2 minute read

2. Landhnignun

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

Landhnignun (e. land degradation) felur í sér skerta virkni og þjónustu vistkerfa. Hnignun lands tekur til moldar, gróðurhulu og lífríkisins í heild. Líffjölbreytileiki er meðal þeirra þátta sem skaðast þegar vist‐kerfi hnigna. Landhnignun getur jafnframt haft áhrif á veðurfar á nokkuð breiðum skala.

Rannsóknir, sérhæfing og umfjöllun um landhnignun takmarkast oft við einstaka þætti landhnignunar, t.d. við ferli landhnignunar á borð við rof eða við þá landnýtingu sem veldur hnignun, svo dæmi séu tekin. Skilningur á landhnignun kallar þó á skoðun á mörgum þáttum, bæði náttúrulegum en ekki síður samfélagslegum þáttum (mynd 2). Þættina má flokka með eftirfarandi hætti: A) Undirliggjandi orsakir sem telja félagslega, efnahagslega, lagalega og/eða pólitíska þætti sem valda eða stýra skaðlegri landnýtingu og þessir þættir eru oft lyklarnir að lausnum á vandanum. Stundum kallað „hvatar“ eða „drifkraftar“ (e. incentives og drivers). B) Landnýting sem orsakar raskið, t.d. akuryrkja eða beit – nýting sem kemur ferlunum af stað og/eða viðheldur þeim og þar með hnignuðu ástandi þar sem það á við. C) Ferli landhnignunar, svo sem jarðvegsrof, söltun eða minnkandi næringarforði vistkerfa. D) Ástand landsins, þ.e. afleiðing hnignunarferla fyrir vistkerfi. E) Samfélagsleg áhrif landhnignunar, t.d. minna fæðuframboð, fátækt, mengun o.s.frv.

Mynd 2. Horfa þarf til margra þátta við rannsóknir á landhnignun: það er einhver tiltekin ástæða (A) fyrir þeirri landnýtingu sem á sér stað (B), sem getur leitt til ýmissa ferla landhnignunar (C). Ástand lands (D) er mælikvarði á afleiðingarnar, sem síðan hafa samfélagsleg áhrif, svo sem minnkuð framleiðni landsins og/eða aukin fátækt (E).

Heildstæðar nálganir á umfjöllun um landhnignun sem taka á flestum eða öllum þessum þáttum eru m.a. að finna í bók Antons Imeson „Desertification, land degradation and dustainability“, bók Evrópu‐sambandsins „World atlas of desertification. Rethinking land degradation and sustainable land manage‐ment“ (Cherlet o.fl. 2018) og í „Scientific conceptual framework for land degradation neutrality“ (Orr o.fl. 2017) sem var gefin út á vegum „Auðnasamningsins“ (UN‐CCD – sjá umfjöllun síðar). Einnig tekur yfirgripsmikil skýrsla samningsins um líffjölbreytileika (IPBES 2019) á mörgum þessara sömu atriða. Hér á eftir verður gerð tilraun til að fjalla um mismunandi hliðar landhnignunar og byggir umfjöllunin að stórum hluta á framangreindum heimildum.

Landbúnaður skilar verðmætum sem metin eru á um 2000‐4000 þúsund milljarða dollara á ári – afurð‐um sem fæða og klæða jarðarbúa – en mat á verðmætasköpuninni er misjafnt eftir heimildum (sjá t.d. heimasíðu CropLife.org). Mikilvægi landbúnaðar sem starfsgreinar verður seint ofmetið. Umhverfis‐kostnaður framleiðslunnar er þó gríðarlegur og afleiðingin er hnignun landkosta víða um lönd í nútíð og fortíð. Yfirborð jarðar er orðið annað en áður var – áhrif mannsins eru svo gríðarleg og víðtæk. Landhnignun veldur vaxandi álagi á auðlindir sem eftir eru sem á endanum getur orsakað hungur, fólks‐flutninga og jafnvel styrjaldir. Menning er háð frjórri mold og fall menningarríkja í sögu mannkyns er

This article is from: