Frá útskriftarnemendum 2021
Þegar við komum á Hvanneyri í fyrsta skipti á okkar fyrsta ári höfðum við mörg hver aldrei komið þangað. Við þekktum mörg hver ekki hvort annað eða hvernig lífið á Hvanneyri gengi fyrir sig en sem betur fer áttum við það þó öll sameiginlegt að við höfðum áhuga á búskap, dýrum og sveitastörfum. Það tók okkur ekki langan tíma að kynnast og nú er líkt og við höfum ávallt þekkst. En í framtíðinni þegar við tökum okkur smá krók af alfaraleið getum við bent á bæina sem við keyrum framhjá og sagt farþegum sögur af fólkinu sem við kynntumst á Hvanneyri og hvað þau gerðu af sér.
Við komum víðsvegar að af landinu, þekkjum mjög mismunandi aðstæður og notum mörg mismunandi orð um sömu hlutina. Aldrei hefur það endað í handalögmálum en stundum þurfti að stilla til friðar þegar rætt var hvort fé ætti að vera með horn eða ekki en næst komst það þegar rifist er um hvort glugginn eigi að vera opin eða lokaður í skólastofunni. Voru þá hörð orð látin flakka og mesti þverhausinn fær að ráða, var glugginn því oftast opinn og allir í úlpum nema þverhausinn sem ávallt var í stuttermabol.
Þar sem við höfum fyrst og fremst verið í Búfræði á Covid tímum höfum við ekki getað farið í eins margar ferðir og hefð hefur verið fyrir í Búfræði. En 23. apríl 2021 fórum við í ferð suður á land, þar sem við skoðuðum fjósið og uppeldisstöðuna á Litla-Ármóti. Fjárhúsin, nautaeldið og spunaverksmiðjuna í Lækjartúni II og hesthúsið og reið höllina á Sumarliðabæ. Var virkilega gaman að skoða aðstöðuna á þessum bæjum og þökkum við þeim sem tóku á móti okkur kærlega fyrir. Var þetta okkar fyrsta og síðasta ferð á öðru ári í námi, en voru þær nokkrar á fyrsta ári.
Það er búið að vera frábært að vera í skólanum og höfum við lært mikið um allt mögulegt. Hluti sem eru mjög gáfulegir og gagnlegir sem getur hjálpað okkur gífurlega í komandi búskap og annað minna gáfulegt en ekki síður gagnlegt sem við getum hlegið að seinna á lífsleiðinni og minnst með hlýju og höfuðverk.
Við viljum þakka öllum okkar kennurum og starfsfólki fyrir að vera okkur til handa og hjálpa okkur í gegnum þetta. Sérstaklega langar okkur að þakka þeim sem þurftu að kenna okkur stærðfærði, sennilega hefur sjaldan reynt eins mikið á þolinmæði kennara en þetta tókst og flest klöngruðumst við í gegnum þetta.
BÚFRÆÐINGURINN 2021
RITSTJÓRN:
Erna Hjaltadóttir
Eydís Ósk Jóhannesdóttir
Helga Rún Jóhannsdóttir
Jarþrúður Ragna Jóhannsdóttir Ósk Reynisdóttir
PRÓFARKALESTUR
Ritstjórn
LJÓSMYNDIR AF NEMENDUM
Eydís Ósk Jóhannesdóttir
FORSÍÐUMYND
Eydís Ósk Jóhannesdóttir
UMBROT OG HÖNNUN
Þórunn Edda Bjarnadóttir
Ósk Reynisdóttir
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? ÓJÁ, heldur betur, með jörð. Hjúskaparstaða? Í sambandi.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Kollan, bjór og söngur. Harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Eydís. Skemmtilegasti tíminn í skólanum? Sauðfjárrækt hjá Eyfa Kidda og búsmíði hjá Hauk Þórðar. Ekki má gleyma tímunum hjá Hörpu. Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til? Á ekkert viðurnefni en lagið Eina ósk er voða vinsælt að syngja í kringum mig. Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? Viltu að ég klippi í eyrun á þér Daníel?
Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Nóg af bjór, gleði og gaman.
Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Bekkjarins, fólksins, Kollunar og gott fyllerí.
Jón Gunnþór Þorsteinsson
IS120998
Búseta: Syðra-Velli í Flóa Foreldrar: Þorsteinn Ágústsson – Brúnastöðum í Flóa, Margrét Jónsdóttir – Syðra-Velli í Flóa
Hvert fórst þú í verknám? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Reykjahlíð á Skeiðum, þegar ég handlék hampinn. Gullmoli bekkjarins? Sverrir.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Háliðagras, það sker sig svolítið úr, svolítið stórt svona. Hver er mesti þverhausinn? Ég sjálfur. Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? í guðanna bænum farðu ekki að toga í spenana á þessum. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? í gvöðanna bænum drífið ykkur. Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Vaninhyrndur forystusauður, alveg snarbilaður.
Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins? Vilborg Eva, hún er náttúrulega einhverns staðar þarna ofan af regin fjöllum í Tungunum.
Lýstu bestu sveitinni í nokkrum orðum.
Flatlendið mér þykir flott, feikna mikið dæmi. Þangað vil ég þar er gott, þýfða Flóans flæmi.
Samtök ungra bænda
Fyrir um tólf árum tók hópur ungs fólks sig saman og stofnuðu Samtök ungra bænda í því skyni að koma rödd ungs fólks í landbúnaði á framfæri og gæta hagsmuna þeirra. Þetta stóra skref varð til þess að rödd ungra bænda heyrist í dag í landbúnaðinum. Hagsmunir ungs fólks í landbúnaði geta nefnilega stangast á við aðra hagsmuni eldri bænda. Samtökin hafa vaxið og dafnað á þessum árum og mikil vinna hefur komið samtökunum á þann stað sem þau eru í dag. Samtökin eru höfuðsamtök aðildarfélaga sem starfa í hverjum landshluta. Aðildarfélögin hafa það megin starf að tengja saman unga fólkið með því að halda viðburði. Viðburðir er vettvangur fyrir ungt fólk að ræða saman um málefni líðandi stundar og kasta á milli sín hugmyndum og ráðum um helstu áskoranir sem ungir og verðandi bændur eru að takast á við.
Helsta starf samtakanna er að sinna hagsmunagæslu er varðar málefni ungs fólks í landbúnaði. Sífellt eru samtökin að reyna að minna á rödd unga fólksins og berjast fyrir bættum kjörum nýliða í landbúnaði. Nýliðunarstuðningurinn er stuðningur sem ungir bændur börðust fyrir á sínum tíma og er það eitt besta verkfæri sem samtökin hafa áorkað í sínu starfi frá stofnun til að bæta kynslóðaskipti í landbúnaði, þvert á búgreinar. Stuðningur þessi er í sífelldri endurskoðun og þarf að huga vel að honum þannig að markmið stuðningsins verði gætt til hins besta.
Samtökin hafa staðið fyrir fræðslu undanfarin ár með framhaldsskólakynningum, en þær hafa aðallega farið fram í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða þessu verkefni hafa samtökin haldið út samfélagsmiðli. Fyrir nokkrum árum stofnuðu
samtökin snapchat aðgang sem var gríðarlega eftirsóttur, í dag nota samtökin Instagram og facebook til að ná til fólks á samfélagsmiðlum. Þessi verkefni eru gríðarlega mikilvæg til þess að upplýsa almenning um störf innan landbúnaðarins og einnig til að upplýsa starf samtakanna.
Á komandi starfsári eru helstu verkefnin að vinna að framgangi endurskoðun á úthlutunarreglum nýliðunarstyrks. Í gegnum tíðina hefur verið ályktað á aðalfundi um breytingar á úthlutunarreglum þessum. Á síðasta ári kom sama starfshópur sem hafði það verkefni að endurskoða úthlutunarreglurnar ítarlega og gera á þeim breytingar. Afrakstur starfshópsins var tekinn fyrir á aðalfundi samtakanna og verður endurskoðunin tekin og færð til ráðuneytisins með von um að þær verða metnar til fulls.
Einnig eru samtökin að vinna að verkefni í samstarfi við KOMPÁS Mannauð. Hver kannast ekki við að þurfa að leita að skjölum eða ráðum um netið sem kostar mikinn tíma og vinnu? Markmið þess samstarfs er að koma á fót miðlægum gagnagrunni sem leiðir þig áfram í því sem þú ert að leita að. Spennandi verkefni sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum auðveldara að afla sér gagna og þekkingar um landbúnað og mannauðsmál á auðveldan hátt og á sama stað miðla reynslu og vinnu.
Áfram munu samtökin sinna hagsmunagæslu ungs fólks. Samtökin fylgjast náið með þeim frumvörpum og breytingum á reglugerðum sem eru í gangi á þingi og bregðast samtökin við ef vegið er að hagsmunum ungs fólks í landbúnaði.
Á undanförnum árum hafa samtökin sent frá sér áskorun til Landbúnaðarháskóla Íslands og Menntaog menningarmálaráðuneytisins um fjölgun nemenda í búfræði. Það var vissulega ánægjulegt, þegar
undirritaður sat útskrift sl. vor, þegar Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor nefndi jákvæð viðbrögð Landbúnaðarháskólans við ályktunum samtakanna í ræðu sinni.
Framundan eru áskoranir sem landbúnaðurinn þarf að takast á við og eru stærstu málin umhverfismál og afkoma bænda. Sífellt er verið að berja á landbúnað inum og þurfa bændur að standa þéttar saman heldur en oft áður, því við erum öll á sama bátnum. Það er von okkar að flestir taki þátt í félagsstarfi og láti til í sér heyra sem leiðir til aukinnar samheldni ungra bænda.
Forysta Samtaka ungra bænda óskar nýútskrifuðum búfræðingum heillaóskum með áfangann með von um að þeir muni láta til sín taka á sviði landbúnaðar á einn eða annan hátt.
Áfram ungir bændur!
Starf lambadómarans
Undanfarin tvö ár hef ég kennt hér við Búfræðideild Landbúnaðarháskólans í hinum ýmsu fögum og haft mikið gaman af. Samhliða kennslu á haustin hef ég síðan fengið svigrúm til að inna af hendi starf lambadómara í verktöku. Ég tel um margt líkt með störfunum tveimur, en að fá að lifa og hrærast í hugleiðingum um landbúnað eru að mínu mati mikil forréttindi.
Lambadómarnir hafa reynst mér mikil lífsreynsla. Að fá að ferðast um landið, komast inn í margvísleg fjárhús og kynnast alls konar búskaparháttum hefur án efa víkkað sjóndeildarhringinn. Ég hef notið góðs af því að kynnast margbreytilegum lambahjörðum, að þukla mismunandi lömb með mismunandi sérkenni gefur manni góðan samanburð við lömbin sem maður er vanur að skoða heima hjá sér. Reynslan hefur opnað á ýmsar vangaveltur sem maður nýtir í að setja sér markmið í eigin ræktun, og hvet ég því alla sauðfjárbændur til að nýta vinskap sín á milli, koma saman og velta fyrir sér breytilegum lömbum.
Eins og lambadómurinn sjálfur er skemmtilegur (að taka á úrvals mala- og læraholdum fær vissulega sauðfjárhjartað til að slá hraðar) tel ég ómmælingu lamba ekki síður mikilvæga. Við ómmælingu fáum við upplýsingar um lambið sem erfitt er að gefa við það eitt að þreifa á lambinu. Þá er tekin ómmynd yfir þriðja spjaldhryggjarlið lambsins, sem mælir þykkt bakvöðvans og magn yfirborðsfitu, en um leið leggur mælingamaðurinn mat á lögun vöðvans. Ómmælingin er öflugt verkfæri í ræktunarstarfinu þar sem erfðafylgni hefur verið reiknuð hagstæð á milli ómfitu og fituflokkunar í EUROP sláturmatskerfinu sem og á milli ómvöðva og holdfyllingarflokkunar.
Það gefur okkur vísbendingar um að val fyrir góðri ómmælingu geti um leið aukið á framfarir í sláturmati og þar um leið aukið árangur í líflambadómum.
Vert er þó að horfa í ómmælingu með þunga lambsins sem um ræðir til hliðsjónar. Við setjum oft skörina í 30 mm bakvöðva en að uppfylltum öðrum skilyrðum getur lambhrútur þá hlotið 9,0 fyrir bak, en vert er að árétta að dómskali lambadómara miðar við 45 kg lífþunga lambsins. Við hvert kíló ætti lamb að bæta við sig 0,2 mm í bakvöðva og 0,1 mm í ómfitu. Með þetta í huga fara léttari lömb sem mælast vel miðað við þunga síður fram hjá okkur, en þessi lömb eiga jafnframt til að koma okkur á óvart í flokkun í sláturhúsi.
Eins og ég gat um, tel ég margt um líkt með starfi lambadómarans og búfræðikennarans. Það sem gerir
störfin ekki síður áhugaverð er mannlífið. Samtölin við nemendur, vangaveltur um hin ýmsu mál hafa víkkað sjóndeildarhringinn hjá mér og vonast ég til að ég hafi ekki verið ein um að njóta góðs af. Eins hafa þau verið ófá samtölin á garðabandinu um ræktunina, kynbótastarfið og eiginleika einstakra lamba. Samræður sem sýna að sauðfjárbændur brenna fyrir því sem þeir eru að gera og hafa metnað fyrir því að gera vel. Fyrir mína parta eru það ekki gæði lambahjarðarinnar sem gera einstaka bæi eftirminnilega, heldur áhugi bænda og búaliðs á hverjum stað fyrir sig. Þar sem ánægja með þau lömb sem skara fram úr í hjörðinni skín í gegn er auðvelt að samgleðjast bændunum og tilhlökkun um að fá ef til vill að koma aftur á sama stað næsta haust fer að kræla á sér.
Eydís Ósk Jóhannesdóttir
Búseta: Minni Hlíð - Bolungarvík
Foreldrar: Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir – Bolungarvík og Jóhannes Már Jónsson - Bolungarvík
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? Ó já heldur betur, fer eftir hvaða jörð það er ef hún er léleg þá bara án jarðar.
Stórbóndi bekkjarins? Ástrós, verðandi.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Ég væri sennilega aldrei nytjaplanta, myndi sennilega ekki flokkastu undir það.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Fyllerí, minnisleysi og gaman
Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Alls, fólksins aðallega og fyllerísins. Þá sérstaklega fylleríi með þessu fólki, hópnum okkar. Ekki má gleyma lögguheimsóknunum.
Hver á fallegasta féð? Ég auðvitað!!!
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Mógolsótt, hyrnd, háfætt og ekkert með rosalega góð læri eða bak. Sterk en léttbyggð. Hver er harðasti hrossaræktandinn? Björn Ingi og Jón Gunnþór saman. Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Bjór, lopapeysa og tóbak. Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi ? Ég kynntist þessum nú aldrei náið.
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir
Búseta: Sauðárkrókur
Foreldrar: Eydís Eysteinsdóttir – Sunnuhvoli, Hofsósi og Haraldur Smári Haraldsson – Ysta-Mói í Fljótum.
Hvert fórst þú í verknám? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu?
Ég fór í Austur-Landeyjarnar á bæinn Kanastaði. Það er margt eftirminnilegt og átti ég mjög góðan tíma þarna. En ætli það sem standi upp úr sé ekki þegar ég lenti í smá rodeoi í tamningum sem endaði með því að leiðir okkar hestsins skyldu og ég stóð með stjörnurnar í augunum, með blóðnasir og rifbeinsbrot. Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? Ég hafði orð á því áður en ég fór úr Skagafirðinum að ég væri að fara á makaveiðar. Jörð, tjaa hann átti nú fyrst og fremst bara að geta járnað. En það misskildist eitthvað, ég þarf enn þá að sjá um járningarnar. Hvað tekur við eftir nám? Tamningar, kúabúskapur, girðingarvinna og sitthvað fleira.
Hjúskaparstaða? Makaleitin tókst svo ég er í sambandi með sauðfjárbónda.
Hver á fallegasta féð? Allavegana ekki þeir sem eru með kollótt, sorry Jón Gylfi.
Hvernig líkar þér lífið á Hvanneyri? Blaobblavelbla. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Haldið gleði hátt á loft!
Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Varnir, áfengi og peningar til að hafa efni á því fyrr nefnda.
Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi ? I LOVE IT!
Helga Rún Jóhannsdóttir
Áningastaðir á Kili
Hvað tekur við eftir nám? Mikil óvissa. Stórbóndi bekkjarins? Hólmsteinn, allar hans hugmyndir eru til að bjarga Íslenskum landbúnaði.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Hvítsmári, þrífst best í friði. Harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Eydís.
Hver á fallegasta féð? Hólmsteinn, hann á svo fáar. Hver er mesti þverhausinn? Inna, Jón Gunnþór og Erna mega rífast um það, pant ekki vera viðstödd. Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Meðal hryssa í útliti og hæfileikum en fljót að hlaupa. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Þeir verða bara að bjarga sér sjálfir. Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins? Við erum það öll á okkar hátt.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Nakið bygg, af því að það mun bjarga íslenskum landbúnaði.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum.
skipta
Björn Ingi Ólafsson
IS300796
Búseta: Skagafjörður
Foreldrar: Móðir: Guðbjörg – Skagafjörður. Faðir: Ólafur - Skagafjörður
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? Nei!!!
Fannstu maka á Hvanneyri? Já. Harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Hólmsteinn Orri –Þorleifsstöðum í Skagafirði. Gullmoli bekkjarins? Sverrir
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Beringspunktur, það er svo töff. Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Ég væri bjöllusauður. Lýstu bestu sveitinni í nokkrum orðum. Skagafjörðurinn er í heild sinni fegursta hérað landsins. Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? Alltaf voru hænurnar úti þar sem ég var í sveit.
Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Góð vekjaraklukka, aðeins af verkjalyfjum og brennivín til að komast í gegnum daginn. Skemmtilegasti tíminn í skólanum? Beitarstjórnun með Ragnhildi Helgu Jónsdóttur.
Búseta: Kálfhóll 1, Skeiða- og Gnúpverjahrepp
Foreldrar: Sigrún Herdís Þórðardóttir – Engihlíð í Dölunum, Eggert Jóhannesson - Nýpugörðum á Mýrum í Skaftafellssýslu
Afhverju valdir þú búfræðinámið? Ég hef alltaf verið sveitadurgur inn við beinið og ákvað bara loksins að láta vaða í þetta.
Hvert fórst þú í verknám? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Hest í Borgarfirði, Það stendur aðeins upp úr þegar við fórum skoðunarferð inn á hálf ófæran afrétt og bústjórinn var klukkutíma að moka okkur út úr skafli.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Snarrót, ljót og leiðinleg, þrjósk og erfitt að losna við mig.
Hver á fallegasta féð? Ætli það sé ekki Eydís, allavega ekki kollurnar hennar Jarþrúðar.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Kollan, stemming og hausverkur. Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Ég held að ég sé ekkert að fara héðan.
Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Njótið, þetta hverfur allt of fljótt.
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Fallega hyrnd, botnótt.
Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Einhver helvítis bykkja.
Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins? Eydís, hún býr lengst í focking rassgati.
Á myndinni eru f.v. Nikulás Tumi Ragnarsson (7 ára), Ragnar Finnur Sigurðsson, Baldur Ragnar Ragnarsson (9 ára) og Hrafnhildur Baldursdóttir.
Kúabændur á vegan fæði
Verkefnin eru misjöfn sem við lendum í eða tökum að okkur í þessu lífi. Aldrei skal segja aldrei er orðtak sem gjarnan er notað og segja má að á árinu 2020 höfum við fjölskyldan tekið þátt í verkefni sem okkur grunaði ekki að við ættum eftir að taka að okkur. Það var að sleppa að nota dýraafurðir í fjórar vikur og vera á plöntumiðuðu fæði eða vegan fæði eins og það er oft kallað.
Ekki að ég telji það næringarfræðilega best eða henti fjölskyldunni en það veit maður ekki með vissu nema prófa. Við tókum sem sagt þátt í sjónvarpsþáttum sem Lóa Pind Aldísardóttir gerði um kolefnisspor og það að sleppa því að borða dýraafurðir í fjórar vikur ásamt öðrum áskorunum. Forsendan var að athuga hvort kolefnissporið myndi lækka.
Drengirnir okkar voru ekki með að öllu leyti því þeir fengu ekki sérfæði í skóla og ekki gerðar aðrar kröfur á þá heima en að smakka það sem var á boðstólnum. Íslenskar kartöflur og annað íslenskt grænmeti eru þeir sólgnir í eins og við foreldrarnir og er því algengur matur á okkar heimili. Við leggjum áherslu
á að drengirnir fái holla næringu sem uppfylli næringaþarfir barna og treystum við okkur ekki til þess að uppfylla þær á fæði án dýraafurða. Ég ætla ekki að fullyrða að það sé ekki hægt en við vildum ekki gera það.
Þegar Lóa Pind bar upp erindið var það fyrsta sem kom upp í hugann hvernig við ættum að geta unnið okkar vinnu ef við myndum samþykkja að taka þátt. Ekki það að ég haldi að það sé ómögulegt en í okkar tilfelli gæti það reynst erfitt og sérstaklega á annatíma í sveitinni. Alin upp á orkugjöfunum kúamjólk, kjöti, smjöri og rjóma yrði þetta mikil áskorun.
Eftir nokkur símtöl við Lóu Pind bað ég hana að athuga með aðra bændur en tala við mig aftur ef illa gengi að fá bændafjölskyldu í þáttinn. Um það bil tveimur vikum seinna hringir hún aftur. Ahhh!! Hvað var ég búin að koma okkur út í! Nú var tvennt í stöðunni. Annað hvort setja undir sig hausinn og samþykkja eða engir bændur yrðu í þáttunum! Báðir kostir slæmir. Eftir að hafa rætt þetta oft og lengi við Ragnar eiginmann minn, valdi ég skárri kostinn að ég taldi og samþykkti. Þetta ævintýri, eða martröð (á köflum) er eftirminnilegt. Að kynnast þessu frábæra fólki sem tók þátt í þessu verkefni var skemmtilegt. Það eykur víðsýni að eiga samskipti við fólk með ólíkan bakgrunn og umfram allt gerir lífið skemmtilegra. Misjöfn sjónarhorn fá fólk til að hugsa öðruvísi og skilja fleiri hliðar á málum þó allir séu ekki endilega alltaf sammála.
Á þessum fjórum vikum áttum við að færa þá fæðu sem við neyttum inn í forrit sem kallast Matarsporið. Það er forrit sem verkfræðistofan Efla hannaði. Þar færðum við inn hvað við borðuðum og hversu mikið magn á hverjum degi í þessar fjórar vikur. Við höfðum efasemdir um þetta forrit og höfum reyndar enn þrátt fyrir uppreiknaða staðla því þetta viðfangsefni er svo
flókið og erfitt að nálgast. Margt er órannsakað til þess að geta fullyrt um kolefnissporið og því teljum við að forritið sé afar ónákvæm nálgun á kolefnissporið. Það er því varasamt að hoppa á vagninn og líta blint á útreikningana þegar forsendur eru ekki öruggari en raun bar vitni. Hins vegar er gott að vera með opin hug og víðsýni er mikilvæg sem getur hjálpað til að færa þessi mál til betri vegar.
Við vorum forvitin að vita kolefnissporið á okkar búi skorunum til að athuga hvort að koelfnissporið myndi lækkaÞar færðum við innhjút frá forsendum sem reiknuð eru í forritinu. Kolefnissporið reiknaði Ragnar út fyrir okkar bú út frá skýrslu sem Landssamband Kúabænda lét gera fyrir sig í febrúar 2020 um kolefnispor í íslenskri nautgriparækt. Búin sem eru í skýrslunni eru með mjög svipað kolefnisspor og á okkar búi. Þær tölur voru ekki komnar inn í Matarsporið þegar þættirnir voru sýndir og því erlendar tölur notaðar fyrir kjöt og mjólk í þáttunum. Þáttastjórnandi fékk þó upplýsingar fyrir lokaþáttinn að verið væri að uppfæra tölur í núverandi forriti og yrði því réttara en áður. Það er að kolefnissporið fyrir íslenska kjötið og mjólkina minnkar töluvert frá erlendum gildum.
Það sem að verður spennandi á næstu misserum eru útreikningar á metani frá jórturdýrum en vísbendingar eru um að það sé ofreiknað. Með öðrum orðum getur því kolefnisspor nautakjöts og mjólkur átt eftir að lækka meira. Inn í umtöluðu forriti eru nú notaðir erlendir staðlar fyrir landnotkun og því æskilegt að nálgast þær tölur hérlendis svo kolefnisútreikningar hér á landi verði sem réttastir. Mikilvægt er að vandað verði til verka í þeim efnum því landsvæði eru mjög misjöfn og því töluverður breytileiki milli svæða á Íslandi.
Kjarnfóðurfyrirtæki um allan heim, einnig á Íslandi, eru að finna leiðir til að búa til kjarnfóður sem minnkar metanframleiðslu hjá nautgripum. Það er flókið ferli og þarf fóðrið að uppfylla markmið meðal annars um gæði vörunnar og mjólkurinnar frá kúnum til manneldis.
Einnig er spennandi að athugað verði frekar orkuinnihald í hverjum skammti. Því út frá minni reynslu þurfti töluvert meira magn af öðrum matvörum til að vega upp á móti dýraafurðum sem við slepptum. Til að reyna að ná upp í orkuog próteinþarfir og gekk það reyndar illa að halda út daginn þegar vöntun var á dýraafurðunum. Einnig er hægt að nefna að meiri matarsóun verður á innfluttum vörum á okkar heimili þar sem gæðin eru ekki alltaf uppá sitt besta til dæmis appelsínur og avocado sem enda því miður stundum í moltunni. Það er kolefnisspor sem ekki telur í forritinu þegar einungis er fært inn það sem borðað er.
Það sem upp úr stendur eftir þetta verkefni er hve mikil eftirspurn og áhugi er á sveitinni og sveitamenningu hjá hinum almenna borgara. Það kom mér verulega á óvart hvað fólk kallar eftir meiri upprunavitund og tengingu við bændastéttina. Því skulum við bændur ekki vera feimnir við að kynna starf okkar og vörur. Það er miklu meiri meðbyr í samfélaginu en við höldum. Ræðum við fólk með ólíkan bakgrunn og í öðrum starfstéttum með yfirvegun og áhuga á þeirra sjónarmiðum og komum okkar skoðunum einnig á framfæri. Hér á landi eru metnaðarfullir bændur sem vilja skila gæðavörum til neytenda. Dýravelferð og lofstlagsmál eru málefni sem skipta okkur máli og við viljum leggja okkar að mörkum til að kolefnisjafna okkar starfsemi. Sýnum
landinu virðingu. Gerum fólki grein fyrir því að það er allra hagur að fara vel með jörðina. Hvort sem við erum bændur eða í öðrum störfum.
Þetta geta verið ólík sjónarmið og lengi hægt að deila um hvað sé réttasti vegurinn að fara í þeim efnum. Það er hins vegar alveg klárt að við komumst aldrei að samkomulagi og skilningur mun ekki ríkja á milli starfstétta ef við tölum ekki saman.
Keli frá Kúlu
Þeir sem hafa verið á Hvanneyri undanfarin 20 ár hafa varla komist hjá því að hitta Kela. Hann er eðalmenni sem vill allt fyrir mann gera og hefur undanfarin ár verið eins konar húsvörður á Mið–Fossum og er oftast hægt að finna hann þar að gera og græja. Okkur langaði að kynnast þessum góða manni frekar, þar sem við þekkjum hann lítið fyrir utan sitt jafnaðargeð og hlýlegu rödd.
Hvað heitir þú fullu nafni?
Bjarni Þorkell Sigurður Þórðarson.
Hvaðan ertu ættaður?
Ég er fæddur og uppalin á Auðkúlu í Arnarfirði.
Ertu með einhverja menntun og ef svo er hvað? Nei, ég er bara sjálfmenntaður í skóla lífsins.
Hvenær fluttir þú á Hvanneyri?
Árið 1997.
Hvað hefur þú unnið lengi við LBHÍ?
Það eru að verða komin 23 ár síðan ég byrjaði.
Hvaða störfum hefur þú gengt? Hvað lengi?
Ég byrjaði sem fjármaður á Hvanneyri, síðan var ég allt muligt man á Hvanneyrarbúinu, síðan var ég nokkur ár aftur fjárhirðir á Hesti, og síðustu árin hef ég verið á Mið-Fossum.
Eftirminnilegasta stund úr starfi?
Það var hringt í mig einn morguninn þegar ég var að
vinna í fjósinu og sagt að það væri allt að fara á kaf í kúaskít, þá hafði ég verið að dæla ofan í haugpokann daginn áður og gleymt að loka fyrir þannig að það lak allt út úr haugpokanum aftur inn í fjós. Kýrnar voru vaðandi í skít og það var byrjað að flæða upp í legubásana og mjaltargrifjan full af skít, það var svo mikill skítur að það var byrjað að flæða upp á fóðurganginn. Ég rauk náttúrulega út í fjós, setti dæluna aftur í gang til þess að dæla skítnum aftur út í haugpokann.
Hvernig finnst þér starfið? Mér finnst það vera fjölbreytt og skemmtilegt. Og svo er kostur að vera innan um svona ungt fólk það yngir mann sjálfan upp.
Hvernig finnst þér að vinna með framtíð Íslenskrar landbúnaðar? Er framtíðin björt? Framtíðin er allavega þokkalega björt í mjólkur framleiðslu, eins og er er hún dálítið dökk fyrir sauðfjárbændur en ég hef trú á því að hún eigi eftir að rísa fyrir sauðfjárbúskapinn. Hestamennskan er bara hobbý hjá mér svo ég get ekki alveg sagt til um það.
Hvað þarf til að verða góður bóndi?
Fyrst þarf að hafa áhuga á landbúnaði, það þarf að hafa vinnusemi og æðruleysi og náttúrulega útsjónasemi.
Hvernig er besta kýrin/kindin/hesturinn?
Besta kýrin – Hún má vera svartskjöldótt með stórt og gott júgur og mjólkar mikið, einnig skapgóð.
Besta kindin – Holdamikil frjósöm og mjólkurlagin, hreinhvít kind.
Besti hesturinn – Hann þarf að vera geðgóður, fasmikill, alhliða hestur með góðum gangskilum, hann má líka vera rauðjarpur.
Og að lokum, eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þeir eru svartir með hvítum röndum.
Laufey Rún Sveinsdóttir
Búseta: Sauðárkrókur
Foreldrar: Sveinn Árnason og Sigurlaug Eyrún Sigurbjörnsdóttir, bæði úr Skagafirði.
Af hverju valdir þú búfræðinámið? Hef alltaf haft mikinn áhuga á landbúnaði og lengi langað til að fara í námið svo við Steindóra fengum þá frábæru hugmynd að sækja um saman. Sé klárlega ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa farið í námið.
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar?
Neibb það var búið og gert.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Bjór, meiri bjór. Hver er mesti þverhausinn? Jón Gunnþór. Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Félagslífsins og bekkjarins. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Þú sérð alls ekki eftir þessu! Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi ? Kýrnar blessaðar, þetta eru mest svona klaufdýr.
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Líklega forystukind, álíka þrjósk.
Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Lopapeysa, bíll og dass af áfengi.
Erna
Búseta: Fellsendi, Dalasýslu
Foreldrar: Hjalti Vésteinsson frá Fellsenda í Dalasýslu og Linda Traustadóttir frá Laufskálum í Skagafirði.
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? Nei get ekki sagt að ég hafi komið í leit að maka. Hvað tekur við eftir nám? Ætli ég reyni ekki að vinna eitthvað með fram því að segja gamla settinu til í búskapnum. Gullmoli bekkjarins? Bjössi. Stórbóndi bekkjarins? Kalkúnabóndinn hann Jón Magnús. Hvert fórst þú í verknám ? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Ég var í verknámi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og upplifði ég margt skemmtilegt en eftirminnilegast er líklega það þegar við Brynjar vorum að baslast við að venja tvö lömb undir einlembu sem var að bera, allt gekk vel og hún tók lömbunum um leið. Stuttu seinna kom þó í ljós að einlemban virtist þrílembd og var því rollugreyið orðin fimmlembd, okkur til mikillar furðu.
Skemmtilegasti tíminn í skólanum? Verklegu tímarnir í líffæra og lífeðlisfræði hjá Hörpu.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Snemma að sofa.
Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til?
Hólmsteini að kenna eða þakka, það fer eftir því hvernig á það er litið. Hann hélt í þónokkuð langan tíma að ég héti Björg en ég heiti það bara alls ekki.
Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Matarboðunum í áttunni. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Hvanneyri er nafli alheimsins, mundu það.
Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins? Ætli það sé ekki ég með mín ævagömlu taðfjárhús sem þarf að handmoka út úr.
Ásgerður Inna Antonsdóttir
Búseta: Rangárvallasýsla
Foreldrar: Anton Ásgrímur Kristinsson – Reykjavík, Helga Sveinsdóttir - Bolungarvík
Af hverju valdir þú búfræðinámið? Kýr eru lífið. Hjúskaparstaða? Bara svona allt í lagi. Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Að geta alltaf fengið svör við öllum randóm spurningum sem mér dettur í hug.
Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Hafa gaman, lífið er til þess að hafa gaman af því. Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Bjór, tóbak og landi.
Hvert fórst þú í verknám ? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Hranastaðir, Eyjafjörður. Þegar við voru að lóga hænunum alls 3000 hænur á einum degi.
Harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Eydís Ósk Jóhannesdóttir.
Harðasti kúabóndi bekkjarins? ÉG.
Búseta: Bessastaðir í Sæmundarhlíð, Skagafirði
Foreldrar: Sigrún Gylfadóttir – Sauðárkróki, Jón Eyjólfur Jónsson – Fosshóli í Sæmundarhlíð
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Skóli, drykkja og söngur.
Skemmtilegasti tíminn í skólanum? Búsmíði hjá Hauk Þórðar.
Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til? Nonni, afi var kallaður það.
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Kollótt, Grá.
Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi ? Þær voru alltaf settar út í minni sveit.
Gullmoli bekkjarins? Jón Gunnþór. Stórbóndi bekkjarins? Hólmsteinn.
Föstu.
Hafþór og Ólöf Ósk í Miðdal
Við heitum Hafþór Finnbogason og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir. Hafþór kláraði Bs próf í búvísindum 2014 og vann sem fjósameistari á Hvanneyri frá 2015-2020, Ólöf Ósk lauk búfræðiprófi, Bs og Ms prófi í búvísindum og vann svo sem brautarstjóri búfræðibrautar LbhÍ frá 2015-2020. Í júní 2020 fluttum við í Kjósina og tókum við búi foreldra Ólafar í Miðdal. Þar rekum við blandaðan búrekstur með áherslu á mjólkurframleiðslu. En við erum semsagt líka með nokkrar kindur, aðeins af hrossum og nokkrar hænur.
Hvernig er ykkar upplifun á verknáminu?
Okkar upplifun af verknáminu er mjög góð. Við vorum svo heppin að fá til okkar frábæran verknema núna í vor svo þetta fer vel af stað. Það er mjög hollt fyrir okkur að útskýra hvernig við gerum hlutina og hvers vegna, svara öllum spurningum sem koma upp og ég tala nú ekki um að fara í gegnum allar upplýsingarnar sem þarf fyrir verkefnin.
Hvers vegna ákváðuð þið að vilja taka á móti verknemum?
Ég (Ólöf) sá um að senda nemendur í verknám á meðan ég starfaði við búfræðibrautina. Ég þekki því ferlið vel og finnst það mikilvægur þáttur af búfræðináminu. Það var því aldrei nein spurning í mínum huga að ég myndi sjálf vilja taka þátt í þessu og fá að veita búfræðinemendum innsýn í okkar búskap. Það er mjög skemmtilegt að prófa að vera núna hinum megin við borðið og svo gefur þetta mér (Ólöf) líka tækifæri til þess að halda áfram að kenna búfræðinemendum þrátt fyrir að vera ekki lengur brautarstjóri
Mynduð þið vilja hafa verknámið eitthvað öðruvísi? Okkur finnst verknámið alveg ágætlega skipulagt
eins og það er (annars hefði ég nú reynt að breyta því meira þegar ég gat…). Vissulega væri ennþá betra ef það næði yfir lengri tíma, eða mögulega ef það myndi skiptast í nokkur – 2-3 vikna tímabil yfir allt árið og með bóklegri kennslu þar á milli. En það hentar því miður ekki nógu vel fyrir skipulagið innan skólans og væri líka of mikill akstur fyrir nemendur sem fara á bú sem eru langt frá skólanum og heimili þeirra.
Finnst ykkur verknámið vera á réttum stað á námsferlinum og á réttum tíma á árinu? Okkur finnst verknámið vera á réttum stað í náminu, það skiptir máli að nemendurnir fái að ljúka helstu grunnfögunum áður en þeir fara í verknám. Vissulega væri betra ef þau væru búin að læra enn meira, t.d. um jarðrækt og bústjórn, en á móti kemur að þau koma með þekkinguna og reynsluna úr verknáminu með sér í þau fög og geta þá fengið ennþá meira út úr þeim á seinna árinu.
Mælið þið með því að vera verknámsbóndi? Við mælum hiklaust með því að vera verknámsbændur. Eins og við nefndum hér á áðan er þetta í raun fín endurmenntun fyrir okkur og svo er líka svo frábært að kynnast fleiri búfræðinemendum
Jarþrúður
Jóhannsdóttir
Búseta: Brjánslækur á Barðaströnd Foreldrar: Jóhann Pétur Ágústsson – Borgarnes, Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir - Brjánslæk
Af hverju valdir þú búfræðinámið? Ég er búin að ætla að fara síðan ég var níu ára, því mamma fór á sínum tíma. Hjúskaparstaða? Á föstu. Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Dýrir, óútreiknanlegir og skemmtilegir. Skemmtilegasti tíminn í skólanum? Búsmíði hjá Hauk Þórðarsyni. Hvernig líkar þér lífið á Hvanneyri? Bara fínt, bara flott. Lýstu bestu sveitinni í nokkrum orðum. Falleg sveit við sjó með engu kjarri. Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Pottur, smjörpappír og húsbréf. Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til? Járngerður, greyið Karen var eitt skiptið að lesa upp og náði því svolítið vitlaust. Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi ? Myndir þú vilja að ég myndi klippa í eyrun á þér Daníel.
Sverrir
Hvert fórst þú í verknám ? Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Ég fór á sauðfjárbúið Sölvabakka hjá þeim Önnu Margréti og Sævari. Mér fannst eftirminnilegt þegar vinur þeirra kom í heimsókn en hann kallar alla verknámsnema Einar. Ég kynnti mig þess vegna sem Einar og kom honum úr jafnvægi.
Gullmoli bekkjarins? Það er hann Jón Magnús Jónsson hann eldar svo góðan kalkún og býður mér upp á gistingu þegar óveður er.
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Forystu kind ég er svo léttur á fæti.
Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til? Ég veit það ekki það er enginn búinn að segja mér það enn þá.
Hver er mesti afdalabóndi bekkjarins? Ætli það sé ekki ég það er varla símasamband heima í Flókadal.
Hvers muntu sakna á Hvanneyri? Samverunnar og matarins.
Hvernig líkar þér lífið á Hvanneyri? Lífsins skóli.
Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Njótið lífsins.
Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? Alveg sama hvað ég á margar jarðir ég fæ aldrei að moka skít.
Félög LBHÍ 2020
Það þarf ekki að fara mörgum sögum að því að skólaárið 2020 - 2021 var og er ár mikilla fjöldatakmarkanna og samkomubanna og þar af leiðandi var ekki mikið um viðburði. En nemendafélögin á vegum LBHÍ fengu samt tækifæri til að starfa með einhverju móti þetta skólaárið.
Nemendafélagið hélt nýnemasprell í byrjun skólaársins sem heppnaðist vel og góð leið til að hrista hópinn saman. Einnig var hægt að halda hinn árlega leðjubolta þann 10. september þar sem fjöldi liða kepptu sín á milli með miklum tilþrifum og lagði fólk blóð, svita og tár í leikinn.
Hrútavinafélagið Hreðjar byrjuðu með trompi og héldu sitt árlega Hrútaþukl að Hesti þann 29. september við mikin fögnuð og góða þáttöku. Þá komust 5 í úrslit og þurfti að efna til bráðabana til þess að ráða úr því hver yrði sigurvegari. Að lokum stóð Kristveig Anna Jónsdóttir uppi sem sigurvegari. Þegar vora tók héldu þau fatasöluna sína, þar voru til sölu smekkbuxur, skyrtur í nokkrum litum og nærbuxur sem váku mikla lukku.
Hestamannafélagið Grani efndi til reiðtúrs frá Mið-Fossum þann 24. febrúar en engar takmarkanir voru á fjölda fólks utandyra og því ekkert til fyrirstöðu. Mætti fjöldinn allur að liði vel hestað og prúðbúið til fara og var farin stuttur reiðtúr til að sína sig og sjá aðra. Að honum loknum voru grillaðar pylsur í reiðhöllinni áður en haldið var heim á leið. Einnig hélt Grani sína fatasölu og seldu peysur og úlpur frá Líflandi sem gekk með eindæmum vel. Núna er stefnt á að halda skeifudaginn hátíðlegan þann sumardaginn fyrsta næstkomandi og sína afrakstur vetrarins sem nemendur í Reiðmennsku III hafa stundað.
Kúavinafélagið Baula náði því miður ekki að halda neitt af sínum viðburðum þetta skólaárið vegna fjöldatakmarkanna, en þau héldu fatasölu og seldu þau heilmikið af sínum glæsilegu vinnubuxum, göllum og bjórkönnum. En auk þess að halda fatasöluna var aðalfundur Baulu haldinn við mikinn fögnuð þar sem borð svignuðu undan veigum og grillaðir voru hamborgarar.
Einnig tókst öðrum bekk í búfræði að selja skólafötin og seldist vel en fatasalan er hlekkur í fjáröflun útskriftaferðarinnar sem er oftast farin á haustin. Útskriftarferðir búfræðinga hafa venjulega farið fram á haustmánuðum og vinsælt hefur verið að ferðast utanlands og skoða búskaparhætti erlendis. Það er nokkuð ljóst að ferðin í ár verði ekki haldin erlendis vegna ástandsins sem ríkjir í heiminum. Það er þó stefnan að halda útskriftarferð í ár, það verður sennilega innanlandsferð að skoða sveitir landsins.
Hólmsteinn Orri Þorleifsson
IS210400
Búseta: Þorleifsstöðum í Skagafirði
Foreldrar: Þorleifur frá Þorleifsstöðum í Skagafirði, Jónína frá Siglufirði
Komstu á Hvanneyri í leit að maka? Ef svo með eða án jarðar? Ekkert þannig en gerðis nú samt. Án jarðar. Hjúskaparstaða? Í bullandi sambandi. Hvað tekur við eftir nám? Búskapur á Þorleifsstöðum.
Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? AlfaAlfarefasmári því hann mun bjarga íslenskum landbúnaði.
Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Gul með horn og hala, alvöru halakind og ekkert kjaftæði.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Sterkt vín, minna stert vín og bjór. Hvernig líkar þér lífið á Hvanneyri? Mjög gott töluvert mikið, mæli ekki með þessu fyrir óharðnaða menn.
Hvert er viðurnefnið þitt? Hvernig kom það til? Ég hef nú stundum verið kallaður Spritti, eitthvað grín sem unglingur en er oftast kallaður Hólmi.
Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Ég mun bjarga íslenskum landbúnaði.
Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? Peningar skipta ekki neinu máli.
Vilborg Eva Guðmundsdóttir
IS260100
Foreldrar: Sóley Snædís Stefánsdóttir frá Arnarstöðum í Skagafirði og Guðmundur Lúther Loftsson frá Kjóastöðum í Biskupstungu
Af hverju valdir þú búfræðinámið? Það var annaðhvort núna eða aldrei Ef þú værir nytjaplanta, hvaða planta værir þú? Snarrót, ég er svo harðgerð, algjör nagli.
Harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Jarþrúður þar sem hún þarf að leita allan helvítis veturinn.
Lýstu fimmtudögum í þrem orðum. Kollan, sundmafían og HelgiFokkingBjörns.
Hvernig líkar þér lífið á Hvanneyri? Ógleymanleg upplifun sem hefur kryddað upp lífið. Hverjar eru þrjár mikilvægustu eigur Hvanneyrings? Áfengi, getnaðarvörn og neftóbak. Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Hver er harðasti hrossaræktandinn? Klárlega Laufey!
Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Jarpskjótt með mikið skap.
Hver er uppáhalds setningin þín úr Dalalífi? I LOVE IT!!!
HLÖÐUBRÆÐUR
Hermann Ingi Gunnarsson og Sigtryggur Veigar HerbertssonAlmennar umræður um landbúnaðarmál hafa í gegnum tíðina verið bundnar við útgáfu bændablaðsins þar sem landbúnaðnum hefur verið gerð góð skil og mörgu öðrum málum. Okkur fannst hins vegar vanta meira af landbúnaðartengdu efni á öðrum miðlum t.a.m útvarpi eða í hlaðvörpum.
Vissulega er fjallað um landbúnað á öðrum miðlum en það er oft eitthvað neikvætt og vildum við koma á framfæri hlið bænda og fjalla um landbúnað á jákvæðan hátt. Eftir miklar umræður um kjötát og hversu íslenskur landbúnaður væri skaðlegur loftslagi þá var okkur nóg boðið og vorum búnir að ræða saman um hvað skyldi taka til bragðs. Niðurstaðan var sú að við skyldum koma á fót hlaðvarpi eingöngu um landbúnað. Við stefndum að því að hafa umfjöllunarefnið fjölbreytt og fræðandi. Við höfum reynt að hafa alltaf a.m.k. einn gest og höfum náð að okkar mati að vera með mjög fræðandi erindi eins og um áhrif beitar á landeyðingu og hlutverk landnýtingar í að græða upp landið með hæfilegri beit og neikvæð áhrif friðunar lands á losun gróðurhúsalofttegunda úr jarðvegi. Eins var mjög fróðlegt viðtal við bónda í Svarfaðardal sem sagði okkur frá þegar óveðrið var í desember 2019 og hvernig það hafði áhrif á hans búskap svo eitthvað sé nefnt. En viðtalsefnin eru mörg t.d. félagskerfisbreytingar, staða MS, metan minnkandi kjarnfóður, nýjir samningar við ríkið o.fl.
Í framhaldi af því að Hlaðan hóf göngu sína hafa önnur landbúnaðartengd hlaðvörp verið send út. Út á túni er hlaðvarp sem þau halda úti Jón Elvar og Sigrún Júnía og hafa þau gefið út þó nokkuð af þáttum með fjölbreyttum viðmælendum. Einnig hefur Bændablaðið stofnað hlaðvarpsútgáfu með fjölbreyttu efni. Það er óhætt að segja það að bændasamfélagi og annað áhugafólk um málefni landbúnaðarins getur hlustað á áhugavert efni á þessari nýju efnisveitu. Einnig er mikið til af erlendum landbúnaðarhlaðvörpum hvort sem það er fréttatengt eða spjallþættir um nýja tækni og vísindi í landbúnaði.
Við settum fyrsta þáttinn í loftið þann 20. október 2019 en síðan þá höfum við gefið út reglulega þætti þangað til að samkomutakmarkanir tóku gildi vegna covid-19. Á þeim tíma fóru 13 þættir í loftið og hlustunin var góð yfir 5.400 hlustanir. Óvíst er um framhald á þessu hlaðvarpi og ef einhver er þarna úti og vill aðstoða okkur þá erum við í símaskránni. Hugsanlega fara Hlöðubræður aftur af stað með hækkandi sól.
Hvað er FESK og hvað er markmið þess félags?
Markmið félagsins er að beita sér fyrir upplýstri umræðu um greinarnar og benda á þá jákvæðu hluti sem eiga sér stað í hverri grein fyrir sig. Einnig er markmiði að það sé einn málsvari aðildarfélaga og ein rödd komi fram fyrir þeirra hönd. Einnig er markmið félagsins beita sér fyrir bættri samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við innflutning og þrýsta á stjórnvöld um að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttrar framleiðslu og gerðar eru til innlendrar framleiðslu.
Þurfum við að leggja okkur meira fram um að halda jákvæðri umræðu um landbúnað uppi og koma henni betur út í samfélagið?
Mín persónulega skoðun er sú að landbúnaður í heild þarf að standa saman einni röddu. Lang stærstur hluti hagsmunamála landbúnaðarins eru sameiginleg. Hluti af þeim hagsmunamálum er að undirstrika gæði íslenskra afurða og skilning yfirvalda og þjóðarinnar á mikilvægi þess að standa vörð um þau gæði. Besta leiðin til þess er að fá fólk til að neyta vörunnar og sannreyna. Til þess þurfa neytendur að vita hvaðan varan kemur og þá komum við að því að merkja Íslenskar vörur.
Í covid hefur heldur betur reynt á alla þætti sem undirstrika mikilvægi þess að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu, sem er einnig mikilvægur punktur í umræðunni um Íslenskan Landbúnað.
Nú þegar samfélagsmiðlar eru að verða meira ríkjandi, og þá sérstaklega í samkomutakmörkunum sem hafa staðið yfir, er þá aukin þörf á slíku félagi?
Ég held að samfélagsmiðlar séu í sjálfu sér ekki endilega ástæða fyrir mikilvægi svona félags. Því miðlunarleiðir koma og fara. Stóra atriðið er að halda úti starfi fyrir Landbúnað til lengri tíma. Sama hvaða birtingamynd er síðan notuð, það er misjafnt. Kostur okkar Íslendinga er smæðin, hér er auðvelt og fljótt
hægt að koma upplýsingum á framfæri.
Fyrir mér væri stærsta mál landbúnaðarins að setja í gang verkefni með yfirvöldum um að tryggja heilnæmi í grunnskólum landsins, enda er það þar sem við kennum komandi kynslóðum að næra sig og velja heilnæm og góð hráefni. Slíkt starf er síðan hægt að kynna á samfélagsmiðlum sem og hefðbundnum fjölmiðlum.
Er mikilvægt að íslendingar geti verið sjálfum sér nægir eða sem næst því í matvælaframleiðslu?
Það er gríðarlega mikilvægt hverri þjóð og sjálfstæði hennar að vera sjálfri sér næg í matvælaframleiðslu. Ekki bara grunnþörfum, heldur í fjölbreyttri mynd. Sérstaklega nú á tímum þegar við sjáum fram á mögulega uppskerubresti á stórum svæðum Afríku, Asíu og Suður Ameríku vegna hnattrænnar hlýnunar. Stefna Evrópusambandsins er mjög skýr í þessum málum fyrir sín aðildarríki og þó ekki væri nema fyrir það, þá ættum við að huga vel að því einnig.
Ekki bara er þetta mikilvægt fyrir sjálfstæði okkar þjóðar, heldur eru margar aðrar samfélagslegar ástæður sem gera þetta að einu mikilvægasta máli þjóðarinnar, ekki bara landbúnaðarins. Sigmar Vilhjálmsson, fyrrum talsmaður FESK en hann hætti formlega störfum fyrir félagið í júlí 2020.
Úr verknámsdagbókum nemenda
Eftir hádegi fór ég í smíði við húsið sem við erum að byggja. Gaf í fjósinu og eftir kaffi fór ég í fjárhúsið og gaf. Einnig kíkti ég á lömbin og gaf þeim pela. Stússaðist aðeins í fjósinu og fór svo að halda áfram að smíða.
Annað:
Það var alveg magnað að sjá Elínu og Val framkvæma þessi tilþrif. Valur skaut kindina og Elín var tilbúinn að skera kindina upp. Um leið og Valur lét hvellinn hljóma, skar Elín og kastaði lömbunum út. Ég hristi lömbin, hreinsaði frá nefi og munni. Lömbin voru á lífi, allt þetta gerðist á minnst 30 sek. Fljótasti burður hingað til.
Jón Magnús Jónsson, Hamri á Hegranesi, Skagafirði
29.05.2020 föstudagur (dagur 34)
Veður:
Það var frekar hvöss sunnanátt í dag og skýjað. Hitin hefur verið eitthvað í 14°C í hádeginu.
Unnin störf:
Unnin störf:
Mætti í morgungjafir í fjárhúsinu og gaf kálfum kjarnfóður í fjósi. Þegar ég var í fjárhúsunum þá tók ég eftir því að ein kindin sem við vorum að reyna að lækna var alveg að deyja svo við framkvæmum keisara á henni. Kindin skotin og skorin upp um leið, úr henni komu tvær gimbrar og braggast þeim vel. Fyrstu lömb ársins hér í Úthlíð komu sko með stæl. Fyrir hádegi fór svo í að stússast í kringum lömbin og erum við að reyna að setja gimbrarnar undir kindur sem hafa látið fyrir stuttu. Gaf þeim pela og setti þær í hitakassann til að hlýja þeim og þeim gefið slefsýkitöflu.
Ég og Sævar fórum í fjósið og gáfum, eftir kaffi fór ég og fyllti á bygg körin í gömlu fjárhúsunum þar sem nautaleldið er. Síðan setti ég inn eina rúllu af heyi í gamla fjósið. Eftir það tíndi ég grjót fram að hádegi. Eftir hádegi tíndi ég aðeins meira grjót og valtaði svo flagið. Síðan sáði Kiddi í flagið meðan ég gaf nautgripunum. Eftir það valtaði ég aftur
Annað:
Nú er öll jarðvinnsla búin á Hamri. Það er ákveðinn áfangi, þá er aðeins hægt að slaka á og ég mun hafa miklu meiri tíma til þess að sinna verkefnavinnu.
Björn Ingi Ólafsson, Garðshorni í Eyjafirði
Fimmtudagurinn 23. apríl (sumardagurinn fyrsti)
Veður:
Áframhaldandi suðlægar áttir og millt í veðri. Golan köld og hiti var í kringum 8 stig.
Sumarið byrjaði býsna leiðinlega þar sem að ein brynningarskálin í hesthúsinu tók uppá því að fara að leka í nótt og miðjustían í húsinu var gjörsamlega á floti. Minnti meira á flóðhestastíu í rauninni. Þegar búið var að ausa vatninu úr henni og moka öllu blauta undirlaginu út tóku útreiðarnar við. Þegar þeim var lokið var haldið í fjárhúsin og við brösuðum aðeins við að sópa krærnar. Þegar því var lokið smíðuðum við Agnar svo herbergi fyrir þann sem er á næturvakt að sofa í. Býsna glæsileg smíði þó ég segji sjálfur frá. Eftir kvöldgjafirnar fór svo heimilisfólkið inn á Akureyri og ég stóð sauðburðarvaktina á meðan, klettharður.
Ástrós Eggertsdóttir, Hesti í Borgarfirði
7. apríl 2020
Veður
Frekar þægilegt veður í dag. Hitastig var í kringum 2-3°C, sólin lét aðeins sjá sig með köflum og almennt frekar lítill vindur þegar hann kom
Unnin störf
Báðar gjafirnar. Ákváðum yfir morgunkaffinu að það væri sniðugt að klaufasnyrta núna, frekar en að bagsa við það í maímánuði, ýmislegt annað sem er betra að gera þá. Tókum um 100 stykki í dag, en það er klaufskurðarbás á Hesti sem er betri fyrir bakið en að bakstra við að leggja þær allar og hanga yfir þeim.
Vangaveltur
Það sást ágætlega hvað gólfgerð skiptir miklu máli. Á Hesti eru allskonar mismunandi gólfgerðir í krónum og í þeim fjórum króm sem við tókum voru tvær á plasti og járnmottum en tvær á steypu. Þær sem voru á steypunni höfðu slitnað mun meira og þurfti minna að klippa og þá voru þær oftast aðeins mýkri líka svo
það var auðveldara að eiga við þær. Klipptum ekkert sem hafði verið á taði í dag, en almennt á taði eru klaufirnar ennþá mýkri, en þar reyndar slitna þær ekkert svo það er mun meira sem þarf að klippa.
Miðvikudagurinn 15. apríl 2020
Veður:
Dagurinn byrjaði með logni en gerði sunnanátt upp úr 10, heiðskýrt að mestu leiti, 7°C hiti kl: 12:00.
Unnin störf: Sprautaði allt féð sem er inni við bráðapest og garnaveiki, gaf kindunum kvölds og morgna, tamningar, þreif stíur, kembdi hrossum og tók eftir því að Mósi er ekki orðin haltur eftir járninguna mína í gær þannig að það er mikill sigur.
Hugleiðing dagsins: Nöfn á hlutum Þar sem ég er núna búin að vera hérna í viku er búið að reyna að kynna mér fyrir hrossunum og kennileitunum hér í kring. Ekki get ég sagt að ég muni þau öll en ég er að reyna. En ég er búin að ná því að ein hryssan hérna heitir Kúla. Þau eru með hana í tamningu en húsmóðirin hefur keppt aðeins á henni og þykir henni og öðru heimilsfólki miður að hún heiti Kúla en ekki eitthvað fallegra nafn.
Nafn er fyrsta kynning sem maður fær í flestum tilfellum, alveg sama hvort það sé fjall, hestur eða manneskja. Við ræddum það lengi vel hvað nöfn gera mikið fyrir hluti, eins og það er mun skemmtilegra að keppa á hesti sem heitir Þruma eða Herkúles frekar en Kúla og Arfi. Manni finnst maður vera mun meira töff.
Helga Rún Jóhannsdóttir, Syðri – Fljótar í Meðallandi, Skaftárhreppi
Lán til kynslóðaskipta
landbúnaði
Byggðastofnun veitir nú sérstök landbúnaðarlán með allt að 90% veðsetningu til að greiða fyrir kynslóðaskiptum og nýliðun í landbúnaði og stuðla þannig að áframhaldandi búskap í sveitum landsins. Lánin eru veitt til allt að 25 ára og er möguleiki á að aðeins verði greiddir vextir fyrstu þrjú árin.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar eða í síma 455 5400.
LOFTRÆSTING GRIPAHÚSA
Unnsteinn Snorri Snorrason, BútækniráðgjafiÁvinningur þess að tryggja góða loftræstingu í gripahúsum er margvíslegur. Loftræsting hefur áhrif á heilbrigði gripa, hreinleika, vinnuumhverfi, endingu innréttinga og búnaðar svo dæmi séu tekin: Á síðustu áratugum hefur náttúrleg loftræsting verið algeng lausn þegar kemur að byggingu nýrra gripahúsa eða endurnýjun. Það eru þó fjölmörg gripahús loftræst með vélrænni loftræstingu. Einkum eldri byggingar sem munu verða í notkun um ókomin ár.
Í þessari grein verður fjallað um vélræna loftræstingu með undirþrýstingi. Undirþrýstingskerfi byggir á því að vifta sem blæs lofti út myndar undirþrýsting, þannig að ferskt loft er dregið inn í bygginguna í gegnum inntaksop sem er dreift með jöfnu millibili eftir langveggjum byggingarinnar.
Viftan býr til undirþrýsting
Hlutverk viftunnar er að skapa undirþrýsting inn í byggingunni og þannig tryggja að ferskt loft berist inn í bygginguna. Best er að staðsetja viftuna þannig að hún sé í strompi upp úr þakinu. En hana má í raun setja hvar sem er. Huga þarf að því að viftan sé í góðu skjóli þannig að vindur nái ekki að blása á móti viftunni. Staðsetning á viftu hefur ekki áhrif á loftdreifinguna í húsinu.
Söluaðilar eru oft á tíðum að auglýsa viftur þar sem eru gefin upp hámarks afköst án þess að gera ráð fyrir tapi vegna loftmótstöðu. Slík mótstaða skapast t.d. þar sem viftur eru settar í þakstromp eða þar sem eru settar vindhlífar eða trekk spjöld í viftur sem koma í veggi.
Viftur draga í sig ryk og því þarf reglulega að hreinsa þær. Ekki er úr vegi að áætla það að viftur þurfi að hreinsa á 2-3 mánaða fresti. Það fer þó mikið eftir því hversu mikil rykmengun er í húsinu.
Inntaksopin stýra loftflæði og loftdreifingu Þeir sem hafa valið undirþrýstingskerfi til loftræstingar í sínum gripahúsum hafa í of mörgum tilvikum tekið
Mynd 1 – Hér má sjá hvernig útsogsviftu hefur verið komið fyrir í strompi upp úr þaki. Hentugast er að staðsetja viftu í stromp upp úr þaki. Ástæðan er annars vegar sú að ef viftan stoppar þá eiga sér stað loftskipti um strompinn með sama hætti og við náttúrulega loftræstingu. Hins vegar er viftan betur varin í stromp fyrir því að sterkur vindur blási á móti henni ef hún er staðsett í útvegg.
þá undarlegu ákvörðun að hafa ekki möguleika á því að stýra loftinu inn í húsið. Það sem skiptir mestu máli þegar undirþrýstingskerfi er hannað er að við getum stýrt loftinu jafnt inn í húsið. Þetta á einkum við þegar við erum að loftræsta við þær aðstæður þar sem útihiti er mun lægri en innihiti. Við slíkar aðstæður er oft verið að keyra á lágmarksloftræstingu sem eru þau afköst sem þarf til þess að fjarlægja þann raka sem gripirnir gefa frá sér.
Algeng mistök er að vanmeta þörf á inntaksopum. Því er oft gripið til þess ráðs að hafa opnar hurðir til þess að auka loftflæðið. Fyrir vikið batnar oft lofið í húsinu, en yfirleitt aðeins í hluta þess. Með þessu móti
Mynd 2 – Myndin sýnir inntaksventil í útvegg. Allir inntaksventlar eru samtengdir og opnun þeirra stýrt samhliða afköstum viftunnar. Þegar kalt er í veðri er höfð mjög lítil opnun á ventlinum sem gerir það að verkum að kalt loft kemur hratt inn í bygginguna og nær að blandast heitu og röku lofti sem fyrir er áður en að berst til gripanna.
minnkar undirþrýstingurinn í byggingunni og minna loft streymir inn um loftventlana og það sem verra er að loftið kemur inn á minni hraða.
Þegar loftræst er með lágmarksafköstum í köldu veðri er afar mikilvægt að við getum stýrt kalda útiloftinu inn í húsið. Markmiðið er að stýra loftinu inn og upp með þakinu, yfir heita inniloftið og fá síðan allan loftmassann til þess að blandast saman inn í húsinu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að vera möguleika á því að stýra hraðanum á loftstraumnum og jafnframt að geta beint honum með réttum hætti inn í bygginguna.
Stýrið hraðanum á viftunni?
Til þess að stýra loftræstingunni er nauðsynlegt að vera með góða stýringu. Þar gildir að hægt sé
að stýra hraða/afköstum viftunnar í samræmi við hitastigið í húsinu. Þannig að eftir því sem hitastigið í húsinu er nær því kjörhitastigi sem við sækjumst eftir þeim mun hægar gengur viftan. Ef vélræn loftræsting með undirþrýsting á að virka almennilega þá verður að stýra saman hraða viftunnar og opnun inntaksopa. Þannig að þegar er verið að loftræsta með lágmarks loftræstingu er viftan látin ganga hægar og inntaksopinn stillt þannig að það sé lítil rifa á þeim. Með þessu móti skapast tregða í inntaksopinu sem eykur hraða loftsins þegar það kemur inn í bygginguna. Þannig er köldu og þungu útilofti beint upp með þakinu þannig að það blandist heitu og röku inniloftinu áður en það nær til gripa sem í húsinu eru. Að sama skapi þá er lúgurnar hafðar eins mikið opnar og hægt er þegar þörf er á hámarksloftræstingu og vifturnar látnar ganga á hröðustu stillingu
Það er því miður of algengt að gripahús séu ekki loftræst nægilega vel. Í of mörgum tilvikum er búið að koma fyrir viftu sem myndar undirþrýsting en ekki hugað að því hvernig loftinu er dreift inn í bygginguna. Stærsti hluti fjárfestingar og rekstrarkostnaðar er tengt viftunni og hennar stjórnbúnaði. Með því að sleppa því að setja veggventla sem hægt er að stýra samtímis frá einum stað innan byggingar (helst með sjálfvirkum hætti) er í raun verið að vannýta þá fjárfestingu sem felst í loftræstibúnaði og kostnaði við að rekstur. Til að setja hlutina í samhengi þá er hægt að bera að jöfnu saman gripahús án inntaksventla saman við það að kaupa 200 ha dráttarvél og tengja við hana 3 m snúningsvél frá árinu 1968. Það virðist ganga vel að vinna með þessi tæki saman en ef vel er að gáð þá er hægt að gera mikið til þess að bæta afköst og nýta fjárfestinguna betur.