1 minute read

Úrvinnsla – kolefnis- og niturlosun úr lífrænum forða

Forsendur við losunarútreikninga á kolefnismagni og nitri fyrir ofan H1104 gjóskuleiðarlagið eru sýndar í töflu 13.

Tafla 13. Forsendur til grundvallar losunarútreikningum.

Svæði Tegund Aldur framræslu (ár) Di=1104 (sm)* Rúmþ. g/sm3

Kýrholt Óraskað Framræst 70 34 18 0,23 0,39

Hegranes Óraskað Framræst 55 24 18 0,30 0,52

* Talið næsta öruggt að dýpt niður á öskulagið sé aðeins <20 sm í framræstu landi Hegraness. Hér áætlað 18 sm.

Í töflum 14 og 15 eru áætluð áhrif framræslu og ræktar á jarðvegs- og kolefnistap fyrir ofan gjóskuleiðarlagið 1104 í Kýrholti og Hegranesi. Miðað við gefnar forsendur í töflu 13 hefur jarðvegur fyrir ofan H1104 rýrnað alls um 201 tonn/ha (22%) í Kýrholti sem er um 0,32% rýrnun á ári á sama tíma og kolefnið hefur minnkað um 98 tonn/ha (40%) á þessum tíma.

Tafla 14. Áhrif framræslu og ræktar á jarðvegs- og kolefnistap í Kýrholti eftir 70 ár.

Kýrholt, óraskað Kýrholt, framræst Dýpt Rúmþ. Jarðv. C C magn Dýpt Rúmþ. Jarðv. C C magn C tap sm g/sm3 t/ha % t/ha sm g/sm3 t/ha % t/ha t/ha 0-5 0,16 79 29,0 23 0-5 0,38 192 20,5 39 16 5-20 0,31 470 23,3 109 5-18 0,39 508 21,1 107 -2 20-34 0,25 353 31,7 112 -112 Alls/vegið 0,27 902 27,6 244 0,39 701 20,9 147 -98

* Áætlað niður að gjóskulagi H1104

Í Hegranesi aftur á móti, hefur jarðvegur á framræsta landinu aukist fyrir ofan H1104 um 24% eða um 0,44% á ári. Hins vegar hefur kolefnið minnkað alls um 16 tonn/ha á sama tíma.

Tafla 15. Áhrif framræslu og ræktar á jarðvegs- og kolefnistap í Hegranesi eftir 55 ár.

Hegranes, óraskað Hegranes, framræst Dýpt Rúmþ. Jarðv. C C magn Dýpt Rúmþ. Jarðv. C C magn C tap sm g/sm3 t/ha % t/ha sm g/sm3 t/ha % t/ha t/ha 0-5 0,19 96 20,3 19 0-5 0,53 263 15,1 39 19 5-20 0,31 458 23,0 105 5-18* 0,51 657 15,3 99 -6 20-24* 0,35 141 21,1 30 -30 Alls/vegið 0,31 696 21,8 155 0,51 920 15,2 138 -16

* Áætlað niður að gjóskulagi H1104

This article is from: