1 minute read

Áhrif flúoreitrunar á bein

Mynd 2 Kerfi til mats á áhrifum flúoríðs á framtennur nautgripa. Stig 0 eðlilegar tennur. Stig 1 dreift ógegnsæi glerungs. Stig 2 tannkrónur með vægri mislitun. Stig 3 útflattar tannkrónur og útbreidd mislitun. Stig 4 breytt lögun á tönnum og skýr skellumyndun. Stig 5 mikið slit á tönnum, einhverjar geta verið brotnar. Mynd frá Livesey og Payne (2011).

Áhrif flúoreitrunar á bein

Bein er kvikur vefur sem stöðugt er í endurmótun og umbreytingu út frá breytilegum kalsíumstyrk í blóði, breytingum í aflfræðilegri verkun á viðkomandi bein og fyrir áhrif hormóna sem stýra efnaskiptum hans (Walkley et al., 2007).

Eins og áður kom fram getur flúor breytt uppbyggingu beinvefjarins og valdið verkjum í liðum og beinum, óeðlilegum beinvexti og kölkun á liðböndum sem lýsa sér í þykknun á liðamótum (Choubisa og Choubisa, 2016). Dýr með flúoreitrun í beinum verða þannig stirð og hölt en breytingar í beinvef fara eftir varanda útsetningarinnar, aldri gripanna, gerð beinanna o.fl. (Ranjan og Ranjan, 2015). Þær meinafræðilegu breytingar sem geta sést á beinum eru beinhersli (aukin harka og þéttni beinvefjar), beingaddur (útvöxtur á beini), beinþynning (minni þéttni beinvefjar), beinmeyra (mýking beinvefjar

This article is from: