4 minute read

3.3.4 Norðvesturland

16. mynd: Metinn heildarfjöldi rjúpna á Vestfjörðum borinn saman við stofnvísitölu frá sama svæði.

3.3.4 Norðvesturland

Til eru gögn um fjölda veiddra rjúpna og aldurgreiningar úr aflanum frá 1998 fyrir Norðvesturland (13. tafla). Hins vegar liggja ekki fyrir aldursgreiningar úr varpstofni og því voru aldursgögn frá Suðvesturlandinu notuð við stofnmatið.

13. tafla: Gögn sem notuð voru til að meta stofnstærð rjúpu fyrir Norðvesturland, fjöldi ungfugla (a1h) og fullorðinna (a2h) sem var aldursgreindur úr afla, fjöldi veiddra rjúpna (h) og fjöldi veiðimanna (f) og fjöldi ungfugla (a1v) og fullorðinna fugla (a2v) aldursgreindur úr varpstofni á Suðvesturlandi. Ár a1h a2h h f a1v a2v 1998 339 115 27623 984 1999 402 161 34246 885 2000 620 212 26688 940 2001 324 134 22166 867 2002 534 267 17883 845 2003 0 0 2004 0 0 2005 473 266 13460 921 61 58 2006 239 157 6809 702 48 32 2007 167 75 5063 635 79 55 2008 545 182 8880 863 75 55 2009 842 342 16870 1235 34 39 2010 888 289 16387 1264 53 48 2011 349 193 9220 1060 92 93 2012 164 65 6839 900 95 102 2013 192 94 7318 970 76 110 2014 224 90 5928 840 85 88 2015 222 99 5446 684 101 118 2016 241 97 6370 730 112 99 2017 340 123 8430 823 70 98 2018 332 167 9768 922 75 145

Líkön án aldursgreininga úr varpstofninum náðu ekki að meta raunhæf gildi á umframlifun fullorðinna (Sx) og matið á þessum stuðli endaði í endamörkum bilsins hjá líkani 4 (14. tafla). Líkan 4 með AV, þar sem gert er ráð fyrir að stuðullinn í fallinu fyrir veiðiafföll sé ekki sá sami fyrir og eftir friðun og lifunin ekki sú saman fyrir aldurshópana tvo, reyndist lýsa gögnum betur en hin líkönin (14. tafla). Samkvæmt því líkani höfðu veiðiafföllminnkað ogvoru metinað meðaltali um 0,33 fyrir friðun og0,25 eftir friðun. Einnig var stofnstærðin metin eingöngu með gögnum frá 2005 og niðurstöður með líkani 3 fyrir það skeið voru mjög sambærilegar við niðurstöðurnar með líkani 4 fyrir gögn frá 1998 (17. mynd og 18. mynd). 14. tafla: Niðurstöður stofnmats rjúpu fyrir Norðvesturland með og án aldursgreininga úr varpstofni (AV). Metinn meðalfjöldi (Nmeðal), hámarksfjöldi (Nhæst) og lágmarksfjöldi (Nlægst) rjúpna yfir tímabilið 1998 til 2018. Metin meðalveiðiafföll eftir friðun (Hef), lifun ungfugla (S) og umframlifun fullorðinna fugla (Sx), lifun fullorðinna er S*Sx. Akaike information criterion (AIC) byggir á sennileikaföllunum og er notað til að bera saman líkön, því lægra gildi því betur passar líkanið við gögnin. Athugið að líkön án AV er ekki hægt að bera saman með AIC við líkönin með AV.

Líkan AV Nmeðal Nhæst Nlægst Hff Hef S Sx AIC Líkan 1 nei 40.968 110.128 19.512 0,31 0,31 0,41 1 536,2 Líkan 2 nei 32.541 76.631 17.592 0,45 0,35 0,46 1 516,2 Líkan 3 nei 39.160 102.170 18.596 0,34 0,33 0,46 0,8 537,9 Líkan 4 nei 32.387 109.779 13.177 0,59 0,47 0,81 0,0 512 Líkan 1 já 32.115 86.480 15.754 0,4 0,39 0,53 1 1105,3 Líkan 2 já 26.035 59.428 13.906 0,58 0,42 0,6 1 1007,4 Líkan 3 já 57.904 154.978 28.353 0,22 0,22 0,26 2,5 744,6 Líkan 4 já 45.536 103.904 25.533 0,33 0,25 0,28 2,3 726,8

15. tafla: Niðurstöður stofnmats rjúpu fyrir Norðvesturland með og án aldursgreininga úr varpstofni (AV). Metinn meðalfjöldi (Nmeðal), hámarksfjöldi (Nhæst) og lágmarksfjöldi (Nlægst) rjúpna yfir tímabilið 2005 til 2018. Metin meðalveiðiafföll eftir friðun (Hef), lifun ungfugla (S) og umframlifun fullorðinna fugla (Sx), lifun fullorðinna er S*Sx. Akaike information criterion (AIC) byggir á sennileikaföllunum og er notað til að bera saman líkön, því lægra gildi því betur passar líkanið við gögnin. Athugið að líkön án AV er ekki hægt að bera saman með AIC við líkönin með AV.

Líkan AV Nmeðal Nhæst Nlægst Hef S Sx AIC Líkan 1 nei 25.289 37.469 17.859 0,35 0,46 1,0 340,8 Líkan 1 nei 17.097 26.406 11.933 0,52 0,91 0,0 310,7 Líkan 1 já 20.837 31.395 14.674 0,42 0,60 1,0 831,8 Líkan 3 já 35.736 52.688 25.452 0,25 0,29 2,3 567,7

17. mynd: Metinn fjöldi, veiðiafföll og náttúruleg afföll fullorðinna og ungra rjúpna á Norðvesturlandi 1998-2018 með líkani 4.

18. mynd: Metinn fjöldi, veiðiafföll og náttúruleg afföll fullorðinna og ungra rjúpna á Norðvesturlandi 2005-2018 með 3. Óvissan í stofnstærðarmatinu var nokkuð mikil fyrir Norðvesturland. Hún var þó minni fyrir friðun en eftir; fyrir friðun voru efri mörk öryggisbilsins um 1,6 sinnum hærri en punktmatið en um 2,1 sinnum hærri eftir friðunina (19. mynd). Óvissan var minni ef aðeins voru notuð gögn frá því eftir friðun við útreikninga, þá voru efri mörkin um 1,6 sinnum hærri en punktmatið (20. mynd). Metinn heildarfjöldi rjúpna samkvæmt líkani 4 var borinn saman við stofnvísitölu frá Skaga á Norðvesturlandi og fylgdi stofnstærðarmatið helstu sveiflum sem koma fram í vísitölunni (21. mynd). Líkanið fyrir Norðvesturland náði ekki að meta aldursamsetninguna eins vel og líkanið fyrir Vestfirði þar sem einungis um 86% leifanna voru innan ±2 staðalfrávika (sjá Viðauka 3).

19.mynd: Metinn heildarfjöldi rjúpna á Norðvesturlandi með líkani 4 fyrir 1998 til 2018 ásamt 95% öryggisbili. 20. mynd: Metinn heildarfjöldi rjúpna á Norðvesturlandi með líkani 3 fyrir 2005 til 2018 ásamt 95% öryggisbili.

21. mynd: Metinn heildarfjöldi rjúpna samanborið við stofnvísitölu frá Norðvesturlandi (Skagi).

This article is from: