiningarsérfræðingur, menntaður í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Björgvin, með mælingar snefilfrumefna sem sérsvið. Hann hefur unnið við efnagreiningar alla sína starfsævi bæði innanlands og utan.

Áramótin 2014/2015 hætti Landbúnaðarháskóli Íslands með þjónustuefnagreiningar sínar. Stofnendur Efnagreiningar ehf ákváðu strax að freista þess að opna nýja stofu. Þar sem rannsóknastofa Landbúnaðarháskólans hafði á vissan hátt dregist aftur úr varðandi tækjavæðingu og fyrirkomulag, var ákveðið að gera betur.

Helstu verkefni stofunnar eru hey- og jarðvegsefnagreiningar fyrir bændur, efnagreiningar vegna rannsókna í landbúnaði, greiningar fyrir garðyrkjubændur, áhugafólk í garðrækt. Stein- og snefilefngreiningar í skít, blóði og vatni. Orkuefnamælingar (prótein, fita, aska og þurrefni) t.d. í fóðri og matvælum. Örverugreiningar, m.a. á

neysluvatni.

Við stungum okkur lítið synd í djúpu laugina þegar við fórum af stað með NIRgreiningarnar árið 2015. Við höfðum þó okkur til halds og trausts okkar Íslendinga helsta sérfræðing í NIR mælingum Tryggva Eiríksson en tækið og búnaðurinn var ekki hinn sami og þess vegna var mikið í ráðist. Það hefur gengið á ýmsu enda er NIR spágildi og þess vegna er nauðsynlegt að grunnurinn sem byggt er á sé góður. Það sem er okkar stærsti höfuðverkur varðandi NIR mælingarnar er að það eru ekki lengur vambaropskýr á Íslandi. Mikil breyting hefur orðið í fóðuröflun hjá bændum síðustu árin. Við erum með gott safn sýna frá Landbúnaðarháskólanum, þau eru margra ára gömul orðin og ekki verið mögulegt að gera meltanleikamælingar á nýjum sýnum í nokkur ár. Meltanleiki í heyjunum hefur mikið batnað og einnig hafa komið til nýjar gerðir gróffóðurs sem vantar í grunninn. Við votmælum þessi tilteknu sýni í próteini og NDF á hverju ári og bætum í grunninn og með því höfum við náð að bæta mælingarnar mikið. Til að bæta megi grunninn í meltanleika er nauðsynlegt að til séu á Íslandi vambaropskýr/sauðir þar sem hægt er að votmæla meltanleika í „óvenjulegum” gróffóðursýnum. Við erum að sjá hey af

25
Elísabet Axelsdóttir & Arngrímur Thorlacius

fyrsta slætti með yfir 80 í meltanleika, úrvals há og svo eru miklar nýjungar í ræktun grænfóðurs m.a er farið að nota ertur og fleira nýstárlegt. Spurningin er, hver á að kosta aðgerð á kúnum og hver á að annast þær. Ef þetta kæmist á koppinn myndi fyrirtækið setja upp og mæla á sinn kostnað það sem þyrfti á viðbótum fyrir NIRgreiningarnar og gæti auk þess annast votmælingar meltanleika (gegn greiðslu) fyrir rannsóknastarf og aðra sem kynnu að hafa þörf fyrir slíkt. Þetta þarf að ræða og þessu þurfa bændur, búnaðarráðgjafar og búvísindamenn að velta fyrir sér hver í sínum ranni. Erfitt hefur reynst finna rannsóknastofu erlendis til að sjá um sambærilegar mælingar og voru hér á landi fyrir nokkrum árum.

Helstu forsendur fyrir rekstur Efnagreininar ehf eru heysýni frá bændum. Ef litið er yfir farinn veg og rýnt í fyrstu 3 rekstrarárin er ýmislegt sem hefur komið á óvart. Aðstandendur fyrirtækisins óraði ekki fyrir að bændur myndu halda áfram að senda heysýni utan til efnagreiningar í þeim mæli sem enn tíðkast. Ástandið lagaðist nokkuð (frá okkar sjónarhóli) haustið 2017 og sneru margir „nýir“ bændur sér til okkar, aðallega þó sunnlendingar, en einnig er eftirtektarvert að bændur á Austurlandi voru mjög duglegir að senda okkur. Bændur á Vesturlandi hafa frá upphafi verið nokkuð duglegir við að senda okkur śýni.

Við biðjum bændur að hugsa málið vandlega áður en þeir senda sýni til útlanda. Neytendum landbúnaðarvara kynni að koma það spánskt fyrir sjónir, jafnvel hollenskt, ef hér verður engin breyting á. Sýnin sem fara út fara flest í dýrustu greininguna óháð þurrefnisinnihaldi. Ef sýnið kemur til okkar fer það eftir þurrefni og sýrustigi í hvaða greiningu sýnið fer. Þurr sýni eru lítið eða ekkert gerjuð og þarfnast því mun einfaldari og ódýrari greiningar en verkuð sýni. Við erum alltaf að bæta við greiningum og getum nú boðið gerjunarafurðir þ.m.t. smjörsýru.

Við höfum lagt hart að okkur við að bæta þjónustuna jafnt og þétt með stöðugri viðbót greiningarþátta. Á liðnu ári fór svo mest púður í að koma upp gagnagrunni til að halda utan um sýnaskráningu, útreikninga og skýrslugerð. Þetta gerir okkur kleift að

senda út niðurstöður á fljótlegri og öruggari hátt og við stefnum á enn hraðari þjónustu næsta haust. Síðasta haust reiknuðum við með að geta tengst NorFor í gegnum grunninn en það reyndist of stór biti fyrir okkur. Ǵóðu fréttirnar eru þó að nú er allt að smella með þann samruna og hægt að lofa því að það verði komið á fyrir haustið. Einnig erum við komin í samband við jord. is og næsta haust fara niðurstöður þangað jafnóðum. Við viljum þakka þeim bændum sem hafa frá upphafi sýnt okkur jákvæðni og traust. Við höfum átt góð samskipti við bændur um allt land okkur til mikillar ánægju og reiknum með að svo verði áfram.

Kæru bændur! Vinsamlegast takið upplýsta ákvörðun næsta haust. Allar áætlanir Efnagreiningar ehf gera ráð fyrir 1700 heysýnum fyrir uppskeruárið 2018. Stöndum saman svo áfram verði hægt að þjónusta landbúnaðinn með íslenskri efnagreiningarstofu.

Lífland fyrir lífið í landinu

Hjá okkur færðu

26
Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Ó se yri Borgar ne s Borgarbraut Blönduós Efstabraut Hvolsvöllur Ormsvöllur
Fóðurvörur Reiðfatnað og reiðtygi Bætiefni fyrir búfénað Girðingarefni Rekstrarvörur og margt fleira Akureyri Egilsstaðir Blönduós Búðardalur Hvammstangi Hvolsvöllur Reykjavík Akranes Selfoss Vík í Mýrdal Borgarnes Verslanir Líflands Endursöluaðilar Ísafjörður Höfn Komdu við og skoðaðu úrvalið Hella Sauðárkrókur

TIL ER VORIÐ KALLAR Á ÞIG

Eftir

óvenju kaldan en bjartan vetur á Hvanneyri er gott að hugsa til þess að nú sé sumarið á næsta leiti. Vorin eru alltaf góður tími hér, það er kominn fiðringur í nemendur og kennara líka. Nemendur vegna þess að þeir eru annað hvort á leið í verknám eða sumarfrí og einhverjir að útskrifast. Kennarar gleðjast auðvitað með nemendunum, það er alltaf gaman að sjá uppskeru námsins yfir veturinn.

Í vor útskrifum við stóran bekk af búfræðingum sem öll eru spennt að komast út í atvinnulífið. Allmargir stefna á búskap eða ætla að minnsta kosti að „bóndast eitthvað“ eins og einn nemandinn sagði glaður í bragði við mig um daginn. Einhverjir ætla að halda áfram námi við skólann og skrá sig í háskólanám í Búvísindum. Kannski verða einhverjir þeirra ráðunautar eða vísindamenn í framtíðinni. Það er ekki síður dýrmætt fyrir landbúnaðinn að búa til vísindamenn sem vilja stunda rannsóknir í faginu, hvað þá ef þessir vísindamenn sækja sinn grunn í verklega menntun í búfræði. Næsta haust, 2018, mun aftur verða boðið upp á fjarnám í búfræði. Þetta nám er hugsað fyrir fólk, 25 ára og eldra, sem er í búskap og

hefur ekki tök á að koma til okkar í staðarnám. Námið er sambærilegt við staðarnámið og kennt samhliða því, nema það verður kennt á hálfum hraða og tekur því 4 ár að ljúka því. Takmarkað framboð verður á plássum í fjarnámi, en við munum bjóða áfram upp á það og viljum gjarnan geta þjónustað alla þá sem hafa áhuga á náminu og eiga erindi í það. Opnað var fyrir umsóknir í bæði staðarnám og fjarnám í byrjun mars og verður opið fram í byrjun júní. Einnig stendur nú yfir vinna við gerð raunfærnimats í búfræði og er það Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi (simenntun.is) sem heldur utan um það verkefni. Þar mun fólk sem starfað hefur við landbúnað í lengri tíma, geta fengið sína raunfærni metna til eininga og hafa þá þann möguleika á að koma til okkar og ljúka búfræðiprófi. Þetta verður auglýst af Símenntunarmiðstöðinni um leið og verkefnið fer af stað.

Ég óska búfræðingum útskriftarárgangi 2018 til hamingju með útskriftina og alls hins besta í framtíðinni. Það hefur verið gaman að vinna með ykkur síðustu tvo vetur og ég hlakka til að fylgjast með því hvað þið takið ykkur fyrir hendur næst.

27
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri búfræði VERTU

ÁSTA

SIGURÐARDÓTTIR, 1989

Hvað eru jólin oft á ári?

Í hvert skipti sem ég fæ nóakonfekt. Er allt best í Reykjahlíð? Hvar er Reykjahlíð?

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Ætlaði alltaf að verða bóndi þegar ég var barn en er búin að prófa að gera allan andskotann. Komst svo að því á gamalsaldri að mig langaði bara mest að verða bóndi. Fór beint að leita mér að jörð en komst mjög fljótt að því að ég hef bara ekki hugmynd um það hvernig á að vera bóndi og fann í kjölfarið námið hér.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Fór í verknám á Stóra- Ármót í Árnessýslu og ætli eftirminnilegast hafi ekki verið þegar ég átti að gefa hestunum rúllu úti í móa... opnaði hliðið, keyrði í gegn og fékk hvern einn og einasta hest á móti mér út um hliðið.

Hélt ég væri búin að eyðileggja heilu vikurnar fyrir öllum með þessu og fór að skæla. Ábúendur hlógu hinsvegar og smöluðu hestunum til baka á svona 3 mínútum. Svo reyndar eignaðist ég besta vin sem var kálfur og ég elskaði ótrúlega mikið. Einnig komst ég að því í verknámi að ég hata kindur sem var mjög mikilvæg uppgötvun áður en ég ræðst í búskap sjálf.

Hvað tekur við eftir nám?

Lífið – vonandi í minni eigin sveit með allskonar dýr.

Hjúskaparstaða? Í sambandi.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Elska alla verklega tíma í útihúsum. Eyfi Kiddi fór með okkur í fjárhúsin einu sinni að spekjast yfir kindunum. Þann dag komst ég að því að kindur eru bara með tennur í neðri góm... Hefði verið agalegt ef það hefði farið fram hjá mér allt námið!

Gullmoli bekkjarins?

Ætli Jón Þór fái ekki þann titil. Skil reyndar ekki hvernig ég hef komist í gegnum þetta nám án þess að snappa,

öskra og berja hann... en það er önnur saga. Ætla að fá mér svín og kalla það Jón Þór í minningu mannsins sem fer alltaf að hrína þegar kennarinn er að segja eitthvað mikilvægt. Draumurinn er að búa með…?

Aðallega kýr en örfáar rollur (bara fyrir sunnudags steikina), geitur, hænur, svín og nokkur hross og auðvitað hund og kött... og kannski kanínur – því meira því betra.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Kristínu Þórhalls – Dásamleg og full af fróðleik.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég er að vinna að ritgerð um það hvernig lítið borgarbarn eins og ég á að koma sér í sveitina. Fannst það bara liggja lang best við þar sem ég er að spá í þessu allan sólarhringinn – auðvelt að vinna með eitthvað sem manni finnst skemmtilegt og hefur áhuga á.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Þú munt aldrei sjá eftir því að koma hingað!

Ásmundur Lárusson frá Selfossi

Hvort eru tígrisdýr bröndótt eða röndótt?

Veit það ekki. Ég er litblindur. Geymir maður krókódíla í kró?

Að sjálfsögðu. Ekki væri ég til í vera með þá í lausagöngu.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Því ég ætla að verða bóndi.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Fellshlíð í Eyjafirði. Þegar ég velti næstum dráttarvélinni með haugsuguna þar sem vegurinn á leiðinni út á tún gaf sig. Það kom pumpunni aðeins af stað. Hjúskaparstaða?

Er í sambandi með yndislegri stúlku.

Gullmoli bekkjarins?

Suðurlandsins eina von, Sigurður Yngvi

Ágústsson!

Draumurinn er að búa með…?

Kýr.

Hvaða kennara myndiru bjóða út að borða?

Eddu Þorvalds.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Ég smíðaði rófutætara.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Svarthvít, hyrnd.

28
Sigurður Ingvi Snorrason héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu Anna Guðný Guðmundsdóttir héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu Frá höfuðborgarsvæðinu Matthildur Elísa, frá Hlemmiskeiði á Skeiðum
HANNES ORRI ÁSMUNDSSON, 1996 frá Norðurgarði á Skeiðum

VANGAVELTUR UM HÓSTA

Undanfarna

þrjá vetur hef ég komið að rannsóknum á sjúkdómum og öðrum vandamálum sem herja á sauðfé hér á landi. Eru þessi rannsóknarefni gjarnan mestu ráðgátur, þar sem vandamálin eru oft af mörgum samverkandi orsökum. Einkenni þessara vandamála eru gjarnan þau að það er áramunur á alvarleika þeirra á hverju búi, það er munur á milli búa, og þau eru alvarlegust á meðan á húsvist fjárins stendur. Áhrifaþættir í þessum vandamálum eru þess vegna þéttleiki, loftgæði og annað sem fylgir innistöðu.

Hósti getur verið þurr, slímkenndur, kæfður, geltandi og þar fram eftir götunum og getur gefið okkur hugmynd um það hvað er að angra gripinn. Þegar kemur að því að greina öndunarfærasjúkdóma hjá sauðfé er öruggasta aðferðin, og oft sú eina í boði, að skoða líffæri úr gripnum að honum dauðum. Þá er líka tilvalið að hafa góðar upplýsingar um eðli einkennanna og geta borið þetta tvennt saman.

Lungu með kregðustig 3: Dökkrauð bólgusvæði yst í framblöðum. Dreifðir bólguhnúðar (litlir rauðir dílar) eftir lungnaorma í afturblöðum

Eitt af verkefnunum snýst um að greina orsakir hósta og annarra öndunarfæraeinkenna í íslensku sauðfé. Þar er af nógu að taka, enda ná öndunarfærin frá nösum og nefholi gegnum kok og barkakýli um barka og alveg út í lungnablöðrur. Algengustu einkennin sem bændur taka eftir eru andnauð, slím í nösum, breytt öndunarmynstur (t.d. andað ofan í kvið eða grunn öndun) og svo blessaður hóstinn.

Einn liður í rannsókninni var úrtak í sláturhúsum, þar sem lungu voru skoðuð með tilliti til meinafræðibreytinga. Í allt voru skoðuð 19.295 lungu frá 257 bæjum. Kregða var flokkuð í 4 flokka eftir alvarleika, og þykir afar líklegt að tveir vægari flokkarnir muni ekki valda miklum einkennum, en í þeim flokkum voru 17,5% af lungunum. Í flokkum 3 og 4, sem ætla má að myndi valda einhverjum einkennum voru 3,9% af öllum lungum. Í lungum úr fé frá fjórum bæjum sáust merki um lungnapest og á öllum bæjum nema tveimur voru lungnaormabreytingar mjög áberandi. Það má því draga ályktun út frá þessum efniviði að vefjaskemmdir af völdum lungnaorma séu mun algengari en kregðubreytingar.

Bretar þekkja lungnaorma og lungnakregðu, en telja hvort tveggja til vægra vandamála sem helst séu tengd húsvist og leggja mikla

29
Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir og lektor við LbhÍ

áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Á heimasíðu bresku dýrasjúkdómaskrárinnar NADIS má finna ráðgjöf um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sníkjudýrum eftir mánuðum (http://www.nadis.org.uk/parasite-forecast. aspx). Þar er meðal annars lögð áhersla á að hafa tilbúið „öruggt beitarland“ fyrir ær og lömb strax upp úr sauðburði. Öruggt beitarland er hagi þar sem ekki hafa gengið lömb árið á undan, t.d. hagi þar sem nautgripum eða hrossum var beitt eða nýrækt. Ef ekki er nægilega mikið af slíku landi í boði ætti að láta fleirlembdar ær ganga fyrir. Þegar gefin eru ormalyf er nauðsynlegt að gera það á réttum tíma og gefa þau einungis eftirtöldum hópum: gemlingum og ungum ám, tví- og þrílembum og ám í lélegum holdum. Það er þó háð því að beitarhólf og þéttleiki séu höfð í lagi. Einnig ber að huga að því að litlu lungnaormarnir hafa snigil að millihýsli og geta því lifað lengi af við rakar aðstæður.

Bretar þekkja kregðu aðeins í ásetningslömbum á húsi en þó er tíðni sjúkdómsins ekki þekkt því einkennin eru svo væg. Það eru til dæmis „mjúkur“ hósti og slím í nösum, sérstaklega þegar lömbin eru rekin til. Þó er

tilfellunum.

Fyrirbyggjandi aðgerðir sem mælt er með eru til dæmis að bæta loftgæði og minnka þéttleika. Einnig að ásetningslömb og eldra fé deili ekki andrúmslofti og aðkeypt lömb séu aðskilin frá öðrum lömbum.

Það er því umhugsunarefni hvort bændur hérlendis gætu bætt heilsufar í hjörðum sínum með því að láta ganga við opið í meiri mæli, ýmist ákveðna hópa fjárins eða alla hjörðina, eftir aðstæðum. Eitt er alla vega víst að það er mikilvægt að auka loftgæði, hvort sem það er gert með útivist eða loftræstingu.

Sýnataka á Hesti.

30
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís SENDUM UM LAND ALLT! REKSTRARVÖRUR FYRIR LANDBÚNAÐ PIPAR\TBWA • SÍA Pantanir í 515 1100 og pontun@olis.is Opið kl. 8–17.00. Nilfisk háþrýstidælur, Exide rafgeymar, olíur á vélarnar, ISO-vottaðar Evans hreinlætisvörur og Shift hreinsilögur til þrifa á gripahúsum og ýmsum landbúnaðartækjum er aðeins brot af rekstrarvörum okkar fyrir landbúnað og matvælavinnslu.

REBEKKA RÚN

HELGADÓTTIR, 1992

Hafa bleikjur drukknað á þurru landi? Já ?

Hvort eru asnar með

dindil eða rófu?

Þeir eru með hala.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Mikill áhugi fyrir búskap og umhirðu skepnanna, var mjög snemma ákveðin í að verða búfræðingur.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þegar ég og Guðný verknámsbóndi fórum og sóttum tvo grísi sem átti að

ala heima á Dalsmynni yfir sumarið. Við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir stærðinni á þeim þegar við sóttum þá þannig það var smá púsl að koma þeim í bílinn og lyktin í bílnum varð líka dásamleg!

Hvað tekur við eftir nám?

Komast í vinnu fyrir austan og hafa bústörfin með því.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Kann mjög vel við litla staði þar sem maður þekkir flest alla og hægt að hlaupa yfir í næsta hús í kaffisopa.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Fimmtudagskvöldið sem við stelpurnar í bekknum tókum upp lag um alla í bekknum fyrir árshátíðina.

Draumurinn er að búa með…?

Eitthvað af öllu væri algjör draumur. Hvaða kennara myndir þú bjóða út að

borða?

Karenu, alltaf hress og til í að spjalla. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Skrifaði sögu landbúnaðar í Svarfaðardal. Var eitthvað hugmyndasnauð á verkefni en þegar ég var að keyra heim í helgarfrí í haust datt mér þetta í hug og var mjög ánægð með þessa hugmynd. Hef mikla tengingu við staðinn.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Væri alveg pottþétt mórauð og sennilega hyrnd.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Loftræsting er svarið við ansi mörgu ef ekki öllu.

Hvað þarf mörg egg í eina hænu?

10 ef maður spælir 9.

Hvort kom á undan hænan eða haninn?

Hænan, dömurnar fyrst.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Verða betri bóndi.

GUÐMUNDUR HAFÞÓR HELGASON, 1991

Hvert fórstu í verknám?

Klauf í Eyjafirði.

Hvað tekur við eftir nám?

Vinna við búskap.

Hjúskaparstaða?

Einhleypur.

Gullmoli bekkjarins?

Kurteisi móðgar engan.

Draumurinn er að búa með…?

Nóg af kúm.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Fimmtudags kvöldanna.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Ég myndi bjóða þeim öllum í veislu.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Hannaði kálfaaðstöðu, vantaði nýja kálfaaðstöðu.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Klárlega Kiddi.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Hyrndur svartur sauður.

31
Helgi Sigfússon frá Keflavík Guðrún Kristjánsdóttir frá Helgafelli í Svarfaðardal
Uppalin
í Hrísey og Svarfaðardal

RÚN

Hver

Hvað

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Ég var búin að prófa ýmislegt, var t.d. 5 ár í Reykjavík bæði að vinna og í skóla og fann þá hvað ég vildi alls ekki búa þar og að hápunktarnir voru að komast heim í sveit um helgar og taka til hendinni. Síðan leiddi eitt af öðru og þar sem við erum að fara að koma inn í reksturinn heima fannst okkur við verða að læra eitthvað og drifum við okkur þá í búfræðina á Hvanneyri. Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór á Torfur í Eyjafirði. Ég viðurkenni að ég var stressuð fyrir verknáminu

en það var sko algerlega óþarfi, þetta var frábært í alla staði. Fyrsta daginn fór ég með Þóri að dreifa skít, og var kannski ekki búið að koma fram að ég er lítið vön vinnu á dráttarvélum og var þetta því fremur skrautleg frumraun á dráttarvélinni með risa haugsugu í eftirdragi. Það fór a.m.k. svo að ákveðið var að ég byrjaði frekar á því að slóðadraga HAHAHA. Hjúskaparstaða?

Ég tala alltaf um „við“ – það eru s.s. ég og Hartmann unnusti minn.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Man a.m.k. eftir því núna þegar Óli kokkur öskraði yfir matsalinn að allir þyrftu að slökka á netinu í símunum sínum svo að posinn myndi virka í mötuneytinu HAHA #sveitin Gullmoli bekkjarins?

Ég verð að segja Ásta – búkonan úr Kópavoginum – legend. Draumurinn er að búa með…?

Kýr kýr og kýr – en ég væri alveg til í að hafa nokkrar kindur, hænur, gælusvín og auðvitað fjósakött og hund.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Örugglega að fá eldaðan mat í hádeginu – þvílíkur lúxus! Og auðvitað félagslífsins, ég veit ekki hvað við eigum að gera á fimmtudögum næsta vetur. Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Ég myndi bjóða Ólöfu – ekki bara að við séum nöfnur heldur eru ömmur okkar líka alnöfnur, segi ekki meira! Við hefðum nóg að tala um.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Við Hartmann vinnum saman lokaverkefni og erum að tala um breytingar á gömlum útihúsum á Sólbakka. Erum að teikna þau upp, teikna upp breytingar og skoða kostnað.

Við völdum það því þetta er eitthvað sem nýtist okkur og þörf á að skoða. Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Vel gert! Og segja þeim að hafa opinn huga, það er EKKI (endilega) alltaf allt best eins og gert er heima hjá ykkur.

32
Skúli Þór Sigurbjartson heitir pabbi, frá Sólbakka Mamma heitir Sigríður Hjaltadóttir, frá Hafnarfirði
ÓLÖF
SKÚLADÓTTIR, 1992 frá
Sólbakka
í
Vestur Húnavatnssýslu
á þennan bústað já eða nei? Sko ef þið bara vissuð hvað ég ELSKA Stellu í orlofi.
eru hestar með margar tær? Afhverju finnst mér eins og ég eigi að vita þetta? Víkurvagnar ehf. Hyrjarhöfði 8. 110 Reykjavík Sími 577 1090 www.vikurvagnar.is sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS

HESTAMANNAFÉLAGIÐ GRANI

Hestamannafélagið

Grani var stofnað árið 1954 og heyrir nú undir nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið félagsins er að stuðla að hestamennsku nemenda við skólann með félagslegum skemmtunum og námskeiðum. Allir nemendur skólans eru félagar í Grana og því er öllum velkomið að koma á viðburði og annað tengdu félaginu. Viðburðir Grana á þessu ári hafa ekki verið á verri endanum. Árið byrjaði á hópferð í Laufskálaréttir þar sem félagar gistu saman í félagsheimilinu í Hegranesi og tóku helgina með stæl. Hin árlega óvissuferð Grana er alltaf skemmtileg, við fórum á tveimur rútum og skoðuðum hestabú í Borgarfirði. Bændur á Sturlureykjum, Stóra-Kroppi og Skáney tóku vel á móti okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þegar líða tók á haustönnina voru seldar Grana peysur og úlpur. Þríþraut Grana er einnig árlegur viðburður þar sem nemendur keppa þrír saman í liði. Þetta er nokkurs konar boðhlaup, einn hlaupandi, einn á hjóli og sá síðasti á hestbaki. Þetta er alltaf mikið fjör og má segja að viðburðurinn hafi slegið í gegn bæði hjá keppendum og áhorfendum.

Á nýju ári kom tamningarmaðurinn og þjálfarinn Guðmar Þór og var með

Alltaf líf og fjör í hesthúsinu.

Mynd Gunnhildur Lind Hansdóttir.

sýnikennslu fyrir nemendur, kennara og fólk úr sveitinni. Margir lögðu leið sína á Mið-Fossa og fengu kennslu í uppbyggingu samskiptakerfi knapa og hests. Vakti það mikla lukku meðal áhorfenda. Fjórgangur og töltmót Grana voru einnig haldin á nýju ári. Keppt var í þremur flokkum frá byrjendum og upp í mikið vana keppnisknapa og gátu því allir sem vildu tekið þátt. Keppnirnar gengu vel, skráning var góð og buðu keppendur upp á sterka og skemmtilega keppni. Að lokum var Skeifudagurinn mikli haldinn hátíðlegur, á Sumardaginn fyrsta. Þar sýndu búfræði nemendur í Reiðmennsku III afrakstur vetrarins og kepptu um Gunnarsbikarinn. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þá nemendur sem sköruðu fram úr í Hrossarækt, Morgunblaðsskeifan var veitt, Framfarabikar Reynis, Eiðfaxabikarinn, Reynisbikarinn auk verðlauna sem FT gaf fyrir ásetu. Ekki má gleyma stóðhestahappdrætti Grana þar sem til vinnings voru folatollar undir flotta gæðinga og langar mig að nýta tækifærið til að þakka stuðning allra þeirra sem gáfu folatolla til að styrkja áframhaldandi áhuga á hestamennsku innan skólans og utan. Þessi dagur er nokkurs konar uppskeruhátíð haldin ár hvert og er öllum hjartanlega velkomið að mæta að ári.

33
Linda Margrét Gunnarsdóttir, formaður
Stefán Bragi Birgisson sýnir lístir sínar á Grínleikum Grana. Mynd. Gunnhildur Lind.

Hvað eru hestar með margar tær?

Tær? Eru þeir ekki með klaufir?

Eru gíraffar með bílpróf?

Bjarki er nú hálfgerður gíraffi svo já.

Er allt best

Er Reykjahlíð ekki

Axarfirði? Svo nei.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Vegna óbrennandi áhuga á búskap.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

JÓHANNES GEIR

GUNNARSSON,

Ég fór í verknám til Ragnars og

Sigríðar á Heydalsá í Steingrímsfirði.

Eftirminnilegast er líklega bara þessi flotta aðstaða sem þau eru með. Síðan bara frábært að vera hjá þeim.

Hvað tekur við eftir nám?

Útskriftarferð í sumar. Hjúskaparstaða?

Á föstu með Stellu Mannskaða.

Gullmoli bekkjarins?

Stefán Bragi Birgisson eða undir öðru nafni Leftarinn.

Draumurinn er að búa með…?

Sauðfé að sjálfssögðu.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri? Allavega ekki veðursins en ég mun

klárlega sakna innflutningspartýanna hjá Syngva og Steve þau voru regluleg. Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Edda Þorvalds yrði fyrir valinu. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég gerði prófun á selen lyfinu Chevivit

E-Selen V sem á að auka frjósemi. Það gerði ég til að vita hvort að hægt væri að stóla á þetta lyf til að auka frjósemi. Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Munið að mæta á föstudögum eitthvað sem Sunnlendingar virðast ekki kunna.

Hvað þurfa mörgæsir margar fóðureiningar á dag?

29 spikfeitar og sjóaðar fóðureiningar.

Hvort eru asnar með dindil eða rófu?

Ömm...

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Mig hefur alltaf langað til að koma hingað og ég sé alls ekki eftir því.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Hofsá í Svarfaðardal. Eftirminnilegast er líklega skóbúnaður húsbóndans, en hann gekk í svo gott

KRISTLAUG ÞÓRSDÓTTIR, 1995

sem öll störf í Crocs skóm. Það kæmi mér ekki á óvart að hann svæfi og baðaði sig í þeim líka.

Einnig fór ég í sauðburð í nokkra daga í Svartárkoti í Bárðardal, það var ótrúlega magnað og skemmtilegt.

Hvað tekur við eftir nám?

Kaldakinn í Þingeyjarsýslu, með alla sína dýrð og dásemdar að mér skilst. Hjúskaparstaða?

Í sambandi með Hauki Marteinssyni búvísundi og kusukalli frá Kvíabóli í Kaldakinn.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Þegar Jón Þór varð raddlaus, þá varð loksins vinnufriður.

Draumurinn er að búa með…? Skepnum af öllum stærðum og gerðum ásamt Hauki og haug af börnum.

Þór Bjarnar Guðnason frá Selfossi

Marta Esther Hjaltadóttir, frá Laugarási í Biskupstungum

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Eyfa Kidda, hann er soddans krúttmoli. Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég sendi könnun á veitingastaði varðandi hráefnisnotkun, hvort þeir séu að notast við innlent eða erlent hráefni (kjöt, egg, mjólkurvörur og grænmeti). Ég vil fá að vita hvaðan maturinn kemur sem ég fæ á veitingastöðum og vona ég að þessi könnun hafi líka vakið þá til umhugsunar um hvað þeir eru að bjóða viðskiptavinum sínum upp á.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Ekki hika við að koma á Hvanneyri, þetta er ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík vist, munið alls ekki sjá eftir þessu.

34
frá Kópsvatni 1 Hrunamannahreppi Gunnar Þorgeirsson frá Efri-Fitjum Gréta Brimrún Karlsdóttir frá Syðri-Þverá
1994 frá Efri-Fitjum í V-Húnavatnssýslu
í Reykjahlíð?
í

Hver á þennan bústað já eða nei?

Allan daginn já. Hvað eru hestar með margar tær?

Eina.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Var orðið of vandræðalegt fyrir mig að vera alltaf á Kollunni án þess að vera í skólanum svo ég sló til og skráði mig og blessunarlega komst ég inn! Nei í fullri alvöru liggur áhuginn í búskap og löngunin var því öll að læra meira um hann.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því? Ég fór á Garðshorn í Þelamörk til Agnars og Birnu, gerðist margt skemmtilegt

HEIÐAR ÁRNI

1992

ekkert eitt sem ég man eftir sem stendur upp úr nema þá helst að það var alltaf létt yfir mannskapnum og allir dagar því góðir.

Hvað tekur við eftir nám?

Ekkert planað ennþá en ætli maður fari ekki að skipta sér meira af rekstrinum heima, og úr því maður er nú orðinn meira menntaður en gömlu allavega í bókinni get ég farið að segja þeim til hvernig eigi nú að stunda búskap. Hjúskaparstaða?

Í sambandi með Karenu Mundu

Jónsdóttur.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Mér líkar það vel, þó svo sambýlingar mínir geti verið ansi erfiðir við mig stundum. Þá er ég að tala um þá Daníel Ólafsson og Bjarka Vilhjálmsson. Gullmoli bekkjarins? Stefán Bragi Birgisson á þann heiður

fyllilega skilið.

Draumurinn er að búa með…?

Hesta og kindur.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Ef ég fer að sakna Hvanneyri er ekki mikið mál fyrir mig að bæta úr því ég skýst bara niður eftir.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni?

Smíðaði alhliða kerru.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri fallega hyrnd hvít kind.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Látið duga að fara einu sinni í viku á Kolluna það er alveg nóg!

Eru gíraffar með bílpróf?

Enginn sem ég þekki.

Er allt best í Reykjahlíð?

Það fer eftir því hver er spurður.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Til að auka þekkingu mína á landbúnaði, svo er þetta líka ágætis “afsökun” þegar fólk spyr hvað þú ætlar að gera næstu ár.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

GUNNHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, 1995 frá Ásbrún í Bæjarsveit

Ég fór fyrst til Noregs í Uskedalen og svo Steinnes í A-Húnavatnssýslu. Það sem var eftirminnilegast var fyrsta burðarhjálpin (af mörgum) í Noregi, lömbin voru 4, nánast hárlaus og með hala.

Hvað tekur við eftir nám? Óvissan.

Hjúskaparstaða? Á lausu.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Vel, þar til strákarnir fara að spila Fifa 24/7.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Flugæfingar og snertilending Heiðars. Gullmoli bekkjarins?

Ásta.

Draumurinn er að búa með…?

Hesta, kýr, kindur og smalahund.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Félagslífsins og flestra sem ég hef kynnst.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég gerði samanburð á líflambadómum og flokkun í sláturhúsi. Þetta valdi ég því mig langaði að komast að því hvort samhengi þar á milli sé öruggt.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Farið vel með lifrina ykkar og munið eftir blýanti og reiknivél í prófum.

35
Björn Björnsson frá Snartarstöðum Baldur Árni Björsson uppalin á Heiðabót Reykjahverfi Þingeyjasýslu Jónína Guðrún Heiðarsdóttir frá Ölvaldsstöðum í Borgarhrepp Mýrarsýslu
BALDURSSON,
frá Múlakoti, Lundareykjadal

BÚFJÁRRÆKTARFERÐIN 2018

Áhverju ári fara nemendur

skólans í hina víðfrægu

Búfjárræktarferð sem annað árið í búfræði sér um að skipuleggja. Í ár var ferðinni heitið norður í land en farið er annað hvert ár norður og hitt árið suður. Til þess að skipuleggja þessa ferð voru kjörnir nokkrir eðal Norðlendingar, með þó einum Borgfirðing sem þráir það nú heitast að flytja norður yfir Holtavörðuheiði og einum Breiðfylkingi sem náði í heimasætu fyrir norðan. En þetta voru þau Daníel Ólafsson frá Sámsstöðum, Friðrik Andri frá Syðri-Hofdölum, Hartmann Bragi úr Breiðholti, Jóhannes Geir frá Efri-Fitjum, Jón Þór frá Stóru-Tjörnum og Rebekka Rún frá Hreiðarsstöðum. Markmiðið var að reyna að skoða bæði sem mest og eins fjölbreyttast og hægt væri.

Lagt var að stað frá Hvanneyri föstudagsmorguninn 9. mars og var mæting með albesta móti svo við komumst af stað á tilsettum tíma sem ótrúlegt þykir á föstudagsmorgni á Hvanneyri. Ferðin lagðist vel í mannskapinn og mikil spenna var í fólki, enda lék veðrið við okkur. Fyrsta stopp var hjá Böðvari Sigvalda og Ólöfu á Mýrum 2 í austanverðum Hrútarfirði, en þar er rekið stærðarinnar sauðfjárbú. Böðvar sagði nokkur orð við okkur og síðan fór fólk að skoða sig um. Næst var það hádegismatur í sláturhúsi SKVH á Hvammstanga en þar tók Hallfríður Ósk gæðastjóri fyrirtækisins á

móti okkur með þessa líka dýrindis kjötsúpu. Á meðan við snæddum sagði Hallfríður okkur aðeins frá starfsemi sláturhússins. Að því loknu fengum við aðeins að labba um sláturlínu hússins þar sem Hallfríður lýsti fyrir okkur vinnsluaðferðum. Næsta stopp var á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu hjá þeim Ólafi og Ingu. Þar á bæ eru nýleg, stór og glæsileg fjárhús. Mikla eftirtekt vakti þó klukkan í húsunum en hún var eins og hjá fínustu húsfrú í Reykjavík fyrir sunnan. Þá var haldið af stað í Skagafjörðinn. Ekki leið þó á löngu þar til einhverjir fóru að heimta stopp til þess að létta aðeins á sér. Næsta stopp var síðan á Syðra-Skörðugili hjá þeim Einari og Sólborgu en þau reka þar fyrirmyndar minkabú. Einar sagði okkur frá því helsta sem þau eru að gera og rölti með okkur um húsin. Þó ótrúlegt mætti virðast þá er þetta eitt af fáum minkabúum sem ekki bara minnkaði og minnkaði þar til það hvarf. Næsti bær var Páfastaðir hjá þeim Sigurði og Kristínu en þar var ný búið að taka í notkun stórglæsilegt fjós með Lely Vector gjafakerfi sem er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigurður bóndi tók á móti okkur á hlaðinu við fjósið, bauð okkur velkomin og sagði nokkur orð. Þar næst fórum við inn í fjósið og skoðuðum það í bak og fyrir. Leit þetta allt rosalega vel út og var gaman að fá

36
Jóhannes Geir Gunnarsson, Efri-Fitjum, nemandi í búfræði
II

að koma og skoða svona flott hátæknilegt fjós. Gekk það mis vel að koma fólki út í rútu og leist tveimur stúlkum greinilega mjög vel á aðstæður og gerðu tilraun til þess að verða eftir. Þar næst fórum við í Vélaval í Varmahlíð en þar bauð Landstólpi okkur upp á dýrindis kvöldverð. Síðasti bærinn á þessum fyrsta degi var Kúskerpi. Þar tók Siggi kúskur á móti okkur ásamt fríðu föruneyti. Þar er mjög nýlegt tveggja Lely mjaltaþjóna fjós sem er hið glæsilegasta. Þarna var einnig glæsilegt fóðurkerfi frá Trioliet. Þar næst var haldið af stað á næturstað á Akureyri. Þegar þangað var komið fór fólk út að skemmta sér eða að minnsta kosti þeir sem höfðu orku til.

Á laugardeginum var þétt dagskrá framundan og því ekki hægt að eyða dýrmætum tíma í að sofa út og farið var af stað á slaginu 09:00. Sumir voru frekar framlágir er stefnan var sett fram í Eyjafjörð á bæinn Fellshlíð. Þar tóku hjónin Ævar og Elín á móti okkur í tiltölulega ný uppgerðu fjósi. En þar var gömlu fjósi og hlöðu breytt í þetta fína róbóta fjós með GEA mjaltaþjóni. Lífland var á staðnum og stóðu þeir fyrir góðum veigum fyrir okkur svo að fólk fór að hressast. Næsta stopp var á Hvammi þar sem bændurnir Hörður og Helga tóku á móti okkur. Þar á bæ var feikilega stórt og glæsilegt lausagöngufjós með Tandem mjaltagryfju sem var fróðlegt að sjá enda oftast mjaltaþjónar í svona nýlegum fjósum. Næst var förinni heitið inn á Akureyri í hádegismat. Hann var í húsakynnum Bústólpa en þau buðu okkur í hörku pítsu veislu. Hólmgeir tók á móti okkur ásamt fleira

starfsfólki. Hann sagði okkur frá starfsemi Bústólpa og fór yfir það helsta sem í boði er hjá þeim. Vorum við þarna í dágóða stund en fólk var mis mikið að skoða innan stokks muni og sumir jafnvel aðeins of hrifnir, en við förum nú ekki nánar út í það. Næsta stopp var á Möðruvöllum hjá þeim Þórði og Birgittu. Þar voru þessi líka fínu fjárhús og kindurnar einstaklega vinalegar. Þar næst var svo haldið af stað inn í Svarfaðardal en þar voru framundan þrjú stopp í nýlegum fjósum. Fyrsti bærinn sem við stoppuðum á var Grund hjá þeim Friðriki og Sigurbjörgu. Þar var þetta líka stórfína fjós með Lely mjaltaþjóni. Sigurbjörg sagði okkur frá því helsta sem þau hafa verið að gera og afhverju þau réðust í þessa byggingu en þau hafa verið iðin við að byggja í sinni búskapartíð. Næst var síðan haldið áfram inn dalinn og var þá stoppað að Hóli hjá þeim Karli og Erlu. Karl var hinn hressasti og tók höfðinglega á móti okkur í þessu stórglæsilega fjósi. Í fjósinu er DeLaval mjaltaþjónn en Karl sagði okkur að hann hefði byrjað á að kaupa mjaltaþjóninn og byggt síðan fjósið yfir hann. Síðan var farið áfram inn dalinn en þá var komið að síðasta bænum þennan daginn. Þar tók Gunnar á Göngustöðum á móti okkur í glænýju fjósi með Fullwood mjaltaþjóni. Húsið kemur frá Landstólpa sem og allt innan í því. Gunnar var hress og fór líka með okkur í fjárhúsin á bænum sumum okkar til mikillar ánægju. Eftir gott stopp lögðum við af stað til baka því að kvöldmatur var í höndum Kalda. Við fengum ljúffenga hamborgara í glæsilegu veitingahúsi hjá þeim í Kalda og fóru allir saddir út í rútu því næst var skoðunarferð í brugghúsi Kalda. Þó voru ekki allir komnir út í rútu á réttum tíma vegna tafa á snyrtingunni en sem betur fer var stutt að labba yfir. Það var haldin þessi fína bjórkynning í bruggsmiðjunni. Eftir gott stopp í Kalda var ferðinni heitið á næturstað sem var á sama stað og kvöldið áður. En þá var frjáls tími svo að þeir sem vildu fara út á lífið gerðu það en þó voru margir orðnir lúnir eftir langan dag og lögðu sig. Einn var þó þreyttari en aðrir og fóru sögur af því að hann hafi náð rúmum 12 tíma svefni sem ótrúlegt þykir í svona ferð.

Sunnudagurinn heilsaði okkur fallega þó að sumir hafi verið lúnir. Nú var komið að heimferð en engu að síður mörg skemmtileg stopp á leiðinni. Fyrsta stopp var á Garðshorni í Þelamörk hjá þeim Agnari og Birnu. Siggi rútubílstjóri var hins vegar mjög hræddur við brekkuna upp að bænum en allt hafðist þetta þrátt fyrir smá snjóþekju. Í Garðshorni var nýlega búið að taka í

37

notkun glæsilega reiðhöll sem byggð hafði verið við hesthúsið á bænum. Agnar og Birna sögðu okkur aðeins frá því sem þau eru að gera áður en að þau buðu okkur að fara og kíkja í fjárhúsin. Næsta stopp var að SyðriHofdölum hjá þeim Atla og Klöru en þau buðu okkur upp á hádegisverð. Var það þessi dýrindis súpa sem fór vel í mannskapinn og fór að sjást smá litur í kinnum þeirra sem minnst höfðu sofið. Við skoðuðum flott fjárhús og einnig nautgripahús með bæði nautum og kvígum. Næsta stopp var síðan inni í Hjaltadal á bænum Garðakoti. Þar tók Katarina á móti okkur í fjósinu. Fjósið var límtrés hús með DeLaval mjaltaþjóni. Mikla athygli vakti göngubrú sem er yfir miðju fjósinu en gaman var að fá svona góða yfirsýn yfir fjósið. Þar næst héldum við af stað enda nokkuð löng ferð framundan. Stemming í rútunni var góð og mikið sagt af góðum sögum á leiðinni. Næsta stopp var síðan að Lækjarmóti hjá þeim Ísólfi og Vigdísi en þar er rekin tamingastöð og hrossarækt. Tóku þau á móti okkur í reiðhöllinni og hesthúsinu Sindrastöðum sem byggt var upp fyrir ekki svo löngu. Er þetta líklega með flottari aðstöðum sem í boði eru hér á landi fyrir hross. Sagði Ísólfur okkur frá starfseminni og byggingu hússins. En til gamans sagði hann okkur að steypustyrktar járnið í húsinu myndi ná frá Sindrastöðum og að Staðarskála ef það væri lagt í línu eftir veginum. Næsta stopp var jafnframt það síðasta á bænum Þóroddsstöðum hjá Gunnari en þar er flott sauðfjárbú. Fannst mörgum gaman að sjá votheyið

hjá honum en það eru ekki margir sem verka ennþá vothey í votheysgryfjur.

Búfjárræktarferðin 2018 gat ekki gengið betur þó að Sigga rútubílstjóra hafi ekkert litist á tímaplanið en það stóðst nánast upp á sekúndu. Viljum við þakka Sigga rútubílstjóra og Gunnari lærimeistara hans kærlega fyrir að hafa nennt að þola okkur í heila þrjá daga. Þeir stóðu sig frábærlega og allir svakalega ánægðir með þá. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku á móti okkur með glæsibrag en það er alls ekki algengt né sjálfgefið að geta tekið á móti hátt í 70 manna hóp. Að lokum viljum við síðan þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu ferðina, en án þeirra hefðum við ekki getað farið í þessa ferð.

Bakkaflöt – Beint frá býli – Bifreiðaverkstæði Harðar –Brunnhóll – Bryðjuholt – Búnaðarfélag Miðfirðinga – Bústólpi – Bændasamtök Íslands – E. Guðmundsson – Fossís –Gunnar Þorgeirsson – Herbert Hjálmarsson – Hofdalabúið – Hvanneyrarbúið – Jóhann Laxárdal – Jötunn vélar ehf –Kaupfélag Borgfirðinga – Kaupfélag Skagfirðinga –Kaupfélag V-Húnvetninga – Kemi – Kraftvélar –Landsamband kúabænda – Landstólpi – Lífland –Límtré Vírnet – Mjólkursamsalan – Mýrarnaut –Pardus ehf – PK lagnir – Rafsuð – RML – Sel ehf –Siggi rúta – Sigurgarðar – Skeljungur – SKVH –Sparisjóður Strandamanna – Uppsteypa ehf –VB landbúnaður – Verktakaþjónusta Vignis –Vík Horse Adventure – Vörumiðlun – Þór hf.

Er allt best í Reykjahlíð?

Klárlega allt mest þar. Hvort eru tígrisdýr bröndótt eða röndótt?

Klárlega bröndótt rétt eins og sauðfé. Geymir maður krókódíla í kró? Annað hvort eru þeir í kró eða stíu, þeir sýna samt náttúrulegra atferli í kró.

BJARKI

VILHJÁLMSSON, 1994 frá Helgavatni, Þverárhlíð

Hvert fórstu í verknám?

Bryðjuholt í Hrunamannahrepp.

Hvað tekur við eftir nám? Það veit guð einn.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Draumurinn er að búa með…?

Jóhannesi Geir og Stellu Dröfn.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Klárlega Jóhannesi kennara og Hauki Þórðar.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Heiðu Dís Fjeldstedededede.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Skoðaði möguleika á að breyta byggingum heima í fjós sem standast núverandi reglugerðir. Vegna þess að maður byrjar aldrei of snemma að spá í framtíðinni.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri sennilega forystu rolla flekkótt með góðan hornaburð.

38
Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir frá Akranesi

DANÍEL ATLI

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því? Sölvabakka í A-Húnavatnssýslu. Ætli það hefi ekki verið þegar við skiptum um gólf í einni kró á fjárhúsunum, man samt í rauninni ekki mikið eftir því

atviki....

Hjúskaparstaða?

Góð....

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Hér er gott að vera. Annars heyrir maður ekki mikið fyrir rokinu hérna og það vantar snjóinn.

Gullmoli bekkjarins?

Þeir eru margir, Galtastaðartröllið er líklegt. En samt ekki Albert, egóið hans hefur ekki gott af þessum titli.

Draumurinn er að búa með…?

Kindur, hund, kött fyrir konuna, hesta og í raun bara flest sem ekki heitir kýr. Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri? Föstudagsmorgna held ég.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Hauki Þórðar. Hann er held ég rómantískari en menn halda. Steik og rauðvín væri vígalegt með þessum meistara sem hann er.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Þrírúningsverkefni á gemlingum. Langaði að sjá hvort þær væru að þroskast betur af því að rýja þær líka í janúar. Það bendir að vísu ekki margt til þess að þær geri það.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ég væri hreinhvít og klárlega með horn, líklega arfblendin fyrir goltóttu en erfi alls ekki mórautt. Þess má geta að Elvar væri hyrndur líka.

DANÍEL

ÓLAFSSON, 1993

Hvað þarf mörg egg í eina hænu?

Eitt egg inniheldur öll þau næringarefni sem eru nauðsynleg til að breyta einni frumu í heila hænu.

Geymir maður krókódíla í kró?

Ef þeir væru ekki í kró myndu þeir ekki heita krókódílar.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Til að mennta mig meira í því sem ég hef áhuga á.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Syðri – Hofdali í Skagafirði.

Eftirminnilegast var þegar ég var beðinn um að snúa sokkunum mínum rétt þegar ég setti í þvottavélina. Þó það hafi verið margt annað eftirminnilegt og skemmtilegt.

Hvað tekur við eftir nám? Það er alveg óvitað en það er eitthvað skemmtilegt.

Hjúskaparstaða?

Á föstu.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Búfjárræktarferð 2018. Gullmoli bekkjarins?

Jóhannes Geir Gunnarsson. Draumurinn er að búa með…?

Kindur og hross kýrnar mega alveg vera

með.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Hanna sauðburðaraðstöðu í hlöðuna heima hjá mér. Ég kynntist góðri aðstöðu í verknáminu og langaði til að gera svipaða aðstöðu.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Kristinn Högnason.

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Alltaf hyrnd sennilega botnótt. Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Bara hafa gaman og skemmta sér vel því þetta er stuttur tími.

39
Ólafur Guðmundsson frá Sámsstöðum Þuríður Guðmundsdóttir frá Hlöðutúni í Stafholtstungum frá Sámsstöðum, Hvítársíðu Stefán Pétursson frá Klifshaga Guðlaug Anna Ívarsdóttir frá Akureyri STEFÁNSSON, 1995 frá Klifshaga II Öxarfirði Hvað þurfa mörgæsir margar fóðureiningar á dag? Jafnmargar og kýrnar í Reykjahlíð. Hvort eru asnar með dindil eða rófu? Ingvar er með hvorugt þannig að ég veit það ekki.

Hvað þarf mörg egg í eina hænu?

Nóg til að fylla einn eggjabakka. Er hægt að detta af kyrrstæðum hesti?

Það sýndi sig í búfjárræktarferðinni að flest er hægt.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Til þess að auka þekkingu mína í hinum ýmsu þáttum sem tengjast landbúnaði á einn eða annan hátt.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Ég fór á bæinn Úthlíð í Skaftártungu.

FRIÐRIK ANDRI ATLASON, 1995 frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði

Eftirminnilegasta atvikið er þegar ég var að dreifa skít og það vildi svo skemmtilega til að rörið sem dældi í tankinn datt niður þannig að ég sem var að vafra þarna um og bíða eftir að tankurinn myndi fyllast fékk þessa svona líka þvílíku skítasturtu að ég varð allur útataður í skít.

Hvað tekur við eftir nám?

Að koma inn í búskapinn á SyðriHofdölum.

Hjúskaparstaða? Í sambandi með Lilju Dóru.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Tær snilld á allan hátt.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Þegar Galtastaðatröllið datt af kyrrstæðum hesti.

Atli Már Traustason frá Syðri-Hofdölum

Ingibjörg Klara Helgadóttir frá Úlfsstöðum.

Gullmoli bekkjarins?

Stefán Bragi Birgisson.

Draumurinn er að búa með…?

Sauðfé, Kýr og Hross.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég valdi mér það lokaverkefni ásamt Daníel Atla að athuga hvort þrírúningur

á gemlingum gefi aukinn vöxt og þar með sé hægt að fá stærri og heilbrigðari ær út úr því.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Þetta nám er eitthvað sem enginn sem hefur áhuga á búskap á að láta framhjá sér fara bæði út frá því hversu fróðlegt það er og einnig hversu mikið af frábæru fólki maður kynnist.

HARTMANN BRAGI STEFÁNSSON, 1989

Hvað eru hestar með margar tær? Misjafnt.

Hvort kom á undan hænan eða haninn?

Hænan, og sagði hananú og þá kom haninn.

Reykjavíkur og keyrði á Hvanneyri, kom við í bílalúgu í Mosfellsbæ, þótti það furðu skemmtilegt. Braut liðléttinginn í fjósinu í tvennt á síðasta degi í verknáminu, heppinn.

Hvað tekur við eftir nám?

Flytja á Sólbakka - V-Hún og fara að vinna við búið ásamt öðru brasi. Hjúskaparstaða?

Trúlofaður Ólöfu Rún Skúladóttur.

jákvæðni og rólega skap.

Draumurinn er að búa með…?

Kýr og góðan tækjaflota.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Breytingu á útihúsum á Sólbakka, því þær framkvæmdir standa til.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Rútubílstjórinn.

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Ég ætla mér í búskap og vildi komast í hagnýtt nám sem nýtist mér til þess. Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Hvanneyri – Sótti dráttarvél til

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri? Þægilegt, komandi úr Reykjavík þá er mjög rólegt og notalegt að búa á Hvanneyri.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið í skólanum?

Leðjuboltamótið stendur uppúr. Gullmoli bekkjarins?

Ásta Sigurðardóttir, með sína óþrjótandi

Ef þú værir kind hvernig værir þú þá á litinn og hvort værir þú hyrnd eða kollótt?

Ferhyrnd og grábotnótt.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga? Þetta mun líða hraðar en ykkur grunar.

40

KÚAVINAFÉLAGIÐ BAULA

Kúavinafélagið

Baula var stofnað 24. nóvember 2015 af nemendum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Aðal tilgangur félagsins er að efla félagslífið með ýmsum viðburðum og ferðum þar sem megin athyglinni er beint að kúm. Félagið hefur nú starfað í 3 ár og eru nokkrir viðburðir sem eru nú þegar orðnir ómissandi í félagslífi skólans. Í haust eða 12. september var haldið Dellubingó og fór það með eindæmum vel fram og höfðu bæði nemendur og kýr gott og gaman af. Var það haldið í fjósinu á Hvanneyri, en þar gafst fólki tækifæri á að kaupa sér þann fjósbita sem þeim fannst líklegast að mest yrði skitið á. Sá sem að lokum fékk mesta magnið af kúadellu á sinni bita var leystur út með veglegum vinningum frá Kaupfélagi Borgfirðinga.

Þann 16. nóvember var haldið bændahreysti í fjósinu og var þar keppt í parakeppni. Keppnin fór fram með breyttum áherslum í ár, en minni áhersla var lögð á eiginlegar kraftlyftingar og frekar reynt að móta hana að styrkleikum beggja kynja. Útkoman varð því þrautabraut sem reyndi jafnt á heilabúið sem og þol og þrek. Dæmi um verkefni sem keppendur þurftu að leysa þar var að drekka skáldsagnamjöð úr túttufötu og reyndist það þrautinni þyngri þó svo að sogþörfin sjálf virtist ekki vera af skornum skammti.

Eftir áramót fórum við í vísindaferð en ferðinni var að þessu sinni heitið vestur frá Hvanneyri og fyrsta stopp var á Lambastöðum hjá Sigurði. Hann var allur af vilja gerður og gekk meira að segja svo langt að veita okkur leyfi til að grilla hamborgara ofan í mannskapinn inni í fjósi og fór þetta allt saman mjög siðsamlega fram. Eftir frábært stopp á Lambastöðum var ferðinni haldið enn vestar eða alla leið í Kolbeinsstaðahrepp, nánar tiltekið í Hrauntún til Hauks og föruneyti hans. Þar er mjaltagryfja og mjög snyrtilegt um að líta. Það var ekki stoppað eins lengi þar og við hefðum viljað í ljósi þess að blessaður rútubílstjórinn var orðinn órólegur vegna veðurs.

Aðalfundur var svo haldinn með pomp og prakt þann 8. mars í fjósinu á Hvanneyri. Þar var að venju farið yfir liðna árið, ársreikninga, ritari fór yfir fundargerðir og kosið var í nýja stjórn kúavinafélagsins. Ný stjórn lofar góðu þar sem aukinn fjöldi kvenkyns meðlima kemur til með að koma inn með breyttar og betri áherslur.

Við viljum þakka þeim sem hafa aðstoðað í vetur á einn eða annan hátt kærlega fyrir okkur.

41
Bjarki Vilhjálmsson, Helgavatni, formaður Albert Rútsson, Skíðbakka
1,
ritari

Afhverju valdir þú búfræðinámið?

Mig langaði að efla þekkingu mína á búfræði og fá góðan grunn sem myndi hjálpa mér þegar ég byrja að búa.

Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því?

Björg í Kaldakinn og það eftirminnilegasta er líklegast að fá að kynnast búskap hinu megin á landinu.

Hvað tekur við eftir nám?

Vinna fyrir foreldra mína uppi í sveit.

Hjúskaparstaða?

Sambúð.

Hvernig líkar þér við lífið á Hvanneyri?

Skemmtilegt en mjög krefjandi á köflum, sérstaklega föstudagsmorgnarnir.

Gullmoli bekkjarins?

Guðmundur Hafþór Helgason.

Draumurinn er að búa með…?

Kýr, kött, hund og dass af kindum.

Hvers munt þú sakna frá Hvanneyri?

Líklega bara félagsskaparins.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða?

Pétri húsverði.

Hvað gerðir þú í lokaverkefni og afhverju?

Ég smíðaði flutningskassa vegna þess að okkur vantaði þannig.

Hver var skemmtilegastur í búfjárræktarferðinni?

Sigurður Yngvi Friðriksson.

Eitthvað sem þú vilt segja við tilvonandi búfræðinga?

Gangi ykkur vel og njótið.

Högni Guðnason frá Laxárdal Kristín Bjarndóttir frá Reykjavík
KRISTINN HÖGNASON, 1994 frá Laxárdal í Skeiða- og Gnúp. Hafa bleikjur drukknað á þurru landi? Já. Hvort eru fleiri kafbátar á himninum eða flugvélar í sjónum? Flugvélar í sjónum, kafbátar fljúga ekki... Prúðbúnir búfræðingar á árshátíð nemendafélagsins.
Aukabúnaður: Dekkjastærð:31x15.50-15AS Niðurfellanlegtöryggishús Háttoglágtdrif Eurotækjafestingar Vinnuljósaðaftanogframan 90kg.þyngingmeð dráttartengi - Háttoglágtdrif Sjálfvirkdriflæsingábáðumöxlum Vél: Kubota D1105 T 33HP/24kW Lyftigeta:1450kg Aksturshraði:0-10/0-25km Breidd:104-128cm - Mikillyftigeta - Aflmiklir - Stöðugir - Úrvalaukahluta Eigum nokkrarvélar tilafgreiðslu strax Gunnbjarnarholti, 801Selfoss Sími4805600 Kaupvangi10, 700Egilsstöðum Sími4711901 landstolpi.is landstolpi@landstolpi.is ViðerumlíkaáFésbók GiantD337THDeraflmikillog meðmiklalyftigetumiðaðviðstærð. Vélinerfjórhjóladrifinmeð “Heavyduty”öxlaogsjálfvirkri mismunadrifslæsingu. D337THD Getum útvegað alla þekkta tengiramma
... TIL AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST WW W. LBHI .I S · L AN DBÚ NA ÐA RHÁSKÓLI ÍSLAN DS UMSÓKNARFRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM ER TIL 5. JÚNÍ. BÚVÍSINDISKÓGFRÆÐI NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI UMHVERFISSKIPULAG FRAMHALDSNÁM BLÓMASKREYTINGAR BÚFRÆÐISKÓGUR OG NÁTTÚRA GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA SKRÚÐGARÐYRKJA STARFS- & ENDURMENNTUN

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.