2 minute read

3.3. Landgræðslulög og lög um náttúruvernd

Breytingar á búvörulögum eru æði tíðar. Mér telst til að lögunum hafi verið breytt 47 sinnum frá árinu 1993, eða um 1,7 sinnum á ári að meðaltali, en u.þ.b. tvisvar á ári á síðasta hluta tímabilsins. Hluti ástæðunnar er hve búvörulög tengjast mörgum öðrum lögum sem einnig taka breytingum (t.d. framleiðsluvörur, dýravelferð o.fl.), sem kalla á samhliða breytingar á búvörulögum, en þetta er einnig táknrænt fyrir hinn flókna og illskiljanlega lagalega umbúnað styrkjakerfis landbúnaðarins.

3.3. Landgræðslulög og lög um náttúruvernd

Ný lög um landgræðslu (155/2018) og náttúruverndarlög (60/2013) ættu að áhrif á umhverfi beitarnýtingar á Íslandi og þróun L-GST. Landgræðslulögin eru það ný að nálinni að eftir er að sjá hvaða áhrif þau munu hafa á landnýtingarmál og sér í lagi L-GST. Þó er ljóst að Landgræðslunni ber að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu sem verða þá hluti af framkvæmd L-GST í framtíðinni (sjá 8. kafla).

Landgræðslulögin (155/2018) eru afdráttarlaus í markmiðum sínum (1. gr. ): Markmið laga þessara er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í 2. gr. segir: Til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu lands skal stefnt að því að: a. nýting lands taki mið af ástandi þess og stuðli að viðgangi og virkni vistkerfa, b. stöðva eyðingu jarðvegs og gróðurs, c. komast hjá spjöllum á gróðri og jarðvegi,

Hvað gerist þegar framkvæmd L-GST brýtur á bága við þessi lög? Lögin um náttúruvernd (60/2013) innihalda mikilvægar greinar er varðar landnýtingu. Í 1. gr. (Markmið laganna) segir þetta: „• Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.

• Lögin miða jafnframt að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda og annarra náttúrugæða.“ Allir þessir þættir varða beitarnýtingu og það því er ljóst að þar sem beit kemur í veg fyrir þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum brýtur hún í bága við fyrstu grein náttúruverndarlaga (60/2013 með áorðnum breytingum). Þarna er beinlínis rætt um endurheimt raskaðra vistkerfa og aukið þol vistkerfa gegn náttúruhamförum, sem fær umtalsvert rými í þessu riti. Ljóst er að framkvæmd L-GST tekur ekki mið af þessum ákvæðum náttúruverndarlaga. Sömu sögu má segja um kröfu um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, en sýnt er með óyggjandi hætti að núverandi framkvæmd L-GST stenst ekki þessa kröfu í 5. og 8. kafla ritsins. Áttunda grein Náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að „Ákvarðanir stjórnvalda sem varða náttúruna skulu eins og kostur er byggjast á vísindalegri þekkingu á verndarstöðu og stofnstærð tegunda, útbreiðslu og verndarstöðu vistgerða og vistkerfa og jarðfræði landsins.“ Segja má að hér sé kominn vísir að kröfu um nota bestu vísindalegu þekkingu, eins og þekkt er í lögum og reglum ríkisstofnana erlendis (Esch o.fl. 2018), en miðhluti setningarinnar „eins og kostur er“ er sérkennilega takmarkandi — auðvitað ættu ákvarðanir stjórnvalda alltaf að byggja á vísindalegri þekkingu er varðar atriðin sem talin eru í 1. grein laganna.

This article is from: