1 minute read
Um beinafundinn í Vatnsviki í Þingvallavatni
Þegar Erlendur Bogason kafari var að taka myndir af botnlífi í Þingvallavatni fyrir Náttúrminjasafn Íslands fundust leifar af trébát sem aldursgreindur hefur verið til 1482-1646
með kolefnisaldursgreiningu. Báturinn fannst á 4-5m dýpi í Vatnsvikinu („500 ára bátsflak
finnst á botni Þingvallavatns“, 2018). Í framhaldi af bátsfundinum var fengið leyfi til fornleifarannsóknar á svæðinu og þá fannst
lítið safn dýrabeina í nágrenni við bátinn. Hluti beinanna fannst 8. október 2018 en þau voru
tekin upp 26. október 2018. Þar sem aðeins var um frumrannsókn að ræða var ekki sett niður
hnitakerfi eða staðsetning beina teiknuð upp. Erlendur Bogason kafari tók öll beinin upp á
afmörkuðu svæði nokkra tugi metra frá bátsleifunum.
Að rannsókninni stóðu Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hjá Fornleifafræðistofunni, Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafn Íslands og Erlendur Bogason kafari. Rannsóknarleyfi nr. 201810-72 frá Minjastofnun Íslands. Rannsóknarnúmer frá Þjóðminjasafni Íslands er 2018-84.
Skýrslan er unnin fyrir Náttúruminjasafn Íslands.