2 minute read

2.2. Samskipti við MAST og kæra til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Mynd 2.1. Stórfelld skógareyðing og ofbeit í Skyndidal í Lóni. Að því best er vitað fær þessi meðferð lands vottun samkvæmt L-GST um góða landnotkun. Myndir Friðþjófur Sófus Sigurmundsson.

Árið 2017 fékk ég neitun (óformlegur tölvupóstur 7. mars) um gögn frá Landgræðslunni um L-GST er varðar Skyndidal og var vísað á Matvælastofnun með þeirri skýringu að sú stofnun sjái um verkefnið (GST og L-GST) og hefði ein heimild til þess að gefa upp upplýsingar sem varða einstaka þátttakendur. Það var töluverður viðsnúningur frá árið 2006 þegar greiðlega gekk að fá svör á grundvelli Upplýsingalaga. Það vakti áhuga að nú var Landgræðslan ekki lengur ábyrgðaraðili til að gefa þessar upplýsingar. Svör fengust að lokum frá Matvælastofnun um þetta tiltekna mál dagsett 31. mars 2017 (tölvupóstur frá Jóni Baldri Lorange): „Samkvæmt þeim gögnum sem Matvælastofnun hefur fengið frá Landgræðslu ríkisins er landnýting allra þátttakenda á þessu svæði athugasemdalaus og hafa þátttakendur tilgreint nægt beitarland fyrir sinn bústofn í umsóknum. Í gildi var landbótaáætlun fyrir Laxárdal í Nesjum og náðust markmið hennar á tilskildum tíma. Ástand Skógeyjar var metið af Landgræðslunni ekki fyrir löngu, en það land er nýtt til beitar af nokkrum þátttakendum í gæðastýringu. Við nánari athugun reyndist landnýting í Skógey uppfylla skilyrði reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013, með síðari breytingum.“ Hér er reyndar ekkert minnst á beit á Skyndidal eða Lónsöræfi, sem að mati undirritaðs og annarra fræðimanna sem til þekkja standast ekki skilyrði um skynsamlega eða sjálfbæra landnýtingu. Mat sérfræðinga (óformlegt samtal) um L-GST var að reglugerðir væru með þeim hætti að ólíklegt væri að hægt yrði taka á þessu tiltekna máli (Skyndidalur).

Rétt er að taka fram að fleiri reyndu að afla gagna um gæðastýringuna á þessum tíma. Jóhann Helgi Stefánsson gafst upp á að fá gögn um þátttakendur í landnýtingarþætti gæðastýringarinnar, eftir nokkurt þóf árið 2017 (JHS persl. upplýsingar). Gögnin hugðist hann nota við meistaraverkefni sitt við Háskóla Íslands (Jóhann Helgi Stefánsson 2018).

2.2. Samskipti við MAST og kæra til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Niðurstaða umtalsverðs ferils hefur nú að lokum leitt til þess að mér bárust hluti gagna sem ég hef farið fram á frá Matvælastofnun og töluvert af gögnum um samskipti um gæðastýringuna frá Landgræðslunni. Þessi gögn má nota til að skoða framkvæmd GST. Aðdragandinn að upplýsingagjöfinni frá MAST er um margt lærdómsríkur og það er mikilvægt gera aðeins grein fyrir honum til að varpa ljósi á breytta mynd upplýsingamála á Íslandi frá því sem áður var. Niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál (747/2018) er að gögn er varðar starfsemi opinberra stofnana um nýtingu lands eru opinber gögn. Þessi málatilbúnaður, sem var æði tímafrekur og erfiður á marga lund, opnar vonandi dyr fyrir aðra sem vilja rannsaka með hvaða hætti opinberar stofnanir vinna að stuðningi við

This article is from: