1 minute read

Meðhöndlun kjálka

Mynd 3 Uppruni hrossa og fjöldi frá hverju landsvæði. Bláir ferningar tákna hross frá Suðurlandi (52), bleikir ferningar tákna hross frá Vesturlandi (71), grænir ferningar tákna hross frá Norðurlandi (63)og fjólubláir ferningar tákna hross frá Austurlandi (37). Hver ferningur getur táknað fleiri en eitt sýni. Svartir hringir sýna staðsetningu sláturhúsanna fjögurra, SS á Selfossi, SAH á Blönduósi, KS á Sauðárkróki og HH (Norðlenska) á Höfn. Rauðar stjörnur sýna eldfjöll sem gosið hafa síðan 1991. Kortið kemur upprunalega frá Landmælingum Íslands, sótt á vefinn http://kortasja.lmi.is/ hinn 14. maí 2020 og upplýsingum bætt inn á það.

Meðhöndlun kjálka

Í sláturhúsi var haldið til haga hausum af hrossum sem var slátrað og þeir unnir jafnóðum. Einungis voru tekin 2-3 folöld af hverjum bæ þar sem búast mátti við að flúorstyrkur í mældum folöldum gæfi til kynna flúorupptöku í öðrum folöldum á bænum. Fremsti hluti neðri kjálka var fláður og sagaður af í tannlausa bilinu (mynd 5) með Black & Decker tifsög. Hvert kjálkasýni var sett í rennilásaplastpoka og merkimiði með dagsetningu og raðnúmeri settur í pokann. Sýni hvers dags voru fryst við -20°C þar til síðar. Þegar kom að því að senda sýni í flúorgreiningu voru u.þ.b. 2 cm þykkar sneiðar skornar af hinum frosnu kjálkasýnum með Hitachi sverðsög, eins og sést á mynd 4.

This article is from: