1 minute read

Sýrustig

3 Rúmþyngd, g þurrefni/sm

0,65 0,60 0,55 0,50 0,45 0,40 0,35 0,30 0,25 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 Óraskað y = 0,0165x - 0,1474 R² = 0,93

Framræst y = 0,0099x - 0,0313 R² = 0,71***

0 10 20 30 40 50 60 70 Þurrefni, % af þyngd

Framræst

Óframræst

Mynd 10. Samband þurrefnishlutfalls og rúmþyngdar í annars vegar í óröskuðu landi og hins vegar framræstu landi.

Sýrustig Lýsandi tölfræði sýrustigsmælinga er í töflu 8. Dreifing mælinga er normaldreifð í báðum tilfellum skv. Shapiro-Wilk W prófi (framræst: P = 0,2715 ; óraskað: P = 0,0975) og voru meðaltöl mælinganna því borin saman með t-prófi. Ekki er marktækur munur á sýrustigi í framræstu og óröskuðu landi (P = 0,1198).

Tafla 8. Lýsandi tölfræði sýrustigsmælinga (pH).

Tegund Meðaltal Miðgildi Staðalfrv. Hæst Lægst CV, % Staðalsk.

Framræst 5,39 5,29 0,36 5,85 4,72 6,67 0,09 Óraskað 5,59 5,50 0,45 6,54 5,06 7,98 0,11

Mynd 11 sýnir sýrustig eftir dýptarstigum á hverju rannsóknarsvæði. Sýrustigið var breytilegt milli dýptarstiga en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur út frá þessum fjölda sýna. Sýrustigið var einnig aðeins lægra í framræstu mýrunum en þeim óröskuðu, en aftur er munurinn ekki marktækur. Hins vegar er marktækur munur á pH milli staða í neðstu tveimur dýptunum (5-20 og 20+ sm). Þar er sýrustigið hærra í Hegranesi en í Kýrholti.

This article is from: