1 minute read

Samanburður við hliðstæðar rannsóknir

Next Article
Jarðvegssýnataka

Jarðvegssýnataka

Einnig er áhugavert að sjá gífurlegt magn mangans (Mn) í efstu 5 sm óraskaða landsins í Kýrholti. Mikill breytileiki er í mælingunum en erfitt að útskýra hvað veldur því (sjá töflu 22 í viðauka 1).

Samanburður við hliðstæðar rannsóknir

Erlendar rannsóknir sem nýta sér gjóskulög til að meta langtímalosun kolefnis í framræstu landi eru vandfundnar. Rannsókn á Nýja Sjálandi áætlaði langtímakolefnislosun í 40 ára gamalli framræstri mýri á kúabúi sem byggði á mælingum útfrá um 1800 ára gömlu gjóskulagi. Heildar kolefnislosunin reyndist 148 t C/ha sem gera um 3,7 t C/ha árlega (Schipper og McLeod 2006). Þarna var rúmþyngdin mun minni en í þessari rannsókn eða 0,06 t/m3 í óröskuðu mýrinni og 0,26 t/m3 í framræstu mýrinni á móti 0,26 og 0,43 t/m3 hér. Þá er meðal árs lofthiti í Waikato Nýja Sjálandi um 14°C en um 3°C á Sauðárkróki. Aðeins ein hliðstæð rannsókn hefur verið framkvæmd á Íslandi, þar sem kolefnisbúskapur jarðvegs var kannaður yfir ákveðnu gjóskulagi í framræstum óræktuðum mýrum (Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir, 2017) og var hún reyndar kveikjan að þessu verkefni. Aðferðafræði við öflun og meðhöndlun sýna núverandi verkefnis og þess sem um ræðir er keimlík ef ekki eins að allra mestu leyti. Hins vegar eru reikniaðferðir sem hér var beitt frábrugðnar að því leiti að tekið var tillit til rúmþyngdar jarðvegs og dýpt niður á viðmiðunargjóskulag í óröskuðu landi sem ekki var gert í verkefni Gunnhildar. Að auki er einn meginmunur á sýnatökum milli verkefnanna. Í þessu verkefni eru efstu 5 sm jarðvegsins með í uppgjöri á heildarmagni kolefnis en ekki í verkefni Gunnhildar. Vert er að hafa það í huga ásamt öðru sem hefur verið nefnt ef niðurstöður úr þessum verkefnum eru bornar saman.

This article is from: