Búfræðingurinn 2020

Page 1

Ha þú? Sóknarfæri fyrir hrossakjöt Eru geitur misskildir englar? Sögur úr sveitinni Ræktun kartaflna í heimagarði BÚFRÆÐINGURINN 2020 Hrútavinafélagið Hreðjar - Kúavinafélagið Baula Hestamannafélagið Grani - Búfjárræktarferð

RITSTJÓRN

PRÓFARKALESTUR

LJÓSMYNDIR AF NEMENDUM

BÚFRÆÐINGURINN 2020

Útskriftarhópurinn árið 2020 langar að þakka öllum þeim sem styrktu okkur með Búfræðinginn, fyrir búfjárræktarferðina og í náminu öllu.

Við viljum þakka Þórunni Eddu fyrir alla aðstoðina við undirbúning, uppsetningu og ráðleggingarnar varðandi Búfræðinginn.

Við horfum til baka á þessi 2 ár á Hvanneyri með söknuði en þakklát fyrir það sem við höfum lært og allt það frábæra fólk sem við höfum kynnst.

FORSÍÐUMYND

UMBROT OG HÖNNUN

Einar Jón Axelsson Guðný Ósk Jónasdóttir Ásgeir Pálmason Linda Margrét Gunnarsdóttir
Ritstjórn
Vinir og vandamenn
Linda Margrét Gunnarsdóttir
Þórunn Edda Bjarnadóttir Vesturhraun 3 // 210 Garðabær // 480 0000 Austurvegur 69 // 800 Selfoss // 480 0400 aflvelar.is // sala@aflvelar.isLANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is

Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi

Það borgar sig að spá í spilin!

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er leiðandi í ráðgjöf og miðlun þekkingar í landbúnaði. Starfsemi okkar nær til alls landsins og starfsstöðvar okkar eru 12 talsins. Meðal þess sem við veitum ráðgjöf í er:

• Bú árrækt

• Búrekstur

• Bútækni

• Fóðrun

• Garðyrkja

• Heyverkun

• Jarðrækt

• Landnýting

• Umhverfis- og loftslagsmál

RML hefur umsjón með kynbótastar búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit. Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé. Við sjáum um:

• Kúaskoðanir

• Lambadóma

Af hverju að leita ráða hjá RML ?

• Þegar taka þarf stórar ákvarðanir í búrekstrinum

• Ef það eru tækifæri til að auka og bæta gæði afurðanna

• Ef bæta má fóðrun og heilsufar bú ár

• Þegar skoða á möguleika á ræktun og landnýtingu

• Áttu jarðnæði og vilt fá hugmyndir varðandi nýtingu ?

• Langar þig að he a búskap eða breyta um búskaparform ?

• Viltu bæta reksturinn eða byggja nýtt ?

• RML veitir opinberum aðilum ráðgjöf varðandi landnýtingu, loftslagsmál og fleira tengt landbúnaði

• Hrossadóma Helstu forrit sem RML vinnur með og aðstoðar bændur í eru:

• Dk búbót – bókhald

• Fjárvís – skýrsluhald í sauð árrækt

• Huppa – skýrsluhald í nautgriparækt

• Heiðrún- skýrsluhald í geit árrækt

• WorldFengur- skýrsluhald í hrossarækt

• Jörð – landupplýsingar og skýrsluhald í jarðrækt

4

HA ÞÚ?

Herdís Magna Gunnarsdóttir

Bóndi á Egilsstöðum og varaformaður LK

Jæja vinan þetta er flott hjá þér....og er barnið þá bara hjá ömmu sinni? Mér fannst tilvalið að nýta tækifærið þegar mér bauðst að skrifa grein í Búfræðinginn að fjalla um bændapólitík og þátttöku ungra bænda í henni. Í því samhengi verð ég að minnast samtals sem ég átti við afa minn heitinn sem lýsti í nokkrum setningum ákveðnum breytingum sem hafa orðið frá hans ungdómsárum.

Ég heimsótti afa minn, Sveinbjörn, á leiðinni á mitt fyrsta Búnaðarþing í Reykjavík. Afi var lögfræðingur, starfaði lengi í landbúnaðarráðuneytinu og gegndi starfi ráðuneytisstjóra frá árinu 1973-1995. Hann var eldklár karl og þekkti vel til í sveitum landsins bæði vegna áhuga síns á landi og þjóð og langrar starfsævi fyrir landbúnaðinn.

Hann rak upp stór augu þegar ég svaraði spurningu hans um hvaða ferðalag væri á mér.

Nú fannst honum hann hafa lifað tímana tvenna en hann minntist þess að hafa hitt langafa minn frá Egilsstöðum fyrst á Búnaðarþingi þegar hann sjálfur var starfsmaður í landbúnaðarráðuneytinu. Hann gat heldur ekki leynt því að honum þótti nokkuð merkilegt að ég, ung kona, væri að fara á Búnaðarþing. Þá fannst honum einnig nokkuð lógískt að áætla að ég hefði ekki skilið barnið okkar eftir heima með pabba sínum.

Grunnurinn að framtíðinni er núna Við búum á spennandi tímum og margt er að breytast í tilveru okkar.

Menn þora jafnvel að fullyrða að sá raunveruleiki sem Covid-19 hefur fært okkur muni hafa svo mikil áhrif á okkur og verða núlifandi kynslóðum svo eftirminnilegt tímabil að það megi bera Covid tíma saman við tíma seinni heimstyrjaldarinnar.

Undanfarna áratugi hafa neysluvenjur almennings breyst og fleiri og fleiri hafa litla eða enga tengingu við sveitina og matvælaframleiðslu landsins. Heimurinn hefur minnkað á síðustu áratugum, við

kynnumst ólíkri matamenningu og líklega hefur aldrei eins mikið af mat verið fluttur á milli landa. Þá brestur á heimsfaraldur og segja má að heimurinn fari aftur stækkandi. Augu manna fara þá að berast að mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu eins og áður hefur gerst þegar vandi steðjar að.

Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina og eins og við höfum séð geta orðið á breytingar sem okkur óraði ekki fyrir.

Eitt er þó nokkuð víst og það er að unga fólkið erfir landið, ákvarðanataka og aðgerðir núna geta haft áhrif á framtíðarviðurværi ungra bænda.

Það er því að mínu mati sjálfsagt að ungt fólk taki þátt í ákvörðunum sem það varðar og eigi pláss í stjórnum og félagasamtökum ásamt eldri og reynslumeiri einstaklingum. Reynsla er gífurlega dýrmæt en það getur einnig reynst vel að fá innsýn reynsluminni einstaklinga sem hafa oft á tíðum aðra sýn eða eru óhræddir við að færa fram nýjar hugmyndir.

Árangursríkast er að vinna saman. Ein af jákvæðum hliðum Covid er að ástandið neyddi okkur ákveðið í að fara að nýta okkur þá fjarfundatækni sem lengi hefur verið til. Þó að nausynlegt sé að hittast af og til þá höfum við loksins lært að nýta okkur tæknina og spara okkur þannig ferðalög og tíma. Þetta ætti að auðvelda öllu uppteknu fólki og ekki síst þeim sem búa í dreifðum byggðum landsins að taka þátt í félagsstörfum bænda.

5

Afhverju á ég að gefa mér tíma í þetta?

Á síðustu árum virðist sem áhugi hafi minnkað hjá almenningi til þess að tak þátt í ýmis konar félagsstarfi og sýnist mér að það eigi líka við í félagsstarfi bænda. Ungir bændur eru oft á tímum uppteknir enda staddir á því tímabili lífsins sem flestir eru að koma sér upp fjölskyldu og heimili ásamt

því að vera að hefja búrekstur eða taka við. Því spyrja sig eflaust margir til hvers þeir eigi að vera standa í þessu. Fyrir utan þann augljósa ávinning sem fæst af því að taka þátt í ákvörðunum sem snúa að framtíð sinni þá má einnig benda á að þátttaka í stjórnarstörfum eða félagasamtökum er ákveðinn skóli útaf fyrir sig. Fólk kynnist öðru fólki í greininni og myndar ákveðið tengslanet og fær innsýn í hvernig hlutirnir virka. Það er mjög mikilvægt að vera

vel að sér í mikilvægum málum er varða atvinnu sína og lífsviðurværi - og taka þátt í að móta framtíðina á því sviði.

Mikilvægi öflugra talsmanna Það er mín sýn að grunnurinn að mörgum vandamálum íslensks landbúnaðar liggur í því að tengsl neytenda við hann fara minnkandi og áhugi og skilningur bæði stjórnmála- og embættis manna fer þverrandi. Það er verkefnið núna að vekja upp áhuga og styrkja tengslin við neytendur. Þar held ég að ungir búfræðingar geti komið sterkir inn.

Við getum ekki reitt okkur á heimsfaraldra og kreppur til þess að vekja þjóðina öðru hverju upp af dvalanum varðandi mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Við þurfum öfluga talsmenn sem alltaf eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og vinna fyrir landbúnaðinn.

Af hverju Búfræði? Áhuginn á að læra meira um búskap og hvernig maður á að stunda búskap almennilega.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Granaferðin í 2019.

Hjúskaparstaða? Einhleypur.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Án að sjálfsögðu, ekki er maður að fara að heiman.

Draumurinn að búa með? Kýr og kindur, kannski nokkra hesta.

Hvert fórstu í verknám? Gýgjarhólskot.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar við fórum upp í Hveravelli til þess að sækja kind frá búinu. Við mörkuðum lambið undan henni og skldum kindina og lambið eftir. Toppurinn var að enda í morgunblaðinu.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Sauðfjárrækt og nautgriparækt.

Hver er gullmoli bekkjarins? Þorvaldur.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Geiri.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur.

6
Hvernig vilt þú að framtíð íslensks landbúnaðar verði? Hver á að móta þá framtíð?
Hvað ætlar þú að gera í því?
Baldvin Ásgeirsson Þorgautsstaðir (320) - 19. september 1996

Davíð Clausen Pétursson

Af hverju Búfræði? Vegna þess að ég ætla að verða stærsti kúabóndinn í Ölfusinni. Hvað tekur við eftir námið? Meira nám, kjötiðnaðarmannin.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Sennilega þegar Steini reyndi að míga í rúmið mitt.

Hjúskaparstaða? Ég er einhleypur og ástfanginn að sjálfum mér.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Án jarðar. Ég ætla ekkert að fara af sunny Suðurlandi.

Draumurinn að búa með? Kýr og kjötvinnslu.

Hvert fórstu í verknám? Seljavelli á Höfn í Hornafirði.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Ég var að slóðadraga stykki hjá Eiríki og tók helvíti krappa beygju og fékk slóðan næstum því inn um afturgluggann. Ég sagði engum frá því og hélt svo bara áfram, það sá svo sem ekkert á vélinni.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu eða Hauk. Hörð samkeppni. Ég myndi bjóða Eddu út að borða en Hauk heim til mín að borða.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Grasafræði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Elínborg.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Ásgeir.

7
Hvammur (816) - 11. maí 1997

Linda

Gunnarsdóttir

Af hverju Búfræði? Ég kláraði fyrst Búvísindin og sá hvað Búfræðin var skemmtileg svo ég ákvað að skella mér.

Hvað tekur við eftir námið? Ég mun halda áfram að starfa sem ráðunautur hjá RML.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Stóru viðburðirnir standa alltaf upp úr. Hrútauppboðið hefur alltaf borið fram það besta í mönnum.

Hjúskaparstaða? Í sambandi.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég kom reyndar ekki í leit af neinu, fann þó :)

Draumurinn að búa með? Kusur og auðvitað hestana og nokkrar rollur.

Hvert fórstu í verknám? Hvanneyrarbúið til Egils og Hafþórs. Miklir meistarar.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Ætli það hafi ekki verið þegar ég dúndraði bómunni á lyftaranum í innréttinguna við burðarstíunni og skekkti burðarstíuna. Gleymi aldrei svipnum á Agli.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hauk, enginn spurning! Gætum talað um plóga og plægingar í marga klukkutíma.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Málmsuða, Vélar og tæki og Nautgriparækt.

Hver er gullmoli bekkjarins? Ómar, algjör moli.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Elínborg mín

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur þó hann eigi ekki eina einustu.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ætli það sé ekki bara Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Inn við beinið er það líklegast ég, en svona út á við er það Pétur.

Svandís Brynja Flosadóttir

Hrafnsstaðir (641) - 21. mars 1990

Af hverju Búfræði? Auka þekkingu mína, maður hefur hellings þekkingu þar sem maður býr í sveit en þetta það var fullt sem maður lærði í náminu. Hvað tekur við eftir námið? Vinna heima í sveitinni og kannski einhver aukavinna.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Þegar Elínborg flaug af hestbaki og líka þegar leið yfir hana í tíma. Hrakfallabálkurinn Elínborg og hennar atvik. Hjúskaparstaða? Á lausu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég kom svo sem ekki beint í leit að maka en ef svo stæði á þá væri það án jarðar.

Draumurinn að búa með? Kýr og kindur.

Hvert fórstu í verknám? Danmörk og Breiðavað í Eiðaþinghá. Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Það var hvernig Vildís lét í rúminu annað hvort talandi eða snúast eins og skopparakringla þarna við hliðina á mér.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Gunnar Örn, þar sem við erum að fara út að borða saman svo það væri ekkert nýtt.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra- og lífeðlisfræði og búsmíði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Guðný Ósk eða Einar.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur.

8
Margrét
Garðshorn (604) - 19. mars 1992

EINS OG ÁÐUR...

Eyjólfur K. Örnólfsson - Námsbrautarstjóri búfræði

Jóhannes Kristjánsson - Afleysingarbrautarstjóri búfræði

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir - Fyrrverandi brautarstjóri búfræði

Þegar tekið er á móti nýnemum í búfræði er ávallt mikil tilhlökkun til staðar. Að kynnast fólki með mismunandi bakgrunn sem sýnir í verki þann áhuga á íslenskum landbúnaði að vilja mennta sig í þeim fræðum er svo skemmtilegt. Metnaðarfullir einstaklingar með framtíðarsýn og hugsjónir sem við hjá LbhÍ styðjum við, bætum við þekkingu og að lokum útskrifum að tveimur árum loknum.

Þessi tvö ár eru lærdómsríkur tími, jafnt fyrir nemendur og kennara. Á þessum tveimur árum kynnist þið hvert öðru og lærið ýmislegt á því að tala saman og upplifa hvernig hlutir eru framkvæmdir annars staðar en þið eruð vön. Það er einmitt einn af grundvöllum þess að fara í skóla þ.e. að vera með opinn huga og auka víðsýni. Í kennslustofunni eru uppáhalds tímarnir okkar kennara þegar rætt er saman um eitt og annað sem þjálfar okkur í að sjá kosti og galla við einhverjar framkvæmdir, ræktun sauðfjár, burðarhjálp eða eitthvað allt annað. Þegar við upplifum að nemendur séu fullir áhuga að læra, að skilja, að bæta sig, þá förum við virkilega ánægð á skrifstofuna að lokinni kennslustund, setjumst niður og finnst við hafa lært jafn mikið og þið.

áhuga á hverri grein og styrkur ykkar er mismunandi milli þess bóklega og þess verklega. Það er enn einn angi þess að læra, að læra á ykkur sjálf. Stærsta áskorun sumra er að fara í námsdvöl, en almennt séð er sá tími mjög lærdómsríkur og samband ykkar við námsdvalarbændur oft á tíðum jafn sterkt og milli ykkar innan bekkjarins.

Leyfið

ykkur að fara á flug, hugsa til framtíðar með bjartsýni og opnum hug

Námið í búfræðinni er fjölbreytt og sambland af bóklegum og verklegum tímum. Þið hafið mismikinn

Þessi tvö ár eru hins vegar fljót að líða og þá kemur að útskrift. Þá koma upp blendnar tilfinningar. Tilhlökkun að sjá ykkur uppskera búfræðipróf eftir að hafa lokið námi. Tilhlökkun að sjá hvað þið takið ykkur fyrir hendur og tilhlökkun að sjá einhver ykkar aftur í námi við skólann. Á sama tíma er skrýtið að sjá á eftir ykkur og vita að við komum ekki til með að bjóða ykkur góðan daginn í kennslustofunni eða á göngum skólans.

9
Kynningar á lokaverkefnum á tímum Covid-19

Þið eigið eftir að taka að ykkur hin ýmsu verkefni í framtíðinni og vinna hin ýmsu störf, bæði tengd landbúnaði og ótengd. Tækifæri framtíðarinnar eru óendanleg og tækifærin í landbúnaði eru mýmörg. Þar gildir það sama og víða annars staðar, að það sem aftrar manni er oftar en ekki hugmyndarflugið. Þess vegna biðjum við ykkur að halda í ástríðuna sem þið hafið og ræktið hana. Leyfið ykkur að fara á flug, hugsa til framtíðar með bjartsýni og opnum hug. Framtíðin byggir á fortíðinni og þar er margt gott sem hægt er að nýta sér, en um leið er framtíðin aldrei sú sama og fortíðin. Breytingar eru nauðsynlegar reglulega og þið hafið marga möguleika í höndunum, jafnt innan bús og utan.

Verið dugleg að láta í ykkur heyra. Viðhaldið víðsýnni hugsun. Verið líka dugleg að viðhalda tengslunum sem mynduðust innan LbhÍ, því það er meira sem ávinnst í búfræðinámi en þekking, það eru líka vinabönd og gott tengslanet um allt land. Nemendur sem vinna saman og styðja hvorn annan í að þola misgóða kennara og brautarstjóra verða flinkir í samvinnu og læra að vera þolinmóðir og taka tillit til hinna ýmsu persónuleika sem þeir munu þurfa að eiga við í framtíðinni.

Við sem ritum þennan pistil höfum öll haft þann heiður að vera brautarstjórar búfræðibrautar og búfræðibekkurinn sem ritstýrir þessu blaði fékk að njóta þess þar sem Ólöf tók á móti þeim sem nýnemum, Jóhannes leysti hana af í fæðingarorlofi og Eyjólfur leysti Jóhannes af í námsleyfi. Við þökkum viðkynninguna og sendum ykkur einnig kærar þakkir fyrir að hafa valið að mennta ykkur og auka víðsýnina.

Árni Ólafsson

Sámsstaðir

Af hverju Búfræði? Bara svona til þess að læra meira um það sem ég hafði áhuga á.

Hvað tekur við eftir námið? Þriggja ára nám í Byggingariðnfræði. Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Verknámið.

Hjúskaparstaða? Ætli ég sé ekki á föstu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég kom með maka sem á jörð.

Draumurinn að búa með? Sauðfé.

Hvert fórstu í verknám? Úthlíð í Vestur Skaftárfellssýslu.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Eftirleitirnar í byrjun apríl, sleðaferð upp á afrétt.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Búsmíði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Þorvaldur Ragnar.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Karl Vernharð.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur Snær.

Hver er líklegastur

Hver er mesti

þess að eiga flest

Pétur Snær.

Pétur Snær.

10
til
fé?
afdalabóndinnn?
(320) - 7. desember 1997

SÓKNARFÆRI FYRIR HROSSAKJÖT

Þegar talað er um hrossakjöt er átt við hrossa- og folaldakjöt og aðra aldursflokka. En samkvæmt kjötmati er hrossakjöt af hrossum 6 vetra og eldri en folaldakjöt af 4-12 mánaða gömlum. Ég vil stundum tala um hestakjöt sem samheiti allra kjötmatsflokka til einföldunar því ég tel að hrossa- og folaldakjöt séu í eðli sínu frekar ólíkar vörur en um þetta samheiti eru mjög skiptar skoðanir meðal fólks, svo við skulum notast við hrossakjöt því það er venjan.

Undanfarið hefur hlutfallsleg neysla hrossakjöts aukist mjög mikið. Neyslan hefur raunar verið svo lítil að það hefur ekki þurft nema nokkur tonn til að sjá marktækar breytingar. Til að setja þetta í samhengi þá er neysla Íslendinga á alífuglakjöti um tíu sinnum meiri en á hrossakjöti og helmingi meiri en á nautakjöti. Þó svo hrossakjöt yrði næsta tískubylgja í mat þá myndi neyslan aldrei ná þessum hæðum því framleiðslan er ekki nema rúm þúsund tonn á ári og af þeim neytum við um 70% sem er aukning því fyrir nokkrum árum var neyslan ekki nema 50% af framleiðslunni. Afgangurinn var og er fluttur út.

Kjötvinnslur hafa sótt fram í sölu á fersku hrossakjöti á innanlandsmarkaði. Árið 2017 byrjaði ég fyrir alvöru að spá í hrossakjötsneyslu og veita framboðinu athygli. Þá fannst mér ferskt hrossakjöt álíka sjaldséð og hvítir hrafnar í verslunum landsins. Krónan hefur staðið sig einna best í vöruframboði á fersku hrossakjöti en þar á eftir var helst að maður fengi folaldahakk frosið í rúllum í Bónus eða folalda-grillsteikur í kryddolíu frá SS. Nýlega hafa svo bæst við fleiri vörutegundir og hef ég sérstaklega tekið eftir vörum frá Kjarnafæði sem hafa verið til fyrirmyndar. Þetta gæti verið byrjunin

á enn stærra hrossakjötsævintýri því það eru ýmis sóknarfæri á markaði og kjötneysla virðist ekkert vera að minnka.

Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun á markaði þá er hrossakjöt vanmetin afurð. Vegna þess hve Íslenska hrossakjötið er takmörkuð auðlind, þá væri öllu eðlilegra að það litla sem framleitt er væri selt á uppsprengdu verði þar sem lögmálið „fyrstir koma, fyrstir fá“ gildir, frekar en að veita þessu lítinn áhuga eða athygli vegna þess hve framleiðslan er hlutfallslega lítil á kjötmarkaði. Það eru ekki margir bændur sem halda hross eingöngu til kjötframleiðslu í stórum stíl. Flest þessara hrossa sem er slátrað eru mest megnis hliðarafurðir reiðmennsku eða lyfjaframleiðslu úr merarblóði og hross ekki kynbætt sérstaklega með tilliti til kjötgæða eða vaxtarhraða í tengslum við kjötframleiðslu.

Á Matís hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á hrossakjöti í gegnum tíðina og hef ég fengið að vera hluti af þeirri vinnu síðan 2017 en þá gerði ég lokaverkefni í búvísindanáminu mínu hjá Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við Matís og byrjaði svo að starfa hjá fyrirtækinu eftir útskrift 2018 og starfa enn í dag samhliða meistaranámi við

11
Þrátt fyrir
þessa
jákvæðu
þróun
á markaði þá er hrossakjöt vanmetin afurð

Háskóla Íslands í matvælafræði. Á þessum stutta tíma höfum við á Matís gert margt nýtt og sumt af því eitthvað sem ekki hefur verið mælt eða skoðað áður í Íslensku hrossakjöti. En til gamans skulum við kasta fram nokkrum sturluðum staðreyndum um hrossakjöt sem rökstuðning á því af hverju þetta er áhugavert.

Til að byrja með hefur hrossakjöt hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra, mikla meyrni, minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvert kg af kjöti samanborið við jórturdýr og hátt hlutfall B12. Þar að auki er hrossakjöt góður próteingjafi, inniheldur hátt hlutfall omega-3, auðugt af járni, inniheldur lífsnauðsynlegar amínósýrur og munur milli fituflokka ef horft er á „hollu fituna“ fer ekki minnkandi með aukinni heildarfitu ólíkt jórturdýrum. Þetta er allt eitthvað sem í augum neytandans telst plús í kladdann og gæti haft áhrif á ákvörðun þegar kemur að kaupvilja.

Fleiri praktískar staðreyndir sem eru ekki svo sturlaðar eru þær að folaldakjöt þarf ekki að hanga til að meyrna og þannig er tækifæri til að vinna kjötið strax daginn eftir slátrun svo neytandinn getur verið kominn með ferskt kjöt í hendurnar strax á þriðja degi eftir slátrun. Það tekur um 16 klst fyrir folaldaskrokk í kæli að ná eðlilegu sýrustigi eftir slátrun en allt að sólahring að

kólna fullkomlega inn að beini ef hafður er í kæli 0 - 4°C. Annað sem gott er að hafa á bakvið eyrað þegar gerðir eru arðsemisútreikningar á folaldakjöti er að hreinir vöðvar eru ekki nema 35% af fallþunga og vinnsluefni um 29%. Nýting skrokksins er því um 64% af fallþunga. Ég myndi vilja hvetja til sjálfbærra kjötframleiðslukerfa hrossakjöts og benda á nokkra kosti í sambandi við það. Hrossum er hægt að beita á fjölbreytt landsvæði og nýta til dæmis blautar mýrar og úthaga sem oft á tíðum nýtast illa til annars. Íslenski hesturinn er þannig aðlagaður að náttúrunni honum líður best að ganga úti allt árið um kring og hross geta meira að segja geymt sum vítamín í fituforða yfir allan veturinn sem þau fá úr græna grasinu á sumrin. Þar að auki þarf hvorki að flytja inn tilbúinn áburð til fóðurframleiðslu né kosta til miklum fjármunum við húsbyggingar.

Að lokum langar mig að benda á kjötbókina www. kjotbokin.is og heimasíðu Matís www.matis.is fyrir áhugasama en þar er að finna ýmsan fróðleik og rannsóknir á öllu mögulegu sem tengist mat. Hjá Matís starfar einnig fjöldi fólks sem hefur unnið með matvælaframleiðendum með góðum árangri og vonum við að það samstarf muni halda áfram að vaxa í framtíðinni.

Af hverju Búfræði? Til þess að undirbúa mig sem framtíðar bóndi.

Hvað tekur við eftir námið? Dýralæknanám.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Ég get ekki hugsað um annað en Pétur eða Eddu Þorvalds.

Hjúskaparstaða? Pikk föstu, í sambúð.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Með jörð!

Draumurinn að búa með? Stóra nautgripa hjörð, hross og myndarlegan bónda.

Hvert fórstu í verknám? Svíþjóðar og Bessastaði í Hrútafirði. Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Hvað það voru góð hross hjá þeim á Bessastöðum.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hörpu, hún er dýralæknir.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra- og lífeðlisfræði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ármann.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Venni.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur.

12
Freyja Fannberg Þórsdóttir Lýsudalur (356) - 20. desember 2000

Af hverju Búfræði? Hef alltaf haft mikinn áhuga á búskap og fannst algjör snilld að geta farið í nám tengt áhugasviðinu mínu.

Hvað tekur við eftir námið? Búskapur. Ég og Garðar tókum við af ömmu minni og afa í janúar 2020.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Granaferðin haustið 2019 var mjög eftirminnileg.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég var búin að finna mér maka og jörð áður en ég byrjaði á Hvanneyri. Draumurinn að búa með? Kýr, kindur og nokkur hross.

Hvert fórstu í verknám? Lyngbrekku á Fellsströnd hjá Ármanni og Sigrúnu.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Ég var ekkert smá heppin með verknámsbú og það er erfitt að velja eitt atvik en ég myndi segja að eftirminnilegasta atvikið væri göngurnar sem ég fór í með þeim um haustið í þokkalega viðbjóðslegu veðri.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hörpu.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra- og lífeðlisfræðin var mjög skemmtileg.

Hver er gullmoli bekkjarins? Ég verð að nefna bæði Þorvald og Baldvin.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Elínborg.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ómar.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Linda.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur.

Elínborg Bessadóttir

Hofsstaðasel (551) - 22. mars 1994

Af hverju Búfræði? Langað að efla þekkingu á sviði landbúnaðar. Hvað tekur við eftir námið? Nú halda áfram að vera hobby bóndi. Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Félagsskapurinn og námið. Geggjaður bekkur.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Án jarðar. Ætla sko ekki að eyðileggja hobbybúskapinn.

Draumurinn að búa með? Minn hobbýbúskap. Nokkrar ullarpöddur, 500 naut og 8 gráa gæðinga.

Hvert fórstu í verknám? 1 mánuð í Skotlandi og 1 mánuð á Kanastöðum í Landeyjum.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Að vera á búi sem framleiðir hágæðanautkjöt en að fá svo alltaf skósóla að borða. Þessi þjóð kann bara ekki að elda! Brauðbolla í hádeginu og skósóli á kvöldin. Ég hefði betur átt að rífa upp hnífana og choppa í sósu og með því.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Lokaverkefnið.

Hver er gullmoli bekkjarins? Baldvin.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Pétur.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Karl Vernharð.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ertu að meina fiðurfé? Þá væri það Rebekka en ef þú ert að tala um ullarpöddur þá er það Ómar.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Linda.

13
Guðný Ósk Jónasdóttir Ártúnum (541) - 13. júlí 1998

Ómar

Af hverju Búfræði? Langaði að auka þekkingu mína á því sviði sem maður hefur áhuga á. Ég vissi að ég myndi ekki vilja læra neitt annað.

Hvað tekur við eftir námið? Smíðavinna og í búskapnum heima.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Kvöldið sem að tréð fór inn í bílinn hans Péturs, það er sama kvöld og kerran fór upp stigann.

Hjúskaparstaða? Hún er góð og hún er á föstu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Það skipti ekki máli.

Draumurinn að búa með? Sauðfé og nokkra hesta.

Hvert fórstu í verknám? Á Efri-Fitja í Fitjárdal.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar við verknáms bóndinn voru að horfa á fótboltaleik (Manchester city á móti Tottenham í meistaradeildinni) og menn voru mis-æstir yfir leiknum. Lið verknáms bóndanns tapaði. Kallinn hoppaði inn í stofu.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Sauðfjárrækt.

Hver er gullmoli bekkjarins? Þorvaldur.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Einar.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur.

Af hverju búfræði? Stutta sagan er sú að ég sótti ekkert um heldur vaknaði timbraður einn sunnudaginn með staðfestingu í tölvupósti. Ég ákvað svo ekkert að byrja í skólanum fyrr en tveimur dögum áður en skólinn byrjaði, þá ætlaði ég bara að vera í viku til að fá frí úr vinnu.

Hvað tekur við eftir námið? Ég reikna með að fara að vinna á búinu heima. Hvert fórstu í verknám? Ég fór á Egg í Hegranesi.

Eftirminnilegasta atvikið í búfræði? Það besta og eftirminnilegast er sitthvor hluturinn, bestu atvikin eru þau sem maður man svo ekkert eftir. Eftirminnilegasta er sennilega þegar ég vaknaði einn morguninn og kom að einum ónefndum bekkjabróður mínum þar sem hann hafði mígið á sig, lagst í sófann minn og dreift yfir sig snakki, klassa maður.

Hver er besti rúningsmaðurinn í bekknum? Það er Pétur enda kenndi ég honum allt sem hann kann.

Draumurinn að búa með? Fullt fjós af beljum, tíu kindur, fimm hænur og eina konu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég var klárlega að leita mér að jörð með maka.

Hver er gullmoli bekkjarins? Guðmundur “Túni” Bjarnason.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Davíð Clausen er sá allra harðasti.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ármann Ingi.

Hver er stórbóndinn í bekknum? Elínborg.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Einar.

Hjúskaparstaða? Blússandi einhleypur.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Ég myndi bjóða Hauk Þórðar.

Hvað er uppáhalds fagið þitt ? Það er nautgriparækt þó að velgengni hafi ekki fylgt jafn vel á eftir.

Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins ? Einar þar sem hann býr út í rassgati.

14
Ólafsson Sámsstaðir (320) - 7. desember 1997
Ásgeir Pálmason Geitaberg (301) - 22. apríl 1996

ERU GEITUR MISSKILDIR ENGLAR?

Geitur hafa gegnum tíðina verið litnar hornauga og ýmsar mýtur sem haldið hefur verið á lofti um þær þó geitur séu þau húsdýr sem lengst hafa fylgt manninum, allavegana um 10.000 ár. Um þær finnast sagnir frá öllum menningarheimum og í öllum trúarbrögðum. Oft er talað um geitur sem kýr fátæka mannsins þar sem þær þurfa mun minna pláss og fóður en kýr en gefa samt staðgóða og næringaríka mjólk.

Sagt er að geitamjólk og úlfaldamjólk séu þær mjólkur tegundir sem hægt sé að nýta það mikla næringu úr að það samsvari góðri máltíð næringalega séð.

Geitamjólkin er sérlega auðmelt og víða notuð sem sjúkrafæði og fyrir ungabörn sem ekki hafa móðurmjólk.

Rannsóknir frá Nýja Sjálandi hafa sýnt fram á að geitamjólkin sé mjög græðandi innvortis og því góð fyrir fólk með allskyns meltingafærasjúkdóma.

Mikill munur er á geitamjólk og kúamjólk, bæði eru prótein og fitumólikúl helmingi smærri í geitamjólkinni og hún tilheyrir því sem kallað er basískt fæði (Alcaline) meðan kúamjólkin telst til súrrar fæðu (Asidic). Oft er talað um að geitamjólkin hafi víða ramman keim (geitabragð) en það er mjög mismunandi eftir löndum, geitastofnum og því fóðri sem geitin neytir. Mjólk íslensku geitanna er mjög mild og bragðgóð ef við gefum þeim ekki mikið af fóðurbæti sem innheldur hátt hlutfall omega 6 fitusýra. Eftir 15 ára óformlegar tilraunir við geitamjaltir og fóðrun á Háafelli er niðurstaðan sú að með því að fóðra eingöngu á grasi, þurrheyi og þurrkuðum höfrum fáum við sæta og bragðgóða mjólk sem er rík af omega 3 fitusýrum allt mjaltask eiðið.

Geitin er laufæta, náskyld dádýrum en ekki grasbítur eins og sauðkindin og er miður hve mikið er um það hér að bera geitur saman við kindur því þetta eru einstaklega ólíkar skepnur á allan hátt. Hérlendis höfum við ekki lengur skógarbeit eins og verið hefur við landnám þegar landið var skógi vaxið

svo geiturnar hafa orðið að aðlagast grasbeitinni í ansi margar kynslóðir og það telja margir að það sé ein af ástæðunum fyrir því hve mjólkin er mild, lauf og börkur gefi sterkara bragð í mjólkina. Kalle Hammarberg, sænskur dýralæknir sem hefur sérþekkingu á geitum telur að Ísland sé sennilega eina landið í heiminum sem geitur hafi aðlagast svo vel sem grasbítar. En samt er það svo að geiturnar fá fljótt leiða á túnbeit og fara að sækja í grófari úthaga nema þeim sé gefið þurrt, frekar gróft hey með, því líkt og íslenski hesturinn þurfa geitur gróft fóður til að meltingin sé í lagi og þeim líði vel.

Eins og fram hefur komið er geitamjólkin sérlega góð fyrir ungabörn og dæmi um íslenskt barn sem lifði eingöngu á geitamjólk frá fyrsta sólarhring til sex mánaða aldurs. Íslenska geitamjólkin er líkt og mjólk norsku Víkingageitanna (gamli norski geitastofninn) frábrugðin mjólk annara geitastofna þar sem hún inniheldur lítið og jafnvel ekkert Alfa s1 kasein(pótein). Þetta gerir mjólkina auðmeltari og betri fyrir td þá sem hafa óþol fyrir kúamjólkurpróteinum. Eins virðast flestir þeir sem eru með laktósaóþol geta notað geitamjólkina. Dæmi um hve ólík geitamjólk er frá kúamjólk þá er hún auðmeltari og er maðurinn ca. fjórum sinnum fljótari að byrja að melta geitamjólkina.

Um geitakjötið má segja að það sé með hollastaog auðmeltasta kjöti sem við getum fengið. Það er jafn fitulítið og kjúklingur, jafn próteinríkt og nautakjöt og eitt járnríkasta kjötið sem völ er á. Þetta sýna niðurstöður úr bæði erlendum mælingum og

15
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Geitabóndi og hjúkrunarfræðingur Háafelli, Borgarbyggð

efnamælingum á íslenska kiða og geitakjötinu.

Kiðakjötið er sérlega milt og bragðgott en það má helst líkja því við dádýrakjöt.

Skinn geita kallast Stökur, Þær eru mjúkar og auðveldar til að vinna allskonar handverk og halda hárum mjög vel.

Af geitunum eru undirhárin/ fiðan kembd af með kömbum og þannig fæst fínasta kasmírull. Kasmír ullin er eitt af því sem íslensku geiturnar hafa þróað með sér í einangruninni hér í 1100 ár en það eru als ekki öll geitakyn sem hafa þann hæfileika að framleiða kasmír ull. Norska geitakynið sem talið er vera forveri íslensku geitarinnar og borist hingað um landnám er til að mynda ekki fært um að framleiða kasmír ull í neinum mæli.

Geitur á ekki að rýja því strýið/ grófu hárin eru eina vörnin sem þær hafa fyrir rigningu yfir sumarið, geiturnar hafa ekki ullarfitu eins og kindurnar og eru því afar viðkvæmar fyrir rigningu og bleytu yfir höfuð. Þær leggja mikið á sig til að þurfa ekki að bleyta fæturnar í vatnsföllum og öruggasta leiðin til að halda geitum á tilteknu svæði er að það sé umkringt af vatni. Geiturnar virðast finna á sér þegar von er á rigningu og sérstaklega í köldum haustrigningum koma þær hlaupandi heim að húsum eða í einhvert skjól áður en skúrin byrjar.

Tólg/ mör geita er afar græðandi og að því er virðist bólguhemjandi. Víða í þeim löndum sem mikil hefð er fyrir geitarækt þá er tólgin notuð til að græða sár, á gyllinæð og exem svo einhvað sé nefnt. Á

Háafelli hefur í nokkur ár verið unnið græðikrem ofl úr geitatólginni og það hefur virkilega komið á óvart hve mikið það hefur hjálpað mörgum með hina ýmsu kvilla. Auk græðikremana eru á Háafelli unnar sápur úr mjólkinni sem virka vel fyrir exem og viðkvæma húð og hársvörð.

Þær mýtur sem ganga um atferli geita eru ansi ýktar. Þegar ég var barn og bað um geit var svarið þvert nei, þær væru óartaskepnur, færu yfir og skemmdu allar girðingar, skemmdu allt sem þær kæmu nálægt, væru geðvondar, illa lyktandi og óætar. Það sem mín reynsla af geitum síðustu 30 árin hefur hins vegar kennt mér er að geitur stökkva mjög sjaldan yfir vel strengdar girðingar, þær klifra stundum í þeim og juða þær til en þá dugar vel að setja einn rafstreng svolítið frá jörðu rétt innanvið girðinguna og þá er það mál úr sögunni. En ef þær finna dæld undir girðingar eru þær eins og túnrollur með það að troða sér undir en þegar túnrollan fer bara með lömbin sín þá fara geiturnar saman öll hjörðin. Það er kanski ein af hverjum 100 sem stekkur yfir eða finnur sér leiðir sem aðrar ekki finna og fara þangað sem þær ætla sér.

Geitur smakka á ýmsu sem þær finna en þær borða ekki niðursuðudósir, þeim finnst fátt betra en kruðerí úr bakaríinu og þá helst snúðar með glassúr sem þær sleikja af með mikilli natni. Þær eru mjög forvitnar og minna stundum á unglingsstráka með áhættufíkn sem stundum endar illa. Þær eru fimar að príla og virðast stundum þurfa að troða sér, eða allavegana hausnum á ótrúlegustu staði sem leiðir til

16

þess að þær standa veinandi pikkfastar eða það sem verra er hengja sig eða brjóta. Helstu afföll ungra geita eru slysfarir.

Það getur reyndar verið skondið að sjá stálpaðan kiðling hoppandi um með fötu fasta um hálsinn og jafnvel annan fótinn í fötunni líka og þá verða þær oftast mjög þakklátar þegar þeim er bjargað.

Geitur lykta ekki illa, en hafrar um fengitíma geta ilmað all verulega við mis mikinn fögnuð nærstaddra. Bæði er þetta vegna náttúrulegs hornmónailms líkt og hjá hrútum en til að kóróna ilminn þá míga hafrarnir upp í skeggið og virðist það virka mjög vel á huðnurnar en þeir fá ekki mikið klapp þá mánuði sem þeir eru ófrýnilegastir.

Geitur eru almennt ekki geðstyrðar né árásagjarnar eins og sumar mýtur vilja halda fram. Heldur eru þetta sérlega ljúf og blíðlynd dýr ef vel er farið að þeim og þeim sýnd umhyggja.

Ef kiði er klappað frá fæðingu og það lærir að treysta manni þá á maður vin til frambúðar en ef einhver gerir á hlut geitar gleymist það ekki. En aftur á móti geta þær verið geðvondar og frekar hver við aðra og elstu geiturnar halda oft allri jötunni fyrstu mínúturnar eftir gjöf og bregðast mjög illa við ef yngri geitur reyna að laumast í tuggu á meðan. Varasamt getur reynst að bæta einni nýrri geit inn í kró hjá mörgum öðrum því þá þurfa helst allar að stanga þá nýju til að kanna styrk hennar og finna hvar í goggunarröðinni hún á heima. Aftur á móti er mjög sjaldgæft að geitur beiti hornum á kið annara geita eins og kindur stanga gjarnan lömb sem þær eiga ekki. Þess vegna er oft auðvelt fyrir kið sem ekki fá nóg hjá sinni mömmu að stela sér sopa hjá næstu geit. Helst er að geiturnar bíti í dindilinn á kiðinu sem þá skrækir sárt. Mjög auðvelt er oftast að venja undir geit sem missir við burð og þá skiptir litlu hvort geitinni er rétt kið eða lamb hún tekur því vel. Eins höfum við stundum smellt þrílembing undir geit sem er að bera og er bara með eitt kið og það er yfirleitt samþykkt og elskað skilyrðislaust. Ef geit drepst frá kiðum í úthaga er svo til algilt að önnur geit hefur tekið kiðin að sér þegar heim kemur að hausti.

Mýtan um að geitur væru óætar er trúlega tilkomið vegna þess að hér á landi voru geitur svo til eingöngu haldnar sem gæludýr í nær hálfa öld og litlar sem engar nytjar voru hafðar af þeim. Það rétta er að geitakjöt er herramannsmatur og hefur verið nýtt til manneldis um aldaraðir um allan heim. Geitamjólkin er einnig mest nýtta mjólkin á heimsvísu.

Geitur eru einstaklega félagslynd dýr og mjög fjölbreyttir persónuleikar. Þær eru mjög greindar og fljótar að læra, þær geta lært að gegna nafni og leika allskonar kúnstir. Gerð hefur verið rannsókn við Queen Mary‘s háskólan í London á geitum og er niðurstaðan sú að geitur séu jafn greindar og hundar og geti gert sig skiljanlegar ef við hlustum á þær. Persónulega finnst mér geiturnar þó líkari köttum í hegðun því þær fara sínar eigin leiðir og láta alveg vita af því ef við misbjóðum þeim (Ég lærði snemma að taka ekki unga geit fram fyrir gamla vinkonu, það kostaði að ég varð að ganga á eftir þeirri móðguðu til að fá áheyrn aftur) ólíkt hundunum sem fyrirgefa húsbónda sínum hvað sem er. Enda er það svo að kettir eru miklir vinir geitanna almennt en þær þola illa hunda og vilja sem minnst af þeim vita.

Geitur sem verið er að vinna með daglega td við mjaltir eru fljótar að læra að koma upp á mjaltarpall og fara á réttan stað, þær taka því ekki vel ef verið er að reka á eftir þeim með hörku og verða þá oft erfiðari í samvinnu. Rannsókn sem gerð var á atferli geita sýndi fram á að þær sækja frekar eftir félagsskap fólks með brosmilt/ glaðlynt andlit en þess sem er þungt á brún.

Geitur eru mjög vel fallnar til að hafa í ferðaþjónustu því þeim finnst fátt betra en mikil athygli, klapp og knús og taka mjög vel á móti fólki. Kiðin sækja í að klifra upp á bakið á fólki og æfa þar jafnvægislistir. Einnig sækja þau mjög í að smakka á öllu sem er fallegt á litin eða hangir utan á fólki eins og rennilásar, skartgripir og sérstakt aðdráttarafl hafa skóreimar, því skærlitari því vinsælli.

Kiðunum finnst líka fátt betra en að fá að kúra í hálsakoti fólks og oft sitja gestir okkar langa stund hér í túninu með sofandi kiðling í fanginu. Þetta held ég að sé ein besta meðferð við streitu og depurð því það er einstaklega róandi.

17

Halldór

Jónsson

Af hverju Búfræði? Vegna þess að ég ætlaði að verða bóndi.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Verknámið. Hjúskaparstaða? Ennþá trúlofaður.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég átti maka og mér vantaði ekki jörð.

Draumurinn að búa með? Nóg af rollum og góðan smalahund.

Hvert fórstu í verknám? Bjarnarhöfn og til Noregs. Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Að lenda í Póllandi á leiðinni heim frá Noregi.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Haukur Þórðar ég held að hann sé skemmtilegur tipsy.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Sauðfjárrækt. Hver er besti rúningsmaðurinn? Ég.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Ásgeir Pálmason.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Einar.

Vildís Þrá Jónsdóttir

Hítarnes

-

Af hverju Búfræði? Mér langaði í þennan grunn. Ég átti kærasta þannig ég kom ekki til þess að finna slíkan en ég ætlaði að reyna að læra að drekka bjór en það gekk ekki. Light bjór í hófi.

Hvað tekur við eftir námið? Ég byrjaði að vinna á elliheimili svo veit ég ekki meir.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Árshátíðarnar. Fyrri árshátíðin þegar ónefndur aðili ældi yfir Þorvald í rútunni. Seinni árshátíðin þegar ég keyrði Árna og Pétur heim af árshátíð. Þegar við vorum komin heim þá fer ég inn á bað að græja mig fyrir svefninn og þegar ég ætla að leggjast upp í rúm eru Pétur og Árni steinsofnaðir þar.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég var með maka áður en hann hefur líklega ekki aðgang að jörð þar sem bræður hans eru sterkari.

Draumurinn að búa með? Hross, gæti alveg búið með rollur en bara fyrir Árna, ég gæti líka alveg búið með beljur en ég nenni ekki að skuldbinda mig.

Hvert fórstu í verknám? Danmörk og Syðri Fljótar í Meðallandi.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar ég var út í Danmörku og við vorum búin að vera þarna í viku. Þegar ég lyfti upp járn hlera og missi hann ofan á fótinn minn. Fyrst hélt ég að fóturinn væri brotinn en svo var ekki, fóturinn var mjög bólginn. Ég labbaði síðan inn í fjós vegna þess að það var kýr að bera nema þegar ég mætti þá er vinnumaðurinn með byssu og skaut kálfinn. Vegna þess að hann var naut.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hörpu.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra- og lífeðlisfræði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Þorvaldur.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Rannveig.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Geiri.

18
(311)
5. mars 1998
Skagfjörð
Fagranesi (551) - 16. maí 1997

SÖGUR ÚR SVEITINNI

Ef ég sest og segi frá

Með sundurlausum orðum

Best er þá að byrja á Bernskudögum – forðum (Guðmundur Einarsson, Nú brosir nóttin)

Ég er fæddur á Innri-Skeljabrekku í Andakíl fyrir miðja síðustu öld eða á jóladag 1949. Ég á tvo bræður, Gísla fæddur 17. júní 1946 og Þorvaldur fæddur 28. maí 1954 sem stundum ber upp á Hvítasunnudag. Foreldrar mínir eru Jón Gíslason (1922-2002) fæddur á Jörva á Akranesi og alinn upp á Súlunesi í Melasveit, síðar flutti svo fjölskylda hans á Innri - Skeljabrekku og Kristín Pétursdóttir (1925-2001) frá Mið-fossum.

Mín fyrsta minning úr búskapnum er sumarið 1955. Mikil óþurrkatíð fram að höfuðdegi svo varla náðist inn annað en vothey. Sérstaklega man ég eftir að verið var að flytja hey(stör) af engjum og breiða á tún til þerris, seint í september eftir réttir. Það snjóaði yfir allt saman, svona var nú brasið þá.

Heyskapur

Á þessum árum var farið að nota dráttavélar til ýmissa verka, en snúið og rakað saman með hestum, sérstaklega á engjum þar sem mjög blautt var og vann ég á hestarektsrarvél fram yfir 1960. Á engjum er mikið af stokkum og brýrnar yfir þá voru of mjóar fyrir rakstravélarnar svo maður varð að spenna vélina frá klárnum og skaka vélina þversum yfir, annað hjólið fram og hitt aftur, þá smá færðist vélin yfir. Þetta gat verið bras fyrir lítinn orm því kjálkarnir rákust í þver borðin á brúnni svo þeim varð að lyfta upp og ekki máttu hjólin fara út af, sem þó urðu að fara tæpt svo vélin færðist hraðar yfir. Klárarnir voru mis auðveldir í meðförum. Aktýin fannst manni ansi

þung, kjálkarnir úr eik sem er ekki létt efni, svo gott gat verið að hafa þúfu eða aðra mishæð svo léttara var að koma aktýjunum yfir klárana. Það er magnað hvað hross geta lært t.d. að bakka á milli kjálkana á rakstrarvélinni. Svo var spennt fyrir, sem kallað var, járn tyttur settur í gegnum gat á kjálkanum og splitti sem smíðað var úr blikki, taumarnir settir í gegnum göt á járni sem kom yfir lendar á klárnum svo þeir færu ekki í aftur fæturnar. Þegar lyfta átti tindunum og hleypa heyinu undir þá var ég svo stuttur og léttur að ég varð að standa upp til að stíga á petalann. Þessi gjörningar varð að gerast á réttum stað svo passaði við fyrri múgann, því línan átti að vera bein.

Eitt sinn gerðist óhapp, á svo kölluðu Prestsengi neðan Staðarhóls á Hvanneyri þar sem við vorum að aðstoða Björn frá Háafelli í Skorradal við að afla sér heyfengs, að sumarstúlka sem var á annarri vél rétt á undan mér, að klár hennar fældist við önd sem flaug upp úr stokk. Klárinn fór á stökk og stúlkan hentist fram úr sæti sínu og rúllaði framan við tindana með grasinu, slapp loks undan er annað hjól vélarinnar fór uppí heysæti og þá náðu tindar ekki til jarðar. Hún var nokkra daga að ná sér.

Á Brekku engjum höfðu 9 jarðir slægjuýtök svo það gat oft verið mikið um að vera á engjum. Sumir settu upp tjöld til að matast og sofa í. Ég man vel eftir að bundið var í bagga og settir tveir á hvern hest og svo bundið í stert á næsta hesti og fluttir upp að vegi.

19

Mynd 1 Hér er verið að koma rakstrarvél yfir mjóa brú.

Síðan kom vörubíll frá Kaupfélaginu og flutti heim að bæ. En áður fyrr voru hestalestir af engjum að öllum þessum bæjum sem voru í Skorradal, Fossabæjum, Grjóteyri og Höfn.

Svo kallaður sparkari sem var snúningsvél var seinna settur aftan í Willis jeppa, það voru góðar stundir að aka honum með púða í sæti svo maður sæi út.

Á Ytri-Skeljabrekku sló Sigurður Sigurðsson 18941986 með tveimur hestum fyrir sláttuvél. Karlinn sat á sláttuvélinni og hélt í taumana, tók í þá þegar festist í greiðunni og gaf svo frá sér sérstakt hljóð hátt og hvelft þegar klárarnir áttu að bakka, þá losnaði flækjan úr greiðunni. Sama gerðist þegar komið var að horni á flöt. Karl tók í tauma og svo kom þetta sterka hljóð sem ég man svo vel og þá bökkuðu klárarnir og tóku beygju. Þetta kunnu hestarnir hans Sigurðar á Brekku.

Atvik við kvöldmjaltir Á þessum árum voru bílar ekki svo almennir sem er í dag og merkilegt hvað margir tóku leigubíla til að

fara á böll eða komast landshluta á milli. Eitt atvik ætla ég að nefna. Við Gísli bróðir vorum að mjólka kvöldmjaltir, það var há sumar þegar við verðum varir við að leigubíll úr Reykjavík er stopp niður á vegi. Út koma fimm farþegar og upphófust slagsmál. Leikurinn barst heim í mjólkurhús og þar börðust menn með lokum af mjólkurbrúsum. Ég man enn hvað ég var hræddur. Það endaði með því að sá versti var settur ofan í mjólkurkælinn og þá róuðust menn. Þetta var hluti af skipshöfn sem var á leið á síldarbát á Siglufirði. Bjór var ekki í boði á þessum árum, aðeins sterk vín svo margir urðu ölvaðir með tilheyrandi látum svo sem slagsmálum o.flr. Á þessum árum var ýmsu hent út úr bílum á ferð meðal annars vínflöskum sem svo brotnuðu stundum og gátu skorið t.d. hestafætur. Þetta var með öllum vegum, mjög sóðalegt. Svipað þessu sá ég í Karpatafjöllum í Rúmeníu fyrir nokkrum árum.

Skólaganga

Kennsla fór fram á tveimur stöðum, tvær vikur í senn á hvorum stað. Annars vegar í Bragga í

20

Mynd 2 Hermenn að bjóða Pétri far.

Andakílsárvirkjun og í herbergi í Tungutúni á Hvanneyri. Fór ég á hestum með skólatöskuna á bakinu. Sunnan við Andakílsána var hlið sem átti alltaf að vera lokað, þetta var stór trégrind með vírneti á milli, þung og erfið. Sérstaklega þegar var snjór þá gat verið bras. Best var þegar komið var harðfenni þá gat maður riðið yfir pípuhliðið. Steinar voru settir báðu megin við girðinguna sem ég notaði til að ná upp í ístaðið, þá 8 ára. Þegar skólinn var í Virkjun geymdi ég klárinn á Mið-Fossum hjá afa Pétri Þorsteinssyni og ömmu Guðfinnu Guðmundsdóttur og hljóp svo suður í Braggann í Virkjun. En þegar kennsla var í Tungutúni var ég einn vetur með klárinn í hesthúsi sem stóð suðaustan við Tungutún. Klárinn gat verið kenjóttur t.d. kom ég honum aldrei milli verkfærahúss og hlöðu, semsagt yfir hlaðið. En það gékk með því að fara undir brúna og niður fyrir fjós. Það vildi klárinn og gerði ekkert til þó fjóshaugurinn rynni út. En þegar við fórum heim þá vildi hann fara yfir hlaðið, það var eitthvað sem hann sá sem hann óttaðist. Hina veturna fékk ég að hafa klárinn í Garði hjá Haraldi smið og Eygló sem var föður systir mín en þar var þá hesthús og fjárhús en þau voru með sauðfé.

Dag einn var mér ekið í skólann, sem var sjaldgæft, vegna norðan snjóstorms en foreldrar mínir ætluðu í jarðaför út á Akranes. Til baka komst ég með kennaranum og prestinum séra Guðmundi Þorsteinssyni niður í Ausuholt og gékk af stað heim. Komu þá tveir hermenn á Willys jeppa á eftir mér og stoppa. Þeim leist ekki á að ég hefði það alla leið og bentu mér á að koma í aftursætið en þar sat stór hundur. Ekki þorði ég með nokkru móti að vera með þessum mjög svo stóra hundi í aftursætinu og þverneitaði. Það fór þannig að ég gekk í skjóli við bílinn alla leið heim, en veðrið varð mun verra en spáð hafði verið. Þarna komst ég að því hvað hermenn geta verið góðir, ég hélt sem krakki að svo væri ekki.

Kælitækni þess tíma

Eitt af verkum mínum á útmánuðum var að sækja fisk í snjóskafla í Húsadal sem er upp undir Brekkufjalli og sífellt þurfti ég að grafa dýpra eftir sem snjórinn bráðnaði eða færa ofar, nær fjallinu. Þetta var fyrir komu frystiskápa eða kælitækni. Annars var alltaf til saltfiskur en að öðru leyti voru matvæli söltuð, reykt, súrsuð og niðursoðin í þvottapotti.

21

Mynd 3 Mjólkurkælir þess tíma.

Hundasaga

Á Brekku var tíkin Týra, ágætur smalahundur, en í Árdal var hundurinn Sámur, sem stundum kom heim og var að leika við tíkina. Ekki gegndi hundurinn okkur er við reyndum að reka hann heim en hann gengdi Halldóru í Árdal ef við settum símtólið að

eyranu og hún sagði honum að koma heim. Þarna gékk að tala við hundinn í síma.

Ferðasögur

Á sunnudögum var yfirleitt frí og þá fórum við krakkarnir í útreiðatúr oft upp í Skorradal að Mófellsstöðum til Guðfinnu sem gaf okkur m.a. súkkulaði og pönnukökur. Þar bjó líka Þórður blindi, mikill hagleiksmaður. Eitt atvik, Þórður var að þreifa fyrir sér eftir köku og tók köku af disk Soffíu Völu sem var í sveit hjá okkur í mörg en vakti þetta mikla kátínu. Eitt haustið kom ég að Mófellsstöðum, það var komið myrkur og Þórður var að saga timbur niður í kjallara í svarta myrkri. Þetta þótti mér undarlegt en þessa sög smíðaði hann sjálfur eftir að hafa þuklað á sög suður í Reykjavík. Á Mófellsstöðum bjuggu einnig synir Guðfinnu, Bjarni og Þórður og systir þeirra Margrét, vann þá í Reykjavík.

Einnig fórum við stundum krakkarnir að LitlaDrageyri til Rósu, sem gaf okkur líka súkkulaði og pönnukökur. Með henni bjuggu synir hennar Björn (Bjössi) og Oddgeir. Einar bróðir þeirra vann þá við smíðar sunnan heiðar og á Akranesi. Einu sinni á sumri riðum við í kringum Skorradalsvatnið með viðkomu t.d. í Háafelli hjá Birni og Guðrúnu, í Bakkakoti hjá Eiríki og Ester eða Vatnshorni hjá Höskuldi og Sólveigu. En Hreppslaugarferðir voru margar og góðar á hestum.

Mynd 4 Halldóra í Árdal að skipa Sámi að koma heim.

22

Af hverju Búfræði? Ætlaði alltaf að fara í þetta nám.

Hvað tekur við eftir námið? Ég er komin í meira nám… eitthvað rugl bara haha. Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Allt of mikið og allt sem á ekki að birta í svona blaði.

Hjúskaparstaða? Bullandi lausu.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Bara bæði betra.

Draumurinn að búa með? Kindur og kýr.

Hvert fórstu í verknám? Til Noregs og í Syðri-Hofdali.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Það standa alltaf upp úr símtölin hennar Klöru við Jötunn vélar en ég verð að segja fólkið og maturinn. Maturinn var geggjað góður.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hauki Þórðar!

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra- og lífeðlisfræði og fóðurfræði, út af Jóhannesi!

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur!

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Baldvin.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Árni og Vildís.

Hver er

Hver

mesti

Vildís er búin að kynbæta stofninn hans.

23
líklegastur til þess að eiga flest fé? Árni þegar
er
afdalabóndinnn? Pétur Rannveig Þóra Kristbjörnsdóttir Hraunsmúli (311) Sigtún (605) - 28. febrúar 2000

Pétur Snær Ómarsson

Af hverju Búfræði? Ég veit það ekki. Bara af því ég nennti engu öðru.

Hvað tekur við eftir námið? Eymd og volæði.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Ég man ekki neitt.

Hjúskaparstaða? Laus og stirður með krampa.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Já með jörð.

Draumurinn að búa með? Svarta kalkúna.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds, myndi bjóða henni í djúpsteikta fífla.

Hvert fórstu í verknám? Hofsá í Svarfaðardal. Þau fengu reyndar nóg af mér svo ég var sendur á mið-hálendið, Svartárkot í Bárðardal.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar ég sturtaði niður bláum pappír í klósettið og ég stíflaði lögnina og það kostaði 200 þús að laga það. Kannski þess vegna sem ég var sendur í útlegð. Í einu vínsullinu tók ég skó af rangeygðum gömlum kalli og svo þurftu verknámsbóndinn minn að bera mig inn í húsið.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Sumarnámskeiðið í jarðrækt. Haukur getur staðfest

Hver er gullmoli bekkjarins? Baldvin.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Ég.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ég.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ef það er verið að tala um peninga, þá er það ekki ég.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Baldvin.

Af hverju búfræði? Til þess að auka þekkingu mína í búfræðum sem ég svo sannarlega gerði.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna við smíðar og svo vonandi búskapur sem fyrst.

Hvert fórstu í verknám? Til Jóa og Jónu í Laxárdal í hrútafirði. Eftirminnilegasta atvikið úr verknáminu? Sennilega ferðirnar þrjár með kindur til dýralæknis í keisaraskurð. Og málgleði bóndans við símann, ég þurfti helst að hringja í hann til þess að ná af honum tali.

Eftirminnilegasta atvikið í búfræði? Sennilega þegar að við Guðmundur í Túni (nokkuð stórir og vel vaxnir menn) fórum í skottinu á WV bora á kolluna eftir hrútauppboðið.

Hver er besti rúningsmaðurinn í bekknum? Halldór og Ármann og ÉG.

Draumurinn að búa með? Mikið af kindum, góða hunda og fjölskylduna á Kirkjubóli.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Var í sambandi þegar að ég kom og er enn.

Hver er gullmoli bekkjarins? Baldvin Ásgeirsson.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Pétur Snær Ómarsson.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Karl Vernharð.

Hver er stórbóndinn í bekknum? Guðný Ósk.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ásgeir á Geitabergi.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hafþóri Finnbogasyni.

Hvað var uppáhaldsfagið þitt? Fagið sem Hafþór kenndi í fjósinu.

Mesti afdalabóndinn í bekknum? Ómar.

24
Hvanneyri (311) - 28. ágúst 2000
Einar Jón Axelsson Kirkjuból (741) - 11. desember 1988

RÆKTUN KARTAFLNA Í HEIMAGARÐI

Kartaflan (Solanum tuberosum) eru upprunnin í Suður-Ameríku og til eru af henni óteljandi afbrigði (yrki) sem ræktuð eru um víða veröld og hafa hvert um sig aðlagast misjöfnum aðstæðum og gefa uppskeru til mismunandi nota. Á upprunaslóðum þykir ekki duga minna en rækta sjö yrki í hverjum garði til að minnka líkur á uppskerubresti.

Til Íslands kemur kartaflan 1758 en útbreidd verður ræktunin ekki fyrr en kálflugan hefur gert ræktun gulrófna illmögulega upp úr 1930.

Hvaða yrki valin eru til heimaræktunar skiptir ekki miklu máli, meira atriði er að fá ósýkt gott útsæði. Þó þykir snjallt að vera með nokkur yrki í hverjum garði til öryggis og flestum þykir gaman að hafa tilbreytingu á matborðinu. Misjafnt er hvort yrkjum er skipt eftir beðum eða sett niður óskipulega. Hvort tveggja hefur sína kosti og galla.

Jarðvegur

Kartöflurækt gengur yfirleitt best í sandblönduðum jarðvegi. Því er ráðlagt að bæta sandi (notið þó aldrei skeljasand) í torfkenndan jarðveg en móajarðvegur og sendinn er ljómandi fínn til kartöfluræktar þó í slíkum jarðvegi þurfi að bera meira á. Vel unninn jarðvegur þar sem ekki er mikill leir og jarðvegurinn klessist ekki saman er ákjósanlegastur. Ekki ætti að nota jarðvinnsluaðferðir sem salla lífrænan jarðveg svo sem hnífatætara eða slíkt. Þá er hætt við ofvinnslu nema jarðvegurinn sé þeim mun sandkennari.

Áburður

Kartöflur þurfa ekki mikið köfnunarefni (N) ofurmagn þess veldur óþarflega miklum yfirvexti á kostnað undirvaxtarins. Hins vegar þurfa þær talsvert af fosfór (P) og kalí (K). Einnig er kalsíum (Ca) og

magnesíum (Mg) nauðsynlegt og svo BÓR (B). Öll þessi efni eiga að vera í góðum hlutföllum í tilbúnum áburði sem ætlaður er til matjurtaræktar – þó ber að athuga að stundum er köfnunarefnishlutfallið full hátt og í þurrviðrasömum sumrum þarf að bera á aukalega örlítið af bóraxi. Örlítið þýðir að gott er að setja bóraxið í saltbauk og strá úr honum létt yfir garðinn. Ofurmagn bórs veldur plöntudauða og því gildir hér að minna er meira. Varúð: Alls ekki nota SKELJASAND – hann hækkar pH jarðvegsins og eykur hættu á kláðavandamálum. Einnig er tvíbent að nota búfjáráburð í kartöflurækt sakir hættu á að illgresisfræ berist með slíkum. Hérlendis er ekki mikil hætta á að sýklar úr búfjáráburði valdi vandamálum en efnainnihald lífræns áburðar er mjög óáreiðanlegt og mismunandi.

Dæmi um áburðarmagn í garð (móajörð) kg/ha: N=130 ; P= 60-110 ; K= 150-200 Útsæð

Hyggilegt er að velja meðalstórar kartöflur, með fallegum augum sem sýnilega eru óskemmdar. Ef notaðar eru stórar kartöflur er líklegt að uppskeran verði smáar en margar kartöflur. Á hinn bóginn ef notaðar eru mjög litlar kartöflur er líklegt að uppskeran verði fáar og stórar kartöflur. Fjöldi spíra sem hver kartafla gefur frá sér segir til um fjölda kartaflna og því fleirri sem verða til, því minna rými

25
Edda Þorvaldsdóttir, kennari við búfræðibraut LbhÍ

og næringu fær hver og þar með verður uppskeran smávaxin þó fleiri áhrifaþættir komi til. Þrjár góðar spírur er gott viðmið í niðursetningu.

Best er að láta útsæðið spíra við frekar lágan herbergishita (15°C) og í björtu umhverfi. Þannig verða til hóflega langar, digrar spírur. Spírur þurfa að vera a.m.k. 3 cm þegar sett er niður. Það má nota grænar kartöflur sem útsæði, þó þær þyki óholl fæða sjálfar.

Sett niður

Gott er að hafa svo sem 30 cm milli útsæðisins þegar sett er niður. Það gefur hverri kartöflumóður nægt pláss og afkomendunum kost á nægri næringu. Það eru til margvíslegar aðferðir við að setja niður kartöflur, smekksatriði hvernig það er gert. Að lokinni niðursetningu ætti að dreifa áburði og raka svo yfir. Sumir tvískipta áburðargjöfinni, bera rúmlega helming á við niðursetningu og afganginn þegar byrjað er að koma upp.

Útsæði þarf að fara minnst 10 cm niður í jörðina, síðan má hreykja að kartöflugrösunum ef þurfa þykir. Það er skynsamlegt að setja varlega niður svo spírur skaðist ekki og geti strax farið að mynda yfirvöxtinn, frá honum vaxa síðan renglurnar sem uppskeran vex á og því fyrr sem yfirvöxturinn fer að ljóstilllífa, því betri ætti sprettan að verða.

Skýling

Ef aðstæður leyfa ætti að hafa kartöfluræktina á stað þar sem morgunsól nær ekki að skína – þetta er mikil vörn að hausti þegar næturfrosta er von. Skíni sól ekki á yfirvöxtinn meðan hlýnar að morgni, er ólíklegt að skemmdir verði verulegar í vægum frostum. Margskonar plast hefur verið notað til að planta í gegn um – það getur gert gagn að minnsta kosti heldur það raka í jarðveginum og hann hlýnar meira. Svart plast dregur þar að auki úr illgresisvexti. Agryldúkar yfir kartöflur eru líka valkostur. Ekkert af slíku er hins vegar nauðsynlegt og þegar öllum er ljóst að plast er óæskilegt í náttúrunni ætti að draga úr notkun þess þar sem hægt er.

Umhirða

Gott er að fylgjast vel með og nota arfasköfu til að fjarlægja illgresi sem kemur upp milli yfirvaxtarins eða reyta það burtu. Þetta þarf að gera að minnsta

kosti þar til yfirvöxturinn er orðinn það mikill að hann skyggi vel á jarðveginn. Eftir það gerir illgresi sjaldan mikinn skaða. Gleymið ekki brautum milli beða, þar er oft arfauppeldissvæð.

Mikilvægt er að vökva ef ekki rignir með jöfnu millibili. Þurrkar geta valdið skemmdum á undirvextinum – svokölluðum netkláða og sprungum. Hvorugt er heilbrigðismál en rýrir þó oft uppskeruna.

Margvíslegir sjúkdómar og vandamál geta fylgt kartöflurækt. Fátt er til ráða nema reyna að hafa jarðveginn ekki mjög basískan (gott pH er rétt undir eða um 5) og þeir sem eiga nóg land ættu ekki að rækta kartöflur lengi á sama stað. Skiptirækt er besta sjúkdómavörnin. Lykilatriði er gott útsæði, það er ávísun á vandamál að fá nokkrar kartöflur hjá vinum og vandamönnum úr allskonar aðstæðum. Betra að kaupa gott og viðurkennt útsæði eða rækta sitt eigið og taka frá strax að hausti.

Uppskera og geymsla

Flest kartöfluyrki mynda ekki undirvöxt fyrr en dag tekur að stytta og því er oftast ekki að vænta uppskeru fyrr en í ágústbyrjun. Þá fara áhugasamir að grafa örlítið undir þar sem fyrst kom yfirvöxtur. Smælki er herramannsmatur og allir ættu að njóta þess. Þegar kemur svo að uppskerustörfum er best að yfirvöxturinn sé fallinn. Stundum er slegið ofanaf (eða notuð efni til að drepa yfirvöxtinn) þar sem yrkin ekki fella grösin sjálf á náttúrulegan hátt (Hérlendis er vaxtartíminn sjaldnast nægjanlega langur til að slíkt gerist). Þegar yfirvöxturinn er fallinn, fara kartöflurnar að vetra sig og hýðið þykknar og við slíkar aðstæður þolir uppskeran betur hnjask. Ef tekið er upp undan grösum í vexti þarf að fara sérlega varlega með uppskeruna. Það borgar sig alltaf að fara varlega með uppskeruna og ekki er ráðlagt að þvo það sem á að geyma lengi, betra að þurrka uppskeruna vel við ca 15°C þá dettur jarðvegurinn að mestu af. Þannig er komið í veg fyrir hýðissár og við þetta hitastig byrjar dvalaferill kartaflnanna. Síðan er umhverfishiti lækkaður smám saman og að lokum er uppskerunni komið fyrir í góðri geymslu þar sem er dimmt og hiti milli 2 og 5°C. Hærri hiti eykur líkur á að geymist illa og fari hiti niður í 0°C kemur frostbragð af kartöflunum sem auðvitað mega alls ekki frjósa.

Sigmundur Geir Sigmundsson

Af hverju Búfræði? Af því að mig hefur alltaf langað það síðan ég var krakki. Langþráður draumur.

Hvað tekur við eftir námið? Verktakan á fullu.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Landasalinn hennar Eddu Þorvalds. Hjúskaparstaða? Í sambandi.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Væntanlega jörð, maður er alltaf að leita af jörð.

Draumurinn að búa með? Kindur.

Hvert fórstu í verknám? Dagverðareyri.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar maður mætti þá mátti ég púsla saman rúmi og fleiri húsgögnum. Ég var fyrstu vikurnar að setja saman rúmið þar sem það tók 3 vikur að fá alla varahlutina í rúmið.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Eddu Þorvalds. Hvað var uppáhalds fagið þitt? Búsmíði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Elínborg. Jónína Hobbýbóndi.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Rebekka.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Skagfjörð.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Pétur.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Ármann í Laxárdal.

Guðmundur Bjarnason

Af hverju Búfræði? Það var alltaf stefnan hjá mér. Maður er náttúrulega fæddur og uppalinn í sveit og hef unnið svona með þessu heima alla mína tíð. Svo var maður búinn að heyra að það væri svo gott félagslíf/fyllerí.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna heima og í verktaka vinnu.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Þegar Pétur kom inn í skólastofuna að morgni í einu stígvéli og einum hestaskó. Síðan hélt hann á þriðja skónum sem var í stærð 37 og vissi ekkert hver átti skóinn.

Hjúskaparstaða? Trúlofaður Hafdísi Gígju.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég þurfti ekki að hefja þá leit þar sem ég var búinn að finna maka fyrir. Draumurinn að búa með? Kýr og konunni minni.

Hvert fórstu í verknám? Hamar í Hegranesi.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Ég man bara eftir einu góðu fylleríi, þegar við Kiddi fórum á karlakórstónleika ásamt Ásgeiri, Pétri og Davíð á Egg. Eftir tónleikana fórum við á Sauðárkrók þar sem við hittum grænlenskan ferðamann sem hét Nakasaki Kulusuk, fyrir þá sem ekki vita þá var Nakasaki Kulusuk Ásgeir.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Haukur Þórðar, við myndum ábygglega getað spjallað mikið um vélar og tæki.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Málmsmíði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær Ómarsson.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni fengi það en hann er líka hlynntur sauðfjárræktinni þannig ég myndi segja Davíð Clausen.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ármann.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Guðný Ósk.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Ásgeir Pálmason.

27
Látrum (401) - 23. júní 1995
Túni (803) - 16. mars 1994

Ármann Ingi Jóhannsson

Af hverju Búfræði? Var alltaf draumurinn að fara í búskapinn.

Hvað tekur við eftir námið? Koma mér inn í hlutina heima.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Fimmtudagarnir á Kollunni.

Hjúskaparstaða? Ég er á föstu bara.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Helst án, en annars verður maður bara að græja það.

Draumurinn að búa með? Kindur og hross.

Hvert fórstu í verknám? Noreg og Gunnarsstaði í Þistilfirði.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Ferðin til Póllands til þess að komast til Íslands frá Noregi.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Hörpu.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Búsmíði.

Hver er besti rúningsmaðurinn? Ég eða Ásgeir.

Hver er gullmoli bekkjarins? Ekki Ásgeir, ég segi Venni.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ómar.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ég.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur, Ásgeir er reyndar líklegur líka, hefur ekkert sést í kaupstað síðan við kláruðum Búfræðina.

Þorvaldur Ragnar Þorbjarnarson

Háafell (320) - 30. maí 1995

Af hverju Búfræði? Gott að vera á Hvanneyri, nennti ekki að vinna, ljótt að segja frá því. Hvað tekur við eftir námið? Girðingarnar býst ég við. Ég stefni á búvísindi.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Þegar við vorum að troða kerrunni upp stigann.

Hjúskaparstaða? Skelfilega einhleypur.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Með jörð allan daginn.

Draumurinn að búa með? Holdakýr, geitur og nokkrar kindur Sennilega konu.

Hvert fórstu í verknám? Fór á lífrænt svínabú í Danmörku og síðan á Hjartarstaði.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Þegar Guðmundur Hallgríms kom að fræsa flórinn og ónafngreint naut datt ofan í haughús. Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Birnu og spjalla um geiturnar. Hvað var uppáhalds fagið þitt? Líffæra og lífeðlisfræði. Svo náttúrulega verknámið ég var betri en Venni þar.

Hver er gullmoli bekkjarins? Baldvin.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Pétur en hann á engar kýr þannig ég segi Elínborg.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Pétur en hann á ekki kind þannig ég segi Halldór.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ef við erum að tala um peningalega séð þá verða þeir allir blankir en annars segi ég Einar hann á eftir að gera góða hluti.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Ómar Ólafsson.

28
Laxárdal 3 (500) - 7. júní 1997

Karl Vernharð Þorleifsson

Landbúnaður og hestasport

hesthús, reiðhallir, fjárhús,

Hver

Af hverju Búfræði? Af því að ég hef áhuga á búskap og langaði að fá meiri þekkingu á því sviði.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna á Hvanneyrabúinu og fara svo og taka við heima.

Hjúskaparstaða? Einhleypur.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Án jarðar!

Draumurinn að búa með? Kýr og konu.

Hvert fórstu í verknám? Stíflu í Landeyjum.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Sennilega þegar bændurnir fóru í burtu í 3 daga og konan eldaði í lasagna í stórt eldfastmót. Þegar þau komu aftur var konan svo hneyklsuð þar sem ég var búinn að borða lasagna í hádegis- og kvöldmat 3 daga í röð. Ég var næstum því búin að ganga frá þeim.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Jóhannesi Kristjánssyni.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Nautgriparækt.

Hver

Hver

Hver

Hver

29 - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes 412 5350 limtrevirnet.is
fjós og fleiri gerðir landbúnaðarbygginga vönduð hús - stuttur afgreiðslufrestur
er gullmoli bekkjarins? Pétur.
er harðasti kúabóndinn í bekknum? Ég.
er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Halldór.
er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.
er mesti afdalabóndinnn? Pétur.
Hóll (621) - 17. desember 1998

Atli Björn Atlason

Af hverju Búfræði? Planið er að taka við búinu heima.

Hvað tekur við eftir námið? Vinna í nokkur ár og koma sér svo hægt og rólega inn í búið.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Verknámið það var mjög skemmtilegt. Hjúskaparstaða? Hún er engin.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Án jarðar.

Draumurinn að búa með? Kúabúskap.

Hvert fórstu í verknám? Fyrst til Svíþjóðar og svo Reykjahlíð á Skeiðum. Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Bara allt verknámið.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Þetta er svolítið erfið spurning en ætla það sé ekki Haukur.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Skemmtilegasti áfanginn var Lokaverkefnisáfanginn.

Hver er gullmoli bekkjarins? Ásgeir.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Venni.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Halldór.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann.

Hver er mesti afdalabóndinnn? Pétur Snær.

Ísak Jökulsson

Af hverju Búfræði? Ef maður ætlar að verða bóndi þá verður maður að vera með búfræðina.

Hvað tekur við eftir námið? Tók við að fara beint í búskap. Kominn í félagsbú með pabba. Ég er búin að taka við kúnum og kallinn sér um féð og hrossin. Við hjálpumst að með það sem þarf.

Eftirminnilegast atvikið í Búfræði? Ég var bara eitt ár í búfræðinni og var ekkert sérstaklega mikið á djamminu. En búfjárræktar ferðin var mjög eftirminnileg.

Hjúskaparstaða? Ég er í sambandi.

Komstu í leit að maka með eða án jarðar? Ég var að leita að maka án jarðar. Ég var í markvissri leit.

Draumurinn að búa með? Draumurinn er búa með vel reknu róbótafjósi með skjólbeltum og skógrækt.

Hvert fórstu í verknám? Ég fór í Fellshlíð í Eyjarfirðinum.

Eftirminnilegasta atvik í verknáminu? Það var nokkuð eftirminnilegt þegar ég var að heyja 10-20 ha á eyðibýli sem þau leigja og á leiðinni þurfti ég að keyra yfir brú. Ég var með nýja rakstrarvél þegar ég fór yfir brúnna og vélin var næstum því búin að velta niður í á. En ég náði rétt að bjarga því.

Hvaða kennara myndir þú bjóða út að borða? Ég lærði mest af Hauk í búsmíðinni og vélum og tækjum þannig ég myndi bjóða honum. Það sem hann kenndi hefur hjálpað mér mikið sérstkalega þegar kemur að flórsköfum.

Hvað var uppáhalds fagið þitt? Málmsmíði.

Hver er gullmoli bekkjarins? Pétur Snær, hann er vinalegur.

Hver er harðasti kúabóndinn í bekknum? Davíð er líklega harðastur hann hefur engan tíma til þess að sinna kúnum hann er alltaf að lyfta í kjallaranum.

Hver er harðasti sauðfjárbóndinn í bekknum? Ármann.

Hver er líklegastur til þess að eiga flest fé? Ármann. Hver er mesti afdalabóndinnn? Sigmundur.

30
Laxamýri (641) - 4. september 1998
Ósabakki (801) - 1. maí 1992

HRÚTAVINAFÉLAGIÐ HREÐJAR

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað haustið 2003 af nokkrum sauðfjárunnendum sem voru við nám að Hvanneyri þann vetur. Í gegnum árin hefur markmið félagsins verið að auka áhuga fólks og þekkingu á sauðkindinni.

Haustið hófst eins og áður á hrútaþukli á Hesti þar sem vanir og óvanir þuklarar reyndu fyrir sér í að grípa í vöðvana og raða hrútunum upp í sömu röð og ráðunautarnir höfðu gert. Sigurvegarinn var svo leystur út með vinningum frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Í nóvember hélt Hreðjar sitt rómaða hrútauppboð, kvöldið fyrir árshátíð NLbhÍ eins og venja hefur verið fyrir. Viðburðurinn var mjög vel sóttur, en þar býðst gestum að kaupa hlut í hrútnum Hreðjari og var hart barist um þann heiðursrétt að vera meirihlutaeigandi í glæsigripnum.

Eftir áramót var land lagt undir fót og farið í Hreðjarsferð þar sem farið var með nemendur í skoðunarferð á þrjá bæi. Í þetta skiptið varð fyrir valinu að fara á Mýrarnar og í Kolbeinsstaðahrepp. Við hófum ferð okkar á Staðarhrauni, fórum svo í Mýrdal og enduðum á Ystu-Görðum þar sem grillaðir voru hamborgarar í mannskapinn. Við viljum þakka þeim bændum sem tóku á móti okkur kærlega fyrir frábærar móttökur. Síðasti viðburður Hreðjars átti að vera Hreðjarsgrillið, þar sem hluteigendur í hrútnum Hreðjari koma saman og grilla unaðslegt lambakjöt. Hins vegar var ómögulegt að halda Hreðjarsgrillið í

vor vegna kórónuveirufaraldursins, en það verður bara veglegra að ári!

Hrútavinafélagið Hreðjar vill þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna, allir viðburðir ársins fóru mjög vel fram og hllökkum við til að taka á móti nýjum og gömlum velunnurum á komandi viðburði.

KÚAVINAFÉLAGIÐ

BAULA

Kúavinafélagið Baula er félag sem var stofnað 24. nóvember 2015 með þeim tilgangi að efla áhuga og þekkingu á nautgriparækt meðal ungs fólks. Félagið hefur á þessum 5 árum sem það hefur verið starfrækt haldið utan um viðburði og ferðir til þess bæði að auka áhuga og bæta félagslífið á Hvanneyri. Félagið er ennþá mjög ungt og því enn að bæta við og bæta það starf sem það gegnir.

Á liðnu skólaári var farið í óvissuferð en þar förum við með hóp áhugasamra nemenda til þess að skoða kúabú. Þau bú sem við skoðuðum voru Snorrastaðir, og Hundastapa. Það er alveg magnað að sjá í svona ferð hversu mikil gestrisni er í íslenskum kúabændum þar sem að þeim þótti ekkert mál að taka á móti 60 manns í einu og koma þeim öllum fyrir inn í fjósi hjá sér. Það var vissulega boðið upp á léttar veitingar í þessari ferð sem og svo hamborgaraveislu sem Halldór og Agnes á Hundastapa voru búin að útbúa handa

31

okkur. Við viljum því þakka þeim öllum svo innilega fyrir að taka á móti okkur öllum, sem er nú ekki sjálfsagður hlutur að taka á móti 60 Hvanneyringum á fimmtudagskvöldi.

Dellubingó er árlegur viðburður sem ekki allir átta sig á hvernig virkar þegar þeir byrja í skólanum á Hvanneyri. Þessi viðburður er haldinn í Hvanneyrarfjósinu og fer þannig fram að einstaklingur „kaupir“ sér gólfbita og fær stig fyrir hverja dellu sem lendir á þeim bita. Síðan eru vissulega veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Einfaldur leikur sem snýst upp í magnaða skemmtun á hverju ári.

Félagið tekur svo þátt í árshátíðarvikunni á Hvanneyri með því að halda Túttutott. Þessi viðburður byrjaði sem keppni um bændahreysti hreysti en seinni árin hefur viðburðurinn breyst meira í þrautabraut. Þrautabrautin breytist svo lítillega ár frá ári en er alltaf frábær skemmtun.

Stjórnin vill svo nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem veittu okkur þá hjálp sem þarf í að halda þessu starfi góðu og öllum þeim sem tóku þátt í viðburðunum. Skál!

nema hestamennsku við Landbúnaðarháskóla Íslands og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla hestaíþróttir, kynbætur reiðhrossa, styrkja félagslegt samstarf hestamanna og vekja almennt áhuga nemenda á hestaíþróttinni.

Grani heldur marga viðburði yfir skólaárið. Fyrsta verk okkar sem ný stjórn var að selja fatnað merktum Grana. Allur fatnaður kom frá fyrirækinu 66° Norður og hefur það reynst okkur vel. Við seldum þó nokkuð mikið af peysum og jökkum og vorum við því ánægð með árangurinn.

Þann 19. nóvember var óvissuferð Grana sem er alltaf haldin árlega með mikilli gleði. 60 nemendur skráðu sig með okkur í fjörið og við heimsóttum tvo bæi. Sá fyrri var Sturlureykir í Borgarfirði þar sem heldur betur var tekið vel á móti okkur. Við fengum stutta og góða kynningu um bæinn og starfsemi þeirra. Síðan var ferðinni heitið á Runna þar sem við fengum sýningu á nokkrum hrossum. Þar var mikið spjallað auk þess sem grillaðar voru pylsur. Lauk ferðinni um kvöldið á Kollunni. Ég vil þakka þeim sem að tóku á móti okkur kærlega fyrir frábærar kynningar og hlýlega móttökur.

Eftir áramót héldum við þrjú mót í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Fyrsta mótið var fjórgangur Grana og það næsta var tölt mót. Þáttakan var frábær og allt gekk vel. Þriðja mótið var aðeins haldið fyrir nemendur skólans. Þar fóru fram kappreiðar þar sem knapinn hélt á mjólkurglasi í hendi. Skemmtilegt var að brjóta upp á veturinn með þessari keppni. Því miður eins og við vitum öll komu breyttir tímar og þar með var ekki hægt að halda fleiri viðburði þetta skólaár vegna Covid-19.

Öll reiðkennsla fór fram í gegnum netið og tóku nemendur upp myndbönd af tamningarferlinu og sendu á reiðkennarann.

Hestamannafélagið Grani er skemmtilegt nemenda félag innan LbhÍ þar sem áhugamenn hesta mennskunnar koma saman. Félagið var stofnað árið 1954 og er því orðið 66 ára gamalt. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna þeirra nemenda er

Skeifudagurinn mikli var því ekki haldinn í apríl eins og venja hefur verið í áratugi. Þó var Morgunblaðsskeifan veitt við útskrift okkar í júní. Við skulum vona að Skeifudagurinn 2021 verði haldinn með stolti.

32
HESTAMANNAFÉLAGIÐ GRANI

BÚFJÁRRÆKTARFERÐ 2020

Á hverju ári sjá nemendur í öðrum bekk í búfræði um að skipuleggja skemmtiferð sem nefnist búfjárræktarferð. Öllum nemendum skólans stendur til boða að fara í þessa ferð en stærstur hluti hópsins er vanalega nemendur í búfræði. Styrkjum er safnað frá fyrirtækjum til að lækka kostnaðinn við ferðina og gera sem flestum kleift að fara í ferðina. Farið er til skiptis á norðurlandið eða suðurlandið og að þessu sinni lá leiðin norður í land.

Búfjárræktarferðin er þriggja daga ferð sem snýst um að hafa gaman, heimsækja hin ýmsu býli landsins og ábúendur þeirra. Að morgni föstudagsins 6. mars var komin mikil spenna í mannskapinn og var lagt af stað frá Hvanneyri í norðurátt.

Fyrsta stopp var í Laxárdal í Hrútafirði, þar er stærðarinnar sauðfjárbú sem er í takt við bændurna sem þar búa. Móttökurnar voru góðar bæði í föstu og fljótandi formi. Eftir að hafa kvatt þau í Laxárdal var

skundað af stað í sláturhúsið á Blönduósi þar sem snæddur var hádegisverður. Maturinn var ekki af lakari endanum en hið þjóðlega lambalæri var á boðstólnum og allt sem til var með því, það er nauðsynlegt að borða vel þegar söngvatn flæðir um æðar fólks svo ekki eigi illa að fara og sáu þau vel til þess í sláturhúsinu. Eftir þessi herlegheit var stoppað með reglulegu millibili á bæjum á leið okkar á náttstað.

Næsta stopp var Skúfstaðir í Hjaltadal þar sem

33

skoðað var nýtt fjós og flottur aðbúnaður þess sem allur var upp á 10, snyrtilegt fjós og vel skipulagt. Næst var brunað á Hofstaðarsel þar sem einn af nemendum útskriftarhóps tók á móti okkur. Á Hofstaðarseli er rekið stórt nautgripaeldisbú og skoðuðum við nýtt eldis hús þeirra sem enn var í byggingu. Syðri-Hofdalir var næsti skoðunarstaður en þar er búið með sauðfé, mjólkurframleiðslu, nautaeldi og eitthvað yfir 50 hross. Það er náttúrulega ekki hægt að vera skagfirðingur nema eiga fjöldan allan af hrossum.

Síðasti viðkomustaður okkar þennan daginn var Kúskerpi í Skagafirði, þar á bæ eru bændur ekkert að grínast en ekki má líða lengri tími en 10 ár svo ekki sé reist nýtt fjós. Þar eru menn einnig stórtækir í búfénaði og tækjum, en þar er rekið mjólkurbú og unnið í verktöku í lausa tímanum.

Þá var haldið að náttstað sem var Skjaldarvík, sveitahótel rétt norðan við Akureyri. Föstudagskvöldið fór svo bara í slökun í heita pottinum, pítsaveislu frá Domino’s og spilað var á gítar og sungið mis vel með.

Laugardagurinn var tekinn snemma enda bæirnir margir á dagskrá. Fyrst var farið inn í Svarfaðardal, þar hafði snjóað mikið og máttum við þræða há snjógöng sem búið var að stinga í gegnum skaflana til að komast á leiðarenda.

Fyrsti staður var Göngustaðir þar sem tekið var á móti okkur með útrunnum Landstólpa bjór sem eftir var þegar nýja fjósið var reist, það má svo bæta við að enginn skaðaðist alvarlega við drykkju á þeim bjór. Bóndin á Göngustöðum hafði nefnilega sagt við forstjóra Landstólpa að hann vildi bara fá eitt hús með öllu og var hann víst fljótur að borga þegar hann vissi af öllum aukahluta pakkanum. Einnig eru þar þessi fínu fjárhús sem við skoðuðum og settum okkar mat á bústofn þeirra.

Önnur heimsókn dagsins var hinu megin við ána að Búrfelli, þar sem enn eitt nýja fjósið í Svarfaðardal hefur risið. Á Búrfelli hafa bændur tekið rauða lit Lely fagnandi og leyft honum að dreifa sér um fjósið. Þaðan lá leiðin að Hóli, en þó ekki Hóli í Svarfaðardal sem hefur lengi verið eitt afurðamesta bú landsins heldur Hóli á Upsaströnd. Þar skoðuðum við flotta viðbyggingu við gamalt fjós ásamt því að næra okkur fyrir komandi átök ferðarinnar.

Næsta bú þótti mörgum skrítið enda framleiðsla hæst á hverja kú af öllum bæjum sem við höfðum komið á. Þetta bú leyfði okkur að smakka á fram

leiðslunni og fræddi okkur svo um sögu þess, framleiðslan var semsagt talin í lítrum bjórs í Kalda bruggverksmiðju en ekki lítrum mjólkur eins og á flestum bæjum.

Eftir þennan viðkomustað fór minni manna og kvenna dvínandi þó enginn skilji afhverju því allir voru jú nýbúnir að borða hádegismat sem átti að vega upp á móti. Inn Eyjafjörðinn var haldið með stoppi á Torfum. Þar hittum við gamlan nemanda Landbúnaðarháskólans sem hafði orð á því að hann hafði einungis drukkið mjólk og vatn eftir veru sína á Hvanneyri, skildi engan undra enda hvoru tveggja gott fyrir sig. Þar var líka stærðarinnar fjós sem eflaust ekki allir muna eftir.

Síðasti viðkomustaður dagsins var á Hríshóli, þar var komið í fjárhús sem var góð tilbreyting og grillaðir voru hamborgarar ofan í mannskapinn. Þar barst okkur góður gestur sem var Guðni Ágústsson og hélt hann eldræðu yfir hópnum um íslenskan landbúnað.

Á leiðinni frá Hríshóli í Skjaldarvík lá leiðinn yfir brú og upp litla brekku sem er hvorki löng né mikilfengleg á að líta en eilítið brött þó. Það fór ekki betur en svo að þegar rútan var að verða kominn upp brekkuna þá fór hún að renna afturábak í hálkunni og stoppaði þegar hún lenti með afturendan á brúarvegriðinu á brúnni. Þá var gripið til þess ráðs að ræsa út bændur á nærliggjandi bæjum með dráttarvélar til að draga rútuna upp brekkuna. Þegar búið var að sanda brekkuna með þeim fáu sandkornum sem eftir voru í sandkassanum þá var togað í rútuna og hún dregin upp brekkuna. Eftir þetta ævintýri þá gekk ferðin vel á náttstað en kvöldið langt frá því að vera búið. Þar gerðu margir vel við sig í drykk en þeir sem voru ennþá svangir þurftu að láta sér duga afgangs pítsu frá deginum áður. Svo var slakað á í heita pottinum eins og kvöldið áður og hópað sig síðan saman í kringum Pétur Snæ Ómarsson á gítarnum og sungið.

Á sunnudeginum var síðan haldið heim á leið og á leiðinni voru heimsóttir nokkrir bæir til viðbótar. Sunnudags morgun reyndist sumum erfiður í byrjun en það er fátt sem stoppar söngelska hvanneyringa þegar kemur að mat og drykk og því kýldu menn sig í gang og mættu ferskir að Syðri-Bægisá. Á Syðri-Bægisá er nýlegt fjós með bæði fjósaköttum og fjósakonum í. Virkilega skemmtilega skipulagt fjós og fallegur litur á mjaltarþjóni, sjálstæðisblár í anda ferðastjórans. Síðasti viðkomustaður ferðarinnar var

34

síðan Gröf sem er glæsilegt hestabú, þar þótti mörgum gott að slaka á og klappa hestunum eftir erfiða helgi og góður staður til að ljúka ferðinni. Seinnipart sunnudagsins renndi rútan í hlað á Hvanneyri og þar með var þessari viðburðaríku ferð lokið. Við í stjórn búfjárræktarferðarinnar þökkum bænd unum sem tóku á móti okkur fyrir móttökurnar og fyrirtækjunum sem styrktu ferðina fyrir stuðninginn því án þeirra væri ekki hægt að fara í svona ferð.

Bæirnir sem tóku á móti hópnum: Laxárdalur í Hrútafirði, Skúfstaðir í Hjaltadal, Hofstaðarsel í Skagafirði, Syðri-Hofdalir í Skagafirði, Kúskerpi í Skagafirði, Göngustaðir í Svarfaðardal, Búrfell í Svarfaðardal, Hóll á Upsaströnd, Torfur í Eyjafirði, Hríshóll í Eyjafirði, Syðri-Bægisá í Öxnadal og Gröf Vestur Húnavatnssýslu.

• BÍ

• B orgarverk

• Bústólpi

Fóðurblandan

Hvanneyrarbúið

KS

LK

LELY

Lífland

Sjóvá

Víðimelsbræður

Hofstaðir gesthouse

Vélaval

Vinnuvélar Símonar ehf

Fisk seafood

Hafdals hotel

Höfðavélar

VHE verkstæði

Víkurvagnar

Fjallalamb

Hótel Húsafell

Ísfugl

Reykjabúið

Jarðböðin Mývatni

Kaupfélag V. Húnvetninga

Límtré Vírnet

Lambhagi

Smyrilline Cargo

Steinull

Stefán Ingi/Hösk

Í Efra

Gröftur ehf

Gistiheimilið Skjaldarvík

Sláturhúsið á Blönduósi

35
• Þór • Sel ehf •
ehf •
Styrktaraðilar ferðarinnar
WWW.LBHI.IS RÆKTUN & FÆÐA NÁTTÚRA & SKÓGUR SKIPULAG & HÖNNUN LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS | UMSÓKNARFRESTUR 5. JÚNÍ 2021 VIÐ BJÓÐUM VANDAÐ & HAGNÝTT NÁM

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.